Tíminn - 01.04.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.04.1947, Blaðsíða 3
63. blað briðjjndaRÍnn 1. apríl 1947 3 MIMINGARORÐ: Einar Oddur Kristjánsson g'ullsmiður á ísafirðl. Einar Odídur Kristján&son gullsmiður á ísafirði fórst, eins og kunnugt er, í flugslysinu við Búðardal hinn 13. þessa mán. Hann var sonur Kristjáns bónda Árnasonar (Björnssonar frá Hvammkoti) og Stefaníu Stefánsdóttur, er lengstum bjuggu að Skjalþingsstöðum í Vopnafirði, fæddur þar 26. des. 1891. Upp úr fermingaraldri tók hann að nema gullsmíði hjá frænda sínum Birrii Árnasyni og Baldvini syni hans. Hann flutti til ísafjarðar árið 1916, og átti þar heima síðan. Árið 1918 kvæntist hann Hrefnu Bjarnadóttur (skipstjóra Krist- jánssonar frá ísafirði), myndar- arkonu. Eignuðust þau þrjú börn, sem öll eru á lífi upp- komin: Garðar, stýrimaður, Stefánía, skrifstofustúlka í Reykjavík og Hjördís, í for- eldrahúsum. Einar Oddur stundaði iðn sína jafnan, var góður og smekkvís gullsmiður, en var þó hneigðari fyrir ýms viðskiptastörf og af- skipti af félagsmálum. Hann hafði lengi verið umboðsmað- ur Brunabótafélags íslands í ísafjarðarkaupstað. — Hann var í fasteignamatsnefnd og síðari árin formaður húsa- leigunefndar ísafjarðar. Hann stóð framarlega í ýmsum félög- um bæjarins. Starfaði hann löngum mikið í Templararegl- unni, vp,r jafnan einbeittur og óhvikuli bíndindismaður, og sóknharður formælandi banns og bindindis. Þá tók hann lengi mikinn þátt í málum iðnaðar- manna, og var lengi í stjórn Iðnaðarmannafélags ísafjarð- ar. Hann var eindreginn sam- vinnumaður og tók með áhuga þátt í kaupfélagsmálum á ísa- firði. Hann tók sér fyrir hendur að rækta æðarvarp á Skipeyri hér innan við bæinn, fékk land hjá ísafjarðarkaupstað, girti það, bjó til hreiður og hafði um þriggja ára skeið lagt mikla vinnu og talsvert fé í þessa til- raun, sem hann hafði trú á að mætti takast. — Var hann von- góður um árangur nú á s. 1. sumri, þótt hann vissi að um arðsvon væri ekki að ræða næstu árin. Almenn mál lét Einar Oddur sig meira skipta en títt er um menn, sem eigi standa þar í fremstu röðum. Hugsaði hann mikið um bæjarmálefni ísa- fjarðar og lagði þar ótæpt til mála í viðtölum. Á landsmálum hafði hann einnig mikinn á- huga, og kynnti sér það, sem fram fór á því sviði. Var honum yfirleitt síður tamt að binda sig fast við flokka, en vildi hafa svigrúm til aðfinninga hjá stjórnmálamönnum, er honum þóttu misgerðir fremja. Síðari árin fylgdi hann þó Framsókn- arflokknum eindregið að málum. Einar Oddur var hispurslaus í dómum um menn og málefni í viðræðum og á málfundum. Var hann jafnán ósmeykur við að láta álit sitt í ljós, og hugs- aði aldrei um það, hvort hann var í meirahluta eða minni, en sagði skoðun sína afdráttarlaust. Hann var maður vinsæll, þótt hann legði ekki stund á að tala eins og öllum líkaði, og átti marga kunnin^ja, er virtu á- huga hans og ósíngirni í viðhorfi til' almennra mála. Einar Oddur fór glaður og hraustur heiman frá sér í heið- skýru og kyrru veðri og hugði gott til að lyfta sér upp. Tæp- um tveimur klukkustundum síð- ar var hann horfinn í faðm Hvammsf j arðar. Kunningj um Einars Odds Kristjánssonar er mikill sjónar- sviptir að þessum orðglaða og hressilega manni, sem virtist eiga óteljandi erindum ólokið við lífið og samferðamennina, en hefir nú kvatt svo hastarlega og öllum að óvörum. ísafirði, 25. marz 1947. Kr. J. Nansen. Hvorugur þeirra var bindindismaður. En þegar gera þurfti sitt ýtrasta í nístandi kulda norðursins, hafði hvorug- ur þeirra áfengi um hönd og Nansen lýsir reynslu sinni með þessum orðum: „líéttast er að fordæma áfenga drykki i heims- skautaferðum.“ Þegar nýjustu vísindi og fyllsta reynsla er lagt saman verður því niðurstaðan þessi: Þurfi að verjast kulda, ber að varast áfengi. Það gefur ekki hita, heldur tekur hita líkam- ans. Það, að mönnum finnst sér hitna, er sjálfsblekking. Áfengi og vöðvastarf. Þar var gamla skoðunin sú, að i hóflegum skömmtum væri áfengi gagnlegt,^— áð minnsta kosti skaðlaust. Bændurnir í Stange skrifuðu Stórþingu 1815: „ — vinnandi fólk getur ekki gert verk sín án þess að fá dag- lega brennivínsglas.“ Gagnstætt þessu segir í starfs- reglum, sem þrjú stærstu fyrir- tæki í Þrándheimi settu 1940. „Það er stranglega bannað að hafa meðferðis eða neyta á- fengra drykkja á vinnusta’ð eða í vinnutíma. Brot gegn þessu varða brottrekstri.“ — Þetta ef sjónarmið samtiðarinnar. Hér má nefna ýmsar greinar íþrótta, sem mikillar líkam- legrar áreynslu krefjast. Vís- indamönnum og íþróttamönn- um kemur saman um það, að á- fengisnautn minnki afrekin. Heimsfrægur íþróttamaður, Ivar Ballángrud, sagði fyrir nokkrum árum: „Fyrir mitt leyti vil ég fyrst og fremst taka það fram, að ég hefi alltaf ver- ið bindindismaður, og hefði ég ekki verið það, held ég að ég hefði aldrei komist það, sem ég hefi náð. Það er augljóst að áfengi verður að vera fordæmt meðal íþróttamanna. Það er. ekki hægt að neyta áfengis og halda jáfnframt sæti í fremstu röð íþróttamanna. — Burt með áfengið.“ Þetta voru orð manns, sem hvað eftir annað hefir staðið nærri heimsmetum, og er á sínu sviði einn hinna allra fremstu, sem uppi hafa verið. Og flestir stallbræður hans segja hið sama. Mestum skaða veldur áfengi við þau störf, sem krefjast skjótrar hugs- unar, viðbragðsflýtis, öryggis og nákvæmni. Hér hafa verið gerðar marg- ar vísindalegar athuganir, og niðurstaðan er sérstaklega at-. hyglisverð, þegar um áfengis- neyzlu í smáum stíl er að ræða. Flestir vita, að mikil neyzla er slæm, en halda þó að lítið eitt sé meinlaust eða jafnvel gagn- legt. ÍFramhald á 4. síOu) Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund Faðir okkar og tengdafaðir Ágnst Þórarinssou, andaðist á heimili sínu í Stykkishólmi aðfaranótt 27. þ. m., Börn og tengdabörn. lega og svelgdi munnvatn sitt tíðar en hans var venja. Hann hlakkaði auðsjáanlega til þess að njóta hinna gómsætu jarðarberja úr garði sínum. — Anna ber á borð portvín til hátíðabrigða, sagði hann og leit til mín. — Hvað veldur þeim íburði? spurði bróðir húsbónd- ans. En Lára þagði og kjamsaði í sig piparrætur með rjóma út á og sleikti á sér tanngarðinn í gríð og ergi. — Það er dálítið, sem kemur óvænt, sagði húsbónd- inn — dálítið, sem kemur óvænt. Og svo deplaði hann augunum framan í mig. Er Anna ekki á sama máli? — Það verða víst orð að sönnu, sagði ég og spurði um leið, hvort ég ætti að hella víninú í kúluflöskuna, minnug athugasemda Láru í hitt skiptið, þegar port- vín var framreitt. — Nei, sagði Lára, sem nú hafði lokið vísitazíu sinni um tanngarðinn. Portvín á ekki að kæla. Húsbóndinn leit upp í loftið, kingdi munnvatni sinu og sagði: — Hellið því í kúluflösku eins og vant er, og notið minni flöskuna. — Já, húsbóndi, sagði ég og flýtti mér út. Þegar ég hafði hellt víninu á kúluflöskuna og skenkt í glösin, skundaði ég inn með það, sem örlögin höfðu ætlazt til, að kæmi á óvænt þann daginn — skál með soðnum plómum. — Plómur! sagði húsbóndinn og starði skelfdur á skálina. Plómur — á ég að borða plómur — plómur? Hvár eru jarÖEfrberin, sem við Anna skoðuðum í morgún? — Það er mér ókunnugt um, svaraði ég. Þau voru horfin, þegar ég ætlaði-að fara að tína þau, og plóm- ur voru hið eina, sem ég hafði handbært í svipinn. Mér þykir þetta leiðinlegt. En ég get ekki við þessu gert. — Hver getur hafa komizt í garðinn? sagði húsbónd- inn og varð æði sauðarlegur á svipinn. — Það er vitaskuld frúin, hvein í Hildigerði, sem komið hafði inn til þess að sækja óhreinu diskana. Ég sá hána snudda lengi bograndi úti í garði og troða einhverju upp í túlann á sér. — Það gétur verið, að ég hafi stungið tveimur eða þremur ögnum upp í mig um leið og ég gekk þarna um, sagði Lára, undarlega hógvær og dálítið flóttaleg, og hló við. — Tveimur eða þremur um leið og hún gekk þarna um! hrópaði Hildigerður, sótrauð af smálenzkri heift og ódrepandi sannleiksást — tveimur eða þremur um leið og hún gekk þarna um! Hún skreið þarna á hján- um í fullan hálftíma. Ég gætti sjálf á klukkuna! — E-há og einmitt, sagði húsbóndinn. Það er víst magans fengur, sem í magann er komið. Nú fer Hildi- gerður út og biður þess, að skapið kyrrist. Við borð- um svo plómur dag. En ég hneigði mig og sagði: — Finni ég fáein ber í fyrramálið, skulu þau hér á borðið. — Ég efa ekki, að Anna 'reynir að gera sitt bezta, sagði maður Láru. — Það gera nú reyndar fleiri, bætti húsbóndinn við. — Já — að minnsta kosti þú, þegar þú ert að kenna vinnukonunum þínum að haga sér dónalega við gesti þína, sagði Lára grimmdarlega. Síðan voru plómurnar etnar — þó með lítilli matar- gleði. — Þakka þér fyrir þennan góða mat, sem við feng- um — þrátt fyrir öll óhöpp, sagði bróðir húsbóndans. f Ættum við ekki að gera við löngu lóðina og leggja hana í kvöld, ef hann skyldi slá yfir þoku með nótt- inni? — Alveg sjálfsagt, sagði húsbóndinn, og afla okkur matar með heiðarlegum hætti. En þessi sneið komst aldrei til rétts viðtákanda, því að Lára hafði strunsað upp í gestaherbergið með þeim innilega móðgunarsvip, sem sá einn getur sett upp, er beittur hefir verið herfilegri rangsleitni að rauna- lausu. Hún skellti hurðinni svo rösklega á eftir sér, að það var engu líkara en skrugga hefði riðið yfir húsið. — Nú er hún í essinu sínu, bíbölvuð, tautaði Hildi- gerður. í næstu andrá kom húsbóndinn fram og hélt yfir • lienni dálitla áminningarræðu. En það var bara eins og að skvetta olíu á eld eða vatni á gæs. — Ha? æpti Hildigerður og sveiflaði hnífnum og uppþvottatuskunni, sem hún hélt á, fyrir framan nef- ið á húsbóndanum. Á ég kannske að horfa þegjandi upp á það, að hún æði stelandi og eyðandi yfir allt, sem fyrir henni verður, eins og egypzk engisprettu- hjörð? Við Anna höfum aldrei stundlegan frið fyrir henni — við erum á hlaupum 'frá morgni til kvölds við að tína upp skærin og silkivinzlin, sem hún dritar frá sér, og stjana við endann á henni og þessu huntdkvikindi, sem fylgir henni. Og hún hefir borið þjófnað á Önnu, og tvo kjúklinga höfum við misst hennar vegna, og mig hefir hún slegið utan undir. Já Hjartanlega þakka ég öllum þeim, er sýndu mér samúð og vinarhug við andlát og jarðarför konunnar minnar, Margrétar Þorgrímsdóttnr, eða heiðruðu minningu hennar á einhvern hátt. Pétur Gunnarsson, Miðfjarðarnesi. 1. apríl 1947 verður skrifstofa kirkjugarðanna í Reykjavík flutt í hið nýja skrifstofuhús fyrir ofan útfararkapelluna i Fossvogi. Fyrst um sinn verður skrifstofan opin alla virka daga kl. 10—12 og 14—15 , á laugardögum þó aðeins kl. 10—12. Sími skrifstofunnar er 7712. Kirkjugarðsstjórnin í Reykjavík K. Zimsen. ::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: Kirkjugaröurinn í Fossvogi Frá og með 1. apríl 1947 verður ganghliðinu á aust- urgirðingunni lokað kl 17 alla virka daga vikunnar nema á laugarlögum kl. 12. Á sunnudögum verður hliðið ekki opnað. Jafnframt þessu verður opnað ganghlið á norðurgirðingunni og gengið um það frá kapellulóðinni. Verður það hlið opið alla daga vik- unnar og umgangur um kirkjugarðinn frjáls eftir sömu reglum og gilt hafa. Kirkjugarðsstjórnin í Reykjavík K. Zimsen. ::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: Auglýsing frá Viðskiptaráöi um yfirfærslu á vinnulaunum Viðskiptaráðið hefir ákveðið að veita framvegis þeim erlendu mönnum, sem hér dvelja og fengið hafa atvinnuleyfi hér á landi/leyfi til yfirfærslu á vinnulaunum, svo sem hér segir: 15 af hundraði af sannanlegum tekjum umsækjanda, þó aldrei hærri upphæð en 300 íslenzkar krónur á mánuði. Reykjavík 28. marz, 1947. Viðskiptaráðið. HOW YOU WILL BENEFIT BY READING 1 the world's daily newspoper— THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR. You wi,r ,ind yourse„ on* c the best-informed persons in your community on world offoirs when you read this world-wide doify newspoper regulorly. You will goln fresh, new viewpoints, o fuller, richer understonding of todo/s vitol news—PLUS help from its exclusive feotures on homemoking, educo- tlon, business, theater, music, rodio, sports. Subtcribo now ,o thls spccial "get- acquaintcd" cffer —5 wceks ,or?| (O. S. íunds) listen to "The Christian Science Monitcr Views the News" every Thursday night over the American Broadcasting Comoany The Christian Science Publishing Society PB-5 One, Norwoy Street, Boston 15, Mass., U. S. A. I Enclosed is $1, for which please send me The Christion I Science Monitor for 5 weeks (30 issues). Name_______...................................... Street. lCity... Zone.___State__ UTBREIÐIÐ TIMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.