Tíminn - 28.03.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.03.1947, Blaðsíða 4
FRAM SÓKNA RMENN! Mimib að koma í ftokksskrifstofuna 4 I RE YKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er i Edduhúsinu við Lindargötu Sími 6066 28. MARZ 1947 61. blað Fjársöfnun til Hallveigarstaöa Nýlega hefir verið gert heild- aryfirlit yfir fjársöfnun til kvennaheimilisins Hallveigar- staða árið 1946. Nam sú söfnun samtals kr. 358878,00. Er þar með talið framlag úr ríkissjóði, kr. 50000,00 og framlag úr bæj- arsjóði Reykjavíkur, kr. 75000,00. Eignir stofnunarinnar um síð- ustu áramót voru: a. í peningum og verðbréfum .. kr. 584860,60 b. Lóðaverð (virð- ingarverð) .. — 28042,28 Samtals kr. 612902,88 Á síðastliðnu ári var leitað til allra sýslunefnda og bæjar- stjórna á landinu um framlag til eins herbergis, er var ákveð- ið kr. 10000,00 og skyldu þá námsstúlkur úr því héraði jafn- an hafa forgangsrétt að því her- bergi. Hafnarfjarðarbær varð fyrstur til að leggja fram fé þetta, en auk þess hafa Gull- bringusýsla og Kjósarsýsla hvor um sig lagt fram fjárhæð þessa, Vestur-Skaptafellssýsla ákveðið sama framlag og þegar greitt fimm þúsund krónur, Þingeyj- arsýslur báðar til samans greitt kr. 4000,00 og heitið sex þúsund króna greiðslu á þessu ári og Austur-Skaptafellssýsla lagt fram tvö þúsund og fimm hundruö krónur og heitið öðru eins á þessu ári 0/2 herbergi). Þá hafa og eftirtaldir ein- staklingar og stofnanir lagt fram tíu þúsundir til herbergis: Börn frú Ragnheiðar Hafstein til minningar um móður sína. Dætur frú Ragnhildar Ólafs- dóttur í Engey til minningar um hana. Thor Jensen til minningar um konu sína, frú Margr. Þorbjörgu Jénsen. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík og verkakvennafél. Framsókn til minningar um frú Jónínu Jónatansdóttur. Systkinin, Guðrún, Sigriður, Áslaug og Geir G. Zoega til minningar um systur sínar Ingileif og Jófríði Ragnh. Zoega. Sláturfélag Suðurlands (án sérstakrar tileinkunar að svo komnu). Samband austur-húnvetnskra kvenna (einnig án tileinkunar að sinni). Þá hefir verið heitið fullri greiðslu á ofannefndri upphæð til herbergis frá þessum aðilum: Kvenfélagi Eyrarbakka (þeg- ar búið að greiða kr. 3725,00). Ættingjum og vinum frú Guð- laugar Ólafsdóttur í Ólafsdal til minningar um hana, (innb. nú kr. 4200,00). Frú Margréti Jónsdóttur til minningar um móður hennar, frú Þorbjörgu Ásbjörnsdóttur í Innri-Njarðvík, (nú innb. kr. 2000,00). Félag íslenzkra frístundamálara. (Framhald af 1. síðuj er, mun marga fýsa, að sjá það. sem þarna verður sýnt. í félagi íslenzkra frístunda- málara eru nú liðlega 30 menn og eiga þeir heima viðsvegar um land. Stjórn félagsins skipa þessir menn: Helgi S. Jónsson, Keflavík, Axel Helgason, lög- regluþjónn, Axel Magnússon, forstöðumaður sjómannastof- unnar, Eggert Laxdal, prent- myndagerðarmaður og Jón B. Jónsson, húsamálari. Afkoma riklssjóðs. (Framhald af 1. síðu) að ríkisstjórn og meiri hluti þings gangi að verki af barna- legri léttúð, og hækki útgjöld ríkisins um marga miljónatugi alveg að nauðsynjalausu. Það er ekki að gamni sinu gert, enda verður það fullerfitt að finna tekjustofna, til að standa undir þeim byrðum, sem þróun verð- lagsmálanna og löggjöf undan- farinna ára bindur ríkissjóðn- um. Ljóð er kvæðf. (Framhald af 3. síðu) „óumflýjanlega kveðið, þ. e. rímað og stuðlað", og verður ekki annað kallað kvæði eða ljóð heldur en það, sem er réttilega bundið þessum böndum, öllum eða flestum. Algerar hátta- og hljóðstafa- leysur eiga því ekki nafnið „ljóð“ fremur en þær eiga nafnið „kvæði.“ „Þulur“ geta þær ekki heldur heitið, því að þulurnar eru ætíð meira og minna stuðlaðar og rímaðar og lúta ljóð-hrynjandi að meira eða minna leyti, þótt oftast séu þær háttleysur. Þessum al-lausa skáldskap verður því að finna sérstakt við- eigandi nafn, sem líklega þarf þá — eins og frækorn hans — að sækja út fyrir íslenzkt mál og íslenzka landsteina, því að hér heima á' hann ekki rætur og hér er ekkert hugtak til yfir hann. Höfundur greinarinnar í Tím- anum gat þess, hvort það, að menn tækju upp á því að skrifa og senda frá sér slíkar ljóðleys- ur, sem þessi hátta, ljóðstafa og rímlausi skáldskapur væri, mundi ekki stafa af "einskærri leti“, því að höfundarnir nenntu ekki að leggja á sig það andlega erfiði, sem það væri mörgum, að binda hugsanir sínar í ljóðbönd. Þessa spyrjandi tilgátu höfundar hyggst Bjarni að afsanna með því, að einhver kunningi sinn hefði marg um- skrifað eða breytt einhverri ljóð- leysu, sem sá hefði sett á papp- ír. En þetta sannar ekkert. Hver einasti maður, sem vandlátur er og vandyirkur, mun marg- fara yfir það, sem hann skrifár og ætlar að láta fyrir almenn- ings sjónir, sama hvort það er í lausu máli eða bundnu, — jafn- vel blátt áfram blaðagrein —, og er slíkt hvorki tiltökumál né sérstaklega lofsvert, því að „æ skal vanda verkin bæði munns og handa“. í ljóðabók Jónasar Hallgrímssonar er talið, að hann hafi verið að minnsta kosti í 5 ár með kvæði sitt „Hulduljóð“, og líklega ekki verið þá enn á- nægður með það, eins og það er (— lifði ekki lengur —). Svona mætti líklega lengi telja, ef vit- að væri um vinnubrögð vand- virkra skálda. Af eigin reynslu get ég sagt það, að þau eru orðin æði mörg hugðarefnin og setningarnar, er mér hafa í huga flogið (og sum bókfærð), sem, við saman- burð, sízt gefa eftir ýmsu af því, er ég hefi séð frá rímleys- leysingjunum, — enda stundum ekki við stórt að jafna. — Það hefir verið létt að raka saman þeirri ljá, oft orðið sem ósjálf- rátt, og jafnvel tekizt sæmilega að vinsa úr. henni sinu og mosa, sem með hefir fylgt á hrífunni, en til að binda það, svo að ljóð eða kvæði gæti heitið, hefir mig brostið allt: „böndin, þor og getu“; þar var erfiðleikinn við að eiga. Því hefir ekkert af þessu verið reitt út, það varð ekki á klakka hengt, af bandaleysi. Með arinarri verklegri lýsingu má skýra þetta enn betur. Það er álíka munur á því að skrifa og gefa út rím- og ljóð-leysu og hinu, að binda sama efni í Ijóð- bönd, eins og á því, að draga saman efni til að reisa úr hús, og því, að skila húsinu full- smíðuðu og búnu til að flytja í það. Það er ekki nóg að hafa dregið saman gott, vandað, úr- valsefni í húsj-, það geta flestir vandvirkir menn gert. En til „LUMA“ rafmagnsperur eru ííóðar og ódýrar. Þær eru nú fyrirlfggjandi lijá flestum kaupfélögum landsins Einkaumboð: Samband Isl. samvinnuf élaga þess að smíða húsið og ganga frá því til fulls, þarf meiri og aðra kunnáttu, meiri og aðra getu, meira erfiði. Grunnt ristir Bjarni, er hann segir „aö skáld velur sér ekki sjálft sitt form nema í einstök- um tilfellum“. Völdu ekki forn- skáldin sér braghætti sína? Það segja þó sögurnar iðulega bein- um orðum. Hvað er um miðalda- skáldin okkar, sem y?kia bæði andleg ljóð og sálma, svo og veraldleg ljóð' — (töluvert af því þýtt og stælt eftir útlendum kvæðum, og eftir þessum fyrir- myndum sínum meira og minna laust í böndunum og kveðandi- laust, — sbr. dansana og viki- vakana —, yrkja mikið af þessu við ákveðin lög, ákveðin form? Vóru þessir menn kannske ekki skáld, svo að fáir einir séu nefnjdir: Loftur Guttormsson, bóndi á Möðruvöllum, Eysteinn munkur, „Lilju“ höfundur, séra Ólafur Guðmundsson á Sauða- nesi, séra Ólafur Jónsson á Söndum, séra Einar Sigurðsson í Eydölum, séra Hallgrímur Pét- ursson í Saurbæ, séra Stefán Ólafsson í Vallanesi og ótal fleiri? Eða vóru þessir menn frá síðari árum ekki skáld: Bene- dikt (Sveinbjarnarson) Grön- dal, Steingrímur Thorsteinsson, Matthías Jochumsson, Grímur Thomsen, Þorsteinn Erlingsson, Bjarni Jónsson frá Vogi, Guð- mundur Guðmundsson, skóla- skáld, og margir fleiri, sem víst er um, að þýddu, stældu og frum-ortu ljóð undir ákveðnum lögum, föstum, gefnum háttum? Samkvæmt fullyrðingu Bjarna hafa þeir þó ekki verið skáld. En þar held ég bara, Bjarni minn, að býsna lítið verði úr þér sem skáldi eða dómara um skáld (að svo komnu) í samanburði við fyrrnefnd skáld, hvert þeirra sem er. Og eins gæti ég tr.úað að væri í fleiru — þó kannske ekki öllu, því að „engum er alls varnað“ og „fáir eru greppar gallalausir“. Ég læt nú hér við lenda að mestu, þar sem að seinni hluti greinar Bjarna ber það með sér, að undír niðri finnur hann hvaðan þessi hátt og rím-leysu- faraldur er ættaöur, því að hann segir að „frelsi“ sé fólgið í því, að sérhver megi „ráða til lykta vandamálum sínum sem mest eftir sínum eigin lögmálum“. Grundvölluri'nn mun vera reglu- leysið og losið, algerða rót- leysið, sem í ótal myndum hefir komið fram í þjóðum þeim og einstaklingum, er orðið hafa fyrir djúp-eftiröldunum frá ó- friðarbyltinguni 1914—’18, með öllum þeim fylgjandi eitrunum, bæði andlegum og líkamlegum, ógna-hrönnum, sem enn vaxa og magnast með ófriði þeim, er nú hefir geysað um áratug og ekki er nærri séð fyrir endann á, þrátt fyrir svo kallaðan frið, sem ekki er nema nafnjð eitt. Þjóðirnar og einstaklingarnir, — of margir, þótt — sem betur fer — sé það víðast hvar minni hlutinn, en hann er líka a8 sama skapi frekur og áberanjdi —, hafa misst fótfestu, misst róta í fortið sinni, í_ sögu, í máli, í trú, í siðum og reglum og venj- um, misst virðingu fyrir sjálf- um sér og öðrum, fyrir siðgæði og mörgu því, er áður var talið heilagt, göfugt og gott, fyrir réttu og röngu, og hrekjast nú eins og spænir fyrir ársteaumi, eins og veifur fyrir vindi. Sér- gæði og sjálfselska setja svip sinn á. allt of marga slíka, sem svo mikið láta á sér bera. Svo virðist, sem þeir vilji „setja sinn persónulega svip á“ umhverfi sitt, „lesa sína eigin drætti“ (svo ófagrir sem þeir yfirleitt eru) allt í kring um sig, og „heyra sína eigin rödd í harki tímanna“ (réttnefni, auðkennt hér). Ávextir þessa ástands eru hin- ir fjölmörgu og í flestu fram- komnu „ismar, sem helríða mannkyninu og vinna að því að gera þennan bústað okkar“ (— jarðar tilveruna —) „aö kol- svörtu helvíti“ (H. á h.). Öðru hverju virðist glitta í það í gegn hjá Bjarna — og svo hefir mér oft virzt vera hjá fleirum nú um ára skeið — að hann vilji þakka svona hugar- og handa-ástand, svona ^tefnur og línur, einhverjum „pólitísk- um atburðum“ og straumum, það sé „fátt sem sker eins glögglega úr- um örlög“ ein- staklingsins „sem skálds og manneskju“. — Ég læt Bjarna og samtilfinningamenn hans um þá „pólitík“ og öfunda þá ekki af henni. Segi aðeins: Þar á við, eins og æði ®ft' og víða, hið forna spakmséli: „af ávöxt- unum skuluð þér þekkja þá“. f marz 1947. Framsóknarvist Framsóknarmenn! Framsókn- arvistin í samkomusal Mjólkur- samsölunnar hefst stundvíslega kl. 8.30 í kvöld. Þess er því fastlega vænzt, að fólk verði komið að spilaborð- unum á réttum tíma. Eins og áöur hefir verið frá greint, verð- ur þarna tvísöngur, ræða og dans. Það eru vinsamleg tilmæli til ykkar, að þið sækið pantaða aðgöngumiða í innheimtu Tím- ans fyrir kl. 6 í kvöld, Verði einhverjir miðar þá eft- ir, verða þeir seldir við inn- ganginn. (jatnla Síé Vtjja Síé Dalur ör- laganna (The Valley of Decision) Stórfengleg Metro-Goldwyn- Mayer kvikmynd. Greer Garson, Gregory Peck. Sýning kl. 5 og 9. (við Shúlaqötu) Frumskóga- drottningin. (Jungie Queen). Ævintýrarík og spennandi mynd í tveimur köflum. Aðalhlutverk: Edward Norris, - Ruth Roman, Eddie Quillan. Fyrri kaflinn sýndur í dag kl. 5, 7 og 9. Bönnuð yngri en 16 ára. Fermingarföt úr dökkum efnum afgreiðum við nú gegn eftirkröfu. Sendið nákvœmt mál. Vesturgötu 12. — Laugaveg 18. Sími 3570. yjatnatbíó Klukkan kallar (For Whom the Bell Tolls) Gary Cooper Ingrid Bergman Sýnd kl. 9. Á sjó og landi. (Tars and Spars). Arjierísk músik- og gamanmynd. Janet Blair, Alfred Drake, Marc Platt. Sýning kl. 5 og 7. Erlent yfirlit (Framhald af 1. síðu) af stjórn, er var skipuð íhalds- mönnum einum. Núverandi stjórn hefur ekki gripið til neinna þvingunarráðstafana og nálgast sennilega eins mikið raunhæfa lýðræðisstjórn og nokkur grísk stjórn gæti gert undir núverandi kringumstæð- um. Það mun hafa verið gert til að mæta áðurnefndum áróðri, að foringi íhaldsmanna, Tsald- aris utanríkismálaráðherra, bar nýlega fram mjög róttækar til- lögur til lausnar á þessum mál- um. Tillögur hans voru í aðal- atriðum þær, að- skæruliðunum yrði veitt alger sakaruppgjöf, ef þeir gæfust upp innan tiltekins tíma, síðan væru 1 látnar fara fram þingkosningar og að þeim loknum mynduð samsteypu- stjórn allra flokka. Kommúnist- ar eiga alveg eins að geta tekið þátt í stjórn í Grikklandi og í Frakklandi eða á Ítalíu, sagði Tsaldaris. Þá lét Tsaldaris svo ummælt, að Stalin gæti hvenær, sem væri, skapað friðsamlegt ástand í heiminum. Hann þyrfti ekki annaö en að gefa kommúnist- um þau fyrirmæli, að þeir reyndu að ná völdum eftir leið- um þingræðis og lýðræðis, en afneituðu byltingarleiðinni. Ef Stalin gæfi slíka yfirlýsingu og henni yrði fylgt, myndi heims- friðnum borgið. Kommúnistar hafa engu svar- að boði Tsaldaris. Hins vegar efla þeir stöðugt skæruhernað- inn og kann því svo að fára, að til stórtíðinda komi í Grikk- landi áður en langur tími líður. Til kaupenda Tímans í Reykjavík Oft veldur miklum lelðindum, hve erfitt er víða í bænum að koma blaðinu með skilum til kaupendanna. Það eru vinsam- leg tilmæli til þeirra, sem verða fyrir vanskilum, að þreytast ekki á að láta afgreiðsluna vita um þau, þar til þau hafa verið löguð og jafnfratm að leíðbeina börnunum, sem bera út blaðið, hvar bezt sé að láta það. Þeir kaupendur,sem búa utan við að- albæinn og fá blaðið í pósti, gerðu Tímanum mikinn greiða, ef þeir borguðu andvirði blaðs- ins á afgreiðslunni. — Þó að kaupendafjöldi Tímans í Rvík hafi tvöfaldazt nú á rúmlega einu ári, þá væru kærkomnir fleiri áskrifendur í bænum. JAROLA Karlm. Mancli.-skyrtur með föstum flibba. H. TOFT Sími afgreiðslunnar er 2323. Eftir kröfu Ríkisútvarps ís- lands og að undangengnum úr- skurði uppkveðnum 27. þ. m., verða lögtök látin fara fram á kostnað gjaldenda fyrir ó- greiddum afnotagjöldum, sem féllu í gjalddaga 1. apríl 1946, að átta dögum liðnum frá birt- ingu þessarar auglýsingar. BORGARFÓGETINN í REYKJAVÍK. VIL KAUPA Hnappamót * til yfirdekkingar, allar stærðir. • H. TOFT Skólavörðustíg 5. — Sími 1035. Málsvarar fyrrv. stjórnar. (Framhald af 2. síðu) tengdur Ólafi Thors og naut góðs af völdum hans. Mbl. hefir líka verið kallað fjölskyldublað Ólafs Thors og það virðist ætla að sanna það nú, að það er rétt- nefni. Tíminn hefir ekki undan neinu að kvarta í þeim efnum. Mbl. ræður því auðvitað hvaða afstöðu það tekur til málanna. Það er ekki flokksblað, heldur hlutafélagseign. En hitt finnst Tímanum, að það sé skylda almennra kjós- enda og annarra manna að hugleiða kröfur Mbl. alvarlega, Hvar erum við stödd, ef ekki má segja þjóðinni sannleikann? Hver er þá framtíð íslenzka lýð- veldisins og sjálfstæðis þess?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.