Tíminn - 15.03.1947, Page 1

Tíminn - 15.03.1947, Page 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON í ÚTGEPANDI: \ FR AMSÓKN ARFLOKKURINN { Símar 2353 og 4373 PRENÍSMIÐJAN EDDA h.f. RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA \ OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A Síml 2323 31. árg. Reykjavík, laugardaginn 15. marz 1947 53. blað Eysteiim Jónsson um fjárhagsráðsfrumv.: ' « j Þaö þarf að segja þjóðinni hrein- skilnislega, hvernig komið er Það er ekki hægt að samræma nýskö|»un at- vinnuveganna og óhófseyðsln. ■ ' I Fyrstu umræðu um fjárhagsráðsfrumvarpið, sem hófst í neðri deild í fyrradag, hélt áfram á fundi deildarinnar í gær. Ey- steinn Jónsson flutti þá ræð'u, þar sem hann gerði grein fyrir afstöðu Framsóknarmanna til frumvarpsins. Forganga Framsóknarmanna. í upphafi ræðu sinnar lýsti E. J. því, að Framsóknarmenn hefðu orðið fyrstir til að benda á þær ráðstafanir, sem hér væru fyrirhugaðar. Þeir hefðu strax haustið 1942 flutt þingsálykt- unartillögu, þar sem lagt var til, að komið yrði fastri skipan á framkvæmdastarfsemina í land- inu, svo að tryggður væri for- gangsréttur framleiðslunnar og nauðsynlegra framkvæmda. Það væri því ánægjuefni fyrir Fram- sóknarmenn að styðja þetta frv., enda væri nú komiö fram, að þeir hefðu barizt fyrir réttu máli. Hefði slík skipan verið tekin upp fyrr, myndi margt fara nú á annan og betri veg, en raun væri á. Það er vegna hinnar siæmu reynslu af glundroða og |kipulagsieysis undanfarinna ára; að þetta frv. nýtur nú almenns fylgis. Vald fjárhagsráðs. Það er eitt meginefni þessa frv., að fjárhagsráð fær miklu víðtækara vald en nokkur stofn- un hefir áður haft. Það veröur ekki hægt að gera neinar meiri- háttar verklegar framkvæmdir né ráðast' í ný fyrirtæki, án leyfis þess. Ýmsir finna að því, að vald ráðsins sé þannig aðal- lega neikvætt. Þetta má að vísu túlka á þann hátt, en þetta er þó ekki raunverulega þannig. Það er ekki hægt að gera það samtímis að halda uppi stór- felldri nýsköpun og nauðsynleg- um framkvæmdum og leyfa sér jafnframt stórfellda eyðslu k öðrum sviðum. Annað hvort verður að þoka fyrir hinu. Fjár- hagsráðið á að tryggja for- gangsrétt hinna nauðsynlegu framkvæmda. Nauðsynlegar ráðstafanir vegna fjárhagsástandsins. Það almenna fylgi, sem þetta frv. nýtur, stafar1 fyrst og fremst af því fjárhagsástandi, sem nú ríkir í landinu. Menp sjá alltaf betur og betur að framleiðslan og nauðsynlegar framkvæmdir munu stöðvast, ef ekki er gripið til slíkra rá'öa. Skulu hér færð nokkuð, nánari rök að því. Framkvæmdastarfsemin hvíl- ir á þremur megin sto'ðum: Er- lenda gjaldeyrinum, vinnuafl- inu og fjármagninu innanlands. Án þess, að þetta þrennt sé fyrir hendi, verður lítið eða ekkert úr framkvæmdum. Gjaldeyriseyðslan. Ástandið 1 gjaldeyrismálunum er nú þannig, að um seinustu mánaðamót námu inneignir bankanna erlendis, að frádregn- um nýbyggingareikningi, 44 milj. kr* en yfirfærslúábyrgðir námu 58 milj. Auk þess lágu fyrir leyfi frá viðskiptaráði, sem ekki var búið að taka yfir- færsluábyrgð á. Á nýbygginga- reikningi voru 120 milj. kr., en veitt leyfi Nýbyggingaráðs, sem ekki var búið að yfirfæra, námu 150 milj. Öllum hinum miklu gjaldeyrisinneignum hefir þann- ig veriö eytt og meira til og þó er enn ekki búið að greiða ný- byggingareikningi 15% af and- virði útflutningsins 1946, sem hann á tilkall til. Það má því vera hverjum manni ljóst, að eigi að halda uppi verulegum framkvæmdum í framtíðinni, verður ekki hægt að leyfa sér aðra eins gjaldeyriseyðslu á öðrum sviðum og gert hefir verið undanfafin ár. Það verð- ur að draga úr eyðslunni og það á að vera hlutverk fjárhagsráðs aö tryggja forgangsrétt ný- sköpunarinnar. Verkafólksskorturinn. Um vinnuaflið er það að segja, að menn vantar nú á skip og bát-a i talsvert stórum stíl og ýmsar nauðsynlegar byggingar- framkvæmdir hafa stöðvazt af vinnuaflsskorti. Ástandið í sveit- unum er alkunna. En er í ráði að auka skipastóiinn verulega og ýmsan iðnaö í þágu fram- leiðslunnar. Þessar framkvæmd- ir hljóta að stöðvast, nema sér- stakar ráðstafanir séu gerðar til að draga úr hinum ónauðsyn- legu framkvæmdum. Lánsfjárskorturlnn. Af fjármagninu innanlands er það skemmst að ségja, aö ríkisskuldabréf hafa mátt heita óseljanleg um lengra skeið. — Fjáröflun til hinna svokölluðu nýsköpunarframkvæmda og nauösynlegra íbúðabygginga hefir verið og er gersamlega stöðvuð. Ofþenslan hefir valdið því, -að fjármagnið hefir sogazt í ýmsa braskstarfsemi og luxus- byggingar.. Fjármagnið til ný- sköpunarinnar verð.ur ekki tryggt, nema dregið sé úr ó- þörfum framkvæmdum og ann- arri ónauðsynlegri eyðslu. Ákvæðið um 15%. Til viðbótar þessu, sagði E. J., finnst mér rétt að geta tveggja atriða, er komið hafa fram í umræðunum. Einar Olgeirsson hélt því fram, að það skipti höfuðmáli, að ákveðið væri í frv., að verja 25% af andvirði útflutningsins til verklegra íramkvæmda í stað 15%, sem nú er ákveðið í frv. og ákveðið er í lögunum um ný- byggingaráð. Ég tel þetta ekki skipta neinu máli, því að það veltur mest á framkvæmdinni hjá gjaldeyrisyfirvöldunum hver niðurstaðan verður í þessum efnum. Haídi þau vel á, getur verið hægt að verja 25% og jafnvel meiru til nýsköpunar- innar. Sé hins vegar ekki hugs- að um að spara á öðrum svið um, getur svo farið, að þessi ákvæði verði ekki höfð að neinu, eins og gert hefir verið á seinasta ári. Aðalatriðið er því að vanda vel framkvæmdina og draga úr gjaldeyriseyðslunni, þar sem því verður bezt komið við. Lánveitingar bankanna. Þá taldi Einar Olgeirsson það mikinn ókost á frv., að fjár- hagsráð á ekki að ráða yfir lán veitingum bankanna. Virtist mega' skilja á honum, að þannig væri leyst úr lánsfjárþörfinni til nýsköpunarinnar. Þetta tel ég mikinn misskilning, því að engin trygging er fyrir því, að (Framhald, á 4. síðu) Fuglarnir leita sér griöastaöar • A ,y í.-...•.■&:•;•.•.•&.■. v « ......... ' Dönsku sundin cru Iögð ísi og fuglar, sem þar eru á vetrum, hrekjast um ísinn, hungraðir og sljóvir — þeir, sem ekki hafa leitað brott í tæka tíð. — Á stöku stað eru þó auðar vakir, og á þær leita fuglarnir þúsundum saman. — Þessi mynd er tekin af einni slikri vök á Hróarskeldufirði, þar sem fuglarnir hafa hópazt saman. Sendiherra Frakka af- hendir skilríki sín Voillery sendiherra. Sendiherra Frakklands, herra Henry Vöillery, afhenti forseta íslands embættisskilriki sín við hátíðlega athöfn aö Bessastöð- um, þriðjudaginn 11. þ. m. Sátu sendiherrahjónin síðan hádegisverð í boði forseta og frúar hans, ásamt utanrikisráð- herrahjónunum og nokkrúm öðrum gestum. Sendiherrann hefir starfað sem fulltrúi Frakklands hér á landi frá því árið 1938, fyrst sem ræðismaður; en síðan sem stjórnarfulltrúi. Grummanflugbáturinn komst ekki á loft fyrr en í þriðju atrennu Flugmaðurinn telur, að annar hreyfillinn hafi bilað Kafari á leið vestwr, eh slysstaðurinn er nú fiakinn ísi. Fólki því, sem af komst úr flugslysinu- á Hvammsfirði í fyrra- dag, líður vel eftir atvikum. Var þó sumt meira meitt en ætl- að var í fyrstu. Líkin af þeim, sem ekki náðust, þegar flugslys- ið varð, hafa ekki fundizt, enda rak í fyrrinótt ís inn fjörðinn, r.uk þess sem lagnaðarís myndaðist, svo að ekki er unnt að kom- ast að slysstaðnum sem stendur. En talið er, að þau muni vera í flugvélinni. Loftleiðir sendu flugvél til Stykkishólms með véla menn og kafara, en þeir munu ekki hafa komizt til Búðardals i :rær. — Fjórði maðurinn, sem fórst, var Einar Oddur Kristjáns- son, gullsmiður frá ísafirði. En nafns hans var ekki getið hér í blaðinu í gær, þar eð ekki hafði þá tekizt að ná í alla vanda- menn hans í Reykjavík til þess að tilkynna þeim slysið. Kafari og vélamenn á leið til Búðardals. í gærmorgun var ekki lengur lendandi á Hvammsfirði sökum íss. Flugvélj sem Loftleiðir sendi vestur með menn til þess að at- huga aðstæður á slysstaðnum, gat þvl.ekki farið nema í Stykk- ishólm/ þótt upphaflega hefði Hornafjarðarbátarnir bundnir við bryggju, en mokafli á miðunum Ekki liægl aö nýta aflann vegna saltleysis. Allir bátar, sem gerðir eru út frá Höfn í Hornafirði á þessari vertfð, hafa legið bundniijj? við bryggjur undanfarna daga, þrátt fyrir góðan afla skammt undan landi og gæftir upp á hvern dag. Veldur því saltleysi. f Höfn er nú alls ekkert salt til. í gær var mikil veðurblíða í Höfn í Hornafirði, eins og verið hefir þar undanfarna daga. — Sjórinn var spegilsléttur og hiti í lofti. Enginn bátur var þó á sjó i góðviðrinu, og hefir ekki verið farið þar á sjó seinustu dagana, þótt veður hafi verið ágætt og vitað sé um nógan fislc. Veldur þessu saltleysi. Eins og stendur er alls ekkert salt til í Höfn og ekki vist, hvenær úr rætist með það. Lengi undanfariö hafa verið mikil vandræði með salt í Höfn og orðið að sækja það til ýmissa hafna norðan lands og austan, þar sem lítið eitt hefir verið til af því. En nú má heita, að allt landið sé saltlaust og aðeins von á einu saltskipi til Reykja- víkur, sem fullnægja verður saltþörf allra verstöðvanna fyrst um sifin/ Góðar gæftir og góður afli í allan vetur. Segja má, að gæftir hafi allt- af verið góðar í Höfn, frá því að vertíð hófst þar í byrjun febrú- ar. Afli hefir leiigst af verið góður og alltaf sæmilegur. Er nú mun meiri afli kominn þar á land en á sama í fyrra, og var þó líka góður afli þá og gæftir. Nú eru öll geymsluhús kaupfé- lagsins orðin að heita má full af saltfiski, og fiski hefir verið staflað víða annars staðar, þar sem tiltækileg geymsla hefir verið fyrir hendi. Þrettán vertíðarbátar í Höfn. Á þessari vertíð eru gerðir út (Framhald á 4. slðu) verið ætlunin að fara beint vestur í Búðardal. í flugvél þess ari voru Halldór Sigurjónsson vé'stjóri og Óskar Pétursson vé'- virki, auk kafara. Ætla þeir að revna að komast á bát frá Stykkifhólmi til Búðardals. Mun það vera um 6—7 klukkustunda ferð. En hætta er á, að einnig verði tafir á því, að þeir komizt sjó- leiðis vegna iss. Rannsókn fer fram vestra. Tíðindamaður Tímans átti tal við Hallgrím Jónssón stöðvar stjóra í Búðardal I gær og spurði hann um nánari fréttir af flug- slysinu og líðan þeirra, sem af komust. Settur sýslumaður í Dalasýslu, Sigtryggur Jónsson á Hrapps- stöðum, rannsakaði í gær öll atvik í sambandi við slysið, eft- ir því sem föng voru á, og tók skýrslu af þeim, sem björguðust úr flugvélinni. Allar líkur eru til, að annar hreyfill flugvélar innar hafi bilað, og telur flug maðurinn, að svo hafi verið. Víst má telja, að flugvélin hafi eitt- hvað verið biluð, er hún settist á Hvammsfjörð, því að hún gerði tvær árangurslausar atrennur til að komast á loft af firðinum áður en hún komst loks upp með þeim geigvænlegu afleið- ingum, sem öllum eru nú kunnar. Þá he.fir það og komið í Ijós að ekki sást út um ghigga flug- vélarinnar sökum ísiixgar, svo að opna varð glugga, tjl þess að flugmaðurinn sæi út úr henni, hvort sem það getur átt nokkra sök á slysinu, að hann sá ekki með eðlilegum hætti út úr henni úr sæti sínu. Flugmaðurinn gizkar á, að (Framhald á 4. síðu) Þeir, sem fórust í Búðardal Elísabet Guömundsdóttir. María Guðmundsdóttir. Einar Oddur Kristjánsson. Magnús Sigurjónsson. i Nafn eins mannsins, sem fórst með flugvélinni, var ekki getið í blaðinu í gær. Var það Einar Oddur Kristj ánsson gullsmiður á ísafirði. Svo stóð á, að ekki hafði náðzt til sonar hans, er stundar sjómennsku hér syðra, til þess að tilkynna honum þetta hörmulega slys. Einar Oddur Kristjánsson var kvæntur maður, á sextugsaldri, og lætur eftir sig þrjú uppkom- in börn. i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.