Tíminn - 13.03.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.03.1947, Blaðsíða 3
50. blað TlMIIVN. fimintudaginn 13. mai'z 1947 3 Æðri verur og aljpýbusmekkur í hugleiðingum Mbl. á sunnu- daginn, er eftirfarandi djásn undir fyrirsögninni: „Dýr skemmtun." „Það er dýr skemmtun og heimskuleg að vera innbrots- þjófur í Reykjavík. Hvers vegna? Vegna þess að það hefst upp á langflestum þeim, sem leggja þá atvinnu í vana sinn.“ Það væri svo sem ekki fásinna að vera innbrotsþjófur, ef lög- reglan væri ekki að skipta sér af þeim. Þó að þetta sé í pistl- um Víkverja, finnst mér það lijggja nærri .siðfræði Jóns Pálmasonar. Jón Pálmason hefir úrskurðað í Mbl., að alþingismenn væru æðri en annað fólk. Það er því sjálfsagt skiljanlegt, að æðsta persóna þessara æðri vera, höf- uðengillinn sjálfur, fyrirlíti mig, umkomulítinn mann úr röðum hinnar óæðri alþýðu, sem þar á ofan hefi gert svo lítið úr mér að yrkja fyrirbæn, þar sem beð- ið er um styrk og náð til að verða samtíðarmönnum mínum að einhverju liði. Jóni Pálmasyni finnst, að það sé ekki margt að því að stór- græða fé með ýmsu vafasömu móti, ef það er þannig gert, að ekki komi sakadómur og óvirðing fyrir. Honum finnst það ekki áferðargalli, að stjórnmála- foi'ingjar, sem þykjast allt vilja fyrir atvinnuvegina gera, dragi miljónaauð frá atvinnulífinu til persónulegr^r eyðslu og lysti- semda, fyrir sjálfa sig. Hann finnur ekkert athugavert við það, að hinar æðri verur láti rikið selja áfengi undir kostn- aðarverði til að bæta launakjör- in og styrkja afstöðuna gagn- vart lítilþægum og vínhneigðum kjósendum, ef málstaðurinn kynni að vera vafasamur. Honum finnst það bara gott, að frambjóðandi haldi fram hin- um óskaplegustu ósannindum, t. d. um gjaldeyrismál. Hins vegar finnst Jóni það ósköp fyrirlitlegt, ef óæðri mað- ur bendir á þessar staðreyndir, þó að út yfir taki, ef hann dirfist að ávarpa sjálfan höfuðengil- inn. Þeð er heimskulegt að vera innbrotsþjófur. En hitt getur verið fínt og gáfulegt, að verða æðri maður og draga sér al- mannafé gegnum forréttindi og brask. Jón Pálmason og Jónas Jóns- son hafa dreift út sögusögnum um það, að Framsóknarflokkur- inn hafi látið gera í skrifstofu sinni skrá með athugasemdum um nokkra flokksmenn. Kalla þeir skrána „svarta listann." Segja þeir, að yfir standi réttar- höld og rannsóknir í flokknum. Söguburðinum tíl staðfestingar vitna þeir félagar hvor í annan: Maður, sem tók þátt í kosninga- baráttu 1919, sagði þetta. — Sönnunin kom í riti Jónasar Jónssonar. Það er e. t. v. ástæða til að athuga ritið, sem sannfærði J. P. Sönnunargagnið er píslarþank- ar J. J. í 30 tölusettum liðum. Sjöundi liðurinn er svo: „7. Guðjón Samúelsson húsa- meistari hafði unnið með áhuga og dugnaði að fjölmörgum bygg- ingum, sem Framsóknarmenn standa að. Veltan í húsagerð ríkisins er þreföld á við veltu veganna. Flokksforysta Fram- sóknar eða ráðherrar flokksins létu vegamálastjóra hafa tvo bila til umráða árum saman, en neituðu húsameistara um bif- reið. Stóð svo, þar til Alþingi skárst í leikinn, en þá létu for- kólfar Framsóknar þennan þýð- ingarmikla starfsmann ríkisins fá aumasta bílgarm, sem til var í bænum. Þó að húsameistari ríkisins hafi sjálfsagt verið góður og trúr starfsmaður í skrifstofu sinni er erfitt að finna málefnaleg rök íyrir því, að hann hlyti að fá bíl með embætti sínu fremur en margir skrifstofumenn aðrir, fræðslumálastjóri, landlæknir o. s. frv. Ef velta embættisins ætti ein að ráða, mætti víst tollstjórinn í Reykjavík hafa nokkra bíla. Og því nefndi J. J. i ekki að Guðbrandur lyiagnússon er bíllaus með alla þá veltu, sem hans fyrirtæki hefir? Þá hrellist J. J. víða í píslar- þönkunum yfir því, að Fram- sóknarflokkurinn hafi ekki allt- af kosið sömu menn til trúnað- arstarfa og sett aðra hjá við mannvirðingar. Ekki getur hann þó þess, að Sigurður Kristins- son, sem var formaður flokks- ins 1933, eigi neina sök á hendur þeim, sem settur var í sæti hans 1934. Og ef J. P. trúir því, að það sé sönnun fyrir „svarta list- anum," að menn hafi ekki alltaf verið endurkosnir, — myndi hann þá trúa því, að Sjálfstæð- isflokkurinn hlyti að eiga sér svartan lista, þar sem m. a. væri nafn Gísla Sveinssonar fyrrver- andi forseta Alþingis? Mér var kennt í þeirri trúar- fræðslu, sem ég fékk, að eitt af nöfnum erkiárans sjálfs, væri komið úr grísku og þýddi róg- beri. Flestir munu þekkja sög- ur af freistaranum, þar sem sagt er frá hvíslingum hans i eyru manna, um að þeim hafi ekki veltzt veraldargengi, auður, völd, metorð, þægindi og hvers konar þessa heims lystisemdir, svo sem verðleikar stóðu til, heldur hafi aðrir verri menn og ómaklegri verið að skyggja á þá. Rp/unar eru flestir þeir menn, sem talað er um í píslarþönkun- um, enn með fullu starfsfjöri og frábitnir því krossa-gamni og titlatogi, sem 'stundum altek- ur þreytta menn og kalkaða. Sumir hinir elztu, sem þar eru nefndir, eru líka alkunhir að heilbrigðri fyrirlitningu á hé- gómanum. Lítur því út fyrir litla uppskeru af þessu framtaki freistarans. Þorsteinn Erlingsson segir í ádeilu á óvandaða þjóðmála- menn: „Þó flest væri gleypt, sem var logið og lágt, er lifandi sleipt á því taki, að finna, hvað kleift var að hafa yfir hátt, og hverju yrði dreift út að baki.“ Þeir télagarnir J. P. og J. J. hafa nú strítt viö þennap vnda. Sjálfsagt munu þessar æðri verur, sem vitna hvor í aðra á víxl, taka sér létt, þó aö alþýðu landsins þyki það lítilfjörleg manntetur, sem grípa til fals- bréfa i valdabaráttu sinni. Halldór Kristjánsson. IVjótið sólarinnar í skammdeginu og borðiff hinar fjörefnaríku Alfa-Alfa töflur. Söluumboð til kaupmanna og kaupfélaga utan Reykjavikur HJÖRTUR HJARTAKSON Bræðraborgarstíg 1 Simi 4256. ----------------------------------------------------7 Gunnar Widegren: Rábskonan á Grund honum. Rauði hárlubbinn virtist enn litríkari en venjulega, því að morgunsólin skein glatt, og and- spænis allri þessari ósegjanlegu litadýrð langaði mig mest af öllu til þess að sparka saumaborðinu mínu fram af tröppunum. En í þess stað bárum við Hildi- gerður það á milli okkar upp í herbergi mitt, og þar er það nú mér til gagns og ánægju. — Þetta er það, sem ég vildi segja þér um afmælisdaginn minn. Ég ætla samt að skrafa við þig dálitla stund enn, ef þig kynni að fýsa að vita, hvernig lifnaðarhættir okkar hér á Grund eru. Ég fer á fætur klukkan hálf-sex — segi og skrifa hálf-sex — og hita kaffi á prímusnun? handa húsbóndanum. Síðan fer hann að vitja um — bróðir Hildigerðar er ræðari hans og vikapiltur. Ég vind fnér aftur á móti að því að snúa Hildigerði í gang, eftir nætursvefninn, lít einnig til hinna hænsnanna og / hlynni að grísnum. Síðan tek ég við morgunmjólkinni, þegar Hildigerður hefir lokið mjöltunum, færi ég hús- bóndanum spenvolga mjólk, sem hann verður að fá, ef festingin á ekki að hrynja yfir mann, og geri eitt og annað, sem að kalla-r. Um hálf-átta-leytið þeytir hús- bóndinn gamla bílflautu niðri á bryggjunni, .og þá á ég að koma á vettvang og velja fisk til morgunverðar — hann hoppar sem sagt beint úr vatninu upp á steik- arpönnuna. í þessum ferðum er Ásta-Brandur alltaf í fýlgd með mér, því að hann veit, að nýmeti muni falla til, þfegar ég fer að slægja. Svo kemur morgun- verðurinn, og Hildigerður þvær upp, nema glösin auð- . vitað — þau yrðu að dufti í bj arndýrshrömmum henn- ar. Þá taka við ýms smá-viðvik — nú er ég til dæmis að finna upp spánnýjan drykk, sem ég bý til úr rabar- bara. Þegar miðdegismatartími nálgast, eru gerðir út leiðangrar i garðinn og niður að silungalóninu, en snatt og snúningar að máltíðinni lokinni og loks stutt hvíldarstund eða eins konar kaffihlé handa mér sjálfri. En alltaf verð ég þó að gefa gætur að Hildi- gerði, sem ekki sést fyrir, þegar frásagnargleðin hefir náð tökum á henni og henni svellui' ásmóður. Hún getur hvenær sem er misst diskahlaða i gólfið, og þá segir hún „drottinn minn á krossinuin“, eða hún gengur á stól, og þá segir hún „andans gálgatimbrið.“ Eða hún gengur fram af eldhúströppunum með svína-. matinn, og þá segir hún skirt og skorinort: „Skál, bróðir!“ Þegar liöur á níunda tímann, er maður feginn að skrifSa í bólið sitt og sefur eins og steinn til morguns ' — Hildigerður eins og minnst tveir steinar, og því er það versta verkið, sem ég vinn, að vekja hana til lífs á morgnana. Ég skil alls ekki, hvernig hún hefir farið að þvi að vakna á afmælisdaginn minn. Þetta er mér nýtt og eftirsóknarvert líf, þrpngið til- hlökkun og eftirvæntingu, því að maður veit aldrei í þessari andránni, hvað Hildigerður kann'að segja eða gera í þeirri næstu. — Hæ! Þetta er þó líf! Anna Andersson. ÞRIÐJI KAFLI. Hjartans engillinn minn! Það tjáir ekki að gorta af berkríkalífi og baðstrand- ariðjuleysi —sízt öllu, þegar bréfin frá þér eru skrif- uð á Langasandi, og þú gætir boðið mér að drekka saltan sjóinn úr Vikinni beint úr lófa þínum. En það er líka hægt að baða sig hér, þótt ekki sé í sjó. Hér er vatn á milli hæðanna, og hvergi í öllum Smálöndum er til jafn- tært og svalandi vatn. Þeim, sem þar að auki nýtur þeirrar ánægju að baða sig með Hildigerði, þarf ekki að leiðast baðlífið á Grund. Hún buslar á við tugi fíla, snörlar eins og heil vís- undahjörð og gusurnar ganga í kringum hana eins og friðsælt Grundarvatnið sé allt í einu orðið belj- andi strengur í sjálfum Niagarafossinum. Þegar hún sýpur vatn, hóstar hún svo heiftarlega, að flóðaldan rís aftan við þjóhnappana á henni og brotnar ekki fyrr en á vatnsbakkanum hinum megin. Veinin, sem hún rekur upp, þegar hún dembir sér út í vatnið. | eru svo ofboðsleg, að mér detta alltaf í hug svína- sláturhúsin í Chicagó, og oröatiltækin, sem hún not- ar, þegar hún er að jafna saman sáiarhrófum oklcar • og vaxtarlagi, eru gulls ígildi. En hún er engin eldhús- skræfa. Hún byrjaði að baða sig áður en neinn veru- legur sumarylur var kominn 1 vatnið. Hún steypti sér á bólakaí með þeim óhljóðum og buslugangi, sem ég hefi lýst, og ég varð að hleypa í mig öllum þeim kjarki, er ég átti tiltækan, áður en ég áræddi að vaða út i á eftir henni. Ég skalf og nötraði, fremur en að láta þá skömm um mig spyrjast, að ég þyrði ekki í vatnið, því að ég vil ekki vera Hildigerði siðri á neinn hátt. Hildigerður hafði aldrei á sinni stuttu ævi kynnzt þeim munaði ríkisfólksins, er nefnist baðföt. — Það er sjálfsagt vilji guðs, að maður þoli að horfa á skrokkinn á sér. En andinn hjálpi þéim karlmanni, sem lægi á gægjum hérna á milli runnanna og sæi mig strípaða, sagði hún með manndrápssvip og sveifl- aði í kringum sig stórum staur, sem lá á vatnsbakk- anum. Síðan þennan dag er engin rúða óbrotin í 1 Sendisveinar .Vantar einn til tvo sendisveina nn þegar Samband ísl. samvinnufélaga Laxveiöi í Elliðaánum H ' J Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs er hér með óskað eftir tilboðum í laxveiði í Elliðaánum veiðitímabilið 1947 Tilboðunum sé skilað til urydirritaðs fyrir kl. 12 á hádegi, þriðjudaginn 25. marz. Rafmagnsstjórinn í Reykjavík :: Leigugarðar bæjarins ::«:::«: Athygli garðleigjenda skal vakin á því, að leiga fyrir matjurtagarða bæjarins felur í gjalddaga 15. þessa mánaðar. Þeir garðleigjendur, sem enn eiga ógreidda leigu fyrir 1947, og óska að halda görðum sínum áfram, eru því beðnir að greiða hana nú þegar í bæjar- skrifstofunum HAFNARSTRÆTI 20 (Hótel Hekla, inngangur frá ” Hafnarstræti). — Skrifstofan er opin daglega kl. 9—12 og 1—3 nema laugardaga, aðeins kl. 9—12 f. h. BæjarverkfræSingnr. •♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦•< ♦♦♦**♦♦<•♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦< (TLÍUKYiVDIXGAK. Við útvegum með ca. 6 mánaða fyrirvara frá Englandi, Olíukyndingartæki fyrir gufukatla Þeir sem hafa í hyggju að breyta um frá kolakyndingu til olíubrennslu, ættu að hafa tal af okkur sem fyrst. UMBOÐS- OG RAFTÆKJAVERSLUN ÍSLANDS H.F. Hafnarstræti 17. — Sími 6439, Reykjavík. TÓNTISTARFÉLAGIÐ: Nanna Egilsdóttir ópcrusöngkona Ljóöa- og aríukvöld í Gamla Bió föstudaginn 14. marz kl. 7,15. Við hljóðfærið: lír V. IJrbaiitschitsch Viðfangsefni eftir Beethoven, Schubert, Mozart, Verdi, Puccini, Jón Leifs, Kaldalóns o. fl. Aögöngumiðar seldir í dag hjá Eymundsson og í Bóka- búð Lárusar Blöndal og við innganginn, ef eitthvað verð- ur óselt. UTBREIÐIÐ TIMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.