Tíminn - 22.03.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.03.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN! Munih að koma í flokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er / Edduhúsinu við Lindargötu Sími 6066 21. MARZ 1947 57. blað Cjatnla Síc thjja £íé (við Skúlaifötu) SOMR LASSIE Síðkvöld (Son of Lassie) á lögreglustöð. Skemmtileg amerísk mynd í („Behind the Green Lights") eðlilegum litum. Viðburðarík og spennandl leynilögreglumynd. Peter Lawford Aðalhlutv.: Donald Crisp Carole Landis, William Gargan, June Lockbart i Mary Anderson. Börn innan 12 ára fá ekki Aukamynd: NÝJA FRAKKLAND. aðgang. (March of Time). Sýnd kl. 5 og 9. \ Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð yngri en 14 ára. ' — N ■ Hefir ofris verið orsök flugslyssins hjá Búðardal? Skýrsla Axels Kristjánssonai*, flugvélaeftir- litsmaiuis ríkisins Stjórnarráðið' lét blöð'unum í té í gær skýrslu Axels Kristjáns- sonar, flugvélaeftirlitsmanns ríkisins, um rannsókn þá, er fram he'fir farið á orsökum flugslyssins hjá Búðarlal 13. marz. Fátt er í skýrslu þessari, sem ekki kom þegar fram í blöðunum tvo næstu daga eftir slysið, nema sú tilgáta eftirlitsmannsins, að slysið hafi ef til vill orsakast af ofrisi flugvélarinnar. Um flugvélarflakið segir í skýrslunni: „Flak flugvélarinnar var skilið eftir í sjónum, rétt austan við bryggjuna í Búðardal, þar sem engin tök voru á því að koma því á land og heldur ekki taka það með bátnum, enda taldi ég tilgangslaust að gera frekari björgunartilraunir með tiliti til þess að fá úr því skorið, hver orsök slyssins hafi veriö. Flug- vélin var það mikið brotin, að öll stjórntæki, bæði til að stýra og hreyfla, voru slitin úr tengsl- um frá stjórnklefa og því ógern- ingur að draga nokkrar álykt- anir um stillingu þeirra, þegar slysið vildi til.“ Rannsókn á hreyflunum tílgangslaus. í ályktunarorðum sínum um hugsanlegar orsakir slyssins, með hliðsjón af því, er fram hafði komið í vitnisburði flug- mannsins og annarra, er eitt- hvað höfðu fram að færa, segir flugvélaeftirlitsmaðurinn, að verið geti, að vélin hafi bila0, þótt ekkert styðji þá ályktun annað en ágizkun flugmanns- 'ins, sem segist hafa heyrt skelli i öðrum hreyflinum. En slikir skellir eru mjög algengir, þegar vélarnar eru á hægri ferð. Þótt hreyfillinn kunni að hafa bilað, getur vart. hafa verið um brot að ræða, því að hann stöðvaðist ekki. En nánari rannsókn á hreyflinum er tilgangslítil, þar sem hann gat hæglega hafa brotnað við að koma heitur í kaldan sjóinn, og eins af högg- Maöur hverfur Leltað árangnrslanst I fyrradag oj* í gær í fyrradag hvarf maður, Hall- dór Jónsson að nafni, frá Flatey á Mýrum i Austúr-Skaftafells- sýslu. Gekk hann að heiman frá sér í fyrradag fram á svonefnd- an Flateyrarhöfða og hélt á jakka undir hendi sér. Þegar hann kom ekki aftur, var leit hafin, og var leitað bæði í fyrradag og í gær. Fannst ekk- ert annað en jakkinn, sem hann hélt undír hendinni, þegar hann fór að heiman. Þykir sýnt, að hann hafi farizt. Halldór var maður tæplega sextugur, ókvæntur. Rolex Um fjölmörg ár höfum við átt vaxanli viðskipti við fólkið í dreifbýlinu, sem hefir trúað okkur fyrir því, að velja skart- gripi sína og fengið þá senda gegn póstkröfu. Gjörið svo vel og skrifið eða símið og við mun- um senda yður það, sem þér óskið. Trúlofunarhringar, Gullsmíði, Silfurvörur, Kristall, Sjónaukar, Úr, ROLEX, hið heimskunna merki. Jön Slpunilsson Skortpripoverzlun Laugaveg 8. inu, sem flugvélin hlaut, þegar hún skall í sjóinn. En hefði hann misst snúningshraða, hefði flugmaðurinn átt að verða þess var. Ofris orsök slyssins? Þá telur eftirlitsmaðurinn hugsanlegt, . að flugmaðurinn hafi ósjálfrátt hallað flugvél- inni á vinstri væng, er hann var að hefja hana til flugs, því að hann gat ekki fylgzt með flug- takinu, nema því að halla sér út um hliðarglugga á stjórnklefan- um. Hafi svo flugvélin. einnig hækkað flugið of ört, gat þetta orðið tii þess, að hún missti hraða og flugið fipaðist. Flui- vélin snerist snögglega til vinstri og lét ekki að stjórn, og getur það bent til þess, að þessi hafi verið orsökin. Vart um ofhleöslu aö rceða. Um ofhleðslu telur flugmað- urinn, að vart geti hafa verið að ræða. Leyfður þungi flugbáts ins fullhlaðins var 3940 kíló. — Farþegar voru að vísu ekki vegnir, né farangur þeirra, en þótt ríflega sé áætlað getur þunginn ekki hafa verið meiri en 3765 kíló, þegar flugvélin lyfti sér af Hvammsfirði. Að lokum tekur eftirlitsmað- urinn fram, að hann hafi kynnt sér dagbækur flugvélarinnar og hreyfla hennar og samkvæmt þeim hafði eftirlit og viðhald verið framkvæmt eftir settum reglum, og aldrei neitt athuga- vert komið í ljós. Framhaldrannsókn á orsök- um slyssins mun fara fram í Reykjavík. Fiestir vegir ófærir (Framhald af 1. siOuJ Reykjavík og ætluðu austur yfir fjall. Urðu þeir allir fastir á Hellisheiði fyrir austan skíða- skálann í Hveradölum, og biðu bílstjórarnir í þeim fram undir morgun, er birta tók, þá héldu þeir af stað niður í skíðaskálann og komúst þangað um kl. 9 i gærnjorgun. Skömmu eftir hádegi lögðu svo tvær snjóýtur af stað frá skíðaskálanum austur yfir og áttu þær að ryðja braut bílun- um, sem fastir voru. Mjög þung færð var um alla Árnessýslu strax í gærmorguri, en auk þess hélt snjór áfram að hlaðast niður í allajj gærdag. Sama og engin mjólk barst til Flóabúsins í gær, sokum ófærð- ar á vegunum austur þar. Reynt að brjótast með mjólkina yfir heiðina. Engir mjólkurbílar lögðu af stað austan frá Selfossi fyrr en um kl. 5 í gærdag. Voru tvær snjóýtur, sem áttu að ryðja bílunum braut suður, tilbúnar á hádegi. Byrjaði ófærðin strax við Ölfusá. Ekki var vitað í gær- kvöldi, h|ernig ferðalag þetta hefði gengið gn búizt var við, að ýtunum tækist að brjóta bil- unum leið yfir heiðina einhvern tíma í nóít. Reynt verður að fá næga mjólk. Ekki var teljandi mjólkur- skortur í gær í Reykjavík, og fór aðeins litlu minni mjólk í búð- irnar frá samsölunni en venju- lega. í dag getur ef til vill orðið einhver mjólkurskortur framan af deginum, en líkur eru þó til, að úr því rætist, er líður á dag- inn. Gerðar voru ráðstafanir til þess í gær að fú mjólk frá Borg- arnesi, bæði með bílum og skipi. Höfum fyrirliggjandi og eigum von á fyrir vorið allskonar HANDVERKFÆRUM til garð- og jarðyrkju, svo sem: Stunguskoxium, Malarskóflum, Steypuskóflum, Ballastskóflum, Kornskóflum, Járnkörlum, Hökum, Ilnausakvislum, Stungukvíslum, Heykvíslum, Iföggkvíslum, Garðhrífum, Arfasköfum. Sendið pantanir sem fyrst. Samband ísl. samvinnufélaga BERGMÁL Fjölbreytt tlmarit með myiidum. Ritstjjóri: Guðni Þórðarson. Nýtt tímarit, „BERGMÁL", kemur í bókabúðir í dag. Mun t hið nýja tímarit leggja höfuðáherzlu á það, að flytja les- endum sínum skemmtilegt og fróðlegt efni, og þá einkum að verða við kröfum unga fólksins um létt og fjölbreytt efni til tómstundalesturs. í hverju hefti Bergmáls verða skemmtilegar og spenn- andi smásögur, fróðlegar greinar og ýmsar frásagnir um menn og málefni, frásagnir og myndir af frægum kvik- myndaleikurum o. m. fl., sem of langt yrði upp að telja. í þessu fyrsta hefti er meðal annars: Frásögn um hinn ævintýralega lífsferil Cleopötru. Ástarsagan: „Ég átti að vita betur.“ Ævintýraleg frásögn af njósnurum síðustu styrjaldar. í Sagan Cavalleria Rustícana, sem óperan fræga var gerð eftir, „Elskaðu mig aðeins minna,“ grein um hjónabönd. „Skógurinn brennur,“ spennandi framhaldssaga, sem gerist í frumskógum Afríku. Ennfremur fjöldi mynda og greina um kvikmyndaleikara o. fl. Bergmál kemur út mánaðarlega og kostar hvert hefti 5 krónur í lausasölu. Áskriftarverð er 60 krónur og fá kaup- endur ritið þá sent heim sér að kostnaðarlausu. Utanáskriftin er: Tfmaritið Bergmál, Pósthólf 726, Reykjavík. Kostaboð til fastra áskrifenda: Tímaritið Bergmál hefir ákveðið að bjóða þeim vséntan- legum kaupendum, sem að fenginni reynslu við lestur þessa fyrsta heftis, vilja gerast fastir áskrifendur ritsins, alveg sérstök kostakjör. Þeir, sem borga fyrirfram næstu 12 hefti ritsins og senda andvirðið, 60 krónur, (5 kr. heftið) til af- greiðslu ritsins, Bókaútgáfu Guðjóns Ó. Guðjónssonar, Hallveigarstig 6A, pósthólf 726, fá ókeypis eina beztu bók, sem út kom á seinasta ári, og sem ein sér kostar nærri því nefnda upphæð. Er það bókin Kabloona, hvíti maður- inn, eftir franska greifann Gontran de Poncins, sem varð heimsfrægur fyrir þessa ágætu bók sína. Er hún ferðasaga greifans til nyrztu Eskimóabyggða Ameriku og lýsir lifn- aðarháttum og lífsviðhorfum hinna frumstæðu manna alveg sérstaklega vel. Höfundurinn fór þessa för skömmu fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Flýði hann út á ísbreiðurnar frá maðksoginni menningu og bjargaði með þeirri för trú sinni á lífið og gildi tilverunnar. Lýsir bókin þeim viðhorfum á meistaralegan hátt. Bókin hefir verið þýdd á fjölmörg tungumál og hefir hvarvetna átt hinum mestu vinsældum að fagna, enda fer saman í bókinni hrífandi frásögn, skemmtilegt og nýstárlegt efni. íslenzka þýðingin er eftír Loft Guðmundsson leikritaskáld. Kabloona er 280 bls. að stærð i stóru broti, prýdd fjölda ágætra mynda. Gerist áskrifendur að tímaritinu Bergmál. Afgreiðslan er hjá BÓKAÚTGÁFU GUÐJÓNS Ó. GUÐJÓNSSONAR Hallveigarstíg 6, Reykjavík. Sími 4169. Ég undirrit.... gerist hér með áskrifandi að tíma- ritinu Bergmál. Nafn ...................................... Heimili..........'................/,..... Póststöð ................................ Tímaritið Bergmál, pósthólf 726, Reykjavík. Sendi hér með kr. 60,00 og bið um að mér sé sent 1 eintak af Kabloona. Innheimtu- menn Tímans Munið að senda greiðslu sem allra fyrst. ★★★★★★★★★★★★★★★* 7'jantarbíc Klukkan kallar (For Whom the Bell Tolls) Stórmynd í eðlilegum litum. Ingrid Bergman Gary Cooper Sýnd kl. 3, 6 og 9. Sala hefst kl. )1 Bönnuð innan 16 ára. -4 . LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: Bærinn okkar leikrit í 3 |>áttum eftir THORNTON WILDER. Leikstjóri: LÁRUS PÁLSSON. Sýniiijí á sunnudag kl. 20. Aðgöngumiðasalan er í dag kl. 2—5. Áskrifendur gjöri svo vel að sækja miða sína þá. Sitka-grenib . . . (Framhald af 1. siOu) afla þess fjár til skógræktar- innar, sem unnt er. Mesta fjár- vonin er þó vilyrði utanþings- stjórnarinnar, og Björns Ólafs- sonar sérstaklega, sem sat 1942 til 1944, um að ágóðinn af sölu j setuliðseignanna skyldi renna til landgræðslu og skógræktar. Enn kemur svo fjárveiting al- þingis til skógræktar og land- græðslu og loks mun verða reynt að afla fjár til landgræðsly- sjóðsins með merkjasölu í vor. í landgræðslusjóði eru nú rúm- lega 400 þúsund krónur, og söfnuðust af því um 130 þúsund í sambandi við lýðveldisstofn- unina. Skógræktarfélög í.landinu eru tuttugu, og eru í þeim rösklega fjögur þúsund manns, en Skóg- ræktarritið ^er gefið út í 4500 eintaka upplagi. Mörg verkefni — miklír möguleikar. Annars bíða mörg verkefni á sviði skógræktar og landgræöslu, og mætti miklu fá til leiðar komíð, ef unnt væri að sinna þeim eins og nauðsyn krefði. Við dáumst að Vaglaskógi og Hallormsstaðaskógi, en svo gætu fjölmargir skógar í landinu orðið, ef þeir væru aðeins frið- aðir og hirtir um nokkur ár. Það er ekki heldur neinum vafa bundið, að ræktun skjólbelta getur haft stórkostlega þýðingu fyrir íslenzka garðyrkju og skap- að hér stórum betri aðstöðu til kornyrkju en nú er. Það er næstum ótrúlegt, hve það örvar og eykur gróðurinn, ef slík skjólbelti eru til hlífðar. Hefir þetta verið reynt á Sámsstöðum, Akranesi og Múlakoti og ef. til vill víðar og gefið mjög góða raun. Hafa skjólbelti þessi að- allega verið úr birki. Til dæmis telur Klemens Kristjánsson á Sámsstöðum, að um þriðjungi meiri uppskera fáist, þar sem skjólbeltarækt er viðhöfð, held- ur en af bersvæði. — Hér er því ekki um neina smámuni að ræða. Drykkjumannahœli ! á Norðurlöndum (Framhald af 2. síðu) Þess eru dæmi, að einkahælin fá góðar gjafir frá fyrrverandi vistmönnum, og sýnir það hvernig minningarnar eru. Annars liggur það nokkurn- veginn í augum uppi, að riki og einstaklingar væru ekki að leggja fram stórfé til þessara hæla, ef árangur væri lítill eða enginn. Hitt sannar ekkert í þá átt, þótt fyrstu drykkjumanna- hæli í sumum löndum haíi gef- izt fljótt upp, af því að þar var ekkert að hafa annað en fyrir- höfn og kostnað. Þá kunni eng- inn til þeirrar stjórnar og að- búnaðar, sem reynslan hefir sið- an smámsaman sýnt, að nauð- synlegur er, ef vel á að fara. , Að lokum get ég ekki stillt mig um að bæta því við, að ég tel harla æskilegt, að vér ís- lendingar fengjum þegar í stað lög um umsjón með drykkju- mönnum, svipuð norsku eða sænsku lögunum, og fengjum síðan mann þaðan, vanan hæl- isstjórn, til að vera 2 eða 3 ár forstjóri á drykkjumannahæl- inu í Kaldaðarnesi. Gætu þá einhverjir lært af honum og tek- ið við hælinu, er hann færi heim aftur. Njétíð sólariunar í skammdeglnu og borðtð hlnar fjörefnaríku Alfa-AIfa töflur. Söluumboð tll kaupmanna og kaupfélaga utan Reykjavíkur HJÖRTUB HJARTAHSON Brœðraborgarstíg 1 Sími 4256.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.