Tíminn - 19.03.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.03.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: \ EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A | Símar 2353 og 4373 ' AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: • EDDUHÚSI, Llndargötu 9A Síml 2323 31. árg. Ileykjavík, miðvikudagiim 19. marz 1947 54. blað E'rlent yfirlit „Hreinsanir” í Ungverjalandi Koinimiuistar ætla að tryggja sér völdin áður en riissneski lierinn fer tir landinu Stjórn Bandaríkjanna hefir nýlega sent rússnesku hernáms- stjórninni í Ungverjalandi allharðorða orðsendingu, þar sem mót- mælt er fangelsunum ýmsra forvígismanna smábændaflokksins. Jafnframt hafa Bandaríkin farið fram á, að fjórveldin komi sér saman um skipun sérstakrar rannsóknarnefndar, sem kynni sér ástandið í Ungverjalandi, en pólitískar fangelsanir hafa færzt þar mjög í vöxt að undanförnu. Það vakti allmikla athygli, þegar Rússar leyfðu það haustið 1945, að frjálsar þingkosningar færu fram í Ungverjalandi. Áð- ur var kunnugt, að Rússar vildu láta þingkosningar fara fram með þeim hætti, að aðeins einn listi, sem allir löglegir stjórnmálaflokkar sameinuðust um, væri hafður í kjöri. Ýmsir gizkuðu á, að Rússar leyfðu frjálsar kosningar í Ungverja- landi til að kbmast að raun um, hvert fylgi kommúnista væri á hernámssvæðum Rússa, ef þeir nytu jafnrar aðstöðu við aðra stjórnmálaflokka. Úrslit þingkosninganna urðu mjög á annan veg en kommún- istar munu hafa gert sér vonir um. Smábændaflokkurinn, sem er frjálslyndur umbótaflokkur, fékk hreinan meirihluta. Kommúnistar fengu um 17% af atkvæðunum, jafnaðarmenn um 13%, en íhaldsmenn minnst. Það skal ósagt látið, hver áhrif þessi úrslit hafa haft á afstöðu HORTHY, sem var einvaldi í Ungverjalandi fyrir styrjöldina, en er nú í haldi hjá Bandaríkjamönnum* Rússa, en nokkuð er það, að þetta urðu fyrstu og seinustu frjálsu kosningarnar, sem hafa farið fram í þeim löndum, er þeir hafa hersetið. Fyrst eftir kosningarnar varð tíðindalítið í Ungverjalandi. Ný samsteypustjórn var sett á lagg- irnar undir forustu eins af leiðtogum smábændaflokksins. Kommúnistar fengu innanríkis- ráðherrann, en undir hann heyra lögreglumálin. Það er at- hyglisvert, áð í öllum þeim lönd- um, er Rússar hafa hersetið, hafa kommúnistar jafnan haft innanríkisráðherraembættið. Þegar stjórnin hafði farið með völd í nokkra mánuði, byrjuöu kommúnistar að gera þær kröfur til smábændaflokks- ins, að hann véki nokkrum af þingmönnum slnum af þingi, þar sem þeir væru íhaldssamir og andvígir hernámsstjórninni. Smábændaflokkurinn þybbaðist lengi vel gegn þessum kröfum, en eftir að hernámsstjórnin hafði skorizt í leikinn, voru 20 þingmenn reknir úr flokknum og sviptir þingmennsku. Eftir að þetta gerðist, fór inn- anríkisráðherra kommúnista að gerast allumsvifamikill við hreinsunarstarfið. Yfir sumar- mánuðina voru ekki færri en 240 félög eða félagasamtök bönnuð, þar sem þau voru talin hreiður ^rir áróður gegn her- námsstjórninni. Um jólaleytið taldi innanríkisráðherrann, að lögreglan hefði uppgötvað leyni- félagsskap, er hefði það mark- mið að steypa stjórninni strax og rússneski herinn færi úr landinu. Embættismenn og aðrir forráðamenn voru síðan fang- elsaðir í 'hundraðatali, ásakaðir fyrir þáttöku í þessum félags- skap. Meðal þeirra voru ýmsir forustumenn smábændaflokks- ins. Þessar aðgerðir hafa þó ekki verið taldar fullnægjandi, held- ur var ný „samsæristilraun" af- hjúpuð fyrir fám vikum og hundruðum manna varpað í fangelsi í tilefni af því. Síðan hafa nýjar og nýjar fangelsanir átt sér stað. Meðal þeirra, sem nýlej(a hafa verið fangelsaðir, er ritari smábændaflokksins. Það þykir trúlegt, að komm- únistar vilji hafa „hreinsað" svo vel til áður en rússneski herinn fer úr landinu,- að þeýr geti samt haldið völdum áfram. Samkvæmt friðarsamningunum við Ungverjaland, sem undirrit- aður var 10. febrúar á allur rúss- neskur her að vera farinn þaðan 10. maí, að undanskildum fá- mennum herflokkum, er eiga að gæta samgönguleiða vegna her- námsliðs Rússa í Austurríki. Lík- legt þykir, að kommúnistar telji sig trygga, meðan þessar leyfar af rússneska setuliðinu eru í landinu, því að Rússar muni halda áfram að ráða því, sem þeir vilja. Þegar saminn hefir verið friður 'við Austurríki og Rússar verða að hverfa þaðan, geta þeir ekki lengur réttlætt hersetu sína í Ungverjalandi. Ýmsir óttast, að Rússar ætli að reyna að draga friðarsamning- ana við Austurríki sem mest á langinn, svo að þeir þurfi ekki að fara með her sinn þaðan eða frá Ungverjalandi fyrr en kommúnistar séu búnir að koma sér vel fyrir. Saltskip komið til landsins Verið að flytja sall til verstöðva ima Fyrir helgina kom saltskip hingað til Reykjavíkur á veg- um Landssambands íslenzkra útvegsmanna> og hefir verið unnið að því að lesta úr þvf salti í skip og báta, er flytja það út um land, þar sem nú er yíða ákaflega mikill og bagalegur saltskortur. Bætir þetta úr þörfinni í bili, — en ekki heldur meira. Skip þetta heitir Slésvík, en saltið er frá Spáni. Alls voru í því um 5000 smál. Rösklega þrjú þúsund smálestir hafa ver- ið látnar í önnur skip og báta, er flytja það til hafna víðs vegar um út land, um eítt þúsund Islenzka sendiherrafrúin 1 Washington skýrir flugvélina SH Flugferðir AOA milli Ameríku og Skandínavíu hófust í gær ,Flagship Reykjavík“ lenti í fyrsta skipti á Keflavíkurflugvelli um Iiádegið í gær Um hádegið í gær lenti stór flugvél af svokallaðri Skymaster- gerð á flugvellinum í Keflavík. Margt manna var viðstatt til að fagna komu þessarar flugvélar, — fyrstu farþegaflugvélar American Overseas Airlines, sem nú er að byrja áætlunarferðir um ísland, milli Skandinavíu og Bandaríkjanna. Hefir þessari flugvél verið gefið nafnið „Flagship Reykjavík.“ Með flugvélinni komu gestir í boði flugfélagsins, þar á meðal Thor Thors sendi- herra og frú hans og ræðismenn íslands vestra, og auk þeirra fjórtán amerískir blaðamenn. Með flugvélinni fóru í gær til Stokk- hólms íslenzkir blaðamenn og fulltrúar ríkisstjórnarinnar. Mynd þessi var tekin í Washington í fyrradag á flugvellinum þar, er íslenzka sendiherrafrúin, frú Ágústa Thors, gaf fyrstu flugvélinni, sem flýgur áætlunarflug á vegum American Overseas Airlines milli Ameríku og Skandinavíu með viðkomu á íslandi, nafnið „Flagship Reykjavík." Skíðalandsmótið fer fram í þessari viku Yerður að nokkru leyti liáð uppi í Rorgar- firði, að nokkru leyti á llellislieiði Tíunda skíðalandsmótið verður háð 21.—23. þessa mánaðar, að nokkru leyti uppi í Borgarfirði og að nokkru leyti á Hellisheiði. Verður keppt í tveimur flokkum karla og kvenna og einum ung lingaflokki. Keppendur verða alls um áttatíu frá sex félaga- samböndum, og eru ipeðal þeirra margir færustu skíðamenn íandsins. Það er íþróttafélag Reykja- víkur, sem undirbýr landsmótið að þessu sinni, og skýrðu þeir Sigurpáll Jónsson, formaður í. R. og Steinþór Sigurðsson, formað- ur skíðasambandsins, frétta- mönnum frá tilhögun þess í fyrradag. smálestir hafa verið flutta-r á land í Reykjavík, og í dag mun skipið fara til Hafnarfjarðar með um þúsund smálestir. Til Suðurnesja hefir verið flutt eitthvað af salti á bílum, en það hefir verið örðugt vegna deilu þeirrar um flutningana, sem er á mllli vörubílstjóra í Reykjavík og vörubílstjóra á Suðurnesjum. Var því sent salt til Keflavíkur með Hrímfaxa. Einnig hefir verið sent salt til Austfjarða, Vestfjarða, Breiða- fjarðarhafna, Vestmannaeyja og Akraness. Þetta salt bætir þó aðeins úr brýnni þörf í bili. En.n er von á tveimur saltskip- um frá Spáni um næstu mán- aðamót með 7000 smálestir salts, og einhverju er von á í apríl- mánuði. Bezt og ódýrast salt fæst frá Spáni, en miklir erfiðleikar eru á um saltkaupin, því að Spán- verjar vilja fá sterlingspund fyrir saltið, en við höfum vart annan gjaldeyri til saltkaup- anna en lírur. Brunkeppni karla verður fyrsta daginn, og fer hún fram á Skarðsheiði upp frá Árdal í Andakíl. Liggur brautin af meira en 700 metra háum tindi með 600 metra fallhæð. Á laugardaginn fer brun- keppni kvenna og svigkeppni karla fram í Hamragili við Kol- viðarhól. ’ Á sunnudaginn, síðasta dag mótsins, verður keppf í stökk- um á stökkbrautinni að Kolvið- arhóli. Þá fer einnig fram í Hamragili svigkeppni kvenna. Þátttakendurnir í skíðamót inu eru frá þessum félagasam- böndum: Frá Skíðaráði Reykjavíkur 36, Skíðaráði Akuréyrar 19, Skíða- ráði Siglufjarðar 17, Héraðssam- bandi Þingeyinga 4, íþrótta- sambandi Strandamanna 2, og Ungmenna — og íþróttasam- bandi Austurlands 2. í einstökum greinum er þátt- takan sem hér segir: Ganga: A- og B- fl. 19; unglingafl. 12 Svig karla A- fl. 25, B- fl. 22 Svig kvenna: A- fl. 4, B- fl. 4 Brun karla: A- fl. 25, B- fl. 23 Brun kvenna: A- fl. 4, B- fl. 4 Stökk: A- fl. 13, B- fl. 10, ung- lingaflokkur 14. Þá verður flokkakeppni • í göngu og svigi A- og B- flokks og taka 3ja manna sveitir þátt í því. Reynt verður að útvarpa frá mótinu. Það var fagurt veður og sólar- sýn á Keflavíkurflugvelli, þegar hin tígulega Skymasterflugvél lenti þar með gestina. Kom vélin um kl. 12.20, og hafði þá verið alls rúma 13 tíma á lofti, frá því að hún lagði af stað frá New York áleiðis til íslands. Flugvélin fór af stað frá Washington í gær, eftir að sendiherrafrúin íslenzka þar hafði geíið henni nafnið Reykja- vík. Voru haldnar nokkrar ræð- ur við það tækifæri, meðal ann- ars af Thor Thors sendiherra og fulltrúum flugfélagsins og fram- kvæmdastjóra þess. Siðan hélt vélin til New York og tók þar farþega til viðbótar, en alls komu með vélinni hingað 31 far- þegi. Vel látið af ferðalaginu. Tíðindamaður blaðsins átti stutí/ viðtal við einn hinna am- j erísku blaðamanna, á meðan hann beið eftir vegabréfsáritun á flugvellinum. Var það George Carroll, frá New York Journal- j American, en hann er víðfrægur blaðamaður, ekki sízt fyrir greinar .sínar frá stríðinu. Hann sagðist aldrei hafa komið til íslands fyrr, en þó hafa lesið nokkuð um landið, svo að sér væri það ekki með öllu ókunnugt. Hann lét vel af ferðalagKiu og lét í ljós ánægju sína yfir því áð vera kominn I hingað til lands. Sagði hann að ákveðið væri, að blaðamenn- irnir dveldu hér fram á föstu- dag, en þá færu þeir aftur vest- ur um haf. íslenzku boðsgestirnir, sem fóru til Stokkhólms. Skömmu eftir hádegi hélt flug vélin aftur af stað frá Keflavík áleiðis til Kaupmannahafnar og síðan til Stokkhólms. Fóru itteð henni í boði flugfélagsins blaða- mennirnir þeir, Haukur Snorra- son, Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, Benedikt Gröndal, yaltýr Stef- ánsison og Jónas Árnason og auk þeirra Björn Kristjánsson alþm. og Hinrik Björnsson stjórnarráðsfulltrúi. Munu þeir dvelja í Stokkhólmi í boði flug- félagsins fram á laugardág, en svo hefir sænska utanríkismála- ráðuneytið boðið þeim vikudvöl til viðbótar. Þeir, sem að vestan komu. Þeir sem komu með vélinni að vestan voru m. a. Thor Thors sendiherra íslands í Washing- ton og frú, Helgi P. Briem aðal- KEA tekur við umboði samvinnutrygginga Vátryggingadeild KEA hefir tekið við ' umboði fyrir sam- vinnutryggipgarnar frá 1. marz að telja, og tekur nú að sér bruna-, sjó, og bílatryggingar með beztu íáanlegum kjörum. Samvinnutryggingarnar eru sem kunnugt er, reknar á sam- vinnugrundvelli eins og sams- konar tryggingarstofnanir á Norðurlöndum og Bretlandi. Hafa þær haft mikil og víðtæk áhrif á alla tryggingastarfsemi almenningi til hagsbóta. Má þess vænta, að svo verði einnig hér, enda býður þessi nýja tryggingastofnun þegar að ýmsu leyti betri kjör heldur en önnur trygsjjngafélög. Framkvæmdastjóri vátrygg- ingadeildar KEA er Haraldur Þor^arðsson. Myndin er tekin á Keflavíkurflugvelli í gær, af Thor Thors sendiherra og konu hans. ræðismaður íslands í New York, Árni Helgason og Grettir L. Jó- hannsson ræðismenn, Magnús- Jochumsson .fulltrúi og Gunnar R. Pálsson fyrrverandi fulltrúi hjá ríkisútvarpinu. Vestur-íslendingarnir og hin- ir erlendu gestir komu til Reykjavíkur sunnan af"flugvelli um kl. 4 í gær og dvelja þeir á Hótel Borg meðan þeir standa við hér á landi. Þýzkur drengnr í hressingarvist Börnin í Þýzkalandi eru þjáð af næringarskorti kulda og sjúkdómum. Fjöldi þeirra hefir fallið í valinn, en fleiri lifa við kröm og kvöl. Þótt reynt sé að gera eitthvað fyrir þau, hrekkur það skammt og nær aðeins til fárra. — Svisslendingar hafa til dæmis boðið mörgum þýzkum börnum til sín, og þessi mynd er af slíkum dreng, sem er í hress- ingardvöl í Sviss. Hann er frá Hamborg. Hjúkrunarkona er að rannsaka heilsufar hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.