Tíminn - 17.04.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.04.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN í Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. UITST JÓRASKRIFSTOFDR: EDDUHÚ3I. Llndargötu 9 A wlmar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEÍMTA OO AUGLÝSINGASKRDJ'STOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A Síml 2323 31. árg. ERLENT YFIRLIT-. Vegur sameinuðu þjóðanna vex Máli, sem stórveldin ætluou að leysa áli af- skinta handalagsins, hefir verið vísað hangað Eins og skýrt var frá í fréttum í gær, verður aukaþing sam- einuðu þjóðanna kvatt saman 28. þ. m. til að ræða Palestínumálið. Þótt Palestínumálið kunni að reynast sameinuðu þjóðunum erfitt úrlausnar, er þetta aukaþing eigi að síður sigur fyrir þær og stefnu þeirra, sem vilja leysa deilumálin á alþjóðlegum grundvelli. Það hefir þótt þera nokkuð á því í seinni tíð, að tvö helztu stórveldin, Rússland og Banda- ríkin, vildu leysa deilumálin ut- an yettvangs sameinuðu þjóð- anna, því að þau kæmu þannig TRYGGVE LIE, ritari sameinuðu þjóðanna, er hefir haldið rétti þeirra mjög einarðlega fram og á mestan þátt í því, að ekki hefir verið gengið framhjá þeim. styrkleika sínum betur- við. Raunar hefir alltaf borið á þessu hjá Rússum en ekki veru- lega hjá Bandaríkjamönnum fyrr en í seinni tíð. Þetta kom einna ljósast fram hjá Banda- ríkjastjórn í vetur, þegar hún óskaði sérstakra samninga við Breta um Palestínumálið eftir að þeir höfðu vísað því til sam- einuðu þjóðanna. Fyrirætlanir Bandaríkjastjórnar um lán- veitfngar til gríska og tyrk- neska hersins þykja einnig ganga í sömu átt, þar sem Bandaríkin hefðu átt að athuga áður, hvort sameinuðu þjóðirn- ar gætu ekki yeitt þessum ríkj- um vernd gegn erlendum ágangi. Það eru fyrst og fremst brezk blöð, sem hafa haldið uppi þess- ari gagnrýni. Þau hafa bent á, að samtök sameinuðu þjóðanna yrðu fljótt úr sögunni, ef stór- veldin sniðgengju þau á þenn- ERLENDAR FRÉTTIR Gandhi og Jinnah, aðalleiðtog- ar kongressflokksins og Múham- eðstrúarmanna, hafa birt sam- eiginlega áskorun til Indverja um að hætta öllum óeirðum. Er þetta í fyrsta sinn, er full- trúar aðalandstöðuflokkanna í Indlandi birta sameiginlega á- skorun og þykir það spá góðu um frelsistöku Indverja. Auriol Fraklandsforseti hefir haldið ræðu, sem var stíluð óbeint gegn de Gaulle og hinni nýju hreyfingu hans. Allir stjórnarflokkarnir hafa lýst sig andvíga henni. -,. Bandaríkjamaðurinn Reyn- olds hefir nýlega flogið um- hverfis jörðina á 79 klst. Það er nýtt heimsmet. Dov Griiner, sem var einn af helztu skemmdarverkamönnum Gyðinga i PalestínU, var hengd- ur í gær, ásamt þremur félögum sínum. Bretar höfðu frestað af- töku hans um nokkurt skeið. an hátt. Heimurinn myndi þá smám saman skiptast í tvö and- stæð stórveldasamtök undir for- ustu Bandaríkjanna og Rússa. Bretar telja slíka þróun hvorki hagstæða. sér eða öðrum minni þjóðum, enda myndu þá áhrif þeirra fjiótt úr sógunni. í sam- ræmi við þetta sjónarmið hafn- aði brezka stjórnin tilmælum Bandaríkjastjórnar um sérstak- ar viðræður um Palestínumálin, en krafðist í þess stað, að kvatt yrði saman aukaþing samein- uðu þjóðanna til að ræða þau. Með þessari framkomu hafa Bretar stutt að auknum veg hinnar alþjóðlegu samvinnu. í blöðum óháðra smáþjóða voru undirtektirnar yfirleitt svipaðar og í brezkum blöðum. Bandaríkjastjórn mun hafa séð það á undirtektum Breta og smáþjóðanntt, að hún var kom- in út á hála braut, ef hún snið- gengi sameinuðu þjóðirnar, líkt og Rússar hafa oft gert. Hún féllst því á kröfu Breta um aukaþing sameinuðu þjóðanna til að ræða Palestínumálið. Þá beindi hún þeim tilmælum til Öryggisráðsins, að það lýsti sig samþykkt stefnu Bandaríkj- anna varðandi aðstoð við Grikki . og Tyrki. Ennfrémur lagði hún til, að Öryggisráðið fæli alþjóðaher að annast gæzlu á grísku landamærunum, þar sem skæruliðar hafa farið inn í Grikkland úr nágranna- löndunum. Þessar tillögur Bandaríkja- stjórnar hafa undanfarið verið ræddar í Öryggisráðinu. Má telja víst, að meirihluti þess lýsi sig fylgjandi lánveitingunum, þótt Rússar feldu tillögur þess efnis með því að beita synjunar- valdinu. Málinu" hefir eigi að síður verið komið á alþjóðlegan grundvöll og Bandaríkin hafa sterkari siðferðilega aðstöðu til aðgerða sinna en áður. Það mun og sýna, að heilindi Rússa eru. meira en vafasöm, ef þeir fella tillöguna um varðgæzlu Öryggisráðsins á grísku landa- mærunum, því að það virðist einna líklegast til heppilegrar lausnar á deilum Grikkja og nágrannaþjóða þeirra. Þá hefir Vandenberg öldunga- deildarmaður komið því til leið- ar, að þingið mun ganga öllu lengra á þessari braut en stjórn- in, þar sem það mun setja það skilyrði inn i lánveitingarlögin, að Bandaríkin megi ekki veita lánin, ef meirihluti Öryggis- ráðsins eða þing sameinuðu (Framhald á 4. síðu) Leiðrétting. Meinleg prentvilla var í blaðinu í gær í frásögninni af kaupsamningum milli bænda og landbúnaðarverka- manna í Noregi. Var sagt, að sam- kvæmt samningunum væri dagkaupið •yfir sumarmánuðina kr. 10,00, þegar fæði og húsnæði væri frádregið, og svaraði það til 330 norskra króna yfir mánuðinn. Hér átti að standa íslenzkra króna, því að mánaðarkaupið er ekki nema 250 norskar krónur, reiknað með 25 vinnudögum í mánuði, en það svar- ar til 330 íslenzkra króna. Hér var kaupamannskaupið í fyrra frá 1200—1500 kr. auk fæðis og hús- næðis. Landbúnaðarkaupið er þannig f jórum sinnum hærra hér en í Noregi. Reykjavík, fimmtudaginn 17. apríl 1947 TORFÆRA A LEIÐIrVrVI 72. hlao Vatnsflóðin, sem urðu í Englandf, þegar snjóana þar tók að leysa, hafa valdið gífurlegu tjóni, eins og flestum mun kunnugt. Búfénaður hefir farizt í miljónatali, og mikið tjón annað hlotizt af völdum vatnavaxtanna. Til dæmis flæddi vatn inn í hús manna og vegir voru ófærir langa lengi. — Myndin hér að ofan gefur ofurlitla hugmynd um það, hvernig um hefir verið að litast á flóðasvæðunum í Englandi. Mæðgur eru á ferð á hjóli, en ill torfæra er á leiðinni. IVIeiri fiskur kominn á land en í fyrra Ráðin bót á saltleysinu í allan vetur hefir öðru hvoru legið við borð, að róðrar stöðv- uðust vegna saltskorts. Upp á siðkastið hafa róðrar fallið niður í verstöðvunum vegna gæftaleysis og hefir því saltleysið ekki eins komið að sök á meðan. Nú hefir hins vegar ræzt úr meff salt, því að tvö saltskip hafa nýlega komið hingað með skömmu millibili og fleiri væntanleg, svo að ekki horfir nú lengur til vandræða vegna saltleysis, það sem eftir er vertíðar. Þessi vertíð sem nú stendur yfir, hefir verið óvenju gæfta- góð í öllum verstöðvum sunnan- lands og vestan. Mun meiri fisk- ur er nú kominn á land en á sama tíma í fyrra. Það hefir nokkuð háð útgerð- inni í vetur, hve salt hefir verið af skornum skammti. Hef ir þetta einkum komið að sök vegna þess, að enginn ísfiskur hefir enn verið fluttur úr frystihúsunum það, sem, af er vertíðarinnar og þau því orðið að hætta að taka á móti snemma á vertíðinni, eða minnka afköst sín stórlega. Nú er svo komið, að öll hraðfrysti- húsin á landinu mega heita full af fiski. Er þvi ekki um annað að ræða en salta fiskinn. Um tíma lá við borð að róðrar stöðvuðust í verstöðvunum, vegna saltleysis. Þó var oftast hægt að haga því þannig til, að ekki kæmi til stöðvana, með því að fá lánað salt á þeim stöðum, er meira salt höfðu í þann svip- inn. Til stöðvunar. kom því ekki svo neinu næmi. Enda varð gæftaleysi, þegar saltskorturinn var mestur. Um þessar mundir er verið að losa hér saltskip og verið er að ljúka við að losa annað í Hafn- arfirði. Þriðja skipið, sem fara átti til Akraness, varð fyrir árekstri hjá írlandi og tefst áf þeim sökum þrjá mánuði. Þá er von á saltskipi til Reykjavíkur seinna í þessum mánuði. Þrátt fyrir itrekaðar tilraunlr, sem Landssamband ísl. útvegs- manna hefir gert, hefir ekki tekist að fá smærri skip til salt- flutninganna, sem komið gætu beint til hafna úti um land, en vitanlega leggst mikill auka- kostnaður á saltið með því móti að landa því fyrst hér og flytja það síðan með smærri skipum út um land. í gær var Fagriklettur að hlaða salt við skipshlið í Reykjavík, sem fara á til Fá- skrúðsfjarðar. Mun láta nærri að flutningskostriaðurinn þang- áð frá Reykjavík, sé 75 krónur á smálest, en verð saltsins í Reykjavik er 160—170 krónur á smál. Saltið, sem hingað flyzt nú, er. aðallega keypt á Spáni, en nokkuð á ftalíu. ára drengur bíður bana I gær varð það sorglega slys á gatnamótum Sundlaugavegar og Lauganesvegar, að lítill drengur á fjórða ári varð fyrir strætisvagni og beið samstundis bana af. Vildi slysið til með þeim hætti að drengurinn hljóp fram fyrir bifreið, sem stóð kyrr öðru meg- in á götunni og ætlaði hann að hlaupa yfir götuna, en varð þá fyrir strætisvagnium. Litli drengurinn hét Þorsteinn Hjörleifsson til heimilis að Hrísateig 10 hér í bæ. Eldurinn í Heklu hefir magnast Mikil gos, en ekkert öskufall Eldarnir í Heklu ha-fa aukizt til mikilla muna síðustu dægur. Tíðindamaður Tímans átti í gær tal við Ásólf Pálsson, bónda á Ásólfsstöðum, og sagði hann, að mikil gos hefðu verið alla daga síðan á laugardaginn í síðastliðinni viku. Griðarmiklir eldar hafa sézt á kvöldin, oft heyrzt miklar dunur og spreng- ingar, svo að þær hafa aldrei meiri verið síðan fyrsta gosdag- inn, og þykka og mikla mekki lagt upp af- fjallinu. í gær var allbjart eystra, en gosmökkurinn hékk niður á miðjar hlíðar og teygðist hátt á himin. Drunur heyrðust ekki fyrri hluta dagsins, en þær eru vanar að magnast, þegar kem- ur fram á kvöldin. í eldunum, sem sjást á kvöldin, er grjótflug mikið. Kastast heljarstór björg (Framhald á 4. síðu) Framsóknarvist á föstudaginn Síðasta Framsóknarvistin í vetur, verður í samkomusal Mjóikurstöðvarinnar næst kom- andi föstudagskvöld og hefst kl. 8.30. Þeir, sem ekki koma stund- víslega, komast ekki að spila- borðunum. Ræðu flytur sr. Sveinn Víkingur, þá verður ein söngur með gítarundirleik, al- mennur söngur og að lokum leikur hin góðkunna hljómsvejt Bjarna Böðvarssonar fyrir dans- inum. — Áríðandi er, að allt Framsóknarfólk panti aðgöngu- miða fyrir sig og gesti sína, sem fyrst í innheimtusíma Tímans, 2323, og eiga þeir að sækjast fyrir kl. 4 á morgun. Ovenjulega glæpsamlegt framferði bifreiðaþjófa Rrýn nauðsyn að tekio' veriíi harðar á bifreiðaþjófnaði en gert hefir verio' Bifreiðaþjófnaðir eru orðnir býsna tíðir í Reykjavík, og verða menn ósjaldan fyrir þungum búsifjum af völdum þeirra dfyrir- leitnu náunga, er virðast iðka slíkt. Einhver ófyrirleitnasti bif- reiðaþjófnaður, sem dæmi eru um, var þó fráminn hér að kvöldi föstudagsins langa. Hitti tíðindamaður Tímans eiganda bifreiðar- innar að máli í gær, og fer hér á eftir frásögn hans af þjófnaðin- um og eltingaleiknum, sem út af honum spannst. Ánægjulegt kaffikvöld Framsóknarfélags R.víkur Framsóknarfélag Reykjavíkur hélt kaffikvöld í Breiðfirðingabúð á mánudagskvöldið, og var hvert sæti skipað. Sigurjón Guðmunds- son, formaður félagsins, setti samkomuna og lýsti skemmti- atriðum. Skemmtiatriðin voru þessi: ,Heklugosið almennt. Var frá- Valdimar Helgason leikari las I sögn hans slík, að seint mun upp skemmtilega smásögu, er var ágætlega fagnað. Pálmi Hannesson rektor sagði nokkr- ar endurminningar um ferðir sínar austur að Heklu og um gleymast þeim, er á hlýddu. Að lokum syndi Vigfús Sigurgeirs- son nokkrar afbmrða fallegar kvikmyndir, er hann hafði (Framhald á 4. siðu) Eigandi bifreiðarinnar R 4318, ók um tólfleytið á föstudags- kvöldið inn á Laugaveg og nam þar staðar við búð, sem hann á. Skyldi hann lyklana eftir í bif- reiðinni meðan hann brá sér inn. En þegar hann kom út aft- ur, sá hann þrjá menn hlaupa inn i bifreiðina og aka'brott á fljúgandi ferð. i Eftirleitin hefst. j Eigandi bifreiðarinnar brá { þegar við og hljóp niður á lög- reglustöð og fékk þar lögreglu- jþjón, Hafstein Hjartarson, í lið |með sér. Fengu þeir bifreið hjá , bif reiðastöðinni Hreyf li, og héldu sem hraðast inn að Elliða- ám, þvi að í þá áttina þótti lík- 'legast, að bifreiðaþjófarnir | færu. Það brast ekki heldur. Eftir svo sem tíu mínútur komu iþeir á flugferð. En ekki höfðu þeir það aðneinu, þótt lögreglu- þiónninn reyndi að stöðvá þá. Þjófarnir staðnæmast til að staupa sig. * Nú hófst eltingaleiKurinn. Þjófarnir voru komnir úr aug- sýn, er lögreglubíllinn kom upp á brekkubrúnina fyrir innan Elliðaárnar. En þegar kom upp fyrir Grafarholt, stóð stolni bíll- inn þar á veginum, og voru þjófarnir að staupa sig. Rn um leið og lögregluþjónninn stökk út, brunuðu þjófarnir af stað á ný. Beðið um liðstyrk frá Selfossi. Nú óku báðir allt hvað af tók upp Mosfellssveit og upp allan Mosfellsdal. Þegar kom á móts við Seljabrekku hafði þjófana heldur borið undan, því að þeir (Framhald á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.