Tíminn - 29.03.1947, Síða 1

Tíminn - 29.03.1947, Síða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITSTJÓR AÖKRIFSTOFUR: EDDUHÚ3I. Llndargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A Slml 2323 31. árg. Reykjavík, laugardagiim 29. marz 1947 Stjórnarfrv. um inngöngu Ný afurðasöiuiöggjöt: Ísiands í Bernatsambandið Stjórnarfrv. um framleiðslu landbúnaðarins og verðskráningu landbúnaðarafurða lagt Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í gær. í gær var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um að héim- ila ríkisstjórninni að ganga í Bernarsambandið, sem tryggir vernd bókmennta og listaverka. í greinargerð frumvarpsins segir svo: Markmið það, sem unnið var að með stofnun Bernarsam- bandsins, var að fá viðurkenn- ingu fyrir því, að við hugverk erlendra manna væri einnig tengdur fjárhagslegur réttur, sem vernda bæri eigi síður en hverja aðra eign. Upphaflega var því gert ráð fyrir, aö hag- kvæmast væri að vinna að sam- ræmingu höfundalöggjafar í hinum ýmsu löndum, líkt og unnið var að sameiginlegri lög- gjöf á Norðurlöndum á ýmsum sviðum. Við nánari athugun reyndist slíkt þó ógerningur, vegna þess að mikill munur var á því, að hve miklu leyti hin ýmsu ríki vildu vernda rétt höf- unda. Var því horfið að því ráði að tryggja það annars vegar, að í hverju riki fengju erlendir höfundar sömu vernd og inn- lendir, og hins vegar, að ein- ungis þau ríki fengju upptöku í sambandið, sem uppfylltu til- tekin lágmarksskilyrði í löggjöf sinni um höfundarétt. Bernar- samningurinn frá 1886 var orð- aður út frá þessu sjónarmiði, og við endurskoðanir þær, sem síð- ar hafa farið fram á honum, hefir sama sjónarmiði verið haldið, en lágmarkskröfurnar hækkaðar smám saman með tilliti til nýrra tegunda hug- verka og vaxandi skilnings á réttarstöðu höfunda. Með inn- göngu íslands í Bernarsam- bandið myndu íslenzku rithöf- undalögin einnig ná til verka erlendra höfunda, og íslenzkir höfundar sömuleiðis' njóta verndar í þeim ríkjum, sem í Bernarsambandinu eru. Þessi ríki eru nú meðlimir í Bernarsambandinu: Ástralía, Belgía, Brazilia, Bretland, Búlgaría, Canada, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Indland, írland, Ítalía, Japan, Júgóslavía, Liechtenstein, Luxemburg, Monarco, Noregur, Nýja-Sjáland Pólland, Portúgal, Rúmenía, Spánn, Suður-Afríka, Sviss, Sví- þjóð, Tékkóslóvakía, Vatikanið, Þýzkaland. Að vísu eru nokkur ríki enn utan sambandsins, svo sem Bandaríki Norður-Ameríku. En þess ber þó að gæta, að rit sem eru gefin út í Bandaríkjunum njóta verndar í fjölmörgum öðr- um ríkjum, ýmist á gagnkvæm- is grundvelli eða vegna beinna samninga Bandaríkjanna við viðkomandi ríki. Sama gildir um flest ríki Mið- og Suður- Ameríku. Framlög íslands vegna rekst- urskostnaðar Bernarstofnunar- innar myndu verða um 650 svissneskir frankar á ári, þ. e. um kr. 1000.00 samkvæmt nú- verandi gengi. Hins vegar yrði eigi hjá því komizt að setja fastar reglur um framkvæmd samningsins hér á landi, bæði varðandi fjárgreiðslur fyrir af- not hugverka, svo og fyrir- greiðslur varðandi samnings- aðild. í 2. gr. laga nr. 49 14. apríl 1943, sbr. reglugdrð 21. janúar 1947, er gert ráð fyrir að menntamálaráðuneytið setji reglur um hliðstæð réttindi inn- lendra höfunda. Verður að telja eðlilegt, að það ráðuneyti sjái um tilhögun þessara mála einn- ig að því er erlenda höfunda snertir. Sérstöku flugráði verður falin yfirstjórn flugmálanna Stjórnarfrv. um flugmálin lagt fram á Alþingi. f gær var lagt fram stjórnarfrumvarp á Alþingi um breyt- ingar á lögunum um flugvelli og lendingarstaði. Aðalefni frv. er á þessa leið: Ráðherra sá, er fer með flug- mál, skipar fimm manna flug- ráð, og skulu að minnsta kosti tveir þeirra hafa sérþekkingu á flugmálum. Flugráð skal skipað til fjögurra ára í senn. Verkefni flugráðs er að hafa á hendi undir yfirstjórn ráðherra stjórn flugmála og annast rekstur flugvalla ríkisins. Þókn- un til flugráðsmanna skal á- kveðin af ráðherra, og greiðist hún úr ríkissjóði. Ráðhera skipar flugmálastjóra og flugvallastjóra að fengnum tillögum flugráðs. Flugmálastjóri skal undir stjórn flugráðs fara með störf þau, sem hér greinir: Nýbygg- ingu flugvalla, loftferðaeftirlit, öryggisþjónustu og önnur störf, er flugið varða og ekki snerta rekstur flugvalla. Flugvallastjóri annast rekst- ur og viðhald flugvalla ríkisins undir stjórn flugráðs. í erindisbréfum, er ráðherra setur að fengnum tillögum flug- ráðs/ skal nánar kveðið á um störf flugmálastjóra og flug- vallastjóra. Ráðherra skipar og ræður fasta starfsmenn flugmála- stjóra og flugvallastjóra til að- stoðar, eftir því sem þörf krefur, að fengnum tillögum flugráðs. Þar Víí laún flugmálastjóra, flugvallastjóra og annarra fastra starfsmanna verða ákveð- in í launalögum, skulu þau á- kveðin af ráðherra, og greiðast þau úr ríkissjóði. í giæinargerð frumvarpsins segir svo: Á síðustu árum hafa orðið stórfelldar framfarir í flug málum íslendinga. Fyrir styrj- öldina voru flugvellir hér fáir og smáir og flugið lítill þáttur i samgöngumálum þjóðarinnar. Á styrjaldarárunum hefir þetta breytzt. Flugvellir hafa verið byggðir, einkum þó af hernað- aryfirvöldunum, en þeir síðan afhentir íslendingum. Flugvél- um hefir fjölgað mjög, og flug- ið er sívaxandi þáttur í sam- göngukerfi landsins. Hér starfa nú tvö flugfélög, og hér eru flugskólar, sem eiga æfinga- og (Framhald á 4. síöu) 62. blað Tveir frægir sundgarpar frara á Alþingi í gær Yfirstjórn framleiðslumálanna lögð í hendur framleiðsluráðs, sem verður kosið af sam- tökum bænda. í gær var útbýtt á Alþingi frumvarpi til laga um framleiðslu- ráð landbúnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á land- búnaðarvörum o. fl. Frumvarpið er flutt af ríkisstjórninni í samræmi við málefnasamning hennar. Það er í átta köflum og fara hér á eftii tveir fyrstu kaflarnir, er marka aðalbreytingar frv. Annar þeirra fjallar um skipun framleiðsluráðs landbún- aðarins, er annist yfirstjórn framleiðslumálanna, en hinn er um verðskráningu landbúnaðarafurða innanlands. Hér eru tveir af kunnustu sundmönnum okkar íslendinga, þeir Sig- urður Jónsson Þingeyingur, til vinstri, og Ari Guðmundsson, til hægri. Þeir kepptu báðir við sænska sundkappann Olsson á sundmóti K. R. í fyrrakvöld Er sagt frá úrslitum mótsins á öðrum stað í blaðinu í dag. Tvö ný sundmet sett á sundmót- inu í fyrrakvöld Sænski sundmaðuriiiii flaug liéðan í gær- morgun — ósigraður. í fyrrakvöld fór fram í sund- ! 100 metra bringusund: 1. Ols- höllinni í Reykjavík hið árlega son á 1.13.4 mín. 2. Sigurður sundmót Knattspyrnufélags | Þingeyingur á 1.17.7, sem er Reykjavíkur. Að þessu sinni var nýtt íslandsmet. fylgst með því af sérstakri at-| 50 metra baksund: 1. Ólafur hygli, þar sem meðal þátttak-, Guðmundsson í. R. 34.9 sek, endanna var einn af kunnustu sem er nýtt íslandsmet. Gamla sundmönnum Svía, Per Olof Olsson. En hann kom hér við á leið sinni til Bandaríkj annh, þar sem hann ætlar að keppa í sundi á sundmótum. Hinir íslenzku sundmenn stóðust Svíanum ekki snúning, enda varla við því að búast, og fór hann héðan ó- sigraður. Árangur íslenzku sundmannanna á mótinu var samt sem áður ágætur og voru sett tvö ný íslandsmet. . Úrslit í einstökum greinum urðu annars sem hér segir: 100 metra skriðsund: 1. Olsson á 58.5 sek. 2. Ari Guðmunds- son á 61.5 sek. (Framhald á 4. síöu) Um skipan og verkefni framleiðsluráðs. 1. gr. Framleiðsluráð land- búnaðarins hefir á hendi aðal framkvæmd laga þessara, og skal það skipað þannig: 5 mönnum kosnum af Stéttar- sambandi bænda á fulltrúaráðs- fundi þess, og sé einn þeirra formaður framleiðsluráðs, og 4 mönnum er stjórn Stéttarsam- bandsins skipar samkvæmt til- nefningu eftirgreindra aðila, einn frá hverjum: þeirri deild Sambands ísl. sa-mvinnufélaga, er fer með sölu landbúnaðar- afurða, Mjólkursamsölunni i Reykjavík, Sláturfél. Suður^ lands og mjólkurbúunum utan mjólkursvæðis Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, allir til 2ja ára í senn. Framleiðsluráð kýs úr sínum flokki 3 menn í framkvæmda- nefnd og jafnmarga til vara. Verkefni nefndarinnar er að taka ákvörðun um og afgreiða mál, sem ekki þykir fært að fresta til fundar framleiðslu- ráðs. Framleiðsluráð ræður sér fulltrúa er annast dagleg störf, Þingfuiidum frestað Fundum Alþingis var i gær frestað. Á þingið að koma sam- an aftur 8. apríl, að afloknu páskaleyfi þingmanna. Búnaðarþingi slitið í gær Nýjung í byggingariðnaði Fyrsta vibrósteinaverksmiðja á íslandi. Suöur í Kópavogi er verksmiðja, sem steypir byggingasteina af sænskri gerð. Telja forstöðumenn fyrirtækisins, að steinarnir séu bæði ódýrari og betri en annars þekkist. En hvað segja ráðunautar almennings um þessa nýjung? í fyrradag var fréttamönnum boðið að skoða byggingarefna- verksmiðju, sem er suður í Kópavogi og steypir svokallaða Vibrosteina. Eru það bæði hol- steinar og heilsteinar. Steyp- an er vélhrist svo að minna vatn fari í hana og síðan eru stein- arnir þurrkaðir eða hertir i miklum hita. Með þessu móti er talið, að steypan verði sterk- ari og endingarbetri en ella. Framkvæmdastjóri verksmiðj- unnar er Örn Guðmundsson, en verkstjóri Óskar Magnússon frá Steinum undir Eyjafjöllum. Þessi steinagerð er sænsk og hófst framleiðslan árið 1938. Verksmiðjan í Kópavogi býr til Búnaðarþinginu var slitið í 700—800 steina á dag, en þar vinna aðeins 4 menn. Er ætl- azt til þess, að steinarnir verði því ódýrara byggingarefni, en nú er almennt fáanlegt og ekki sízt vegna þess, að hitaeinangr- un á að vera betri en títt er í steyptum holsteinum. gær. Fjallaði það um mörg mik- ilvæg mál sem snerta landbún- aðinn og bændur sérstaklega. Verður á næstunni skýrt frá þeim málum, sem það hefir fjallað um og ekki hefir enn verið sagt frá í blaðinu. Þess er að vænta, að starfs- menn alþjóðar, þeir sem sér- fróðir eru um byggingamál og eiga að veita fólki upplýsingar og ráðleggingar, fylgist með þessari nýjung, reyni þessa steinategund og beri henni vitni. Vibro-steinninn tekinn úr vélinni. það getur einnig valið sér trún- aðarmenn til eftirlits eftir þvi sem þörf krefur. 2. gr. Aðalverkefni fram- leiðsluráðs (auk þess sem um jæðir í 1. gr.) eru: 1. að fylgjastmeð framleiðslu, sölu og vinnslu landbúnaðar- vara; 2. að stuðla að eflingu land- búnaðarframleiðslunnar i sam- starfi við Búnaðarfélag íslands svo að hún fullnægi eftir því sem kostur er á þörfum þjóð- arinnar 3. að stuðla að umbótum á vinnslu og meðferð varanna; 4. að vinna að aukinni hag- nýtingu markaða fyrir þessar vörur utan lands og innan; 5. að vinna að því að beina framleiðslu landbúnaðarins að þeim framleiðslugreinum sem landbúnaðinum eru hagfelldast- ar og samrýmast bezt þörfum þjóðarinnar á hverjum tíma; 6. að ákveða verðmiðlun á kindakjöti, mjólk og mjólkur- vörum samkv. fyrirmælum laga þessara; 7. að ákveða mjólkursölusvæði samkv. lögum þessum; 8. að verðskrá landbúnaðar- vörur í samræmi við vísitölu hagstofunnar, sbr. 2. málsgr. 6. gr. og 7. gr. 3. gr. Framleiðsluráð lætur safna og gefa út ár hvert skýrslu um framleiðslu landbúnaðar- vara, vinnslu þeirra og sölu, markaði, markaðshorfur og af- komu landbúnaðarins á hverj- um tíma. Skylt er öllum þeim fyrir- tækjum og stofnunum er hafa með höndum vinnslu eða sölu landbúnaðarafurða, að láta ráð- inu í té allar upplýsingar, er því geta að gagni komið við störf þess og þær geta veitt. Um verðskráningu. 4. gr. Söluverð landbúnaðar- vara á innlendum markaði skal miðast við það, að heildartekjur þeirra, er landbúnað stunda, verði í sem nánustu samræmi við tekjur annarra vinnandi stétta. Hagstofu íslands er skylt að afla nauðsynlegra gagna fyrir 1. júlí ár hvert um framleiðslu- kostnað landbúnaðarvara og tekjur annarra vinnandi stétta á sama tíma. 5. gr. Við útreikning fram- leiðslukostnaðar og verð’agn- ingu á söluvörum landbúnað- arins á innlendum markaði í heildsölu og smásölu skal sam- kvæmt ákvæðum 4. gr. byggt á verðgrundvelli, sem fenginn er með samkomulagi milli þriggja fulltrúa, sem tilnefndir eru af (Framhald á 4. slöuj

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.