Tíminn - 15.03.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.03.1947, Blaðsíða 2
TÍMIIVIW lawgardaginn 15. marz 1947 52. blað 2 Laugardagur 15. nmrz Dýrtíðarmálin Morgunblaðið gerir dýrtíðar- málin að umræðuefni í forustu- grein sinni í fyrradag. Það lýsir dýrtíðinni réttilega sem þjóðar- böli og segir síðan, að það séu vonbrigði margra að núv. ríkis- stjórri skuli ekki hefjast handa gegn henni af alefli. Það er vel, að Mbl. skuli nú komið á þá skoðun, að dýrtíðin sé þjóðarböl og maðurinn, sem á drýgstan þátt í henni, hafi því réttilega kallað sig böðul al- þjóðar. Það er líka eðlilegt, að Morgunblaðið geri meiri kröfur til núv. stjórnar en fyrrverandi stjórnar, en Mbl. taldi það aldrei valda neinum vonbrigðum, tlótt fyrrv. stjórn gerði ekki neitt til úrbóta í dýrtíðarmálunum. Til stjórnar, sem Ólafur Thors veitti forstöðu, voru hvorki gerðar þær né aðrar kröfur um hyggilega stjórnarhætti. Þótt aðgerðir núv. stjórnar séu enn ekki miklar í dýrtíðarmál- unum, verður því ekki neitað, að hún hefir valdið þar stefnu- hvörfum. í tíð fyrrv. stjórnar var dýrtíðarvísitalan látin hækka stöðugt. Ef slíkri stefnu hefði verið fylgt áfram, myndi vísitalan hafa bætt við sig 5—6 stigum mánaðarlega, eins og raunin hefir verið seinasta miss- erið. Stjórnin hefir nú stöðvað hækkun vísitölunnar og fest hana í bili í 310 stigum. Með þessari hækkun er hafizt handa um viðnám gegn dýrtíðinni í stað þess að hún fékk að vaxa óhindraö áður. Það er vitanlega stórfelld stefnubreytUig. Það er gersamlega fölsk túlk- un á stefnu stjórnarinnar, að hún ætli að stöðva dýrtíðina eingöngu með fjárgreiðslum úr ríkissjóði. Hún lofar í málefna- samningi sinum að bæta inn- flutningsverzlunina og verðlags- eftirlitið. Á þann hátt má hafa mikil áhrif á vísitöluna. Einnig lofar hún að koma öruggri skipan á fjárfestinguna og láta fara fram eignakönnun, en báðar þessar ráðstafanir ættu að draga verulega úr verðbólg- unni. Þótt þessi stefna ríkisstjórn- arinnar sé mikil og góð endur- bót frá því, sem verið hefir, skal því sízt mótmælt hér, að stjórn Ólafs Thors hafi skilið eftir svo óbotnandi dýrtíðarfen, að þessar fyrirætlanir stjórnarinnar séu hvergi nærri fullnægjandi til að ráða bót á erfiðleikunum. Það hefir verið og er álit Framsókn- armanna, að nauðsynlegt sé að gera miklu víðtækari ráðstafan- ir en stjórnin hefir fyrirhugað. En Framsóknarmenn kusu held- ur að vinna í bili að stöðvun, sem síðar gæti orðið grundvöllur raunhæfari ráðstafana, en að eiga á hættu, að haldið væri áfram dýrtíðarstefnu Ólafs Thors. Þess vegna tóku þelr þátt í núv. stjórnarsamvinnu, þótt markið væri ekki sett nógu hátt að dómi þeirra. Sé Sjálfstæðismönnum orðið það alvöruif^ál að hef jast handa um raunhæfar aðgerðir gegn dýrtíðinni og skrif Mbl. séu því eitthvað meira en fals eitt, mun ekki standa á samvinnu Fram- sóknarmanna. Rafmagnshækk- un í Reykjavík, kaffiverkfallið á dögunum og hálfa miljónin, sem kaupmönnunum var miðlað af tóbakshækkuninni, benda hins vegar til, að hugur fylgi illa máli, þegat Morgunblaðsmenn eru að tala um xiauðsyn raun- Fréttabréf frá Noregi Geilo í Noregi, 28./2. 1947. Kæri ritstjóri! Þú nefnir við mig að senda Tíinanum nokkrar fréttalínur að utan. Þar sem ég held nú kyrru fyrir í dag, en 28 stiga frost er úti, þá er rétt að grípa pennann litla stund í hlýju og yndisleik háfjallahótelsins. Norðmenn fagna frelsinu. Þú nefnir við mig að senda andi að koma til Noregs. Allir virðast í góðu skapi. Það er eins og fargi hafi verið létt af al- menningi. Það er eitthvað svip- að og íslandsvinurinn Eirik Hirth í Bergen sagði við mig, er hann fagnaði mér sérstaklega sem fyrs.ta íslendingnum, er hann sæi síðan fyrir stríð: „Þó að matarskorturinn væri svo mikill á stríðstímunum að ég léttist um 15 kg. og konan mín um 20 kg. og slíkt væri almennt, einkum í stærri bæjunum, þá var þó erfiðara að þola ófrelsið.“ Enginn mátti hafa útvarp, blöð- in máttu ekkert segja, nema það, sem Þjóðverjum þóknaðist. „Verst var þó,“ sagði Hirth, „að aldrei mátti segja setningu óhultur fyrir Kvislingum eða út- sendurum þeirra. En nú eru allir frjálsir aftur og það kann enginn að meta til fulls, nema þeir, sem rejmt hafa hvort tveggja." „Við hjónin vorum svo „hepp- in“ að vera alllangan tíma lasin á stríðstímanum," sagði Hirth, „og fengum við þvi á meðan y2 lítra af mjólk hvort okkar á dag.“ En mjólk fengu yfirleitt ekki aðrir en börn og sjúklingar. Kjöt og feitmeti sást nær aldrei. hæfra dýrtíðarráðstafana. En slíkar ráðstafanir verða vitan- lega að beinast fyrst og fremst að því að draga úr hvera konar milliliðagróða og leggja aðal- byrðarnar á þá, sem breiðustu hafa bökin, áður en farií er að krefjast kauplækkana af bænd- um eða verkamönnum. Ef Sjálf- stæðismenn hafa hugsað sér að færa dýrtíðina niður með öðru móti, er ótrúlegt að þeir eigi völ margra samstarfsmanna. Kona Hirths sagðist eitt sinn hafa fengið pylsur fyrir 65 'aura og það heföi verið allt það kföt- meti, sem hefði komið á heim- ili þeirra hjóna það árið. Aðalfæðan var 250 gr. grömm af brauði, sem hver einstakling- ur fékk daglega. Þó mátti stund- um fá aðrar vörur í staðinn fyrir þann skammt, svo sem baunir, kartöflur o. fl. En þá var brauðið þeim mun minna, sem hver fékk. Bændurnir fengu að halda eftir 36 kílóum af kjöti á ári, af því, sem þeir sláÆruðu sjálfir, en bæjarfólkið varð að vera án þess. Kaffi eða te sást aldrei í fleiri ár. Matarskammturinn nú. Nú finnst Norðmönnum þeir hafa nóg af öllu og virðast mjög þakklátir fyrir, hvað þeir hafi það gott, enda lítur fólk prýði- lega út, hvað holdafar áhrærir o. þ. h. Þó er skammtur manna ekki ennþá nema 200 gr. af kjöti á viku — og mjög oft ekki til kjöt til e!& láta út á þá skömmtunar- seðla — og sykur 200 gr. á viku á mginn. Víða á veitingastöðum í Bergen og Stafangri var þó enginn sykur borinn með kaffi, en hér í háfjallahótelunum er sykur borinn fram með kaff- inu. Kaffiskammturinn er 300 gr. á mánuði handa fullorðnum, en enginn handa börnum. Aft- ur á móti fá börn eina plötu af súkkulaði fyrir tvo mánuði, en fullorðnir ekki neitt. Erfitt er með sápu, feitfmeti o. fl. Einnig eru öll föt og skór skammtað ennþá — og það nokkuð knappt. Fiskveiðar og siglingar. Þrátt fyrir þetta eru stór- batnandi tímar. — Nú er mok- afli við strendurnár. Þorskveiði við Norður-Noreg er framúr- skarandi ,góð og síldarafjinn (sem einkum er við suð-vestúr- landið) er meiri en dæmi eru til í sögu Noregs. Norðmenn selja síldina mjög mikið frysta og saltaða til Eng- lands og saltaða til Póllands, Rússlands og víðar. Einnig bræða þeir mikið af síld og selja oliuna og mjölið til ýmsra landa. Siglingaflotá ségjast Norð- menn ætla að vera búnir aö eignast 1948—9 eins stóran og fyrir stríð. Færir hann nú eins og oft áður, mikla björg í bú Norðmanna. Kvislingarnir. Þó að gremjan í Noregi til Þjóðverja sé mjög mikil fyrir svo ótal margt á hernámsárun- um, þá virðist hún miklu meiri til Kvislinganna. Margir kunna nú utan að, hvað margir Norð- menn gengu í Kvislingaflokk- inn (Nasjonal samling) úr hin- um ýmsu héruðum. Þykir þeim það mikil frægð, sem eru úr þeim héruðum, er fæsta höfðu Kvislingana. (En hvað finnst íslendingum um þá „sem af út- lendum upphefð sér sníkja?"). Þau hécuð; sem höfðu hæst % a(f Kvislingum voru: Upp- lands- og Þelamerkurfylki, 2,60% af« íbúunum, Heiðmörk 2,44%, Oslo 2,35%, Finnmörk 2,21%. En þau sem höfðu lægsta voru: Mæri og Romsdalur 0,85%, Bergen og Hörðaland 0,67% og Sognfirðirnir lægstir með 0,42%. Hér er átt við þá, sem gengu í Kvislingaflokkinn. Nú er Kvislingum safnað saman í fangabúðir í hundraða og þúsundatali ’og verða látnir vinna þar í nokkur ár við að grafa skurði, rífa upp grjót og aðra vinnu í þarfir þjóðarinnar. Eiga þeir með því s/5 bæta að einhverju leyti þann skaða, sem þeir gerðu þjóð sinni á stríðs- árunum. Mikill verkafólksskortur. Mikið er alls staðar að starfa. Svo er t. d. starfsstúlknafæðin mikil í Bergen, að í veitingahús- um sést varla yngri kvenmaður ganga' um beina en þetta um fimmtugt. Hér uppi í háfjöllum ber aftur mest á þeim- „frá 18 til 30 og hvaö?“ Verksmiðjurnar og margs konar iðnaður, sögðu Bergensbúar, að tækju sérstak- lega mikið upp starfskrafta ungu stúlknanna. Augnabliksmyndir frá Bergen. Áberandi er fyrir þá, sem (Framhald á 3. síðu). Ur Rangárvallasýslu Þegar blöð koma til mín, er það venjulega mitt fyrsta, að líta yfir þau, og gá að, hvort ekki eru einhverjar fréttapistl- ar héðan úr'sýslu, en sjaldan er mikið upp úr svoleiðis yfirliti að hafa. Þá kemur mér í hug, að hér sé sjálfsagt svona viðburða- fátt, eða þá hitt, að allir eru önnum kafnir, enginn tími af- gangs frá daglegum störfum, og sennilega er það svo, því að víð- ast er einyrkjabúskapur, en ó- þrjótandi verkefni, og er það mjög eölilegt, að menn séu latir að taka sér penna í hönd að af loknu dagsverki, til að senda fréttir, ef svo mætti að orði kveða. Ekki er svo að skilja að ég bæti neitt úr þessu, er ein- yrki og önnum kafinn alla daga, jafnt helga sem virka, baráttan látlaus, ef maður á að bjarga sér og sínum, þrátt fyrir veltiár og velmegun, að því er virðist vera, eða svo er sagt að minnsta kosti. fhaldsumhyggja. Ég vil fyrst minnast á síðastl. ár, er mun eitt hið allra bezta, er menn muna, góður vetur í fyrra, vorið blítt og grasspretta fremur góð, og nýting á heyjum einhver hin allra bezta. Spretta á kartöflum einnig góð, en sýki hefir orðið vart sums staðar. Það, sem af er þessum vetri, má telja mjög gott, mild veðrátta en nokkuð storma- og hrakviðra söm. Þrátt fyrir þessa árgæzku mun afkoma bænda sízt batn- andi. Veldur því margt, svo sem sauðfjársjúkdómar, og þó verð hækki á afurðum er það sízt til bóta, xþar sem dýrtíð magnast æ meir. Annað er það, að ull síðast liðinna 4 ára er enn ó- borguð, og má það teljast und- arlegt, þar sem fjárveitinga- nefnd samþykkti í vetur að borga a. m. k. þriggja ára ull fyrir janúarlok bg íhaldsþing- maður Rangæinga, I. J„ var víst búinn að fræða menn á því, að ullin yrði víst borguð í janúar, en nú heyrist einnig eftir sama þingmann, að eitthvað muni ennþá dragast með borgunina. Hvernig stendur á þessum drætti! Á ekki ríkið að borga ullina, og eftir því, sem fjár- málaráðherra P. M. sagði í vet- ur um hag ríkissjóðs, ætti það að vera óþarfi, að'níðast á einni stétt og borga henni ekki, þegar varan er seld. En þetta er nú öll umhyggja íhaldsmanna fyrir afkomu sveitanna. Er leitt til þess að vita, að þessi sýsla skuli vera svo ógæfusöm og heillum horfinn, að eiga á þingi þann mann, sem hefir gerzt tagl- hnýtingur auðmanna og íhalds, en telur sig þó vera bændavin. Ég man ekki eftir neinu frá þess manns hendi eða höfði, er sýni það, að hann meti meir hags- muni bænda en Reykjavíkurí- haldsins. Máske á það eftir að koma í ljós, en þá þarf hann að breyta um stefnu. Dýr skírteini. Mörgum lízt heldur illa á nýju tryggingarlögin, treysta sér ekki til að standa undir kostnaði þeim, er þau hafa í för með sér. Sennilega er hér um tugþús- undagjald að ræða í hverju ein- asta hreppsfélagi. Þetta eiga allir að borga, hvort þeir geta eða ekki, jafnt fátækir sem ríkir. Skírteinisgjald er kr. 30.00 — mörgum finnst það hálf kjána- legt eða svipað og útsvarsseðlar væru seldir gjaldendum, en þetta verða máske skrautrituð blöð og híbýlaprýði. Ef til vill er þetta ein grein „nýsköpunar- innar“. Vansmíðar á tryggingalög- gjöfinni. Ég þekki hér í sýslu marga efnalitla frumbýlinga, sem hafa áhuga fyrir því að byggja hús og rækta, ef efni leyfa. Þessir menn hafa lítil gjaldþol og verða margt að spara. Hér er líka margt fólk, sem hefir aldur til að fá styrk, en er sumt efnað og margt sæmilega vinnufært, og hefir að mun betri afkomu en frumbýlingarnir, en samt á að taka af þeim þungan skatt til að borga þeim betur stæðu. Hitt eru allir sammála um að styrkja þá, sem þess þurfa, en það á aldrei að níðast á þeim, sem oft og mörgum sinnum eru ver settir í þjóðfélaginu. Mér dettur oft í hug, þegar ég verð var við svona meingallaðar (Framhald á 3. síðu) Halldór Kristjánsson: íslenzk kým.n.lgáfa Framhald. Hér verður nú stiklað á stóru enn um sinn. Ég vil lauslega minna á fáeina menn kirkj- unnar. Saga Lárenziusar bisk- ups Kálfssonar er skrifuð af kirkjunnar manni, einhverjum Einari presti Hafliðasyni. Málið er þvi miður ekki svo skemmti- legt sem skyldi. En það kemur glöggt fram að bæði Lárenzius og höfundur sá, sem söguna skrifaði, hafa kunnað að meta kýmni og gamansemi. Þar má t. d. vitna í söguna um það, er Lárenzius var úti í Niðarósi og lærði kirkjulög hjá Jóhannesi flæmingja. Voru þeir miklir vin- ir sín í millum. Lárenziusi þótti mikil skemmtun, að hann brauzt við að tala norrænu en komst þó lítt að. Einu sinni bað Jóhannes Lárenzius að flytja fyrir sig það mál erkibiskupinn, að hann fengi presitembætti í borginni. Lárenzius spurði hversu það mætti vera, þar sem hann kynni ekki norrænu: „Kann ég sem mér þar fer“, sagði Jón „og það sem mér liggur á að tala“. „Skipum nú þá“, sagði Láren- zius, „að kominn sé föstuinn- gangur, þá verður að tala fyrir sóknarfólki yðru, hversu það skal halda föstuna“. „Á þennan máta“, ságði Jón flæmski: „Nú er komin lent- in, hvern mann kristin komi til kirkju, gjöri sína skriptin, kasti burt konu sinni, maki eng- in sukk“. Þá hló Lárinzíus og mælti: „Ekki skilur fólkið hvað lentin er“. Sagði hann erkibiskupi og gerðu þeir, að gaman rnikið, en Jóhannesi var gerð úrlauín, því að hann var bráðlýndur ef ekki var gert sem hann vildi. Frændi Lárenzíusar kom til Þrándheims. Jón flæmingi vildi vera vel til hans og bað Láren- zíus að kenna sér að heilsa hon- um á íslenzku. Lárenzíusi þótti gaman að Jóni og sagði: „Heils- aðu honum svo: Fagnaðarlaus kompán!“ Þettá hélt Jón að væri fögur kveðja, gengur nú að ís- lendingnum, klappar á herðar honum og segir: „Fagnaðarlaus kompán!“ Hinn hvessti augun í móti og þóttist Jón þá skilja að hann hefði verið dáraður. Jón flæmingi hafði sér lags- konu, svo ljóta og leiðinlega, að varla fannst ferlegri ásjóna en sú sem hún bar. Lárenzíus sagði meistara Jóni einn tíma hvar fyrir hann vildi hafa svo forljóta konu í bland við sig. Jón svarar: „l£g er maður bráð- lyndur, og þyldi ég eigi vel, ef nokkur ginnti mína þjónustu frá mér, og því tók ég þessa, að ég vét hennar girnist enginn“. Alljr kannast við karlmann- lega gamansemi og glettni Jón biskups Arasonar. Hann orkti skop og flím um menn sína þeg- ar honum þótti erindi þeirra verðá rausnarlítið. Og þó að undiraldan sé þung og alvaríeg þegar hann yrkir um sjálfan sig og helztu stórræði sín, þau sem hann varð að gjalda svo dýru verði, eða um Martein biskup Einarsson, þá er blærinn á yfirborðinu léttur og spaug- samur. Hygg ég’ talsvert greini- legt ættarmót sé að þessu leyti með Jóni biskupi Arasyni og Sighvati Sturlusyni, sem báðir voru afburða vinsælir af sínum fylgismönnum. Þessu næst vil ég minnast á tvo mestu og ástsælustu ljóða- skáld íslendinga sr. Stefán Ólafs son og Hallgrím Pétursson. Þeir lifa báðir á þeim tíma er ein- okun og önnur kúgun hefir á margan hátt dregið dug og mátt úr þjóðinni. En báðir áttu þeir í ríkum mæli náðargjöf þjóð- legrar kýmni. Stefán Ólafsson markar á ýmsan hátt tímamót i -Ijóða- gerð á íslandi ög er það að vissu leyti önnur saga. En honum er það gefið að njóta þess, sem spaugilegt er við hlutina fyrir það eitt að það er spaugilegt. Oddsbragur er gott sýnishorn um þá gáfu hans. Við vitum nú ekki af hverju tilefni það kvæði ef ort, ^en liklegt virðist að Odd- ur í Snjóholti hafi selt Torfa á Hafursá ferju, en kaupin gengið til baka, af því Torfi hafi þótzt svikinn á skipinu og talið það burðarmirina en sagt var, eftir að synir hans höfðu lagt á Lag- grfljót á ferjunni, en hún fyllzt undir þeim og þá rekið alvota á Oddur sökk svo til botns. Mað- urinn var ósyndur en bjargaðist þó vegna þess aö fiskamergðin flykktist að honum og straum- urinn sem við það myndaðist bar hann til lands: Þótti bonum mál að kalla á Krist, þá kom til lands, er hafði misst, lofbrag vildi listamann láta gera, og þetta er hann, um sitt fall 'bg fagra lausn úr fiska- rann. Og nú tók Oddur til að bæt-a skip sitt. Bárutrogið bjó hann á ný og borðum jók þar mörgum í, lengdi kjöl, en lagaöi stafn, iagði þó við Örottins nafn að sér skyldi ei sú ferjan fleyta í fiskasafn. land. Sr. Stefán lýsir því fyrst er Oddur fór veiðiferð á silungs- vatn á ferjunni áður en hann seldi hana, óg tekur það fram 1 byrjun að „rekkurinn ekki reiðast mun við réttan sann.“ Út á djúpið hann Oddur dró, ákaflega var ferjan mjó á henni hafði hann engan fans ekki bar hún þunga hans, manndrápsbollinn marði í kafi þá missti lands. Síðan seldi hann Torfa á Hafursá bátinn og sagði hann bæri bragna tvo og bagga þrjá. Aðra meinar eins og sig sá aldrei gengur vélastig, fyrir því trúa Torfi vann tilsögn Odds um bátinn þann, sem eftir á reyndar ekki flaut með annan mann. Svo var það eftir hrakning þeirra Torfasona: Torfi sagði af megnum mátt, því maðurinn þóttist leikinn grátt, Barkinn rann í reginhyl en rumpurinn lyftist aftan til, þegar hann Oddur þangað sezt, þá varð nokkuð afturhlezt, 1 að fjandinn skyldi hann Ödd og allt sökk þá gafl, en gekk upp stafn, það eiga fyrir sitt skipið valt, gegndi verst. i (Framhald á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.