Tíminn - 25.03.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.03.1947, Blaðsíða 2
2 TÖIJW. |>ri«juc1aainn 25. marz 1947 58. blað Stefán Jasonarson, Vorsabæ: „Reykjavík vorra daga“ Islenzku handritin og dönsku lýðskólastjórarnir Þriðjjudayur 25. niarz Hvers er að bíða? Hvaða líkur eru til þess, að íslendingar geti til lengdar fengið hærra verð fyrir fram- leiðslu sína, en allar aðrar þjóð- ir? Hvaða líkur eru til þess, að íslenzkur fiskur, íslenzk síld og íslenzkt lýsi verði greitt hærra verði en sams konar vörur frá öðrum þjóðum? Það munu engir sjá neinar líkur til þess, að íslenzka þjóðin geti bundið framtíðarvonir sínar við slíkt. Jafnvel þó að einhver ásækin þjóð teldi ómaksins vert að kaupa sér ítök og íhlutun hér á landi, með slíkum yfir- kaupum á afurðum þjóðarinnar, munu íslendingar telja, að slíkir samningar komi ekki undir neinum kringumstæðum til mála. Það ætti því að vera augljóst hverjum íslenzkum manni að nauðsyn krefur að vinda bráðan bug að því, að íslenzk framleiðsla verði samkeppnishæf á heims- markaði. Það er náttúrlega hægt að leysa þetta vandamál með því, að ríkið kaupi alla framleiðsl- una, og innheimti svo með sköttum og tollum það sem með þarf til að greiða mismuninn á útflutningsverðinu og fram- leiðsluverði því, sem það ábyrg- ist atvinnuvegunum. Flestum mun þó koma saman um, að þetta sé ekki hin rétta og heppilega leið, þó að hún virðist e. t. v. auðveldust. Það eT því orðið tímabært að hefjast handa í fullri alvöru um viðnám gegn verðbólgunni. Það er hægt að hefja sókn gegn henni á mörgum sviðum. Það er mörgum minnisstætt hvernig kaupfélagsskapurinn sprengdi kaffiverkfali kaupmanna um daginn. En það sýnist vera nauð- synlegt, að verzlunarmenn hafi ekki stórum betri kjör en t. d. bændúr, útvegsmenn og sjó- menn. Þetta litla atvik, sem gerðist hér um daginn er einn þáttur úr þeirri sögu, sem segir frá baráttu kaupfélaganna gegn dýrtíðinni. Almenningur mun bíða rólegur og þoia vel eftirlit með álagningu, þar til eitthvað af kaupmönnum lætur stéttar- bræðrum sínum eftir vfðSkiptin, leita sjálfir annarrar atvinnu og ráðstafa húsnæði sínu til annarra þarfa en verzlunar. En það bíða mikil verkefni á öðrum sviðum líka. Þar má til dæmis nefna fæðissölumálin. Það er áreiðanlegt, að með skipulegum samtökum . á sam- vinnugrundvelli er hægt að gjörbreyta þeim málum og skapa nýtt viðhorf, svo að fæðiskaup- endur fái bæði miklu betra og miklu ódýrara fæði en nú er algengt. Svo má ekki gleyma húsnæð- ismálunum. Þar er líka hægt að gera miklar lagfæringar, þó að svo lengi hafi verið beðið og óhæfan látin þróast, að mörg erfið flækja hefir myndast. Það er á þessum sviðum og fleiri þvílíkum, sem hægt er að gera mikið til að draga úr dýr- tíðinni qg gera mönnum pen- ingana verðmeiri, aðeins ef skilningur á þörfinni og vilji til umbóta væri almennur. En eftir hverju á að bíða? Er ekki búið að láta hlutina þróast öfugt allt of lengi? Vinnið ötullega fyrir Tímann. „Það er bjart yfir Reykjavík þessa góðviðrisdaga," sagði kunningi minn, sem ég hitti á götu í höfuðstaðnum, nú fyrir nokkru síðan, er ég var þar á ferð. Ég. leit yfir borgina og um- hverfi hennar. Jú — ég gat verið honum alveg sammála. Febrúar- sólin skein í heiöi, og hellti geislaflóði sínu yfir láð og lög. Svo langt sem augað eygði var hvergi ský á lofti sjáanlegt. Sjómannaskólinn og Landa- kotskirkjan teygðu turna sína móti vetrarsólinni, sitt á hvorri hæðinni, eins og þau væru að metast um það hvort gæti teygt sig hærra upp yfir húsaþökin í nágrenninu. Úti á sundunum gafst að líta síldarbátana ausa „gulli sjávarins" — síldinni — upp úr sjónum. Niður við upp- fyllingu lágu millilandaskipin. Úr sumum var verið að losa hvers kyns varning utan úr löndum, önnur voru þegar losuð og var svo verið að lesta þau aftur með sandi til baka! Dálítið nýstárlegur útflutningur það!! Um stræti og torg var óslitinn straumur fólks og farartækja. En meðfram öllum gangstéttum voru endalausar raðir gljáandi bifreiða, sem eigendum þeirra hefir hlotnast á undangengnum tímum. Farþegaflúgvélarnar klufu loftið, með miklum gný, hlaðnar fólki sem „lyftir sér upp“ í góðviðrinu og skreppur inn yfir Langjökul og drekkur bollukaffi uppyfir Ódáðahrauni, og kemur svo heim eftir 1—2 klukkutíma endurnært af hinu tæra og hressandi fjallalofti og hvílir sín „lúin bein', að aflok- inni flugferð í yljaðri stássstof- unni,sem hveravatnið hitar upp bæði dag og nótt. Ef til vill lítur það í blöðin og les nýjustu frétt- ir um fólkið sem frýs í hel úti í löndum. Eða þá að það athugar auglýsingarnar með tilliti til þess hvað helzt sé að hafa til skemmtunar það kvöldið. Já — sannarlega var bjart yfir höfuðborginni þessa góð- viðrísdaga. Og hvern skyldi undra xótt fólkið utan af landsbyggðinni fýsi að flytja þangað í birtuna og ylinn, þar sem götuljósin eru ekki slökkt jafnvel um hábjart- an daginn, þegar sólin er hæst á lofti. Mannlegt eðli er þannig, að flestir vilja sitja við þann eld sem bezt brennur, og við ís- lendingar erum engin undan- tekning í því efni. En svo koma „bölvaðar stað- reyndirnar.“ 'Og þær tala sínu máli einnig í höfuðborginni, sem annars staðar. Staðreyndir, sem sýna áþreifanlega að þrátt fyrir það, þótt í augum ferða- mannsins, sem aðeins sér hið ytra borð borgarlífsins, virðist, sem hvorki skorti birtu né yl eða önnur eftirsóknarverð þæg- indi, þá er því miður langt frá því, að allir borgarþúar séu slíkra þæginda aðnjótandi. Og að því er virðist langt í land, að úr rætist í því efni. Sennilega er bilið á milli alls- nægta og örbirgðar hvergi jafn geigvænlegt hér á landi og í höfuðstaðnum. Og ef til vill er það einna átakanlegast í sam- bandi við húsnæðismálin. Fyrir nokkrum dögum voru húsnæðismál Reykjavíkur, gerð að umtalsefni í útvarpserindi. Lýsing sú, er þar kom fram á þeim málum, hefir hvarvetna vakið hina mestu athygli. Sá mikli fjöldi heilsuspillandi íbúða, sem nú er í notkun í Reykjavík, sýnir ótvírætt, að að- streymi fólks þangað utan af landi hefir verið örara en góðu hófi gegnir. Því þrátt fyrir það, þó aldrei hafi verið meira um byggingaframkvæmdir í höfuð- staðnum, en hin síðari ár, skortir enn mikið á að allir borgarbúar hafi viðunandi þak yfir höíuðið en verða að hafast við í köldum hanabjálkaloftum, rökum kjöll- urum eða hriplekum hermanna- bröggum. Þess er oft getið, bæði í ræðu og riti, að skortur á sjúkrahús- um sé tilfinnanlegur í Reykja- vík. Það mun vera sannmæli. En það er ekki alls kostar nóg að reisa sjúkrahús og starfrækja þau. Fyrst af öllu ætti að útrýma heilsuspillandi íbúðun- um. Því það er of seint að „birgja brunninn eftir að barnið er dottið ofan i hann.“ Það virtist sem forráðamenn bæjarins hefðu í hyggju að kippa þessum málum í lag s.l. vetur er umræður um bæjar- stjórnarkosningar stóðu sem hæst. En svo hafa efndirnar orðið minni en til stóð og aætl- unin-eitthvað ruglast er frá leið kosningunum. Og sannleikurinn mun vera sá, að það þarf meira en orðin ein, til að kippa þessu í lag, svo alvarlegt sem ástandið er nú orðið. Það er engin lausn á vandanum að troða hinu hús- næðislausa fólki inn í kolryðg- aða hermanna bragga, sem tæp- ast geta talist nothæflr yfir sauðfé, hvað þá að boðlegir séu fólki til íbúðar. Það er blátt áfram þjóðarskömm, að bjóða nokkrum íslending upp á slík húsakynni á þeim mestu velti- tímum, sem yfir þessa þjóð hafa’ komið. Á sama tíma hafa svo sumir landsmenn 2 og jafnvel 3 stórhýsi til sinna einkaafnota fyrir sig og sína fjölskyldu. Það er staðreynd, sem ekki verður á móti mælt, að straum- ur fólksins frá framleiðslustörf- unum úti á landsbyggðinni hefir verið svo stórfelldur til Reykja- víkur að undanförnu, að hverj- Leikfélag Reykjavíkur hafði frumsýningu á sjónleiknum Bærinn okkar, síðasta föstu- dagskvöld. Leikur þessi er eftir Ameríku- manninn Thornton Wilder, sem er fæddur árið 1897 og eitt fræg- asta skáld vestan hafs. Bærinn okkar er eitt af síðustu leikrit- um hans og hefir það verið sýnt víða um heim. Það er óneitanlega talsverð nýjung fyrir leikhúsgesti hér að sjá þennan leik. Þar er ekki verið að bjástra við þeð með leiktjöldum og teikningum að sýna eðlilega staðhætti og umhverfi. Hispurslaust er fólki ir“ sýnt í einu á sviðinu í Iðnó það, sem fram fer í tveimur húsum. Og það er ekki tildrað upp n«in um þiljum til aðgreiningar. Lárus Pálsson segir fólki bara hvar eldhúsin séu, garðarnir blómin og trén. Hins vegar eru hafðar grindur til að tákna úti- dyr húsanna, „leiktjöld fyrir þá, sem það vilja hafa.“ um hugsandi manni ætti að verða það Ijóst, að við svo búið getur ekki staðið til lengdar. Og er gott til þess að vita, að svo virðist sem æ-fleiri raddir séu nú uppi með það, að hér þurfi að spyrna við fæti, ef ekki á illa að fara. En það mun kannske reynast svo í þessu efni sem oft áður að „það er hægara að kenna heilræðin en halda þau.“ Ég mun ekki að þessu sinni benda á 'neinar ákveðnar leiðir til úrbóta, enda þótt um ýmsar væri að ræða, nú um sinn. En vægast sagt er það öfugþróun að fólkið safnist svo margt sam- an á einn blett, eins og nú á sér stað í Reykjavík, með þeim afleiðingum að hundruð og jafnvel þúsundir manna og kvenna bíða stórtjón á heilsu sinni sökum lélegra og ófull- nægjandi húsakynna. En á sama tíma standa atvinnutækin í kaupstöðum og sjávarþorpum úti um land — svo sem mótor- bátar o. fl. — ónotuð og arð- laus sökum þess að engin mannshönd er á staðnum til að nytja þau. Og jafnvel vel hýstar og búsældarlegar jarðir í blóm- legum sveitum, grotna niður mannlausar sökum þess að fólk- ið sem þar bjó vildi ekki vera þar lengur, en kaus heldur að flytja til Reykjavíkur í „birtuna og ylinn.“ Þau þjóðfélagsleg verðmæti, sem þessi öfugþróun í þjóðlífi voru fer með forgörðum, verða vart með tölum talin. Væri það nema sanngirnis- krafa til ráðamanna okkar fá- mennu þjóðar, að þeir gæfu þróun atvinnulífsins og flótta fólksins frá framleiðslustörfun- um í sveitunum og sjávarþorp- um til Reykjavíkur meirí gaum, en nú hefir verið gert að undan- förnu. Það er eins og menn freistist til að ætla, að umræð- ur um þetta vandamál þjóðar- innar væru fullt eins þarfar á Alþingi, og umræður um það að taka eitt okkar bezta strand- ferðaskip, sem jafnan hefir haldið uppi strandferðum á hinar smærri hafnir kringum Satt að segja skilst mér, eftir að hafa horft á þennan leik, að útbúnaður á sviði sé minna at- riði en ég hélt. Þó kunni ég ekki alls kostar við það, þegar frúrn- ar voru við eldhúsverkin og gerðu sér læti tómhentar. En þetta venst. Um efni leiksins er það helzt að segja, að hann á að vera eins cg nafnið bendir til, lýsing á þorpi. Það er þorp með á þriðja þúsund íbúa vestur í Bandaríkj- unum. Fyrsti þáttur geríst á morgni aldarinnar, en síðan eru 3 og 9 ár milli þátta. Mér skitót, að höfundurinn hafi ætlað sér að sýna sannar mannfélagsmyndir. Og ég hygg að þeim, sem horfa á túlkun og meðferð ieikendanna í Iðnó, muni koma saman um það, að þar sjáist minnisstæðar peisón- ur. Það eru iíka ýmsir okkar beztu leikarar, sem þar koma fram og ég held að t. d. Valur Gíslason og Brynjólfur Jóhann- esson þurfi ekki að láta horfa Það vakti almennan fögnuð og hrifningu á íslandi, er sú fregn barst hingað, að danskir lýðskólastjórar hefðu sent rík- isstjórn og ríkisþingi áskorun um að íslendingum yrði skilað þeim handritum íslenzkum, sem geymd eru í dönskum söfnum. Nú höfum við fengið að sjá orði til orös hið djarfmannlega og drengilega ávarp þessara manna. Við höfum lesið það — allir með þakklæti og aðdáun, og margir án efa með hrærðum huga, því helgi^ómur er hún okkur þessi arfleifð feðranna. En hvernig víkur því við, að nöfn þessara ágætu manna eru ekki birt með ávarpinu í íslenzku þýðingunni? Hafa þau máske ekki verið birt í Danmörku? Eðlilega langar okkur alla til að vita þau, og þau eiga skilyrðis- laust að geymast þannig á ís- landi, að aldir og óbornir ís- lendingar megi bera þau sér á munni — rétt eins og hið ó- dauðlega og ástkæra nafn Rasks. Okkur finnst við verða að fá að vita þau, og við vonum og treystum því, að fyr eða síð- ar komi fram það skáld, sem að íslenzkum sið hlaði þessum mönnum þann „lofköst í ljóði“, er verður sé réttsýni þeirra, drengskap og einurð. Meðan þessi þjóð byggir landið, á minning þeira að varðveitast á íslandi. Hún á að vera hin sama hvort sem dönsk stjórnar- völd láta að orðum þeirra eða eigi. Við vitum það, að þegar Dan- mörk missti frelsi sitt, en við sátum í okkar landi frjálsir og velmegandi, þá reis hér sú alda samúðar með dönsku þjóðinni, að segja mátti að hvert íslenzkt hjarta slægi þá með henni. Allt sem um aldirnar hafði á milli borið, var þá gleymt; því var land, og senda það í „lúxus- flakk“ til Miðjarðarhafslanda, með nokkrar auðmannafjöl- skyldur, sem sennilega eru löngu orðnar leiðar á að aka í lúxus- bílunum sínum, og skoða sig um „hér uppi á íslandi.“ lengi á sig, svo að mönnum fest- ist lögregluþiónn bæjavins og organleikari í minni. Ánægjulegt er að sjá þarna suma yngstu leikarana. eins og Halldór Guðjónsson og Bryndisi Pétursdóttur eða þá Þorgrím Einarsson og Rúrik Haraldsson við hlið þrautreyndra og viður- kenndra leikara, og ekki sæmir annað en nefna Ásu litlu Jóns- dóttur. Þau Bryndís og Rúrik hafa þarna aðalhlutverkum að gegna ásamt Gesti Pálssyni, Öldu Möller, Þorsteini Stephen- sen og Önnu Guðmundsdóttur. Bryndís vakti góðar vonir í Jónsmessudraumnum og hún heldur sæmd sinni vel í þessum leik. Bærinn okkar er með köflum tilkomumikill leikur. Mér fannst jarðarförin í þriðja þætti áhrifamest, þar sem líkfylgdin stóð dökkklædd með svartar regnhlífar 1 myrkrinu öðrum megin á sviðinu, en hinum megin sátu kunningjar okkar úr fyrri þáttum, þeir sem látnir voru, við leiði sín í góðri birtu. Samtal þeirra framliðnu er á margan hátt athyglisvert, og án þess að dæmt sé um það, sem vísindi um önnur tilverusvið, er það góð lífsspeki fyrir okkur, sem jarðbundin erum við þetta líf. Og myndi ekki leikurinn eiga varpað í hafsins djúp. í hug sínum til Dana og Norðmanna átti íslenzka þjóðin þá ekki nema eina sál. Því var það, að það særði okkur djúpt er í ljós kom, að mikill hluti dönsku þjóðarinnar hafði gerysamlega misskilið athafnir okkar þegar við, í samræmi við marg-yfir- lýsta fyrirætlun, stofnuðum lýðveldi á tilsettum tíma. Marg- ir af okkar beztu mönnum höfðu þó skilmerkilega gert grein fyrir þeim rökum, er ollu því, að við kusum ekki tilgangslausan frest. Af mestri snilld gerði það hinn æruverði kirkjuhöfðingi, síra Kristinn Daníelsson. Það var okkur undrunarefni, að frænd- þjóðin'hafði ekki skilið þessi rök. En sviðinn, sem við kennd- um af þessum skilningsskorti, hverfur undan þeirri viðsmjörs- olíu, sem leiðtogar uppvaxandi kynslóðar í Danmörku hafa nú helt í sárin. Þá væri vel, ef bróð- urandinn mætti svo lækna allan misskilning þjóða á meðal. Hvernig sem hanritamálið leysist þá verður samt danska þjóðin ávallt í okkar augum meiri og betri fyrir það, að á meðal hennar hafa talað menn eins og Christmas Möller, Poul Sörensen, og nú þessir lýðskóla- stjórar. Sn. J. Til kaupenda Tímans í Reykjavík Oft veldur miklum leiðindum, hve erfitt er víða í bænum að koma blaðinu með skilum til kaupendanna. Það eru vinsam- leg tilmæli til þeirra, sem verða fyrir vanskilum, að þreytast ekki á að láta afgreiðsluna vita um þau, þar til þau hafa verið löguð og jafnfratm að lelðbeina börnunum, sem bera út blaðið, hvar bezt sé að láta það. Þeir kaupendur,sem búa utan við að- albæinn og fá blaðið í pósti, gerðu Tímanum mikinn greiða, ef þeir borguðu andvirði blaðs- ins á afgreiðslunni. — Þó að kaupendafjöldi Tímans í Rvik hafi tvöfaldazt nú á rúmlega einu ári, þá væru kærkomnir fleiri áskrifendur í bænum. að vera okkur til uppbyggingar? Það má eflaust deila um ein- stök atriði þessa leikrits, eins og t. d. taugaveiklun brúðhjón- anna ungu, þegar kemur að hjónavígslunni. En þó að hún hafi ef til vill á sér nokkurn ólíkindablæ og ýkjubrag, skýr- ist hún að nokkru við þá kreddu að brúðhjónunum er meinað að sjást fyrr um daginn. Auk þess er þessi taugaveiklun unga fólks- ins notuð til þess að leiðs. í ljós næma umhyggju foreldranna, og það er gert svo vel og fallega, að maður hefir tilhneigingu til að sættast á tilefnið, þó að ella mætti fetta fingur út í það af hótfyndni. Mér finnst fólkið í bænum okkar mjög mannlegt. Mér ligg- ur við að Segja óvenjulega mannlegt, því að þó ekki sé reynt að fegra það óeðlilega eða strjúka af því hversdagslega galla, smærri og stærri, þá kem- ur hið hversdagslega og alþýð- lega góða og hlýja manneðli svo vel fram, að okkur hitnar um hjartarætur, þykir vænt um fólkið og gott að kynnast því. Og ætli það sé í rauninai ekki mest um það vert, að hafa opinn hug og hjarta fyrir fegurð mannlegs lífs og góðleik þess undir viðjum hverslagsleikans? H. Kr. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: Bærinn okkar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.