Tíminn - 10.04.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.04.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN! Mun’Lb að koma í flokksskrifstofuna 4 I REYKJAVlK Skrifstofa Framsóknarflokksins er Edduhúsinu. vib Lindargötu 10. APRÍL 1947 l Sími 6066 67. blað Fjársöfnun hafin til styrktar fólkinu á öskufallssvæðinu Ávarp Rangæingafélagsins, scm gengzt fyrir f jársöfmmmni. Rangæingafélagið í Reykjavík hefir ákveðið að gangast fyrir fjársöfnun til hjálpar þeim, sem orðið hafa og verða kunna fyrir þungum búsifjum af völdum Heklugossins. Enginn, sem ekki hefir sjálfur séð, getur gert sér í hugarlund, hvernig sumar sveitir Rangárþings eru nú leiknar. En það mun sameiginlegt áhugamál allra íslendinga að sporna við því af fremsta megni, að þessar fögru byggðir fari í auðn, þrátt fyrir þessi hervirki Heklu. Fyrir því má vænta, að fólk bregðist sem allra bezt við þeirri áskorun Rangæingafélagsins, sem hér fer á eftir. Þess má geta, að fyrsta framlagið, 500 krónur, var þegar afhent Tíman- u m í gærkvöldi. Svo sem kunnugt er, gerðist sá válegi atburður að morgni laugardagsins 29. f. m., að Heklugos braust út. Veður-stóð af norðri og lagði gosmökkinn til suðurs á takmörkuðu svæði, um Fljótshlíð innanverða og Eyjafjallahreppa báða, en á þessu svæili urðki skjót um- skipti. Á tæpum tveim klukku- stundum dyngdi þarna njður stórgerðum vikri og sandi svo að hvergi sá hnjóta af jörð, hvorki á túnum, engjum né hög- um, þar sem mest kvað að, en annars staðar hafa þarna oröið stórkostleg spjöll á landi. Al- varlegan hnekki af þessum or- sökum hafa þannig hlotið um hundraö býli undir Eyjafjöll- um og um 15 bæir í Fljótshlíð og Rangárvöllum. r Ekki þarf að fara mörgum orðum um það, hvert þjóðar- tjón það er, ef þetta mikla áfall skyldi verða þess valdandi, að byggð á þessu svæði leggðist að einhverju eða verulegu leyti niður, auk þess persónulega tjónfc og erfiðíeika sem það hefir þegar valdið ábúendunum á þessum slóðum. Augljóst er nú þegar, að þó allt verði gert, sem auðið er, til þess að halda líf- inu í fénaði og hreinsa til, svo að gróður megi fást af þeim blettum, sem tiltækilegastir eru í sumar, þá verða bændur eigi að síður að stórfækka fénaði sínum. Lífskjörin þrengjast og hætt er við, að mörgum finnist hann standa svo hallur í þessari baráttu, að hann gefist upp og hverfi frá jörð sinni. En í þess- ari baráttu getur drengileg að- stoð og samhugur þeirra, sem ekke.rt tjón hafa beðið, alger- lega riðið baggamuninn. Fyrir því hefir stjórn Rang- æingafélagsins í Reykjavík, á- kveðið að gangast fyrir fjár- söfnun til styrktar ábúendunum á því svæði, þar sem tjón þetta hefir orðið og mun á sínum tíma afhenda sýslunefnd Rang- æinga fé það, sem safnast, til þeirrar ráðstöfunar, sem hún telur koma að beztum notum. Vér megum ekki sætta oss við það, að áfall slíkt sem þetta eyði byggilegustu héruðum landsins fyrir augum vorum, án þess að reyna af fremsta megni að sporna við. Hér er ekki um það að ræða að bæta mönnum Sænsk blöð . . . (Framháld af 1. siðu) sænskt blað, sem hefði átt við- tal við hann, hefði titlað hann formann Nýbyggingarráðs. Forsætisráðherrann lét ekkert uppi um það, hvort hann myndi mótmæla frásögn blaðamanna, en telja verður það líklegt. Annars má vel af þessu læra, að valdamenn hér þurfa að temja sér aðra umgengni við erlenda blaðamenn en títt hefir verið til þessa. Það mun hvergi þekkjast nema hér, að erlendir blaðamenn geti átt beinan að- gang að forsætisráðherra lands- ins og haft eftir honum það, sem þeim sýnist. Það mun líka fátítt, að þjóðhöfðinginn veiti slíkum mönnum viðtöku, eins og virðist hafa átt sér stað í þessu tilfelli. Það er rétt að sýna slík- um mönnum fulla gestrisni, en það er ekki íslendingum til sæmdarauka að láta hana ganga úr hófi fram. það tjón, sem þeir hafa þegar beðið, heldur hitt að létta þessu fólki baráttuna í land- vörn, sem nú leggst þyngra á það, en nokkra aðra þegna þjóðarinnar. Þetta er bæði metnaðarmál og drengskapar- skylda. Og vér erum þess full- vísir að skjót og drengileg hjálp getur alveg ráfcið úrslitum í þessari baráttu. Fyrir því heitir stjórn, Rang- æingafélagsins á alla Rangæ- inga búsetta hér í höfuöstaön- um og hvar sem er annars staðar, aö leggja fram sinn skerf til þessarar fjársöfnunar, og sýna þannig í vei-ki rækt sína til ættarstöðvanna og hug sinn til þeirra, sem þar berjast nú sinni erfiöu landvarnarbar- áttu. Og á sama hátt heitir hún á alla góða íslendinga að styðja þetta mál, því það er sorg- og skaði vor allra, þegar óviðráð- anleg náttúruöfl kippa í svip- inn grundvellinum undan starfi og lifsafkomu einhvers hluta þjóðar vorrar. Það er sæmd ís- lendinga, að jafnan er svo hefir staðið á, hefir nú hin síðari ár mátt treysta þegnskap þeirra og drenglund, að bregðast vel við. Dagblöðin í Reykjavík, munu góðfúslega veita fjárframlögum í þessu skyni viðtöku, og má enginn hyggja að skerfur hans sé svo lítill, að hann geti ekki einnig orðið að liði. Virðingarfyllst, Sveinn Sæmundsson, Felix Guðmundsson, Guðmundur Guðjónsson, Sigurður Ingvarsson, Gestur Gislasofi. Óvíða eins ömiirlegt . . (Framhald af 1. síðu) kona, kom hún aftur heim til Álandseyja og hafði þá lítið breytzt. Þá var hún orðin rík og byggði stórt og fallegt hús á fögrum stað uppi í sveit. Nú er hún flutt til Danmerkur og gift Dana. En systir hennar býr í húsinu á Álandseyjum.“ Fór austur aff Heklu. s„Það er nú meira fjallið, hún Hekla ykkar,“ segir Lindholm allt í einu og brosir. „Ég hefi nefnilega brugðið mér austur að Heklu og komst þó ekki lengra en austur að Rangá hjá Galta- læk, en mér fannst það samt tilkomumikil sjón, sem ég sá, og gleymi henni ekki á meðan ég lifi. Þú getur líklega ekki gert þér í hugarlund, hvað Hekla er frægt fjall. Þið haldið að Þing- vellir og Geysir séu eins fræg, en það liggur ekki við. Ég veit um fjölda Finna, sem ekkert vita um ísland, nema að Hekla er þar.“ „Ég segi það satt,“ segir Lind- holm um leið og hann tekur í hendina á tíðindamanni blaðs- ins í kveðjuskyni, „að mig lang- ar til að koma hingað til ís- lands aftur og fá tækifæri til að ferðast um landið. Mest langar mig til að sjá Geysir, Gullfoss og Þingvelli. Annars var Dani að fræða mig á því, að Gullfoss drægi nafn af því; að Ameríkumenn hefðu kastað svo miklu af peningum í foss- inn. En nú veit ég, að það er 'lygi. — Vertu svo blessaður.“ „Farmair' Höfiim fyrirlijíííjandi á „FARMALL“ dráttarvélar 1 :: Ljósaútbúnað með tilheyrandi startara og geymum KEÐJUR — REIMSKÍFUR Samband ísl. samvinnufélaga :: I þjónustu gróandans. (Framhald af 2. siðu) skólans var ekki að hækka menn í verði samkvæmt launa- lögum og taxta. En hann glæddi löngun nemendanna til að verða samtíð sinni að liöi, gaf þeim hlutverk og leiddi þá aö köllun sinni. Og það gerði gæfu- muninn. Félagarnir frá Askov komu þaðan ekki sigri hrósandi yfir háum próftölum, sem veittu þeim rétt til hárra launa, þægi- legra embætta og öruggrar af- komu. En þeir komu þaðan and- lega vakandi og brennandi í andanum, glaðir og reifir í þeirri löngun að verða liðsmenn nýrrar menningar með þjóð sinni. Það var ný atvinnumenn- ing, verzlunarmenning, íþrótta- menning, félagsmenning, — í einu orði þjóðmenning, sem var köllun þeirra. Lárus Rist er gott dæmi um slika menn. Hann er fimleika- kennari og sundkennari á Ak- ureyri í aldarfjórðung. Þegar hann fer að finna til þreytu við fimleikakennslu í menntaskól- anum, lætur hann af störfum þar, heldur en að hætta á að bíða þess, að kennslan verði honum og öðrum til leiðinda. Þá fær hann sér aðra atvinnu. Hann fer ekki á mis við erfið- leika og raunir, en mætir þvi jafnan með karlmennsku og drengskap. Svo þegar börn hans eru öll orðin stálpuð og sjálfbjarga, tekur þessi sérkennilegi braut- ryðjandi sig upp, margreyndur maður hátt á sextugsaldri, flyt- ur austur í Hveragerði og gerist þar forgöngumaður í menning- armálum austanfjalls. Þar lyftir hann enn hátt á loft merki and- legrar menningar og líkams- ræktar og gengur gunnredfur fram gegn spilltu skemmtana- lífi. Lárust Rist vann í byrjun ald- arinnar hjá Sigurði Sigurðssyni, sem þá veitti Ræktunarfélagi Norðurlands forstöðu. í því til- efni segir hann m. a. svo: „Fyrir ofan Grund í Eyjafirði er það orðið að háum greni- og furutrjám, er ég, óbreyttur vetkamaður, setti þar niður í holur, sem smáplöntur eða fræ. Og þar, sem áður voru einungis melar og óræktarholt, stendur nú Gróðrarstöðin á Akureyri með stórum trjálundum og trjá- göngum, sem vekja unað allra, er þar koma. Allt hefir þetta vaxið á minni stuttu ævi. Nýj- ungar eftir aldamótin mættu jafnvel andúð. Menn voru ekki trúaðir á „leikaraskap" eins og þann að rækta hér á íslandi út- lend tré og jurtir. Það voru ein- ungis „draumórarn&nn“ og „vindbelgir", sem lítið mark var takandi á, er létu sér detta í hug að slíkt yrði til nokkurra nytja. Nú stendur ÖU þjóðin í óbætanlegri þakkarskuld við þessa „draumóramenn“ og „vindbelgi", hina djörfu og framtakssömu brautryðjendur, sem unnu að ræktunar- og menningarmálum þ j óðarinnar um og eftir aldamótin. Öllum norður þar þykir nú vænt um, að hafizt var handa, og segja, að það hefði gjarnan mátt vera fyrr.“ Það var þakkarverð hugulsemi af Lárusi Rist að skrifa endur- minningar sínar. Þar með hefir hann varðveitt ýmsan söguleg- an fróðleik og heimildir, sem ekki máttu glatast. Eflaust munu líka endurminningajr hans gera mörgum glatt í geði vegna þess, hvernig þær eru kryddað- ar. En mest er þó vert, að þetta er falleg saga, sem glæðir skiln- ing lesandans á lífsöflunum, sem me^u fá orkað. til að gera menn að nýtum, og góðum mönnum, sem bera gæfu til að verða samferðamönnunum hjálp og styrkur. Aldrei er þarfara stórvirki gert en geta sitt mann- félag mannað, segir skáldið. Þessi bók sýnir með hvaða hugarfari slík stórvirki eru unnin. H. Kr. Rábstafanir til útveg- unar vetrarfóðri . . . (Framhald af 1. siðu) og sumar allmargt fé, þar til hæfilegt þykir að slátra því. 4. Nokkurn hluta fjárins munu bændur hafa heima við, þar til hægt er að reka til afréttar, því talið er að afréttarland Fljótshliðar hafi að miklu leyti sloppið við öskufaJlið. Einnig mun skógræktarsvæðið á Þórs- mörk að mestu laust við ösku og er ráðgert að fá lánað land innan skógræktargirðingarinn- ar þar, til hagagöngu fyrir eitt- hvað af fé úr Fljótshliðinni. Þá hefir og komiö til orða að koma íyrir til sumarbeitar í Vestmannaeyjum fé úr Fljóts- hlíð, ef sýnt þykir að of land- lítið verði á öðrum stöðum, sem nefndir hafa verið. Útlit er því fyrir, að ekki verði nein vandræði með að fram- fleyta búfénu á þessu svæði í vor og sumar. Hitt er svo erfitt að segja um að svo stöddu, hversu langan tíma tekur að jarðirnar í inn Fljótshlíð nái sér að nokkru eða öllu leyti, eða hversu mikinn bústofn hægt verður að hafa þar á næstu ár- um. (jatnla Síó ÆVIATÝRI Á FJÖLLUM (Thrill of a Romance) Bráðskemmtileg og hrífandi fögur Metro Goldwyn Mayer söngvamynd í eðlilegum litum. Aðalhlutverkin leika: Sundmærin Esther Williams, Van Johnson og óperusöngvarinn frægi Lauritz Melchior. Sýnd kl. 5, 7 og*9. Htjja Síé (við Shúlmiötu) Þér iuiiii ég mest („Because of Him“) Skemmtileg og vel leikin söngva- mynd. Aðalhlutverk: Deanna Durbin Franchot Tone Charles Laughton í myndinni syngur Deanna m. a. hin undurfögru lög „Goodbay" (eftir Tosti) og „Danny Boy.“ Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11. Innheimtu- menn Tímans Muniff aff senda greiffslu sem allra fyrst. JjarHarttíó Sesar og' Kleopatra Stórfengleg mynd í eðlilegum litum eftir hinu fræga leikriti BERNHARD SHAWS Vivien Leigh Claude Railis Stewart Grangcr Leikstjóri: Gabriel Pascal Sýnd kl. 5, 7 og 9. ------- —r~~ — 'i — r —i ii m --f*— - • Innilegt þakklæti fyrir auffsýnda samúð og vináttu viff fráfall og jarffarför eiginkonu minnar og móffur okkar, Ólíun Eysteinsilóttiir. Fyrir mína hönd og barna minna. Sigurffur Jónsson, Njálsgötu 3, Reykjavík. Framleiðsluráð. (Framhald af 1. síðu) vinnandi mönnum. Á þeim grundvelli eru líka ákvæffin um verðlagsmálin í þessu frv. byggð. Fyrirkomulag verffákvörff- unarinnar. í fyrstu afurðasölulögunum var verðlagsvaldið í höndum nefnda með stjórnskipuðum oddamönnum. Þar næst kom Sexmannanefndin. Þá var jafn- framt ákveðið að leitazt skyldi við með verðákvörðuninni að tryggja bændum sömu kjör og hliðstæðum stéttum. Siðan kom búnaðarráð. Bændur munu hafa sætt sig bezt við sexmanna- nefndarfyrirkomulagið. í þessu frv. er því fylgt að mestu leyti og það haft fyrir grundvallar- atriði, að verðið sé ákveðið þannig, að bændum séu tryggð jafn góð kjör og öðrum hlið- stæðum stétum. Hitt er annað atriði, hvernig það tekst að tryggja þetta í framkvæmdinni. Reynslan af sexmannanefndinni virðist ‘lofa góðu. Verði sýnd nægileg sann- girni og skilningur af báðum aðilum, hefi ég fulla trú á, að fljótlega verði fundinn sá grundvöllur, er bæði tryggir þennan rétt bænda og neytend- ur geta viðurkennt, að er eðli- legur og réttlátur. Reynsla Svía. Því má bæta við, að ýmsar aðrar þjóðir, t. d. Svíar, eru að komast að svipaðri niðurstöðu og við í þessum málum. Nefnd hagfræðinga og sérfræðinga, sem þeir skipuðu nýlega til að athuga landbúnaðarmálin, komst að þeirri niðurstöðu, að sænski landbúnaðurinn gæti ekki keppt á erlendum mörkuð- um, en Svíar þyrftu eigi að síð- ur að hafa blómlegan landbún- að til að fullnægja eigin þörfum. Til þess að tryggja það, yrði að skapa bændum aðstöðu til jafn- góðra lífskjara og öðrum stétt- um. Þá ræddi ráðherrann önnur ákvæði frv., en þau eru flest samhljóða gildandi lögum. Þeg- ar fundi var frestað, voru marg- ir á mælendaskrá, /n Gunnar Thoroddsen hafði flutt ræðu, er fjallaði um mjólkurmálin í Reykjavík. Es. „Selfoss” fer frá Reykjavík laugardaginn 12. apríl til vestur- og norður- landsins. Viðkomustaðir: ísafjörffur, Sigluf jörður, Akureyri, Húsavík. E.s. ,Reykjafoss’ fer frá Reykjavík laugardaginn 12. apríl austur og norður kringum land. Viðkomustaðir: ■ Djúpivogur, Fáskrúff sf j örff ur, Reyffarfjörffur, Eskifjörffur, Norfffjörffur, Seyffisfjörffur, Vopnafjörffur, Þórshöfn, Kópasker, Húsavík, Akureyri, Siglufjörffur. E.s. Guðrún fer frá Reykjavík laugardaginn 12. apríl til Gautaborgar og Kaupmannahafnar. Hi. Eimskipafélag * Islands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.