Tíminn - 19.04.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEPANDI:
FRAMSÓKNARPLOKKURINN
Símar 2353 og 4373
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
rvITST JÓRASKRIPSTOFUR:
EDDUHÚSI. Undargötu 9 A
ííSmar 2353 og 4373
APGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOPA:
EDDUHÚSI, Lindargöw 9A
Siml 2323
31. árg.
Reykjavík, laugardaginn 19. apríl 1947
74. blað
HELGOLAND
SPRENGT UPP
Virki Þjóðverja á Helgo-
land voru sprengd upp í
gær og var notað til þess
meira sprengiefni en dæmi
eru til. Alls var komið fyrir
um 7000 smál af sprengiefni í
göngum þeim, sem Þjóðverjar
höfðu grafið inn í krítar-
björgin á eynni, og var kveikt
í því öllu í senn. Sprengingin
var sú mesta, er sögur fara
af, þpegar atómsprengingarn-
ar vig Bikini eru undan-
skildar.
Sprengingin fór fram kl. 11.30
árdegts. Flotaforingi, er var
staddur á skipi í 14 km. fjar-
lægð, þrýsti þá á hnapp, er setti
rafstraum í sprengiefnið og
kveikti í því. Áður hafði skipum
verið gefið merki um að halda
sig í hæfilegri fjarlægð og flug-
vélar höfðu haldið uppi skot-
árás á eyna til að fæla farfugla
burtu, en þeir koma í stórhóp-
um til Helgof.ands á þessum
tíma árs.
Um leið og sprengingin varð
gaus upp eldur, sem huldi alla
eyna. Varð um leið vart jarð-
skjálftakipps er gætti í mikilli
fjarlægð, og loftþrystings varð
vart tugi km. í burtu. Á Jót-
landsskaga skulfu hús í fimm
mínútur eftir að sprengingin
varð.
Seint í gær var ekki búið að
skoða vegsummerkin á eynni,
en eyðileggingin er talin ægi-
leg.
Hafnarmannvirki voru ekki
rprengd upp, því að ætlazt er
til að skip hafi þar neyðarhöfn.
Helgoland er smáeyja, er
liggur í 50 km. fjarlægð undan
ströndum Slésvíkur og í 60 km.
(Framhald á 4. síöu)
ERLENT YFIRLIT:
Verður Bretland stórveldi áf ram?
Álit nokkurra þekktra Bandaríkjamanna
Þær fullyrðingar heyrast nú oft, að brezka heimsveldið sé að
líða undir lok og Bretland sé að hverfa úr tölu stórveldanna. Full-
yrðingar þessar byggja menn m. a. á fjárhagserfiðleikum þeim,
sem Bretar eiga nú við að búa, og brottför þeirra frá Indlandi,
Egiptalandi og Burma. Margir þeirra, sem nákunnugastir eru,
líta þó öðrum augum á þetta mál. Meðal þeirra er hinn kunni
ameríski blaðamaður Roscoe Drummond, sem er aðalfréttaritari
The Christian Science Monitor í Washington.
~ ? Drummond gerir þetta mál
nýlega að umræðuefni í blaði
sínu og skal hér getið nokkurra
atriða úr grein hans.
— Skoðun þeirra manna í
Washington, er þekkja bezt til
brezkra málefna, er síður en svo,
að Bretar séu að hverfa úr tölu
stórveldanna. Skoðanir sínar
byggja þeir ekki á þeim augna-
bliksaðstæðum, sem Bretar eiga
nú við að búa. Þeir viðurkenna
þvert á móti, að erfiðleikar
þeirra séu miklir. En þeir hafa
fulla trú á, að Bretar séu menn
til að leysa þá.
Það er vitanlega áfall í bili
fyrir Breta, að missa Indland,
Burma og Egiptaland. Þó fer
það allt eftir því, hvernig fram-
tíðarsamvinna þeirra' og þessara
landa verður. Flest bendir til,
að Bretar séu nú einmitt að
leggja nýjan grundvöll að sam-
vinnu við þessi lönd, er muni
reynast þeim öruggari og heppi-
legri en sá fyrri, sem var byggð-
ur á yfirdrottnun. Svo getur því
farið, að það sem nú er að gerast,
geti síðar reynzt Bretum aukinn
styrkur. Bandaríkj amenn mættu
í þessu sambandi gefa því gaum,
að það veikir síður en svo heims-
veldisaðstöðu þeirra, þótt Filips-
eyjar fái fullt stjálfstæði, vegna
þess að viðskilnaðurinn byggist
á gagnkvæmum skilningi og vin-
áttu.
Það er líka áfall fyrir Breta,
I að þeir hafa orðið að eyða er-
jlendum inneignum sínum á
1 styrjaldarárunum og leggja á
'sig þunga skuldabyrði. Hins
vegar er engin ástæða til l>ess
að ætla, að þetta verði Bretum
að falli. Þeir taka mjög skyn-
samlegum og öruggum tökum á
þessum erfiðleikum og virðist
flest benda til, að þeim múni
takast furðulega fljótt að yfir-
stíga þá. >
Ósögufróðir menn gæta þess
yfirleitt ekki, að það' er mjög
sjaldgæft, að stórveldi hafi liðið
undir lok vegna orsaka, sem
stafað hafa utan frá. Þau hafa
oftast staðið af sér slíka raun
og risið fljótt upp aftur, þótt
þau hafi beðið stundarósigur.
Stórveldi hafa alla jafnan liðið
undir lok vegna áhrifa innan
frá, þ. e. þegar þegnarnir hafa
orðið sundurlyndir, siðferði
þeirra og manndómi hefir
hnigjjað og l>ess vegna
önnur ríki risið þeim yfir höfuð.
Engin merki um slíka afturför
eru sjáanleg hjá Bretum. Mann-
dómur þeirra og þrautseigja er
enn hin sama og þegar þeir háðu
einir baráttuna gegn ofurvaldi
nazista, þrátt fyrir mestu ógnir.
Þess vegna er alveg ástæðulaust
að ætla, að þeir bogni fyrir þeim
erfiðleikum, sem þeir þurfa nú
að glíma við. —
Þessi frásögn Roscoe Drumm-
ond er mjög samhljóða áljiti
ýmsra Ameríkumanna, er nýlega
hafa verið í Bretlandi. Kunnur
Ameríkumaður, sem nýlega hef-
ir ferðazt um flest lönd Evrópu,
sagðist hvergi hafa orðið var við
jafnmikla bjartsýni og fórnar-
vilja og hjá brezkum almenn-
ingi. Engin þjóð væri eins sam-
huga um að sigrast á erfiðleik-
unum og skapa sér betri fram-
tíð og brezka þjóðin.
Þetta hefir nú fyrir nokkrum
(Framhald á 4. slðu)
Merkur áfangi í sjálfstœðisbaráttu verzlunarinnar:
Olíufélagið kaupir Hvalf jarðarstöðina
og hefur olíuverzlun í stórum stíl
BRETADROTTNING HEIMSÆKIR HtJS-
MÆÐRAKENNARASKÓLA f AFRÍKU
Þjóðviljiim metur meira hagsmuni olíu-
burgeisanna í Sósíalistaflokkmim en at-
vinnuveganna og almennings
Snemma í þessum mánuði var gengið frá samningum milli
ríkisstjórnarinnar og Olíufélagsins h.f. um sölu olíustöðvarinnar
í Hvalfirði. Samkvæmt þessum samningum keypti Olíufélagið
% hluta stöðvarinnar fyrir 1.3 milj. kr., en % hlutann keypti
hvalveiðafélagið fyrir 650 þús. kr., en það ætlar að hafa þarna
aðalbækistöð sína. Áður var rikið búið að selja eða taka undir
fyrirtæki sín allmikið af vörum, sem voru með í kaupunum,
þegar það keypti stöðina af Bandaríkjamönnum í febrúar síðastl.
Þá á það enn eftir óselt 700 smál. „tankskip,-" er einnig var með
í kaupunum. Ríkið hefir því hagnast vel á þessum viðskiptum, en
það keypti stöðina upphaflega fyrir tvær milj. kr.
Þessi mynd var tekin í húsmæðrakennaraskóla eiiiuin, þó ekki hjá ung-
frú Helgu Sigurðardóttur. Þessi húsmæðrakennaraskóli er suður í Aríku,
nemendurnir svartar stúlkur og gesturinn sem heimsækir þær drottning
Bretaveldis.
ERLENDAR FRETTIR
Moskvuráðstefnunni lýkur
sennilega um helgina. í London
hefir verið tilkynnt, að Bevin
og föruneyti hans haldi' heim-
leiðis á þriðjudaginn. Sennilega
heldur Marshall heimleiðis um
líkt leyti. Gert er ráð fyrir, að
reynt verði að ganga frá frið-
arsamningnum við Austurríki
áður en ferðinni lýkur. Næsti
fundur utanríkisráðherranna
verður haldinn í júlí.
í Texas City hafa þegar fund-
ist um 800 lík í brunarústunum,
en 3000 menn hafa verið fluttir
á sjúkrahús vegna meiðsla.
Tiso, er var einræðisherra í
Slovakíu á stríðsárunum,- var
hengdur í fyrrinótt eftir að
þjóðardómstóll hafði dæmt
hann til dauða.
Milch, einn af þekktustu hers-
höfðingjum þýzka flughersins,
hefir verið dæmdur í æfilangt
fangelsi fyrir stríðsgiæpi. Al-
þjóðadómstóll í Múnchen kvað
dóminn upp.
Stefán Rafnar skrif-
stof ustjóri hjá S. í. S.
látinn
Stefán Rafnar, skrifstofu-
stjóri hjá S.Í.S., varð bráð-
kvaddur í fyrrinótt. Hafði hann
farið heim hress að kvöldi.
STEFÁN RAFNAB.
skrifstofustjóri hjá S.Í.S.
Stefán fæddist 5. apríl 1896,
sonur séra Jónasar Jónassonar
á Hrafnagili í Eyjafirði og konu
hans, frú Þórunnar Stefáns-
dóttur. Gekk hann ungur í
þjónustu Kaupfélags Eyfirðinga,
og réðist síðan 1. október 1917
til Sambands íslenzkra sam-
vinnufélaga, þar serh hann var
skrifstofustjóri allmörg síðustu
árin. Hann vann því í þjónustu
samvinnuhreyfingarinnar allt
sitt líf.
Stefán Rafnar var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Ásthildur
Sveinsdóttir, en seinni kona
Águsta Jónsdóttir. Lætur hann
eftir sig einn son af fyrra hjóna-
bandi, Halldór lagastúdent, og
tvö ung börn af síðara hjóna-
bandi.
Stefán Rafnar var hinn mæt-
asti maður á alla lund, og er
mikill harmur kveðinn að þeim,
sem hann þekktu bezt, er hann
fellur nú frá á miðjum aldri.
Bátar í verstöðvum
eystra hætta róðrum
vegna vikursins
Sumir bátanna á Eyrarbakka
og Stokkseyri hafa orðið að
hætta róðrum síðústu daga, þar
eð vikur, sem flýtur í breiðum
á sjónum, hefir setzt í kæli-
vatnsrásir bátanna. Hafa af
þessu hlotizt verulegar skemmd-
ir á vélum sumra þeirra.
Vikurinn er hreinsaður úr
kælivatnsrásunum með sérstök-
um sýrum eða sterkum loftblás-
urum. En það reynist þó all-
erfitt.
Námsstyrkjum ekki
úthlutað f yrr en af gr.
fjárlaganna er lokið
Skrifstofa menntamálaráðs
hefir beðið blaðið að geta \>ess,
að ekki sé hægt að af greiða um-
sóknir, sem ,því hafa borizt um
námsstyrki, fyrr en fjárlög árs-
ins 1947 hafa verið samþykkt.
Hins vegar mun menntamála-
ráð afgreiða umsóknirnar svo
fljótt sem hægt er, eftir að lokið
er samþykkt fjárlaga.
Fróðleg og skemmti-
leg kvikmynd
Óskar Gíslason ljósmyndari
ætlar að sýna fréttakvikmynd
(litmynd) í Tjarnarbíó í dag
kl. 3.
Myndin verður svo sýnd i
nokkur kvöld kl. 7—8.30 á sama
stað.
Meðal annars sem sýnt er a
þessari mynd, er menntaskóla-
hátíðin, móttaka Ingóifs Arnar-
-sonar, frá sildveiðunum, kapp-
reiðar Fáks, Yanofsky-skák-
mótið, 17. júní hátíðahöldin,
setning K.R.-mótsins, knatt-
(Framhald á 4. sUhi)
Hagnaður Olíufélagsins.
Fyrir Olíufélagið h. f. eru
þessi kaup þó ekki síður hag-
kvæm. Nýir geymar hefðu kost-
að margfalda þessa upphæð og
vafalaust hefði tekið fleiri miss-
eri að koma þeim upp, þar sem
erfitt _er nú að fá efni til þeirra.
Þann tíma hefði félaginu ekki
verið mögulegt að hefjast handa
um endurbætur á olíuverzlun-
inni. Nú getur félagið hins vegar
hafið þetta starf sitt strax,
vegna þeirrar aðstöðu, sem það
hefir fengið í Hvalfirði.
Þvt mun áreiðanlega vel fagn-
að af samvinnumönnum og út-
vegsmönnum, sem aðallega
.standa að Olíufélaginu, að ríkis-
stjórnin skuli þannig hafa greitt
fyrir starfsemi \>ess. Þáð er líka
full ástæða til þess fyrir þjóð-
ina alla að fagna þessu, þar
sem hér er um einu inníendu
oliusamtökin að ræða og það er
henni bæði metnaðarmál og
hagsmunamál, að olíuverzlunin
komist í hendur innlendra aðila.
Geymarnir, sem Olíufélag^ð
kaupir í Hvalfirði, taka svo mik-
ið oUumagn, að félagið mun
ekki hafa þörf fyrir þá alla þar,
heldvr verða nokkrir þeirra
rifnir strax og kostur er á og
fluttir til staða úti á landi, þar
sem er þörf fyrir þá. Komið
getur og til mála að stöðin öll
verði síðar flutt á annan hent-
ugri stað við Faxaflóa.
Samningur Olíufélagsins
við togarafélögin.
Fyrsti árangurinn af kaupum
Olíufélajgsins á Hvalfjarðarstöð-
inni er sá, að það hefir gert
samninga við togarafélögin um
að selja þeim brennsluolíu
handa nýju togurunum 2 næstu
árin. Þessi olía þarfnast sér-
stakra geyma, sem ekki eru ann-
ars staðar til hér á landi. Með
þessur-i samningum hafa olíu-
mál togarafélaganna áreiðan-
lega verið leyst á hinn æskileg-
asta hátt.
Þá hefir Qlíuféla£ið samið
við hvalveiðafélagið um sölu á
olíu fyrir sama verð og togar-
arnir fá hana. Þannig mun
haldið áfram og leitast við að
nota aðstöðuna í Hvalfirði til að
tryggja útgerðinni sem hag-
stæðasta olíuverzlun.
Afstaða Þjóðviljans.
Það mátti alltaf búast við þvi,
að starfsemi hinna alinnlendu
olíusamtaka samvinnumanna og
útvegsmanna myndi hljóta and-
stöðu erlendu olíuhringanna.
Hitt kemur á óvart, að þessi
andstaða skuli fyrst brjóta sér
útr<s í dálkum Þjóðviljans, þar
sem aðstandendur þeiss blaðl?
hafa í seinni tíð þótzt hlynntir
samvinnuverzlun og alveg sér-
staklega hafa þeir þótzt bera
hag útgerðarinnar fyrir brjósti.
Þessi hefir þó orðið raunin.
Þjóðviljinn hefir hvað eftir ann-
að reynt að spilla fyrir því í
vetur, að Olíufélagið fengi Hval-
fjarðarstöðina keypta. Og nú
þegar kaupin eru um garð geng-
in, lætur Þjóðviljinn eins og hér
hafi landráð af verstu tegund
átt sér stað!
Herstöðvadella Þjóðviljans..
í Þjóðviljanum í gær var sagt
(Framhald á 4. siðu)
Umræður á Alþingi um sölu
olíugeymanna í Hvalfirði
Utanríkisráðherra gefur skýrslu
Á fundi neðri deildar í gær kvaddi Bjarni Benediktsson utan-
ríkismálaráðherra sér hljóðs utan dagskrár og kvaðst vilja gefa
skýrslu um sölu olíugeymanna í Hvalfirði vegna greinar þeirrar,
er Þjóðviljinn hefði birt um það mál í gærmorgun.
Ráðherrann kvað málið fyrst
hafa komið á dagskrá síðastliðið
haust. Hefði ríkisstjórnin keypt
stöðina fyrir 2 milj. kr. og væri
það miklu lægra verð en Banda-
rikjamenn hefðu nefnt í fyrstu,
því að ekki þætti hentugt að
hafa olíustöð til frambúðar á
þessum stað, en geymarnir lítils
virði til niðurrifs.
Þrlr aðilar leituðu eftir að fá
stöðina keypta af ríkinu: Hval-
veiðafélag, sem er nýlega stofn-
að, Olíufélagið h.f. og Félag ísl.
botnvörpuskipaeigenda. Ríkis-
stjórnin reyndi þá að fá þessa
aðila til að koma sér saman. Fé-
lag íslenzkra botnvörpuskipaeig-
enda tilkynnti svo ríkisstjórninm
með bréfi 11. marz, að það mælti
með því, að Olíufélaginu h.f. yrði
seld stöðin, þar sem hin félögin
bæði hefðu náð samkomulagi við
það um afnot af eigninni. Sam-
i kvæmt því íagði nefnd setuliðs-
, viðskipta til, að Olíufélaginu h.f.
jyrði seld eignin að %, en hval-
veiðafélaginu þriðjungurinn.
Ráðherra fékk síðan greinar-
gerð Oliufélagsins um það, hvað
það ætlaði að nota til. Félagið
lýsti því jafnframt yfir, að
geyma þá, sem það þyrfti ekki
(Framhald á 4. síðu)