Tíminn - 01.04.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.04.1947, Blaðsíða 4
FRA M SÓKNA RMENN! Munib að koma í flokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhúsinu við Lindargötu Sími 6066 I. APRÍL 1947 Rangæingar . . (Framhald aj 1. síðu) Gosið séð af Kambabrún. útsýnta. af Kambabrún var hin stórfenglegast, þótt margir, sem þanggð fóru hafi gert sér von um að sjá meira. Gufu- mökkurinn yfir Heklu náði marga km. í loft upp, en nokkru neðar reis dökkur misturbakk- inn, er lá yfir austurhluta lág- lendisins og náði eins langt á haf út og augað eygði. Mistur- bakkinn lá einnig norður af fjallinu. Sjón þessi var ægifríð, eins og eitt af skáldunum hefir komist að orði, að vísu í öðru sambandi. Ekið austur sveitir. Þegar horft var af Kamba- brún, mátti halda, að mistur- bakkinn lægi yfir austursveitum Árnessýslu og Rangárvöllum. Svo var þó ekki. Þegar ekið var austur sveitir, færðist mistur- bakkinn alltaf undan. Sólin skein glaít, en þó var birtan hálf-einkennileg, er mun hafa stafað af mistrinu í a^ustri. Fyrst þegar kom austast í Holtin og á Rangárvelli varð vart við örlítið öskufall, en þó tæpast, nema með nokkurri eft- írtekt. Á Hvoli var það orðið það mikið, að vel var sporrækt. En er austar dró ókst það heldur, unz algerlega skipti um við Hlíð- arenda. Þar fyrir austail hafði öskufallið verið mjög mikið (sjá frásögn Hilmars Stefánssonar >á öðrum stað). Þegar kom austur á Rangár- velli myndaði misturbakkinn eins konar hálfhring, er náði frá Heklu yfir innrihluta í'ljóts- hlíðar og Eyjafjöll, en virtist breyta um stefnu við Seljalands- múla og taka þaðan stefnu á Vestmanna(£ýjar og síðan halda sömu stefnu á haf út. Vind- staðan mun hafa valdið þessu. Rangæingar rólegir. Hér í bænum hafði talsvert verið talað um, hvort fólk í austursveitum myndi ekki vera óttaslegið. Slíkt mun þó síður en svo hafa átt sér stað. Á flestum bæjum á Suður- landsundirlendinu munu menn ekki hafa orðið gossins varir fyrr en um sjöleytið (ca. 10 mín. fyrir 7), þegar jarðsk>álftakipp- urinn varð. Hann mun hafa ver- ið misjafnlega snarpur á svæð- inu. T. d. sparpari á Hvoli og víða í Árnessýslu en á Hellu. Eftir að kippurinn varð, mun mörgum hafa verðið litið til fjalla og sáu þar þá sjón, sem alltaf verður þeim minnisstæð. Hvitgráan reykjarstrók lagði þá upp úr Heklu. Hækkaði hann óðum og breiddist ört út og hvarf Hekl^. fljótt sjónum í mökkinn. Luku allir upp ei^ium munni um það, að sú sjón hefði verjð hin stórfenglegasta og fegursta, því að veður var bjart og fjallasýn góð. Á 30—40 mín. breiddist síð- an öskubakkinn yfir Fljótshlíð- ina og Eyjafjöllin og sá ekki sól í stórum hluta Rangárvallasýslu um urokkurt skeið á eftir. Strax eftir jarðskjálftann fóru að heyrast dunur og dynkir, en ekki bar mönnum saman um, hvenær þeir höfðu verið mestir. Sennilega hafa þeir verið svip- aðir allan daginn, en menn veitt þeim misjafna eftírtekt, eftir að þeir fóru að venjast þeim. Það mun hafa dregið úr óhug manna, að goáið fylgdi jarð- skjálftanum fast eftir, en venjulega er jarðskjálftahættan mest, þtv?ar gosin eru að byrja. Annars hefir það komið glöggt fram nú — þó- sérstaklega á þejim stöðum, þar sem gosið hefir valdið tjóni, — að íslend- ingar taka þvi vel, þegar voða ber að höndum, enda hafa þeir oft þurft að gera það', þegar kringumstæðurnar voru erfiðari og minni hjálpartæki en nú. Mg>*gt ferðamanna hafði kom- ið austur í Rangárvallasýslu um ðaginn, sumir í forvitnis- skyni, en aðrir til a§ vita um venjslamenn. Þá hafði síminn verið óspart notaður. $töðin á Hvolsvelli afgreiddi margfallt fleiri símtöl á laugar^aginn en nokkuru sinni áður voru dæmi til á einum degi og hefir það Leggjast jarðir í eyði? (Framhald af 1. síðu) slóðum. Öskulagið liggur yfir öllu. Hvergi sér stingandi strá eða hvítan díl. Öskulagið virðist hafa runnið saman og er all- hart í sér. Hestum var sleppt út stutta stund í Múlakoti í gær og stigu þeir ekki niður úr ösku- laginu heldur markaði aðeins fyrir hófaförum í því. Öskulagið er grófgerðara að neðan, því að fyrst féllu allstórir vikurmolar en síðan fíngerðari sandur og aska. Sumir vikurmolarnir eru talsvert stórir eða líkt og stein- depilsegg. Engin von um gróöur. Eins og nú horfir, eru litlar vonir um það, að nokkur gróður geti þrifizt á þessum slóðum næsta suman. Kannske verður hægt með ýtum eða svipuðum áhöldum að hreinsa eitthvað af túnunum og plægja hitt upp og sá í það grasfræi. Það hlýtur þó alltaf að taka alllangan tíma, að þau nái sér aftur, og enn lengri tima getur það tekið, að úthaginn nái sér. Bændurnir, sem búa á þess'um jörðum, munu hvorki hafa efni né að- stöðu til, að jarðir þessar leggist i eyði, nema það opinbera hlaupi hér undir bagga. Það er líka nokkur ótti í mönnum við það, að ekki sé allt búið með öskufallinu á laugar- daginn. Ösku- og vikurlagið liggur á fjöllunum fyrir ofan bæina og eru allar líkur til, að það berizt n^ður í byggtfina, þegar hvessir, ef vindátt verður óhagstæð. Taið var, að svipað væri á- statt á þeim bæjum undir Eyja- fjöllum,- sem eru andspænis Fljótshlíðinni þ. e. Merkur- bæjunum. Þegar kemur austur fyrir Seljalandsmúla mun ösku- fallið hafa orðið minna. Það, sem bændur eiga nú í mestum erfiðleikum með, er fóðrun búpeningsins, því að sauðfé og hesta hefir vitanlega orðið að taka á fulla gjöf. Víða veldur’það auknum erfiðleikum, að vatnsból hafa spillzt. Bænd- urnir vilja mjög gjarnan koma sauðfénu og hestunum burtu. Það verður að .teljast sjálf- sagt, segir Hilmar að lokum, að hið opinbera hlaupi hér undir bagga og gangist fyrir hjálpar- starfsemi. Fyrsta verkefnið er að hjálpa bændunum til að koma sauðfénu og hestunum í burtu. Síðan verður að veita þá aðstdð, sem reyndlan leiðir í ljós, að er nauðsynleg og eðli- leg. Ekkert ösku fall á Landi (Framhald af 1. síðu) hesta sína, er þeár ganga á Heklu. Varð sprengjng mikil, er þessi gígur opnaðist. Mikil hljóð, sog og dunur heyr- ast jafnt og þétt í Heklu, og þungur niður frá hraunstraum- unum, þegar þeir bylíast fram og bryðja undir sig grjótið, er á leið þeirra verður, eða fleyja því á undan sér. ' Konu^e og börn hafa verið flutt frá efstu bæjunum, þeim sem næstir éru Heklu, að Gunnars- holti, en ekki stafar þó bæjum fíða fólki nein hætta af gosinu eins og sakir standa, nema þá ef vera kynni af grjótflugi, þeg- ar Hekla tekur verstu andköfih. Heklugosið er tignarlegt (Framhald af 1. slðu) byssna í senn. Gusu þá stund- um upp brúnleitir mekkir við hliðina á gufumekkinum.. Urðu brestirnir mun hærri og snarp- ari, eftir því sem nær dró há- fjallinu. Skammt fyrir ofan Mosadal sáum við frambrúnina á hraunhökunni, sem breiðist út við fjallsræturnar, ofan á hraunið, sem rann þessa sömu leið árið 1845 og komst þá alla laið niður hjá Gamla-Næfur- holti. Þá stóð gosið yfir í sjö áreiðanlega ekki verið gaman- leikur að annast afgreiðslu stöðvsrinnar þann dag. En starfsfólkið þar er orðið öllu vant og kann verk sitt vel. 63. blað Höfum fyrirliggjandi og eigum von á fyrir vorið allskonar HANDVERKFÆRUM til garð- og jarðyrkju, svo sem: Stunguskorium, Malarskóflum, Steypuskóflum, Ballastskóflum, Kornskóflum, Járnkörlum, Hökum, \ Hnausakvíslum, Stungukvíslum, Heykvíslum, Höggkvíslum, Garðhrífum, Arfasköfum. Sendið pantanir sem fyrst. Samband ísl. samvinnuféfaga mánuði. Við námum staðar með hestana um 200 metra frá nýja hrauninu. Upp með brúninni lagði marga en litla mekki, ým- ist rauðbrúna eða hvíta. Þegar nær kom hrauninu lagði af því hita, og var varla hægt vegna hita og hættu af grjóthruni að komast nær en í 5—10. m. fjar- lægð. Sjálf hraunbrúnin var stork- in og fljótt á litið alveg eins og stirðnaðar hraunbrúnir í Svínahrauni og víðar. En þarna var allt á sífelldu kviki. Sjálf hraunbrúnin var víðast um 15 —20 m. há. Skriður af lausa- grjóti hrundu sífellt ofan úr brúninni, og gaus þá upp brúnn rykmökkur, er sennilega myndi vera neistafli^ í myrkri. Stein- arnir voru flestir tæplega hnefa stórir, hvassbrýntir og glumraði í þeim líkt og glerbrotum. Stund um komu stór björg ofan úr brúninni og ultu nokkra metra fram fyrir hraunfótinn. Þau féllu á freðinn mosa, og mynd- uðust þá hvæsandi eldtungur milli steinsins og mosans, án þess að hægt væri að sjá að mosinn sjálfur logaði. Þar sem snjór var í lautum, gaus upp hvítur gufumökkur. Sums stað- ar glóði í glóðraunan eldslit inni í hraunbrúninni, og í stórum skriðum komu stunðum rauðgló andi björg veltandi fram fyrir hraunbrúnina. Þau voru stork- in, alveg eins og venjulegt grjót og allþétt í sér, en rauðglóandi eins og smíðajárn úr afli. Ég hafði engar tilfæfingar til að ná sýnishorni af hrauninu, en loks kom stór steinn með svo miklum hraða, að hann valt nokkra' metra fram á mosa- hraunið. Gat ég brotjð úr hon- um flísar með gömlum hraun- steini og komið þeim „á kaldan stað“ áður en næsta skxiða kom. Hraunið þokast ofurhægt á- fram, á þessum stað að minnsta kosti, enda taldi Guðmuhdur Kjartansson, að það færi ekki nema 6 p. á klst., þar sem hann kom að því. Ég hygg, að það hafi vart farið yfir 2—3 metra á klst. nálægt suðurhominu, þar sem ég skoðaði það. Ekkí vottaði fyrir öskufalli þarna upp frá. Engin fýla eða goslykt fannst, enda var alveg logn í nánd við hraunið. Þó mátti finna ofurlítið aðsog af lofji fast við hraunbrúnina vegna hitans. Var það að finna sem vestanblær, nærri beint á móti vindáttinni á láglendinu. Hefði tími leyft, hefði vel mátt halda áfram upp með hraun- straumnum, upp með hestarétt, með mjög lítilli áhæ^tu. Við riðum greitt til baka, á hálfri annarri klst. niður að Galtalæk. Þar var hæg norð- austanátt og glaðasólskin, en nokkur þykkni á suðurloftinu, sem gerði gosmökkinn ógreini- legri en daginn áður. Kollarnir gnæfðu þó hvítir upp úr þykkn- inu. Yfir sáust hvít, grisjótt blikuský, og virtist gosið engin áhrif hafa á þau. Hæð mökks- ins hefir því vart verið 1Ó km. Kl. 15,30 hóf flugvélin sig upp af túninu á Galtalæk og lenti á Reykjavíkurflugvelli eftir 55 mínútur. SKIPAUTG6RI) RIKISINS „Sverrir” til Stykkishólms, Búðardals, Salthólmavíkur, Króksfjarð- arness og Flateyjar. Vörumóttaka í dag. Þvl var trúað . . . (Framhald af 3. síðu) vélritun, bílakstur, látnir skjóta í mark og þræða nálar, og reynslan er öll á eina leið. Jafnvel mjög litil neyzla hefir neikvæð áhrif. Sænskar tilraunir, sem Curt Gyllenswárd stjórnaði, leiddu í ljós, að við störf, þar sem þurfti að bera hendina fljótt, ákveðið og. nákvæmt að vissu marki minnkaði neyzla 5 cm:i af hreinu alkohóli starfshæfnina allt að helmingi. Það er þó athyglisverðast við þessar rannsóknir, að þeim, sem tilraunin var gerð á, fannst að ”þeir væru vel fyrir kallaðir, voru sjálfir sannfærðir um það, að sér tækist a. m. k. jafnvel eða mun betur en venjulega. Þetta bendir á þann geig- vænlega eiginleika áfengisins, — smáskammtanna líka, — að minnka sjálfsgagnrýnina. Mað- urinn missir hæfileikann til að dæma rétt um eigin verk. Þetta er skýringin á því, að svo margir vilja ekki trúa því, hver áhrif lítil áfengisneyzla hefir. En það er líka skýringin á ströngum bindindiskröfum, sem í krafti vísindalegra athug- ana eru gerðar til ýmis konar vélgæzlumanna, flugmanna o. s. frv. Fundur bænda að Múlakoti Bjarni Ásgeirsson, atvinnu- málaráðherra og Steingrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri fóru austur fyrir fjall í gær til að kynna sér tjón það, sem hef- ir orðið á jörðum vegna Heklu- gossins. Héldu þeir fund í gærkvöldi með bændum af því svæði, sem fyrir mestu öskufalli hefir orðið. Var fundurinn haldinn að Múla- koti og voru einnig mættir þar þingmenn Rangæinga ogí sýslu- maður. Fréttir höfðu ekki enn borizt af fundinum er blaðið fór í prentun. (jatnla Síó DALUR ÖRLAGAMA. (The Valley of Declslon) Greer Garson, Gregory Peck. Sýnd kl. 9. H JÓN ASKILNAÐAR - BORGIN. Amerísk kvikmynd. Ann Sothern, John Hodiak, Tom Drake, Ava Gardner. Sýning kl. 5 og 7. Vtjja Síi (vlð SUúlaqötu ) Frumskóga- drottnmgin. (Jungle Queen). Ævintýrarik og spennandi mynd í tVeimur köflum. Aðalhlutverk: Edward Norris, Ruth Roman, Eddie QuiIIan. Síari hluti sýndur í kvöld kl. 5, 7 og 9. Bönnuð yngri en 16 ára. Fermingarföt úr dökkum efnum afgreiðum við nú gegn eftirkröfu. Sendið nákvæmt mál. Vesturgötu 12. — Laugaveg 18. Simi 3570. "Tjamarbíí Engin sýn- ing í kvöld 4 Tilkynning frá Verðlagsnefnd landbúnaðarafurða Ríkisstjórnin hefir óskað eftir því, að verðlagsnefndin lækki enn verð á dilka- og geldfjárkjöti og hefir því nefndin í dag ákveðið, að frá og með 1. apríl næstkom- andi skuli SMÁSÖLUVERÐ á frystu og söltuðu dilka- og geldfjárkjöti (súpukjöti) i fyrsta verðflokki lækka í krónur 9,85 hvert kíló. Jafnframt lækkar útsöluverð á öllum öðrum tegundum dilka- og geldfjárkjöts um kr. 1.00 hvert kíló. HEILDSÖLUVERÐ skal vera frá sama tíma: 1. verðflokkur kr. 8,64 hvert kíló. 2. verðflökkur kr. 6,74 hvert kiló. ! HANGIKJÖT lækkar í smásölu: í frampörtum í kr. 15,00 hvert kíló. : í lærum í kr. 17,00 hvert kíló. HEILDSÖLUVERE) á hangikjöti skal vera: kr. 2,60 hvert kíló. Meðan verð þetta gildir greiðir Verðlagsnefnd landbún- aðarafurða fyrir hönd ríkissjóðs kr. 1,76 á hvert kíló dilka- og geldfjárkjöts, og kr. 0,88 á hvert kiló hangikjöts, sem selt er eftir 1. apríl af birgðum, samkvæmt mánaðarleg- um sölureikningum. Reykjavík, 31. marz 1947. Verðlagsnefnd landbúnaðarafurða Frá Hollandi Seljum ojí’ Belj^ín 1 E.s. Zaanstroom aldún og hálf dún í frá Amsterdam 5. apríl frá Antwepen 7. apríl. Sendum gegn póstkröfu út um land. 11 1' ■ ■■ 11 EINARSSON, ZOÉGA & Co., h.f. Verzlunm Fell Hafnarhúsinu,. Grettisgötu 57. Símar: 6697 & 7797. \ Símar 2285 og 5285.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.