Tíminn - 01.04.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.04.1947, Blaðsíða 2
TÍMINN, þriðjudagimi 1. april 1947 63. blað Halldór Hvað er vinstri stjórn? Priðjjudafíur 1. apríl Síðan Heklugosið hófst á laug- ardaginn var, hefir verið stöð- ugur bílastraumur austur yfir fjall og flugvélar beggja ,flug- félaganna hafa ekki getað flutt nema lítið brot af þeim fjölda, sem hefir viljað sjá þenhan ó- venjulega náttúruatburð úr lofti. Menn hafa viljað sjá gosið sem bezt, eins og títt er um við- burði, sem sjaldgæfir eru. Það væri vissulega ekki ama- legt að fá Heklugos öðru hvoru, ef því fylgdu ekki önnur óþæg- indi en þau, að þröng væri á vegum vegna skemmtiferða- fólks, er vildi njóta sem bezt hinnar stórfenglegu sýnar. En Hekla er vön að skilja eftir sig önnur merki en stóran gufu- strók, miklar eldglæringar og hraunflóð, sem fellur til ó- byggða. Venjulega hafa gos hennar valdið eyðileggingu og stórfelldu tjóni í þeim býggð- um, sem næstar henni eru. Það er enn ofsnemmt að full- yrða um það tjón, er hljótast muni af þessu gosi. Það eitt er víst, að það hefir þegar valdið stórkostlegu tjóni. Yfir stórum hluta blómlegra sveita, Pljóts- hlíðarinnar og Vestur-Eyjafjall- anna, liggur nú þykk breiða af vikur- og öskulagi. Svipað er að segja um Vestmannaeyjar. All- an fénað hefir orðið að taka á gjöf á þessum slóðum. Vatns- ból hafa eyðilagzt og rafstöðvar. Þó er þetta sennilega ekki nema byrjunin á öðru verra, því að ekki er gott að vita, hvenær jörðin verður jafngóð aftur eftir þetta áfall. Það, sem hér hefir gerzt, get- ur átt eftir að gerast miklu við- ar. Enginn veit, hvert Hejda beinir ógnum sínum næst. Það er bein skylda opinberra aðila að bregðast nú við fljótt og vel og koma upp hjálparstarf- semi til aðstoðar þeim, sem harðast verða úti vegna Heklu- gossins. Víða er slíkrar hjálpar þegar orðin brýn þörf, en ann- ars staðar getur hennar orðið þörf innan tíðar. Það má ekki dragast lengur, að slíkur undir- búningur sé hafinn og fram- kvæmdir byrjaðar, þar sem þeirra er þörf. Heklugosið veitir islenzkum náttúrufræðingum ‘óvenjulegt tækifæri. í fyrsta sinn gefst ís- lenzkum vísindamönnum nú kostur að kynnast í sjón og reynd þeim náttúruhamförum, sem einna viðast hafa borið nafn íslands. Það væri ekki að- eins íslenzkum náttúrufræðing- um mikill sómi, heldur allri ís- lenzku þjóðinni, ef þeim mætti auðnast að gera þessum atburði góð og glögg s'kil. Það myndi auka veg þessarar fámennu þjóðar, ef það reyndist, að hún hefði slíkum mönnum á að skipa. Það er víst, að íslenzkir nátt- úrufræðingar vilja ekki láta sinn hlut eftir liggja. Það hafa þeir þegar sýnt í verki. Nú er það ríkisstjórnarinnar og Al- þingis að veita þeim fyllsta stuðning, svo að starf þeirra megi lánast sem bezt. Þá þarf almenningur ekki síður að leggja hönd á plóginn og veita þeim allar upplýsingár, sem eru líklegar til aS geta orðið þeim að liði. Þeir hafa þegar óskað eftir slíkum upplýsingum og ber fastlega að vænta þess, að þeirri beiðni verði vel tekið. Það er talað um vinstri stjórn og vinstri stefnu í stjórnmálum. Oft er það þó mjög þokukennt og óljóst, sem fyrir mönnum vakir, þegar þeir eru að tala um slíkt. Ég held, að það séu ef til vill næsta fáir, sem hafa gert sér grein fyrir því, hvað vinstri stefna er. Sumir hafa e. t. v. sett dæmið þannig upp, að Sós- íalistaflokkurinn væri lengst til .vinstri af „vinstri flokkunum". Samkvæmt því yrði t. d. Bryn- jólfur Bjarnaspn sá nálaroddur á áttavita þeirra, sem segði til um hina réttu og sönnu vinstri stefnu. Aðrir hafa e. t. v. bitið sig í það, að leggja einstök stefnumál til grundvallar, og er það miklu nær sanni. Þó verður þar líka að hafa fulla gát og dómgreind við. Það er t. d. í sjálfu sér eng- in allsherjar Sönnun fyrir vinstri stefnu, þó að ríkisrekstur sé tekinn upp að meira eða minna leyti. Það hafa ýmsar þær ríkis- stjórnir gert, sem almennt eru taldar hafa verið lengst til hægri. Stjórn Hitlers í Þýzka- landi var ekki frábitin ríkis- rekstri. Stjórn Bechs ofursta i Póllandi gekk að ýmsu leyti lengra í ríkisrekstri en t. d. stjórn Pers Albins Hansons í Svíþjóð. Keisarastjórnin rúss- neska rak járnbrautir R’úss- lands og námur í sinni tíð. Og íslendingar muna úr sögu ein- okunarverzlunarinnar kafla um landsverzlun, — konungsverzl- unina. En það er tvímælalaust spor til vinstri, þegar hið dpinbera rekur verzlun, sem mjög er gróðavænleg, „til að taka gróða fárra handa mörgum“. Sömu- leiðis er t.d. frumvarpið um inn- kaupastofnun ríkisins stefna til vinstri, því að það á að fyrir- byggja það, sem við hefir geng- izt, að fésterk einkafyrirtæki í bókinni „Noregur á neyðar- tímum“, minnist Worm-Múller prófessor á þá tíma, sem norsku þjóðinni hafa verið erfiðastir. Það var í Napóleonsstyrjöldinni, þegar sambandið við Danmörku var rofið. Sérstök stjórnar- nefnd var mynduð, til að sjá hag lands og þjóðar borgið. Kristján Ágúst prins var for- maður hennar. Árið 1809 sendi þessi nefnd konungi Noregs og Danmerkur bréf, þar sem lýst var hinu dapurlega ástandi landsins. Nefndin fann sig meðal ann- ars knúða til að segja það skýrt og ákveðið, að „skortur á brenni- víni og tóbaki sviptir fjölda fólks um land allt heilsu og hreysti*. Þetta neyðaróp var heyrt og skömmu síðar hét ríkisvaldið græddu á því, að útvega al- mannasjóðum vörur, svo sem byggingarefni. Þessi dæmi eru ekki rifj'uð upp til að rugla menn, svo„að þeir haldi, að munur á hægri og vinstri í stjórnmálum sé eng- inn til. Öðru nær. Ég minni á þessar staðreyndir til að sýna, að það er bæði hvatvíslegt og grunnfærnislegt, að álykta of mikið út frá einstökum atrið- um. Það er því t. d. ekki heldur nein sönnun fyrir því, að Sjálf- stæðisflokkurinn okkar sé allt í einu orðinn róttækur vinstri flokkur, þótt hann fylgi bæjar- útgerð í viðlögum eins og Rússakeisari rak námurnar eða einvaldsherra Dana verzlunina við ísland, þegar kaupmenn'og óáran höfðu gengið svo nærri þjóðinni, að í bili svaraði ekki tilkostnaði að kúga hana. Vinstri stefha í stjórnmálum miðast við það að gera rétt manna til lífsins og gæða þess sem jafnastan. Hún miðast við það, að jafna aðstöðu fólksin^, loka stórgróðaleiðum einstakra manna á alþjóðarkostnað, af- nema forréttindi og skapa rétt- látt þjóðfélag. Réttlátt segi ég, því að hlutdræg umboðsstjórn mismunar mönnum alltaf eftir einhVerjum leiðum, sem alls ekki eru miðaðar við þjóðar- hagsmuríi. Þessum almennu sannindum til skýringar skal riú nefna nokkur dæmi frá stjórnmálaá- tökum okkar síðustu missirin. Þegar því er lýst yfir, að verzlun öll og vörudreifing skuli gerð alþjóð sem ódýrust, þá er það stefnuyfirlýsing í vinstri átt. Sama er að segja um það, að lofa því að fjármagni og vinnuafli verði einbeitt að upp- byggingu atvinnulífsins. Þetta er að viðurkenna vinstri stefnu og lofa að stjórna samkvæmt verðlaunum fyrir innflutning matvæla og — brennivíns. „Það er almenn trú meðal bænda í Noregi, að brennivín geri menn hrausta og langlífa“, segir í ferðasögu einni frá 1829. í ^þingskjali einu frá þjóð- fundinum á Eiðsvelli 1814, segir svo: „Brennivín er sveitamönn- um og vinnandi stéttum ómiss- andi í okkar kalda loftslagi“. Amtmanninum norðanlands taldist svo til 1830, að á vertíð- inni við Lófót entist hverjum sjómanni brennivínsflaskan í þrjá daga, — mjög hófleg not- kun, segir hann. „Að þessi neyzla sé ofmikil við alla þá erfiðleika, sem útróðr- unum fylgja, getur sá einn lát- ið sér detta í hug, sem ekki þekkir til. Ef þessi neyzla félli niður, er hætt við að ýmsir henni og gera lífskjör hins venjulega alþýðumanns, sem bezt. Sömu sögu er að segja af lög- gjöf um aðstoð ríkisvaldsins og hjálp við alþýðufólk, sem reynir að byggja yfir sig. Það er vinsfri stefna, tilraun til að brjóta eitt hið versta okraravald þjóðfé- lagsins á bak aftur, með því að hjálpa fólki til að eignast hús- næði fyrir sannvirði, án þess að verða byggingaokrurum og fasteignasölum að féþúfu. Lög um að skammta byggingarefni eru í sjálfu sér hvorki hægri né vinstri, en þau gera vinstri stefnuna framkvæmanlega hér, með því að fá fulltrúum ríkis- valdsins umráðarétt yfir bygg- ingarefninu. Þetta allt saman ’er vinstri stefna í orði. En þegar þeásu öllu saman fylgir sú framkvæmd, að stór- gróði einstaklinga af verzlun hefir aldrei jafn mikill verið, einstakir stórgróðamenn hafa aldrei haft eins mikil fjárráð og frjálsræði til einkaþarfa, ef þarfir skyljdi kalla, lögin um aðstoð við byggingar almenn- ings eru bara óvirk pappírs- lög, skömmtun byggingarefnis aldrei framkvæmd og annað þar eftir, svo að þrælatök húsa- braskara og okurkarla á fólkinu hafa aldrei verið fastari og verri, er orðinn næsta lítill vinstri bragur á stjórnarfarinu. Það ‘er ekki vinstri stjórn, sem þannig fer að ráði sínu. Það er hægri stjórn af versta tagi, því að hún villir á sér heimildir, þykist ætla að fylgja vinstri stéfnu, en gerir það ekki. Hún svíkur vinstri kjósendur til fylg- is við sig, ef hún er nógu í- smeygileg og kann vel að leika hlutverk hræsnarans. í fram- kvæmdinni- gælir slík stjórn við braskara og sníkjustéttir, en umfram venjulega hægri stjórn sjúkdómar brytust út meðal sjómannanna og gerðu óút- reiknanlegan skaða í slíku fjöl- menni“. Eftir þessari kenningu lifðu menn á hinum „gömlu, góðu dögum“. Framfarir síðustu ára eru geysilegar. Það er nóg að nefna eins ævintýraleg orð og útvarp, loftferðir, rafmagn eða hugsum okkur framfarir í læknislist. Allt væri þetta óhugsandi, ef ekki væri sá grundvöllur, sem nútímavísindl hafa lagt. Án þeirra hefðum við aldrei fengið meginhluta þeirra framfara, sem einkenna okkar tíma frá því, sem við köllum „gamla daga“. Heimurinn hefir heldur ekki staö’ul í stað, að því er áfengið snertir. Visindalegar rannsókn- ir hafa mörgu breytt frá því, sem var fyrir 100 árum og þar hqfir komið í ljós, að gamla skoðunin á áfenginu var sjálfs- blekking og villa. Þetta nýja við- horf kemur m. a. fram í þesum orðum úr einni mest notuðu kennslubók þjóðarinnar: „Á- ferigið er eitur, sem getur gjör- spillt mönnum. Ekkert efni hefir valdið jafnmikilli eymd meðal manna sem áfengið". (Heilsufræði eftir Holmsen og Ström). Áfengi sem læknislyf er atriði, sem vert er að leiða hugann að. „Sá, sem byrjar hefir hún það, að svíkja heið- arlegt og réttlátt umbótasinnað fólk, sem glæptist til að taka mark á stefnuyfirlýsingu henn- ar. Hún svíkur sanna vinstri menn með kossi. Það má líka nefna eitt af mörgum átakamálum þessa þings, iðnfræðslumálið. Auð- vitað er fjarri því, að'það sé vinstri stefna að halda iðn- fræðslúnni í þeim miðaldafjötr- um, sem hún er í. Ef þjóðar- hagsmunir og jafnrétti manna ætti að ráða eingöngu, .hlyti að verða miðað við það, að' þjóðin ætti jafnan nóg af iðnlærðum mönnum, þar sem sérkunnáttu þarf til nýtilegra verka, og menn fengju að læra þau svo fljótt og vel, sem þeir hafa hæfi- leika til. En það eru önnur sjónarmið, sem eru varin með odd og egg. Þar er verið að neita mönnum um rétt til að læra fljótt og má það sennilega teljast til eins- dæma, sem betur fer. í öðru lagi er svo miðað við, að iðnlærðu stéttirnar geti lokað að sér, svo að mannfjöldi þeirra miðist við það, hvenær eftirspurnin og þörfin kann að verða minnst, en ekki mest. Sé iðnfrSeðslan nokkurs virði, þá hljóta iðnaðarmennirnir líka að vinna verk sín betur en ó- íærðir menn. Þá verður það líka dýrara og verra fyrir þjóðina í heild, þegar hún verður að nota ólærða og réttindalausa menn til að ganga í verk þeirra, t. d. þessi árin við húsagerð. Vegna þrengstu stéttarhags- muna hefir svo fáum mönnum verið kennd húsagerð, að þjóð- in verður að láta ólærða menn byggja fyrir sig, og taka við verri húsum vegna þess, ef nokkuð vit er í þeim grundvelli, sem réttindunum er’úthlutað á. Jáfnframt er svo mönnum stranglega bannað að læra nokkra iðngrein á skemmri tíma en 4 árum. Það eru einmitt sérhagsmunir tiltölulega fámennra hópa, sem liggja til grundvallar baráttunni fyrir miðaldaskipulagi iðn- fræðslunnar, gegn hagsmunum daginn með því að drekka brennivín, verður aldrei veikur“, segir í fræðibók frá 17. öld. Á- fengið var þá álitið allsherjar- meðal, sem ætti við öllu. Álit nútímans hefir jafn fræg- ur og viðuíkenndur maður, sem dr. med. Ragnar Vogt prófess- or við háskólann í Osló seít fram með þessum orðum, „sem lækn- isdómur hefir áfengi enga raun- hæfa þýðingu. — Það er yfir- leitt ekki notað áfengi í rlkis- spítalanum. Að því er ég veit bezt, trúir enginn stéttarbræðra minna á nein verjandi eða læknandi áhrif þessa meðals“. Núverandi rektor háskólans í Osló, dr. med. Otti Lous Mohr prófessor, segir glöggt og ákveð- ið: „Rannsóknir lyfjafræðinnar hafa sannað það óvéfengjan- lega, að hin gahila og gróna trú á áfengjið sem verðmætt læknislyf, er hrein og bein hjá- trú“. Þetta segja vísindi nútímans. En hætt er við, að mikið vatn renni til sjávar áður en þetta verður ríkjandi skoðun almenn- ings. Svo víða stendur nú brennivínsflaska og bíður þess að vera notuð til lækninga. Sopinn til að velgja. Hver hefir ekki heyrt um hann. Við vitum það er satt, segir fólk. Við höfum reynt það svo oft. Sjálfsblekking, svara vísindin. Og þau segja meira: Áfengi minnkar líkamshitann, — jafn- vel allt að einni gráðu. þjóðarinnar í heild og almenn- um mannréttindum allra þeirra, s^m vilja verða iðnaðarmenn: Það er afturhald. Það er ó- menguð hægri pólitík. Fyrir skömmu hafa orðið snörp átök á Alþingi um frum- varpið um fjárhagsráð. Það má segja, að það sé í sjálfu sér hvorki vinstri né hægri stefna, sem kemur fram í því. En hitt er víst, að það er ekki hægt að framfylgja vinstri stefnu í gjaldeyrismálum og verzlun, nema að gera ráðstafanir eins pg þar er lagt til. Það er ekki hægt að ábyrgjast það, að gjaldeyrinum sé varið með hagsmuni almennings fyrir augum, nema með því að hafa stjórn á honum, og fyrirbyggja, að hann sé notaður öðruvisi. Við höfum fengið meira en nóg af stórum orðum, sem ekki hefir verið staðið við. Við höf- um séð, að það er einskis virði að lofa heiðarlegri ráðstöfun gjaldeyrisins, ef alls konar vargar hafa svo frjálsræði til að hrifsa hann undir sig eins og þeim sýnist. Við höfum séð, að það er einskis virði að lofa hlutlausri skömmtun og heiðar- legri úthlutun á eftirsóttum vörum, ef það er ýmist haft að engu eða óheppilegir menn, sem útbýta eftir flokkslegum lit og eigin geðþótta fara með valdið. Ég er ekki viss um, þegar alls er gáð, að Alþingi sé nú þannig skipað, að við hefðum getað fengið meiri og betri vinstri stjórn, en þá sem nú er. Svo mikið er víst, að hún hefir lof- að að ráða bætur á ýmsri hægri villu, sem þróaðist undir fyrr- verandi stjórn. Samkvæmt þeim loforðum hefir verið unnið, þó að það sé mest undirbúningur ennþá. Eflaust mætir þessi ríkis- stjórn eins og aðrar hægri öfl- unum, bæði meðal stuðnings- manna og andstæðinga. Eftir því mun sæmd hennar mest fara-, hvernig henni endist gæfa til að halda fram stefnu sinni ákveðið og heiðarlega, án þess að láta feigðaröflin fleka sig. Líkami okkar verður að halda sem jöfnustum hita. Verði líkamshitinn of mikill þenjast blóðæðarnar í hörundinu út svo að þær rúmi meira blóð, mað- urinn roðnar og meira blóð verður fyrir kælingu af loftinu. Verði líkamshitinn of lítill drag- ast háræðarnar saman svo að minna blóð kælist, en því fylgir það að hörundið fölnar. Áhrif áfengisins á blóðrásar- kerfið eru lamandi, svo að hár- æðarnar slappast og opnast, þó að líkamshitinn sé sízt um of. Blóðið streymir þá út í hörund- ið, andlitið roðnar, og mannin- um iinnst að sér sé heitt, en það er bara yfirborðshiti. Það serii hefir gerzt, er að líkaminn hefir látið frá sér hita, tapað hita í stað þess að vinna h’ann, eins og manninum fannst. Og því ætti það að vera auðskilið, að ef líkaminn er of kaldur, þá er illa ráðið að taka inn það, sem eyðir líkamshitanum meira og minnkar hann, (i/2—1° C). Þetta er sannleikur, sem marg- ur þekkir ekki eða vill ekki þekkja, af því hann heldur sig hafa reynt' hið gagnstæða. En það er margreynt, að þeir þola kuldann bezt, sem einskis áfeng- is neyta. Hér er vert að minnast heims- skautaferða og erfiðra starfa í kaldasta hluta heims. Fáir menn hafa meiri reynslu af erfiðleikum og striti á jökul- auðnum norðurheims en þeir Roald Amundsen og Fridtjof AKSEL IIÖIVCiSKT: * I Því var írúað og jbeíía er vitað Nokkrar staðreyndir um deilumál. Þessi grein er þýdd úr Kooperatören, blaði norskra samvinnu- manna. Okkur mun ekki bregða við að heyra um gamla hjátrú í áfengismálum austan hafs frá þeim tímum, er æðstu mönnum hér þótti íslendingum mikil þörf að drekka brennivín til að „velgja sér í maganum eftir allt blönduþambið“. En það er ó- neitanlega fróðlegt að heyra álit fremstu manna Noregs í Iækn- isfræði, heimskautaferðum og íþróttum og niðurstöður ná- kvæmra rannsókna á starfshæfni manna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.