Tíminn - 22.03.1947, Side 1

Tíminn - 22.03.1947, Side 1
5 RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚ3I. Llndargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A Siml 2323 31. árg. Reykjavík, laugardaglnn 22. marz 1947 57. blað ERLENT YFIRLIT: Eru Polynesiumenn komnir frá Sitka-grenið tiækkar Ameríku til eyja sinna? Ævintýraleg sjóferð sex Norðmanna á fleka yfir þvert Kyrrahaf Eftir því sem fjær líður styrjöldinni og meira jafnvægi kemst á í heiminum er tekinn upp þráðurinn við ýmsar kannanir og vísindastörf. Þessa dagana eru t. d. sex Norðmenn lagðir af stað i eina sérkennilegustu sjóferð sögunnar þveít yfir Kyrrahaf. í þessum mánuði leggur Norð- ! maður nokkur, Thor Heyerdahl, upp í merkilegt og óvenjulegt ferðalag við sjötta mann. Hann hugsar sér að berast með straumum hafsins frá Perú yfir Kyrrahafið til Tahiti. Pyrir 8 árum kom Thor Hey- erdahl með konu sinni á eyj- una Fatu Hiova, sem er ein af Polynisku eyjunum í Suðurhöf- um. Þau hjónin dvöldu þar um hríð meðal eyjaskeggja' og kynntist þeim. M. a. heyrðu þau þar frásagnir þeirra um guðinn Tiki, sem var kominn langt að yfir hafið, hávaxinn og skeggj- aður, og hafði setzt að á eynni ásamt tveimur fylgdarmönn- um. Heyerdahl hafði stundaö nám í þjóðfræði og fornfræði við há- skólann í Osló. Hann fékk þá hugmynd af helgisögunum um Tiki þennan, að hann stæði í tengslum við guðinn Kon-tiki hjá Inkunum í Perú, en hann var líka hávaxinn, hvítur á hör- unl og skeggjaður. Nú er það svo, að ýmsir eyjarskeggjar þartia hafa blá augu, rautt hár og enda fleiri einkenni hvíta kynstofnsins. Hefir því Heyer- dahl fengið þá hugmynd að Polynesíumenn séu komnir frá Ameríku en ekki Asíu, eins og almennt hefir verið talið. Hygg- ur hann að þeir hafi flutzt þessa leið fyrir h. u. b. 150Q, árum. Og nú ætlar hann sér að fara hin- ar ímynduðu slóðir þeirra frá Perú til Tahiti á fleka, til að sýna það, að leiðina megi fara á frumstæðum farkosti. Helsjúkur skólapiltur frá Laugarvatni deyr á leið til Reykjavíkur Koinst ekki til læknis i tæka tið vegna snjóa- laganna. í gær var komið að Ölfusár- brú með ungan skólapilt frá Laugarvatni, Lelsjúkan af botn- langabólgu. Hafði átt að flytja hann til Reykjavíkur, en snjóa- lög vörnuðu ferðum, svo að engr- ar læknishjálpar varð auðið. Var botnlanginn sprunginn, er loks Vár komjð að Ölfusárbrú, og andaðist hann þar eftir fjóra klukkutíma. Piltur þessi var Haraldur Guð- jónsson frá Gufudal, Sigurðs- sonar. Sjúkrabill frá Reykjavík hafði lagt af stað austur að sækja hanu i fyrradag, en förin tafð- ist vegna fannar og hríðar á Hellisheiði. Komst hann loks upp að Laugarvatni í gær og sneri til baka nveð sjúklinginn. En er skammt hafði verið farið, festist bíllinn í fönninni. Var lögreglu- bíllinn á Selfossi þá sendur á vettvang og tókst að koma sjúk- lingnum á honum að Selfossi. En þá var öll von úti, og dó pilt- urinn þar eftir skamma stund. Fleki Norðmannanna 6 er 10X5 metrar að flatarmáli. íbúð hafa þeir enga aðra en segldúk, sem þeir breiða yfir sig. En búnaður er annars allur samkvæmt nýjustu .tízku. Þar eru tæki til að gera sjávarvatn- ið ósalt og léreftspokar til að geyma það í. Þar er vatnsþétt sendistöð, sem er ein af siðustu nýsmíðum ameríska hersins. Birgðir eiga að endast í 3 mán- uði og eru það einkum niður- suðuvörur. Heyerdahl gengur út' frá því sem gefnli, að sjór gangi yfir flekann. Hann gerir ráð fyrir þvi, að flekinn fullhlaðinn rísi aðeins 90 sm. yfir sjó og það er lítið borð fyrir báru úti á rúm- sjó á fari þvi, sem ver sig lítt áföllum. Menn og varningur er því vandlega fjötrað við flek- ann. Það er líka gert ráð fyrir þvi, að hann kunni að velta við, en þá er poki með helztu nauð- synjum þeim megin líka og svo ætlar áhöfnin að k«.fa undir flekann .Tg sækja í búrið eftir hendinni, þangað til næsta velta á sér stað. Farmenn þessir hafa stóra hnífa meðferðis til varnar gegn kolkröbbum ef með /ikyldi þurfa. Ef þeir tapa vatnshreins- unartækjunum hugsa þeir sér að svala þorsta sínum með því að éta hráan fisk. Auðvitað hafa þeir félagar áttavita. Þeir hafa ár til að stýra með og ef vel byrjar hafa þeir lítið rásegl, sem þeir hugsa sér að nota og gerir Heyerdahl ráð fyrir að geta farið„30 enskar mílur á dægri. Um l^iðangursmenuina sjálfa er það að segja, að þeir eru karlar í krapinu, sem eru færir í flestan sjó og ýmsu vanir, - all(ir um þrítugt. Sjálfur var Heyerdahl í fallhlífasveitum hersins í Norður-Norggi í stríð- inu. Annar þeirra heitir Thor- sten Petersen, en honum slepptu Bretar úr lofti með senditæki til að hafa eftirlit með þýzka or ustuskipinu Tirpitz, þegar það lá i Noregsfjörðum og láta vita um ferðir þess. Sá þriðji er Knut Hauglund, sem var drjúgur liðs- maður i heimaher Norðmanna og átti m. a. þátt í að sprengja upp aflstöðína við Rjúkan foss- inn. Tveir hinna vorú í þjónustu Bandamanna í styrjöllinni. Allir hafa }*-ir félagar jnörg- um sinnum horfzt í augu við dauðann án þess að blikna eða blána og þeir leggja æðrulaust í þessa ferð. Þegar blaðamaður nokkur hafði talað við Hey*l-dahl um ferðalagii fyrir nokkru og mikl aði fyrir sér allar ógnir og erfið- leika ferðarinnar, sagði Heyer dahl rólega: — Vertu viss um, að við kom- um í flugvél til baka. I frásögninni, sem birtist í Tímanum í gær, af flugslysinu á Norðfirði var sú prentvilla, að sagt var, að klukkan hefði verið hálf-þrjú, er björgun var lokið. Slysið varð kl. 12.10, og björgun var lokið kl. 12.30. 4 GOTU I JERUSALEM um hálfan metra á ári við íslenzk vaxtarskilyrði í Alaska, þar sem veðurfar er svipað og hér, geta slík greuitré orðið 45 metra há Mönnum mun vart blandast hugur um það lengur, að unnt er að rækta skóg og tré á íslandi til mikils gagns og stórkost- legs fegurðarauka. Mestar vonir um ræktun gagnviðar á íslandi eru þó bundnar við sitkagrenið frá Alaska. En til þess að unnt sé áð vinna stórvirki á þessu sviði þarf mikið fé, sem ekki er hægt að vænta arðs af fyrstu árin, og ef vel ætti að vera þyrfti að tryggja skógræktinni og landgræðslunni örugga. tekjulind, líkt og háskólinn hefir hlotið með’happdrættinu. Annars er það eftirtektarvert, að af einni miljón og þrjú hundruð og fimmtíu þúsund krónum, er lagðar hafa verið til skógræktar og land- græðslu hér á landi árin 1940—1945, hefir hér um bil helming- ur verið gjafafé einstaklinga og félaga. Þessl mynd er frá Jerúsalem, þar sem ofbeldismenn úr flokki Gyðinga hafa framið hvert hermdarverkið öðru verra. Brezkir hermenn hafa lokað götunni, og fólk fær ekki að komast leiðar sinnar, nema með sérstöku leyfi hermannanna. ’SkólapiItur hefir numið staðar hjá hermanninum á miðri myndinni og biður hann leyfis að mega halda áfram. Flestir vegir ófærir bílum vegna snjóa Þó er reynt að brjótast með austan- mjólkina til Reykjavíkur í fyrradag snjóaði mikið á Suðurlandi, einkum í Árnes-, Gull- bringu- og Kjósarsýslu og sunnanverðri Borgarfjarðarsýslu. Hlóð snjónum niður í fyrrinótt, svo að illfært varð jafnvel um næsta nágrenni Reykjavíkur, og í gær hélt einnig áfram að snjóa og skefla. Tíðindamaður blaðsina átti 4 gær tal við Ásgeir Ásgeirson, skrifstofustjóra á vegamála- skrifstofunni, og spurðist fyrir um færðina og horfur á að leiðir opnuðust, Jafnvel Krýsuvíkurvegurinn ófær. í gærmorgun mátti heita að ófært væri um nágrenni Reykja- víkur og með öllu ófært austur yfir fjall, bæði um Hellisheiði og Mosfellsheiði, og meira að segja Krýsuvíkurvegurinn, sem margir hafa haft tröllatrú á, var orðinn ófær í gærmorgun, þó ekki hefði snjóað nema eina nótt, sagði skrifstofustjórinn. Þung færð suður með sjó og uppi í Kjós. í Borgarfirði snjóaði hins vegar sama og ekkert í fyrradag eða fyrrinótt, og mátti heita þar ágæt færð. En í gær var byrjað að snjóa þar. Vitað var um bíla, sem voru á leiðinni suður fyrir Hvalfjörð í gær og varð snjó- ýta að fylgja þeim, svo að þeir kæmust á'fram. í gærmorgun komust mjólkurbílar hjálpar- laust ofan úr Kjós, en voru nokkrum klukkustundum leng- ur á leiðinni en venjulega. Mjólkurbilar úr Mosfellssveit töfðust^ einnig á leið sinni til Reykjavikur. Þung færð vaf fyrst í- gær- morgun suður með sjó, en batn- aði þó£r líða tók á daginn, enda mikil umferö á þeim vegi. Hafn- firðingar gátu ekki haft sam- band við bújörð sína í Krýsuvík, og báðu vegamálastjórnina að senda ýtu til að ryðja vaginn, en engin ýta var laus til þess þá í svipinn. Þrír bílstjórar sitja næturlangt í bílum sínum. í gær var engin tilraun gerð til þess að ryðja veginn austur yfir Mosfellsheiði, þó að líklegt sé, að hann verði ruddur og frekar reynt að halda honum opnum en Hellisheiðarveginum, ef um langvarandi snjóalög verður að ræða. Er reynslan sú, að sú leið er yfirleitt heldur snjóléttari. í fyrrakvöld fóru þrír bílar úr (Framhald á 4. sl6u) Tiðindamenn blaða og út- varps áttu í gær tal við Hákon Bjarnason skóræktarstjóra um skógræktarmáin. Rakti hann nokkiið möguleika til skógrækt- ar hér á landi og drap á ýms not, er okkur mættu verða af skógi, sem hér getur vaxið. Lerkitré og grenitegundir bera hér fullþroska frœ Hann kvað það engum efa bundið, að trjátegundir eins og blágreni, rauðgreni og lerki gætu þroskazt og þrifizt hér á landi. Austur á Hallormstað eru all- mikið af trjám af þessum teg- undum. Þau eru nú orðin 20—40 ára, og hin stærstu eru tíu metra há. Tvö síðustu sumur hafa þau tíðindin gerzt, að þessi tré hafa borið fullþroska fræ, og sýndi skógræktarstjórinn gestum sínum köngla og fræ af þeim til sanninda merkis. — Þessi tré eru þó ekki af þeim tegundum, sem reynslan hefir sannað, að bezt þrífast hér. Á sítkagrenið eftir að klœða ísland? Það eru þó ekki þessar trjá- tegundir, sem mestar vonir eru bundnar við, heldur sitkagrenið frá Alaska. Sitkagrenið er þriðja stórvaxnasta trjátegundin, sem til er. Sums staðar í Bandaríkj- unum nær það níutíu metra hæð, og eru bolir slikra trjáa svo miklir, a2i sums staðar má jafnvel sjá sölubúðir inni í stofn um lifandi trjáa. Á þeim slóð- um i Alaska, þar sem veðurfar er nauðalíkt því, sem gerist hér á Suðurlandi, verða þessi tré allt að 45 metra há, og verður ekki í fljótu bragði séð, að neitt sé því til fyrirstöðu, að þau vaxi eins vel hér og þar. Má þá ljóst verða, að hér er ekki um neitt hégómamál að ræða. Fyrsta sitkagrenið frá Alaska var plantað hér árið 1937. Er það orðið á fimmta metra á hæð. Suður í Fossvogi eru ungar sitkaplöntur, og vaxa þær að jafnaði hálfan metra á hverju ári. Yfirleitt er reynslan af sitka greninu sú, að það vex hér eins vel og vonir stóðu frekast til. Góð aðstaða til frœöflunar. Skógrækt ríkisins hefir nú góða aðstöðu til fræöflunar er- lendis. Þegar góð fræár eru í Alaska, er hægt að fá nægt fræ þaðan, og einnig eru vonir til þess, að senn fáist góð sambönd um öflun fræs i Norður-Noregi og jafnvel við Hvítahafið. Bendir allt til þess, að þar sé unnt að fá gott fræ. Fyrir allmörgum árum fékkst eitt kílógramm af lerkifræi frá Arkangelsk. Feng- ust úr því um átta þúsund lerki- plöntur, sem gróðursettar voru að Hallormstað árin 1937—1939. Þær eru nú 3—5 metrar háar. Nú á skógræktin aftur von á einu kiló af lerkifræi frá Ark- angelsk. Sérstaklega má vænta góðs árangurs af því að planta út- lendum barrplöntum í skjóli birkiskóganna. í fyrra fékk skógrækt 100 kíló af sitkagrenifræi frá Alaska. Var rúm’ega helmingi þess sáð þá, en afganginum verður sáð í vor. Var sitkagreni þessu valinn staður í Múlakoti, að Vöglum og Hallormsstað, en dálítið var sent til Danmerkur til fósturs þar, ef veðráttan hér. kynni að reynast óhagstæð fyrir plönt- urnar fyrstu misserin. En beint frá A’aska er ekki unnt að fá plöntur, sökum fjarlæðar og sam gönguerfiðleika. Fræ það, sem sáð var hér, kom þó mjög vel upp, og eru nú til hér á landi miljónir sitkagreniplantna. Verð ur fróðlega að sjá, hvernig þeim reiðir af í vor. Þá má geta þess, sagði skóg- ræktarstjóri, að við . fáum í sumar hundrað þúsund skógar- furuplöntur frá Lófóten, og á aðallega að planta þe'im að Vöglum. Gróðurstöðin að Tumastöðum. Skógrækt ríkisins er að koma upp gróðurstöð að’ Tumastöðum i Flj ótshlíð, og á að vera hægt að skila tveimur miljónum plantna á ári, þegar stöðin er komin í það horf, sem hú’n á að komast. Meira mun ekki hægt að komast yfir að planta í land- inu árlega eins og sakir standa. Þegar er búið að byggja íbúð- arhús og geymsluhús og ræsa allt landið, tuttugu hektara, fram. Var það gert með ræsa- plógi, og reyndist það tíu sinn- um ódýrara, en ef það hefði verið gert með handverkfærum. En nú er skógræktinni fjárvant til þess að gera stöðina starf- hæfa og t\efja rekstur hennar. / Fjárvonir skógrœktarinnar. Allt verður þó gert til þess að (Framhald á 4. síðu> Fæðiskaupendafélag- inu gefinn kostur á húsnæði \ Bæjarráð hefir samþykkt að verða við þeirri beiðni Fæðis- kaupendafélagsins í Reykjavík að láta þvi í té húsnæði í Knox- kampi, þótt með skilyrðum, er bæjarráð setur. Fæðiskaupendafélagið hafði sótt um að fá þarna húsrými með þeim kjörum, sem það taldi viðunandi. Er þarna hentugt húsrúm, matsalur, serr} herinn notaði, eldunartæki ýms og fleiri áhöld. Leiguna eftir húsnæði þetta á húsaleigunefnd að meta.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.