Tíminn - 19.03.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.03.1947, Blaðsíða 3
54. blaS TÍMIIMV. miðvikndagimi 19. marz 1947 3 C^inn (J3irl?ib ( >einn (Baldvin Baldvinsson á Ófeigsstöðum). Svo löng er þá orSin mín ævi, — mín útgerí^ 4 tímans sævi, að erjur og rót sem um 'aldamót Fór að vonum frænkunni, fjörugri konu og gáfaðri yfir honum undrandi: „Eru þeir svona í Kinninni?" (Sbr. vísu frú Valgerðar í Múla). Þér geislandi gáfnabjarmi og glettni lékU á hvarmi. Sem léttfleyg ör þér lágu á vör hér urðu, þá deilt var um stjórnarbót, jafnt leikandi glettni og meinleg svör, nú sögunnar eign er orðin — sá eigin minninga forðinn. Hve hissa stóð Heigull og Vani við herópið: Skiljið við Dani. Þá litið var enn á Landvarnarmenn sem Ieikfífl og skýglópa í senn. Sú æska erfði þó landið. Við öll hjuggum síðast bandið. Með metnað ég minnist þess tíma, er magnaðist sjálfstæðis glíma. Þá kynnist ég við það kappalið, sem kaus heldur stríð en mútufrið. Þá urðu með okkur kynni, sem aldrei hverfa úr minni. Þann hátt höfðu foringjar fornir þá fram voru gunnfánar bornir: sá manna þar, sem mestur var, bar merkið í brjósti fylkingar. Og hæft hefði þínum herðum það hlutverk í sigurferðum. það ættar einkenhið sanna þeirra Illugastaðamanna. Varst markviss á málþingum skæðum og mjúkur í gamanræðum. Og fyndnin var svo frá þaö bar og fundvís á tvíræðar líkingar. Hjá glaðsinna öld var sá gestur gleðinnar fulltrúi beztur. Nú horfin er helftin aldar og hetjurnar moldu faldar. Það harðsnúna lið, sem hlífðist ei við, en heimtaði skilnað og fullveldið, sem þorði að segja hið sanna, er svall dýpst í hugum manna. Hann gengur til hvíldar glaður hinn gamli Landvarnarmaður. Hann öruggur veit, að efnd voru heit og unnið af dyggð fyrir hérað og sveit, þar varinn hinn veiki bróðir, þá voru hér Iéttastir sjóðir. Að sigraði sjálfstæðis andi, að sól skín of frjálsu landi, það lifðir þú og að lögð er nú til ljómandi framtíðar hástrengd brú. En skarð er hjá Birkibeinum, í brjóstvörn er færra — einum. Sigurður Jónsson á Arnarvatni. Meir um ormaiyf Björn Sigurðsson læknir skrif- aði um ormalyf í Tímann. Þar virðist mér hann blanda saman byrjunarreynslunni af Dungals- lyfinu og raunverulegu gildi þess. — Að áliti hans, aðhyllast langsamlega flestir bændur skoðanir hans og með þessu trompi hyggst hann að geta sannað mál sitt. Það spillir ekki, þó mínar skoðanir fái fram að koma, því ef til vill eru þær réttari. Líka veit ég nokkra bændur, sem eru mér sammála, og þess vegna bii'ti ég hér með úr bréfi frá bónda úr Dalasýslu: „Þegar farið var að selja tetráklórkol- efni þá bar talsvert á ormaveiki hjá mér. Notaði ég lyfið einu sinni, og sum árin tvisvar, í féð. Ég var ánægður með árangur- inn, því ormarnir virtust hverfa. En nokkrum árum seinna fór mæðiveikin að breiðast hér út og ýms óhreysti að koma fram í fénu, og t. d. hér fórst y5 hluti af ánum veturinn 1940—’41. Síðan hefi ég ekki gefið ám þetta lyf, en lömbum einu sinni á vetri, nema í fyrravetur, að- eins nokkrum hluta þeirra. Þá bar á deyfð og lasleika í þeim er á leið, en hin lömbin virtust vel frísk. — Síðan ég hætti að gefa þetta lyf, hefir heilsa fjáfins sífelit farið batnandi, svo aö tvö síðustu ár hafa engin van- höld átt sér stað vegna sjúk- dóma.“ Læknirinn þarf því ekki að móðgast vegna skoðana minna í ormalyfs- og pestarmálum. Það er grundvallarregla í lækn- isfræðinni, að valda ekki neinu tjóni með lyfjum, og þessari reglu fylgja góðir læknar. Þess- vegna ber að hafa hugfast, að gamla ormalyfið er sterkverk- andi lyf, sem mikil áhrif hefir á skepnuna. Of mikil notkun þess getur haft heilsuspillandi áhrif. Á íslandi hefir fé líklega verið gefið tiltölulega meir sam- tals af tetraklórkolefni, en i nokkru öðru landi. Ég hygg, að vísindalega séð megi telja tetraklórkolefni úr elt ormalyf, vegna þess, að betri og hættuminni lyf eru komin í staðinn. En Björn Sigurðsson læknir er ekki dýralæknir, og þess vegna gáir hann ekki að því, að margt í grein hans er orðið úrelt á sviði dýralækn inga. Löng svelta á fé í sambandi við ormalyfsinngjafir er óhag- kvæm. Ýmsir fleiri ókostir fylgja tetraklórkolefnisnotkun og sérstaka leikni þarf til þess að gefa það rétt inn. Þá þarf að vera til móteitur, ef kindur veikjast. Allt þetta bras er nauðsynlegt og samt hefir rannsóknarstofan mildað lyfið með leynilegum blöndunarað- aðferðum. Læknirinn misskilur og heldur, að ég vilji eigna mér ormalyfið Fenothiasin. Þetta gæti rannsóknarstofan gert og þá mundi hún eiga fleiri út- lend ormalyf en Dungalslyf. Það þarf á réttum tíma að skrifa í blöð bænda um nytsöm dýralyf, sem búið er að þraut- reyna í heiminum. Það hefir dregizt í þrjú ár, að nauðsyn legar upplýsingar kæmu frá rannsóknarstofunni til bænda um nýtt ormalyf, sem þeir munu hafa mikinn hag af að nota. Almenna notkun lyfsins þurfti að innleiða miklu fyrr og hætta við gamla lyfið. Þá held ég, að féð yrði hraustara, eins og reynslan virðist ætla að sýna. Egilsstöðum, 8. febr. 1947. Bragi Steingrímsson, dýralæknir. Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund mér kemur ekki við, svo að ég þagði eins og steinn. Og skrokkurinn á henni er hvítur og mjúkur eins og á nýgotnum grís, og hún skrifar svo fallega, að maður gæti haldið, að hún væri alltaf að skrifa forskrift. — Æ-æ-æ, stundi ég uppi í glugganum. Þ'að er merki um það, að nú væri nóg komið. Maja spratt upp og sagði: — Berið þér nú litla borðið inn, Hildigerður. Ég ætla að skreppa upp til Önnu og vita, hvernig henni líður. Við föðmuðum hvor aðra, þegar hún hafði lokað á eftir sér dyrunum, og hlógum okkur máttlausar. Loks sagði ég: — Ég bít þig á barkann hérna bak við hurðina, ef ég fæ ekki mat tafarlaust. Maja hljóp niður eftir mat, sem hentaði tannpinu- sjúklingi, og ég hámaði í mig. En meðan þessu fór fram hafði bíllinn náðzt upp úr skurðinum, svo að stutt varð um kveðjur. Maja lofaði samt að skrifa móður minni og segja henni allt af létta og biðja hana að senda mér eitthvað af nærfötunum, er væru merkt A. A. Og þau skal Hildigerður fá áð sjá, þegar þau koma. Þar með lauk eiginlega þessum viðburðaríka degi. Daginn eftir tókum við húsbóndinn okkur til og sóttum spínat út í garð. Þá spurði húsbóndinn: .— Anna lítur víst Lundkvist á vörubílnum hýru auga? — Getur vel verið, sagði ég. — Já — lítill fugl hvíslaði því í eyra mér, að dá- lítil ástarsaga væri að gerast hérna í námunda við mig, sagði hann. — Getur vel verið — ef ég fæ að vera hér kyrr, sagði ég, og lézt vera til í allt. — Hvað? sagði hann — vera hér kyrr? Ég hélt, að allt væri klappað og klárt ykkar á milli. — Okkar á milli? sagði ég og þóttist vera meira for- viða heldur en þótt ég hefði heyrt andlátsfregn sjálfrar mín. — Mér, sem finnst svo mikill hjónasvip- ur með honum og Hildigerði, að ég hefi einsett mér að koma þeim í hnapphelduna áður en sumarið er úti! Ég leit sákleysislega á hann, og þeirri sjón, sem ég sá, gleymi ég aldrei: Rauðkálshausinn úfinn eins og hanarass í vindi, munnurinn galopinn, augun upp- sperrt af undrun og áfergju. Ég rétti úr mér eins og ekkert hefði í skorizt og spurði ósköp rólega: — Getur húsbóndinn látið sér lynda aborra og spínat-jafning í hádegismat? Það eru fáeinir aborrar eftir niðri í lóninu. — Jú, sagði hann og varð ennþá álkulegri en áður. En ég sigldi inn í eldhúsið með matrónulegum virðu- leik og körfur í báðum höndum, fullar af spínati, sem átti að sjóða niður. Bless! Anna Andersson. FJÓRDI KAFLI. Hjartans engillinn minn! Bráðum er komin Jónsmessa og farið að togna úr deginum, segir Hildigerður. Allt, sem lifir og dreg- ur andann hér á Grund, þrífst og dafnar, nema sjálf- ur húsbóndinn — hann er óðum að fá á sig manns- mynd. Hann viktar sig einu sinni í viku, skrifar út- komuna í dagatalið á skrifborðinu sínu og talar um það eitt við morgunverðarborðið, hve ört hann megr- ist. Ég' vikta mig lika einu sinni i viku og krota þyngd- araukann á blað. Enn vantar þó tólf pund til, að ég hafi náð minni fyrri þyngd, en þau skulu sannarlegá koma. En þess bið ég himnaföðurinn sífelldlega, að þau deilist jafnt utan á kroppinn á mér. Vel á minnzt — ég stelst til þess að vikta mig á vog húsbóndanns, en jafnvel þetta saklausa uppátæki mitt hefir orðið orsök hinna æsilegustu atburða. Og nú skal ég segja þér, í hvílíkum ævintýrum ung stúlka getur lent hérna úti í smálenzku sveitunum. Það var einn morgun eftir árbítinn, að húsbóndinn kunngerði, að hann ætlaði að róa út á vatn og leita að aborramiði, sem skóarinn í Kjarrhólum vísaði honum á. Gott, hugsaði ég — nú skal ég grípa tækifærlð. Það var dálítið, sem ég ætlaði að gera — ég hafði einmitt einsett mér að sitja um hentugt tækifæri. Eins og þú getur skilið hefi ég alltaf orðið að vikta mig eins og' ég kom fyrir og siðan dregið frá áætlaða þyngd umbúðanna. Nú hafði mér dottið í hug að rekja utan af mér umbúðirnar og vikta þær í eitt skipti fyrir öll — það er að segja fara úr fötunum og vikta þau. Þá gat ég dregið þyngd fatanna frá heildar- þyngdinni, það sem eftir var sumars. En hyggin og for- sjál manneskja eins og þú hefði auðvitað hlaupið upp i herbergið sitt, haft fataskipti og farið svo niður með haminn og lagt hann óttalaust á vogina. En þær voru hvorugar svo út undir sig, Anna Andersson né Alfa Rósengren. Sendisveinar Vantar elim til tvo sendlsvelna nú þegar Samband ísl. samvinnuf élaga TILKYNNING frá Tryggingastofnun ríkisins Þeir, sem telja sig öðlast rétt til bóta samkvæmt lögum um almannatryggingar, eru hér með áminntir um að senda umsóknir tafarlaust, er þeir uppfylla skilyrði til bótanna. Eftir lok marzmánaðar verður lfeyrir ekki reiknaður lengra aftur í tímann en frá fyrsta degi þess mánaðar, sem Tryggingarstofnunin eða umboðsmaður hennar fær umsóknina, nemt alveg sérstaklega standi á. Reykjavík, 14. marz 1947. Ti*yggingastofiiuii ríkisius. L.v. Bjarki hleður vörur til Akureyrar í dag Vörumóttaka við skipshlið til kl. 5. GUNNAR GUÐJÓNSSON, skipamiðlari. M.s. „Grebbestroom” Frá Amsterdam 22. þ. m. ,Frá Antwerpen 25. þ. m. Frá Hull 27. þ. m. EINARSSON, ZOÉGA & Co. hf. Hamarshúsinu, Símar: 6697 & 7797. Á öðru ári friðarins Enn valsa vopnaðir erlendir nermenn í hjarta höfuðborgar- innar. — Það er kvöld. Menn Dyrpast á Hressingarskálann til að njóta friðsæls þyss kaffihúss. ins. Allt í einu dettur ysinn nið- ur. Öllum verður órótt. Tveir amerískir lögregluþjónar ganga milli borðanna. Þeir eru girtir skammbyssubelti, með kylfur í hendi, en hvítan hjálm á höfði og ganga eins og Gestapómenn — stekkur ekki bros. — Það gerir þeim ekki heldur, sem sitja við borðin. Þetta er daglegur viðburður. En úti í Austurstræti slangra tveir drukknir dátar á stúlku- veiðum. Á Keflavíkurflugvellinum er auglýst að, æskilegt sé, að her- menn séu í borgarabúningi, þeg- ar þeir fari til Reykjavíkur.. Rolex Rolex-verksmiðjurnar eru brautryðjendur í gerð ná- kvæmra armbandsúra og eiga einkaleyfi á sérstakri gerð vatnsþéttra úrkassa. Þær hafa unnið sér heims- nafn fyrir nákvæmni og frágang úra sinna. Höfum ávallt gott úrval af Rolex-úrum Einkaumboð á íslandi. Sendum gegn póstkröfu. Rökþrot HeiradeÍlinga Þeim varð svarafátt, piltun- um, sem skrifa fyrir Helmdall, þegar rök voru færð fyrir ósann- indum þeirra. Þeir vikja nokkr- um orðum að þessari síðu og segja, að efni hennar sé „bjána- legt“. Engin rök eru færð fyrir þeirri fullyrðingu. Upphrópanir og rökþrot einkenna þeirra skrif. Þegar sannleikurinn er sagöur, kalla þeir það „bjána- legt“. Þeir bera ekki meira traust til dómgreindar lesenda. Það er ekki gæfumerki að byggja mál- stað á vanrökum og kasta fram fánýtum fullyrðingum. Ritstjóri íslendings á Akur- eyri þóttist verða hissa á því, að nokkrir ungir Framsóknarmenn skyldu vera til. Heimdellingar tóku undir. Raunin er sú, að þeir eru farnir að sjá fyrir ört vaxandi fylgi æskunnar við rót- tæka umbótastefnu Framsókn- arflokksins. Þeir vita, að ótak- markað einstaklingsframtak á ekki við hugsjónir æskunnar. Til kaupenda Tímans í Reykjavík Oft veldur miklum leiðindum, hve erfitt er víða í bænum að koma blaðinu með skilum til kaupendanna. Það eru vinsam- leg tilmæli til þeirra, sem verða fyrir vanskilum, að þreytast ekki á að láta afgreiðsluna vita um þau, þar til þau hafa. verið löguð og jafnfratm að leiðbeina börnunum, sem bera út blaðið, hvar bezt sé að láta það. Þeir kaupendur,sem búa utan við að- albæinn og fá blaðið í pósti, gerðu Tímanum mikinn greiða, ef þeir borguðu andvirði blaðs- ins á afgreiðslunni. — Þó að kaupendafjöldi Tímans í Rvik hafi tvöfaldazt nú á rúmlega einu ári, þá væru kærkomnir fleiri áskrifendur í bænum. Sími afgreiðslunnar er 2323. Þeir nota stór orð, en dylja sannleikann. Það ber ekki vott mikils lífsmarks andlega. Ef Island á ekki að verða land, þar sem einstakir auðmenn ráða yfir örsnauðum almenn- ingi, þá verður æskan að skipa sér gegn flokknum, sem vinnur að því að vernda sérhagsmuni stórgróðamanna, Sjálfstæðis- flokknum. Hún skipar sér ekki í flokk þeirra, sem vilja rúss- neskt skipulag. Hún fylkir sér um Framsóknarflokkinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.