Tíminn - 02.04.1947, Qupperneq 1

Tíminn - 02.04.1947, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 < PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. ÍIiITSTJÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A \ Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A Simi 2323 31. árg. Reykjavík, miðvikudagiiin 2. apríl 1947 64. blað ERLENT YFIRLIT: Vegur Trumans vaxandi Ilann er talinn viss um sigur, ef forseta- kosningar færu fram nú Fullvíst er nú talið, að Truman Bandaríkjaforseti myndi bera sigur úr býtum, ef forsetakosningar ættu að fara fram á þessu vori í Bandaríkjunum, en allt frá því í maí í fyrra og fram í íebrúar í vetur hafa republikanar verið taldir líklegri til að verða hlutskarpari. Margt er það, sem veldur þessu breytta við- horfi almennings vestra, en þó fyrst og fremst hin ákveðna stefna í utanríkismálum, er Truman markaði, þegar hann mælti með lánveitingunni til Grikkja og Tyrkja. Margar ástæður valda því, að þessi utanríkismálastefna Tru- mans hefir hlotið mikið fylgi. Bandáríkjamenn eru stríðs- þreyttir og vilja gera öflugustu ráðstafanir til að afstýra styrj- öld. Þeir hafa mikla trú á banda lagi sameinuðu þjóðanna sem framtíðarúrræði, en telja það enn svo nýtt af nálinni og van- megnugt, að því sé ekki kleift að leysa sum erfiðustu vanda- TRUMAN. málin. Meðan svo sé, verði Bandarikin að taka að sér það hlutverk að hindra ofbeldi og yfirgang í heiminum. Siðasta heimsstyrjöld hafi hlotist af þvi, að lýð- ræðisþjóðirnar leyfðu einræðis- þjóðunum að vaða uppi, unz komið var í ótíma; Japanir fengu að leggja undir sig\Man- sjúríu og Kína, ítalir Abessiníu og Albaníu, Þjóðverjar Austur- ríki og Tekkóslóvakíu. Slíkan yfirgang verði nú að fyrirbyggja í tíma og ekki sé siðar vænna en að byrja í Grikklandi og Tyrklandi. Margir telja, að Bandaríkin hafi ekki ósvipaða aðstöðu nú og Bretar og Frakkar, þegar Spánarstyrjöldin hófst. Hitler og Mússólíni smygluðu her- mönnum sínum til Spánar til að berjast gegn hinni löglegu stjórn. Á sama hátt styðji Titó og Dimitrof nú uppreisnarmenn í Grikklandi. Hlutleysisstefna Breta og Frakka leiddi til þess, að einræðið sigraði á Spáni og viðnámsþróttur lýðræðisaflanna þvarr víða, þegar úrslitin þar voru séð. Það sé vitanlega ekki hægt að sjá fyrir afleiðingarn- ar af stefnu Trumans í Grikk- landsmálunum, en reynslan í Spánarmálunum sé gott vitni ERLENDAR. FRÉTTIR Franco hefir tilkynnt að hann muni leggja fyrir þingið frv. um endurreisn konungdæmis á Spáni. Ekki er þó ætlast til að lögin komi til framkvæmda fyrr en Franco leggur niður völd eða deyr. Marshall hefir deilt harðlega á stefnu Rússa og Frakka varð- andi friðarsamningana við Þýzkaland. Telur hann þá ætla Þjóðverjum of þröng kjör. Eng- inn teljandi árangur mun enn hafa náðst á Moskvufundinum. um það, hver endirinn yrði, ef Bandaríkin fylgdu nú sömu hlutleysisstefnu og Bretar þá.. í einstaka blöðum Bandaríkj- anna kemur þó fram gagnrýni á utanríkismálastefnu Trumans. T. d. bendir eitt blaðið á, að Bandaríkin styðji Grikki og Tyrki til verndunar oliuhags- munum sínum í Arabíu, en þar ætla Bandaríkjamenn að reisa stórfelld olíuver. í einstaka blöðum kennir hégómagirni. T. d. segir eitt blaðið, að eftir hina á- kveðnu ræðu Trumans sé talið meira um hann en Stalin. Fram til þessa hafi augu heimsins hvílt á Stalin, en nú hvíli þau á Truman. Sú ráðstöfun Trumans virðist einnig eiga miklu fylgi að fagna, að komið sé upp eftirliti með því, að opinberir starfsmenn séu ekki fasistar eða kommúnistar þ. e. s. „fimmtu' herdeildar“ menn. Þetta eftirlit mun þó kosta mörg þúsund nýrra starfs- manna og mörg hundruð milj. dollara útgjöld árlega. Allir virðast sammála um, að fas- istum eða kommúnistum sé ekki treystandi til að gegna þýðing- armiklum störfum, því að þeir séu reyndir að því, að taka meira tillit til erlendra aðila en þjóðar sinnar. Ekkja Roosevelts forseta, sem talin er túlka stefnu manns síns, hefir lýst sig fylgjandi því, að útiloka slika menn frá opinberum störfum, enda lýsti Roosevelt því yfir í seinustu forsetakosningum, að einu mennirnir, sem hann vildi ekki þiggja neinn stuðning af, væru kommúnistar og nasistar, því að þeir hugsuöu meira um hag annarra ríkja en Banda- ríkjanna. Hins vegar hefir frú Roosevelt og margt frjálslyndra manna látið uppi nokkurn ugg yfir því, að þessu eftirliti megi misbeita og nota það gegn miklu fleirum en raunverulega sé ætlast til. Fleiray en þetta tvennt, sem nú er nefnt, hefir hjálpað til að auka vinsældir Trumans. Dregið hefir úr verkföllunum og er það ekki sízt þakkað fram komu Trumans i námumanna- verkfallinu. Verðhækkanir hafa orðið minni en við var búizt og dregið hefir úr ýmsum vöru- skorti, er gerði stjórn Trumans mjög óvinsæla í þingkosning- unum siðastl. haust. Það hefir einnig hjálpað Truman, að póliftík republlk- ana síðan þeir fengu þing- meirihluta hefir valdið von- brigðum. Þeim hefir gengið illa að samríma loforð og efndir. Þeir lofuðu lækkun ríkisút- gjalda, en það hefir ekki sam- rímst sterkum hervörnum og djarfri utanríkisstefnu, er þeir hafa lýst sig fylgjandi. Strax eftir kosningarnar lofuðu þeir 20% almennri skattalækkun, en almenningur lét sér fátt um finnast, þótt skattarnir séu ó- vinsælir, þar sem þeir ríku hefðu hagnast langmest á þessu. Nýlega hafa republikanir því breytt um stefnu og lofað 30% skattalækkun á lágtekjumönn- um og um 10% skattalækkun á hátekjumönnum. Demókratar hafa sýnt fram á með glöggum (Framhald á 4. slðu) Haglaust á fjölda jarða í Fljótshlíð og undir Eyjafjöllum vegna Heklugossins ------------------—------------❖ Frá Heklugosinu í fyrradag Stórfelldur niður- skurður fyrirhug- Mynd þessi var tekin í fyrradag úr flugvél yfir eldstöð'vunum í Heklu. Á myndinni sér á fjallið upp úr skýja- þykkninu og hvar reyksúlurnar þeytast þúsundir feta í loft upp. (Ljósm.: Guðni Þórðarson). Aflabrögð austanlands og norðanlands Yfirlit Fiskifélags Islands Eftirfarandi upplýsingar hafa Fiskifélaginu borizt um sjósókn og aflabrögð austanlands og norðanlands á tímabilinu frá því andir lok febrúar og fram undir lok marz. Frá HornafirSi voru farnir 15—16 sjóróðrar og var afli yfirleitt góður, þó held- ur tregari en. í febrúar. Gæftir voru lengst af góðar. Nokkrir erfiðleikar voru á því að hag- nýta aflann, þar sem skortur var á salti stundum og víða orð- in mikil þrengsli í fiskhúsum. Engin loðna hefir enn komið en hefir orðið vart' fyrir utan Hornafjörð. Er talið að hún muni koma upp að ef gerir haf- átt. Afli Hornafjarðarbátanna er mest allur stór þorskur. Verkfall bílstjóra á sérleyfisleiðum í gærmorgun hófst verkfall hjá bifr«i,ðastórum á öllum.sér- leyfisleiðum. Undanfarið hafa staðið yfir samningar milli atvinnurekenda og bílstjórafélagsins Hreyfill, en samkomujag ekki náðst. Þar sem Hreyfill hafði boðað verk- fall frá 1. apríl, ef samkomulag næðist ekki, hófst verkfallið í gær. Allar ferðir á sérleyfisleiðum féllu því niður í gær, þar á með- al ferðirnar milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Verður svo, þar til samkomulag næst í deil- unni. Atvinnurekendur hafa boðið 700 kr. grunnkaup á mánuði, en bifreiðastjórar krefjast 750 kr. grunnkaups. Horfur á sam- komulagi eru ekki taldar góðar. Frá Djúpavogi hefir aðeins einn bátur farið 7 sjóferðir með línu. Hefir hann hann aflað um 25 smálestir. Handfæraveiðar hafa ekki verið stundaðar, enda tíðarfar ekki vel lagað til þess. 1 / Frá Stöövarfirði hafa tveir aðkomubátar stund að róöra með línu o'g hafa afl- að sæmilega og voru gæftir góð- ar framan af mánuðinum. • * | Frá Fáskrúðsfirði voru farnar 15—20 sjóferðir og afli verið góður og gæftir yfirleitt góðar. Allur fiskur er saltaður þar og hefir nokkuð verið pakkað nú þegar og flutt til Reykjavíkur. Frá Eskifirði hefir enn ekki verið stundað- ur sjór, en haldið er áfram að (Framhald á 4. síðu) Öskufall í Mýrdal v í gær Heklugosið incð miima móti ■ fyrrinótt og' g'aer Síðari hluta dags á mánudag- inn dró verulega úr Heklugosinu. í- fyrrinótt og gærmorgun bar mjög lítið á gosinu og litlar dun- ur heyrðust frá Heklu. Þegar leið á daginn í gær virtist gosið færast í vöxt aftur. í gær varð nokkurt öskufall í Mýrdal. Öskufallið varð það (Framhald á 4. síðu) Hermaður veitir Brynj- ólfi Bjarnasyni áverka Engir •liermciin niega licr cftir fara af Kefla- víkurflugvellinum Sá atburður gerðist um miðnættið í fyrrinótt, að am- erískur hermaður réðist á Brynjólf Bjarnason, fyrv. ráðherra, og veitti honum áverka. Einnig ætlaði hann að ræna bílnum, sem Brynj- ólfur var í, en konur, sem sátu í bílnum, gátu afstýrt því. Brynjólfur var nýlega stiginn upp í bíl fyrir utan húsið Þing- holtsstræti 19 og var að aka í burtu, þegar amerískur hermað- ur kpm á vettvang.íHermaður- inn >reif þegar til framhurðar- innar og opnaði hana, réðist þar næst að Brynjólfi, barði hann í höfuðið og flæmdi síðan út úr bifreiðinni. Að því loknu settist (Framhald á 4. siðu) Merkiskona látin Herdís Sigurðardóttir á Varmalæk í Borgarfirði lézt að heimili sínu síðastliðinn sunnu dag. Hún var fædd 1854, og því orðin 92 ára. Banamein hennar mun hafa verið inflúensa. Lá hún aðeins stutta legu og hafði vinnuþrek til hinztu stundar að kalla. Herdís var nafnto§.uð dugn- aðarkona. Hún bjó á Varmalæk yfir sextíu ár. Maður liennar, Jakob Jónsson, anlaðist 1912, og bjó hún eftir það með sonum sínum, þar til nú fyrir einu eða tveimur árum, að hún lét af búsforráðum. Munu fáir hafa átt sér lengri búskapj.rtíð. Hej'dís var ein hinna kunnu Efstabæjaj-systkina, dóttir Sig urðar Vig£ússonar bónda í Efsta bæ og víðar og Hildar konu hans Jónsdóttur, Símonarsonar. aður í Fljótshlíð Öskufallið veldur bænd- um í Fljótshlíð og undir Eyjafjöllum þyngstu búsifj- um. Haglaust má telja á 17 jörðum í Fljótshlíð og óttast er um, að 9 þeirra nái sér ekki aftur. Undir Eyjafjöll- um er haglaust á flestum jörðum og Merkurjarðir eru taldar í mikiili hættu. Á Rang- árvöllum hafa þrjár jarðir orðið mjög hart úti. Innhlíðin eiq^ og eyðimörk. Tíðindamaður blaðsins átti í gær tal við Sigurjón Ólafsson bónda í Kollabæ. Sagðist hann hafa farið daginn áður inn Hlíð alla leið að Barkarstöðum og hefði landið, sem hann fór um, verið eins og eyðimörk. Vikur- lagið hjá Barkarstöðum, en þar er það einna mest, er um 3 V2 þumlungur að þykkt. í Múla- koti og Múlahverfinu er álíka mikið vikurfall, en þar er hann meira blandaður ösku. Sagði. Sigurður, að ástandið á ösku^ fallssvæðinu hefði minnt sig átakanlespi á eyðingu Þjórsár- dals, þar sem varla nokkurri lif- andi skepnu sé þar lengur líft. Þeir níu bæir í Fljótshlíð, sem verst hafa orðið úti af öskufall- inu, eru Fljótsdalur, Fljót, Bark- arstaðir, Háimúli, Árkvörn, Eyvindarmúli, Múlakot, Hlíðar- endakot og Nikulásarjnús. Átta aðrar jarðir í Fljótshliðinni eru. einni^ miög illa komnar af völd- um öskufallsins. Þar er alveg haglaust. Haglaust undir Eyjafjöllum. Undir Eyjafjöllum má heita haglaust á öllum bæjum og er allur búpeíjingur þar á fullri gjöf. AUþykkt vikurlag hvillir þar yfir öllu. Verst eru Merkur- jarðirnar l,eiknar, en þar mun vikurlagið vera um tvo þuml- unga. Er lítil von um nokkurn gróður þar næstu sumur, en von til þess að nokkur gróður geti orðið á hinum jörðunum. Á Rangárvöllum hafa þrjár efstu jarðirnar orðið fyrir mjög þungum búsifjum eða litlu betri en innstu jarðirnar í Fljóts- hlíð. Niðurskurður undirbúinn. í fyrradag fóru Bjarni Ásgeirs- son atviníiumálaráðherra, Stein- grímur Steinþórsson búnaðar- málastjóri, ásamt þingmönnum og sýslu»a.nni Rangæinga, aust- ur til að ráðgast við bændur um það, hvernig ætti að snúast gegn þeim vanda, er öskufallið hefir skapað. Héldu þeir í fyrradag fund að Múlakoti með bændum úr Fljótsþliðinni. Sáu bændur enga aðra leið en skera niður allt sauðfé á fremstu bæjunum í Hlíðinni og að verulegu leyti af 8 öðrum bæjum í Hlíðinni, en koma hrossum' fyrir í haglendi annars staðar. Er það alls um 1800 fjár, sem ráðgert er að lóga. Tjáðj Sigurjón blaðinp að ekki yrði þó byrjað að slátra fyrr en eftir páska. í gga>r ætluðu þeir fimmmenn- ingar að halda fund með bænd- um undir Eyjafjöllum. Þar munu menn hafa hug á að komast hjá niðurskurði. Hross rekin úr Fljótshlíð og undan Eyjafjöllum. í gær voru hross rekin í stór- (Framhald á 4. siðu)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.