Tíminn - 18.04.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.04.1947, Blaðsíða 2
2 TlMiyN, föstudagiim 18. apral 1947 73. blað Föstudagur 18. upríl ■—WIW .' Svört bílasala Það er kunnara en frá þurfi að segja, að hér hefir um lengra skeið viðgengizt svartur bíla- markaður. Lélegir og úreltir bíl- ar hafa verið seldir fyrir marg- falt verð. Þess munu ekki fá dæmi, að þeir hafi verið seld- ir fyrir nokkrum tugum þús. kr. hærra verð en innkaupsverð nýrra bíla hefir verið.. Orsakir þessa svarta bíla- markaðar hefir verir þörf manna fyrir bíla vegna atvinnu- rekstrar síns og svo rýmri pen- ingaráð ýmsra, er gera þeim mögulegt að hafa bíl til einka- nota. Fyrir þá fyrrnefndu hefir það verið sérstaklega þungbært að þurfa að sæta okurkjörum svarta markaðarins. Talið er, að svarti bílamarkað- urinn hafi aldrei blómgvast betur en um þessar mundir, þar sem líklegt þykir að dragi úr bílainnflutningi vegna gjaldeyr- isskorts. Hér þarf vissulega að gera skjótar ráðstafanir til úrbóta, enda er það, auðvelt. Það þarf í fyrsta lagi að taka upp réttláta úthlutun innfluttra bifreiða og láta þá ganga fyrir, sem vantar bifreiðar vegna atvinnurekstr- ar síns, og hafa ekki nýlega fengið nýjar bifreiðar. Jafn- framt þarf að koma upp sér- stakri sölumiðstöð, er annast sölu á notuðum bílum. Enginn á að mega selja bíl, án milli- göngu þessarar sölumiðstöðvar. Hlutverk hennar verður að meta bílinn til verðs og reyna jafnframt að tryggja forgangs- rétt þess kaupanda, er mesta hefir þörfina. Með slíkum ráðstöfunum væri alveg hægt að koma í veg fyrir svarta bílamarkaðinn, sem verður smánarblettur á valdhöf- unum; svo lengi, sem þeir láta hann viðgangast. Geri ríkisstjórn og Alþingi ekki neinar ráðstafánir til úr- bóta, verður ekki litið á það öðruvísi en að þessir aðilar vilji halda áfram þeim sið, að nokkr- ir braskarar geti á kostnað al- mennings í landinu grætt stórfé, sem aldrei mun þó sjást á neinu skattaframtali. En ekki mun það gera nýjar álögur vinsælli, ef áfram verður haldið verndar- hendi yfir þeirri skattfrjálsu okurstarfsemi, sem hér á sér stað. Stjórnarskráin í málefnasamningi hinnar nýju stjórnar mun því lofað fyrst af öllu, að hraðað skuli endurskoðun á stjórnarskrá landsins. Þessu loforði var áreiðanlega vel tekið af almenningi, því að alltaf eru fleiri og fleiri að fall- ast á þá skoðun, að ekki verði komizt út úr stjórnarfars- og fjármálaógöngunum nema með víðtækum breytingum á stjórn- skipun landsins, og þá einkum kosningatilhöguninni. Hinum sömu mönnum eru það líka nokkur vonbrigði, að ekki skuli enn bóla neitt á þvi, að stjómin ætli að standa við þetta loforð, þó að hún hafi nú haft nær þrjá mánuði til stefnu. Þessi undandráttur stafar þó vafalaust ekki af slæmum vilja stjórnarinnar, heldur annríki á öðrum sviðum. Verður fastlega að vænta þess, að stjórnin hafi gert nauðsynlegar ráðstafanir til að efna þetta loforð áður en Hermann Jónasson: Þeir, sem græddu á verðbólgunni, beri byrðar lækkunarinnar Vefur blekkinga. Það hefir verið spunninn slík- ur vefur um verðbólguna, að ekki er að kynja, þótt fólk eigi erfitt með að átta sig á því, hvað rétt er. Stundum hefir þjóðinni verið sagt, að dýrtíðin væri blessun, við græddum á henni, hún, dreifði stríðsgróðan- um til fátæklinganna. Hitt veif- ið hefir verið sagt, áð dýrtíðin væri að ríða öllu á slig og þeir, sem ykju verðbólgu væru „böðl- ar alþjóðar". En rétt á eftir hafa svo þessir sömu menn tekið að sér þetta böðulsstarf — og þá látið kalla sig frelsara þjóðarinnar. Allur þessi loddaraleikur er gerður í ákveðnum tilgangi. Hann er gerningaþoka, sem nokkrir menn hafa'notað til að safna auði og komast undan með hann. Ekki yfir ákveðið mark. Stundum hefir þjóðinni verið sagt, að þeir, sem sátu að völd- um, er dýrtíðin fór að vaxa í fyrstu, séu hinir seku. Þetta er kjánalegur tilbúningur, því að hann er svo augljóst skrök. Dýr- tíðin hefir alls staðar aukizt nokkuð, einnig þar, sem henni hefir verið haldið bezt í skefj- um, t. d. í Englandi, Svíþjóð, Danmörku, Noregi og fleiri lönd um. Dýrtíð hlaut að vaxa hér, það var alveg eðlilegt, eins og annars staðar. En hún mátti ekki fara yfir ákveðið mark, — það var aðalatriðið. Dýrtíðin mátti ekki verða mun meiri en í þeim löndum, sem við keppum við með af- urðasölu, eða seljum vörur til. Þetta er svo augljóst, að ekki þarf skýringa. Þeir, sem fórú með dýrtíðina yfir þessi mörk, eru hinir seku. Og það vita nú allir, sem vilja og geta skilið rétt rök hverjir þessir sökudólg- ar eru. Almennasta blekkingin. Það er talið, að af öllum blekkingum um dýrtíðina sé sú almennust, að dýrtíðin stafi af því, að verðlag landbúnaðar- vara og kaupgjald hafi verið slitið úr tengslum. Og þeir, sem purkunarlausastir eru og ósann- sögls^stir, kenná þetta Fram'- sóknarflokknum. En um þessa ráðstöfun voru allir stjómar- flokkarnir sammála — sem einn maður. Stefán Jóh. Stefánsson hefir síðar haldið sig að því, að hann hafi í ræðu látið þess get- ið, að flokkur hans samþykkti þetta í trausti þess, að verð landbúnaðarvara hækkaði ekki meira en kaupið. Eftir þessu virðist ekki hafa verið tekið, er það var talað, enda eiga menn erfitt með að skilja til hvers var verið að slíta tengslin, ef þau áttu þó að halclast. En flokkarnir voru sammála um, að slíta þessi tengsl, vegna þess, að engin rök mæltu með því, að hækkun þyrfti að vera hin sama á tímakaupi og land- búnaðarvörum — eftir að strið- ið hafði raskað fyrri grundvelli. En það voru líka sett ný hlut- föll og tengsli milli kaupgjalds þingi lýkur og dragi þær helzt ekki til þingloka, ef þinghaldið dregst nokkurn tíma enn. og landvöruverðs 1943 með sex- mannanefndar-samningnum. Verð landvara mátti ekki hækka nema eftir á -r— ef kaup og ann- ar framleiðslukostnaður hefði hækkað. Árið 1944 var þessi hækkun orðin 9.4%. Bændur féllu frá þeirri hækkun til þess m. a. að stöðva dýrtíð. En árið 1945 var hækkunin orðin annað eins. Þannig hefir vísitalan hækkað með miklum hraða um nokkra tugi stiga, þrátt fyrir tengslin síðustu fjögur árin — og að landvöruverðið hefir allt- af komið eftir á. Staðreyndir fjögra ára sanna því öllum þeim, sem vilja skilja og vita rétt, að tengslin milli kaupgjalds og' landvöruverðs voru ekki neitt aðalatriði. Það er líka vitað og sannanlegt, að dýrtíð hefir verið haldið niðri erlendis með ágætasta árangri, án þess að slík tengsl hafi þar verið aðalatriðið. T. d. hækkaði verð landvöru í Svíþjóð talsvert meira en kaup og það með góð- um vilja jafnaðarmannastjórn- arinnar. Hér hafa sumar land- vörur hækkað meir en kaup- gjaldið, aðrar minna (mjólk). Að hækkunin hafi ekki verið ósanngjörn (ég læt allt ósagt um kjöthækkun haustið 1942) sýnir straumurinn frá landbún- aði til daglaunavinnunnar í kaupstaðnum. Það er sorgleg staðreynd að sá straumur hefir aldrei verið jafn stríður og stríðsárin. Þessi „röksemd", að óhóflegt verð landvara, slitið úr tengsl- úm við kaupgjald, sé ein aðal- orsök dýrtíðarinnar, er því sannnanleg blekking. Það eru skrök, sem eru þeim til minnk- unar, sem endurtaka þau, að því er virðist gegn betri vitund. Önnur blekking er sú, að dýrtíðin hafi verið ó- Eins og fyrr hefir verið bent á, heldur Stokkhólmur áfram að vaxa forráðamönnum sínum yf- ir höfuð. Húsnæðisvandræðin eru orðin svo mikil, að gripið er til þess að gera ráðstafanir til að hindra flutninga fólks í borg- ina. Það er talað um að banna fólki utan úr héruðum landsins að flytja til höfuðborgarinnar. Það leynir sér ekki, að ástand- ið er alvarlegt, ef litið er á skýrslurnar um húsnæðislaust fólk og umsóknir um íbúðir. Nýja húsnæðisskrifstofan fékk á einum mánuði skýrslur um meira en 3400 menn, sem vant- aði íbúð. Síðan 1. október hafa 1950 menn verið húsnæðislausir og þar af eru 1750 fjölskyldu- menn, sem hafa bara fram að færa. 1300 þeirra bjuggu við fullkomið neyðarástand. Aðeins 385 fjölskyldum af þessum stöðvandi, vegna ofeftirspurnar eftir vinnuafli frá setuliðinu og innlendum aðiljum. Þetta er einnig rangt. Þegar ríkisstjórn- in lét af völdum vorið 1942 var, eftir langt þjark, kominn á sá samningur við herstjórnina, að fækka íslendingum í setuliðs- vinnunni niður í svo lága tölu, að sú vinna skapaði hér engá ofþenslu. En í þessum samningi var tekið skýrt fram, að til þess að setuliðið væri Jmndið við þetta loforð, yrði ríkisstjórnin að setja lög um fjárfestingu til þess að koma sjálf í veg fyrir ofþenslu, offramkvæmdir og þar af leiðandi verðbólgu. Setu- liðið sagði sem svo, að það kæmi að engu haldi, þótt það drægi úr eftirspurn eftir vinnuafli, ef slík eftirspurn yrði þrátt fyrir það ótakmörkuð vegna offram- kvæmda innanlands. Ríkisstjórnin, sem tók við vor- ið 1942, gerði ekkert til þess að takmarka fjárfestinguna og setuliðið taldi sig því laust við loforðið. Ofþenslan var því sjálf- skaparvíti ríkisstjórnarinnar. Nú á loks að setja lög um fjárfestingu. Þetta er sjálfsagt gott og blessað til þess að tryggja, að hið nauðsynlegasta sitji fyrir því, sem minna kallar að. En ráðstafanir til að koma í veg fyrir ofþenslu, sem sumir ráðherrar eru nú að tala um að fyrirbyggja, virðast mér aðgerð- ir, er komi eftir dúk og disk að mestu. Bankarnir eru nú tæmd- ir, gjaldeyrir búinn og meir en það. Maður hefði því haldið, að það kunni að vera sanni nær, að nú sé ranghverfa dýrtíðar og ofþenslu — samdrátturinn og kreppan — ef til vill ekki langt undan. Það hefir lengi verið öllum sjáandi mönnum óumflýj- anleg afleiðing stjórnarstefn- unnar — nema stórfelldar að- gerðir komi til. fjölda hefir tekizt að útvega húsnæði og 159 þeirra verða þó að víkja þaðan 1. september. Meðal þeirra, sem sóttu um hús- næði, voru 286 fjölskyldur ný- fluttar inn. Þær eru þó ekki nema lítill hluti af innflytj enda- hópnum, því að flestir hafa tryggt sér íbúð áður en þeir koma. Auglýsingasíður blaðanna bera líka vitni um húsnæðis- leysið. Þar sést sjaldan auglýs- ing um laust húsnæði, en komi það fyrir, er setið um það hundruðum saman. Það er nú augljóst, að þetta ástand í húsnæðismálum hefir skuggalegar afleiðingar félags- lega. Dæmi eru til þess, að 8 og 9 manns séu saman í íbúð, sem er eitt herbergi og eldhús, að tvær fjölskyldur séu saman I herbergi, hjón með barn búi í Hinar raunverulegu ástæður. Hinar raunverulegu ástæður til þess hvernig komið er, mættu vera öllum augljósar. Fulltrúar bændanna, Framsóknarmenn- irnir, hafa boðizt til stöðvunar 1941, 1942 og 1944. Þeir tóku sams konar afstöðu og frjáls- lyndir og framsýnir verkalýðs- foringjar tóku erlendis í dýrtíð- armálunum. Þeir skildu það og bentu þegar á, að verðbólgan væri verkalýðnum verst að lok- um. En hér tóku forvígismenn verkalýðsins þveröfuga stefnu við það, sem félagar þeirra er- lendis gerðu. Þeir völdu krónu- fjölgunarstefnuna. Stríðsgróða- spákaupmenn fengu með þessu tilvalið tækifæri til að féfletta almenning. Þeir gripu tækifærið til að fallast í faðma við verka- lýðsflokkana og stjórna með þeim út í verðþensluna og dýr- tíðina — jarðveginn fyrir auð- söfnun fárra manna. Það var ekki nema sjálfsagt að borga kauphækkanir og 100% dýrtíð- aruppbætur. Kapphlaupið við dýrtíðina magnaði hana ótt. Er menn sáu, að dýrtíðin óx og peningar féllu í verði, flýttu all- ir sér að kaupa, byggja og koma peningunum í einhver verð- mæti. Það þarf ekki að lýsa þessu lögmáli ofþenslunnar -— menn þekkja það. — En nú er að koma að öðrum þætti. Við getum nú naumast eða ekki selt framleiðsluvörur okkar fyrir kostnaði — þá er verðlækkun skammt undan. Þá taka menn að bíða með framkvæmdir, kaup o. fl. til þess að fá meira fyrir peningana. Hækkandi dýr- tíð verkaði sem örvun — en verðlækkun verkar að sama sl^api til stöðvunar og skapar atvinnuleysi og kreppu, ef ekki er að gert. „Verðþenslan er verst fyrir herbergi með foreldrum annars- hvors, o. s. frv. Orsök þessa slæma ástands er vitanlega sú, að fjölgun í- búða hefir hvergi nærri svarað til vaxandi fólksfjölda í borg- inni. Málgagn borgarinnar sjálfrar, „Stockholm“, birtir í síðasta tbl. upplýsingar, sem varpa skýru ljósi yfir málið. Á síðasta ári voru byggðar 7.346 íbúðir, en jafnframt fluttu inn 10 þúsund umfram þá, sem fluttu burt og fólksfjölgun heimafyrir, — fæddir umfram dána, voru 7.400, en hjónavígslur á árinu voru 9.200. Það stuðlar líka að húsnæðisvandræðum, að margt útlendra manna hefir sezt að í Stokkhólmi á stríðsár- unum og opinberar skrifstofur og nefndir hafa sívaxandi hús- næðisþörf. Og nú er ráðgert heilt kerfi aðgerða til að bæta úr húsnæð- isleysinu. Þar er löggjöf að danskri fyrirmynd um opinbert skipulag og opinbera stjórn á leigu íbúða, svo að hægt sé að fylgjast með og ráða hverjir fá húsnæði. Það er aðhald og tregða um að leyfa ný iðnfyrirtæki í borginni. Svo á að reka áróður úti um land gegn mannflutn- ingum til Stokkhólms. Jafn- framt þessu á að verja 12 milj- ónum króna til að byggja bráða- birgðaíbúðir. Þá hefir verið á- verkalýðinn að lokum“, sögðu hinir forsjálu verkalýðsleiðtog- ar. Að þessum tímum er nú að koma. Þeir fátæku verða brátt fátækari en áður, en þeir ríku ríkari en nokkru sinni fyr. Nú þegar leiknum er að ljúka, eig- um við nokkra tugi af miljóna- mæringum. Til þess var leikurinn gerður. Orsakir verðbólgunnar eru því fyrst og fremst þær, að auð- mennirnir notuðu sér afstöðu verkalýðsf oringj anna til að skapa í landinu fjármálaástand, er gaf fáum mönnum tækifæri til að raka saman auðæfum. Með þessu móti var ísland gert að mesta gósenlandi stríðs- gróða- og spákaupmanna. Sjálfheldan örskammt undan. Það leynir sér ekki, að fjár- mál okkar eru að komast í sjálf- heldu. Enn er óvíst hvort við seljum framleiðslu okkar í ár fyrir framleiðslukostnaði. Hér í landi hangir nú framleiðslan á horriminni meðan í nálægum löndum eru mestu uppgangs- tímar. Slíkt góðæri væri hér nú, ef rétt hefði verið og væri stjófnað. En fjarri fer að svo sé. Einkenni kreppunnar er ríkis- ábyrgð á framleiðslunni, að rík- issjóður og bæjarfélög eiga erf- itt með að skrapa saman nægar tekjur. — Það er hægt að ná þessum tekjum nú — en eru líkur til þess að það takist næsta ár? — Dýrtíðin er með vaxandi fjárfúlgum borguð niður — til þess að framleiðslan geti skrimt. Það er frestur en engin lausn. — Ríkisstjórnin verður að gera sér það ljóst, að hjá uppskurði verður ekki komizt — deyfilyf lækna ekkert. — Það verður að breyta sjálfum fjár- málagrundvellinum frá því, sem nú er. Það eitt getur komið framleiðslunni í það horf, sem þarf ef ekki á að stýra í ófæru opnum augum. Við vitum að leiðir að þessu marki eru mjög erfiðar. En þær eru til og vel færar. Við vitum að ýmsar þjóðir komust eftir fyrri heimsstyrjöld í svipaðar fjármálaaðstæður og við erum nú í . Þær yfirstigu þessa erfið- leika eftir leiðum, sem eru kunn- ar. Við ættum að vera fúsir til að taka á okkur talsverða erf- kveðið að veita byggingarlán, allt að 100% byggingarkostnað- ar, til íbúðarhúsa, sem bærinn hefði íhlutun um hverjir fengju húsnæði í. Eins og sakir standa, liggja fyrir umsóknir um leyfi til að byggja svo mikið, sem hægt er á þessu ári. Kommún- istar hafa gripið á jafn róttæk- um ráðstöfunum og þvingunar- skiptum á stórum einkaíbúðum, en sú hugmynd hefií þó verið lögð til hliðar í bráðina a. m. k. Til þess þyrfti ný lög vegna hins övenjulega -ástands, og það er ekki Sennilegt, að þau næðu samþykki í Ríkisdeginum. * Það er víðar húsnæðisleysi nú en í Stokkhólmi. Sama vandamál liggur nú fyrir í öllum stærri bæjum í smærri eða stærri stíl. Það stafar af flutningi fólks úr sveitum til borganna. Fyrirbær- ið er alþjóðlegt og á sér bæði sálfræðilegar og fjárhagslegar orsakir. Skuggahliðar þessara mannflutninga úr sveitum í bæi eru líka svipaðar um öll lönd, húsnæðisleysi og félags- leg vandamál í bæjunum, fólks- leysi í sveitum, einkum þó að því er snertir yngra kvenfólkið. Jafnframt þessu hefir sýnt sig önnur skuggahlið stórborga- lífsins: heilbrigðisleg hætta af andrúmslofti, sem er mengað reyk og gasi. K. E. Reijner verk- fræðingur, sem hefir sérstaklega (Framhald á 4. síðu) Úr „Svenska Laiidsbygden“ Ofvöxtur Stokkhólms Grein sú, er hér fer á eftir, birtist í blaðinu „Svenska Lands- bygden“ 28. marz sl. Á það má minna, að Reykjavfk er hlutfalls- lega miklu stærri höfuðborg en Stokkhólmur, og vöxtur hennar örari, enda miklu víðtækari áhrif og afskipti stjórnarvalda í höfuðborginni hér en þar, því að hér er engin fylkjaskipun til. En þrátt fyrir það koma menn í Svíþjóð auga á þá hættu, sem jafnvægisleysi og ofvöxtur borganna veldur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.