Tíminn - 03.04.1947, Blaðsíða 1
BITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Símar 2353 og 4373
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
31. árg.
niTST JÓRASKRIFSTOFUB:
EDDUHÚHI. Lindargötu 9 A
Símar 2353 og 4373
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargöw 9A
Síml 2323
Reykjavík, fimmtuclaginii 3. apríl 1947
65. blaö
ERLENT YFIRLIT:
Skaöabótagreiöslur Þjóðverja
Eitt erfiðasta deilumál Moskvufundarins
Á fundi utanríkismálaráðherranna í Moskvu hafa orðið einna
mestar deilur um skaðabótagreiðslur liær, sem Þjóðverjum er
ætlað að inna af hendi. Rússar hafa krafizt mjög hárra greiðslna
og munu þær kröfur hafa komið hinum stórveldunum allmikið
á óvart eftir það, sem á undan var gengið.
I Versalasamningnum var gert
ráð fyrir, að Þjóðverjar endur-
greiddu sigurvegurunum allt
það tjón, sem þeir hefðu valdið
þeim í styrjöldinni. Þetta reynd-
ist þeim um megn, en þó urðu
vanskil þeirra ekki alvarlegasta
afleiðingin. Ætlast var til að
Þjdðverjar greiddu skaðabæt-
urnar með andvirði útflutnings-
varanna og því var þeim leyft
að hafa mjög öflugan og vax-
andi iðnað. Þessi mikli iðnaður
gerði þeim kleift að vígbúast
Landsþ
ingskosningar
í Danmörku
Síðastl. þriðjudeg fóru fram
landsþingskosningar í nokkr-
um hluta Danmerkur, þ. e.
í Kaupmannahöfn, á4 Fjóni
og Norður-Jótlandi. Kosn-
ingarnar urðu mikill sigur
fyrir vfcistri flokkinn (bænda-
flokkinn) sem nú fer með
stjórn landsins.
Úrslit kosninganna urðu þau,
að jafnaðarmenn fengu 304 þús.
atkvæði og 862 kjörmenn, radi-
k'alir 43 þús. og 116 kjörmenn,
ihaldsmenn 103 þúsund og 288
kjörmenn, vinstri menn 175
þúsund og 534 kjörmenn,
réttarsambandið 18 þúsund
og 28 kjörmenn, kommúnistar
72 þús. og 176 kjörmenn og
Dansk Samling 9 þús. og 6 kjör-
menn. Kjörmennirnir kjósa
landsþingsmennina.
Miðað við síðustu landsþings-
kosningar, sem fóru fram fyrir
striðið, hafa vinstri menn bætt
við sig 103 kjörmönnum, komm-
únistar 109, og jafnaðarmenn
24 og réttarsambandið 24. Hins
vegar hafa íhaldsmenn tapað
78 og radikalir 68.
Kosningar þessar voru háðar
undir þeim kringumstæðum, að
prentaraverkfall hefir verið í
Kaupmannahöfn síðan í febrú-
arlok, en þó komu út blöð jafn-
aðarmanna og kommúnista.
Þessir flokkar nutu því sérstak-
lega hliðhollrar aðstöðu og not-
uðu hana óspart til áróðurs
gegn ríkisstjórninni. Þegar þessa
er gytt, verða kosningaúrslitin
enn hagstæðari vinstri mönnum.
Fylgi kommúnista reyndist
minna nú en í þjóðþingskosn-
ingivjum 1945. Hins vegar hafa
jafnaðarmenn unnið mjög á.
Þess ber að gæta, að í lands-
þingskosningunum er kosninga-
aldurinn bundinn við 35 ár.
Hraunstraumarnir velta nihur Hekiu Mest". snJóar [}\ár
i Þmgeyjarsyslu
ERLENDAR FRETTIR
Georg Grikkjakonungur lézt í
fyrradag. Var banamein hans
heilablóðfall: Páll prins, bróðir
Geongs, hefir þegar tekið við
konuíigdómi.
Don Juan, sp^nski ríkiserfing-
ihn, hefir þegar lýst sig and-
vígan tillögum Francos um end-
urreisn konungdómsins.
Á Madagaskar hefir hafizt
uppreisn gegn nýlendustjórn
Frakka. Frakkar telja sig hafa
ráð uppreisnarmanna i hendi
sér.
Brezka þingið hefir samþykkt
frv. stjórnarinnar um almenna
herskyldu allra ungra manna
annarra en þeirra, sem vinna í
kolanámum.
miklu fyrr en ella eftir að naz-
istar komust til valda.
Það var ætlun sigurvegar-
anna nú að læra'af þéssum ó-
heppilegu afleiðingum Versala-
samninganna. Skaðabótamálið
var fyrst tekið á dagskrá á
Krímarfundinum 1943 og var
ákveðið að láta Þjóðverja greiða
sem mestar skaðabætur. Jafn-
framt var ákveðið að takmarka
þýzka iðnaðinn svo mikið, að
Þjóðverjar gætu ekki hafið nýja
styrjöld. Af þessari ákvörðun
hlaut að leiða, að þýzki út-
flutningurinn yrði svo smávax-
inn, að. Þjóðverjar gætu ekki
greitt verulegar skaðabætur af
andvirði hans.
Á Potsdamfundinum 1945 voru
þessi mál rædd nokkuð nán-
ara. Þar var þó ekki gengið frá
því, hversu miklar skaðabæturn
ar skyldu vera, né hvort .eitt-
hvað skyldi greitt af þeim með
andvirði þýzka útflutningsins.
Það síðara var heldur ekki
hægt að ákveða, þar sem ekki
var ákveðið, hve mikinn iðnað
skyldi leyfa Þjóðverjum. Hins
vegar var ákveðið á Potsdam-
fundinum, að skaðabæturnar
skyldi fyrst og fremst greiðast
þannig, að vélar og verksmiðjur
skyldu fluttar frá Þýzkalandi
til þeirra landa, sem Þjóðverjar
hefðu leikið harðast! Einnig
skyldi miklum hluta þýzka skipa
flotans skipt milli Bandamanna
og allar þýzkar eignir utan
Þýzkalands gerðar upptækar.
Verksmiðjum skyldi skipt þann-
ig, að Rússar og Pólverjar
fengju þær, sem væru fluttar af
rússneska hernámshlutanum, en
hinir sigurvegararnir skyldu
skipta á milli sín verksmiðjun-
um, er væru fluttar af öðrum
hernámssvæðum. Skipastólnum
skyldi skipt þannig, að Rússar
og Pólverjar féngu y3 hlutann,
en hinar þjóðirnar skiptu af-
ganginum á milli sin. Erlend-
um eignum Þjóðverja skyldi
skipt þannig, að hver sigurveg-
aranna hreppti það, sem væri
í landi hans, ef það færi ekki
fram úr þeirri heildarupphæð,
sem honum væri alls ætluð af
skaðabótunum. Þýzkar eignir í
bandalagslöndum Þjóðverja og
hlutlausu löndunum skyldu
falla Bandamönnum í skaut.
Eins og sjá má á þessu var
skaðabótagreiðslunum fyrst og
fremst ætlað það form, að
verksmiðjur og eignir yrðu tekn
ar af Þjóðverjum, svo að þeim
yrði ógerlegt að koma upp her-
gagnaiðnaði aftur, og verðmæti
þau, sem væru af þeim tekin,
yrðu notuð til að flýta fyrir
endurreisninni í þeim löndum,
er þeir léku verst.
Fljótlega eftir Potsdamfund-
inn var sett upp sérstök skaða-
bótanefnd í Bryssel, er skyldi
annast umsjón með skráningu
þýzkra eigna erlendis og skipt-
ingu á vélum og verksmiðjum,
er væru fluttar frá hernáms-
svæðum Bandamanna. Fyrsta
verk þessarar nefndar var að
ákveða, hvernig skaðabæturnar
skyldu skiptast milli sigurveg-
aranna innbyrðis. Rússar og
Pólverjar voru hér ekki með,
þar sem þeim var ætlað að taka
sinn hluta af rússneska her-
námssvæðinu. Á vegum þessara
nefnda er nú búið að skipta
þýzka skipastólnum og einum
30—40 verksmiðjum, auk fjölda
(Framhald á i. siöu)
Þessi mynd sýnir glögglega hraunflóðið, sem hefir runnið og rennur niður hlíðar Heklu. Sýnist það svart á
myndinni, en gamla hraunið, sem það rennur yfir, sýnist grátt vegna snjóa. Um brúnir fjallsins lykur gos-
mökkurinn. — Myndin er tekin úr lofti og sér á væng flugvélarinnar í horni myndarinnar.
(Ljósm.: Guðni Þórðarson).
120 -130 jarðir verða fyrir
skemmdum vegna gossins
Bjarni Ásgeirsson landbúnaðarráðherra og Steingrímur Stein-
Þórsson búnaðarmálastjóri hafa að undanförnu setið fundi með
bændum í Fljótshlíð og Eyjáfjallasveit, eins og sagt hefir verið
frá áður hér í blaðinu, til þess að ræðá vandræði þau, sem nú
steðja að þessum byggðarlögum vegna öskufallsins.
Mánudaginn 31. marz fór
landbúnaðarárráðherra ásamt.
búnaðarmálastjóra austur á
gossvæðin í Rangárvallasýslu til
að athuga ástæður í þeim sveit-
um og sveitahlutum, sem ösku-
fallið hafði gert mestan usla.
Þann dag var haldinn fundur i
Múlakosti í Fljótshlið með 20—
30 bændum úr innhluta Fljóts-
hlíðar. Daginn eftir var farið
austur undir Eyiafjöll, og
haldnir þar tveir fundir með
bændum, fyrst i Vestur-Eyja-
fjallahreppi og sátu þann fund
40—50 bændur úr sveitinni, og
síðar í Austur-Eyjafjallahreppi
með hreppsnefndinni þar og
stjórn búnaðarfélags sveitar-
innar.
Á öllum þessum fundum voru
einnig þingmenn sýslunnar,
þeir Helgi Jónsson læknir á
Stórólfshvoli og Ingólfur Jóns-
son, kaupfélagsstjóri á Hellu og
sýslumaður Rangæinga, Björn
Björnsson.
"Umræður á fundunum sner-
ust um þau vandamál er byggð-
um þessum höfðu skapazt vegna
Heklugossins og eyðileggingar
af völdum þess á gróðurlöndum
o& hverra úrræða skyldi helzt
leita til að firra byggðina fjár-
felli og eyðileggingu.
Skemmdir á 120—130 býlum.
Eftir því sem næst varð kom-
izt hafa um 120—130 býli í
Fljótshlíð, undir Eyjp,fjöllum og
á Rangárvöllum orðið fyrir méiri
og minni spjöllum á túnum og
beitilöndum. Flest eru þessi
býli undir Eyjafjöllum, Þar hafa
öll tún sveitarinnar orðið fyrir
öskufalli, sem við fljótlega at-
hugun virðist nema frá 1 og upp
í tveggja þumlunga vikurlagi á
sléttum túnum, en þó allmis-
jafnt á hinum einstöku svæðum.
Mest var askan þó á fcinum svo-
kölluðu Merkurbæjum. Á útjörð
bar minna á ösku, vegna Ipess
að hún hafði blásið nokkuð af
þúfnakollum ofan í lautir. í
Fljótshlíð gætti ekki öskufalls
að ráði fyrr en kom inn á Hlið-
arendábæina og virtist ösku-
fallið þar svipað því sem var
víðast undir Eyjafjöllum. Þegar
kom í Innhlíðina, var öskulagið
þykkra og á Múlakoti mældist
það að meðaltali 2—3 þuml. á
sléttri jörð. Eftir.því sem innar
kom í hlíðina þykknaði lagið og
var t. d. um 4 þuml. að iafnaði,
er kom inn að Barkarstöðum að
sögn sj ónarvotta. Meginhluti
öskunnar er grófgerður vikur.
Má ekki flytja fé úr Fljótshlíð
vegna garnaveiki.
Flestir bændur höfðu mikinn
áhuga á því að biarga fénaði
sínum frá felli eða niðurskurði
í vor, ef kleift reyndist. Þó var
það ýmsra bænda mál á innstu
bæjum í Fljótshlíð, að lítil eða
engin tök væru á því að komast
hiá niðurskurði á sauðfé á
nokkrum bæj'um þar, vegna
eyðUeggingar á högum og af-
réttum, einkum vegna þess, að
Fliótshlíðin er talin sýkt af
garnaveiki og því ekki heimilt
að flytja fé þaðan í aðrar sveitir,
en landþrengsli eru þar ærin
fyrir. Reynt mun þó að ráða
fram úr þessum vandkvæðum
eftir því sem tök eru á.
Bjargráðanefndir skipaðar.
Eftir að athugun þessi hafði
fram farið, ákvað ríkisstiórnin
að skipa nefnd innan héraðsins
til aðstoðar bændum í þessum
sveitum >ið að koma fénaði í
fóður og hagagöngu í héraðinu
og afla fóðurbætis, til þess að
unnt yrði að koma fram sem
mestu af búpeningi.
í nefnd þessari eru þeir Björn
Biörnsson sýslumaður Rangæ-
inga, sr. Sveinþjörn Högnason,
prófastur á Breiðabólstað og
Guðmundur Erlendsson hrepp-
stióri á Núpi. Aðstoðarmenn
nefndarinnar verða þeir Sæ-
mundur Friðriksson fram-
kvæmdastióri sauðfjárveiki-
varnanna og Gunnlaugur Krist-
mundsson fyrrv. sandgræðslu-
stjóri. Ætlazt er til, að nefnd
þessi starfi í samráði við odd-
vita viðkomandi sveita.
Þá hefir ríkisstjórnin falið
þeim Steingrími Steinþórssyni
búnaðármálastióra, &qít G.
Zoéga vegamálastióra og Pálma
Einarssyni landnámsstióra að
rannsaka, á hvern hátt muni
tiltækilegast að koma í veg fyrir
frekari spjöll á löndum þeim,
sem lent hafa undir öskufallinu,
og hvaða leiðir væru líklegastar
að flýta fyrir endurræktun.
Munu þeir síðan leggja tillögur
sínar fyrir ríkisstjórnina.
Hætta á meira tjóni.
Þegar alþingi kemur saman
eftir páskana, verður rætt þar,
á hvaða grundvelli þeim verður
rétt hjálparhöhd, sem harðast
verða úti af völdum gossins. Má
í því sambandi benda á, að
næsta óliklegt er, að gosunum
linni strax, og auk þess er á-
reiðanlegt, að aska sú, sem þeg-
ar er fallin mun berast miklu
víðar en enn er orðið, þegar
eitthvað verulega hvessir. Er því
ærið líklegt, að sunnlenzkú
byggðirnar eigi eftir að bíða
þyngri búsifjar af völdum Heklu
en enn er orðið.
Féð krafsar eins og í snjó.
Þeir Biarni Ásgeirsson sögðu,
að í gær hefði verið svo mikið
öskufall milli Markarfljóts og
Rangár, að ekki hafi sézt nema
örfá metra framundan bílnum.
Fylltust vit manna af sandi og
ösku, ef bifreiðin var opnuð.
Sauðfé, sem þeir sáu á beit í
Landeyiunum, krafsaði eins og
þegar sniór liggur á iörðu.
Miklir snjóar og harðindi
hafa verið um allt Norðaust-
urland frá því um nýár að
heita má, og haldast enn.
Tíðindamaður blaðsins átti í
gær tal við Karl Kristjánsson
í Húsavík.
í gær var hríðarveður á Húsa-
vík og má heita að snjóaö hafi
þar alltaf öðru hvoru frá þvi um
nýár og muna menn ekki. jafn
snjóþungan yetur í 15—20 ár.
Bændur koma með mjólk sina á
sleðum til kaupstaðarins. Allir
vegir hafa um langan tíma verið
ófærir bifreiðum. Ekki hefir
verið gerð tilraun til að ryðia
vegina með snjóýtum, þar sem
það myndi litið stoða, vegna
hinnar tíðu sniókomu. Snjó-
ýtur hafa stöku 'sinnum verið
notaðar til að komast á milli og
gengið full erfiðlega.
Brottflutningur hers-
ins hefst 8. apríl
Sendif*»iltrúi Bandarikjanna
hefir með bréfi til utanríkis-
ráðherra dags. 1. apríl, tilkynnt
utanríki.^áðherra, að vegna
þess að herflutningaskipi
hlekktist á í hafi og af öðrum
ófyrirsjáanlegum atvikum, hafi
reynzt óframkvæmanlegt að
ljúka brottflutningi Banda-
'. ríkjaljers héðan frá landinu
fyrir 5. apríl, svo sem um hafði
verið samið, þar sem ekki sé
'öruggt að herflutningaskip það,
sem kemur í stað þess er hlekkt-
ist á, komi hingað til lands fyrr
| en þann 8. apríl.
Ríkisstiórn íslands hefir tekið
'gildar ástæður þær, sem færðar
j hafa verið fyrir drættinum, en
þó tilskilið, að brottflutningur
i hersins hefjist strax við komu
skipsins, enda sé þá ráðgert að
j það verði ekki síðar en 8. apríl.
Ennfremur hefir orðið sam-
komulag um, að hermennirnir
j fari eigi út fyrir takmörk
Keflavíkurflugvallariij.s þar til
þeir verða fluttir á brott, svo
;sem áður hefir verið tilkynnt.
Dönsku prófessorarnir Niels
Nielsen og Noe Nygaard komnir
Enn er ekki ákveðið hvenær þeir leggja upp
í rannsóknarleiðangur til Heklu
Heklugosið vekur mikla athygli víða um heim. Margir erlendir
vísindamenn munu hafa hug á að koma hingað, og erlend blöð
eru þegar farin að senda Ijingað fréttaritara til að fylgjast með
gosinu. í gær komu hingað með leiguflugvél Flugfélags fslands
frá Kaupmannahöfn, dönsku prófessorarnir Niels Nielsen og Noe
Nygaard og einn danskur blaðamaður. — Tíðindamaður blaðsins
hitti dönsku vísindamennina á heimili Pálma Hannessonar í gær,
skömmu eftir að þeir komu hingað til lands. — Voru þeir þá ekki
búnir að ákveða neitt um það, hvernig þeir ætla að haga rann-
sóknum sinum.
Heklugosið dregur að sér at-
hygli fleiri þjóða en okkar ts-
lendinga, þó að okkur sé málið
skyldast. Víða um heim er meö
athygli fylgzt með gosihu, þvl
Heklugos er tvjmælalaust merk-
ur heimsviðburður. Erlend blöö
og fréttastofnanir hafa þegar
rætt mikið um gosið, þó sumar
fregnirnar séu ekki nákvæmar,
eins og sú, sem brezka útvarpið
flutti á dögunum, þar sem sagt
var að hraunflóðið ógnaði
Reykjavík.
Það munu þó einkum vera vís-
indamenn á Norðurlöndum, er
veita þessu gosi sérstaka athygli,
enda- ísland hið eina þessara
landa, sem eldfiöll hefir. í gær
komu hingað til Reykjavíkur
tveir kunnir danskir vísinda-
menn, sem báðir eru góðkunnir
hér á landi. Eru það þeir Niels
Nielsen prófessor og Noe Ny-
gaard prófessor. Komu þeir
hingað_ með leiguflugvél flug-
félags íslands frá Kaupmanna-
höfn, og dvelja þeir a heimili
Pálma Hannessonar. Þá kom
með sömu ferð einn danskur
blaðamaður^ Kjærgaard að
nafni, frá Sosial Demokraten
í Kaupmannahöfn. Þá er einnig
von á formanni sænska Jarð-
fræðingafélStfsins og sænskum
blaðamanni frá Svenska Dag-
bladet, sem Heidström heitir.
Tíðindamður blaðsins hitti
dönsku prófessorana á heimili
(Framhalá & 4. slðu)