Tíminn - 21.03.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.03.1947, Blaðsíða 2
TlMINftí, föstndaginn 21. marz 1947 56. blafi 2 Föstudagur 21. tnarz Dæmi Svía Það er nú lofcs að verða ljóst öllum landslýð, að dýrtíðin liggur með lamandi þunga á öllu atvinnulífi og afkomuvon- um þjóðarinnar. Undanfarnar vikur og mánuði hafa borizt fréttir af sölusamn- ingum, sem Norðmenn hafa gert við ýmsar þjóðir. Um sölu á framleiðslu okkar heyrist hins vegar fátt, síðan þeir Ólafur Thors og félagar hans hættu að tala um hækkandi verð á öllum afurðum. En svo mikið er víst, að það verð, sem Norð- menn hafa verið að semja um og framleiða nú fyrir af fullum krafti, þykir of lágt fyrir ís- lenzka framleiðslu. Fólki er því að verða það ljóst, að það er ekki hægt að reka atvinnu á íslandi stund- inni lengur nema eitthvað bréytist í dýrtíðarmálunum. Nú skilja menn, að það var ekki rétt að láta ábyrgðarlaust gasp- ur um blessun dýrtíðarinnar, auðjöfnun og varnarráðstafan- ir, sem gripið yrði til þegar með þyrfti, sefja sig og svæfa. En það er -komið, sem komið er. Nú breytir það engu þó að menn sjái hvar og hvenær þeir fóru villt. Segja má að það sé einkum tvíþætt starf, sem nú liggur fyrir að vinna. Annars vegar er að draga eftir mætti úr verð- bólgunni og þoka henni niður. Hins vegar að gæta þess, að sá gjaldeyrir, sem þjóðin fær til umráða, verði notaður sem bezt og skynsamlegast. Það vekur að sjálfsögðu tals- verða athygli meðal íslendinga, að Svíar hafa nú leitt í lög hjá sér þá stefnu, sem andstæð- ingar Framsóknarmanna kenna löngum hér við Eystein Jóns- son. Svíar hafa lögbundið allan innflutning sinn þannig, að það þarf opinbert leyfi til þess að flytja inn hverskonar vörur. Svíum eyddust á síðasta ári 842 miljónir króna umfram það, sem þeim áskotnaðist í erlend- um gjaldeyri. Það er þó fjarri því að erlendar innstæður þeirra séu gengnar til þurrðar og talsvert af þessum innflutn- ingi eru „nýsköpunarvörur“ og nauðsynleg hráefni, sem hörg- ull var orðinn á, en þeir flytja svo út aftur unnin fyrir meira verð. En þrátt fyrir þetta vilja Sviar ekki biða lengur eftir þvi að taka upp strangt gjaldeyris- eftirlit og gjaldeyrisskömmtun. Mbl. ályktar sennilega, að það sé áf því, að vesalings sænska þjóðin eigi engan jafn mikil- hæfan stjórnmálamann og Ól- af Thors. En venjulegir íslend- ingar munu skilja þetta öðru- visi. Svo mlkið er vist, að dæmi Svía mun verða íslendingum hvöt tíl þess að fylgja með á- huga og skilningi þeim i'áð- stöfunum, sem ríkisstjórnin er nú að lögfesta með frumvarp- inu um fjárhagsráð. íslenzka þjóðin er að vísu of seint vöknuð til að ugga að sér. En því betur þarf hún að vakna og því rösklegar að grípa til dugandi ráðstafana. Þeim, sem nú taka upp forystuna, fyrst í skynsamlegri ráðstöfun gjald- eyris og. síðan í baráttu gegn dýrtíðinni, verður áreiðanlega styrkur að því, að skilningur fólksins glæðist við það, sem gerist á meðal frændþjóðanna. PÁLL ÞORSTEINSSON: Sveit og bær SörLgskemmtun Karlakórs Reykjavíkur VIII. Stefna og störf Framsóknarflokksins, I. Flokksþing Framsóknarmanna héfir markað stefnu Framsókn- arflokksins m. a. með þessum orðum: Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur umbótaflokkur sem vill fyrst og fremst leysa málin á grundvelli samvinnu- stefnunnar. Flokkurinn vill, að sem flestir landsmenn séu bein- ir þátttakendur í framleiðslunni og því fólki, sem aö henni vinn- ur, sé tryggt sannvirði vinnu sinnar og a. m. k. jafngóð kjör og öðrum landsmönnum. Framsóknarflokkurinn er því flokkur þeirra manna,sem vinna að framleiðslunni og annarra umbótamanria, sem vilja auka samvinnuna og hvers konar framfarir í menningu og lífs- kjörum þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn viil vinna' að jafnrétti einstakling- anna til athafna og lífsafkomu. Flokkurinn vill vinna að því, að allir þegnar þjóðfélagsins séu efnalega sjálfstæðir, en skipt- ist ekki í auðmenn og öreiga, þar sem hann telur slíka skipt- ingu háskalega fyrir menningu og stjórnarhætti þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn vill vinna að endurskoðun á stjórn- skipun landsins með það fyrir augum að gera ríkiskerfið ein- faldara og ódýrara og auka vald héraðanna stórum, frá því, sem nú er. Flokkurinn leggur ríka áherzlu á, að eðlilegt og heil- brigt jafnvægi skapist í búsetu landsmanna og telur hættulegt • % að meginhluti þjóðarinnar safn- ist saman í mannmörgum bæj- um. H. Framsóknarflokkurinn og sam- vinnuhreyfingin hafa staðið eins og systkin hlið við hlið í íslenzku þjóðlífi um þrjátíu ára skeið. Forustumenn samvinnu- hreyfingarinnar hér á landi stóðu í öndverðu að stofnun Framsóknaxflokksjins og hann hefir æ síðan verið borinn uppi af sámvinnumönnum í hverri einustu byggð landsins. Á hinn bóginn hefir Framsóknarflokk- urinn alla stund verið brjóst- vörn samvinnufélaganna, hvað eftir annað haldið skildi fyrir þeim og bægt frá vopnalögum andstæðinga á hinum pólitíska vettvangi. Meginmarkmið samvinnu- stefnunnar er það, að gera einkaeignir almennar og að- gengilegar í smáhlutum, veita hverjum einstaklingi frjálsræði og svigrúm til eigin athafna, viðurkenna og vernda einstak- lingsframtakið, en koma í veg fyrir arðrán, láta sannvirði ráða í viðskiptum og búa svo um hnúta með félagssamtökum, að hver aðili njóti arðs í réttu hlut- falli við eigin framlög. Með starfi samvinnufélaganna fellur úr gildi boðorðið: eins dauði er annars líf. Þvert á móti verður velmegun eins hagur allra fé- lagsbræðranna í höndum þeirra. Samvinnuhreyfingin hér á landi og víðar, er beinlínis við það miðuð, að dreifa vei’ðinætum í eðlilegum hlutföllum út um landsbyggðina, þar sem á vegum hennar er haldið uppi viðskipt- um og atvinnurekstri í hverju einasta héraði, svo að greinar hennar'ná innst til dala og yzt til nesja. í annan stað hefir Framsókn- arflokkurinn ævinlega miðað störf sín við það, að halda uppi hlut sveita og þorpa. Barátta flokksins fyrir jarðræktarstyrk, byggingar- og landnámssjóði og síðar stofnun búnaðarbankans, opnaði leið að nokkru fjármagni til framkvæmda í sveitum. Á sama Jaátt hafa lög um verka- mannabústaði og samvinnu- byggingar, síldarverksmiðjur, fiskimálasjóð o. fl. orðið til hagsbóta þeim, er við sjávar- síðuna búa. Átökin um afurða- söl-u landbúnaðarins og afurða- verðið, eru fyrst og fremst bar- átta um arð og efnahag hvers framleiðanda, en öðrum þræði í’eipdráttur um fjármagn út í sveitirnar. Stundum hafa þau átök orðið svo hörð, að Fram- sóknarflokkurinn hefir um sinn orðið að stefna meginþunga baráttu sinnar að því að sjá borgið hlut framleiðenda og hindra það, að réttur þeirra,sem landið yrkja, til lífsafkomu og efnahags í hlutfalli við aðrar stéttir þjóðfélagsins, yrði fót- umtroðinn. Á sviði menningar- mála er sömu sögu að segja. Fyrir atbeina Framsóknar- flokksins var á sínum tíma stofnsettur menntaskóli á Akur- eyri og ungum mönnum þar með opnuð leið að stúdentsmennt- un utan við múrveggi Reykja- víkur. Hefir Akureyrarskólinn síðan reynzt mörgum efnilegum mönnum ómetanlegt vígi í örð- ugri sókn eftir menntabrautinni. Héraðsskólar og húsmæðraskól- ar í sveitum. eru og ávextir af starfi Framsóknarflokksins. III. Framsóknarflokkurinn hefif orðið fyrir þungu aðkasti fyrir að fylgja þeirri stefnu, sem nú er að nokkru lýst. Þeir, sem stefna lengst til vinstri, hafa samfærzlur byggðarinnar að markmiöi og virðast helzt vilja þrýsta þjóðinni saman að nokkrum fiskihöfnum og á kraga í kringum þær, ásaka flokkinn fyrir það, að hann sé „dreif- býlisflokkur", er vilji láta „út- kjálkahræðurnar", sem taldar eru hokra við að framleiða lé- leg matvæli, fá vegi, síma og rafmagn. Það er talið miða of að því að. viðhalda strjálbýlinu, sem á sumra máli er nefnt böl íslenzks atvinnulífs. Á hinn bóginn hafa þeir, sem standa lengst til hægri, barizt á móti flestum hinum stærstu málum, sem Framsóknarflokk- urinn hefir átt drýgstan þátt í að hrinda í framkvæmd. Á fyrstu árum flokksins gerði kaupmannavaldýð . tilraunir til að brjóta samvinnuféjögin á bak aftur. íhaldsmenn börðust á Karlakór Reykjavíkur söhg þ. 17. þ. m. í Gamla Bíó. Einsöngv- arar voru þeir Guðmundur Jónsson og Daníel Þórhallsson. Fritz Weisshappel aðstoðaði. Þetta er í fyrsta sinni, sem Karlakór Reykjavíkur syngur hér, síðan hann kom úr Ame- ríkuför sinni og að þessu sinni söng kórinn aðeins fyrir styrkt- arfélaga. Á söngskránni voru 12 lög eftir erlenda og innlenda höf- unda. Öll voru þau skemmti- leg, en sum nokkuð sérkenni- leg eins og t. d. „Dýravísur Jóns Leifs, sem reyndust þó gamlir kunningjar í nýjum fötum. Þá verður meðferð kórsins á „Ríð- um, ríðum“ ógleymanleg, en þar söng Guðmundur Jónsson ein- söng. „Hátíðamesa“ eftir söng- stjórann, Sig. Þórðarson, er dásamlegt lag, þar söng Daníel Þórhallsson einsönginn. Söng Karlakórsins var tekið með mikilli hrifningu og er það sínum tíma harðfengilega á móti byggingar- og landnáms- sjóði. Eftir að afurðasölulögin gengu í gildi 1934—35, voru mynduð samtök um að draga úr kaupum á afurðum bænda. Þegar menntaskóli var stofn- aður á Akureyri, þótti sú ráð- stöfun orka tvímælis. Og ekki er það úr minni liðið, að svo köldu andaði í garð héraðs- skólanna, að í blöðum íhalds- manna var dregið dár að því menningarstarfi, sem fram færi með „sundbusli í laugaskólum". Ein kempa í þeim herbúðum taldi það og furðu gegna, að kennimenn þjóðkirkjunnar skyldu koma saman f stærsta héraðsskóla landsins til að ræða málefni stéttarinnar — þar sem hver einasti steinn væri stolinn. IV. Framsóknarmönnum er oft brigzlað um það af andsfcæðing- um sínúm, að þeir séu „óvinir Reykjavíkur", „fjandmenn höf- uðstaðarins", „utanbæj armenn“. að vonum. Fyrir þrábeiðni hlustenda endurtók kórinn mörg lögin og söng 6 í viðbót. Vissulega megum við vera af- ar glöð yfir því að eiga slíka einsöngvara, sem þá, er þarna komu fram, og verður list þeirra sjálfsagt seint of mikils metin, en þó er það nú kórinn sjálfur, sem við sérstaklega dáumst að. Hann er menningarafrek. — Stjórnandi hans, Sigurður Þórð- arsoi>, er listamaður, sem þjóð- in öll virðir og þakkar frábært starf. Eins og allir vita, fór Karla- kór Reykjavíkur til Amerrku í haust og varð sú för til virðing- ar fyrir þjóðina. Nú syngur he<ön fyrir Reykvíkinga kvöld eftir kvöld. Hann ætti líka að syngja í útvarpið og ferðast um landið, því að hann er fögn- uður og stolt allra þeirra íslend- inga, sem unna fögrum söng, hvar á landinu, sem þeir búa. Re. Slíkar sakargiftir eru gersam- lega úr lausu lofti gripnar og falla um sjálft sig, ef athuguð er hleypidómalaust afstaða flokksins í fjölmörgum málum. Nægir að minna á sundhöllina í Reykjavík, þjóðleikhúsið og háskjólann í því sambandi. En Framrióknarflokkurinn horfir ekki á Reykjavík eina, heldur landið allt. Hann sér þá hættu, sem af því leiðir, ef allur vöxtur þjóðarinnar leggst til höfuð- staðarins. Hann hefir opin augu fyrir því, að sú þróun er engum til hagsbóta, að byggðir, sem bera í skauti sínu mörg og mik- il gæði, eigi við vaxandi erfið- leika gð etja sökum fólksfæðar, en samtímis verði öll fyrirtæki Reykjavíkurbæjar ófullnægj- andi eftir skamman tíma, sök- um ofþenslu staðarins og bekk- urinn þar svo þröngt setinn, að vandræði hljótist af. Þjóðskáldið Einar Benedikts- son dró upp mynd af Reykja- vík og landinu fyrir hálfri öld með dásamlegri skarpskyggni. í (Framhald á 4. síðui Siigurbjörii Á. Gíslason: Drykkjumannahæli á Norburiöndum Framhald. Aðstandendur dönsku einka- hælanna kvarta yfir því, að rík- ið styðji þau ekki sem skyldi. Að vísu greiðir ríkissjóður við- urkenndum hælum nokkur dag- gjöld með vistmönnum, — jafn- an nefndir „sjúklingar," — en þau eru lág; voru framan af 2—3 kr. á dag, og varð þá t. d. Blái krossinn að safna 20 til 30 þús. kr. árlega til stuðnings sin- um hælum. Nú munu daggjöld frá ríkissjóði vera 4 til 5 kr., og auk þess tekur hann þátt í húsabyggingum hælanna. Hitt þykir þó miklu lakara, að í fé- lagsmálalöggjöf Dana frá 1933 þykja ákvæðin, sem að þessum málum lúta, bæði fá, óglögg og sum óaðgengileg. Þegar sveitar- stjórn ráðstafar manni nauðug- um á drykkjumannahæli, þá er allur sá styrkur, sem hún þarf að veita honum eða fjölskyldu hans á meðan, talinn „fátækra- hjálp,“ en henni fylgir réttinda- missir ýmis konar hjá Dönum. Lögin fara vægar í þær sakir, þegar drykkjumenn „fara fús- lega eftir áeggjan sveitarstjórn- ar.“ Því komast Danir svo að orði, að flestir, sem í drykkju- mannahæli fara, fari þangað „tilneyddir með fúsu geði.“ — Síðan fyrrgreind löggjöf kom, 1933 og til 1943, komu rúmlega 1000 drykkjumenn til hælanna á þann veg frá sveitarstjórnum. Þeir hefðu orðið fleiri, ef ýmsar borgastjórnir hefðu ekki þann sið, að láta drykkjumenn sína í vinnuhæli, sem borgirnar eiga sjálfar. En þau eru talin samt talsvert ólíklegri til góðra sið- ferðisáhi’ifa en hin hælin. Þá þykir það og stórgalli á dönsku lögunum, að þau gjöra ekki ráð fyrir neinni aðstoð né eftirliti með þeim, sem nýkomnir eru frá drykkjumannahæli. Danir urðu fyrstir Norður- landaþjóða til að stofna þessi hæli. Og fyrstu 25 ár aldarinnar fóru áhugamenn sænskir og norskir til Danmerkur til að læra meðferð drykkjumanna af Dönum. Nú er þessu öfugt farið. Viðurkennd drykkjumannahæli eru að vísu fá i Noregi, ekki nema 4 ætluð karlmönnum og eitt handa konum, en þau eru vönduð og vistleg. Ríkið á 2, Blái krossinn eitt. Eitt er sjálfseignarstofnun og kvennaheimilið er eign Bind- indisfélags norskra kvenna. Opinbert heíti þeirra allra er „kursted." Annað ríkishælið er þó nefnt „Alkaholistanstalt," — eins og þau heita öll í Svíþjóð. Er þar eftirlit og agi ineiri en annars staðar og hælið ætlað drykkfelldum vandræðamönn- um. Blái krossinn norski á auk þess stóra gistiskála í mörgum norskum borgum, þar sem heimilisleysingjar og fleiri ó- gæfumenn fá gistingu og greiða fyrir lítið eða ekkert, og reynt er á ýmsan veg að reisa á fæt- ur og græða þá, sem særðir liggja. Margur drykkjumaður hefir eignazt þar von um, að unnt sé að rétta við, og reyn- andi væri að leita til einhvers kristilegs drykkjumannahælis. Ég hefi séð þess getið, að eitt árið, rétt fyrir ófriðinn, hafi verið veittar 75 246 næturgist- ingar og morgunverðir í tugþús- undatali í þessum gistiskálum. En dvalarheimili eru þeir ekki. í Svíþjóð eru hælin miklu fleiri, alls 20 viðurkennd af rík- inu, og auk þess nokkur smá einkahæli, sem engan ríkisstyrk fá. Ríkið á 8 af þessum; 20 hæl- um — taka þau alls yfir 600 sjúklinga, — í ársbyrjun 1946 voru þeir 592. Hin 12 einkahæl- in, höfðu um 1430 sjúklinga. Af öllum þessum hóp höfðu einir 28 farið í hælin án íhlutunar bíndindisnefnda eða lögreglu. 234 höfðu samt farið „með fúsu geði,“ en allir hinir voru reknir þangað, eða eins og Svíar segja: voru „tvangsentagne." Eftirtektarvert þótti mér hvað mörg kristileg félög áttu þessi 12 einkahæli. Prestafélagið á Skáni á eitt með 140 sjúkling- um, Hjálpræðisherinn, „Stads missjónin“ í Stokkhólmi, díakón skólinn í Fagradal, G.T.-reglan o. s. frv., eiga hvert um sig eitt hæli, og öll vönduö. Ríkissjóð- ur greiddi þeim 5 kr. til 5,50 í daggjöld með hverjum sjúkl- ingi árið 1946, áður voru þau lægri. Það sem mest er þó vert, -er að öll löggjöfin um þessi mál- efni er miklu nákvæmari og betri hjá Svíum og Norðmönn- um en Dönum. Danskir áJhuga- menn urðu fyrstir til að benda mér á það. Lagagreinarnar dönsku eru 2 eða 3 um þessi efni og sett inn- an um önnur framfærsluákvæði. En í bindindismálalögunum sænsku frá 1937 eru 64 grein- ar, er lúta að umsjón með drykkjumönnum. Hún á að ná til drykkj umanns, sem 1., er hættulegur sjálfum sér eða öðrum, eða 2., vanrækir að. sjá um sína nánustu, eða 3., er byrði vandafólks síns eða framfærslusveitar, eða 4., getur ekki hirt sig eða 5., raskar að staðaldri næði nágranna sinna eða annarra með drykkjulátum sínum. í hliðstæðum norskum lögum frá 1932 og 1339, sem eru mjög svipuð sænsku lögunum, þó ekki nema í 19 greinum, er bætt við fyrgreinda upptalningu: „eða eyðir svo eignum sínum fyrir drykkjuskap, að búast má við, að hann sjálfur eða fjölskylda hans fari á vonarvöl". Þykir sú viðbót mikiívæg. Þegar svo er komið fyrir ein- hverjum drykjumanni, að ein eða fleiri þessara greina eiga við hann, þá skipa lögin að umsjón eigi að hefjast með honum, eða gera beri ráðstafanir til að hann sjái að sér. Þeir, sem taka eiga i taumana, (Framhald á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.