Tíminn - 19.04.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.04.1947, Blaðsíða 2
z TlMCVTV, langardagfnn 19. apríl 1947 74. blað Laugardagur 19. apríl Kauphækkunaráróð- ur sósíalista SóslalLstar reka þann áróður kappsarrUega í verkalýðsfélög- unum um þessar mundir, að þau verði að segja upp kaupsamn- ingum og heimta kauphækk- anir vegna nýju tollanna. Áróð- ur sinn þykjast þeir byggja á þeirri staðreynd, að tollarnir auki framfærslukostnaðinn um 8—10%. Þessi fullyrðing sóslalista er vitanlega hreinn uppspuni. Nýju tollarnir leggjast alls ekki á ýmsar helztu nauðsynjavörur almennings, eins og kornvörur, kaffi og sykur. Að því leyti, sem þeir hækka vísitöluna í verði, verður sú hækkun greidd niður með framlagi úr ríkissjóði. Toll- arnir skerða því ekki að neinu leyti þær lífsþurftir, sem mönn- um eru taldar nauðsynlegar samkvæmt vísitölunni. Þeir ná raunverulega ekki til annarar eyðslu en þeirrar, sem verka- lýðssamtökin hafa hingað til talið svo ónauðsynlega, að þau hafa ekki krafist þess, að hún væri tekin inn í vísitöluútreikn- inginn. Þetta vita sósíalistar vel. Allt skraf þeirra um, að nýju tollarnir skerði lífskjör almenn- S ins um 8—10%, er því vísvitandi fals. Ástæðan fyrir því, að þeir eru að reyna að nota þetta til- efni til að hrinda verkalýðsfé- lögunum út í kauphækkunar- baráttu, er því allt önnur en sú, að þeir séu að hugsa um hag alþýðu. Þeir vilja koma af stað kauphækkunum og verkföllum til að flýta fyrir hruni fjárhags- ins og atvinnulífsins, sem ýmsir forvígismenn þeirra hafa unnið markvisst að og þeir telja skapa heppilegastan jarðveg fyrir kommúnismann til að ná völd- um með atbeina handaflsins. Enn sem komið er, hefir verk- fallsáróður sósíalistaforingjanna ekki borið árangur í verkalýðs- félögunum. Verkamenn sjá, að dýrtíðin er komin í óefni og að leiðin til úrbóta er ekki áð auka hana með nýrri kauphækkun. Þvert á móti er það vegurinn til stöðvunar og atvinnuleysis og þá koma háir kauptaxtar ekki að neinu gagni. Þess vegna hefir áróður sósíalista fyrir uppsögn samninga og verkföllum fallið í ófrjórri jarðveg nú en nokkurru sinni fyr meðal verkamanna. Þó er ekki útilokað, að sósíalistar geti hrundið einstaka félagi út í ófæruna með því að misnota þann trúnað, sem þeim hefir verið sýndur, og sniðganga alls- herjaratkvæðagreiðslur og aðrar lýðræðislegar aðferðir. Sósíalistar hafa aldrei sýnt það betur en nú, að þeir hugsa sér ekki verkalýðsfélögin sem málsvara verkamanna, er gæti hagsmuna þeirra með festu og hyggindum og telji sér því jafn- fjarlægt að gera óréttmætar kröfur og að sætta sig við rang- indi. Frá sjónarmiði sósíalista eru verkalýðsfél. ekki annað en tæki í hinni pólitísku baráttu, er hiklaust skal beitt í flokks- þágu, hvort sem það hentar verkamönnum betur eða ver. Það er vissulega kominn tími til þess fyrir verkamenn að gera það reikningsdæmi upp, hvort þeim sé hollt og hagkvæmt að eiga forustu sína í höndum slíkra manna. /í OíÍaðaHQ Léleg ráðsmennska. Á ofanverðri nítjándu öld var í Borgarfirði syðra prestur einn, sem hneigðist meir að fræði- mennsku og bókmenntúm en búsýslu. Hann lét því ráðsmann sinn annast búsýslu utanhúss. Sá hét Jón. Honum var gjarnt að flytja presti slúðirr og ó- hróður. Féll presti það lítt. • Jón ráðsmaður fluttist frá presti um vorið, svo sem til stóð. Daginn, sem hann fór, gekk prestur um hús sín með þeim, er taka skyldi við skepnuhirð- ingu. Varð hann þess þá vís, að hey öll voru þrotin. Hafði J.ón gefið síðustu stráin um morg- uninn áður en hann fór. Þá varð presti að orði: — Margt hefir Jón sagt mér, sem ég þurfti síður að vita. Sósíalistar vorir mættu vel bera sína ráðsmennsku saman við ráðsmennsku Jóns þessa. Þeir sögðu þjóðinni margar sög- ur og skildu eftir þurrð í búi, er þeir fóru. En það vöruðust þeir að nefna. Hver er stefna sósíalista í fjármálum? Hver er stefna sósíalista í fjármálum? Þeir hafa átt drjúgan þátt í vexti dýrtíðarinnar. Þeir hafa stofnað til mikilla nýrra ríkis- útgjalda og vilja enn auka greiðslur úr ríkissjóði. Hins veg- ar eru þeir á móti tekjuöflunar- frumvörpum þeim, sem fram hafa komið. Og ekki mega þeir heyra niðurfærslu dýrtíðarinn- ar nefndar á nafn. Eru sósíalistar svo mikil börn í fjármálum, að þeir haldi, að karlarnir í bankanum geti bara búið til nóga seðla og ávísanir og þá þurfi ekkert að leggja á blessað fólkið? Víst benda orð þeirra til þess, ef tekin væru alvarlegá. Ef skilningur sósíalista á fjár- málum er svona barnalegur, þýðir sennilega ekkert að tala við þá um það, sem þeir geta ekki skilið. Skilji sósíalistar að útflutn- ingsvörur verða að standa und- ir gjaldeyrisnotkun þjóðarinn- ar og ríkissjóður þarf raunveru- legar tekjur til að mæta út- gjöldunum, ættu þeir annað- hvort að vilja minnka útgjöldin eða auka tekjurnar, þangað til á stenzt. En þá færi vel á, að þeir vissu hvernig þeir vildu gera það. Hver er stefna sósíalista í olíumálum? Vilja sósíalistar að öll olía sé flutt til íslands í tunnum? Þeir mega ekki til þess hugsa að eina íslenzka olíufélagið, sem til er, — samvinnufélag þar að auki, — eigi olíugeyma uppi í Hvalfirði. Vilja þeir þá heldur að olíubirgðir séu geymdar nær Reykjavík? Samræmist það bet- ur hugmyndum þeirra um ör- yggi borgaranna, ef til styrjald- ar skyldi koma? Sósíalistar hafa oft talað um nýsköpunartogara. Þeir éiga að verða 30 og hafa allir olíukynnt- ar gufuvélar. Olíuþörf þjóðar- innar eykst mikið við þann skipastól. Hvað hugsa sósíalistar sér í olíumálunum? Hvernig vilja þeir geyma olíu- birgðir í landinu? Hvernig vilja þeir haga verzl- uninni, fyrst þeir eru á móti ís- lenzkri samvinnuverzlun? Ætli það verði ekki dráttur á svörunum? Hávaði þeirra er stefnulaus eymd. Undrin í Laxnesi. Alþýðublaðið skýrir frá því í feitletraðri rammagrein í gær, að kýrnar á læknabúinu í Lax- nesi skrúfi sjálfar frá vatninu! Þykja þetta undur og stórmerki, „og munu það vera frámuna þægindi í fjósum“. Hitt er mis- skilningur blaðamanna, að kýrnar opni ósjálfrátt fyrir vatnið, en þar hafa þeir ekki áttað sig á greind gripanna. Annars er þessi fréttaburður líkastur því, er Þjóðviljinn var að segja frá nýju mannréttind- unum í Rússlandi, því að sjálf- virk brynningartæki eru engin nýjung í fjósum á íslandi. Það mætti eins lýsa því sem nýjung, er blaðamenn Alþýðublaðsins ganga til kamars „og er þeir risa upp af skál þessari, hangir þar fyrir bandendi, sem þeir gríþa ósjálfrátt í og skrúfar það frá vatninu." Andleg kjötpest. Blað danskra kommúnista birti nýlega grein eftir Halldór Kiljan Laxness. Fer hann þar ýmsum háðulegum orðum um íslenzkt kjöt, ullariðnað o. fl. og segir t. d. að sauðfjárrækt á íslandi eigi lítt eða ekki skylt við landbúnað. Það er undarlegt, að Kiljan skuli vera svo kominn andlega, að hann geti ekki skrifað grein ’í útlent blað, án þess að hrúga þar upp níði um þjóð sína. Hitt er annað mál, að íslenzkar vör- ur eru meir metnar eftir öðru en hvatvísum blaðagreinum, enda þykir íslenzkt kindakjöt gott. Auðvitað má maðurinn segja eins og honum finnst, en við megum þá líka segja eins og okkur finnst um hann, að hann gangi með andlega kjötpest. Skrifari Ólafs Thors. Ólafur Thors hefir sérstöðu meðal stjórnmálamanna á ís- landi að því leyti. að hann sæk- ist svo mjög eftir tækifæris- gjöfum og persónulegum lof- greinum, sem notast „sem upp- fylling í eyður verðleikanna.“ Þjóðkunnar eru í því sambandi skrítlurnar um Dísu í Yztuvík og Hvatarfánann. Nú er tekið að harðna um og er brennivínsforsetinn einn að lofa Ólaf, en hann gerir það líka hressilega, enda á hann at- vinnu og nafnbætur undir því að vel takizt. Jón er kunnur að furðulegu rugli um alþjóðamál síðan hann skrifaði í Mbl. um áhrif ís- lands á friðarsamningana. Þarf því engum að bregða, þó að hann þakki Ólafi það, að Banda- ríkin viðurkenndu sjálfstæði ís- lands 1944, eins og þau höfðu raunar heitið með samningi Magnús Sigurjónsson Hvammi í Hvammssveit — Saknaðaróður úr Svritiiuii — Magnús var elnn þeirra, sem fórstí Þú komst hér um morguninn kátur og hress og kvaddir í sólgeisla-baði. Á vasklegum fáki tókst veglegan sess og vondjarfur geystir úr hlaði. En seinna varð dagurinn svipþungur — fár. Það sveif eins og skuggi’ inn í bæinn, að þú værir hniginn svo þreklegur, knár, — að þú gistir blákaldan sæinn. Því helfregnin nístandi fljótlega flaug um flugslysið handan við fjörðinn. Sú hóglega spurning í hugina smaug að hver fyllti stórhöggnu skörðin? Hann var 'ekki með þeim, sem leituðu lands! Þá lostin varð harmi mörg bráin. Og hljóðlega hvíslaði maður til manns: „Hann Maggi frá Tungu er dáinn“. I I Nú Hvammssveitin drúpir að Hvammsfjarðartá hjá hverfleikans násvölu öldum. í valinn því fallinn er vinurinn sá, er veifaði hreystinnar skjöldum. — Þú efldir hér tíðast þitt orkunnar þor unz ævinnar brostinn var strengur. — Þú fluttir þig hingað eitt fríðleikans vor. svo frískgerður tólf ára drengur. Og árin þau liðu, og ungur þú varst við æskunnar leiki og störfin. Þú áhugakraftinn í augunum barst, því alls staðar blasti við þörfin. En dyggð þín var mikil og drengskaparlund þá djarflega gekkstu að verki, og hugurinn bjartur, í hraustlegri mund er hélztu á vinnunnar merki. Þín frægust var trúmennskan fjárgæzlu við, þá fannst ekki værðin né róin. — Vað lambanna jarma og lóunnar klið svo léttfættur hljópstu um móinn. Sem vígfimur kappi þú hamaðist hratt á heyanna dögunum löngu, 1941. Það er ástæðulaust að brigzla Bandaríkj unum um, að þau hafi ráðgert að svíkja lof- orð sitt frá 1941, en það sýnir erfiðleika Jóns í hlutverkinu, að hann hrósar Ólafi einkum fyrir þá kænsku að hafa fengið Bandarikin til þess, sem ákveð- ið og samningsbundið var áður. flugslysniu á Hvammsfirði 13. marz. og fólkið í kringum þig gjörðir svo glatt, að gleymdi það erfiði ströngu. Að taka með þrótti hið lífmikla lag á ljúfþekkum vinanna fundum, var kærast af öllu — þitt fegursta fag á fagnandi gleðinnar stundum. Og sunnudagshelgin með sólheiða gljá er sveif yfir bláfjallageima, þá sigrandi ljóma þín sveipaðist brá við sönginn í kirkjunni heima. En hvar sem þú fórst var þitt gestsauga glöggt, þess gættu þó færri en skyldi, að auga þitt skynjaði afburðasnöggt með eigindum slípuðum mildi. Þín innsýn var mikil í annarra sál, þú ekki varst harður í dómum. Af hreinskilni jafnan þú mæltir þitt mál, ef mættirðu truflandi rómum. Þú varst aufúsugestur — Þitt hjarta var hlýtt, þinn hlátur var léttur og fagur, og sviðið, sem myndaði viðtalið, vítt, — yfir veginum framtíðardagur. Ég hugði það vera þér háleitast — næst að halda á stórbóndans miðin. Sá draumurinn fagri, hann fékk ekki rætzt. þú fórst héðan „alfarinn" — liðinn. Hve sárt er að líta hið sviplausa rúm, er sæmdinni fegraðir þinni. Þó dagarnir lengist við dvinandi húm, er dapurt í sveitinni minni. En huggun það veita mun harminum gegn vor hugrakki drengurinn góði: Þú prýðir hér lengi, hinn prúðasti þegn, sem perla í minningasjóði. Geir Sigurðsson Skerðingsstöðum. Góð frétt fyrir gild- vaxið kvcnfólk. Negrastúlka nokkur vestur í Ame- riku, 8 ára gömul, kölluð Peggy, er hraust og efnileg að öllu leyti, en fædd magalaus, þannig, að vélindið er fast við skeifugörnina. Það hafa röntgenmyndir sýnt. Telpan hefir á- gæta matarlyst og líður vel. Læknar segja, að allir geti lifað magalausir, en fólk verður grennra í vexti og mjóslegnara svoleiðis. Frederik TVielsen: Bretar hafa veriö merkis- berar og verðir frelsisins Grein sú, sem hér fer á eftir birtist á síðastl. sumri í Social- Demokraten, aðalmálgagni danskra jafnaðarmanna. Þótt hún fjalli einkum um viðhorf Dana til brezku þjóðarinnar, á hún eigi að síður fullt erindi til okkar. Sá þekkingarskortur á brezkri menningu og hugsjónum, sem höfundur ræðir um, er ekki síður fyrir hendi hér á landi en í Danmörku. Greinin er nokkuð stytt í þýðingunni. Meðan Búastyrjöldin stóð yf- ir, orti Kipling kvæði um Bret- land, þar sem svo var komizt að orði, að það væri annað og meira en það virtist vera. Þessi ummæli rifjast gjarnan upp fyr ir þeim,sem undrast þá gagnrýni á Bretum, sem nú gerir vart við sig í mörgum dönskum blöðum. Hér er ekki átt við kommún- istablaðið „Land og Folk“, sem jafnan hefir verið fullt úlfúðar gegn Bretum og vel mætti ætla henni daglegt rúm undir fyrirsögninni: Wir fahren gegen Engeland (einn helzti hersöng- ur nazista á stríðsárunum). Hér er átt við skrif margra hlut- lausra blaða og viðræður manna í strætisvögnum, á gatnamótum og víðar. Göbbelsáróðurinn um yfirdrottnunarþjóðina, er lætur aðra berjast fyrir sig og nýtur ávaxtanna af starfi þeirra, hljómar nú af vörum margra manna eins og um heilagan sannleika væri að ræða. Það verða vitanlega alltaf til menn, er vegna andlegrar væru- girni og ósjálfstæðrar hugsunar nota blygðunarlítið slíkar og aðrar upphrópanir og þykjast jafnvel menn að meiri. En und- arlegt er það samt, hve fljótir menn eru að gleyma. Sumarið 1940 var okkur þó öllum ljóst — „Land og Folk“ er enn undan- skilið, — að yrði Evrópu bjargað undan hryllilegri kúgun og mið- aldamyrkri, væri björgunar- mennina að finna á brezku eyj- unum og í samveldislöndum þeirra. Við þjöppuðum okkur kringum hátalarana í hvert skipti, sem von var á fréttum frá B.B.C. (brezku útvarpsstöð- inni), hlustuðum á sömu frétt- ina á mörgum tungumálum og hugguðum okkur við aðra og sannari lýsingu á Bretum: Þeir tapa öllum orustum, nema þeirri síðustu. Þá héldu Bretar einir áfram baráttunni, þrátt fyrir ægilegustu ógnir og hörmungar. Svo mikill var fögnuður okkar, þegar orustan um Bretland var unnin, að honum verður aldrei til fullnustu lýst með orðum. Þó er hann nú gleymdur af svo mörgum, er eiga hinum fáum — hinum hraustu flugmönnum Breta — svo mikið að þakka. Hver er ástæðan? Við erum óánægðir yfir því, að Bretar skilja ekki framkomu okkar í Suður-Slésvíkurmálinu. Við er- um líka óánægðir með verðið á afurðunum, sem við seljum til Bretlands. Það er heldur ekki hagstætt, en þó hagstæðara en verðið, sem brezku samveldis- þjóðirnar fá. En þó að við séum óánægðir með verðið og gagn- rýnum það réttilega, sem ástæða er til, eigum við að velja gagn- rýninni það form, sem sýnir, að við höfum ekki gleymt því, sem við eigum Bretum að þakka. Þessi tvö dægurmál, þótt þýð- ingármikil séu, eru ekki heldur frumrót óánægjunnar og gagn- rýninnar. Hún er meira en nokkuð annað sú, að við vitum of lítið um Bretland og.brezku þjóðina. í Svíþjóð hafa verið gefnar út margar góðar bækur um Bretland, en tæpast nokkur hér. Danskir stúdentar læra all- mikið um brezk þjóðfélagsmál, en sáralítið um enskar bók- menntir, svo að vel mætti halda, að Englendingar væru fyrst og fremst kaupahéðnar, er skorti skilning á andleg verðmæti. Þjóðverjar hafa auglýst heim- spekinga sína, skáld og tónsnill- inga svo rækilega, að okkur er næsta ókunnugt um hið mikla framlag Breta til evrópiskrar heimspeki og skáldskapar. Hin miklu andlegu verðmæti, sem Bretar gáfu heiminum á Elísa- betartímanum, eru okkur næsta ókunn, þegar Shakespeare er undanskilinn. Hin rómantisku skáld Breta, eins og Words- worth, Keats og Shelley, jafnast fullkomlega á við þýzku skáld- in, en við þekkjum þau ekki. Þvi hefir oft verið haldið fram, að enskar bókmenntir og heimspeki hefðu orðið fyrir þýzkum áhrifum. Þar kemur þó fram einn meginmunur. Meðan þýzkur skáldskapur og þýzk heimspeki hefir oftast þjónað afturhaldi og íhaldssemi — nokkrir landflótta Þjóðverjar undanskildir, eins og t. d. Karl Marx, sem varð að leita bólfestu í Bretlandi — hafa enskar bók- menntir verið næsta óslitinn lofsöngur um frelsið og bless- un þess. Það er táknrænt, að viðlagið í brezka þjóðsöngnum kveður svo að orði, að Bretar skulu aldrei vera þrælar. Þessa frels- ishugsjón hafa skáld og hugs- uðir Breta sí og æ hamrað inn í meðvitund þjóðarinnar. Það má nefna nöfn eins og Milton, Gray, Cowpers, Byron og Shelley því til sönnunar. Senni- lega hefir ekkert evrópiskt skáld kveðið betur um frelsið en Shelley í óðnum til vestanvinds- ins. Skáld annarra þjóða dáðu líka frelsishugsjón Breta. Vol- taire skrifaði 1731, að Bretar virtu ekki aðeins eigið frelsi, heldur einnig frelsi annarra þjóða. Montesquieu var læri- sveinn Breta. Grundtvig var mikill aðdáandi hinnar brezku frelsishugsjónar, enda eru höfð eftir honum þessi orð: Væri ég ekki Dani, vildi ég helzt vera Englendingur. England hefir ekki aðeins verið heimkynni frelsis. Það á einnig glæsilegan náttúruskáld- skap og málaralist. Róman- tíkin átti frumrætur sínar i Bretlandi. Klopstock var undir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.