Tíminn - 11.04.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEPANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Símar 2353 og 4373
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
RITST JÓR ASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A
Simar 2353 og 4373
APGREIÐSLA, INNHEIMTA
QG AUGLÝSINGASKRrPSTOPA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9A
Síml 2323
31. árg.
íleykjavík, föstudaginn 11. apríl 1947
68. nlað
Fimmtíu miljón kr. nyir skattar
vegna löggjafar síðustu þinga
og verðbólgunnar
Tekjjiiöflunarfrumvörp stjórnarinnar lögð
fram á Alþingi í gær.
í gær voru Iögð fram á Alþingi þrjú tekjuöflunarfrv., sem
ríkisstjórnin hefir undanfarið haft á döfinni. Frumvörp þessi
fjalla um hækkun benzínskatts, vörumagnstolls, verðtolls, bif-
reiðaskatts og gjalds á innlendum tollvörum. Alls er gert ráð
fyrir, að þessar tollahækkanir auki tekjur ríkissjóðs á þessu ári
u m 35 milj. kr. Áður hefir stjórnin ákveðið hækkun á tóbaki og
áfengi, sem ætti að auka tekjur ríkisins um 10—15 milj. kr.
Alls verður því stjórnin að hækka álögurnar um 50 milj. kr. á
þessu ári til þess að geta mætt þeim útgjöldum, er voru búin í
hendur hennar af fyrrv. stjórn. Verður ekki annað sagt en að
eftir hafi verið skilinn þungur baggi fyrir núverandi stjórn að
glíma við, og mun hann þó eiga eftir að þyngjast mikið enn.
Hér á eftir verður skýrt frá aðalatriðum þessara frumvarpa.
Tollahækkuniní
Aðal tekjuöflunarfrumvarpið
fjallar um hækkun á aðflutn-
ingsgjöldum árið 1947. Tekju-
öflunin, sem þar er fyrirhuguð,
er þrennskonar:
í fyrsta lagi er vörumagns-
tollur á benzín hækkaður úr 1
eyri af kg. í 20 aura.
í öðru lagi er vörumagns-
tollur á benzín hækkaður úr 9
aurum af kg. í 20 aura.
í þriðja lagi er verðtollurinn
hækkaður um 65%.
Undanþegnar þessum tolla-
hækkunum, bæði hækkuninni á
vörumagnftolli og verðtolli, eru
þessar vörur: kornvörur, kaffi,
sykur, kol, salt, steinolía og
drykkjaryörur.
Verðlagseftirlitinu er óheim-
ilt að leyfa álagningu á tolla-
hækkun þeirri, sem hér um
ræðir. Tollahækkun þessi gild-
ir aðeins til ársloka 1947.
Gert er ráð fyrir að hækkun
benzíntollsins gefi 5 milj. kr.
auknar tekjur, hækkun vöru-
magnstollsins 7.2 milj. og hækk-
un verðtollsins 29.9 milj. kr.
Alls nemur því tekjuaukningin,
sem frv. gefur af sér, 42.1 milj.
kr. Þessar tölur eru miðaðar við
heilt ár, en þar sem frv., ef að
lögum verður, gildir ekki nema
í 9 mánuði, eru raunverulegu
tekjurnar, sem ríkið fær, ekki
nema 31.6 milj. kr.
Benzínskatturinn lægri hér
en annars staðar.
í greinargerð frv. er skýrt frá
því, að benzíntollur sé mun
hærri í nágrannalöndunum en
hann hefir verið hér eða 34
aurar á 1. i Danmörku, 18 aurar
í Svíþjóð og Noregi og 22 aurar
í Bretlandi. Ennfremur er bent
á, að kostnaöur við vegaviðhald
hafi þrettánfaldazt síðan 1939.
Þá var kostnaðurinn 800 þús. kr.,
en var á síðastl. ári 11 milj. kr.
Annars staðar sé löggjöf hagað
þannig, að þeir, sem mest noti
vegina, taki mestan þátt i við-
haldskostnaðinum og þyki rétt
að taka upp þá stefnu hér.
Bifreiðaskatturinn.
Annað tekjuöflunarfrv. fjall-
ar um hækkun á bifreiðaskatti.
Þar er lagt til að innflutnings-
gjald af hjólbörðum og gúmmí-
slöngum hækki úr 1 kr. á kg. í
3 kr. og að lagður verði skattur
á fólksflutningabifreiðar, sem
nemi 36 kr. á ári af hverjum
100 kg. af þunga þeirra. Meðal-
þyngd slíkra bifreiða er áætl-
uð 1500 kg. og yrði þá skattur-
inn 540 kr. á ári. Tekjur af
þessum ráðstöfunum eru áætl-
aðar um 2 milj. kr. á ári.
Hækkun gjalds á sælgæti.
Þriðja tekjuöflunarfrumvarp-
ið fjalTar um hækkun gjalds á
innlendum tollvörum. Er ætlazt
til, að þetta gjald hækki um
100%. Hér mun eingöngu um
sælgætisvörur að ræða, þar sem
kaffibætir verður undanþeginn
tollhækkun þessari. Gert er ráð
fyrir að tekjuaukning ríkissjóðs
'af þessu verði 1.5 milj. kr.
Frá umræðum um frumvörpin
Úr ræðum Eysteins Jónssonar og Hermanns
Jónassonar.
Byrjað að nota nýjar vélar i Mjólkurbúi Flóamanna
Umræður um þessi frumvörp
stjórnarinnar hófust í báðum
þingdeildum i gær. Þingmenn
kommúnista deildu allfast á
frumvörpin, en lentu fljótt í
vandræðum, þegar auglýst var
eftir úrræðum frá þeim eða þeim
var bent á stefnu þeirrar
stjórnar, sem þeir höfðu stutt
til skamms tíma.
Tvær leiðir.
í neðri deild gerði Eysteinn
Jónsson menntamálaráðher'ra
grein fyrir afstöðu Framsókn-
arflokksins. Hann benti á, að um
tvær leiðir hefði verið að velja.
Önnur var sú að draga úr verð-
bólgunni, sem skapast hafði
undanfarið, og útgjöldum ýmsra
laga, sem samþykkt hafa verið
seinustu missirin, og lækka
fjárlögin þannig svo mikið, að
ný tekjuöflun hefði orðið óþörf.
Þessa leið, að lækka dýrtíðina,
hefði Framsóknarflokkurinn
talið æskilegastá, en hún hefði
ekki nægilegt þingfylgi. Hin
leiðin var sú, að reyna að afla
nýrra tekna til að rísa undir út-
gjöldunum, sem hljótast af lög-
gjöf síðustu missira, og til að
stööva hækkun dýrtíðarvísitöl-
unnar. Sú leið væri farin með
þessu frv.
Aðeins bráðabirgðaúrræði.
Framsóknarflokknum er það
ljóst, sagði menntamálaráð-
herra, að þessi leið er ekki nema
bráðabirgðaúrræði. Hinar nýju
álögur mættu bezt opna augu
manna fyrir því, að þessi leið
er ekki fær til .frambúðar. En
Framsóknarmenn telja þó betra
að vinna þannig að stöðvun dýr-
tíðarvísitölunnar en að láta
hana hækka óhindrað, éins og
SvertLn.gjarn.ir í Suður-Afríku fagna
konungi sínum
r
Afköst og vörugæði aukast til mikilla mima
*
við þessa endurnýjun vélakostsins
Viðtal við Stefán Björnsson, ráðunaut
mjólkurbúanna.
Nú er langt komið að setja niður nýju vélarnar í Mjólkurbú
Flóamanna, þær þeirra, sem til landsins eru komnar. Hins vegar
er enn ókomið 'talsvert af vélum, sem smíðaðar hafa verið í Ála-
borg og ekki hefir tekizt að koma til Kaupmannahafnar enn
sem komið er, sökum ísa og snjóalaga. Þegar er farið að nota
vélar þær, sem búið er að ganga frá, og er til dæmis skyr, sem
búið er til í nýju vélunum, farið að koma í búðir í Reykjavík. —
Þessi nýi og aukni vélakostur Flóabúsins mun ekki aðeins auka
afköst þess stórlega, heldur einnig auka gæði mjólkurinnar að
miklum mun.
Það var mikið um dýrðir meðal
Syertingjanna í Suður-Afríku, þegar
konungur Bretaveldis var á ferð í
þorpum þeirra með hinu fríða föru-
neyti sínu, og fögnuðu þeir ekki hon-
um síður innilega en hinir hvítu
þegnar. Á efri myndinni sjást tvær
svartar frúr, önnur með barn sitt á
baki sér, virða fyrir sér flugvél kon-
ungshjónanna. — Á neðri myndinni
sjást tveir stríðsmenn í sínum feg-
ursta skrúða bíða komu konungsins.
verða mundi að öðrum kosti.
Það ætti að gera dýrtíðarmáliö
viðráðanlegra, þegar hafist
verður handa um raunhæfar
aðgerðir. Þetta sjónarmið réði
því ekki sízt að Framsóknar-
menn fóru í ríkisstjórnina, þótt
ekki fengist stórfelldari stefnu-
breyting til að byrja með en
fyrir liggur. Það er skoðun mín,
að hefði þessi stefnubreyting
ekki fengizt, væri dýrtíðarvísi-
talan nú komin í 320—330 stig
og algert hrun atvinnulífsins og
fjárhagsins hefði þá ekki verið
umflúið.
Afstaða sósíalista.
Þá vék menntamálaráðherra
að málflutningi Einars Olgeirs-
sonar. Einar hefði haldið því
fram, að það ætti að leggja
skatta á verzlunina. í stjórnar-
sáttmálanum væri ákvæði um
að bæta verzlunina og yrði
það skörulega framkvæmt, —
myndi það koma neytendum
til góðs. Þá hefði E. O. talað 'um
hækkun tekjuskattsins. Skatt-
stigin myndi þegar nógu hár,
en það, sem vantaði, væri betra
skattaeftirlit. Núverandi stjórn
hefði ákveðið að vinna að end-
urbótum á því. Annars kvaðst
menntamálaráðherra undrandi
yfir því, að E. O. hefði nú þótzt
fylgjandi því að afnema allan
gróða hjá kaupm. og öðrum
milliliðum. Það væri ekki nema
fáar vikur síðan hann hefði
stutt stjórn, sem búið hafði
betur að heildsölum og gróða-
mönnum en nokkur stjórn önn-
ur. Hún hefði leyft þeim að
safna meiri gróða og eyða meiri
gjaldeyri en dæmi væru til fyrr
og siðar. Hverjar hefðu þá verið
tillögur þessa þingmanns og
flokks hans til að draga úr stór-
gróðanum? Bókstaflega engar
og þess vegna væri komið í
slíkt óefni og raun bæri vitni.
E. O. ætti að sjá sóma sinn í
því, að þessi afstaða flokks hans
væri ekki rifjuð upp.
Nauðsyn raunhæfari aðgerða.
í efri deild gerði Hermann
Jónasson grein fyrir afstöðu
sinni til þessara mála. Hann
kvaðst hafa haft takmarkaða
trú á núverandi stjórnarsam-
starfi, þegar til þess var stofn-
að, m. a. vegna þess, að ekki
hefði fengizt tekið nægilega
föstum tökum á dýrtíðar- og
(Framhald a 4. síðu)
Búið að ganga frá meginhluta
vélakostsins.
Tíðindamaður Tímans átti í
gær tal við Stefán Björnsson,
ráðunaut mjólkurbúanna, um
þessa miklu endurnýjun á véla-
kosti mjólkurbús Flóamanna.
— Það er þegar að mestu
leyti búið að ganga frá þeim
vélum búsins, sem komnar eru
til landsins. Danirnir, sem unn-
ið hafa að þessu munu koma
hingað til Reykjavíkur í næstu
viku, og þá taka aftur til starfa
í mjólkurstöðinni hér. Má segja,
að endurnýjuninni á vélakosti
Flóabúsins sé langt komið, því
að meiri hluti vélanna er kom-
inn, þótt dálítið vanti enn inn
í. Eru það vélar, sem smíðaðar
voru i Álaborg og ekki hefir
verið unnt að koma til Hafnar
sökum ísalaga og snjóa.
Nýju vélarnar komnar
í notkun.
— Hvaða vélar er þegar farið
að nota?
— Það er farið að nota geril-
sneyðingarvélarnar, skilvind-
una, skyrgerðartækin og inn-
vigtunaráhöldin. Þessi tæki
reynast öll ágætlega, og er það
þó enn til baga, að vatn skort-
ir, og ekki er búið að ganga frá
gufukatli, s^em kominn er, svo
að hörgull er á gufu. En á þessu
hvort tveggja verður reynt að
ráða bót strax og jörð er þíð
orðin.
Miklu stójrvirkari en gömlu
tækin.
— Eru þessi nýju tæki ekki
miklu stórvirkari en þau, sem
fyrir voru?
— Þau eru það. Nú eru til
dæmis tvær vogir í stað einnar
áður, svo að vigtunin verður
miklu fljótlegri, auk þess sem
hægara verður að aðskilja góðu
mjólkina, sem fer til neyzlu, og
lakari mjólkina, sem ætluð er
til vinnslu. Skyrgerðarvélin
vinnur úr 8000 lítrum á klukku-
stund í stað 5000, en auk þess
er komin sérstök vél til þess að
kæla ostamjólk, og hún getur
skilað 5000 lítrum á klukku-
stund.
Mjólkurgæði stóraukast.
Þá skiptir hitt ekki minna
máli, að gæði • mjólkurinnar
munu aukast stórlega. Hið sama
gildir um vinnsluvörurnar. Skyr,
sem búið er til i nýju skyrgerð-
arvélunum, er til dæmis mun
betra en gamla skyrið, þetta
nýja skyr er þegar komið i bú'ð-
ir hér í Reykjavík.
Tankbílar til mjólkurflutninga.
Loks má geta þess, að mjólk-
urbú Flóamanna á von á fjór-
um tankbílum með vorinu. Á
þeim á að flytja mjólkina frá
Flóabúinu til Reykjavíkur. Þess-
ir bílar eru vandlega einangrað-
ir og miklu síður hætt við, að
hún skemmist í flutningum á
þeim heldur en í brúsum á
venjulegum bílum. Slíkir mjólk-
urflutningar eru alger nýjung
hér á landi. Erlendis er þetta
aftur talsvert tíðkað, einkum
í Bandaríkjunum, þar sem mjólk
er einnig mikið flutt með járn-
brautum með svipuðum hætti.
Seinna verða sennilega fengn-
ir fleirl slíkir bílar.
Öskufalls vart í Þjórsárdal
Miklir gosdynkir í fyrrakvöld, en allt með
kyrrasta móti í gær.
Hekla virtist með rólegasta móti í gær. En í fyrrakvöld heyrð-
ust hins vegar miklir gosdynkir og eldar sáust. Tíðindamaður
blaðsins átti í gær tal við fólk að Ásum í Þjórsárdal og Fells-
múla á Landi.
í Þjórsárdal heyrðust miklir
gosdynkir í Heklu í fyrrakvöld
— einhverjir þeir mestu, sem
þar hafa heyrzt. Stóð þannig
fram á nótt, en er undir morg-
un var komið, fór að draga úr
gosdynkjunum og versnaði þá
skyggni.svo ekki var lengur hægt
að sjá til fjallsins. Um kvöld-
ið áður sáust eldarnir í fjallinu
greinilega víða að. Þó sýndist
fólki í Þjórsárdal ekki eins mik-
ill eldur uppi í fjallinu Qg fyrstu
daga gossins.
í Þjórsárdal hefir öskufalls
orðið vart á einum bæ, Haga,
en sá bær, er næst fyrir utan
Ásólfsstaði. Ekki er kunnugt
um, að aska hafi' fallið víðar
um þær slóðir, og öskufallið í
Haga var ekki mikið, en sást' þó
greinilega á fönnum og svell-
um, og er strokið var eftir jörð-
inni, kom rák eftfr hendina.
Mun hér vera um að ræða fok-
ösku, enda er vindstaðan nú
komin beint af Heklu á Þjórs-
árdal.
Frá Fellsmúla sást ekki - til
Heklu í gær, að því er blaðinu
var tjáð i viðtali, sem tiðinda-
maður þess átti við séra Ragn-
ar Ófeigsson, prest þar. Kvöldið
áður höfðu þó eldarnir sézt
greinilega. Annars var yfirleitt
rigningarsúld um allt Suður-
land i gær og slæmt skyggni
Tíminn birtir á 3. síðu i dag
grein um mjólk og mjólkurvör-
ur eftir Þórhall Halldórsson
mjólkurfræðing.
Þórhallur er sonur Halldórs
heitins Vilhjálmssonar, skóla-
stjóra á Hvanneyri, og Svövu
Þórhallsdóttur, konu hans. —
Hann tók stúdentspróf vorið
1942. Sumarið 1943 fór hann
vestur um haf og stundaði nám
í mjólkurfræðum í Madison í
Wisconsin í Bandaríkjunum. —
Lauk hann meistapaprófi í
þeirri fræðigrein á síðastliðnu
hausti.