Tíminn - 20.03.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.03.1947, Blaðsíða 1
I RITSTJÓRX: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: FR AMSÓKN ARPLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. ÍRITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚ3I. Lindargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA \ OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: ) EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A Sími 2323 31. árg. Reykjavík, flmmtadaginn 20. marz 1947 55. lilað ERLENT YFIRLIT: Drengjabærinn við Civita vecchia Merkilegt hjálparstarf ítalsks prests Eitt af hinum mörgu og erfiðu vandamálum meginlandsþjóð- nnna, þar sem mest brögð urðu að loftárásum og öðrum skemmd- um, eru í sambandi við flakk barna og unglinga, sem hvergi eiga höfði sínu að að halla og ganga villt í rústum og úthverfum stórborganna. í þessari grein er sagt frá einum litlurn þætti þess starfs, sem unnið er vegna þessara heimilisleysingja. Frásögnin er byggð á grein sem fréttamaður sænska stórblaðsins Göteborgs Handels og Sjöfartstidning hefir skrifað blaði sínu. Og eflaust er hér sagt frá raunhæfum og hyggilegum aðgerðum, starfi, sem er unnið af alúð og einláegni og því hefir borið góðan árangur. Svo er talið, aö þaö séu a. m. k. 15 hundruð drengir heimilislaus- ir í Rómaborg. Þeir reika um göturnar og leita séj: athvarfs um nætur undir bl'úm, inn í strætisvögnum og ýmsum skúmaskotum. Þetta eru alls lausir ungir ítalir, sem fara í flokkum og taka sér margt mis- jafnt fyrir hendur. Haustið 1944 tóku nokkrir ítalskir og amerískir prestar þetta vandamál til meðferðar. Árangurinn af því er m. a. dá- lítill strákabær, sem nú hefir risið upp utan við útborgina Civita vecchia. Presturinn don Antonio Ri- volta byrjaði að safna drengj- unum samari heima hjá sér þegar þeir voru fegnir að finna eitthvert skjól í rigningum vetrarins. Hann gaf þeim föt og mat og bækur og reyndi að gera þeim ljóst, að heiinur fullorðnu mannanna bjó yfir öðru en lyg- um og svikum. Séra Antonio segir, að erfið- leikarnir með drengina hafi einkum verið þeir, að líf þeirra skorti siðferðilegan grundvöll og siðferðislega tilfinningu. En hann hélt starfi sínu áfram og til þess að geta fært það á breiðari grundvöll fékk hann sér húsnæði utan borgarinnar. Það kostaði fyrirhöfn, en um síðir fékk hann þó fasistaheimili eitt og flutti þangað með 20 drengi. Svo var aukið við smám saman og nú er þar risið upp heilt drengjaþorp með 150 íbúum. Yngsti borgari þorpsins er 16 ára. Sr. Antónió vill ekki hafa fleiri íbúa en 150. Þá telur hann réttara að stofna annað bæjar- félag. Hann telur það ekki heppilegt uppeldislega að hafa þau stærri. Með þessum fjölda sé þorpið eitt heimili, þar sem Nýr bátur kominn til Akraness % ISctnr báfnn en nokktir annar fiskibátur í fyrradag kom til Akraness nýr og vandaður Svíþjóðarbát- ur. Heitir hann Böðvar, og er eign Haraldar Böðvarssonar út- gerðarmanns og kaupmanns. Bátur þessi er í alla staði hinn vandaðasti og einhver allra full- komnasti fiskibátur, sem er í eigu íslendinga. Báturinn er rúmar 80 lestir að stærð. Hann er búinn mjög rúm- góðum vistarverum handa skip- verjum og öllum nýtízku þæg- indum, svo sem vöskum, salerni og fleiru, sem ekki hefir yerið í íslenzkum fiskibátum til skamms tíma. Þá er sími um allan bát- inn og mun það vera nýjung í íslenzka bátaflotanumj. Þá er ennfremur áformað að útbúa bátinn radartækjum. Skipstjóriníi á Bcíðvari er Ragnar F’riðriksson, alþekktur dugnaðarmaður og sjósóknari. Hefir hann um langt^skeið ver- ið aflakóngur á Akranesi, en aldrei áður haft svo vandaðan bát til að stjórna. hver þekkir annan og finnur hlýjuna af samúð og kynningu. Drengirnir hafa sjálfir valið sér bæjarstjórn og borgarstjóra, sem ber mislitan hálsklut til að tákna upphefð sína og völd. Sr. Antoníó lét gera nýja mynt fyrir bæ sinn. Aluminium var haft í peningana og öðrum megin stendur „Drengjabær- inn“ en hinum megin tölustafur, 1. 2. 3. 4. eða 5. Með þessum pen- ingum er drengjunum greidd þjónusta þeirra. Síðan borga þeir til sameiginlegra þarfa fyrir fæði og húsnæði og af- ganginn eiga þeir. Þessari mynt sinni fá þeir svo skipt í lírur, en fyrir þær geta þeir keypt. sér eithvað smávegis. Þetta skipu- lag fellur hinum ungu borgur- um vel í geð og þeir eru yfirleitt önnum kafnlr fyrir sitt litla mannfélag. Einu sinni varð einum þessara félaga, sem e. t. v. hefir haft nokkuð fjölbreytta reynslu frá stríðsárunum, skapfátt við ann- an og flaug á hann og beit hann í öxlina. Einn af „löggæzlu- mönnunum" tók hann þegar í stað. Æðruláust leiddi hann upp- hlaupsmanninn þangað, sem hundurinn var bundinn, leysti rakkann, læsti hlekkjunum um hálsinn á sökudólgnum og sagði: — Þú hagar þér verr en hund- ur. Hann bítur ekki þann, sem hann þekkir. En þú bítur félaga þinn. Nú skaltu standa hér í 3 stundir. Ráðgert er að byggja fleiri drengjabæi, og iðnaðarstöðvum hefir verið komið upi; og útveg- aðar vélar, sem hægt yrði að nota í félagi. Þejr hafa snúið sér að bátasmíði og ætla m. a. að bæta hag sinn. með því að róa til fiskja,r. En þetta eru fátæk fyrirtæki, þó að þau.njóti litilsháttar fjár- styrks frá barnahjálpinni og PáfastóiAnn hafi lagt þeim lít- inn stuðning. En með ráðdeild og góðum vilja má mikið gera af litlum efnum. Og þessar stofnanir bjarga þeim, sem þær ná til og skila mannfélaginu starfshæfum og siðuðum þegn- um, þegar unglingarnir yfirgefa drengjabæinn sinn. Vestnr-íslenzku gest- unrnn og amerísku blaðamönnunum fagnað í gær var haldið miðdegis- verðarboð fyrir vestur-íslenzku gestii>a, sem komu með AOA- flugvélinni í fyrradag, og hina fjórtán amerísku blaðamenn. Var boð þetta á vegum Blaða- mannafélags íslands og sátu það meðal annars þeir Eysteinn Jónsson flugmálaráðherra og Bjarni Benediktsson utanríkis- málaráðherra. Eftir miðdegisverðinn var gestunum sýndur bærinn, og á morgun er áformað að bjóða þeim út fyrir bæinn og austur fyrir fjall. Það stendur ekki á þeim að undirrita friðarsamningana * - Það gengur illa „að halda kvennahjörlum frá honum, scm' þær vilja unna.“ Þetta reyndu herstjórnir Bándamanna í Þýzkalandi áþreifanlega meðan samskipti enskra og amerískra hermanna ,og þýzkra kvenna voru bönnuð. En eftir að þetta bann var afnumið, þurfti ekki lengur að fara í felur með það, að samkomulágið gæti verið bærilegt, þegar svo bæri undir. — Ilér sjáum við tvo hermenn úr setuliði Bandamanna á tali við þrjár þýzkar stúlkur, sem auðsýnilega eru reiöubúnar til þess að undir- skrifa friðarsamningana fyrir sitt leyti. Þetta eru feitar og pattaralegar stúlkur — en kannske þær liafi líka notið einhj’erra friðinda. ,|g hef |iaö á tilfinningunni,' aö þetta sé mitt íantí” Viílíal viffi scsigk'OMiina Cíöggti Leatid, er cfHir £b! söngskeiimitana í Meykjavík og IlafnarfirlSi * sasesiiB alaga Fyrir fáum dögum kom hingað til lands frá Englandi söngkonan Gagga Lund, og hefir áður verið vikið að væntanlegri komu hennar hér I blaðinu. Ætlar hún að dveija hér fram í aprílmánuð. Mun hún efna til söngskemmtana í Reykjavík og Hafnarfirði næstu daga. Vérður hin fyrsta þeirra í Trípólí-leikhúsinu á föstudagskvöídið. — í gær áttu blaðamenn þess kost að ræða við hana á heimili Ragnars Jónssönar forstjóra. Söngkonan byrjaði á því aö syngja allmörg lög fyrir blaða- menpina við undirleik Páls ís- ólfssonar, og mátti ótvírætt ráða af þeim forsmekk; að ís- lenzkir söngunnendur munu ekki fara vonsviknir út aö söng- skemmtunum hennar afstöðn- um. Litlci. stúlkan í apótekinu. Að söngnum loknum ræddi hún við blaðamennina, sagði þeim litillega frá bersku sinni í þeirri gömlu Reykiavik og ferð- um sínum viða um lönd. — Ég er fædd í gamla apótek- inu viö Austurvöll, þar sem for- éldrar mínir, Lund lyfsali og Emelía, kona hans. bjuggu. þau voru bæði dönsk, og var móðir mín systir forsetafrúarinnar á Bessastöðum. Ég var ellefu ára, þegar við systkinin, ég og bróðir, fórum til Danmerkur. Við höfð- um alltaf talað íslenzkú bæði, heima og heiman, þótt foreldr- ar okkar töluðu auðvitað dönsku. og eftir að viö komum til Dan- merkur töluðum við í mörg ár saman á íslenzku, því aö við blygðuðumst okkar fyrir að á- varpa hvort annað á dönsku. Við geröum það ekki fyrr en við vprum fulloröin og þurf^um að fara að nota önnur orð, heldur en börn nota, þegar þau hjala saman. • — Einhverjir þeirra, sem upp- aldir eru í Reykjavík, muna kannske enn eftir telpunni úr apótekinu. 1500—2000 söngsk-emmtanir. — Síðan hefir leið yðar legið víða um lönd? ' Já, ég hefi verið á faralds fæti, segir hún meö dálítið út- lendum hreim í röddinni. Ég hefi sungið víða í Ameríku og í flestum löndum Evrópu. Árið 1936 var í ráði, að ég færi söng- för til Rússlands, en þá hófust þar i landi málaferlin miklu, og landinu var lokað, svo aö af því varð ekki. Fyrir striðið stóð lika til, að ég færi tól Afriku, en það fórst fyrir vegna ófriðarins. Ár- um saman var ég aldrei lengur Gagga Lund. en sex vikur á sama stað. Síðan stríðiö skall á hefi ég verið bú- sett í Englandi, — áður bjó ég í Frakklandi og í Þýzkalandi nokkur ár fyrir valdatöku naz- ista. Annars hefi ég langmest dvalið í Englandi síðali 1929 eða 1930. — Hvaö haldið þér, að þér hafið efnt til margra söng- skemmtana um dagana? — Ég gæti gizkað á, að þær séu orönar 1500—2000, en alltaf er ég jafn feimin, áður en ég byrja aö syngja. En örugg, þegar út í það er komið, bætti hún hlægjandi við. „Þetta er mitt land“ — Hvað hafið þér oft komið til íslands, siðan þér fóruð héð- an? Frh. á 4. síðu. £r flugbáturinn f órst við Búðardal ViStal vi'ft Beiiedikt Síslason preiitmyiidia- gerSarmann, eiim a£ ferjþeguimm strn lijiirguðíust Fáir atburðir hafa slegið jafn miklum óhug á menn, eins og hið sviplega flugslys við Búðardal á dögunum, þegar fjórir far- þegar fórust með Grummanflugbát Loftleiða. Flestir í Búðardal horfðu á slysið gerast, og má geta nærri þve djúptæk áhrif það hefir haft á íbúa þessa fámenna þorps. Þrír farþegar björguðust úr vélinni og liggja tveir þeirra rúmfastir, en Renedikt Gíslason prentmyndagerðarnemi, sem varð minnst um hrakningana, er nú kominn til Reykjavíkur. Tíðindamaður blaðsins átti viðtal við Benedikt um slysiö, og lýsir hann því hér á eftir, hvernig hann komst af. — Eg hafði skroppið vestur í Dali snögga ferð, og var. á suð- urleið aftur. Kom ég i, flugvél- ina í Búðardal, ásamt fjórum öðrum farþegum. Átti flugvélin að fara klukkan rúmlega 4 frá Búðardal. Hafði hún farið vest- ur á firði og komu með henni þaðan tVeir farþegar. Farþegarnir fluttir um borð. Gott veður var ög kyrrt, þegar flugvélin settist á Hvammsfjörð. Gekk vel að koma farþegum og farangri um borð í vélina á bát, sem róið var út að henni. Klukk- an um 4 voru allir farþegarnar, 1 sem komu í vélina í Búöardal,! búnir að koma sér fyrir í sætum j sínum og vélin tilbúin að leggj a j af stað suður. Flugmaðurinn, Jóhannes j Markússon, var einn með vélina. Kom hann fram áður en lagt var af stað og leit eftir, að allt væri í lagi. Lokaði hann dyrun- um og bað farþega að binda sig í sætin og leit eftir því, að það | væri rétt gert. Fór hahn síðan fram í sæti sitt og setti vélina i gang. Gekk það greiðleg>, og innan stundar voru hreyflarnir farnir að ausa vatni upp á rúð- urnar, svo að við gátum ekki lengur séð út um gluggana til langis. Flugvélin ætlar að hefja sig á loft. Alit virtist vera í lagi með gang vélarinnar á sjónum við fyrstu tilraun til að hafa sig á loft. Þegar flugvélin hafði farið eftir sjónum góðan spöl<og ætl- aði að hefja sig á loft, þá hættir flugmaðurinn allt í einu við að hefja vélina, vegna þess að ísing var komin á rúðurnar hjá hon- um. <£3töðvar hann þá vélina og þurrkar af framrúðunni með hendinni, sem hann smeygði út um hliðarrúðy, sem hægt var að opna,v Þegar hann var búinn að strjúka af rúðunni, gérði hann aðra tilraun til að hefja vélina á loft, en hætti aftur við það af sömu ástæöu og áður. Slysið verður. Fór hann þá aftur að hreinsa rúðuna, og einnig farþegi sá, sem sat fram í hjá honum, en það var Einar Oddur gullsmiður frá ísafirði. Þegar þeir höfðu lokið við það, reyndi flugmað- urinn aftur að hefja vélina, og t-ókst það vel í fyrstu. Var hún komin á geysimikla ferð um það leyti, er hún sleppti sjónum. Það hafði þó ekki liðið löng stund og vélin var ekki komin nema í litla hæð, þegar hún tók snögglega að hallast á vinstri hlið. Jókst hallinn, þar til mér faanst hún alveg komin á hliðina, svo að vængirnir vís- uðu upp og niður. Greip ég þá til þess ráðs að» losa ólina, sem ,ég var bundinn með í sætiö. Mun það hafa bjargað lífi mínu. Ég utan á flugvélinni, er ég kom til sjálfs mín. Þegar verið var að gera til- raunirnar til að hefja flugvélina á loft, var hurðin á milli flug- mannsklefans og farþegaklef- ans höfð opin, en strax og flug- vélin var laus af sjónum, lok- aði flugmaður hurðýuni. Hafði ég glögglega fylgzt með öllu sem skeði þar til þá, því að ég sat í næsta sæti fyrir aftan skil- rúmið. Um það bil, er vélin tók að Benedikt Gíslason. hallast, lækkaði skyndilega hljóðið í hreyflunum. Man ég, að Magnús heitinn Sigurjóns- son, sem sat í sætinu á móti mér, vinstra megin, brosti til mín, er vélin var farin að\hall- ast. Þegar ég man svo aftur eftir mér, hékk ég utan í flugvélinni í sjónum ;upp að mitti. Síðar tókst mér að komast upp á væng- inn. Varð mér þá ljóst, að ég myndi sennilega komast lífs af, en enginn tími vannst til þess að hyæðast eða hugsa sig um. Þegar ég var kominn upp á vænginn, sá ég flugmanninn á sundi fyrir aftan vélina. Kom hann að hurðinni og hjálpuð- umst við að því að bjarga Maríu heitinni Guömundsdóttur út úr vélinni, en hún sat næst dyrun- um að aftan. Tókst okkur að losa hana úr ólunum og halda höfði hennar og öímum upp úr. Hélt ég henni þannig allan tím- ann, þar til hjálp barst að, er báturinn kom. Allrei sá ég neitt lífsmark með henni. « Ömurleg tilhugsun. Eftir að hafa bjargað Maríu út úv vélinni, fór flu°'maðurinn inn í hana aftur, og tel ég, að liann hafi bjargað bæði Magn- úsi LR lldórssyni og Guðrúnu Árnadóttur út úr vélinni. Þegar því var lokið, var fíugvélin orð- in full af sjó að framan og ekki gerlegt að fara inn í hana til að bjarga þeim, sem eftir voru þar inni, þó tilhugsunin um að vita af fólkinu þarna inni, hafi verið óttaleg. Þó tel ég liklegt, að þau hafi þá öll þegar verið látin, því að ekkert hljóð heyrðist frá þeim. En allir, sem sátu vinstra megin í vélinni fórust, og er ekki ólíklegt, að þeir hafi rotazt við fall vélarinnar. Hjáluin berst. Ég skal ekki segja, hve lángur tími leið, frá því að flugvélin fórst og þar til báturinn kom, sem bjargaði okkur. En eitt er víst, að mér fannst sá tími óra- (Framhald, á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.