Tíminn - 12.04.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.04.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓBI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN Simar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. 31. árg. RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA. INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKREFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A Síml 2323 Reykjavík, laugardagiim 12. apríl 1947 69. blað Frá umræðum á Alþingi: Hin nýju fjáröflunarlög skerða einkum óhófseyðslu Vísitoliihækkuii, sem leiðir af uýju íolliinuiii, verður borguð niður. Umræðurnar um tekjuöflunarfrumvörp stjórnarinnar, sem íóru fram á Alþingi í fyrradag, voru á ýmsan hátt hinar at- hyglisverðustu. 'Verða hér á eftir rakin nokkur þau atriði, sem mest var deilt um. Má vel marka af þeim, hve misheppnaðar ádeilur sósíalista hafa verið og þá ekki sízt vegna fortíðar þeirra í þessum efnum. „Árás á lífskjör alþýðunnar". Ræðumenn sósíalista héldu því fram, að skattaálögurnar, sem fælust í frumvörpunum, væri „árás á lífskjör alþýðunn- ar“ og rýrðu þau stórkostlega. Þeim var sýnt fram á, að út- reikningar sýndu, að verðhækk- anir þær, sem hlytust af þess- um nýju álögum, myndu hækka dýrtíðarvísitöluna um 6 stig og myndi sú vísitöluhækkun verða greidd niður með framlagi úr ríkjssjóði. Þessar nýju álögur myndu því ekki skerða neitt þau lífskjör, sem ætlazt væri til að dýr.tíðarvísitalan tryggði laun- þegum. Hins veg?.r myndu þessar álögur leggjast allþungt á ýmsa eyðslu, sem talin væri það ónauðsynleg, að vísitöluút- reikningprinn næði ekki til hennar. Þar væri fyrst og fremst að ræða um eyðslu, sem hinar efnameiri stéttir veittu sér. Sannleikurinn væri því sá, að þessar skattaálögur skerða ekki neitt þau lífskjör, sem dýrtíðarvísitalan á að tryggja launþegum, og sósíalistar hefðu talið viðunandi hingjað til. Allt glamur þeirra um „árás á lífs- kjör alþýðunnar" væri því blað- ur út .í loftið. Hins vegar væri hér þrengt að eyðslu hinna efnameiri og ættu sósíalistar sízt að telja það varhugavert. Fölsun vísitölunnar. Þá tóku sósíalistar að hampa því, að dýrtíðarvísitalan væri fölsuð. Þeim var bent á, að þeir hefðu ekki neitt ymprað á því máli, heldur þvert á móti talið visitöluútreikninginn í bezta lagi meðan þeir tóku þátt í ríkisstjórninni. Þessar fullyrð- ingar af hálfu þeirra yrðu því tæpast teknar alvarlega nú. Sósíalistar og heildsalagróðinn1. Þá héldu sósíalistar því fram, að réttara hefði verið að leggja aukna skatta á heildsalagróð- ERLENDAR FRÉTTIR Gríska stjórnin hefir hafið allsherjarsókn gegn skærulið- unum og teflir fram um 60 þús. manna her, en her skæruliða er talinn 20—30 þús. manna. Stjórnin telur, að sókn hennar hafi þegar borið verulegan ár- angur. Á Moskvufundinuin hefir und- anfarið verið rætt mest um landamæri Þýzkalands. Bretar og Bandaríkjamenn vilja ekki láta Pólverja fá eins mikið af þýzku landi og fyrirhugað var á Potsdamfundinum. Frakkar heimta Rínarlönd aðskilin frá Þýzkalandi og að Ruhrhéraðið verði sett undir alþjóðastjórn. Wallace, fyrrv. varaforseti Bandaríkja er á ferð í Evrópu. Hann hefir í viðtali við enska blaðamenn lýst sig andvígan tillögum Trumans um lánveit- ingu til Grikkja og Tyrkja. Hann sagði, að stefna Breta í Ind- landi, Burma og Egiptalandi ætti að vera öðrum stórveldum til fyrirmyndar. ann en að hækka tollana. Þeim var bent á, að þeir hefðu ekki munað eftir því að skattleggja heildsalagróðann, þegar þeir áttu sæti í ríkisstjórninni. Aldrei hefði þó gróði heildsala og ann- arra stórgróðamanna verið meiri en á þeim tíma. Sósíalistum var einnig bent á, að það væri ekki nýtt að heyra þá bera fram slíkar kröfur. Þeir hefðu meira að segja talað um að „skera heildsalana niður við trog“ um það leyti, sem þeir fóru í ríkisstjórnina. Efndirnar hefðu orðið minríi en engar. Það yrði því ekki tekið hátíð- lega, þótt þeir þættust fylgjandi slíkum tillögum nú, því að fáir hefðu meiri æfingu í því að "svíkja þær. Afsökun Sigfúsar. Sigfús Sigurhjartarson reyndi að afsaka þessa frammistöðu sósíalista með því, að ríkið hafi ekki þurft á meiri tekjuöflun að halda í stjórnartíð þeirra og því hafi mátt lofa heildsölunum að græða. Honum var bent á, að þetta væri meira en rangt. Ríkið hefði vissulega haft þörf fyrir meiri tekjur, því að bæði það og ýmsar ríkisstofnanir hefðu safnað skuldum á þessum tíma. Þá hefði það líka verið æskilegt, að ríkið hefði átt ein- hverja sjóði eftir hin miklu veltiár. í stað slíkra sjóða væri það nú að sligast undir nýjum skuldum, en margir gróðabrall- aranna vissu ekki aura sinna tal. Þessi væri afleiðingin af stjórnarþátttöku sósíalista. Veltuskatturinn. Þá var sósíalistum bent á, að þeir gætu ekki talað digur- barkalega gegn tollahækkun- um. Meðan þeir sátu í ríkis- stjórninni, þurfti einu sinni að afla aukinna tekna. Voru þá kannske hækkaðar álögur á stórgróðamönnum? Ó-nei. Þá var lagður á veltuskatturinn illræmdi, sem var raunar ekki annað en neyzlutollur af verstu tegund. T. d. urðu félagsmenn Kron einu að greiða 140 þús. kr. í veltuskatt á einu ári. Vafa- laust hefði þessi óþokkalega fjáröflunarleið verið farin einu sinni enn, ef sósíalistar hefðu verið í ríkisstjórninni. Hagfræðingaálitið. I Hagfræðingaálitið svokallaða var talsvert dregið inn í tillög- urnar, og vildu ýmsir láta svo heita, að fjáröflunartillögur stjórnarinnar væru byggðar á því. Gylfi Þ. Gíslason sagði, að þetta væri ekki nema hálfur sannleikur. Þeir hefðu ekki hugsað sér slíka fjáröflun, nema ' í samhengi við margháttaðar I ráðstafanir aðrar, og þeir hefðu jafnan lagt áherzlu á, að ekki yrðu lagðar byrðar á almenn- ing, nema ááur væri búið að tryggja, að þeir, sem væru bet ur stæðir, bæru fullkomlega sinn skerf. Það hefði stjórnin ekki gert ennþá, en gerði hún það, væri ekki nema gott um tillögur hennar að segja. (Framhald á 4. síðu) Stofnendur H. I. sem. á lífi eru Hálfrar aldar afm.æli Hins ísl. prentarafélags Vibtal við FritSfimi Guðjjóiissoii prcntara, ciiin af stofncnduiium. Hið íslenzka prentarafélag minnist í dag hálfrar aldar af- mælis síns. Það var stofnað í Reykjavík 4. apríl 1897, og voru stofnendurnir tólf prentarar úr Reykjavíkurprentsmiðjunum tveimur, sem þá voru, ísafoldarprentsmiðju og Félagsprent- smiðjunni. Það er því eitt elzta stéttarfélagið á landi hér og hefir jafnan verið meðal þeirra allra traustustu. ^ Þetta eru þeir tveir af stofnendum Hins íslenzka prentarafélags, sem enn eru á lífi. Það eru þeir Friðfinnur Guðjónsson og Jón Árnason. Húsmæðraskólarnir okkar eru of fáir Viðtal við ungfrií Þórnýju Friðriksilóttur, forstöðukouu á llallormsstað. 4 Ungfrú Þórný Friðriksdóttir, forstöðukona húsmæðraskólans á Hallormsstað, er nýlega komin til landsins eftir átta mánaða ferðalag um Norðurlönd, þar sem hún kynftti sér fyrirkomulag og starfrækslu húsmæðraskóla og vefnaðarskóla. Tíðindamaður blaðsins hitti Þórnýju að máli í gær, áður en hún fór af stað austur með Esju, og spurði hana frétta úr ferðinni. Ungfrú Þórný fór fyrst til Dan- merkuf' héðan og hafði þar nokkra viðdvöl. Heimsótti hún þar nokkra skóla, bæði almenna húsmæðraskóla og sérstaklega vefnaðarskóla, en vefnaður er sérgrein hennar. Dönsku hús- mæðraskólarnir eru góðir og er erfitt að gera upp á milli ein- stakra húsmæðraskóla á Norð- urlöndum, þó skipulagi þeirra í Finnlandi og hér sé nokkuð frá- j brugðið því sem það er í hinum löndunum. í Danmörku, Noregi og Sví- 1 þjóð er mikið af sérskólum j kvenna einkaskólar, en ríkið rekur skólana hér á landi og í Finnlandi. Erfitt er að segja,1 hvort skipulagið er hentugra. En skólakerfið í heild verður áreið- 1 anlefa miklu betur skipulagt,' þegar skólarnir eru allir á einni hendi. Hins vegar telja margir,; að samkeppnin, sem skapast milli skólanna, þegar þeir eru í einstaklingseign, sé nauðsynleg, og geri það að verkum, að skól- arnir verði yfirleitt betri. j Þó að Þórný færi utan aðal- lega til að kynnast nýjungum i vefnaði og handavinnu, en það er sérgrein hennar eins og áður er sagt, lagði hún sig einnig fram um að kynnast fyrirkomu- lagi og rekstri almennra hús- mæðraskóla og kvennaskóla. Hvað vefnaðinn snerti kvað hún erfitt að gera upp á milli Norðurlandaþjóðanna. Vefnaður þeirra allra væri með svipuðum hætti, þó mynztrin væru vitan- lega mismunandi. Annars sagði hún að ástandið hjá vefnaðar- skólum í Finnlandi, Noregi og Danmörku væri ákaflega erf- itt, sökum þess hve þeir fá lít- ið efni til starfsemi sinnar. öllum þessum löndum er þeim látinn í té viss skammtur af efni til að vinna úr, sem er mjög Sýning frístunda- málara Þessa dagana stendur yfir málverkasýning félags íslenzkra frístundamálara. Sýningarskál- inn er fullur af myndum eftir 30 menn, sem ekki telja sig list- málara, en hafa nú látið sýnis- horn af heimilisiðnaði sínum koma fyrir almenningsaugu. Um þessa sýningu verður nánar rætt síðar hér í blaðinu, en ástæða er til að minna fólk á þessa sýningu, því að hún er skemmtileg og fjölbreytt, og margt er þar fallegra mynda. Það er því bæði fróðlegt og skemmtilegt að koma í sýning- arskálann þessa dagana. Þórný Friðriksdóttir. naumur og hrekkur hvergi nærri til alls þess vefnaðar, sem leysa þarf af hendi. í Finnlandi hafa stúlkurnar ull og heima- ræktaðan hör með sér að heim- an, sem þær spinna sjálfar og vinna og vefa síðan úr þræðin um. Hafa þær þannig bætt að nokkru upp þann skort á efni sem ríkir við skólana í Finn- landi, en þar er ástandið verra en nokkurs staðar annars stað ar á Norðurlöndum. Fræðslu kvenna er annars mjög vel fyrir komið í Finn- landi og einna bezt á Norður- löndum. Hvergi er betra skipu- lag á kvennaskólamálum en þar og húsmæðranám stúlkna er mjög algengt. Þrátt fyrir fátækt og slæma afkomu þar nú, eru kvennaskólarnir vel sóttir. Finnlandi er líka mjög vandað til fræðslu húsmæðrakennara Kvennaskólakennararnir verða að sækja skóla þar í fjögur ár, en i Svíþjóð er slíkur skóli ekki nema tvö ár. Eins og áður er sagt, stendur efnisskorturinn vefnaðinum (Framhald á 4. síöu) Aðalforgöngumaður félags- stofnunarinnar var Þorvarður Þorvarðsson, er var 1. formað- ur þess og síðan mjög lengi í stjórn þess. En aðrir stofnend- ur voru Aðalbjörn Stefánsson, Benedikt Pálsson, Bergþór Berg- lórsson, Davíð Heilmann, Einar Kristinn Auðunsson, Friðfinnur Guðjónsson, Guðjón Einarsson, Hafliði Bjarnason, Jón Árnason, Stefán Magnússon og Þórður Sigurðsson. Aðeins tveir af stofnendunum, Friðfinnur Guð- ónsson og Jón Árnason, eru á lífi, en báðir hættir prentara- störfum fyrir fáeinum árum eftir langt og mikið ævistarf. Auk Þorvarðs voru í fyrstu stjórninni þeir Friðfinnur og Þórður Sigurðsson. Markmið félagsins er lýst í annari grein stofnlaganna: „Að efla og styrkja samheldni meðal prentara á íslandi; að koma í veg fyrir að réttur vor sé fyrir borð borinn af prentsmið j ueigendum; að styðja að öllu því, er til framfara horfir í iðn vorri, og, að svo miklu leyti sem hægt er, tryggja velmegun vora í fram- tíðinni“. Var það hugmynd stofnend- anna, að félagið næði til allra prentara á landinu, en ekki náð- ist það mark að fullu fyrr en um árið 1930. Núverandi stjórn H. í. P. skipa: Formaður Stefán Ögmunds- son. Ritari Árni Guðlaugsson. Gjaldkeri Meyvant Ó. Hallgríms- son. 1. meðstj. Pétur Stefáns- son. 2. meðstj. Gestur Pálsson. Skrafað við Friðfinn Guðjónsson. Tíðindamaður Tímans átti í gær tal við Friðfinn Guðjóns- son, sem er annar þeirra tveggja stofnenda, sem enn er á lífi. Hann var mjög lengi í stjórn féiagsins, átti þátt í stofnun þriggja nýrra prentsmiðja og vann að prentiðn í fimm ára- tugi. Hann lærði prentiðn á Ak- ureyri, en fór síðan til Kaup- mannahafnar og fullkomnaði sig þar í starfinu. Að því búnu kom hann til Seyðisfjarðar með prentsmiðju Austra í þann mund, er Skapti Jósefsson tók við ritstjórn hans.. Síðan fór hann svo í ísafoldarprent- smiðju, er Torfi prentari Þor- grímsson lézt. Þaðan fór hann bó eftir skamma hríð með prent-, miðju til ísafjarðar um það bil, sem Skúlamálimstóðu sem -hæst og prentaði þar blað Lárusar H. Bjarnasonar, Gretti, en hvarf baðan aftur í ísafoldarprent- smiðju. 1904 stofnaði hann, á- samt fl eiri prenturum prent- smiðjuna Gutenberg, þar sem hann vann alla tíð síðan, unz hann hætti prentarastörfum nú fyrir fáum árum, sjötugur að aldri. Má af þessu ráða, að Friðfinnur er góður fulltrúi prentarastéttarinnar til að rabba við á hálfrar aldar af- mæli félags þeirra. — Eins og þú veizt, sagði Friðfinnur, var félagið stofnað 4. apríl 1897, og fyrsti formað- ur þess og aðalforgöngumaður félagsstofnunarinnar var Þor- varður Þorvarðsson, er síðan var lengi helzti forsvarsmaður þess. Á þessum árum voru ekki nema tvær prentsmiðjur í Reykjavík, ísafoldarprentsmiðja, sem Björn Jónsson átti, og Félagsprent- smiðjan, sem var eign hlutafé- lags. En aðaleigandinn mun hafa verið Halldór Þórðarson bókbindari. Félagsprentsmiðjan var til húsa í hornhúsinu milli Laugavegarins og Skólavörðu- stígsins, ísafoldarprentsmiðja niðri í Austurstræti. Prentar- arnir í bænum voru innan við tuttugu, en ekki voru stofn- endur félagsins þó nema tólf. Sumir kusu heldur að standa Stan við, enda var slik félags- stofnun þá talsverð nýlunda, þótt trésmiðir væru að vísu búnir að mynda stéttarsamtök fyrir skömmu. Svo hafa kann- ske einhverjir haft beyg af. prentsmiðjueigendunum, sem fremur munu hafa litið á þetta uppátæki óhýru auga, þótt ekk- ert gerðu þeir til þess að bregða fyrir okkur fæti, sem þeir höfðu ekki heldur aðstöðu tii að gera. 75 krónur á mánuði. Markmið félagsins var auðvit- að, að prentarar styddu hver annan eins og kostur væri á — fá launin hækkuð og aðbúnað- inn bættan, sem sagt: kjörin yfirleitt. — Hvað var kaup prentara hátt, þegar þíð stofnuðu fé- lagið? (Framhald á 4. síðu) Viðar vatnsfióð en í Englandi FlóðinJ Englandi hafa nú um skeið verið á hvers manns vör- um, enda valdið gífurlegu tjóni. Þessi mynd er þó ekki þaðan, heldur frá smábænum Hersted- vester utan við Kaupmannahöfn. Vatnið hefir flætt þar um göt- urnar og inn i húsin. Á mynd- inni sést, er verið er að bjarga starfsmeyjunum út úr keramik- verksmiðju, sem fyllzt hefir af vatni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.