Tíminn - 18.04.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.04.1947, Blaðsíða 1
V RITSTJÓBI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON \ ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN '} Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. ( riITSTJÓRASKRIFSTOFOR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A fcimar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A Sími 2323 31. árg. Reykjavík, föstudaginn 18. apríl 1947 73. bla« ERLENT YFIRLIT: Verðlagsmálin í Bandaríkjunum Stjórnin reynir að fá iðnaðarfyrirtækin til að lækka verðlagið Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa nú miklar áhyggjur út af verðlagsmálunum þar í landi. Því er spáð, að verði þar ekki veruleg verðlækkun innan tíðar, muni verkalýðsfélögin telja sig neydd til að bera fram nýjar kaupkröfur og það leiði svo aftur til verðhækkunar. Jafnframt óttast þeir offramleiðslu í ýmsum greinum, ef salan verður ekki aukin með því að lækka verðið. Stórkostlegt slys í Bandaríkjunum Mörg þúsund mamis hafa farizt og fleiri fsúsundir særzt Eitthvert mesta stórslys, sem sögur herma frá, varð í olíubænum Texasiborg í Bandaríkjunum í fyrradag, þegar sprenging varð í skipi, er var hlaðið köfnunarefnis- áburði. Hlutust síðan af henni sprengingar í verksmiðjum og olíugeymum við höfnina og má segja, að næstum allt hafnarhverfið sé í rústum. Hundruð manna hafa látið "lífið, «n margar þúsundir manna særzt meira eða minna. Tildrögin voru þau, að eldur kom upp í áburðarflutninga- skipinu „Grand Camp." Þegar ekki reyndist mögulegt að slökkva hann, átti að draga skipið úr höfninni, en það reyndist um seinan. Ógurleg sprenging varð í skipinu, sem eyðilagði það fullkomlega og dráttarbátana í nánd þess. Járn- stykki úr skipinu þeyttust marga (Framhald á 4. síðu) ERLENDAR FRETTIR Nokkur von er nú talin um það, að Moskvufundurinn gengi frá friðarsamningnum við Aust- urríki. Molotoff hefir lýst sig þvi samþykkan, að reynt verði að ganga frá samningnum á fund- inum. Samkomulag hefir orðið um, að ekki skuli önnur ríki fjalla um hann en fjórveldin. Finnska stjórnin hefir beðizt lausnar vegna þess, að bænda- flokkurinn sagði henni upp hollustu sinni. Horfur eru á ,að aðalbankastjóri Finnlandsbanka myndi nýja stjórn með stuðn- ingS gömlu stjórnarflokkanna, þ. e. jafnaðarmanna, bænda- flokksins og kommúnista. Wallace, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, er kominn.til Stokkhólms eftir nokkra dvöl í Bretlandi. Við burtförina frá BretJíindi lét hann í ljós mikla aðdáun á Bretum. Viðræður við brezka stjórnmálamenn hefðu orðið sér'siðferðilegur styrkur og væru Bretar bæði skilningsgóðir og óhlutdrægir i afstöðu sinni til annarra þjóða. Hann kvaðst fullviss um, að brezka stjórnin myndi fær um að leysa vanda- mál landsins. I Madrid hafa nýlegar verið handteknir allmargir stuðnings- menn útlagastjórnarinnar. Á Madagaskar standa enn yfir bardagar milli þjóðernis- sinna og franska setuliðsins. Óaldarflokkar Gyðinga í Pal- estínu hafa mjög í hótunum við Breta út af aftöku Dov Grtiner í fyrradag. Hóta þeir að drepa 7 Breta fyrir hvern Gyðing, sem sé tekinn af lífi. Frá málverkasýningunni í Listamannaskálanum Verðlagslöggjöf sú, sem var sett á stríðsárunum, hefir nú verið afnumin að mestu leyti, svo að ríkisstjórnin getur lítil bein áhrif haft á þessi mál. Hins vegar reynir stjórnin að halda uppi markvissum áróðri fyrir því, að atvinnurekendur og verkalýðssamtökin gæti hófs í aðgerðum sínum. Einkum hefir hún beint máli sínu til atvinnu- rekenda að undanförnu og hefir Truman forseti hvað eftir annað hvatt þá til verðlækkunar. Einn- ig hefir hann látið fara fram viðræður við stærstu iðnfyrir- tækis. og reynt að hafa áhrif á aðgerðir þeirra á þann hátt. Skýrslur, sem hafa verið birt- ar um "afkomu iðhfyrirtækja á síðastl. ári, sýna, að gróði þeirra hefir orðið mjög mikill og stór- um meiri en 1945. T. d. var ný- lega birt skýrsla um afkomu 36 bómullarverksmiðja, er sýndi, að hreinn gróði þeirra hafði orðið 23.8% af höfuðstólnum árið 1946, en ekki nema 8% á árinu. 1945. Það er á þessum upp- lýsingum, sem stjórnin byggir kröfur sínar til iðnfyrirtækj - anna um verðlækkun. Einnig hefir hún borið fram kröfur um, að fyrirtæki, sem fást við sölu landbúnaðarvara, lækki álagn- ingu sina. Telur stjórnin, að þannig sé hægt að lækka verð landbúnaðarafurða verulega, án þess að skerða hlut bænda. Stjómin bendir á það, að önn- ur hætta en kaupkröf ur og verk- föll komi einnig til greina, ef verðlagið lækkar ekki. Skýrslur sýni, að sparifjáreign almenn- ings hafi minnkað á síðastl. ári, þrátt fyrir. hærri kaupgreiðslur og meiri atvinnu en nokkuru sinni fyrr. Framleiðendur megi því ekki álíta, að hin mikla vörueftirspurn á síðastl. ári, haldist óendanlega, heldur bygg- ist hún á því, að menn hafi ver- ið að nota sparifé sitt frá stríðs- árunum til að kaupa ýmsan varning og muni, sem þá hafi vanhagað um. Hér sé því um stundarfyrirbrigði að ræða og fljótlega muni draga úr henni, nema hún verði örvuð með verðlækkun. Verðlækkun muni því verða framleiðendum sjálf- um til hagsbóta, er til lengdar lætur. í þessu sambandi er bent á þá skoðun margra hagfræð- inga, að hægt hefði veríð að komast hjá kreppunni miklu, sem varð í Bandaríkjunum 1929, ef framleiðendur hefðu ekki haldið verðlaginu ofh,4u, heldur lækkað það í tíma til að örva eftirspurnina. Hagkerfi frjálsr- ar samkeppni og einkarekstur byggist á því, að atvinnurekend- ur hafi fullan skilning á þessu atriði og hagi sér eftjr því. Það mun . áreiðanlega ráða miklu um hag Bandaríkja- manna og afstöðu þeirra sem heimsvejldis, hvernig stóriðju- höldarnir bregðast við umrædd- um óskum stjórnarinnar. Nokk- ur stór fyrirtæki, eins og Pord og International Harvester Company, hafa þegar lækkað verðið. Það myndi verða stjórn- skipula^ki Bandaríkjanna mikill styrkur og álitsauki, ef það tæk- ist þannig með frjálsum hætti að hafa heilbrigða stjórn á fjár- hagsmálunum. Hins vegar (Framhald á 4. síöu) Þetta er ein af myndunum á málverkasýningu félags frístundamálara. Hún nefnist Gamla borðið og er eftir Gunnar Magnússon námsmann. Ný tegund af lvéla, sem valdið geta stór- breytingum Uppfinningamaourinn sænskur verkfræð- ingur Sænskur verkfræðingur er talinn hafa fundið upp nýja gerð aflvéla, sem ef til vill mun hafa í för með sér stórkostlegar breytingar, þegar fram líða stundir. Aflvélar þessar eru nefndar loftþensluvélar og taldar hafa marQfa og mikla kosti umfram venjulegar benzínvélar, svo að vænta má, að þær ryðji sér fljót- lega til rúms, til dæmis í bifreið- ar og önnur samgöngutæki. Þær eru miklu léttari og fyr- irferðarminni en gömlu vélarn- ar, einfaldari að gerð og óvand- ari að brennsluefni, svo að þær brenna hráolíu og tréspíritus. Auk þess eru þær hljóðlitlar, svo að ekki heyrist meira í þeim en y,enjulegri sauma*vél, þótt enginn hljóðdeyfir sé á þeim. Fleiri kosti eru þær sagðar hafa til að bera. Þykir mjög líklegt, að þær hafi í för með sér miklar og margvíslegar breytínjjar, ef þær reynast svo sem af er látið. 16 sækja um Hafnar- f jörð - enginn um hin 9 Eru læknar að verða t ófáanlegir í dreif- býlið? Nýlega er útrunninn um- sóknarfrestur um tíu læknis- héruð, sem auglýst voru laus. Um eitt þessara lækriishéraða hafa sótt sextán læknar. Það er Hafnarfjarðarhérað. En um hin níuv sem öll eru út á landi, hefir ekki einn einasti læknir sótt. Dá-skemmtileg spegilmynd af ástandinu í læknamálum dreif- býlisins. Bondi á Álftanesi finnur upp stór- virka aðferð við dreifingu húsdýraáburðar Stefán Jónsson á Eyvindarstöoum lýsir hinum nýjja áburoarslóða sínum Á útmánuðum í fyrra var bóndi á Álftanesinu svo slæmur af gigt, að hann treysti sér ekki til þess að moka úr hlössunum á túni sínu, en enginn kostur að fá mann til þess. Hann fór þá að hugsa um, hvort ekki væri hægt að dreifa áburðinum með fjjótvirkari og heppilegri aðferð heldur en tíðkuð hefir verið hér á landi. Eftir skamma umhugsun fann hann ráð, sem reyndist r.fburðavel. Lagt til að fjölgað verði í f járhagsráði Fjárhagsnefnd n. d. hefir nú lokið athugun sinni á stjórnar- frumvarpinu um fjárhagsráð og innflutningsverzlun, en því var vísað þangað eftir 1. umræðu. Fulltrúar stjórnarflokkanna í nefndinni leggja til, að frv. verði sgjrtþykkt með ' nokkrum breytingum, m. a. að fjárhags- ráðið verði skipað fimm mönn- um, eir stjórn^n tilnefndr, en ekki var gert ráð fyrir nema fjórum mönnum í frv. Fulltrúi sósíalista skilar séráliti. Frv. verður sennilega tekið til 2. umræðu strax eftir helgina. Rangæingasöfnunin gengur of seint Flugf élag í slands lætur 15% af Hekiuflug- gjölduin renna til hennar Söfnun Rangæingafélagsins til styrktar þeim, er harðast hafa orðið úti af völdum Heklu- gossins, gengur ekki eins greið- lega og skyldi. Það er eins og fólk hafi ekki áttað sig á því, hversu þungum búsifjum fjöldamörg rangæsk heimili hafa orðið fyrir, því að ekki verður því trúað að óreyndu, að íslenzk hjálpfýsi og mannlund sé í slíkri rénun, að þetta sein- læti sé spegilmynd 9-f því. Nú hefir Flugfélag íslands gengið myndarlega fram fyrir skjöldu. Það hefir ákveðið að láta 15% af fargjöldum þeirra, sem fljúga í vélum þess austur yfir Heklu þessa daga, renna í hjálparsjóðinn, Tíminn skorar á alla, sem , unna hinum fögru byggðum I Rangárþings, er nú eru huldar |ösku og vikri, og geta sett sig |1 spor þeirra, er horfa á eignir sínar og heimili undirorpið eyðileggingu, að láta fordæmi Flugfélags íslands um fjár- framlög verða sér til eftir- breytni eftir því sem geta og aðstæður leyfa. Þessi fcóndi er Stefán Jónsson á Eyvindarstöðum. Tíðindama^ð- ur Tímans hafði nýlega spurnir af þessari uppgötvun Stefán, og þar eð hér virðist um að ræða merkilega og þýðingarmikla nýjung i vinnubrögðum, sem þó er enn mjög fáum kunn, átti hann í gær tal við Steíán bónda og bað hann að lýsa fyrir les- "ndum Timans þessari nýju að- ferð sinni um dreifingu hús- dýraáburðar. . Gigtinni skákað. — Ég fékk gigt í fyrra um það leyti, sem ég þurfti að fara að moka úr á túninu, sagði Stefán, og mér reyndist ógerlegt að fá nokkurn mann til þess að gera það. Mér þótti komið í óefni, ef grasið yrði nú að gróa upp úr hlö;:sunum hjá mér, svo að ég fór að velta því fyrir mér, hvort ég gæti ekki dreift áburðinum með öðrum og auðveldari hætti en tíðkazt hafði. Ég var búinn að fá dráttarvél og virtist ekkl ólíklegt að nota mætti hana til þess að dreifa úr hlössunum. ef ég gæti látið mér hugkvæm- ast viðeigandi útbúnað til þess. Loks staðnæmdist hugur minn við bogjárnin úr hermannaskál- um setuliðsins, sem nóg er til af hér um slóðir, sem víðast annars staðar. Og það kom á daginn, að mér hafði hér dottið í hug úrræði, sem kom að haldi. Ég dreifði áburðinum á túnið bæði fljótt og vel, þrátt fyrir gigtina, auk þess sem tilkostn- aðurinn varð stórum minni, heldur en þótt mér hefði tekizt að fá einhven mann til þess. Áburðardreifari Stefáns á Eyvindarstöðum. Þessi áburðardreifari minn er í rauninni ákaflega einfaldur. Ég fékk mér gildan og sterkan staur og allmarga járnboga. Staurinn festi ég aftan í drátt- arvélina og boltaði síðan í hann fremsta bogann. Síðan festi ég hvern bogann aftan í annað með 9—10 þumlunga millibili og hafði á milli þeirra járnkeðj- ur festar með hnoðnöglum eða lásum. Ég byrjaði með 20 boga. En það reyndist heldur þungt fyrir dráttarvélina, svo að ég fækk- aði þeim niður í fimmtán, enda unnu þeir jafn vel fyrir það. En þá gat dráttarvélin hæg- lega dregið þennan slóða, þegar hún var í þriðja gíri. Bœði fljótlegt og vel gert. Siðah ók ég dráttarvélinni á hlössin. Dreifðist áburðurinn þá undir bogana og aftur með þeim til beggja hliða, unz hann lá fínmulinn og jafndreifður um alla spilduna, eftir nokkrar yfir ferðir. Var því líkast, sem hann hefði verið mulinn með kláru, svo alls ekki þurfti að hugsa til þéss að herfa eða slóðadraga, eins og gera verður, þegar mok- að er úr á venjulegan hátt. Þar að auki var svo, hversu þetta var miklu fljótlegra og hægara. Grasrótin skemmdist ekki hið minnsta. En vitanlega þarf land- ið að vera slétt. Tilvalið til þess að slétta flög. Þessi útbúnaður kemur líka að góðu gagni við fleira en á- burðardreifingu. Hann er til val- inn til þess að slétta flög og jafna úr moldarhaugum. Aftur á móti er ekki hægt að nota hann, nema menn hafi sterkar aflvélar, dráttarvélar eða jeppa með drifi á öllum hjólum. Hestum er ekki beitandi fyrir þetta æki — til þess er það mik- ils til of þungt. Enn náð litilli útbreiðslu. Enn sem komið er mun þessi aðferð hafa náð lítilli útbreiðslu. Þó hafa fáeinir bændur tekið þetta upp. Ég var í fyrra staddur á fundi í Reykjavík með all- mörgum bændum úr næstu hér- uðum. Þá skruppu suður eftir með mér fáeinir bændur af Kjalarnesi og úr Kjós og einn úr Svínadal í Hvalfjarðarstrand arhreppi. Þeim leizt vel á þessa nýjung, að ég hygg, og sumir þeirra munu hafa tekið hana upp og jafnvel kennt öðrum, Bœndur, sem reynt hafa þessa, aðferð, eru mjög dnœgðir, Svo fórust Stefáni á Eyvind- arstöðum orð um uppgötvun sína. Tíðindamanni Tímans þðtti fróðlegt að heyra álit fleiri bænda um þessa aðferð, og átti hann því símtal við Guðmund Jónasson bónda á Bjarteyjar^ sandi á Hvalfjarðarströnd, sem bjó sér til slíkan áburðarslóða (Framhald q. 4. siðu) r"r r r r r r ¦ -i Fyrir hverju berjast þeir? Sósíalistar halda enn áfram áróðri sínum gcgn liinum nýju tekjuöflunarlögum stjórnarinn- ar og telja þau leggja stórfelldar byrðar á aimcnning. Sannleikurinn er hins vegar sá, að hinir nýju tollar ná alls ekki til brýnustu nauðsynja al- mennings, t. d. kornvara, kaffis og sykurs, en aS því leyti sem þeir hækka vísitöluvörur í verði, verður hækkunin borguð niffur úr ríkissjóði. Raunverulega leggjast tollarnir því ekki á aðra eyðslu en þá, sem sósíalistar hafa hingað til talið svo ónauð- synlega, að þeir hafa ekki kraf- ist þess, að hún væri tekin inn í visitölurcikninginn. Sósíalistar eru þvi ekki að berjast fyrir alþýðuna, þcgar þeir eru að hamast gegn nýju tollunum, heldur fyrst og fremst þá, sem eru efnameiri og leyfa sér því meiri eyðslu en almenn- ingur getur gert. Þetta er í samræmi við framkomu sósíal- ista meðan þeir voru í ríkis- stjórninni, en þá nutu gróða- menn og fjárbraskarar betri aðstöðu til að safna mlklum auði og koma honum undan en nokkuru sinni fyrr og síö'ar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.