Tíminn - 03.04.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.04.1947, Blaðsíða 3
65. blaS TÍMIIVIV, fimmtMdagiim 3. apríl 1947 3 ÁTTRÆÐUR: Guðmundur Brynjólfsson bóndi í Miðdal í Kjjós Guðmundur Brynjólfsson bóndi að Miðdal í Kjós er áttræður í dag. Guðmundur fæddist að Sóleyjarbakka í Hrunamanna- hreppi 3. apríl 1867. Nam hann ungur húsasmíði, og kvæntist Guðbjörgu Jónsdóttur frá Brennu í Lundarreykjadal, Páls- sonar. Var hún ein hinna mörgu Brennusystkina, sem dreifzt hafa víða hér suðvestan lands og nú er mikil ætt af komin. Þau Guðmundur og Guðbjörg hófu búskap sinn í Reykjavík og vann Guðmundur á þeim ár- um að húsasmíði, og byggði hann þá meðal annars Grettisgötu 10, sem þótti mikið hús og álitlegt á þeirri tíð. En þegar til lengdar lét, undi Guðmundur ekki í kaupstað. Hann var fæddur og uppalinn í sveit, og þangað leit- aði hugur hans og þrá jafnan. Kom því þar, að þau hjónin fluttust búferlum að Melum á Kjalarnesi og hófu þar sveita- búskap. Bjuggu þau þar um skeið, unz þau fluttu sig enn um set, að þessu sinni að Litla- Sandi á Hvalfjarðarströnd. Var það nokkrum árum eftir alda- mótin. Þegar fram í sótti og vaxandi skriður komst á um jarðabætur og breytta búskaparhætti, fann Guðmundur, að þessi jörð myndi sníöa honum of þröngan stakk. Flutti hann þá aftur suður á bóginn að Miðdal í Kjós. En þá jörð keypti hann. Bjó hann þar síðan, þar til fyrir tveimur ár- um, að hann lét af búsforráðum, og mun hann ekki hafa í hyggju að flytjast þaðan fyrr en ævin þrýtur. Þau Guðmundur og Guðbjörg hafa bæði verið afburða dugleg, enda hefir þeim svo vegnað, að' óhætt er að segja, að þau hafi hlotið umbun fyrir elju sína, at- orku og sparsemi. Bezt mun þeim þó hafa búnazt að Miðdal, enda hafa þau þar notið aðstoð- ar margra du'glegra barna sinna. Hafa þau gert þar hinar marg- yíslegustu jarðabætur, og bú þeirra blómgast jafnt og þétt. Börn þeirra Guðmundar og Guðbjargar eru átta: Valgerður, húsfreyja í Hvammi í Kjós, Sigurjón múrari í Reykjavík, Steinunn, gift á Blönduósi, Brynjólfur, ógiftur, vinnur að smíðum og bílstjórn, Bergþóra, ráðskona í Reykjavík, Davíð, bóndi í Miðdal, Njáll, kennari í Kjósinni, og Rósa, ógift heima. Öll eru börn þeirra hið mann- vænlegasta myndarfólk, og sumir bræðranna eru ágætir íþróttamenn, sem getið hafa sér orðstír. Gamlir og nýir sveitungar og vinir Guömundar munu í dag hugsa hlýtt til þessa greinda bónda og góða búþegns, tjá hon- um hátt og í hljóði þakkir fyrir kynninguna og óska honum allr- ar farsældar. J. H. himneska vald, sem af ein- hveri’i óskiljanlegri ástæðu hafði misst tökin eða sleppt þeim. Lærisveinarnir skildu, að Kristur hafði ekki aðeins kom- ið til þess að vera vinur þeirra persónulega um nokkurt árabil, heldur til þess að stofna, við- halda og vernda það guðsríki, sem fól í sér lykilinn að far- sæld alls mannkynsins. Af þess- um rótum var sorg lærisvein- anna runnin, tár Maríu Magda- lenu, hryggð mannanna tveggja á Emmasgöngunni, dapurleiki kvennanna, sem gengu út að gröf Jesú á páskadagsmorgun. Það var þetta, sem gerði efa Tómasar þungbærastan og fyllti huga hans svo sterkri varúð, að hún varð að tortryggni. — Jesús dáinn — farinn — guðs- ríkið, sem átti að sigra heim- inn, orðið að óverulegum draum nokkurra kjarklausra, vonsvik- inna og vanmáttugra manna. En þá rennur sigurhátíðin upp! - „Mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar koma þær til grafar- innar um sólaruppkomu," segir guðspjall páskadagsins. Sá dag- ur, sem þá rann upp, skiptir sögu heimsins í tvennt. Og hvít'- klædda veran úr ósýnilegri ver- öld böðaði stórkostlegustu um- skiptin í lífi mannkynsins, er hún sagði: „Hann fer á undan yður til Galíleu;. þar munuð þér sjá hann, eins og hann sagði yður.“ Þér Jerúsalemsbúar; — Þér sofið fram eftir i værð. Eða þér hlustið á nágranna yðar segja yður fréttir dagsins og sögur um atburði, sem enginn man eftir við næstu sólarupprás. En úti við gröf Krists segir engill af himni söguna um sigur lífs- ins, — sigur guðsríkis, — sigur hans, — sem guð hafði sent. — Sigur Guðs. — Kristur var ekki farinn. María talaði við hann við gröfina. Til lærisveinnanna kom hann um luktar dyr. Tómas fékk að þreifa á sárum hans. Tveir af vinum hans urðu honum sam- ferða til Emmaus, og hann hvarf þeim inni í lokaðri stofu. Hann birtist Símoni Pétri, Jakobi og fleirum og loks meir en fimm hundruð bræðrum í einu, að því er Páll segir, og sumir þeirra voru enn á lífi, þegar hann skrifaði bréf sitt, og loks mætti Páll honum augliti„til auglitis við Damaskus-hliðin. Æðstu prestarnir héldu, að þeir væru lausir við villutrúar- manninn frá Nazaret. Pílatus gat sofið rólegur við hylli keis- arans. Hann hafði þvegið hend- ur sínar af blóði eins umkomu- litils draumóramanns. Þeir voru lausir við manninn frá Nazaret. Hann hafði tapað leiknum, beðið ósigur í bardaganum. En þeir vissu • ekki enn, hvað hafði gerzt. Þeir vissu ekki, að þegar höf- uðið þyrnum krýnda hné í dauð- anum, steig hann sjálfur inn í rki himinsins, þar sem hans var valdið og dýrðin. Og þeir vissu ekki, að hann var kominn aftur til lærisveina sinna, ekki til þess að dvelja með þeim í fjötr- um jarðnesks líkama, heldur til þess að vera með þeim alla daga, állt til enda veraldar, — vera krafturinn í starfi þeirra, hugg- arinn og leiðtoginn. „Ei haggast hans kirkja, þótt hratt geysi stríð, hans heilög orð styrkja gegn óvinum lýð. Enn víða eru á ferðum hans vottar um heim, þótt viðjum og sverðum sé otað mót þeim, og vitna um hinn heilaga’, er hreif oss úr neyð, um hann, sem á krossinum - deydúi vorn deyð, um hertoga lífsins. Hallelúja!" „Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir drottin vorn Jesúm Krist!“ Hinar íslenzku hetjur í forn- öld vildu berjast fyrir góðum fFramhald á 4. slBu) Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund — Ég gerði ykkur bókstaflega greiða, ef ég færi með eitthvað af þessum ósköpum með mér til Stokk- hólms. Og svo byrjaði hún að telja og raða í kringum sig. Ne-hei, ljúfan mín, hugsaði ég. En upphátt sagði ég: — Það mál verður fyrst að ræða við húsbóndann. Hann hefir trúað mér fyrir þessu, og ég læt ekkert af því af hendi, nema samkvæmt fyrirmælum hans. — Hvaða þvættingur, sagði Lára. Ekki er hann snapandi hér niðri í kjallara að telja glösin, og þar að auki er þetta ekki annað en það, sem ég á tilkall til, því að það var allt of mikið, sem maðurinn minn borgaði honum, þegar hann keypti af honum hans hlut í verzl- uninni, og hefði hann ekki fengið þá peninga, hefði hann ekki getað keypt þessa jörð, svo að við eigum þetta í raun og veru á vissan hátt. — Ojæja, ekki vantar röksemdafærslurnar, hugsaði ég, og reyndi að láta mér detta eitthvert bjargráð í hug, því að ég vissi, að húsbóndinn myndi fremur láta Láru fá vilja sínum framgengt, ef málinu yrði skotið til hans, heldur en stofna heimilisfriðinum í voða. En þess hafði ég strax svarið dýran eið, að hún skyldi ekkert fá. Og svo. kom eitt af þessum snilldar- legu leiftur-hugflogum mínum. Lára bar ekki meira skyn á eldhússtörf og matreiðslu en hundurinn hennar. Einu sinni um daginn skipaði hún mér að þeyta súr- mjólk handa sér. Þess vegna sagði ég: — Það er að minnsta kosti ekki hægt, fyrr en glös- in eru búin að standa í fáeinar vikur enn. Það má ekki hreyfa þetta svona nýsoðið. Það verður að fá að setjast. — Því þá það? spurði Lára. En ég var ekki viðbúin að svara þessari spurningu, svo að ég varð aftur að láta það flakka, sem mér kom fyrst í hug. — Af því að vatnið er enn svo geislaríkt og ólgandi. — Ó-já, sagði Lára og gein við flugunni eins og mar- hnútur við rauðmagalifur. En er þá ekki ákaflega heilsusamlegt að drekka það? Ég átti ekki annars úrkostar en bæta við einni vandræðalyginni enn, og enn lét ég innblástur augna- bliksins ráða orðum mínum. — jú — vatn er hollt. Gamla fólkið hérna í sveit- inni segir, að fólk eigi að drekka eitt glas af vatni á fastandi maga á hverjum morgni og annað á kvöldin, og svo eigi maður að ganga rösklega í hálfan annan klukkutíma, ef maður vill verða langlífur.-En svona vatn er allt of geislaríkt — það getur jafnvel verið bráð-hættulegt. Mér liðu þessi orð undir eins úr minni. En stundu síðar kom Lára inn í eldhúsið og sagði í skipunar- rómi: — Glas af köldu vatni Hún drakk glasið i botn. Síðan mælti hún: — Við sjáum nú til. Þá minntist ég orða minna. Geislaríka vatnið í nið- ursuðuglösunum mínum var fai’ið að verka á hana. Nú drekkur hún glas af vatni á hverjum morgni og á hverju kvöldi, og síðan arkar hún hvíldarlaust í hálfan annan klukkutíma. En svo er mál með vexti, að Lára er óguðlega hrædd við kýr, en kýrnar hérna sækja mikið í skurðina meðfram vegunum, og þess vegna þorir hún ekki að hætta sér út á þjóðveginn. Inn í skóginn þorir hún ekki heldur, því að þar gætu verið ormar og maðkar — og við þess háttar lífverur er hún jafnvel ennþá hræddari en hinar stórhyrnd- ustu kýr, þótt þær séu minni vexti. Þá er ekki um annað að velja en garðinn hérna kringum húsið, og þar skrefar hún lika hvern hringinn af öðrum — hring eftir hring, af þeirri ótrúlegu atorku, sem lífhræðslan hefir gætt hana. En hún er ánægð, því að hénni finnst sér verða léttara um sporið með hverjum degi, síðan hún fór að ástráðum mínum, og það er ef til vill ekki svo torræð gáta, þótt kona, sem aldrei hefir gert annað en háma í sig og agnúast við aðra, verði létt- ari á fæti við þriggja stunda þindarlausa göngu á hverjum degi. Karlmennirnir eru líka ánægðir, því að þeir fá með þessu langa friðstund á hverjum degi, og við Hildigerður erum ánægðar, því að hún tefur okkur ekki við vinnuna meðan hún spaðjarkar úti í garði. Þar að auki fælir hún burt fuglana, sem sækja í jarð- arberjabeðin og kirsuberj atrén. Hún á sjálfsagt eftir að afreka nóg fyrir því, áður en hún fer héðan. Þín Anna Andersson. ^ ÁTTUNDI KAFLI. Hjartans engillinn minn! Lára er enn okkur öllum þrotlaus uppspretta yndis og ánægju. Hinir óvæntustu atburðir gerast daglega. Einn daginn festi hún sig í rólunni, og af því er löng saga. Hérna í garðinum er nefnilega dásamlegur trjá- lundur, sem reyndar er orðinn hálfvilltur. En hús- bóndinn hefir nostrað við hann eins og allt annað. í Getum afgreitt nú þegar handsáðvélar „Jalco” fyrir rófur. Samband ísl. samvinnufélaga ÞAKKA kærlega öllum þeim, fjær og nær, sem vottuðu mér vináttu og virðingu á fimmtugsafmæli mínu, með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum. MAGNÚS HELGASON, Héraðsdal. :: 1 Baðhús Reykjavíkur verður /lokað alla hátíðisdagana. Laugardaginn fyrir páska verða þessar stofnanir opnar allan dagÁm. 'ti tiitiiimiimttiiimniiuiititiiiiiiiiiiiitiiiiiitiiitiiiiiiiiimimiiitiitmiimttmtiiitititii Sundhöll Reykjavíkur og Sundlaugarnar verða lokaðar eftir hádegi á Skírdag, allan föstudaginn :: :: H langa og báða páskadagana. Kef Ivíkingar! Næstu daga verður tekið á móti pöntunum í ameriskar eldavélar og heimilisvélar, sem væntanlegar verða til af- greiðslu n. k. sumar. Pantanirnar þurfa að vera skriflegar og skilast í skrif- stofu Rafveitunnar eigi síðar en 20. apríl n. k. Rafveita Keflavíkur UTBREIÐIÐ TIMANN ÁTTRÆÐUR (Framhald af 3. síðuj mikið að innansveitarmálum, var í hreppsnefnd flest sín búskaparár og oddviti hrepps- nefndar um skeið. Öll slík trún- aðarstörf rækti hann með sömu eiginleikum og sín eigin störf: hyggni, lipurð og vandvirkni. Á Sámsstöðum er þingstaður hreppsins og þar eru haldnir flestir almennir hreppsfundir. Auk þess var þar nærri sjálf- sagður áningarstaður, bæði hreppsbúa og annara, er þar áttu leið um. Var bæði þreytt- um ferðamanni og hesti hans gott að fá þar hvíld og hress- ingu. Hafa því margir Ólafi á Sámsstöðum góðan greiða að þakka. Ólafur hefir aldrei látið mikið á sér bei’a um dagana, en verið þeim mun drýgri við fram- kvæmd þeirra starfa, sem hann hefir tekið að sér. Vinfastur er hann og tryggur vinum sínum, orðheldinn og ábyggilegur í hví- vetna. Alvörumaður má hann frekar teljast, en ræðinn og reifur, er hann þó jafnan heim að sækja og betri félaga og samferðamann getur ekki, né glaðari dreng í góðum vinahóp. Ólafur hefir um flest verið gæfumaður. Honum var um langan aldur gefin góð heilsa og mikið starfsþrek og enn er hann ern og beinn. Hann getur horft yfir framkvæmdir, sem munu bera komandi kynslóðum vitni um hans langa og merka dagsverk. Og þótt hann hafi of- snemma þurft á bak að sjá sumum ástvinum sínum, getur hann þó í dag glaðst í hópi efni- legra barna, tengdabarna og barnabarna. í dag mun verða mannmargt hjá Ólafi, ef veður eða færi hindra eigi. En hinir munu þó enn þá fleiri, sem ekki eiga kost á þar að vera, er senda honum í hjarta sínu hlýjar kveðjur og þakkir fyrir liðin ár. En mest eigum við sveitungar hans þó honum að þakka. Og við óskum þess að hamingjan standi við hlið hans árin sem ófarin eru. En sveitinni okkar og hinni ís- lenzku bændastétt óskum við þess að eignast marga líka Ólafs á Sámsstöðum. Anðrés Eyjólfsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.