Tíminn - 16.04.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.04.1947, Blaðsíða 3
71. blað TlMlMV. mlgvlkndagmm 16. aprfl 1947 3 MINNINGARORB: Ágúst Þórarinsson kaupmaður, Stykkishólmi. Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund Laugardaginn 5. apríl s.l. var til moldar borinn í Stykkishólmi Ágúst Þórarinsson fyrrverandi kaupmaður þar, en hann and- aðist í Stykkishólmi hinn 27. marz. Ágúst Þórarinsson var fæddur hinn 13. september 1864, að Stóra-Hrauni við Eyrarbakka og var því á 83. aldursári, er hann lézt. Ágúst Þórarinsson og ættmenn hans eru svo landskunnir, að þarflaust er að rekja slíkt hér, enda eru þessi fáu minningarorð ekki skrifuð sem æviminning, heldur kveðja til samferða- manns, sem horfinn er úr hópnum, en er mér og verður ógleymanlegur. Allir, sem eitthvað kynntust Ágústi Þórarinssyni, munu hafa margs góðs að minnast frá þeirri kynningu, en minnisstæðast er mér hans létta, alúðlega viðmót og heillandi gleði og fjör í sam- ræðum. Þótt Ágúst Þórarinsson væri í flestum greinum hamingjunnar barn þá fékk hann líka að kynn- ast alvöruhliðum lífsins, en hann hafði tamið sér þá list, að láta erfiðleika eða mótlæti aldrei móta framkomu sína. — Gleðin og lífsfjörið var hans innsta eðli og hann var óspar á að miðla samferðamönnum sínum af sinni meðfæddu lífs- gleði og samræðufjöri. — Þess vegna fylgdi honum ætíð fjör og gamansemi og í hverju vina- hófi var uppspretta gleðinnar við sætið hans og þaðan barst hún í bylgjum um stofurnar. Ágúst Þórarinsson var fjöl- gáfaður maður, mikill mann- þekkjari, bókhneigður og fróð- leiksfús, en hafði nær engrar skólagöngu notið. Allir þessir kostir hans voru honum mikils virði í hans fjölþætta lífsstarfi, en ég er þess fullviss, að lífs- fjörið og hið létta glaða viðmót átti sterkasta þáttinn í ham- ingju hans og velgengni. Ágúst var kvæntur Ásgerði Arnfinnsdóttur, hinni ágætustu konu. Voru þau hjón mjög jafn- aldra og hjónaband þeirra fyrir- mynd. Heimili þeirra var rómað fyr- ir gestrisni og höfðingsbrag, og mun enginn hafa gleymt þeim hjónum, sem eitt sinn kom á heimili þeirra. — Frú Ásgerður andejðist á liðnu hausti. Börn þeirra hjóna eru: Sig- urður, kaupmaður og útgerð- armaður í Stykkishólmi, Harald- ur stórkaupmaður í Reykjavík, Ingigerður gift sr. Sig. Ó. Lárus- syni og Guðrún Olga, gift Kon— ráð Stefánssyni. Á yngri árum sínum stundaði Ágúst barnakennslu og vafalaust hefir æskulýður íslands misst mikils, er hann yfirgaf þau störf, svo marga þætti átti hann í skapgerð sinni, er kennara hæfa. Alla tíð var hann hlynnt- ur skólastarfi og sérlega barn- góður. í mörg ár var hann próf- dómari, bæði við barna- og unglingaskólann í Stykkishólmi. En hann skildi það líka manna bezt að skólagangan ein er að- eins lykill að menningunni. — Þekkingin verður þá fyrst veru- lega þroskandi og til menningar, er menn hafa lært að afla sér hennar á eigin spýtur af lestri góðra bóka. Það er þetta, sem þau hjónin, Ágúst og Ásgerður höfðu í huga, er þau á 50 ára hjúskaparafmæli sínu gáfu barnaskólanum í Stykkishólmi bókasafn sitt, eftir sinn dag, til eignar og afnota. En bókasafnið er mikið að vöxt- um og gæðum. Stefán Jónsson. Fiskaflinn á Vestfjörðum Blaðinu liefir borizt eftirfarandi yfirlit frá Fiskifélagi íslands um aflabrögð í Vestfirðingafjórðungi frá því í febrúarlok og fram- undir lok marzmánaðar: Frá Patreksfirði voru gæftir stirðar en afli með ágætum. Þó voru farnar 14 sjó- ferðir. Var mestur afli í sjóferð 12 smál., en aflahæsti bátur hefir fengið um 300 smál. í vetur. Frá Bildudal hafa sjóferðir verið strjálar og voru flestar 12. Hefir af!a- hæsti bátur þar aflað um 200 smál. Frá Þingeyri var ágætis afli í marz eða um 10 smál. að meðaltali í sjó- ferð. En aflahæsti bátur þar er búinn að afla um 350 smál. Frá Flateyri var mestur afli í sjóferð 13 smál. en aflinn var mjög bland- aður steinbít. Frá Suðureyri var góðfiski fyrri hluta marz- mánaðar en tregari afli síðar. Mestur afli í sjóferð var 15,5 smál., en þá var mikill hlutinn steinbítur. Flest voru farnar 17 sjóferðir. Frá Bolungavík var afli í marz nokkru lakari en í febrúar, þó afli mætti telj- ast góður. Mestur afli í sjóferð var 9 smál. en flestar voru sjó- ferðir farnar 18—19. Hæstur aflahlutur frá ársbyrjun mun nú nema um 10 þús. kr. Frá Hnífsdal hefir einnig verið nokkuð mis jafn afli og alltregur stundum. Mestur var afli í sjóferð tæpar 10 smál. og voru farnar 11 sjó- ferðir. Frá ísafirði var afli allmisjafn en með köfium má þó telja að hann hafi verið góður. Flest voru farnar 16 sjóferðir og var mest- ur afli 14,5 smál. í sjóferð. Hef- ir aflahæsti báturinn þar nú aflað nær 360 smál. í 44 sjó- terðum frá því í ársbyrjun. Frá Súðavík voru farnar flest 15 sjóferðir og var meðalafii í sjóferð um! 5,5 smá!. en mestur varð aflinn : í sjóferð um 9 smál. Frá Steingrímsfirði hafa gæftir verið stopular eins og annars staðar við Húna- j flóa, einkum seinni hluta marz- mánaðar. Afli var jafngóður, mest um 8,5 smál. í sjóferð en flestar voru farnar 10 sjóferðir. Brunabótafélag íslands vátryggir allt lausafé (nema verzlunarbirgðir). Upplýsingar í aðalskrifstofu, Alþýðuhúsinu (simi 4915) og hjá umboðsmönnum, sem eru í hverjum hreppi og kaupstað. Lára, sem alltaf er alls staðar nálæg, spurði mig, hvað ég væri eiginlega að gera. Ég sagði henni það fúslega. Þegar ég hellti heitum leginum úr pottinum og anganin af frönsku kryddvíni og alls konar dular- fullum bætiefnum lagði um eldhúsið, spurði hún: — Hvar hefir Anna lært þetta? Þá rétti ég úr mér til þess að sýna henni ótvírætt, að ég væri ekki svo lítið hreykin yfir því að geta svar- að henni eins sannleikanum var samkvæmt og ég gerði: — Hjá Gripenstedt barónsfrú í Lindarbrekku. — Guð komi til, sagði Lára andaktug. Hefir Anna þénað hjá svo fínu fólki? — Ég var nú ekki beinlínis vinnukona þar, sagði ég hikandi og vissi varla, hvernig ég átti að snúa mig út úr þessu. Ég var þar bara eitt sumar. — Nú já, þanpig, sagði Lára. Barónsfrúin hefir tek- ið gustukabörn i sumardvöl. — Já, frú, sagði ég, og þetta nálgaðist líka sann- leikann. Við gustukabörnin, þú og ég, vorum hér um bil sumarlangt hjá Evu. — Já, guði sé lof, að það er til þelgott fólk, sem hlynnir að fátæklingunum, svo að þeir komast þó ofur- lítið til manns, sagði Lára og kjagaði andvarpandi í burt. „Fátæklingurinn“ gaf henni langt nef, þegar hurðin var fallin að stöfum. Nú skal ég segja þér dálítið, sem bragð er að. Það var þegar Hildigerður gerði upp sakirnar við Láru. Þeir atburðir hefðu allir átt að kvikmyndazt — ann- ars væri allt hátterni Láru hér á Grnud skammlamt efni í höndum manns, sem kynni til þeirra verka. Við ætluðum að hafa jarðarber í ábæti. Hér eru reyndar jarðarber í alla mata um þessar mundir, svo að ég verð að leggja mig fram um að matbúa þau á sem fjölbreyttastan hátt, svo að við fáum ekki leið á þeim. í þetta skipti hafði ég hugsað mér að bera þau á borð með þeyttum rjóma. Rjóminn hafði verið lát- inn í kæli niðri í kjallara. Hildigerður átti að spreyta ótamda krafta sína á honum, þegar hann væri orðinn nógu kaldur. Lára var auðvitað á snöpum niðri í kjallaranum. Maður hennar hafði skroppið til bæjarins eftir hunda- mat og var nýkominn til baka, og Lára var að matbúa ofan í Garm. Hún kom askvaðandi upp úr kjallaran- um og sagði, um leið og hún strunsaði fraraíijá okkur: — Ég skvetti dálitlu niður af þessum rjóma, sem var á hillunni. En það þarf vonandi ekki að verða neinn úlfaþytur út af því. — Nei, ég held nú ekki, sagði Hildigerður, sem varð fljótari til svars en ég. Það er vandalaust að kenna kettinum um það! — Já-já, sagði Lára. Ég flýtti mér niður í kja,llarann. Rjómaskálin hafði steypzt niður á gólf með öílu, sem í henni var, svo að ekki var einu sinni eftir í kaffið. — Það var og, sagði Hildigerður — nú skal þann svíða, sem brókina bleytti. Ég komst fljótt að raun um, hvað hún átti við. Jarðarberin fóru rjómalaus á borðið. En til þess að breiða dálítið yfir þetta óhapp, bjó ég til þunna syk- ursaft, sem ég bragðbætti með púnsi — það var eina áfengið, sem ég fann, og raunar gafst það ekki sem verst. — E-há, sagði húsbóndinn, þetta er hunangsmat- ur. En annars heyrðist mér Anna vera að tala um einhvern afbragðs rjóma, sem hún væri að kæla og ætti að þeyta. Hvað varð um hann? — Honum var dembt á kjallaragólfið, sagði Hildi- gerður í minn stað. — Dembt á kjallaragólfið? endurtók húsbóndinn. Hvernig stendur á því, að honum var dembt á kjall- aragólfið? — Læðuskrattinn gámli gerði það — hún komst í kjallarann, svaraði Hildigerður í vígamóði. Ég ákallaði í hljóði allar góðar vættir og bað þær að gefa mér styrk til þess að halda andlitinu á mér í skorðum á þessari erfiðu stundu. Augu Láru skutu gneistum, og hún roðnaði og fölnaði á víxl undir farð- anum. Hönd hennar nísti ábætisskeiðina svo fast, að hnúarnir hvítnuðu. — Ég hefi ekki séð neinn kött, sagði húsbóndinn tortrygginn, nema hann Ásta-Brand okkar. — Já, sagði Hildigerður, þetta er urðarköttur, sem á ekki heima hér, þó að hann geri sig heimakominn og sé með nefið niðri í hverri kirnu og alls staðar til ó- þurftar, sístelandi og síétandi. Húsbóndinn ætti að sjá, hvurnig hann lygnir grængulum augunum, og heyra, hvurnig hann hvæsir á eftir manni. Það væri syndlaust að klippa af honum klærnar. Lára sat gneyp undir þessum lestri, en maður henn- ar, sem dregið hafði sínar ályktanir af svip hennar og látbragði, engdist eins og maðkur á öngli. Hann missti þerruna á gólfið, laut niður og tók hana upp, hann þurrkaði sér um munninn, hann snýtti sér, hann Gctum afgreitt íiú þegar handsáðvélar „Jalco” fyrir rófur. Samband ísl. samvinnufélaga íslenzkir tónar Opnum í dag nýtt fyrirtæki á Laugaveg 58 undir nafninu íslenzkir tónar Hljómplötuupptaka. Hlj ómplötu f ramleiðsla. 1. fl. upptökutæki. — Pantið í tíma. íslenzkir tónar Laugaveg 58. Símar 3311 og 3896. :: n Rangæingafélagiö heldur skemmtun í Sjálfstæðishúsinu, fimmtudaginn 17. þessa mán. kl. 9 síðdegis. Til skemmtiuiar verður: Pálmi Hannesson, rektor, ræða. Lárus Pálsson, leikari, upplestur. Lárus Ingólfsson, leikari, gamanvísur. Guðmundur Jónsson, söngvari, einsöngur með undirleik Fr. Weisshappel. Dansað verður til kl. 2. Aðgöngumiðar seldir í Bifreiðastöð Reykjavíkur. Allur ágóði af skemmtuninni rennur til fjársöfnunar handa Rangæingum. STJÓRXIIV. Tilkynning Viðskiptaráðið hefir ákveðið eftirfar- andi hámarksverð á öli og gosdrykkjjum: í heildsölu. í smásölu. 1.15 1.10 0.90 0.65 0.65 0.80 0.60 0.65 Hámarksverð þetta gildir frá og með deginum í dag. Reykjavík, 15. apríl 1947. Bjór og pilsner . . kr. 0.85 kr. Maltöl . . — o 90 Hvítöl .. . — o 80 Pepei-cola ... — 0.61 Spur-cola .. . — 0.45 Coca-cola . . . — 0.44 ' Ávaxtadrykkir, y4 líter .. . — 0.55 — Sódavatn, y4 líter . . . — 0.40 Aðrir gosdrykkir, y4 líter ... .. . — 0.45 — Verðlagsstjórinn Rykgrímur Heyrykið er hættulegt heilsunni. Rykgrímurnar eru bezta vörnin. Venjuleg gerð .. Kr. 22,50 Stk. Úr algúmmí .... — 36,90 — Sendum um land allt. J ' Seyðisf jarðar Apótek Norskur rokkur til sölu. Páll Þormar, Sími 5976. Hringbraut 134.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.