Tíminn - 22.03.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.03.1947, Blaðsíða 2
2 TtMINK, langardagfim 32« marz 1947 57. blalf Laugardagur 22. ntarz 10 miljónir Þegjandi og hljóðalaust heíir gjaldabyrði íslenzka ríkisins vaxið um 10 miljónir síðan í haust, vegna hækkaðrar vísi- tölu. Þessar 10 milj. hverfa án þess að nokkuð sjái eftir. Það er engin nýsköpun sem þær skilja eftir. Þær gufa upp,- — verða að engu. Þetta er bara ein fúlgan, sem hverfur í hít verð- bólgunnar á einu ári, jafn- framt mörgum miljónatugum öðrum. Ef til vill finnst einhverjum, að 10 miljónir séu lítilræði, þeg- ar fjárlögin eru orðin um það bil 200 miljónir. Það má þó hafa þar til hliðsjónar, að heildarframlög til nýrru vega eru áætluð 7 miljónir, til hafn- ar- og lendingabóta 7 miljónir og til brúa 2,5 miljón. Jafn- framt má gefa því gaum, Æið jarðræktarstyrkur ársins er á- ætlaður 2.5 miljónir. Þessar tölur ættu að nægja til að minna menn á, að 10 miljónir króna er mikið fé, jafn- vel í ríkisbúskapnum á íslandi. Annars má vel líta á það líka, að á árunum fyrir styrjöldina þótti mikið, ef fjárlögin námu 20 miljónum. Sé sú fjárhæð margfölduð með vísitöluhækk- un, verður það þó ekki nema þriðjungur af ríkisútgjöldunum nú eða varla það. Fjárlögin eru því, miðað við vísitölu, þrefallt hærri en fyrir strlð. Meðan þessar 10 miljónir hverfa úr búi ríkisins, er verið að fremja víðtækan niðurskurð á framlögum til ýmsra nauð- synjamála. Framlag til nýrra vega er t. d. áætlað 2 miljónum lægra en vegamálastjóri lagði til, og svipað er að segja um framlög til annarra fram- kvæmda. Fjárveitinganefnd bendir á, hvort ekki muni vera rétt að taka lán til byggingar menntaskólanna, þar sem bygg- ing þeirra beggja „mun kosta eigi minna en 10 milj. kr., þeg- ar þær eru fullgerðar.“ Það er líka fróðlegt í þéssu sambandi að lesa frásagnir eins og þessar í áliti fjárveiting- arnefndar: „Fy&r nefndinni lágu margar beiðnir um framlög til mjólkur- stöðva. Frestaði nefndin, i sam- ráði við ríkisstjórnina, að taka endanlega ákvörðun um þau at- riði, þar til við 3. umræðu." „Fyrir nefndinni lá erindi frá nýbýlastjórn um 300 þús. kr. hæk^un á framlagi samkv. 7. lið c. (byggingarstyrkir samkv. núgildandi lögum). En nefndin ákvað að taka ekki endanlega ákvörðun um það atriði fyrr en vlð 3. umræðu.“ „Nefndin leggur ennfremur til, að liður til skógræktar verði lækkaður um 225 þús. kr. frá því, sem áætlað er í frumvarp- inu.“ Þessar tilvitnanir tala allar sínu máli. Þetta sýnir allt sam- an að verðbólgustefnan er hinn mesti fjandskapur við hvers konar framfarir og endurreisn á íslandi. Áhugamál hugsjóna- mannanna verða' óhjákvæmi- lega að gjalda þess, að verðbólg- an hefir fengið að þróazt. Það var ijuðvellt að tala um „nýsköp- un“ meðan dýrtíðin gróf grunn- inn undan framförunum. Miljónatugurinn, sem gufað hefir upp úr fjárhirzlu ríkisins í vetur sannar það. Noregsbréf A fiíiatiaHyi Málgagn Reykjavíkur og forysta Sjálfstæðisflokksins. Það er nýlega komið út. Það heitir „Stormur“. Á forsíðu blaðsins er hið grómteknasta níð, sem hingaö til hefir sézt á prenti um Stefán Jóhann Stef- ánsson forsætisráðherra. En á öftustu síðu eru nöfn kostnaðarmanna og raunveru- legra útgefenda. Tvær stórar auglýsingar frá borgarstjóra og borgarritara Reykjavíkur- bæjar, og þriðja auglýsingin, sú stærsta, frá Eimskipafélagi ís- lands, þ. e. frá forstjóranum Guðmundi Vilhjálmssyni mági Ólafs Thors. Svo eru auglýsing- ar víða um blaðið frá ýmsum heildsölum. Drengskapur og heiðarleiki. Á annarri síðu Storms er hið væmnasta hól um Ólaf Thors, ásamt ljóði frá ritstjóranum. Ennfremur hrós mikið um Bjarna Benediktsson og Jóhann Þ. Jósefsson — en níð um alla Framsóknarmenn. Alveg sér- staklega er um það rætt hve miklir drengskaparmenn þeir séu, Sjálfstæðismennirnir, og heiðarlegir (Ólafur). Öllum er vitanlegt, að aug- lýsingar þessar í svona blaði ert» gjörsamlega gagnslausar. Orð leikur á að ýmsar þeirra séu stórum yfirborgaðar — með háum fjárhæðum. Án þessara auglýsinga gæti StQrmur ekki komið út — né ritstjórinn lifað. Hinir raunverulegu útgefend- ur og kostnaðarmenn eru því auglýsendurnir. Með auglýsing- unum auglýsa þeir, að þeir hafa keyjft níðið um andstæöingana og hrósið unf sjálfa sig. Af opinberu fé. Níðið og hrósið í Stormi er því keypt fyrir opinbert fé. Væri ekki sæmra að útgefendur blaðs- ins og kostnaðarmenn legðu það á sig að greiða þetta sjálf- ir. Er það sæmandi, að íiim- skipafélag íslands og Reykjavík- urbær kaupi níð um suma menn og hrós um aðra. — Ef útgefendur Storms greiddu þetta úr eigin vasa, þyrftu þeir ekki að láta það vitnast og hefðu þá ekki eins augljósa skömm af blaðinu. En þeir, sem kosta Storm, vita upp á hár fyrirfram hvað í blaðinu muni standa, þ. e. hrós um þá, sem leggja fram pen- inga (af almannafé eða sjálfir) og níð um þá sem kostnaðar- mennirnir vilja láta ófrægja. Alltaf er mannsæmd o^ smekkur forystunnar í Sjálf- stæðisflokknum samur við sig. í ljósi staðreyndanna. ' Eins og skýrt hefir verið frá í fréttum undanfarið, hafa tveir stórir og myndarlegir togarar verið keyptir til Patreksfj arð- ar í vetur. Sú frétt minnir á það, að í kosningabaráttunni síðasta vor var lögð mikil á- herzla á það, að ríkisstjórnin hefði notað ejpa tækifærið, sem um var að ræöa, til að festa kaup á togurum, og hefði alls ekki mátt sleppa því tækifæri. Þeim fullyrðingum var raun- ar fullsvarað í haust, þegar ís- lendingum voru boðnir diesel- togararnir. En vel má minnast þessara kaupa líka, og ekki er hægt að telja allá athugun og gagnrýni á kaupum ríkisstjórn- arinnar glæpsamlega, þegar slíki.r togarar eru svo keyptir til lándsins, fullri miljón króna ó- dýrari hvor. Má vera, að sá verðmunur liggi meðfram í lægri umboðslaunum. En það er t. d. um ofurkapp og ófyrirleitni í kosningabar- áttunni síðustu, að því var oft neitað blákalt, að nokkur úr- ræði væru um skipakaup. Munu Strandamenn t. d. minnast þess, að þegar þeim var sagt frá framtaki Vatnseyringa á Pat- reksfirði, voru lögð fram bréf til að afsanna það, að þeir væru nokkur skip að kaupa. En mál- flutningur sumra aðila í kosn- ingunum smáskýrist í ljósi reynslu og ^taðreynda. Meðalmeðlag með kúm. Reykjavíkurbær gerir ráð fyr- ir að tapa um það bil eitt þús- und krónum á hverri kú í bú- skap sínum á Korpúlfsstöðum þetta ár. Væri það nú ekki athugandi fyrir bæinn að Josa sig við bú- garðinn eða hafa hann eingöngu fyrir hestabeit, en koma kúm sínum niður hjá bændum með þúsund króna meðgjöf? Raunar má búast við því, að af slíku gæti það hlotizt, að bændur'þættust almennt verð- skulda opinbert tillag fyrir að búa með kýr og framleiða neyzlumjólk. E. t. v. er Reykja- víkurbæ fast í hendi að halda áfram kúabúskap á Korpúlfs- stöðum, til að finna hvað mik- ið njeðalbóndinn gefur þjóðfé- laginu 'árlega með hverri kú sinni, því að auðvitað leiðir Korpúlfsstaðabúið í ljós raun- verulegt sannvirði mjólkurinn- ar, — framleiðslukostnaö. Fylglst illa með. Hann fylgist illa með í sumu, hann Jón Pálmason. Nýlega lýsti hann því yfir í Mbl., að hann vissi ekki hvort nokkuð væri hæft í því, að Reykjavík- urbær vhefði kostað 20 þúsund- um króna til vínveitinga í einni veizlu. Þó var Bjarni Benedikts- son sjálfur búinn að staðfesta þetta og gefa þá skýringu á, að þetta væri ekki af því, að svo mikið hefði verið drukkið, — heldur af því, að vínið hefði ver- ið svo dýrt. Þessa skýringu Bjarna og staðfestingu á til- kostnaðinum er að finna í sjálfu Mórgunblaðinu. Nú er þrennt til. Eitt er, að Jón Pálmason lesi ekki einu sinni Mbl., og þarf þá engan að undra, þó að hann sé illa les- inn í íumu öðru, annað, að Jóni notist illa að því, sem hann þó les, annað hvort af gleymsku eða skilningsleysi, eða þá í þriðja lagi, aö Bjarni Benedikts- son sé of merkilegur maður til þess, að Jón Pálmason taki mark á orðum hans. Verður hér ekki um það dæmt, hver af þessum þremur skýringum muni vera réttust. Holmenkollen 2. marz 1947. í dag er aðal skíðamót vetrar- ins hér á Holmenkollen. Það er réttnefndur sunnudagur. Sól skín í heiði og hvergi skýhnoðri á lofti. 90 þús. manns eru við- staddir að horfa á skíðastökkin, þar á meðal konungur, krón- prins og fjöldi annarra þekkt- ustu borgara Noregs. Þetta er 50 ára afmæli skíðamótanna á Holmenkollen. Um tveggja tíiha gangujr er úr miðri Osloborg til skíðamótsins, og varð mikill meiri hluti manna að ganga, því engin farartæki eru til að flytja svona mikinn mannfjölda á skömmum tíma. Vegurinn hér upp á Holmenkollr en rúmaði áður 10—12-falda röð þvert yfir og þá var svo þétt gengið, að varast mátti að ganga ekki ofan á hæla þeirra, sem á undan voru. Svo var fylkingin þéttskipuð. Skíðamót Holmenkollen er líka víðfrægt um veröld alla. Auk Norðmanna voru nú skráðir til leiks þátttakendur frá Sví- þjóð, Danmörku, Finnlandi, Bandaríkjunum, Sviss og ís- landi. » Mótstáðurinn er inni í dal- verpi á Holmenkollen. Skíða- brautin er mót suðri, dálítill völlur fyrir neðan hana, en all- brött hlíð andspænis hehni að sunnanverðu, en örskammt frá er lukt háum, grænum barytrjám á alla vegu, nema opið dálítið hlið mót suðvestri, svo að sólin gat skinið á mannfjöldann, sem raðaði sér á völlinn (nema hlið fyrir skíðamennina) og hlíðina á móti skíðabrekkunni. Fánar þjóðaþátttakendanna voru nokkuð dreift neðan við skíðabrautina og var sá íslenzki næstur henni að neðan, en sá norski yfir henni að ofan. Þegar fyrsti stökkmaður hverrar þjóðar, sem stóð skeið- ið á enda, hafði numið staðar, var leikinn þjóðsöngur þjóðar hans. Óneitanlega var heillandi fyrir íslendinginn að sjá þessar 90 þúsundir manna standa ber- höfðaðar og sýnilega marga hrifna, undir „Guð vors lands“. Það vildi svo vel til, að rétt um það leyti og íslenzki þjóð- söngurinn byrjaði, fór ofurlítill vindblær um dalverpið, svo að íslenzki fáninn blakti þýtt meðan lagið var leikið til enda. Yfir hálft þriðja hundrað manns tóku þátt í stökkunum, en af þeim aðeins 137, sem ekki tóku þátt í öðrum skíða- íþróttum (þær reiknaðar þá sameiginlega). Allir stukku tvisvar. Af þessum 137 stóðu 96 bæði skeiðin á enda, þar á meðal báðir íslenzku þátttakend urnir, Jónas Ásgeirsson og Jón Þorsteinsson. En stökk þeirra voru heldur stutt, eftir því sem þarna gerðist, en þó öll á milli 50 og 60 metra löng. En þeir stukku laglega og stóðu báðir skeiðið á enda í bæði skiptin. Flestir beztu skíðamenn Nor- egs kváðu hafa verið saman- komnir hér í dag. Margir þátt- takendur stukku 60—70 metra. Eitt stökkið var 71 metri og var það met hér, og talið að svara til allt að 90—100 metrum í beztu skíðabrautum í Ölpunum. Svíi (ísraelsson) hlaut fyrstu verðlaun, 2. Svisslendingur og 3. Norðmaður. Mun Norðmönn- um ekki þykja góð útkoman fyrir sig, en kenna um snjóleysi í vetur og þar af iðkanaskorti. En hvað ætli íslendingar mættu þá segja? Annars sýnist okkur, sem ó- vanir erum skíðastökkum, að þetta séu hin mestu heljarstökk. Og mesta furðuverk, að nokkur maður skuli geta staðið á skíð- unum, þegar niður er komið. Enda féllu 41 af þeim, er tóku aðeins þátt í stökkunum, þar á meðal báðir Ameríkumennirn- ir, sem stukku langt og prýði- lega vel. Stóð annar þeirra seinna stökkið og var þá spil- aður þjóðsöngur Bandaríkjanha. Þegar skíðamennirnir fara af stað, byrja þeir á því að renna ofan úr 38 metra háum turni, er hallar snarbratt niður að um það bil tveggja mannhæða háum stökkpalli, en þaðan svífa þeir í loftinu þar til niður er komið neðarlega í brattri skíða- brekkunni. Það þarf viljaþrek og mikla iðkun að baki sér og að vera ekki nein gunga, til að taka þátt i í aðalskíðamóti vetrarins á Holmenkollen. V. G. DrykkjumarmabælL á Norburtöndum Stgiirbjjörn Á. Gíslason: Niðurl. Að sjálfsögðu kynnist. erlend- ur ferðamaður engu fjölmennu heimili til fullnaðar, þótt hann dvelji þar hálfan dag eða heil- an og lesi bréf og skýrslur ýmsra forstöðumanna heimilanna. En ýmislegt má þó sjá og læra á þann veg. Skal nú nefnt sumt af því, sem ég sá og heyrði þar að lútandi. Húsakostur er alls staðar mik- ill og góður, það var fljótséð. Vistmenn voru víðast hvar í ein- býlisherbergjum í stórhýsum oftast. Starfsliðið hafði ágæt híbýli, einkum forstjórar. Þeir höfðu alveg sérstök, rúmgóð hús til íbúðar. Á dönsku hæli, sem rak mikinn búskap, var verið að mæla byggingarlóð handa nýju íbúðarhúsi daginn, sem ég var þar. Mér var sagt, að ráðsmanninum væri ætlað húsið. Mig furðaði á þvi, af því að ég vissi, að ráðsmaðurinn hafði snoturt hús til umráða rétt hjá, og þetta var <}inkastofn- un, sem þurfti að gæta forsjálni í hvívetna. Minntist ég eitthvað á þetta við forstjórann og var svar hans. á þessa leið: „Það er fátt, sem tryggir oss jafnt gegn tíðum, og þá um leið óhollum, starfsmannaskiptum, eins og það, að starfsfólkið hafi góðan híbýlakost. Ráðsmannshúsið er orðið of lítið fyrir fjölskyldu hans. Garðyrkjumaðurinn okk- ar, sem ætlar að fara aff kvong- ast, fær það.“ Starfsfólk hælanna allt var valið með sérstöku tilliti til þess, að því væri ljúft að hafa holl og góð áhrif á vistmennina. Díakónar og díakónissur eða annað trúað hjúkrunarfólk þótti sjálfsagt við þau hæli, sem kristileg félög önnuðust. . „Frá díakónskólunum koma beztu forstjóraefnin, ef þeir eru ekki of ungir“, sögðu menn, „en það er ekki nóg, að þeir séu góðir, hitt . starfsfólkið þarf einnig að vera úrvalsfólk, og svo margt, að nægur tími verði til persónulegra kynna við vist- mennina þeim til uppörvunar og siðferðilegs stuðnings. Sé ekki úm þetta hirt, verður ár- angur öfugur við það, sem til er ætlazt.“ Eftirlit var haft með öllum póstsendingum, til að forðast á- fengissendingar, og sömuleiðis með öllum heimsóknum. Ég kom í drykkjumannahæli á eyjunni Kurörv í Vánern, skammt frá Stokkhólmi, þar sem 50 kr. sekt lá við heimsókn í leyfisleysi, en hins vegar var giftum vist- mönnum leyft að bjóða til sín fjölskyldunni í vikuheimsókn gegn venjulegum daggjöldum, og ungir vistmenn, sem ekki vildu láta foreldra sína í fjar- lægum héruðum vita um dval- arstaðinn, gátu látið senda póst sinn til sérstakrar póststöðvar í Stokkhólmi. Sú nærgætni þótti mér góð, enda leizt mér prýði- lega á hælið. Vinna þykir alveg sjálfsögð. Hælin eru öll í sveit og mörg reka mikinn búskap. Vistmenn, sem ekki eru heilsulausir, vinna að ýmsum heimilisstörfum 8 stundir 5 daga í viku, en 3—4 stunlir á laugardögum. Reglu- stundir á laugardögum. Reglu- vinnu og hvíldir, er talið alveg nauðsynlegt, þótt erfitt sé stundum að kenna það nýkomn- um óreglumönnum. lútilshátt- ar þóknun fá iðnir menn og dug- legir, er hún nefnd „iðnisfé." „Verðiír ekki nýkomnum vist- mönnum mikið um, er þeir allt í einu eru sviftir öllu áfengi?“ spurði ég roskinn forstjóra eins hælisins. — „Ekki er það mín reynsla", svaraði hann, „ég hefi haft umsjón.með um 440 sjúk- lingum hér, og aðeins þrisvár orðið að kalla á lækni út af þeim umskiptum." Nærgætni og aðhlynning virt- ist mér alls staðar góð. Fæðið var gott og mjólk og kaffi var veitt ríkulega, • enda margir „þyrstir," einkum í kaffi. Allt var gert til að koma vistmönn- um í skilning um, að hælin væru ekki til refsingar heldur heilsu- liæli, eins og norska nafnið „Kursted" minnir á. .— Vist- menn voru jafnan kallaðir sjúklingar. — Föst reglusemi inni og úti væri uppeldismeðal, og enn væri tími til að verða nýtur borgari, en kvöldbænir og önnur heimilisguðrækni ætti að minna á, hvaðan bezta við- reisnarhjálpin kemur. í fámennum hælum var reynt að koma heimilisbrag á; mat- aðist þá forstjóri með vistmönn- um og sat með þeim á kvöldin, þar sem hann eða aðrir sáu um ýmislegt til dægrastyttingar. Prestur og læknir komu við og við, og oft voru ýms erindi flutt í stóru hælunum. Áherzla var lögð á kurteisa og siðprúða framgöngu, einkum í Svíþjóö. Ég kom þar í hæli, þar sem mér kom í hug við fyrstu sýn, að „sjúklingarnir“ væru flestir heldri menn, en þégar ég sá lýs- ingar af fortíð þeirra í bókum hælisins, sá ég ljótar skýrslur um alls konar afbrot. En hver er svo árangurinn af allri þessari fyrirhöfn? spyrja menn. Hann er ærið misjafn. Þau hæli, t. d. í Sviþjóð, sem taka eingöngu gamla heilsulitla drykkjumenn, eru nokkurs kon- ar „Elliheimili“, þar sem þessir ógæfumenn njóta miklu betri aðbúnaðar en ella mundi. „Hitt get ég ekki sagt“, sagði forstjóri eins þeirra við mig, „að héðan fari margir betri borgarar en þeir komu. Þeir hafa flestir að engu að hverfa, eru ófærir -til að vinna fyrir sér, og verða svo hér það sem eftir er ævinnar“. Almennt er þó talið, að þriðj- ungur sjúklinganna verði albata (þ. e. verði reglumenn), annar þriðjungur taki talsverðum bata og síðasti þriðjungurinn lenfti' fljótt í sömu ógæfu og áður. Sum hæli telja þó, að fullur helmingur sinna sjúklinga verði albata, og varla bregðist, að þeir, sem leita þangað ótilkvadd- ir, fái fullan bata. „Þeir eru „ljósblettirnir“ okkar, segir starfsfólkið. (Framhald á 4. síðuj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.