Tíminn - 25.03.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.03.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARPLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITSTJÓR ASKRD?STOPTJR: EDDTJHÚ3I. Lindargötu 9 A Sfmar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIPSTOFA: EDDTJHÚSI, Lindargötu 9 A Síml 2323 31. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 25. marz 1947 58. blað ERLENT YFIRLI' T: 1 ~ -kAlllA J% miiia imimImiaiiimaIi ¦ 1« ¦ ¦ * ¦ k ¦ autt I ,. 2.1 i*:-j 1 1B *:l Verður Þýzkaland gert aö sambandsríkí? Tillögur Bevins á utanríKisráðherra- fundínum í Moskvu. Athygli manna beinist um þessar mundir mjög að utanrík- isráðherrafundinum í Moskvu, enda geta ákvarðanir þær, sem har kunna að verða teknar, orðið örlagaríkar fyrir heiminn. Það mál, sem mest er rætt nú, eru tillögur Bevins um stofnun þýzks lýðveldis og ríkjasambands. Eins og kunnugt er, sitja ut- anríkismálaráðherrar Breta, Bandaríkjamanna, Rússa og Frakka á fundum í Moskvu um þessar mundir og ræða meðal annars um friðarsamning- ana við Þjóðverja. Eru greinir miklar með þeim eins og við mátti búast, því að hverjum sýnist sitt, og heffr ekki enn náðzt samkomulag um neitt, þótt nokkuð kunni að hafa þokazt í áttina. Eitt þeirra mála, sem rætt er, er framtíðarskipun Þýzkalands. Hafa utanrikismálaráðherrarnir •látið í ljós skoðanir sínar um það, og ákveðnar tillögur verið bornar fram. Bandamenn urðu á sínum tíma ásáttir um það, að Þýzka- land yrði sameinað efnahags- lega. Af þessu hefir þó ekki orð- ið enn, og kenna Bretar og Bandaríkjamenn Rússum um það. Nú hefir Bevin, utanríkis- málaráðherra Breta, lagt fram ákveðnar tillögur um framtíð- arskipulag Þýzkalands. Vill hann að Þýzkaland verði sam- bandslýðveldi. Skal forseti lýð- veldisins verða æðsti maður rík- isins og þingi þess skipt í tvær deildir, og sé önnur þeirra val- in af héruðunum og hafi neit- unarvald í stjórnlagamálum. Forseti ríkisins á þó að vera valdalítill maður, samkvæmt tillögum Bevins, en hin einstöku ríki innan þýzka lýðveldisins fá þess meiri völd í sínar hendur. Með þessu vill Bevin stemma stigu fyrir því, að sú saga geti endurtekið sigy að einn hrifsi til sín völdin í landinu og brjóti andstöðu frjálshuga manna á bak aftur- með harðri hendi. Þessu skipulagi hugsar Bevin sér að komið verði á smátt og smátt. Fyrst verði sett stjórn- skipunarlög til bráðabirgða, kosningar látnar fara fram og bráðabirgðastjórn sett á lagg- irnar. Þjóðinni verði jafnframt þegar veitt prentfrelsi, mál- frelsi og trúarbragðafrelsi, með þeim takmörkunum einum, sem eftirlitsráð Bandamanna í Berlín kynni að setja. Þegar séð yrði, hvernig bráðabirgðastjórnar. skráin reyndist, yrði svo sett stjórnarskrá til frambúðar. Ýms mál vill Bevin þó, að verði enn um hríð í höndum ráðs Bandamanna, svo sem utanríkismál, gjaldeyrismál, skaðabótamál, afvopnun og út- rýming nazismans. t Marshall, utanríkismálaráð- herra Bandaríkjanna, hefir tek- ið þessum tillögum vel. Molo- tov hefir hins vegar lýst sig andvígan hugmyndinni um sambandsríki, en aftur á móti væru Rússar hlynntir því, að stofnuð yrði allsterk miðstjórn í Þýzkalandi. Bidault, utanrík- isráðherra Frakka, má helzt ekki heyra sameiningu ,Þýzka- lands nefnda. Stendur Frökk- um mikil ógn af Þýzkalandi, og er þeim það vorkunnarmál, eft- ir það sem gerzt hefir. Leggja þeir og mikið kapp á að ná undir sig, eða koma að minnsta kosti í sem nánust tengsli við Frákkland, ýmsum suðvestur- héruðum Þýzkalands. Drengur á þriðja ári kafnar í reyk Síðastl. laugardag villi það hörmulega slys til að Höfða í Grunnavíkurhreppi, að drengur á þriðja ári kafnaði af reyk, í eldhúsinu. Húsmóðirin að Höfða, Sigrið- ur Pálsdóttir, var ein heima með tveim litlum drengjum er.slys- ið varð. Hafði hún farið' í fjós- ið og orðið að skilja drengina eftir í bænum. Er hún kom aft- ur inn úr fjósinu var eldhúsið fullt af reyk. Fann Sigríður drengina báða liggjandi á eld- húsgólfinu og var annar þeirra, Gunnar, drengur á þriðja ári, örendur. — Hinn drengurinn, Páll að nafni, var mjög illa haldinn vegna reykj arsvælunn- ar. Hann jafnaði sig þó brátt. Slysið virðist hafa viljað til með þeim hætti, að annar drengurinn hafi lagt gúmmískó á eldavélina. Hefir svo kviknað í skónum og eldhúsið fyllst af reyk og svælu. -Q f SUNDHÖLLIN TÍU ÁRA í gær voru tíu ár liðin frá því, að sundhöll Reykjavíkur tók til starfa. Á þessum tíu árum hafa komið þang- að 2,194,172 baðgestir. Einn maður hefir sótt hana á hverjum degi, sem hún hefir verið opin, frá því hún tók til starfa. Maður þessi er Sverrir Fougner Johansson bókbindari. Gaf hann í gær nokkra fjárhæð í minningar- sjóð Ólafs Þorvarðssonar, fyrrverandi sundhaliarforstjóra, en þann sjóð hefir Sverrir sjálfur stofnað. — Fjórir menn hafa veitt sundhöllinni forstöðu þessi tíu ár. Eru það Ólafur Þorvarðsson, Erlingur Pálsson, Sigríður Sig- urjónsdóttir og Þorgeir Sveinbjarnarson, núverandi forstjóri sundhallarinnar. Sundhöllin er enn í dag eitt þeirra mannvirkja í höfuðstað landsins, sem við teljum okkar sóma að sýna erlendum gestum, sem að garði ber. — Eins og kunnugt er, var sundhöllin byggð að frumkvæði og atbeina Framsóknarmanna, er þeir komust fyrst í stjórnaraðstöðu hér á landi. Eftir að smíði hennar var lokið, stóð hún ónotuð árum saman, því að ráða- mönnum bæjarins var þá ekki enn orðið ljóst, hvaða menningarstofnun hér var í uppsiglingu. En nú mun enginn vilja við það kannast óneyddur, að hann hafi barizt gegn sundhöllinni eða tafið framgang málsins. — Myndin hér að ofan er af sundhöllinni eins og hún var á árunum áður en starfræksla hennar hófst. — i fyrrinott Þakviðir þess voruallt of veikir og gisnir og burðarmagn því mikln minna en vera þurfti. Syíar hætta flugferðum til íslands um stundarsakir Sænska flugfélagiö SILA hefir ákveðið að hætta um stundarsakir flugferðum þeim, sem það hefir haldið uppi að undanförnu milli Stokkhólms og Reykjavíkur með við- komu á Sóla við Stafangur. Fór sænska flugvélin héðan til Stokkhólms í nótt, og verður það síðasta flugferðin milli íslands og Skandinavíu á vegum SILA nú um sinn. Hins vegar ætlar flugfélagið að hefja þessar flugferðir að nýju í janúarmánuði næsta ár. Þessi ákvörðun er ekki tekin vegna þeirrar samkeppni, sem hafin er nú um flugferðir á þessari leið af amerlska flugfélaginu AOA. Ástæðan er sú eina, að SILA skortir svo stórar flugvélar, sem nauðsynlegar eru tiL slíks lang- flugs, svo að það verður að- taka flugvél þá, sem hér hefir verið i förum, til nota annars staðar. Báöir Strandamennirnir báru sig- ur úr býtum í skíðagöngunni Aðalheiður Rögnvaldsdóttir frá Siglufirði sigraði bæði í bruni og svigi kveiiua. Skíðalandsmót íslands átti að hefjast uppi í Borgarfirði síð- astliðinn föstudag. Af því gat þó ekki orðið vegna snjókomu og ófærðar, og var mótinu frestað til laugardagsins. Varð úr, að það yrði að öllu leyti háð að Kolviðarhóli, og hófst það þar ár- degis á laugardaginn. Mótinu er enn ekki lokið. Á laugardaginn fór fram keppni í skíðagöngu karla, tveir flokkar, sveitakeppni í göngu, göngukeppni unglinga, 17—19 ára, keppni í bruni kvenna, tveir flokkar, og svigi kvenna, tveir flokkar. Úrslitin urðu þau, að Jóhann Jónsson, Strandamaður, vann skíðagönguna, unglingagöng- una vann Ingibjörn Hallbjörns- son, einnig Strandamaður, og í bruni og svigi kvenna sigraði Aðalheiður Bögnvaldsdóttir frá Siglufirði. — í B-flokkum urðu úrslitin þau, að Þorsteinn Sveins son sigraði í göngunni, Alfa Sig- urjónsdóttir frá Siglufirði í bruni kvenna og Helga R. Júní- usdóttir frá Akureyri í svigi kvenna. Það vekur athygli, að þeir tveir Strandamenn, er sóttu skíðamótið að þessu sinni, báru þeir báðir sigur úr býtum, hvor í sínum flokki. — Jóhann Jóns- son, sem sigraði í skíðagöngu i A-flokki karla með mjög glæsi- legum hætti, er frá Kaldrana- nesi í Kaldrananeshreppi, 25 ára gamall. — Ingibjörn Hall- björnsson, sigurvegarinn í ungl- ingagöngunni, er frá Veiðileysu í Árneshreppi, seytján eða átján ára. Má sannarlega vænta af- reka af hans hálfu í framtíð- rinni. I Nánar tilgreint urðu úrslitin í þeim keppnum, sem fóru fram á laugardaginn, eins og hér segir: I I Ganga. I A-flokkur: ísl.m.: Jóhann , Jónsson ÍSS (íþróttasamband .Strandamanna) 62:51,0 mín. 2. Valtýr Jónasson SKS (Skíða- ráð Siglufjarðar) 66:07,0 mín. 3. Gísli Kristjánsson SKR (Skíða- ráð Reykjavíkur) 67:24,0 mín. B-flokkur: 1. Þorsteinn Sveins son SKR 70:13,0 mín. 2. Sig- (Framhald a 4. siöu) Framsóknarvist á föstudaginn Vegna fjölda áskorana hafa Framsóknarfélögin ákveðið að hafa Framsóknarvist, föstudag- inn 28. þ. m., í samkomusal Mjólkurstöðvarinnar, hefst hún kl. 8,30 e. h. stundvíslega. Auk vistarinnar verður flutt ræða, en síðan syngja þeir Egill Bjarnason og Jón Kjartansson „gluntarna". Að lokum verður svo dansað. Þeir félagar, Egill og Jón hafa nú í vetur gert nokkuð að því að syngja i sam- kvæmum, hafa þeir með söng sínum skapað sér miklar vin- sældir og aðdáun. Af hinum stöðugu áskorun- um sem berast, má ráða, hversu geysimiklum vinsældum skemmt anir Framsóknarfélaganna eiga að fagna hér í bæ. Það má því búast við miklu fjölmenni á samkomuna. Er Framsóknarmönnum því bent á að draga ekki að tryggja sér að^ göngumiða. Pantanir eru afgreiddar i inn- heimtu Tímans, sími 2323. Þrjú snjóflóð sópa burt húsum við ísafjörð Fólki, búsettu í ná- grenninu, skipað að flytja til ísafjarðar vegna áframhaldandi hættu. Þrjú snjófloð féllu úr Eyrar- fjalli við ísafjörð í fyrradag og í gær. Sópuðu þau burt húsum og mannvirkjum, og bárst kona langar leiðir með^einu húsinu, en slapp þó lítt meidd. Hætta er á fleiri snjóflóðum á þessum slóðum, og hefir lögreglan á fsa- firði óskað þess, að fólk það, sem býr á svæðinu, flytti burt þaðan um stundarsakir. I ' Fyrsta snjóflóðið féll í fyrra- dag. Tók það með sér fjóra sumarbústaði og hlöðu á Selja- landi. Húsið að Karlsá sópast burt. í gær féll önnur snjóskriða, 200 metra breið og sópaði hún íbúðarhúsinu á nýbýlinu Karlsá að mestuleyti fram í sjó. Bónd- inn að Karlsá, Eggert Halldórs- son, var við vinnu á ísafirði, er þetta gerðist. Börnin á heimil- inu höfðu farið að heiman til þess að virða fyrir sér vegsum- merkin eftir snjóskriðuna, er féll daginn áður. Var kona Eggerts því ein heima. Húsið að Karlsá var .lítið timburhús, járnvarið, með fjór- um herbergjum og eldhúsi. — Hreif snjóskriðan það með sér og sundraði því í þrennt. Fór sumt af því í sjó fram. Konan var í þeim hluta hússins, er fyrst staðnæmdist, og slapp hún nokkuð meidd. Síðar í gær féll þriðja skriðán. (Framhald á 4. slðuj Viðgerðarkostnaður- inn mun nema mörg- um hundrnðum þús- unda króna. Fyrir nokkru var frá því skýrt hér í blaðinu, að hætta væri tal- in á því, að þak hins nýja mjöl- geymsluhúss síldarverksmiðj- anna á Siglufirði kynni þá og þegar að brotna. Væri það tekið mjög að svigna undan snjólagi, sem á því hvíldi. Nú er komið á daginn, að þessi ótti var ekki ástæðulaus. Helmingurinn af þaki hússins féll niður í fyrri- nótt, stafna á milli, eftir að blot- að hafði á Siglufirði, og er á- ætlað, að viðgerðin á þessu mikla þaki munl kosta mörg hundruð þúsundir króna. Stærsta hús á íslandi að gólffleti. — Mjölgeymsluhúsið var byggt síðastliðið sumar, sagði fréttaritari Tímans á Siglufirði i símtali við blaðið i gær. Það er að gólffleti mesta hús á ís- landi, um 6600 fermetrar, og á að taka um 15 þúsund smálestir mjöls. Á því voru tvenn ris, sem þó mun ekki hafa verið hentugt byggingarlag, því að snjór safnaðist á þakið milli risanna. Komust fróðir menn að þeirri niðurstöðu, að um 2000 smálestir af blautum snjó rúm- uðust þar. í þokkabót var svo þakið mjög veikviðað, til dæmis voru langbönd öll bæði grönn og gisin og sperrur sömuleiðis. ' Snjóþyngslin ekki í líkingu við það, er þau geta mest orðið. Afleiðing af þessu varð svo sú, að þakið hrundi nú þegar á fyrsta vetri. Hafði allmikill snjór hvílt á þakinu síðustu vikur, og var -það fyrir löngu tekið að svigna allmikið, og hina síðustu daga þótti sýnt, að þ»ð hlyti að brotna. Ekki voru þó snjóþyngsl- (Framhald á 4. síöu) Maður drukknar Benóný Gíslason, há- seti á vélb. „Muninn" frá Sandgerði. Aðfaranótt s.l. föstudags vildi það sviplega slys til, að háseta á vélbátnum „Muninn" frá Sandgerði tók út og varð honum ekki bjargað. Var það Benóný Gíslason til heimilis að Set- bergi í Miðneshreppi. Skipverjar á „Muninn" voru búnir að leggja línuna, er slys- ið varð. Voru þeir að lagfæra ýmislegt á þilfarinu, er brot- sjór reið allt i einu yfir bátinn og tók Benóný heitinn út. Þrátt fyrir itrekaðar tilraunir tókst ekki að bjarga honum. Benóný heitinn yar 20 ára að aldri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.