Tíminn - 17.04.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.04.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMITVTV, fimmtudagiim 17. aprfl 1947 72. blað Fimmtudayur 17. apríl Fjölgun menntaskóla Nýlega hafa þeir Hannibal Valdimarsson og Páll Zóphóní- asson lagt fram frumvarp, sem er eitt af mestu stórmálum þingsins. Það fjallar um fjölgun menntaskólanna. í núgildandi lögum er gert ráð fyrir að menntaskólarnir verði þrír, þ. e. Reykjavíkurskólinn og Akur- eyrarskólinn og svo skóli í sveit, þegar fé er veitt til þess í fjár- lögum. Hannibal og Páll leggja til að bætt verði við tveimur nýjum skólum, á Eiðum og ísa- firði. Þeir gera ráð fyrir, að fimmta skólanum verði valinn staður að Laugarvatni eða í Skálholti. Það hefði einhverntíma þótt meira en hátt hugsað, að starf- andi væru fimm menntaskólar á íslandi. En þær breytingar, sem eru að verða, munu gera þetta nauðsynlegt. Véltæknin leiðir til þess, að þeim fækkar, sem vinna erfiðisstörf, en hin- um fjölgar, sem vinna sérfræði- leg verk, er krefjast góðrar menntunnar og undirbúnings. Áður en varir mun stúdents- menntun verða talin nauðsynleg ur undirbúningur slíkra starfa. Þess vegna er það eitt stærsta verkefnið í menntamálum ís- lendinga að tryggja sem bezt og jöfnust skilyrði til stúdents- menntunar. Þetta * verður áíreiðanlega hyggilegast gert með fjölgun menntaskólanna og réttri dreif- ingu þeirra um landið. Valda því margar ástæður og skal hér getið nokkurra þeirra. Það myndi ekki reynast ó- dýrara fyrir ríkið, svo neinu næmi, að stækka þá skóla sem fyrir eru, í stað þess að fjölga skólunum. Hins vegar myndi það spara námskostnað margra nemenda verulega, því að t. d. skóladvöl á Eiðum og Laugar- vatni myndi alltaf verða mun ódýrari en hér í bænum. Þjóð- hagslega gæti því orðið sparn- aður af dreifingu skólanna. Það er viðurkennd reynsla, að skólarnir mega ekki vera of stórir. Af þeirri ástæðu einni er ekki ráðlegt að hafa hé* í bæn- um öllu stærri skóla en svo, að hann fullnægi þörfum bæjar- búa. Meira að segja er spurning, hvort Reykjavík veiti af tveimur menntaskólum, enda er skapað- ur vísir að því með því að leyfa Verzlunarskólanum að braut- skrá stúdenta. Með f jölgun skól- anna mun einnig skapast sam- keppni milli þeirra og hafa holl áhrif á störf þeirra. Þá eru ótalin þau áhrif, sem það hefir fyrir skipun byggðar- innar í landinu, að komið sé upp góðum menntasetnun úti á landsbyggðinni. Þess eru allt of mörg dæmi, að menn hafi orðið að flytja hingað til bæj- arips til þess að geta hjálpað þörnum sínum til framhalds- menntunár. Qóðir og ódýrir menntaskólar í dreifbýlinu myndu verða til þess að draga stórlega úr siíkum fólksflutn- togum. Þeir myndu líka á marg- an ahnan hátt verða til þess að minnka hinn háskalega fólks- straum til Reykjavíkur. Það hefir oft verið bent á það, að öruggasta ráðið til að hindra þessa ískyggiiegu fólksflutninga sé að efia, atvinnulíf dreifbýl- isins. Það er þó ekki einhlítt. Það þarf einnig að efla menn- ingarlífið þar og skapa þar svip- aða aðstöðu tii menntunar og BRÉF FRÁ FRANKFURT legt að sjá. í borginni, sem ég er staddur í núna (Frankfurt) gína við sjónum manna brotin stórhýsin í röðum, einkum-í mið- bænum. Hafa þar auðsjáanlega verið stórar og fagrar byggingar áður, en einstakir veggir og sums staðar nær heilar húsa- tóttirnar, standa eftir. Brennd- ar og brotnar rústir hvaðanæfa benda á liðnar hörmungar. Bandaríkjamenn í herklæðum eru hér umhverfis alls staðar. Þeir eru hressilegir og djarf- mannlegir eins og venjulega. Mér finnst samt anda hér' ein- hverjum drunga og sorgarblæ, þó að vorið sé að senda sinn fagnaðarboðskap með fyrstu örsmáu grænu stráunum hér og þar í skjóli móti sólinni og sumarblænum. V. G. Námskeið í söngstjórn íslendingar eru söngvin þjóð. Til skamms tíma hefir það ver- ið svo — og er liklega víðast enn — að þegar nokkrir menn eru komnir saman í hóp, nokkra klukkutíma, og ekki beinlínis að vinna ákveðin erfiðisverk, þá eru þeir farnir að syngja sam- an einhverja söngva. Margreynt er líka, að það er ekki erfitt að fá fólk saman til að æfa lög til samsöngs, því að vilji og löngun er nóg til, þótt stundum bresti úthald og stundvísi þegar lengur dregur. En erfiðleikarnir liggja yfirleitt í öðru. Húsnæðisvandræðin hafa allt- af verið stór steinn í götu; því- næst að fá sæmilegar raddir og tima til að æfa. Þetta tvennt síðara er nú einna verst við að eiga í sveitum landsins og smá- þorpum, það gerir fólksfæðin þar; en í stærri bæjunum, þar sem nóg er fólkið, er aftur svo mikið til af fyrirhafnarlaus- um skemmtunum, sem móðins er að stunda og njóta, að hin göfgandi hugsjónastörf og listastörf verða að lúta i lægð- unum, verða útundan. En þó að þessum erfiðleikum hafi ekki verið til að 'dreifa, þá hefir annar þröskuldur aTar- víða verið í vegi fyrir frjálsri söngstarfsemi, sá, að þeir fáu, sem gátu kennt og stjórnað söng, hafa ekki getað lagt meira á sig í þeim efnum heldur en þeir hafa gert, — eða ekki viljað gera meira —, en hinir sem gjarnna hefðu viljað, þá hefir vantað, algerlega eða að miklu leyti, kunnáttuna til að hjálpa á þessum sviðum. Og hvergi hefir verið að fá bráðabirgða- og nauðsynlegustu hjálp eða tilsögn i þessari grein né held- ur á viðráðanlega löngum tíma. Nú hefir „Landssamband blandaðra kóra“ (L.B.K.) hafizt handa með það að reyna að hjálpa dálítið á þessu sviði, hjálpa þeim, er vilja reyna að taka að sér að stjórna smásöng- kórum eða hafa þegar byrjað á því, án þess að kunna nokkuð til starfsins, hjálpa þeimTil að geta lært dálítið — það nauð- synlegasta — í söngstjórn og tilheyrandi, á stuttum tíma og með tiltölulega litlum tilkostn- aði, — því að flestir slikir menn hafa úr litlu að spila fjárhags- lega. Fyrstu tilraun ætlar sam- bandið að gera á næsta sumri, í byrjun júnímánaðar, með 2 til 3 vikna námskeiði. Námskeiðið á að halda í Reykjavík og verður Róbert Abraham; söngstjóri, kennarinn, mjög fær lista og kunnáttumaður á þeim sviðum og áhugasamur. Með honum verður Byrgir Halldórsson, söngvari, ungur maður og lærð- ur. — Ættu þeir menn, sem áhuga hafa á söng og söngstjórn, langar til að geta hjálpað ein- hverjum félögum sínum til að æfa lög og söng og sjá sér fært að nota þessa kennslu, að gefa sig sem fyrst fram (fyrir 10. maí) við formann L. B. K., Jón Alexandersson, Víðimel 39, í Reykjavík. 12. apríl 1947. Gamall söngfélagi. Mhmlngarorð: Sigríður Eiríksdóttir í Bót í Hróarstungu. Sigríður Eiríksdóttir, hús- freyja að Bót í Hróarstungu andaðist 17. nóvember sl. og var jarðsett í heimagrafreit 30. s. m. Hún var fædd 16. júní 1877, að Egilsseli í Fellum, dóttir Eiríks síðar bónda og hreppstjóra að Bót og Ingibjargar Einarsdóttur konu hans. Hún ólst upp ásamt systkinum sínum og fóstursyst- kinum hjá foreldrum sínum, er lengst af bjuggu í Bót og gerðu þar garðinn frægan. Eiríkur var búhöldur góður og var um margt merkismaður og góðgjarn svo af bar. Hann menntaði börn sín bet- ur en þá var títt, og hvatti aðra hún hluta Gunnlaugs, er hann flutti búferlum að Setbergi í Fellum. Þetta þótti mikið í ráðizt af Sigríði, því Bót er talin með iandstærstu jörðum á Héraði og í fólksfrekara lagi. Henni lán- aðist þetta einkar farsællega, sem má raúnar þakka kjarki og hyggindum, sem hún var gædd í bezta lagi, og studdi þar að nokkuð, fólkshald, sem var að því leyti hagfellt, að sömu hjú hafði hún árum saman. Börn Sigríðar og Péturs eru eins og áður er sagt, þrjú, Ingi- björg, gift Jóhanni Kröger bíl- stjóra á Eskifirði, Stefán, bóndi til að leita sér menningar, eftir í Bót, kvæntur Laufeyju Valdi því sem föng voru á um alda- mótin síðustu. | Sigríður giftist 12. júlí 1901 Pétri Stefánssyni búfræðingi j Péturssonar, síðast prests á Hjaltastað. Byrjuðu þau búskap að Urriðavatni í Fellum, flutt- ust þaðan eftir 2 ár, að Fjalls- seli og bjuggu þar til 1906, þá að Bót og tóku þar við jörð og búi, að látnum föður hennar. Pétur, maður Sigríðar, varð ekki langlífur. Hann dó 3. maí 1910 og var mikil eftirsjá að honum. Þau áttu saman þrjú börn. Pétur bar gæfu til þess að vera í flokki þeirra manna, sem reistu við merki samvinnu- manna á Héraði, er það riðaði til falls á árunum 1908—1909, með því að vera einn af stofn- endum Kaupfélags Héraðsbúa. Var hann endurskoðandi reikn- inga þess þegar hann dó. Að Pétri látnum réðist til bú- skapar með Sigríði, Gunnlaugur bróðir hennar. Sum^rið 1912 brann bærinn 1 Bót og var litlu bjargað innan- stokks og varð tjónið mjög til- finnanlegt. Strax var byrjað á steinsteyptri íbúðarhússbygg- ingu og varð henni lokið árið eftir. Vorið 1919 skiptu Sigríður og Gunnlaugur, sem þá var kvænt- ur, jörðinni á milli sín, og leystu út arfahjuta systkina sinna. Hafði Sigríður % hl. jarðar- innar til ársins 1922, þá keypti marsdóttur Snævar frá Nes- kaupstað, Eiríkur, bóndi í Bót, kvæntur Aðalbjörgu Pétursdótt- ur frá Steinsvaði. Eftir tæpra 4 tuga ára bú- skap fékk Sigríður sonum sín- um jörð og bú í hendur. Dvaldi hún á heimili Stefáns og Lauf- eyjar síðustu árin. Með Sigríði er horfin af sjón- arsviðinu ein af hyggnustu og tápmestu húsfreyjum á Héraði. 12. febr. 1947. Þ. J. Brv. Leiðrétting: Ég hélt, að maður hefði fyrir margt löngu slitið samstarfi við prentvillu- púkann. En þetta reyndist á ánnan veg, þegar ég í handriti að greininni „Vísað til vegar", sem birt var í 66. tbl. Tímans hinn 9. apríl sl. rang- nefndi húsfreyjuna í Næfurholti og kallaði hana Ragnheiði. En hún heitir Elín Guðbrandsdóttir og er ættuð frá Tjörvastöðum i Landsveit. Bið ég hana og aðra afsökunar. 15. apríi 1947. Guðbrandur Magnússon. Til Morgunblaðsins Ólafs stjórn með eigið hrós einp þess mætti geta, að feitu kýrnar Faraós fljót hún var að eta. En er þrutu þessi föng þótti stefnt i vanda, heldur en að sitja svöng samvinnu lét stranda. Sveitakarl. Hugleiðingar um sýningu frístundamálara Frankfurt, 27/3. ’47. Seinast sendi ég þér nokkrar línur frá Stokkhólmi. Síðan hef- ir leiðin legið m. a. um Dan- mörk. Var ég undrandi að sjá þar allt þakið þykkri mjallar- breiðu, nema þar sem mokað hafði verið til eins og t. d. á Ráð- hústorginu í Kaupmannahöfn. Þar voru auðir gangstígir á milli mannhæðarhárra snjóhauga um allt torgið. Frá Málmey til Kaupmannahafnar var brotin braut í ísinn, þar sem skipið skreið eftir í eintómu jaka- hröngli. En yfir Eyrarsund, milli Helsingjaborgar og Hels- ingjaeyrar, hefir um langt skeíð legið akfær ís. í Kaupmannahöfn er nóg að borða, en verzlunarvarningur sýnist vera þar fremur fátæk- legur og af skomum skammti. Og fólk þar kvartar undan vax- andi dýrtíð og deyfð á mörgum sviðum. Eldiviðarskortur hefir þjáð menn svo, að meiri hluti fólks hefir orðið að hýrast í köldum íbúðum, þar sem oft hefir verið dögum saman hiti undir frostmarki. Af Norðurlöndunum þremur, sem ég hefi nýlega farið um, finnst mér mestur vorhugur og bjartsýnj ríkjandi í Noregi. Fjöldi íslendinga er í Höfn. Var ég þar á tveim íslendinga- samkomum. Annarri í íslend- ingafélaginu. Þar flutti Davíð Stefánsson mjög snjalla ræðu og Einar Kristjánsson söng ein- söng, en Haraldur Sigurðsson lék undir á slaghörpu. Var þeim öllum fagnað forkunnar vel af áheyrendum, er troðfylltu sam- komuhúsið. — Einnig kom ég á fund i ísl. stúdentafélaginu. Flutti Jón Blöndal þar ágæta framsöguræðu um stjórnmála- stefnur. Formaður stúdentafé- lágsins er nú Sveinn Sveinsson (Sveinssonar í Völundi). Þegar kom suður eftir Þýzka- landi fór að smáhlýna. Þó má sjá snjóskafla öðru hvoru suð- ur í mitt landið, þar sem dreg- ur til dælda og í skurðum og þessháttar stöðum. Hér í landi virðist landið sér- staklega vel notað. Næstum hver fermetri virðist þraut- ræktaður út í æsar. Og aldrei finnst mér ég hafa skilið það fyrri en nú við eigin sýn á Þýzkalandi, hve eðlilegt það hefir verið, að Þjóðverjar reyndu að færa út kvíarnar í önnur lönd. Óneitanlega búa flestar þjóðir rýmra og nota lönd sín yer en þeir. Þarna má segja að landið allt sé ein sífelld akur- breiða með smá skógarbeltum ræktuðum hér og þar. Og byggð- in er langmest í landbúnaðar- þorpum (fyrir utan stóru borg- irnar), sem virðast mjög snyrti- leg og haganlega byggð. Standa þau með fremur stuttu milli- bili í miðjum ökrunum og sýn- ast yfirleitt vera lítið brotin nið- ur eftir stríðshamfarirnar. En stærri bæina er hörmu- í höfuðstaðnum. Góð mennta- skólasetur á Eiðum og ísafirði gætu haft ómetanlega þýðingu á þessu sviði fyrir afskekktustu fjórðunga landsins. Svipaðar vonir mætti og gera sér um menntaskóla á Suðurlandsund- iirlendinu, þar sem verða mun langfjölmennasta bændabyggð- rn í framtíðinni. Það er því ekki ofsagt, að hér sé um verkefni að ræða, sem nú er einna mest aðkallandi og örlagaríkast í menntamálum landsins. Þessa dagana stendur yfir sýning frístundamálara. Þrjátíu menn sýna myndir, ýmisskonar málverk og teikningar. Kennir þar mikillar fjölbreyttni, sem vænta má, því að smekkur svo margra manna, leikni, kunnátta og hneigðir, er vitanlega mis- munandi. Þeir, sem standa að þessari sýningu, taka það fram, að þeir efni ekki til listsýning- ar, heldur vilji þeir sýna hvað þeir hafi gert í tómstundum sínum, ef verða mætti, að það hvetti aðra til að stunda slíkan heimilisiðnað. Er það áreiðan- lega góðra gjalda vert, því að hneigð til myndlistar er rík með þjóðinni, ef að henni er hlynnt, og það er alltaf mikils vert, ef tómstundir eru notaðar til þess, sem tekur hugann allan og læt- ur menn gera sitt ýtrasta og bezta. Það er alltaf þroskaveg- ur. Venjulegur sýningargestur kemur á myndasýningar til að sjá fegurð, skynja sannindi eða verða fyrir góðum áhrifum. Falleg landslagsmynd eða falleg mannsmynd, gleður augað. Stundum hafa litir og blær myndanna sefandi og friðandi áhrif, svo að huganum er hvíld að horfa á þær — stundum eru þær vekjandi og örvandi. Stundum er líka skáldskapur í myndunum, lífsspeki eða boð- skapur. Ég ætla mér ekki að rök- ræða eða deila um það hvað sé list, eða t. d. hvort myndlist og málaralist séu skyldar eða ekki. í fróðlegu viðtali, sem Kristinn Andrésson átti við Þorvald Skúlason og birti í Þjóðviljanum nýlega, segir Þor- valdur m. a.: „í mínum augum er hið ytra „mótiv“, landslag, portrett eða hvað það nú allt heitir, þýðing- arlaust — málverk og náttúra er ekki hið sama og á ekki að orka á mann með sama móti.“ Þetta bendir til þess, að mál- arinn telji sína list ekki vera myndlist og ég er hálf undrandi á þvi, að Kristinn skuli kalla málverk hans myndir eftir sem áður, en hann spyr m. a. svo: „Ég sé, að^i^mörgum mynd- unum er nóttin viðfangsefni þitt. Þær eru með stetkum bláma, stjörnum og tungli, sem vera ber, en hvers vegna tákn- ar þú nóttina með þríhyrndum flötum og píramídum?" Svo hefðu e. t. v. fleiri viljað spyrja. En listamaðurinn trúði þá Kristni fyrir því, að hann hefði ekki ætlað sér að mála nóttina sjálfa, heldur sýndi mál- verkið áhrif skammdegisins á sig. Málverkið virðist því nánast vera eins konar túlkun á sálar- lífi höfundarins á þessari árs- tíð. Þó að þetta komi frístunda- málurum ekki beinlínis við, vildi ég koma því að, mönnum til fróðleiks um mismunandi við- horf á þessum sviðum. Um sjálfan mig verð ég að játa, að ég hefi aldrei fundið á mér sterk andleg áhrif frá þeim mál- verkum, sem eru engin mynd, en aðeins mismunandi lagaðir og mislitir fletir, með sterkum litum, strendingar, geirar og hyrningar. En ef þetta er bara af vanþroska og kunnáttuleysi viðvaningslegs áhorfanda, þá skilst mér, að sé mikil nauðsyn að kenna fólkinu, með því að láta það hafa þessi litbrigði fyrir augum sér sem víðast. Mér skilst, að það myndi mjög auka listaþroska fólks, ef húsveggir væru málaðir svona utan og Jnnan. Og þar sem Kristinn Andrésson telur þessa nýju list hafa hlutverki að gegna í þjón- ustu sósíalismans, finndist mér fara vel á því, að sósíalistar efldu nú flokk sinn og menntuðu þjóðina með því að mála hús sín utan á þennan hátt. Senni- lega myndi það valda óþægind- um i byrjun, að gluggar eru með gamaldags lögun og jöfnum hlið- nm, en úr þvi má eflaust bæta smám saman. Frístundamálararnir 30 hafa yfirleitt haldið sér við mynda- gerð. Myndir þeirra eru mis- jafnlega tilkomnar. Sumar eru gerðar eftir ljósmyndum eða öðrum fyrirmyndum beinlinis. Aðrar bera greinileg áhrif kunnra málverka, sjálfráð eða ósjálfráð. En sumar eru sjálf- stæð verk höfunda sinna, og er þó engin von til þess, að venjulegir áhorfendur viti þannig um uppruna hverrar myndar. Má líka segja, að myndin geri sama gagn að horfa á hana, hvernig sem hún er til komin, þó að öðru máli gegni fyrir hróður höfundarins. Ekki er því að neita, að sumar myndirnar bera á sér merki takmarkaðrar kunnáttu og sjálfstæðis, enda ekki við öðru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.