Tíminn - 16.04.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.04.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMIM, miðvikiidagiim 16. apríl 1947 71. blað STOKKHÓLMSBRÉF • • Oskuhaugarnir Miðv.dagur 16. upríl Hvað tefur úrræði S jálf stæðisflokksins ? „Það er auðveldara verk að búa til flóð með misheppnuð- um ráðstöfunum en að stöðva það“, segir Mbl. í forustugrein sinni í gær. Þetta er hverju orði sannara. En Sjálfstæðis- flokkurinn hefði þurft að sjá það fyrr. Forráðamenn Sjálfstæðis- flokksins hefðu þurft að sjá þetta sumarið 1941, þegar þeir hindruðu skattlagninguna á togarafiskinn, svo að hægt væri að borga dýrtíðiha niður. Hefði niðurgreiðsluleiðin verið hafin hér í tæka tíð, myndi hún hafa komið að fullum notum, eins og í Bretlandi og á Norðurlöndum. Forráðamenn Sjálfstæðis- flokksins hefðu þurft að sjá þetta haustið 1941, þegar þeir felldu festingartillögur Eysteins Jónssonar. Afkoma atvinnuveg- anna og ríkissjóðs væri nú önn- ur, ef þær tillögur hefðu feng- izt fram þá. Forráðamenn Sjálfstæðis- flokksins hefðu þurft að sjá þetta sumarið 1942, þegar þeir sviku gerðardómslögin, þó yfir- gnæfandi meirihluti þjóðarinn- ar hefði lýst sig þeim fylgjandi i vorkosningunum. Það var þjóðinnT dýrt, að Ólafur Thors keypti ráðherrasætið af sósíal- istum því okurverði að hætta öllu viðnámi gegn dýrtíðinni. Forráðamenn Sjálfstæðis- flokksins hefðu einnig þurft að sjá þetta haustið 1944, þegar þeir kusu heldur samstarf við sósíalista en samstarf við Fram- sóknarflokkinn um stöðvun dýr- tíðarinnar. Ólafur Thórs keypti ráðherrasæti sitt þá því verði, að dýrtíðin hækkaði um 44 stig og sett voru fjölmörg lög, sem stóruku útgjöld ríkisins. Vegna þess hefir nú orðið að leggja nýja stórfellda tolla á þjóðina. Það eru þessar „misheppnuðu rá!ðstafanir“ forráðamanna Sjálfstæðisflokksins, er fyrst og fremst valda þvi mikla dýrtiðar- flóði, sem Mbl. segir réttilega, að nú sé erfitt að stöðva. * í niðurlagi áðurnefndrar Mbl,- greinar kveður við nokkuð ann- an tón en í upphafinu. Mbl. er orðið svo vant tvísöngnum, að það verður að hafa hann í næst- um hverri grein. í niðurlaginu segir, að nú sé dýrtíðarflóðið komið niður á jafnsléttu og því sé orðið auðvelt að stöðva það. En ríkisstjórnin bregðist illa við og geri helzt tóma vitleysu, því að nú ráöi Framsóknarmenn stefnunni. Þessi seinasta fullyrðing Mbl. hefði kannske getað staðizt, ef Framsóknarmenn ættu fjár- málaráðherrann og réðu þannig fjármálaforustunni. En fjár- málaráðherrann er Sjálfstæðis- maður og fjármálaforustan er þvi fyrst og fremst í höndum Sjálfstæðismanna. Það eru þeir, sem bera höfuðábyrgð á þeirri fjármálastefnu, sem enn er fyigt. Framsóknarmenn vissu, hvað þeir gerðu, þegar þeir létu það afskiptalaust við stjórnarmynd- unina, að fjármálaráðherrann yrði úr Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn hefir haft fjármálaforustuna undanfarið. Húri hefir skapað það dýrtíðar- flóð, sem Mbl. segir réttilega, að ekki sé auðvelt að stöðva. Stokkhólmi 17./3. ’47. í allan dag hefir mylgrað hér niður snjó í logni, en fram að þessu hefir verið stöðugt frost og kuldi. Trúi ég varla að hafi verið eins kalt á íslandi eins og hér í Stokkhólmi síðastliðna viku. Svenska Dagbladet flytur grein á fyrstu síðu í dag um það, að fjórir fulltrúar frá rík- isstjórninni á íslandi komi sem gestir til Stokkhólms annað kvöld í amerískri flugvél og auk þeirra þrír blaðamenn, er það nafngreinir, sem það þó gerir ekki með fulltrúana. Annars sézt nær aldrei getið um ísland og hefi ég ekkert frétt þaðan síðan ég fór að heiman fyrir nærri mánuði síðan. Virðist ennþá eitthvað eftir af því sem Matthíasi fannst forðum: „Um þess kjör og aldarfar aðrir hægt sér láta“. Blöðin hér ræða ákaft þessa dagana um þörfina á að spara sænskan gj aldeyri. Skömmtun er hér á brauðum, kjöti, feiti og sápu. En nú er verið að ráðgera miklu víðtæk- ari skömmtun bráðlega, og virð- ast menn einkum kvíðandi fyr- ir kaffiskömmtun. Eiijnig er ráðgert að draga stórlega úr notkun erlends gjaldeyris, með því að skammta naumar en áð- ur gjaldeyri til þeirra, sem ferð- ast til útlanda. Svona er það nú í henni ríku Svíþjóð líka. Annars eru allar verzlanir hér fullar af vörum og allsnægtirnar virðast skína út úr öllu — á yfirborðinu. Verksmiðjurnar hafa ekki við að framleiða þær vörur, sem lofað hefir verið. Verkafólks- ekla og harðindi hafa dregið allvíða úr framleiðsluni, m. a. seinkar þessa vegna ýmsum skipum, sem íslendingar eru að láta smíða í Svíþjóð. — En ann- ars er hið ógurlega háa lán til Rússanna, sem liggur þyngst á Svíunum. Nú keppast þeir við að framleiða vörur til Rússanna fyrir miljarð króna (1000 milj- ónir), er þeir lána þeim — og hafa ekkert undan. Svíar munu mjög kvíðandi og hræddir við Rússana. Sjá þeir og þekkja þeirra sóðalegu að- En Sjálfstæðismenn hafa jafn- an talað ,eins og þeir hefðu ráð undir hverju rifi, þegar á þyrfti að halda. Þess vegna þótti rétt að gefa þeim tækifærið til að sýna það í verki, hversu ráð- slyngir þeir eru. Það er líka rétt, að þeir, sem hafa skapað dýr- tíðarflóðið, fái fyrstir að glíma við það. Fyrstu ráð hins ráðslynga flokks hafa nú séð dagsljósið. Það eru nýju tollarnir. Þess er að vænta, að Sjálfstæð- isflokkurinn búi yfir einhverjum slyngari úrræðum í dýrtíðar- málunum en þeim, sem þegar eru fram komin. Sé svo ekki, er harla lítið að marka það, er forráðamenn hans hafa sagt undanfarið. Framsóknarmenn munu gera sitt til, að forvigis- menn Sjálfstæðisflokksins birti þjóðinni þessi úrræði áður en |Dingi lýkur, því að öllu lengur verða raunhæfar aðgerðir ekki dregnar á langinn. Sjálfstæðis- menn verða að gera sér ljóst, að þjóðin bíður eftir úr- ræðunum, sem þeir hafa talið sig hafa í dýrtíðarmálunum. Og ekki ætti það að draga kjark úr þeim, að Mbl. segir, að dýr- tíðarflóðið sé komið niður á jafnsléttu og þvi orðið vel við- ráðanlegt! farir við nágrannana. Hefir m. a. fjöldi pólskra flóttamanna streymt til Svíþjóðar og gerzt þar verkamenn. Hafa þeir hin- ar hroðalegustu sögur að segja af kúgurunum í vestri og austri. Eru það meiri hræðilegu hörm- ungarnar, sem sú hrjáða þjóð verður að líða. Og von að hún syngi með viðkvæmni: „Guð, sem að vorri ættjörð skýldir áður“. íslendingar virðast hafa aðal- lega uppgötvað Svíþjóð nú á allra síðustu árum. Þegar ég var hér staddur í árslok 1932, var mér sagt að væru sjö íslending- ar í Stokkhólmi og nær því engir annars staðar í landinu. Nú kváðu þeir vera yfir 300 í Sví- þjóð, þar af um 250 í Stokk- hólmi. Flestir eru þeir við ein- hvers konar nám: 25 stúdentar við framhaldsnám hér í borg, 10 —12 í Gautaborg og 4—5 í hvorum háskólanna, Uppsölum og Lundi. Einnig eru margar stúlkur í hússtjórnarskólum, ýmsir í lýðháskólum, verzlunar- skólum, iðnskólum o. s. frv. Það er „móðins“ að fara til Svíþjóð- ar og vera þar á einhvern hátt eitthvað. Og nú er ég víst að reyna að fylgja móðnum líka! En margt af þessum íslenzku námsmönnum mun lifa við þröngan kost. Það er talsvert dýrt að búa hér — og svo orðið erfitt að fá yfirfært, þar sem búið var að éta upp allar er- lendar inneignir meðan ráð- leysisstjórn Ólafs og kommanna sat að völdum heima. Námsmönnum í Stokkhólmi veitir ekki af 600 sænskum krónum á mánuði, þótt þeir sparsömustu sleppi með 4—500, þegar ekki eru reiknuð föt og tæplega bækur. Aftur á móti er nokkru ódýrara að búa í Gauta- borg og ennþá ódýrara annars staðar. Af þessum sökum sleppa fjölmargir námsmenn með 4— 500 kr. á mánuði. Einstaka íslendingar eru 1 at- vinnu. Mun oft auðvellt að fá hana, vegna verkafólkseklu, en kaupið er venjulega lágt. Verka- fólk almennt mun rétt aðeins vinna sér inn fyrir almennustu nauðsynjum. Dýrtíð er allmikil, þótt einstaka vara sé ódýr. Mjólk er t. d. ekki nema 34—38 aurar lítrinn út úr sölubúðunum. Föt eru fremur ódýr. Heldur góð karlmannsföt kosta um 150 kr. Og einstaka smáhlutir eru áber- andi ódýrir, þannig rakst ég nýlega inn í búð, sem selur mikið af krakkabílum. Sá ég þar eina tegund þeirra, sem rík- ur maður inni á Laugavegi hefir undanfarið selt á 50 krónur bíl- inn. En hér var hann á tvær kr. Það er varla undarlegt þótt kaupmenn á íslandi hafi orðið efnaðir, þegar þeir leggja svona á vöruna. Stokkhólmur er myndarlegur bær á ýmsan hátt. Hæsta húsið, sem nú er þar, er 17 hæðir, en í undirbúningi er að reisa 40 hæða hús. íbúarnir eru líka stórir og myndarlegir, svo að vart finnst jafn myndarlegur borgarlýður annars staðar í heiminum. En þeir eru talsvert strembnir og stífir og má um þá marga segja: „Maðurinn sá veit hver hann er“. Þó að einstaklingshyggjan sé mjög sterk í Svíum, þá hefir þó frjáls félagshyggja sett sitt svipmót á höfuðstað þeirra. Samvinnufélögin með sínar miklu sölubúðir, stórbyggingar, veitingahús, verksmiðjur og annað, eru áberandi og talandi vottur um það afl, er liggur í frjálsum samtökum einstakling- anna, þegar fylgist að félags- þroski og góð forusta. Ekki hefi ég trú á að veruleg framtíð sé fyrir okkur íslend- inga í verzlunarviðskiptum við Svía. Og þrátt fyrir þeirra á- gætu kosti myndi ég, ætlaði ég Mottó: ... ...Bæjarstjórnin telur það skyldu sína vegna hollustu og heilbrigðismála í bænum, að skora eindregið á Alþingi, ríkisstjórn og stjórn mjólkursamsöl- unnar, að bjarga mjólkurmálunum nú þegar úr því ófremdarástandi, sem er til vansæmdar fyrir alla aðila." — Úr till. Borgarstjóra, sem samþ. var á Bæjarstjórnarfundi Reykja- víkur 20. marz 1947 Öskuhaugarnir eru í einum útjaðri Reykjavíkurbæjar. Þang að er fluttur allur úrgangur og sorp, sem hinir nær 50 þús. íbú- ar Reykjavíkur þurfa og vilja losna við. Þar ægir saman mat- arúrgangi, bréfarusli, fatagörm- um, ónýtum ílátum og yfir höf- uð öllu, sem nöfnum tjáir að nefna og óþrifnaður er að. Þessu er safnað saman með miklum kostnaði og er margt bifreiða og manna að þessu starfi daglega. Mikil umferð er á haugana, og þó munu nú orðið fáir leggja leið sína þangað, aðrir en þeir sem erindi eiga með sorp. Megin þorri Reykvíkinga mun aldrei stíga þangað fæti. En það er illa farið, því hér getur að líta spegilmynd, sem megin þorri borgaranna myndi alls ekki líða, ef þeim væri ljóst hverskyns væri. Hér er engin aðstaða frá mannanna hendi um að eyða sorpinu strax, brenna það upp. Enginn brennsluofn eða grind. Engin aðstaða til að verja, að það sem fokið getur, fari ekki út í veður og vind. Samt loga hér oft eldar og reykj arsvælan leggur víða. En þegar hvassviðri er, fýkur bréfa- ruslið og hvað annað, sem fokið getur. Það kemur heim að hý- býlum manna, vefst um gang- stíga og götur, fyllir girðingar og aðrar hindranir. Verður það út í heim ungur í annað sinn, velja eins og forðum: fyrst til Noregs og síðan út í enska heiminn. v. G. stundum ósvikin sorphríð. Þeir sem verða fyrir þessum óhugnanlega glaðningi frá ösku haugum Reykjavíkur, eru íbú- arnir frá Bergstöðum við Kapla- skjólsveg, að Lambastaða-af- leggjara á Seltjarnarnesi. En mestur er ófögnuðurinn venju- lega um Vegamót. Ekki er hægt að hugsa sér annað.en að öllum sem sjá þetta, hrjósi hugur við sóðaskapnum og viðbjóðinum, sem hér á sér stað í úthverfi höfuðborgarinn- ar. Hitt er meiri ráðgáta, hvern- ig menn geta þagað við þessu og orðið óþverranum samdauna. Hvernig má það vera, að heil- brigðismálastjórn höfuðborgar- innar láti þetta afskiptalaust? Eða héraðslæknirinn? Eða hreint og beint okkar virðulegu læknaprófessorar og heilbrigðis- málastjórn? Hér er nærtækara verkefni að kljást við, en lúsina á Vestfjörð- um, sem forfrömuð varð og komst í blöðin og enn hærra. Ýmsum fannst mikið til um sóðaskapinn úti á landsbyggð- inni. Og nú er mjólkin komin á dagskrá. Sóðaskapurinn er sagð- ur mikill. Blöðin birta ægiháar tölur um gerlafjölda í dálitlum mjókursopa, ekki minna en 100 þúsund og jafnvel miklu, miklu meira. Manni hrýs hugur við að fá allan þenna fjanda-fans ofan í sig. En jafnframt árægju- legt að heyra um áhuga borgar- stjórans fyrir hollustu og heil- brigðisháttum í bænum. En þá má heldur alls ekki gleyma öskuhaugunum. Ég lýk þessum fáum orðum með mjög eindreginni áskorun til borgarstjóra, bæjarstjórnar og heilbrigðis-yfirvalda Reykja- víkur, að bjarga öskuhaugunum nú þegar úr því ófremdar á- standi, sem að nokkru hefir verið lýst hér að framan, og er til vansæmdar fyrir alla aðila. B. G. D rottningarkyn Saga eftir Friðrik Ás- mundsson Brekkan. — Stærð: 266 bls., 13X21 sm. Verð: kr. 35,00 shb., 28,00 skinnb. Þetta er harmsaga um nokkr- ar persónur Njálu. Sennilega verður bókin meira lesin vegna þess, því að Njála og persónur hennar eru mörgum íslenzkum lesendum hugstæðar. En um gildi bókarinnar ræður það vit- anlega engu. Hér verður sagan ekki metin eftir því, hve vel hún fellur að lýsingu Njálssögu og samrým- ist þeim myndum, sem þar birt- ast. En þó að saga Brekkans brjóti í engu verulegu í bága við atburðaröð Njálu, eru þó ýms- ar persónur séðar í öðru Ijósi. Njála gefur t. d. hvergi neitt í skyn um ástir Hallgerðar og Þjóstólfs, þó að hún sýni, að Þjóstólfur var afbrýðissamur gagnvart mönnum hennar. Og Njálulesen'dum hefir jafnan skilizt, að Hallgerður hafi ætl- að Þjóstólfi dauða, er hún sendi hann til Hrúts. Drottningarkyn er harmsaga um ástir í meinum og ógæfu- manninn, sem fæddur er rétt- laus og lifir án réttar hins frjálsborna manns til lífsins og gæða þess. Hann hefir atgervi og glæsileik hins frjálsa manns. Þrá hans til réttar og frelsis brýzt fram í óbilgirni og ógn- andi þrjózku'. En þó hefir upp- eldi þrældóms og ánauðar engu síður sett mark sitt á hann, svo að gagnvart Hallgerði, sem vinnur trúnað hans allan, holl- ustu og ást, er hann jafnan ó- sjálfstæður og viljalaus. Hann er þræll hennar, þó að sá þræl- dómur sé ljúfur. Brekkan hefir hér skrifað sögu um mannlegt eðli og mann- lega baráttu, — mannleg ör- lög. Þess vegna heldur saga hans huga lesandans föstum, vekur samúð og eftirvæntingu unz yfir lýkur. Og svo mikið skáld ^r höfundur, að hann þarf ekkert ónáttúrlegt illmenni í sögu sína, til að ná í hana ör- lagaþungri tign harmleiksins. Góðskáldum er gefin sú skyggni á mannlegt líf, að þau geta sýnt hvernig hversdagslegt fólk við hversdagslegt umhverfi rekur örlagaþræði sína unz harmleik- urinn er fullkomnaður. — En vitanlega dregur Brekkan ekki fjöður yfir grimmd almenn- ingsálitsins og aldarandans. Margt hefir skipazt á þeim þúsund árum, sem liðin eru frá dögum Þjóstólfs og Hallgerðar. Jafnari er nú réttur manna og meiri virðing borin fyrir tilfinn- ingum ástalífsins, þó að það reynist ekki allra meina bót, enda metnaður, eigingirni, hé- gómaskapur, afbrýðisemi o. fl þess háttar, líkt nú og þá og veldur oft vandræðum. Ekki verður komizt hjá þvl við lestur sögunnar að finna mun- inn á rétti karls og konu. Hösk- uldur Dala Kollsson gat leyft sér að eiga Melkorku að frillu og lifa virtur og voldugur með Friðrik Á. Brekkan. húsfreyju sinni fyrir því. En Hallgerði dóttur hans var það engin leið, að giftast gildum bónda eða vænum höfðingja og hafa samt þræl að friðli. Sá samanburður er hvergi ræddur í sögunni, en hann er sýndur. Lesandanum verður á að spyrja, hvort heimilið á Svans- hóli sé tekið með í söguna, til að mynda einskonar andstöðu við hið kreddubundna mannfé- lag og vandræði þess. Þar er Svanur bóndi, ókvæntur, en á þrjár ambáttir, sem eru frillur hans, því að hann hefir heldur viljað njóta þeirra kvenna, sem þakklátar eru fyrir ástir hans, en sneiða hjá stærilæti hinna kynbornu. Húskarlamir eru leysingjar föður hans. Þeir vilja ekki annars staðar vera. Þannig er heimilið, traust og frjálst samfélag. Og Svanur bóndi, vík- ingurinn, hið ófyrirleitna herði- menni, býður vini sínum og skjólstæðingi að eiga þetta allt með sér. Stéttardeilur, valda- þrætur og afbrýðisemi ná ekki inn í heimilislífið á Svanshóli. En hvað sem segja má þó um þann góða bæ, er þar ekki sú uppskrift, sem öllum hentar að fylgja. Svo einfalt er málið ekki’. En Svanur mun verða flestum lesendum minnisstæður. Drottningarkyn sýnir um- komuleysi olnbogabarna þjóð- félagsins á söguöld íslands, sem og allra þeirra, sem tilfinningar teygðu á aðra leið en venjur og velsæmi ætlaði þeim að ganga. Höfundur gleymir þó ekki þeirri tign, fegurð og göfgi, sem mannlífið átti þá, eins og jafnan. Það væri æskilegt, að bækur gætu verið hreinni af prentvill- um en þessi er, þó að segja megi, að þeir, sem taldir eru ábyrgir fyrir prentvillum blað- anna ættu e. t. v. að tala sem fæst um það. En oft hefir náðst betri árangur en þarna. Og sizt væri það til bóta að sættast við prentvillurnar. En þær eru því meir til lýta og leiðinda, sem bækur eru betri. H. Kr. Drekkið Maltko!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.