Tíminn - 18.03.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.03.1947, Blaðsíða 2
TÍMIM, þriðjttdaglim 18. marz 1947 53. blað Þriðjudagur 18. marz tfr Aötutn tHhinaió TÍMINN 30 ÁRA í dag byrjar Tíminn 31. ár- gang sinn. Þeirra tímamóta í sögu blaðsins mun nánar minnst síðar, er það hefir hlotið þann búning, sem því er ætlaður til frambúðar, en væntanlega verður það fyrr en seinna á þessu ári. Þegar litið er yfir farinn veg Tímans, er margs að minnast. Frá fyrstu tíð hefir Tíminn ver- ið höfuðmálsvari fr.amfaraafl- anna í þjóðfélaginu. Strax á fyrsta ári Tímans höfðu aftur- haldsmenn og auðjöfrar þessa lands valið aðstandendum Tímans nafnið Tímaklíkan, og töldu þeir enga aðila sér verri og hættulegri en Tímaklíkuna. Það þarf ekki annað en að lesa skrif Jóns Pálmasonar í Mbl. síðastl. sunnudag til að komast að raun um, að Tíminn berst enn undir sínu gamla merki. Tíma- klíkan er enn sem fyrri sá aðili, er afturhald landsins óttast mest og fjandskapast mest við. Aft- urhaldið óttast sjaldnast ang- urgapa þá, sem hrópa um bylt- ingu, heldur hina, sem vi'nna markvisst að umbótum á grund- velli lýðræðis og samvinnu. Það lætur að líkum, að blað, sem hefir verið i fararbroddi framfaramannanna í landinu, hefir orðið fyrir hörðum og ill- vígum aðsóknum. Það hefir þó ekki hamlað gengi Tímans. Tím- inn hefir átt því láni að fagna, að honum hafa valizt óvenju- lega snjallir baráttumenn. Menn eins og Guðbrandur Magnússon, Jónas Jónsson, Tryggvi Þór- hallsson, Jónas Þorbergsson, Gísli Guðmundsson og Halldór Kristjánsson hafa hlotið jafnt viðurkenníngu andstæðinga sinna sem samherja fyrir víg- fimi sína og ritsnilld. Þó eru það engan veginn þeir einir, sem hafa skapað gengi blaðsins. í öllum byggðum íslands hefir Tíminn eignazt áhugasama og fórnfúsa samherja, er veitt hafa honum margvíslegan og ó- metíjnlegan stuðning.^ Það eru menn, sem hafa skilið nauðsyn þeírra framfara, er Tíminn hefir beitt sér fyrir, og hafa ó- híkað og ótrauðir skipað sér undir merki hans. Það verður ekki farið svo um neina sveit, þorp eða.kaupstað á íslandi, að ekki sjáist þar glögg merki þess, að barátta Tímans hafi orðið árangursrík. En þó mikið hafi áunnizt, er þó meira ógert, eins og eðlilegt er í landi, sem raunverulega var byrjað að nema fyrir nokkurum áratugum. Þegar litið er yfir inngangsorðin eftir Jónas Jóns- son í fyrsta blaði Tímans, kem- ur vel í ljós, að verkefnin eru enn næsta svipuð og fyrir 30 ár- um. Það er að vinna að réttlátri dreifingu fjármagnsins milli atvinnuvega og landshluta, efla hvers k'onar samvinnu í verzl- un og viðskiptum og útrýma milliliðum, skapa jöfnuð og réttlæti í lífskjörum manna, efla bindindi og siðgæði, og auka menntun einstaklinga á grundvelli þjóðlegrar reynslu og hollra erlendra nýjunga. Þetta var aðalinntak stefnunnar, sem mótuð var í fyrstu blöðum Tím- ans, og þetta er aðalinntak stefnunnar, sem þjóðinni ríður mest á að efla og leiða til sigurs í dag. Efling hennar er jafnvel enn meiri þjóðarnauðsyn nú en hún var fyrir 30 árum. Fjárhagsráðið. Fyrsta frumvarp hinnar nýju stjórnar var lagt fram í síðastl. viku. Frv. þetta fjallar um fjár- hagsráð, innflutningsverzlunina og verðlagseftirlitið. Aðalefni frv. er að ný nefnd, fjárhags- ráð, taki við öllum störfnm við- skiptaráðs og nýbyggingarráðs og fái til viðbótar vald til að ráða fjárfestingu landsmanna, þ. e. ejfki má stofna ný fyrirtæki né ráðast í meiriháttar fram- kvæmdir, án samþykkis ráðsins. Því verður ekki neitað, að hér er sett á laggimar öllu valdameiri stofnun en lands- menn hafa áður haft kynni af. Reynslan hefir hins vegar sann- að, að hún er nauðsynleg. Vinnuaflið og fjármagnið hefir sogazt í hvers konar brask- starfsemi og luxusbyggingar, en Svo einkennilega vill einnig til, að ástandið er á margan hátt svipað í stjórnmálum landsins nú og fyrir 30 árum. Ýms atvik voru þess valdandi, að Timinn hóf göngu sína undir þeim skilyrðum, að flokksmenn hans voru í stjórn með aftur- haldsmönnum landsins á sama tíma og þeir hófu merki hinn- ar nýju framsóknar. En þótt slík samvinna ætti sér stað og væri nauðsynleg um stundarsak- ir vegna aðkallandi dægurmála, börðust aðstandendur Tímans eigi að síður gunnreifir fyrir umbótastefnu sinni. Þeir létu Tímann hvergi slaka á barátt- unni fyrir aukinni framsókn og umbótum. Tíminn vill á þessum tíma- mótum færa beztu þakkir öllum' þeim mönnum, sem fyrr og sið- ar hafa á einn eða annan hátt stutt gengi hans. Hann treystir því, að málstaður hans eigi á- fram vaxandi fylgi að fagna, og það-mun ekki sízt koma í Ijós í sambandi við þá sókn, sem nú er hafin fyrir stækkun hans. Niðurlag. Hallgrímur Pétursson stendur í vitund okkar fyrst og fremst sem mikið trúarskáld. En hann átti það líka til að vera kýmni- skáld gott. í því sambandi má til dæmis nefna sláttuvísurnar hans, þar sem hann lýsir af- rekum sínum við heyskapinn, og lagskonu sinnar, hennar Leti: Við erum bæði oftast að, allt að einu gildir það, svita löngum lekur bað, lencjir þó á sama stað. í viku slógum i vettling' mlnn og veltum honum i heygarðinn, kom þá boli með kjaftinn sinn og hvomaði allan heyskaplnn. Pyrir hádegi fór ég heim fullreyndur af verkum þeím, hélt um bakið höndum tveim og hirti lítt um veraldar seim. Þegar 1 morgun, það var satt, með þusum ég á fætur spratt, áfram þá í dyrunum datt, því dagmálaskinið var svo glatt. Þá má líka nefna lýsingú hans á því afreki og mannraunum að vinda þráðarhnykil svo að kvenfólkinu líki. Þykja honutn sem flestar þrautir myndu létt- bærari og þó er það einna verst, að hann fær ekki að vinna verk- ið til fulls og njóta sigurgleð- framleiðslan óg nauðsynlegar framkvæmdir hafa dregizt sam- an vegna skorts á vinnuafli og fjármagni. Það er ógerningur fyrir fátæka og fámenna þjóð að framkvæma stórfellda ný- sköpun atvinnuveganna og halda samtímis uppi stórfelldri óhófseyðslu og luxusfram- kvæmdum. Það verður að draga úr því síðarnefnda. Það á að verða hlutverk fjárhagsráðs, en. þetta hiutverk getur það ekki rækt, nema það hafi umrætt vald. Framsóknarmenn urðu fyrstir til að sjá það fyrir, að nauðsyn- legt væri að hafa slíka stjórn á framkvæmdastarfseminni og ætlazt er til, að fjárhagsráð hafi. Þeir fluttu strax haustið 1942 tillögu, sem gekk í þá átt.' Hefði ráðum þeirra verið fylgt, myndi hafa verið hægt að fram- kvæma margfallt meira af ný- sköpunarframkvæmdum á und- anförnum árum, en luxushúsin og áumarbústaðirnir væru þá færri. Þó nauðsynlegt sé að vanda vel til laganna um fjárhagsráð, skiptir hitt þó meira máli, að framkvæmdin fari vel úr hendi. Það getur Alþingi tryggt bezt með því að vanda skipun ráðs- ins og hafa þar ekki óeðlilega sterk ítök þeirra manna, sem eru líklegastir til að halda fram hlut óhófseyðslunnar og luxusbygginganna. Umsæður um fjárhagsráðið. Miklar umræður hafa orðið í þinginu um fjárhagsráðið. Fyrsta umræðan hófst í n. d. á fimmtudaginn og stóðu all- an þann dag og einnig allan föstudaginn. Var henni þá ekki lokið. Það voru einkum þingmenn sósíalista, Einar Olgeirsson og Sigfús ^igurhjartarson, isem deildu á frv., en forsætisráð- herra varð mest fyrir svörum. innar, því að kvenmaðurinn spillir því: Á mér heyrði hún að ég þóttist lúinn, og af mér kipptí þegar ég var svo sem búinn, alverkja ég orðinn var einkanlega um herðarnar, framan á gómum fingra minna núinn. Þessi staka um botnlausan kút sameinar lifsspeki og kýmni skáldsins: Hann er fundinn fram á sjó, fjörunum hvergí nærri, opinmynntur, þögull þó, þá dyggð hafa færri. Þá vil ég hafa hér eina vísu um nýrakaðan mann: Ó, hjartans Jón minn, heyrðu mér, hefur þú látið raka af þér nýlega nú alltsaman skeggið það, sem að gaf þér guð, gerist nú eins og uppmáluð imagó ein í framan. Svei, svei, svei, svei! Þú ert umsnúinn, reifi rúinn, rotnir kjálkar, en mumpurinn stendur sem megringsdálkar. Mumpurinn er skeggstæðið en megrfngur er horaður þorskur, hertur. Jón hefir verið grann- leitur í andliti og beinaber og minnir skáldið á horaðan harð- Einar og Sigfús fundu þar flest til foráttu og þó einkum það, að ekki skyldu gerðar meiri breyt- ingar frá því, sem viðgekkst í stjórnartíð sósíalista sjálfra. M. a. sagði Einar, að það væri sama og að stöðva nýsköpunina að hafa það ákvæði í frv., að verja a. m. k. 15% af útflutn- ingnum til kaupa á nýsköpunar- vörum. Það þyrftu a. m. k. að vera 25%, sagði Einar. Honum var bent á, að þetta 15% ákvæði væri í lögunum um nýbygging- arráð og hefði hann þá talið, að það væri fullnægjandi. Eysteinn Jónsson benti honum á, að ann- ars sýndi reynslan frá stjórnar- tíð sósíalista, að slíkt ákvæði væri gagnslítið, því að öllu and- virði útflutningsins 1946 hefði verið eytt, án þess að færa einn einasta eyri á nýbyggingar- reikning. Mest væri undir því komið, að gjaldeyrisstjórninni væri hagað þannig á hverjum tíma, að nægilegur gjaldeyrir væri til kaupa á nýsköpunar- vörum. Að öðrum kosti yrðu um- rædd lagaákvæði ekki annað en pappírsgagn eins og reynzt hefði 1946. Athyglisverðustu ræðuna í þessum umræðum flutti Ey- steinn Jónsson. Hann lýsti því, hvernig ástandið væri í gjald- eyrismálum og fjármálum. Ör- uggasta leiðin, sagði hann, til að glæða skilning þjóðarinnar á þeim ráðstöfunum, sem gfera þarf, er að segja henni satt frá því, hvernig ástatt er í fjár- málunum, og gera henni jafn- framt ljóst, að það getur ekki farið saman að framkvæma mikla nýsköpun og halda uppi mikilli óhófseyðslu. Störf nýbyggingarráðs. Gylfi Þ. Gíslason flutti mjög athyglisverða ræðu við þetta tækifæri. Hann lýsti ánægju sinni yfir heildarstefnu frv. Hins vegar kvað hann ekki nóg fisk, þegar skeggið var horfið. Svo má ekki ganga þegjandi framhjá hinni frægu vísu urn Arngrím lærða: Eins og forinn feitur fénu mögru hjá stendur strembileitur stórri þúfu á, þegir og þykist frjáls, (þetta kennir prjáls), reigir han sig og réttir upp rófuna til hálfs, sprettir úr sporum með státi og sparðar af gravitáte. Ef til vill er ekki svo mikið bil á milli svona vísu og ýmsra sálma Hallgríms, sem fljótlega kynni að virðast. Ég hygg, að hér ko©ú raunar fram á báð- um stöðunum sama lífsskoðun- in, að þessa heims völd og vegur sé ekki til þess að státa af. Það sé hégómi, sem sé einskis virði, þegar maðurinn er krafinn reikningsskapar gagnvart upp- hafi sínu og allrar tilveru. Það er meðvitundin um gildi kjarn- ans og fánýti hismisins, sem hér kemur fram eins og svo víða sálmunum, og t. d. í þessum erindum: Hvað gildir þó rikur rambi, reigist við og standi á þambi, enginn er svo digur í drambi að dauðinn nokkuð hræðist. Þó á þér skíni útlend draktin yfirlæti og .vizku praktin, trú þú mér að minnnkar magtin af möðkunum þá snæðist. Hold er mold, hverju sem það klæðist. Þannig er alls staðar sama að setja slík lög, heldur yrði að framkvæma þau. í þeim efnum væru lögin um Nýbyggingarráð til aðvörunar. í þeim væri ákveð- ið, að ráðið skyldi semja áætlun um framkvæmdir í landinu. Slík áætlun hefði ekki enn séð dags- ins Ijós, þótt ráðið væri búið að starfa á þriðja ár. Það væri ekki heldur kunnugt um, að ráðið hefði fylgt neinni markvissri áætlun við úthlutun þess gjald- eyris, sem það hefði ráðið yfir. Þvert á móti benti flest til, að það hefði ráðstafað gjaldeyrin- um af algeru handahófi og mætti benda á ýms dæmi þess, að ráðið hefði ráðstafað gjald- eyri til innkaupa á hlutum, sem ættu ekkert skylt við nýsköpun. T. d. hefði það veitt kommún- ista einum á Norðfirði leyfi fyrir bióvélum. Búnaðarmálasjóður. Meðan rætt var um fjár- hagsráðið í n. d. fóru enn harð- ari umræður fram í e. d. Þar var á ferðinni gamalt deilumál, búnaðarmálasjóðurinn. í haust var flutt í n. d. frumvarp þess efnis, að sjóðurinn skiptist milli Búna'ðarfélags íslands og Stétt- arsambands bænda. Nokkru síð- ar báru þrír þingmenn í e. d., Þorsteinn Þorsteinsson, Her- mann Jónasson og Gísli Jóns- son, fram nýtt frv. þar sem lagt var til, að sjóðurinn skiptist milli Stéttarsambandsins og búnaðarsamtakanna. Var hér farin málamiðlunarleið. Gegn þessu frv. hafa þeir Eiríkur Ein- arsson og Pétur Magnússon hamast af furðulegu ofstæki og þegar rökin þrutu, hóf Pétur Magnússon persónulegar árásir á Hermann Jónasson. Hermann svaraði með lýsingu á því, hvejnig Pétur hefði skilizt við fjármálastjórn landsins. Pétri varð þá svarafátt. Umræðunni lauk fyrir helgina, en atkvæða- greiðslan fór fram í gær. Var frv. vísað til 3. umr. með 9:4 atkv. Síldarverksmiðja austanlands. Snemma á þinginu fluttu þeir þingmenn Austfirðinga, er sæti lífsskoðunin og trúin bak við. Menn deilir á um það, hvaða þýðingu kveðskapur Hallgríms Péturssonar hafi haft fyrir þjóð- ina. Það þykir nú sumum fínt að halda því fram, að hann hafi dregið dáð og kjark úr fólki og aukið á eymd og niðurlæg- ingu. Ég vil aðeins mótmæla þessu hér, með því að benda á það, að það er einmitt Hallgrím- ur Pétursson, sem er brjóst og skjöldur þeirrar lífsskoðunar og trúar, sem lyftir fátækum og smáðum frá eymd og basli og gefur þeim sjálfsvirðingu í þeirri öruggu trú, að þeir geti, þrátt fyrir allt, verið meira virði en glæsilegustu höfðingjar. Þeir, sem ekki skilja þýðingu slíks, ættu að hafa vit á að þegja, þegar talað er um andleg verð- mæti og sálarlíf. Sennilega á enginn einn maður jafn mik- inn þátt og Hallgrímur Péturs- son í þvi, að gefa alþýðu íslands meðvitund um verðlelka sina og þar með styrk og vilja til að ná rétti sínum. Enginn hefir verið áhrifameiri talsmaður hinna andlegu verðmæta en hann, — enginn þýðingarmeiri í því að afhjúpa gildisleysi og einskisvirði hégómans utan ' á. Þannig var það ekki sízt, sem Hallgrímur kvað í heljarnauðum heilaga glóð f freðnar þjóðir. , Þennan boðskap sinn flutti hann af mikilli og-æinlægri al- vöru, en honum var guðagjöf kýmninnar líka tiltæk í þeirri Halldór Krístjánsson: íslenzk kýmnigáfa eiga í n. d., frumvarp um bygg- ingu 5—10 þús. mála síldar- verksmiðju á Norðausturlandi, sunuan Langaness. Hefir reynsla undanfarinna ára bezt sýnt, að bygging slíkrar verksmiðju, sem sennilega myndi annað hvort verða á Vopnafirði eða Seyðis- firði, er þjóðarnauðsyn. Frv. var fyrir alllöngu síðan vísað til nefndar, en frá henni hefir ekk- ert heyrzt.«Það má merkilegt heita, hve léleg vinnubrögð í nefndum, verða oft til þess að tefja fyrir nauðsynjamálum. Hjálparmenn sósíalista. Talið er nú upplýst, að þeir Ingólfur Jónsson og Sigurður Bjarnason hafi kosið lista sós- íalista, þegar kosið var í síldar- útvegsnefnd, en Jón Pálmason og Sigurður Kristjánsson skilað auðum seðlum. Lárus Jóhann- esson hélt sig utan dyra. Byggingamálin. í umræðunum um fjárhags- ráðið upplýstist vel, hversu fá- nýtt pappírsgagn lög þau eru, sem stjórnarflokkarnir settu um byggingarmál kaupstaðanna rétt fyrir kosningarnar í fyrra. Lög þessi hafa bókstaflega ekk- ert gagn gert, enda bersýnilega ekki ætlað það, þar sem þau tryggðu ekki neina fjáröflun til bygginganna. Hins vegar blekktu þau ýmsa til fylgis við stjörnar- flokkana, enda var það eini til- gangurinn, sem lögunum var ætlaður. í áðurnefndum umræðum var upplýst, að þegar lægju fyrir lánsfjárbeiðnir frá byggingar- félögum verkamanna (verká- mannabústaðir), er næmu sam- anlagt um 30 milj. kr. Lánsfjár- þörf byggingarsamvinnufélaga mun enn meiri. Þá kemur láns- fjárþörf bæjar- og sveitarfélaga og einstaklinga. Mun ekki ofsagt, að lánsfjárþörfin sé í kringum 100 milj. kr., er engar minnstu ráðstafanir hafa verið gerðar til að fullnægja. En kjósend- urnir gátu ekki annað skilið á stjórnarflokkunum á síðastliðnu vori en að þessi mál væru í stakasta lagi. baráttu. Væri það út af fyrir sig merkilegt umræðuefni hvernig örlar á þeirri gáfu sums staðar í sálmum hans, en út í það er þó ekki tími til að fara hér. Svo nefni ég aðeins að síðustu sr. Jón Þorláksson á Bægisá. Hann fæddist og ólst upp á þeim tímum, sem einna daprastir voru fyrir þjóð okkar. Hann var uppi á þeirri tíð, er kúgun og hörmungar höfðu unnið sitt verk til fulls, og ekki var farið að birta yfir. Sjálfur var hann á ýmsan hátt mæðumaður. Hon- um var meinað að feiga þá konu, sem hann vildi og elskaði hann. Hjúskapur hans varð ekki ánægjulegur og slitu hjónin samvistum. Hann missti emb- ætti sitt og átti löngum ævi sinnar við fátækt og basl að búa. En kýmnigáfan fylgdi hon- um alla tíð. Hann gat, að því er virðist, alltaf ort vísur eins og þessar: Alltaf segja eitthvað nýtt ýtar lyndisglaöir. Hvað er í fréttum? Hvaö er títt? Hvort er ég orðinn faölr? Þegar hann tekur við emb- ætti vestur á Snæfjallaströnd, þykir honum prestssetrið illa hýst og linlega tekið út og kveð- ur fyrirrennara sinn úr hlaði með þessari fyrirbæn: Hvar sem þú rólar heims um hjall hverskyns farsældar njóttu. Prýðilegt dýrðar prestakall í paradís síðar hljóttu. En þegar skilar aftur þvl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.