Tíminn - 28.03.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.03.1947, Blaðsíða 2
TÍMDÍN, föstudagiim 38. marz 1947 61. Iilað 2 Föstudayur 2ö. marz Hvað er samvinna? Mbl. heldur því nú fram, að stjórnarsamstarfinu stafi hætta af því, að Tíminn viðurkenni ekki, að fyrrverandi ríkisstjórn hafi farist fjármálastjórnin vel úr hendi. í því tilefni verður mönnum að spyrja sem svo: Hverjum er Mbl. að þjóna með skrifum sínum um fjármál og gjaldeyrismál? Það hefir hvað eftir annað þrætt fyrir stað- reyndir og borið brigður á op- inberar skýrslur um gjaldeyris- mál. Það hefir orðið ókvæða við og sagt Tímann ljúga, þegar rétt hefir verið skýrt frá gjald- eyrismálum hér í blaðinu. Það er eins og það telji blóðugan fjandskap við sig og sína nán- ustu, að segja fólkinu satt og sýna gjaldeyrisástandið í réttu ljósl. Tíminn segir Mbl. hér með í eitt ski^ti fyrir öll, að hann vill samstarf á þeim grundvelli. að menn viðurkenni orðinn hlut og skýri þjóðinni rétt frá stað- reyndum. Svo geta verið skipt- ar skoðanir um orsakir og úr- ræði og má ræða það með fullri einurð og hreinskjilnii. Annan grundvöll fyrir samvinnu telur Tíminn ekki koma til mála. Framsóknarmenn ætlast ekki til þess, að Mbl. þegi um það, sem því finnst miður fara hjá þeim. Þeir hafa aldrei kvartað undan aðfinnslum Mbl. eða tal- ið þær hættulegar stjórnarsam- starfi. Framsóknarmenn eru reiðubúnir að svara fyrir sig með rökum, svo sem efni standa til, og þeir biðjast engrar vægðar eða miskunnar umfram það, að hafa. heiðarlegt málfrelsi til varnar og sóknar. Þeim er það Ijóst, að það eitt samrýmist lýð- ræðinu, að taka þeim úrslitum, sem fást við frjálsan máiflutn- ing, enda sé þá ekki hinum þýð- ingarmestu upplýsingum haldið með leynd fyrir fólkinu. Það þarf ekki að panta hjá Mbl. neinar yfirlýsingar um af- stöðu þess gagnvart ríkisstjórn- inni. Menn finna hverju fram- vindur. Eftir fjárlagaumræð- urnar síðustu var breitt úr vizku Gisla Jónssonar, gert lítið úr orðum fjármálaráðherra og illu einu vikið að Pétri Ottesen. Við þessu er í rauninni ekki neitt að segja. Ríkisstjórnin stendur og fellur fremur með öðru en Mbl. og hluthafar blaðsins ráða sjálfsagt eign sinni, hverjir sem þeir eru. Hitt er svo annað mál, að Sjálfstæðisflokkurinn má taka það til athugunar, hvort hon- um þykir ráðlegt að eiga ekkert má.\agn, en eiga það undir sjálfstæðum hlutafélögum, hvort hann fær stefnu sína túlkaða eða ekki. En ef svo skyldi vera, að Mbl. vildi styðja það samstarf, sem nú er um ríkisstjórn, þá ætti það að hætta þeim leik, er það hefir stundað um hríð. Þá ætti það að segja þjóðinni satt um það, hvernig mál hennar standa, og þar með eiga þátt í því. að skapa almenningsálit, sem tryggir það viðnám og viðreisn, sem er þjóð- arnauðsyn. Fólkið verður að gera sér grein fyrir því, hver hætta steðjar að og hvaðan. Þá fyrst er von um að nauðsynleg- um ráðstöfunum sé tekið með skilningi. En það mun heldur ekki þulrfa að kvíða því, að þjóðina skorti manndóm og þegnskap, þegar hún sér hver Málsvarar fyrrverandi stiðrnar Dýra byggingin, sem hrundi á fyrsta ári Mbl. kveinkar sér þessa dag- ana undan því, að Tíminn segi frá ýmsu, sem ekki sé fyrrver- andi stjórn til lofs og viðurkenn- ingar. Það byggir málflutning sinn á því, að þar sem Fram- sóknarmenn séu nú í stjórnar- samstarfi með Sjálfstæðis- flokknum eigi að haga blaða- skrifunum svo, að ekki sé um neinar aðfinnslur eða óþægi- legar upplýsingar að ræða fyrir einstaka liðsmenn þessara flokka og sízt forustumenn. Er þetta rógburður? Mbl. gengur svo langt, að það segir að Tíminn haldi daglega uppi rógburði og árásum á Sj álfstæðismenn. Hverjar eru svo þessar árásir? Tíminn hefir skýrt frá því, hvernig fjárhagur ríkissjóðs og ýmsra rikisstofnana væri. Það hefir verið bent á það, að þrátt fyrir nálega 80 miljóna tekjur umfram áætlun síðasta ár væri ríkissjóðurinn tómur og h. u. b. 20 milj. kr. lausaskuldir. Hvaðan hefir Tíminn svo þessar árásir? Þessar upplýsingar voru m. a. í ræðum þeirra Péturs Ottesens og Jóhanns Jósefssonar við aðra umræðu fjárlaganna. Er það þá glæpur gagnvart Sjálfstæðisflokknum aö halda skýrslum og skoðunum þessara manna á loft? Svo hefir Tíminn talað um gjaldeyrismál. Hann hefir þar byggt frásögn sína á opinber- um skýrslum. Hann hefir birt nokkrar niðurstöðutölur úr skýrslum þjóðbankans. Hann hefir vitnað í opinbera skýrslu eftir Friðfinn Ólafsson í við- skiptaráði um veitt gjaldeyris- leyfi síðastliðið ár. Tíminn hefir ennfremur minnzt á fjárráð bankanna og getu þeirra til útlána. Þær frá- sagnir eru byggðar á skýrslum, alvara er á ferðum og hefir rétt- láta forustu, sem leggur stund á jafr>rétti þegnanna, en beitir sér gegn ójöfnuði, forréttindum og yfirgangi. sem bankarnir sjálfir birta mán- aðarlega. Tíminn hefir líka getið um það, að treglega gengi að selja ríkistryggð skuldabréf. Það virt- ist ekki vera neitt leyndarmál, eftir allan þann áróður, sem beitt var við sölu skuldabréfa stofnlánadeildarinnar. Því mið- ur seldust þau miklu minna en þyrfti að vera, þrátt fyrir allt. Þá hefir Tíminn getið þess að afurðasala þjóðarinnar væri mjög í óvissu. Allir vita að þrátt fyrir það, að tvær sendinefndir hafa nú haft alllanga útivist eru engir hagstæðir sölusamningar gerðir ennþá. Auðvitað vona allir að vel rætist úr, en það er þó engin vissa. Enda sagði Gísli Jónsson, í framsöguræðu sinni um daginn, að það hefði að minnsta kosti verið vonað, að .temkeppnin um lýsið yrði svo hörð, að aðrar afurðir gætu selzt sæmilega, og er það stór- um gætilegar talað, en í ræðum þeirra Einars Olgeirssonar og Ólafs Thors þegar núverandi ríi/ií»;tjórn tók við. Sennilega stafar það af því, að mönnum .er að skiljast að von er ekki vissa. Má leyna þjóðina þéssu? Upplýsingar um þessi mál öll er almennur fróðleikur, sem á erindi til almennings. Þetta eru staðreyndir, sem þjóðin verður að þekkja. Það verður að haga búskap þjóðarinnar í samræmi við fjárhag hennar og gjaldeyr- isástæður. í allan vetur hefir verið unnið að því á Alþingi, að reyna að fá fjárlögin hallalaus og finna tekjustofna, til að mæta óhjá- kvæmilegum útgjöldum ríkisins, vegna $íyaxandi dýrtíðar og lög- gjafar, sem sett hefir verið á undanförnum þingum. Það þýðir ekkert að loka augunum fyrir því, að aukinni dýrtíð fylgja aukin útgjöld fyrir ríkis- sjóðinn. Það þýðir heldur ekki að loka augunum fyrir því, að löggjöf eins og tryggingalögin, fræðslulögin og launalögin skapa aukin útgjöld. Og auð- vitað þarf tekjur og tekjustofna til að mæta útgjöldum. Séu það ósæmilegar árás- ir á menn í Sjálfstæðis- flokknum og rógur um þá, að segja frá þessu, þá er yfir- leitt ekki hægt að láta opinber- ar stofnanir gefa skýrslu. Það verður þá að taka upp þann. hátt að Landsbankinn þegi um gjaldeyrismál, viðskiptaráð verjist allra frétta og fjármála- ráðherra og fjárveitinganefnd forðist að gefa þjóðinni réttar uþplýsingar. En það háttalag væri ekki í neinu samræmi við anda og eðli lýðræðisins, því að lýðræði byggist á því, að al- menningur fylgist með og skapi sér skoðanir um þjóðfélags- málin. Skilur Mbl. samstarfið svona? Mbl. misskilur mjög stjórnar- samvinnuna ef það heldur, að hún sé byggð á því að svíkja lýðræðið í tryggðum og þegja um þau m.'.l, sc-m þjóðina varða mestu. Þátttaka Framsóknar- manna í ríkisstjórn var ekki miðuð við það, að framvegls ætti að lnnyna þjóðína öllu, sem kynni að wera óþægilegt fyrir fyrrver- andi stjórn. Blöðin eru til þess að vanda um og finna að og benda á það, sem betur má fara. Samábyrgð flokka um að þegja yfir ranglátri ráðsmennsku og opinberum afglöpum stjórnar- vald»nna, væri einhver hin mesta og hættulegasta spilling sem fyrir gæti komið í stjórn- málalífinu. Framsóknarmenn mæla sig ekki undan gagnrýni og að- finnslum Mbl. Þeir kveirika sér ekkert undan ádeilum þess, enda hefir ekki staðið upp á Mbl. í því að deila á ýmsa forustumenn og trúnaðarmenn flokksins, og verður ekki séð að það hafi mikið gert þeim. Þeir ætlast til þess, að Mbl. ræki skyldur sinar við þjóðina og segi henni eins og því finnst og hilmi ekki yfir nein mistök og villur. Málgögn liffins tíma. Skýring þessara mála liggur í því, að Mbl. er málgagn fyrrver- Skýrt hefir nú verið frá því í blöðum og útvarpi að hluti af þekju mjölgeymsluhúss SR 46 á Siglufirði hafi fallið niður und- an snjóþunga. Tjónið hefir verið áætlað 1 y2 miljón króna. Þá er þess getið að erfitt muni vera að fá efni til endurbyggingar þekjunnar og því vafasamt, að húsið verði komið í nothæft ástand fyrir næstu síldarvertíð. Má því vera að tjón þetta geti orðið all tilfinnanlegt áður lýkur. Morgunblaðið segir, að strax eftir fyrstu snjóa í vetur hafi langbönd þekjunnar svignað undan snjóþunganum. Þó er ekkert aðhafst. Það er beðið og vonað, líklega í þeirri trú að allrei framar komi -snjór á Siglufirði. Stjórn síldarverk- smiðjanna hefði þó látið uppi það álit, að byggingin væri of veik. En hvers vegna lætur verksmiðjustjórnin þá ekki styrkja þekjuna? eða er hún enn bundin við firrur bygging- arnefndar Áka Jakobsscncr. Verður verksmiðjustjórnin að láta húsið hrynja, heldv.r en taka fram fyrir hendumar á þessari frægu nefnd? Ef ekki var til efni til styrkt- ar þekjunni, var sjálfsagt að létta á þákinu rneð því að moka snjónum að einhvei-ju leyti burtu. Þessi flötur, sem inn fór, er aö vísu á stærð við eina vall- ardagsláttu, en hefði þó verið andi stjórnar. Þess vegna af- flytur það tillögur stjórnarinn- ar og segir frá þeim með ólund og jafnvel rangfærir þær í verulegum atriðum, góðgirnis- laust, svo að hóflega sé talað. Utan Mbl. eru það fáir, sem deila á stjórnina fyrir viðnám gegn verðbólgustefnunni. Þar endist Gísli Jónsson lengst, enda hafa forustugreinar Mbl. dag eftir dag hann að miðdepli. Þar er sá möndull, sem Mbl. snýst um. Gísli var framsögumaður fyrr- verandi stjórnar, þegar fjár- lögin komu úr nefnd, enda (Framhald á 4. slðuj auðvelt fyrir nokkra menn með sæmileg áhöld að láta ekki safn- ast svo mikinn snjó á þekjuna að svona stórtjón ætti sér stað. En ekkert er gert. Aðeins beðið og sofið á verðinum. Líklega hefir ríkið þarna álíka trúa þjónustumenn og þann, er þeir Bjargsbræður höfðu í Drangey forðum. Annars er það næsta ótrúlegt, hvað þjóðin má þola fyrir af- glöp og þrjósku einstakra manna. Fyrst skipar atvinnumálaráð- herra, Á. J. nefnd, sem ekki virð- ist hafa kunnað eða skilið sitt hlutverk. Hún starfar ekki í samráði við síldarverksmiðju- stjórn, sem þó hefði verið nauð- synlegt og sjálfsagt. Verk- smiðjubyggingunum á Siglu- firði og Skagaströnd er hraðað mjög os verður byggingarkostn- aður þeirra af þeim sökum óhóf- lega hár, ásamt fleira. Lét nefndin heita svo, að þetta væri gert til þess að verksmiðjurnar yrðu tilbúnar fyrir síldarvertíð s.l. sumar. Þetta reyndist þó fjarstæða, eins og síldarverk- smiðjustjórnin benti á strax í marz 1946. Kom því allur auka- kostnaður, sem bygginganefndin stofnaði til, svo sem eftirvinnu- og næturvinnukaup til fjölda manna, ekki að neinu gagni. Vai'ð einungis til þess að auka útgjöld ríkisins stórlega. Ofan á allt þetta bætist svo, að hluti af þessu bygginarbákni hrynur á fyrsta ári. Allur ferill atvinnumálaráð- herrans og byggingarnefndar- innar i þessu máli er með þe.im endemum að einstætt mun vera í sögu þjóðarinnar, sem betur fer. Eyðslusemin, áætlanaföls- unin, stærilætið og ráðleysið fylgist allt að. Rétt væri að menn þessir væru látnir sæta ábyrgð fyrir svona framferði. Og a. m. k. hlýtur það að vera krafa þjóðarinnar að þeir menn, sem þekktir eru að slíkum vinnu- brögðum verði héðan í frá ekki látnir koma nærri neinum framkvæmdum, sem ríkið kost- ar og ber áburgð á. S. REGINGARÐUR: LJÓÐ ER KVÆÐI Fyrir nokkru kom hér í Tím- anum mjög hógvær grein um „Þorpið“ hans Jóns úr Vör. Þar var bent hæglátlega á, að óvið- kunnanlegt væri og líklega ekki rétt, að kalla slíkan skáldskap „ljóð,“ svona óbundinn og órím- aðan, og því mundi heitið: „órimuð ljóð,“ vera rangnefnl. Út af þessu hleypir Bjarni nokkur Benediktsson, frá Hof- teigi, á sprett í Þjóðviljanum, þann 1. þ. m. Virðist hann hugsa sér, að „leggja lensu sína fyrir brjóst greinarhöfundi og ríða hann niður“ á þessum vettvangi, og þar með að helga bragleysun- um nafnið „ljóð.“ En honum tekst þar að vonum, því að bæði virðist lensa hans verða röng og lin, og reiðskjótinn rytjulegur og víxlaður. Því væri ástæðulaust fyrir mig og aðra sama Sinnis, að „leggja hér orð í belg.“ En af því af þvílíkir riddarar eiga sér oft ótrúlega marga samherja og af því að þeir eru oftast nokkuð háværir (— sbr. málshættina: „Það byl- ur hæst í tómri tunnu“ og Þeir gusa mest, sem grynnst vaða“ —), svo og af því, að mikill er fjöldi þeirra, sem leið- ast láta af hávaðanum og lítt hugsa sjálfstætt, sízt um það, sem flóknara er, — þá er ekki rétt, aö láta einn eða fáa um að eiga við þann her, þar sem að „enginn má við margnum" þótt frækinn sé og margra miðlunga maki. Og enn fremur er ástæða til að „leggja hönd á plóginn" þar sem að móðurmálið okkar góða á í hlut. Orðið „ljóð“ vill Bjarni sanna að þýði ekki sama og „kvæffi.“ „í íslenzkri málvitund*) er ljóð og kvæði ekki hiö sama,“ segir hann. (— Méð „málvitund“ meinar hann líklega „mál- venju,“ því að almennt hefir ekki verið talað um „vitund“ nema hjá þeim lífverum, sem gæddar eru skynjun; — en þessi notkun orðsins heyrir líklega undir „frelsið til að setja sín eigin lögrnál." —) Hingað til hefi ég, — og ég hugsa allir, sem hafa vakandi, óhefta eftirtekt — *)Alls staðar, þar sem orð eru ein- kennd, hefi ég gert það. — Rg. heyrt talað og séð ritað: „ljóð og sögur,“ „lag og ljóð,“ „ljóð- mæll,“ erfiljóð,í“ „ljóðasyrpa," „ljóðskáld,“ „ljóðadís," „ljóð- snillingur,“ „ljóðmögur,“ „Ijóða- hættir,“ „ljóðstafir,“ „ljóðabók," „söguljóð,“ „vögguljóð," „trúar- ljóð,“ „sigurljóð“ o. s. frv. Mætti þannig lengi telja orð og orðatiltæki, er sýna glöggt, að orðið „ljóð“ táknar alls staðar sama og „kvæði.“ í flestum ofannefndum orð- um og orðasamböndum má setja orðið „kvæði“ inn í staðinn fyrir „ljóð“ og kemur greinilega fram sama merkingin. En hvað sum þeirra snertir leyfir máldísin og málvenjan það ekki. Þannig þekkist ekki „kvæðamæli", „erfi- kvæði“ eða „kvæðamögur" o. s. frv. Þannig er nákvæmni ís- lenzks máls afar mikil og sterk. Einnig er hún geymin á ná- kvæmar merkingar. Um alda- raðirnar hefir hún geymt frum- merkingu þessa orðs, eins og svo ótalmargra annarra. Hún liggur á bak við, hvar sem orðið „ljóð“ er rétt notað, eins og gert hefir verið til skamms tíma: „Ljóð“ er „kvæði,“ sem er sönghæft, verður sungið, lýtur hrynjandi og lögmálum söngs. Þess vegna geta hin illa bundnu dans- kvæði miðaldanna, og fleiri kvæði frá þeim tímum, heitið „ljóð,“ að þau voru ort við lög, voru sönghæf, enda ekki hátt- laus, þótt stuðlun og hrynjandi væri gölluð. En ég þekki enga nútíma háttleysu, sem laga- lögmáli fylgir. Nei, Bjarni góður. íslenzk mál- venja er það, að orðin „kvæði“ og „ljóð“ merki það sama. Og svo er um land allt. Hefi ég aldrei orðið annars var á þeim 47 árum, sem ég hefi umgengist alls konar fólk, bæði við vinnu á ýmsum stöðum á landinu, í skólum — allt frá barnaskólum (sem kennari) upp að Háskóla, — á ferðalögum og á félaga- og félagasambanda-fundum o. s. frv.; hefi ég þó eftir mörgu tekið í máli okkar, meðferð þess og notkun. En fleira er til sem sannar þetta. Þannig er augljóst, að skáldin okkar nota bæði þessi orð: „ljóð“ og „kvæði,“ jöfnum höndum. Skal ég hér nefna nokkra staði af öllum þeim fjölda, sem finna má, ef leitað væri, — og aðeins frá fáeinum skáldum, — dæmi, sem ég ýmist kann eða hefi hér við henplina — þar sem þeir nota orðið „ljóð“ í sömu merkingu og „kvæði.“ 1. Jónas Hallgrímsson kallar eitt stærsta kvæði sitt og lengsta: „Hulduljóð“ og segir í því: „-----ei skulu spilla ljóffi voru meir.“ Og annars staðar segir hann: „Oft kvaðstu áður / óskarómi / heimfýsnarljóffin / hugum þekku.“ 2. Matthías Jochumsson segir: „Nú óma nýfædd sigurljóff.“ „Þín harpa syngur sólarljóff." „--------man nú enginn Hall- gríms dýru ljóð,/ljóð sem græða lík sem ólík sár,/ljóð sem þýða freðin voða-tár.“ „--------svala ljóff þau hverri hjartáns und.“ (Þessar síðustu fjórar hending- ar eru úr kvæðinu um Hallgrím Pétursson. En kannast nokkur við rímleysur eftir Hallgrím, sem þetta gæti átt við? Er það ekki allt kvæffi og sálmar sem eftir hann lifir og hefir mörgum ,,svalað?“). 3. Kristján Jónsson Fjalla- skáld, segir í kvæðinu um Detti- foss: „kveffur þú ljóff um hali horfna.“ 4. Bjarni Jónsson frá Vogi segir: „-----hver ljóð ei elsk- ar-------,“ og hann (eða Andrés: Björnsson í nokkurs konar samráði við Bjarna). „Leitir þú góðum ljóffum að, leitaðu í mín- um kvæffum." 5. Þorsteinn Erlingsson segir: „Hún söng mér þar ljóffin um dalbúans næði,“ og „--------því ligg ég hér aleinn og yrki þér ljóð.“ 6. Sigurður Júlíus Jóhannes-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.