Tíminn - 30.03.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.03.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: PRAMSÓKNARFBOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA tii. RITST JÓR ASKRIFSTOFDR: EDDUHÚ3I. Lindargötu 9 A Slmar 2353 og 4373 APGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFRTOFA: EDDUHÚSI, Llndargöw 9 A Simi 2323 31. árg. Reykjavík, sunnudaginn 30. inarz 1947 Aukablað H L U G O Hekla byrjaði að gjósa í gærmorgun eftír 102 ára hlé ikið gos og myrkur sunnanlands Laust fyrir klukkan 7 í gærmorgun heyroist gífurleg sprenging frá Heklu. Fylgdi henni snarpur jarðskjálftakippur, sem náoi um allt Suðurland. Þegar á eftir gaus mökkur mikill upp úr Heklu og náði Iiaiui fljótlega 7—8 km. í loft upp. SíOan hefir stöðugt verið mökkur yfir Heklu og hefir hann sézt greinilega frá Reykjavík. Jafnframt iheyrast stöðugt drunur og dynkir frá Heklu og hafa þeir heyrzt víða um land og jafnvel norður í Grímsey og til Vestfjarða. Yfir öllu Suð- urlandsundirlendinu liggur dimm móða og í Rangárvallasýslu var myrkur í gaer. Gosiö séö úr lofti Frásögn Guðmundar Tryggvasonar. Pálmi Hannesson rektor gekkst fyrir flugleiðangri austur til Heklu fyrir hádegi í gær, til að athuga úr lofti hið stórfenglega g;os, sem þá yar byrjað fyrir i'áuin klukkustundum. Lagt var af stað kl. 10.26 og var flogið í Dakotavél frá Flugfélagi íslands. í leiðangrinum tóku þátt, auk Pálma rektors, Eysteinn Jónsson menntamálaráðherra, Hermann Jónasson aljþm., Brynjólfur Bjarnason alþm., Guðm. Hlíðdal símamálastjóri, náttúrufræð- ingarnir Guðmundur Kjartansson og Sigurður Þórarinsson, fréttamenn frá útvarpi og blöðum o. fl. Tæplega er hægt að hugsa sér betra skyggni heldur en var hér í gærmorgun, énda sást gos- mökkurinn úr Heklu sæmilega frá Reykjavík. Flogið var af Reykjavíkur- vellinum beina leið austur yfir Mosfellsdal, Mosfellsheiði, Þing- vallavatn og Grímsnes og þaðan beint til Heklu. Að jafnaði var flogið í ca. 4200 feta hæð, en þegar nær dró eldfjallinu, hækkaði vélin flugið upp í 7600 feta hæð. Eins og geysimikið ský. Strax þegar komið var austur yfir Mosfellsheiði, sást gos- mökkurinn greinilega, og mætti helzt líkja þeirri sjón við ferlega útsynningsskýjaklakka . Mökk- urinn teygir sig upp í á að gizka 40 þús. feta hæð og hallast lítið eitt suður á við, undan norðan- áttinni, en yfir Suðurlandsund- irlendinu frá Eyjafjóllum vestur undir Hvítá og á haf út, hvílir misturmóða, módökk í grennd við fjallið, en þynnist og lýsist eftir því sem fjær dregur. Á hættusvæðinu. Það varð þegar ljóst, er komið var austur að Heklu, að engin leið var að fljúga kringum fjallið, því að suður af því var algert myrkur og stórhríð af kolsvartri eldfjallaöskunni. Flugvélin sveimaði því að norð- an, vestan og austan við fjallið. Fyrst var ekki komið öllu nær gígnum en í 10 km. fjarlægð, en næst mun vélin hafa kom- izt í 3—4 km. fjarlægð frá gos- inu, og er það óneitanlega ekki hættulaust, því að grjótflugið upp úr gígnum er með fádæm- um. í suður, nokkuð í suðaustur og langar leiðir suðvestur frá Heklu, er landið að þekjast svartri öskunni, og er það ýmist svart eða gráleitt yfir að sjá. Tindafjallajökull má til dæmis heita alveg svartur. En þó að þessi svarta ábreiða veki óneit- arilega ugg og eftirtekt, er það þó fyrst og fremst fjallið sjálft, gígurinn, gosmökkurinn í fer- legum bólstrum og hnyklum og glóandi hraunstraumarnir, sem seiða augað og athygkina til sin. Niður norður- og norðaustur- hlíðar Heklu renna tveir hraun- straumar, og er að minnsta kosti annar þeirra mjög breið- ur. Upp af hraunelfum þessum leggur ryðbrúnan reyk af brunnum sandi og grjóti. Eins og geta má nærri, er snjór sá, er á fjallinu hefir legið, að mestu bráðnaður, og hefir af því orðið jökulhlaup niður í Rangár- botna. Athygli vekur það, að innan um brúnar hraunguf- urnar og gráa gosmekkina má sjá háa, hvíta gufustróka viðs- vegar um norðvesturhlíðina, líkast því þegar reykir stíga upp af stóru hverasvæði. Er um tvennt að ræða, að þarna séu að gufa upp síðustu leifarnar af vatni og snjó, eða að þarna hafi opnast sprungur og glufur, sem. heitar gufur úr iðrum jarðar rjúki upp um. Eldhaf. Nokkru eftir að komið var austur, var sem gosmökkurinn þynntist snöggvast að norðan- verðu og gat þá að líta eina hina ægilegustu sýn, sem mann- legt auga fær séð. Þar sem reykurinn hvarflaði frá, kom í ljós dumbrautt eldhafið upp úr gígnum og mátti þá greinilega sjá þétta hríð af heljar-björg- um, sem þeyttust í sífellu svo hátt, sem séð varð. Munu allir sjónarvottar sammála um, að forfeðrum okkar, sem töldu Heklugíga reykháfa Helvítis, hafi verið mikið vorkunnarmáL er þeir hölluðust að þessari skýr- ingu á hinum geigvænlegu jarð- eldum. --------- Eftir að flugvélin hafði sveim- að í grennd við Heklu rúma klukkustund var haldið heim- leiðis og lent á Reykjavíkur- flugvelli kl. hálf eitt. Þeir, sem tóku þátt í ferðinni, munu minnast hennar alla ævi, því að jafn hrika-stórfenglega Fuglar flýja til Íiafs.-Óttastað, fiskur hverfi af miöum I Vestmannaeyjum fannst snöggur jarðskjálftakippur laust fyrir kl. 7 í gærmorgun, og á 8. timanum varð vart við tvær hræringar. Um svipað leyti sást gosmökkurinn í norðri, en brátt gerðist svo dimmt af mistri og öskufalli, . að .hvorki grillti í Helgafell eða Heima- klett. Unnið var við ljós allan daginn og bílar óku með ljósum. Framan af deginum féll gróf- gerður sandur, þungur i sér, svo að hann sekkur í vatni, en þetta breyttist þegar leið að kvöldi, öskufallið minnkaði og var það einkum fíngert duft, sem þó særir augun. Öskufallið var orðið. það mikið kl. 7 í gær- kvöldi, að öskulagið var farið að hrynja af sjálfsdáðum af meðalbröttum húsaþökum. Allan daginn heyrðust þungir dynkir og drunur frá Heklu. Bátar fóru á sjó í gærmorgun og fiskuðu ágætlega í fyrstu, en svo var sem að fiskurinn hyrfi alveg af miðunum. Til dæmis fékk einn bátur mjög gott tog um morguninn og reyndi síðan ajtur á sömu slóðum í tvo tíma en fékk þá aðeins einn fisk. Fuglar flýja frá Eyjunum í stórhópum, suður um haf. Gosmökkurinn úr Heklu. A miðri myndinni má sjá votta fyrir hraunstraumunum, sem síga niður hlíðarnar á tvo vegu, en fjallshryggur er á milli. (Ljósm.: V. Sigurg.). Mesta jarðskjálftahættan senni- lega liðin hjá. - En öskufallið getur gert mikinn usla Frásögn Pálma Hannessonar rektors. Fengu færri en vildu Flugferðum var haldið uppi austur að Heklu allan daginn í gær bæði frá Flugfélagi íslands og Loftleiðum. Skipta þeir hundruðum, sem vildu fljúga en fengu ekki. sýn og 40 þúsund feta háan, biksvartan gosmökkinn á aðra hönd og mjallhvít öræfin, böð- uð í hádegissólinni, á hina, getur enginn látið sig dreyma i;um, nema sá, sem séð hefir. Fréttamaður Tímans hafði tal af Pálma Hannessyni rektor í gær og ræddi við hann um þetta Heklugos og önnur fyrri. Upplýsingar þær, sem hér fara á eftir, eru byggðar á því við- tali. Heklugos hafa oft staðið lengi, svo að skipti mörgum vikum, og enda mánuðum, hið síðasta fulla 6 mánuði. Það virðist vera eðli þeirra að hægja á sér ann- an tímann, en herða svo á þess i milli. Sennilega er mesta hættan af jarðskjálftum liðin hjá, því að þeir eru yfirleitt mestir í byrj- un, meðan glgirnir eru að opn- ast. Þó er ekki víst nema fleiri gígir opnist við þessi eldsum- brot og má búast við, að því fylgi jarðskjálftakippir, þó að þeir nái sennilega ekki mjög víða. Ekki virðist vera nokkur á- stæða til að óttast það, að hraun frá gosi þessu valdi skemmdum, því að langt er til byggða. Það er öskufallið, sem hættan stafar af. Raunar hefir aska úr Heklu ekki virzt vera óholl gróðri í sjálfu sér, nema þar sem öskulagið verður svo þykkt, að gróður kafnar undir því. En uppburðurinn hefir oft verið geysimikill. Það mun hafa verið öskufall úr Heklu, sem eyddi byggð í Þjórsárdal um 1300, og dæmi er til þess, að Heklu- aska hafi borizt til Þýzkalands. Öskufallið gæti því haft hinar alvarlegustu afleiðingar í nær- sveitum ef vindur stendur á þær. Gos þetta byrjar með miklum krafti, sem sjá má af þvi, að ask- an, sem fellur suður undir Eyja- fjöllum, og jafnvel úti í Vest- mannáeyjum, er stórgerð og gróf. Jarðfræðingar hafa haft samráð um að athuga gosið, svo sem verða má, frá byrjun. Hugsa þeir sér að koma upp einni eða tveimur athuguna- stöðvum austur í sveitum, skiptast á um að vera þar og fylgjast með því sem gerist. Guðmundur Kjartansson og Jón Oddgeir Jónsson fóru í gær áleiðis austur að Næfurholti, sem er efsti bær á Rangárvöll- um. Jón Oddgeir Jónsson var samferða honum og hafði með sér gleraugu handa fóLI^i þar og e. t. v. fleira. Síðar í gærdag fóru svo þeir Steinþór Sigurðsson og Jó- hannes Áskelsson austur og höfðu meöferðis útbúnað til að ganga á fjöll. Var för þeirra heitið austur í Landsveit. Sig- urður Þórarinsson fór á eftir þeim og ætluðu þeir að. fylgjast að þrir í dag. Þeir Pálmi Hannesson og Trausti Einarsson höfðu hug á því að fara austur í dag. Úr Landsveit Frá Guðmundi bónda í Múla í Landsveit fékk blaðið eftir- farandi skeyti kl. 7 í gærkvöldi: Gosið aðeins í rénun síðasta klukkutímann. Hraun rennur að Litlu-Heklu og niður með henni að vestan. Sjáum ekki annað. Engin aska norðan eða vestan Heklu. 3ja þuinl. vikur- lag í Múlakoti Það er tiltölulega mjótt svæði, sem öskufallið var mest á í gær, því að vindstaða var söm allan daginn. Fréttamaður blaðsins náði tali af Klemens á Sáms- stöðum í gærkvöldi og hafði spurnir af öskufalli í Fljóts- hlíð. Um hádegi í gær fór Klem- ens Kristjánsson á Sámsstöðum inn í Fljótshlíð til að skoða öskufallið. Svo var þá dimmt þegar innar dró í hliðina, að við NeðriÞverá varð að kveikja bílljós og aka í fyrsta gír eftir það. í Múlakoti mældi Klem&sys þriggja þumlunga þykkt lag af vikri og ösku. Var neðst þuml- ungslag af grófum og ^gráum vikri og fann hann þar'meðal annars nokkra vikursteina, sem vóru 2—3 sm. í þvermál. Ofan á þessu vikurlagi var tveggja þumlunga lag af sandi. Ofan á þetta bættist stöðugt meiri sandur í gær, þó að heldur birti í lofti er á daginn leið. Á Sámsstöðum og þar í ^ (Framhald á 4. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.