Tíminn - 15.03.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.03.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN! Mimið að koma í fLokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er í EdcLuhásinu við Lindargötu Sími 6066 15. MARZ 1947 52. blað Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur fund á miðvikudaginn Framsónarfélag Reykjavíkur heldur fund í Kaupþingssaln- um á miðvikudaginn kemur. Málshefjandi verður Eysteinn Jónssoœ kenniglumálaráðherra. Fundarefni: Stefna ríkis- stjórnarinnar og undirbúningur þingmála. Fundur þessi hefst klukkan 8i/2, og er þess vænzt, að Fram- sóknarfólk í Reykjavík fjöl- menni á hann. Er nú blómgun í félagsstarfi Framsóknarmanna og hafa fjöl- margir gengið í Framsóknarfé- lögin í Rvík að undanförnu. Aöalfundur ,Framfara félagsins Kópavogur’ í Kópavoginum er starfandi félag, er vinnur að ýmsum framfaramálum byggðarlagsins. Heitir það „Framfarafélagið Kópavojtur“. Aðalfundur í „Framfarafélag- inu Kópavogur" var haldinn sunnudaginn 2. marz s. 1. Mikill áhugi kom fram á fundinum fyrir auknum framkvæmdum á félagssvæðinu, en íbúar þess eru afskiptir um flest nútimaþæg- indi, svo sem neyzluvatn, vegi, síma o. fl„ en félagið hefir með- al annars að markmiði að vinna að framgangi þessara mála. Guðmundur Eggertsson, kenn- ari, fráfarandi formaður fé- lagsins, baðst undan endurkosn- ingu. En í hans stað var Ingj- aldur ísaksson kosinn formað- ur, gjaldkeri ‘ Johan Schröder, ritari HaUkur Jóhannesson, varaformaður Eyjólfur Krist- jánsson og meðstjórnandi Yngvi Loftsson. Hvassafellið á leið til íslands með kolafarm Hvassafell, skip Sambands ísl. samvinnufélaga, fór frá Balti- more í Bandaríkjunum áleiðis til íslands síðdegis siðastliðinn laugardag. Hvassafell fór héðan frá Reykjavík til Bandaríkjanna um miðjan febrúar og kom til Baltimore laugardaginn 1. marz. Þar stóð skipið við í 10 daga og tók farm til íslands. Kemur það hlaðið af kolum,og er ennfremur með nokkrar nýjar Chevrolet- flutningabifreiðar til Sambands- ins. — Skipið er væntanlegt hingað til lands seint í næstu viku. Fr'eyja fékk lítinn afla Freyja kom til Reykjavíkur aðfaranótt mánudagsins úr há- karlalegunni. Hafði afli reynzt rýr — aðeins sjö hákarlar. Hafði ekkert veiðzt síðustu dagana, þótt reymt væri að egna fyrir hákarlinn með flestu því, sem talin er lystilegust hákarlabeita. Skipverjar telja þó, að há- karl muni hafa verlð á miðun- um, þótt veiðin yrði ekki meiri en þetta. Freyja fór þó aftur út í aðra hákarlalegu um miðja vikuna. Átti fyrst að fara vestur undir Jökul, en síðan eitthvað lengra, “ef afli reyndist þar jafn tregur og áður. Njótið sólariiinar í skammdeginu og borðlff hinar fjörefnarlku Alfa-AJfa töflur. Söluumboff til kaupmanna og kaupfélaga utan Reykjavíkur HJÖRTUR HJARTARSON Brœðraborgarstig 1 Simi 4256. Cvruminanflugbát- urinn. (Framhald af 1. síðu) flugvélin hafi verið komin í 200 metra hæð, erhún hrapaði niður, en hann segist ekki hafa litið á hæðarmælinn, svo að um þetta verður ekki sagt með neinni vissu. Sjónarvottar í Búðardal telja aftur á móti ólíkt, að flugvélin hafi verið komin svona hátt, þar .eð hana hafi borið við brún fjallanna handan fjarðarins, er hún tók að hall- ast, og þótt þau séu allííá, þá séu þau svo fjarlæg, að ekki geti komið til greina, að flugvélin hafi verið komin svo hátt. Líkin sennilega í flugvélinni. Mestar líkur eru taldar til þess, að lík þeirra, sem ekki náð- ust, séu i flugvélinni. Sennilega hafa þeir aldrei komizt úr ól- unum, sem spenntar eru um farþega í flugvélum, ^>egar þær hefja sig á loft. Engar tilraunir hafa verið gerðar til þess að kanna flugvélina, því að hún sökk þegar mjög í sjó og hvarf alveg eftir þrjá stundarfjórð unga. ís yfir slysstaðnum. En nú er orðið mjög óhægt um vik að kanna flugvélina, þótt kafari komi á staðinn, því að í fyrrinótt gerði vestankalda á þessum slóðum og hrakti þá inn ís, sem var á reki úti í Hvammsfirðinum. Einnig hefir verið talsvert frost vestra, svo að sjóinn hefir lagt. Er slys- staðurinn nú alþakinn ís. Menn, sem Loftleiðir sendi á flugyéi til Stykkishólms í gær, voru ókomnir til Búðardals seint í gærdag, og þótti ólíkt, að þeir kæmust þangað í gærkvöldi, því að va^t <Lun þá hafa verið fært á bát inn Hvammsfjörðinn. Flugvélin mun liggja 300—400 metra undan landi, um það bil á venjulegu skipalagi í Búðardal og því á talsverðu dýpi. Bólar ekkert á henni, ekki einu sinni um fjöru. Fólkið, sem bjargaðist, Fólkinu, sem bjargað var, líð- ur öllu sæmilega, en þó var sumt meira meitt en ætlað var í fyrstu. Guðrún Árnadóttir læknisfrú í Búðardal er handleggsbrotin eins og áður hefir verið sagt frá í blaðinu, en auk þess skorin á andliti. Er hún þyngst haldin og með talsverðan hita. Magnús Halldórsson reyndist einnig vera handleggsbrotinn þótt þess yrði ekki várt þegar stað. Auk þess er hann marinn og skrámaður. . Flugmaðurinn, Jóhannes Markússon, er mikið marinn skorinn og skrámaður. Benedikt Gíslason er minnst meiddur þeirra, sem björguðust og var hann sá eini, sem var sæmilega rólfær og með réttu ráði, þegar á land kom. Hann er þó talsvert marinn og skrám- aður. : Fjórir sækja um pró fessorsembættið við læknadeildina Umsóknarfrestur um prófess orsembættið í lyflæknisfræði í læknadeild háskólans var út runninn 11. þ. m. Umsækjendur eru: Jóhann Sæmundsson, tryggingayfir læknir, Ófeigur Ófeigsson, lækn ir, dr. Óskar Þórðarson og Sig urður Sigurðsson, berklayfir læknir. Ennfremur er útrunninn um- sóknarfrestur um ctósentsem- bóetti í viðskiptafræðum í iaga- og hagfræðideild Háskólans. Umsækjandi er Ólafur Björns- son, settur dósent. KAUPFELOG 6YGGINGAFÉLÖG Höfum fyrirliggjandi á lager í Reykjavík og Akureyri einangrunarplötur i Stærð y2X2 metrar á 14.90 platan. [ • ' Samband ísl. samvinnufélaga (jamla Síó sjóliðar dAða- DREAGIR (Anchors Aweigh). Frank Sinatra, Kathryn Grayson, Gene Kelly, Jose Iturbi. Sýnd kl. 9. Breimuvargar. Spennandi cowboy-mynd. Ray Corrigan, Dennis More, Julie Duncan. Sýnd kl. 5. Bönnuð yngri en 14 ára. %> Síí (VÍÍS Skúlnttötu ) —•> *, Islenzk kýninigáfa. (Framhald af 2. síðuj ekki nema blót og bann fyrir bátinn galt. Örvabrjótar áttu stríð - # en Oddur kappið felldi um sið þótt honum væri í geðinu grátt gaflkænuna tók í sátt, þau settust eftir samvígsluna í sömu átt. Svo endar skáldið með þess- ari hugleiðingu: Óvíst er hann Oddur minn eiðinn geti haldið sinn þegar hann sér á sumardag að silungsgengdin kemst í lag, það mun fara sem forlög kljást. Svo felli ég brag. Kýmni Stefáns Ólafssonar sést þó ef til vill hvað bezt í því, sem hann orti eftir að ferjan hjá Oddi fauk og brotnaði, því að sitt beið hún síðasta í,, sum- arbyl. Skáldinu finnst að það standi í þakkarskuld við Odd og skipið vegna þess gamans, sem af þeim hafi hlotizt. Hann heitir því á Odd og lofar að leggja honum lið við byrðinginn ef eitthvað reki á fjörur sínar og Oddur vilji endurbyggja ferj- una. Hann gerir ráð fyrir að Oddi finnist það ekkert um of, því aö: Meir en goldið mun ei hann halda, þó mætti ég þeirri uppreisn valda er áður gerði ég of að skjalda og auka gleðinnar spil. Hann vill gjarnan borga góða skemmtun. Hér er kjarninn bara sjálfrar sín vegna en ekki höfð að vopni á neinh hátt. En Stefán Ólafs- son kann líka að nota gáfuna þannig. Hestakaupavísur eru með sínum góðlátlega yfirliti nistandi ádeila á fláttskap og fals prangaranna. Og slíkt er víðar í kvæðum Stefáns, að hann beinir hlátrinum að því, sem hann vill hnekkja. Ég hefi hér að iokum tvær stökur eftir Stefán Ólafsson. Við getum hugsað okkur að heima- fólk hafi gefið tilefni til þeirra beggja og þær séu einskonar friðarráðstafanir húsbónda og sálusorgara. Þær eru svona: Þegar fjandinn fór í Björn fallega trúi ég blési. Hafið þið ekki heyrt það börn hér í Vallanesi. Oddur háði grátlegt gaman Gunna þess ei latti hann, hann var að berja höndum saman, hún var að kalla á skrattann. Við skulum hugsa okkur hvern ig hinum stríðandi aðilum hafi orðið við. Ég hygg að vísurnar hafi verkað líkt og kalt vatn á illa hana. Og grurtur minn er sá, að þessi aðferð, að bregða skörpu ljósi kýmninnar yfir deilurnar, ofstopann og hama- ganginn, hafi þarna getað orð- ið áhrifameira og fljótvirkara en sæmileg siðferðisræða, þar sem skírskotað væri til skyn- seminnar, sem oft getur orðið óvirk af litlu og hégómlegu tilefni. En það er erfitt að halda við heift sinni, þegar allir við- staddir taka deiluefnið svo blítt að þeir hlæja. — Góðlátlegur hlátur afvopnar ofstopann. En þó skáldið noti kýmnina þannig og njóti á vissan hátt hins spaugilega í þessum ljóta leik vanstillingarinnar, finnur þaið til í hjartanu hans vegna og því getur það sagt gaman deil- » unnar grátlegt. Alvarleg tilfinn- ing, alvarleg lífsskoðun og al- varlegur vilji er bak við kýmn- ina og þess vegna birtist hún í Innheimtu- menn Tímans Munið að senda greiðslu sem allra fyrst. ★★★★★★★★★★★★★★★■* MORÐINGJAR (The Killers) Stórmynd eftir samnefndri sögu ERNST HEMINGWAY’S. Sýnd kl. 9. Bönnuð yngri en 16 &ra. í GLEÐISÖLUM. („Doll Face“). Fjörug og skemmtileg músik- mynd. yivian Blane, Dennes o’Keefe, Carmen Miranda. Aukamynd: NÆTURKLÚBBALÍF Sýnd kl. 3, 5 og 7. Sala hefst kl. 11 f. h. ~fjathar(tíó .1 t DIÐSAIi DAIJÐ- AIVS (í dödens vántrum) Sænsk mynd eftir samnefndri skáldsögu eftir • SVEN STOLPE. Viveca Lindfors, Hassa Ekman. Sýning kl. 3—5—7—9. Bönnuð yngri en 16 ára. Sala hefst kl. ll. siðlegum tilgarigi ‘■uð til góðs í þjónustu br*Ti sairi- búðarhátta. Framhald. Um fjárhagsráðs- frui%varplð. , (Framhald af 1. síðu) þeir hafi slíkt fé handbært, nema þá með' aukinni seðlaút- gáfu, en af því gæti hlotizt ný og óviðráðleg verðbólga, enda er varað við þessari stefriu í hagfræðingaálitinu. Hitt viður- kenni ég að sé nauðsynlegt, að góð samvinna sé milli bank- anna og fjárhagsráðs og að bankarnir megi ekki hafa aðra útlánastefnu en ríkisstjórnin og fjárhagsráðið. Þetta ætti að vera auðvelt að tryggja, þar sem ríkisstjórnin og Alþingi ráða yfir bönkunum. Ég vil svo að lokum, sagöi E. J„ árétta það, að ekki verður hægt að ráða sómasamlega fram úr þessum málum, nema menn geri sér ljóst, hvernig á- statt er, og að ekki er hægt að halda uppi stórfelldri f óþarfri eyðslu á sama tíma og koma á fram stórfelldari nýsköpun. Umræðurnar um frv. héldu áfram á þingfundi síðdegis gær. Hafa Einar Olgeirsson og Sigfús Sigurhj artarson deilt á frv. og þá einkum fyrir það, að það marki ekl$ nógu mikla breytingu frá stefnu fyrrv. stjórnar! Þá liefir Jón Pálma- sorr lýst sig andvígan frum varpinu, því að það væri í því allt of mikill kommúnismi, en Jón Pá. er einmitt sá þingmað ur Sjálfstæðisflokksins, sem er ólmastur í samvinnu við komm únista! — Ráðherrarnir hafa haldið uppi svörum. Hornafjarðarbát- arnir. (Framhald af 1. síðu) þrettán bátar frá Höfn. Stóð þó til, að þeir yrðu fleiri, en menn hafa ekki fengizt á þá. Liggja þeir því aðgerðalausir austur á fjörðum. Aflahæsti báturinn í Höfn er t Framsóknarféiag Reykjavíkur heldur fund í Kaupþingssalnum á miðvikudaginn kemur. Hefst hann klukkan hálf-níu. — / Málshefjandi verður Eysteinn Jónsson, kennslumálaráðh. Fitiidarefni: % ^ Stefna ríkisstjórnarinnar og undirbúningur þingmála. Úr Rangárvallasýsln. (Framhald af 2. síðu) smíðar frá þingi og stjórn, að peir piltar hafi annað hugsa og gera en leysa störf sín vel af hendi. Annars er ekki við öðru en illu og óhollust að búast af slíkri óhappastjórn, er var hér við völd síðustu árin. Hver á sökina? Oft hafa íhaldsblöðin talað um, að flótti úr sveitunum hafi verið mestur á meðan Fram- sóknarmenn fóru með völd. Þeir hafa ekki verið í stjórn undan- farandi ár, en aldrei hafa fleiri býli hér í sýslu verið laus til ábúðar eða farið í eyðí, en ein- mitt nú. Segja má, að flest ungt fólk fari í burtu að minnsta kosti yfir veturinn. Hverjum segir Moggi nú að það sé að kenna? Hann hefir verið einna gleiðastur á að feitletra það, sem miður fer, sé Framsóknar- mönnum að kenna, en enginn, sem þekkir það blað, tekur það alvarlega. Það trúir því enginn hugsandi maður. Útvarp og blöð tilkynna oft að jörð sé til sölu í næstu fardög- um og mér heyrist það vera svo um land allt. Varla þarf að kenna^Framsóknarmönnuhi, að fækjcandi fer þeim, sem vilja stunda sjóinn. í sjávarplássun- um eru aðrir flokkar ráðandi, en svona er það þar samt. Vilja ekki íhaldsblöðin segja hverj- um það er að kenna? Dalafcarl. Handsagir, Hjólsagar- og bandsagarblöð, skerpt og skekkt með nýtízku vélum. Fljót afgreiðsla. Brýnsla og skerping, Laufáisvegi 19 (bakhús) Þórður Ingþórsson. vélbáturinn Már frá Norðfirði, og hefir hann nú aflað nokkuð á fimmta hundrað skippund. Skipstjóri á honum er Óli Jóns- son úr Hafnarfirði, en báturinn er 23 lestir að stærð. Nýkomið: Smellur, Sokkab.-teygjur, Mjóar teygjur, Hárnálar, stórar Hárspennur, Hvitir bendlar. H. TOFT Skólavörðustíg 5. Karlm. Axlahönd. Karlm. Sokkabönd, Karlm. Frmabönd úr teygju. H. TOFT Skólavörðustíg 5. Drekkið Maltko!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.