Tíminn - 22.04.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.04.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÖKNARMENN! Murúb að koma í flokksskrifstofuna 4 I REYKJ AVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er Edduhúsinu við Lindargötu 22. APRÍL 194? * l Sími 6066 75. blað Reykjavíkurlögreglan hefir ærið að starfa Agnar Kofoed-Hansen lög- reglustjóri ræddi við blaðamenn nýlega og talaði m. a. um um- ferðamálin og starfsemi götu- lögreglunnar í því sambandi. Á seinasta ári komu hvorki meira né minna en 12964 mál fyrir götulögregluna, sem bók- færð eru, en talan er þó miklum mun hærri, þar sem lögreglan hefir fjallað um fjölda umferð- armála, sem ekki hafa verið bókfærð. Störf lögreglunnar við um- ferðarmálin eru því mjög mikil, og telur lögreglustjóri, að lög- regluþjónum þyrfti að fjölga allverulega, ef koma ætti lög- relgumálunum í viðunandi horf. Um 7000 sinnum hafði lög- reglan verið kölluð á vettvang, vegna ölvunar og þar af að jafn- aði þrisvar sinnum á dag í heimahúsum. Umferðarbrot voru 3761, þjófnaðir og grip- deildir 176, eftirlýst fólk 74, skemmdarstarfsemi 223, vörzlu- lausar skepnur 89, innbrot 60, árásir og ofbeldi 15 sinnum, slys 35, ólöglegar ferðir kvenna í er- lend skip 51, strokufangar 7 og loks ýmis konar hjálparbeiðnir 1193. Þá ræddi lögreglustjóri um vandræði þau, sem hljótast af ófullnægjandi bifreiðastæðum. Þannig hefði það komið fyrir, að einn og sami maðnrinn hafi verið dæmdur 15 sinnum fyrir ólöglega stöðu bifreiðar hans. Lögreglustjóri er þeirra skoð- unar að sektir fyrir umferðar- afbrot séu of lágar og telur, að ef þær væru hærri, gættu menn sín betur og brytu síður settar reglur. Fjallvegir verða seint færir Marglr fjallvegir á Norður- og Austurlandi verða senni- lega óvenjulega seint bílfærir í vor, vegna snjóþyngslanna í vetur, en unnið mun að því að opna þá, eins fljótt og kostur er. Tíminn átti í gæri viðtal við Ásgeir Ásgeirsson skrif- stofustjóra og fer hér á eftir frásögn hans um það, hvernig nú er ástatt um f jallvegina. Eins og er ganga bílar alla leið héðan norður í Skagafjörð, en Öxnadalsheiði er ófær og hefir ekki verið lagt í að ryðja hana vegna þess, hve snjóalögin eru mikil. Allir fjallvegir austan Ak- ureyrar eru ófærir en unnið hef- ir verið að því að ryðja sveita- vegi í Eyjafirði og Suður-Þing- eyjarsýslu. M. a. hefir verið unn- ið að því að opna veginn úr Reykjadal upp í Mývatnssveit. Á Austurlandi eru allir fjall- vegir ófærir bilum. Fagridalur hefir verið lokaður síðan snemma í febrúar. Unnið er nú að því að ryðja Fagradal, en það gengur seint vegna harðfennis. Bílfært er nú vestur í Dölum að Ásgarði og leiðin til Stykkis- hólms hefir verið opin í allan vetur. Fróðárheiði hefir verið ófær bilum í mestallan vetur, en sennilega verður hún rudd fyrir helgi. Einn merkasti . . . (Framhald af 1. síöu) inn við völdum í Danmörku, sonur Kristjáns tíunda og Alexandrínu drottningar, er 48 ára gamall. Hann er kvæntur Ingiríði Svíaprinsessu, er nú tekur drottningartign, og eiga þau þrjár dætur barna. Hann hefir um nokkurra ára skeið átt sæti í ríkisráði Dana, og þegar faðir hans veiktist fyrir þremur mánuðum, tók hann þar við forsæti. Friðrik níundi hefir oft komið til fslands, síðast ásamt Ingiríði, nú drottningu. Knútur, nú rík- isarfi, hefir einnig oft komið hingað, og þeir synir Kristjáns tíunda báðir mjög vinsælir hér, af þeim kynnum, sem íslend- ingar hafa af þeim haft, og slíkt hið sama Ingiríður drottning. ERLENDAR FRÉTTIR Vænlega þykir nú horfa um það á utanríkisráðherrafundin- um í Moskvu, að samkomulag verði um friðarsamninginn við Austurríki. Hefir náðst sam- komulag um mörg deiluatrið- anna á seinustu fundunum. Nehru forsætisráðherra ind- versku stjórnarinnar hefir hald- ið ræðu, þar sem hann gaf í skyn, að kongressflokkurinn myndi geta fallist á, að Múham- eðstrúarmenn fengju að gera þau fylki að sérstöku ríki, þar sem þeir eru í meirihluta. For- ustumenn kongressflokksins hafa aldrei léð máls á þessu fyrr. í Portugal hefir komizt upp um byltingartilraun, er átti upp- tök sín innan hersins. Elisabet, krónprinsessa Bret- lands varð 21 árs í gær. Var þess hátíðlega minnzt í Bretlandi og samveldislöndunum, einkum þó í Suður-Afríku, en hún dvelur þar enn með foreldrum sinum. Henni bárust margar stórgjafir. Lítill drengur verður fyrir bíl Annað dauðaslysið á sama göfuhorni í sömu viku. Síðastl. laugardag varð dauða- tfyT> á gatnamótum Sundlauga- vegar og Lauganesvegar. Var það annað dauðaslysið á þeim samg stað í þeirri viku, en hitt varð miðvikudaginn áður. Varð þá drengur á fjórða ári fyrir strætisvagni og beið bana af. Dauðaslysið síðastl. laugardag vildi til með þeim hætti, að bif- reiðin G 180, sem er fólksbifreið, var á leið inn Sundlaygaveg, og ók á dreng, sem var gð leika sér á miðri götunni ásamt öðrum dreng og ætluðu þeir 'að hlaupa frá, en bifreiðin rakst á annan þeirra. Var það drengur á fjórða ári og hét Hannes Elíasson til heimilis að Hrísateig 24. Bifreiðin sveigðist til, þegar drengurinn varð fyrir henni og staðnæmdist við símastaur, en drengurinn varð á milli hans og bifreiðarinnar. Þegar bifreiðarstjórinn kom út úr bifreiðinni var drengurinn með lífsmarki og bar hann drenginn heim til hans, en hinn drengurinn, sem v$r bróðir Hannesar gat sagt til, hvar þeir ættu heima. Drengurinn litli lézt á leiðinni í sjúkrahús. Þar sem ekki er vitað um aðra sjónarvotta að slysinu en fimm ára dreng þann, sem fyrr um getur, biður rann- sóknarlögreglan þá, sem kynnu að hafa séð slysið að koma til viðtals. Ánægjuleg skemmti- samkoma Framsókn- arfélaganna Um 340 manns sóttu skemmt- un Framsóknarfélaganna í sam- komusal Mjólkurstöðvarinnar sl. föstudagskvöld. Hófst skemmtunin með því að spiluð var Framsóknarvist. Að henni lokinni flutti sr. Sveinn Víkingur afburðasnjalla ræðu. Var hann óspart hylltur að ræð- unni lokinni. Þá söng Jón Sig- urðsson frá Brúnum einsöng og lék undir á guitar. Var nokk- uð af því sem hann flutti þarna frumsamið, bæði ljóð og lag. Að lokum var svo dansað til kl. 2.30 e. m. Fór skemmtunin að öllu leyti fram með prýði, var enn sem fyrr rómað, hversu ánægjulegt væri að dvelja á þessum skemmtunum Framsóknar- manna. Útvegum allar stærðir og gerðir af sjálfvirkum, raf- knúnum kælivéium fyrir matvörubúðir, veitingahús og heimili. Aðalumboðsmenn fyrir Thomas Ths. Sabroe & Co. A/S ýafttla Bíc ÆVMTÝRI A fjOllum (Thrill of a Romance) Bráðskemmtileg og hrifandl fögur Metro Goldwyn Mayer söngvamynd í eðlilegum lltum. Aðalhlutverkin leika: Sundmærin Esther Williams, Van Johnson og óperusöngvarinn frægi Lauritz Melchior. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Vfjja Síc (vtif Skúlaqötu) KVTKÍN Hin mikið umtalaða sænska stórmynd. Sýnd kl. 7 og 9. HAPPAKVÖLDIÐ (Masqueradi in Mexiko) Pjörug gamanmynd með: Martha O’Driscoll Noah Beery jr. og Andrews systrum AUKAMYND: ÆVINTÝRI FLAKKARANS Tónmynd með Charlie Chaplin Sýnd kl. 5. NÝIR DYRHEIMAR hin heimsfrægu ævintýri Kipl- ings í afbragðsþýðingu Gísla Guðmundssonar fyrrverandi ritstjóra er tilvalin fermingargjöf Bókin er prýdd fjölda mynda og skrautteikninga og kostar þó aðeins kr. 30.00 í fallegu bandi. 7'jatwafbíó ÆVDÍTÝRI t MEXIKO (Masquerade in Mexiko) íburðarmikil og skrautleg söngvamynd. Dorothy Lamour Arturo de Cordova Patrick Knowles Ann Dvorak Sýning kl. 5, 7 og 9. Norsku samningunum ekki lokið Viðskiptasamningar milli Norðmanna og íslendinga hafa staðið yfir undanfarið. Blaðinu barst í gær svohljóðandi tilkynn- ing frá utanríkisráðuneytinu varðandi samninga þessa: Undanfarið hafa farið fram viðræður í Reykjavík milli íslenzkrar og norskrar samn- inganefndar um ýmisleg mál- efni, er snerta bæði löndin, svo sem sameiginleg áhugamál í sambandi við fiskveiðar, út- flutning fiskafurða og vöruskipti milli Noregs og íslands. Viðræðurnar, sem nú er að sinni lokið, hafa farið fram með fullum skilningi beggja aðilja á sjónarmiðum hins. Munu báðar samninganefndirnar ráðleggja ríkisstjórnum sínum, að umræð- um i/m ákveðin atriði, sem nán- ari íhugunar krefjast, verði haldið áfram síðar. Kristjitn koimngur tí- undl lézt í fyrrakvöld. (Framhald af 1. síðu) vart. Öllum hafði verið orðið ljóst, að hverju dró. Tiu min- útum síðar flutti danska út- varpið alþjóð andlátsfregnina. Voru síðan leikin sorgarlög og sálmar. Þriggja daga þjóðarsorg hef- ir verið ákveðin í Danmörku. Friðrik níundi tekur við völdum. Fyrir hádegi í gær kom Frið- rik ríkisarfi á fund með ríkis- ráðinu danska, og var hann þá útnefndur konungur Dana. Nokkru síðar kom ríkisdagurinn danski saman, og vann hinn nýi konun^ir þar eið að stjórnar- skránni. Jafnframt þessu fær Friðrik ríkisarfi nafnið Friðrik níundi. Friðrik níundi er sem kunnugt er kvæntur Ingiríði Svíaprins- essu, dóttur Gústafs Adólfs, rík- isarfa Svía, en langamma henn- ar var Viktoría, drottning Breta- veldis. En þau eiga þrjár dæt- ur en engan son, svo Knútur prins, yp,gri sonur Kristjáns tí- unda, gerist nú ríkisarfi í Dan- mörku, þar eð konur eru þar ekki bornar til ríkiserfða. Þjóðmálabarátta sósíalista. (Framhald af 2. síöu) rýmist ekki íslenzkum réttar- hugmyndum, að einn hand- höggvi annan, bara af öryggis- stæðum vegna framtíðarinnar. Það er því sannarlega imdarlegt, þegar hópur manna verður grip- inn af hugsunarhætti og rök- villum sósíalista. Það er sjúk- legt fyrirbæri. Gífuryrði sósíalista, vegna þess að olíufélagið keypti geym- ana í Hvalfirði, hefir þá þýð- ingu, og þá þýðingu eina, að hjálpa íslenzkri alþýðu til að LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: Bærinn okkar eftir THORNTON WILDER. Sýning á mlðvikudag kl. 20. Aðgöngumiðasala í Iðnó frá kl. 2—6 í dag. Tekið á móti pöntunum í síma 3191 kl. 1 til 2. Pantanir sækist fyrir kl. 4. — Næst siðasta sinn. —- skilja andlega veiklufi nokkurra manna, sem verið hafa leiðtog- ar í stjórnmálaflokki á íslandi. Andstæðingar Sósíalista- flokksins fagna því að vissu leyti,. ef hann heldur áfram, eins og verið hefir nú um hríð. Slíka stríðsmenn er betra að hafa móti sér en með. Innkaupastofnun ríkisins Stjórnarfrv., sem byggt er á málefnasamn- ingnum, lagt fram á alþingi Fyrir nokkru var lagt fram á alþingi stjórnarfrumvarp um innkaupastofnun ríkisins. Aðalefni frumvarpsins er á þessa leið: Ríkisstjórnin setur á stofn innkaupastofnun, sem hefir það hlutverk að annast innkaup vegna rikisstofnana og sér- stakra framkvæmda ríkisins. Ríkisstjórnin ræður forstöðu- mann stofnunarinnar og ákveð- ur með reglugerð starfssvið hennar. Ríkissjóður leggur stofnuninni til nauðsynlegt starfsfé og er ríkisstjórninni heimilt að taka eða ábyrgjast lán í því skyni. Innkaupastofnunin skal selja ríkisstofnunum vörur þær, ,sem Kristjáns X. minnst í Ríkisútvarpinu Kristjáns konungs var minnst í ríkisútvarpinu í gærkvöldi-Var það Hermann Jónasson, fyrrver- andi forsætisráðherra, sem minntist konungs, en Her- mann gegndi störfum forsætis- ráðherra samfleytt í átta ár, meðan Kristján var konungur íslands. hún annast innkaup á, við kostnaðarverði, að viðbættum ómakslaunum, sem svarar kostn- aði við rekstur stofnunarinnar. Skylt er öllum ríkisstofnun- um, sem reknar eru fyrir reikn- ing ríkissjóðs, svo og þeim, sem hafa með höndum stjórn sér- stakra framkvæmda, sem kost- aðar eru af ríkissjóði, að fela innkaupastofnuninni innkaup þeirra nauðsynja, sem falla und- ir starfssvið hennar, nema ráð- herra heimili annað. — Ákvæði þessi taka þó ekki til þeirra inn- kaupa, sem einkasölum ríkisins eru falin, samkvæmt lögum þar um. Reikningar innkaupastofnun- arinnar skulu endurskoðaðir af endurskoðendum ríkisreikning- anna og birtir með þeim. í greinargerð frv. segir svo: Frumvarp þetta er flutt og samið í samræmi við það, sem fram er tekið í málefnasamn- ingi ríkisstjórnarinnar um að komið skuli upp sérstakri stofnun, sem annist innkaup til ríkisstofnana. Eins og frv. ber með sér. er ekki ætlazt til að ákvæði þess taki Tek heim til mín sængurkonur Framnesveg 38 Sími 7745. Til kaupenda Tímans í Reykjavík Oft veldur miklum leiðindum, hve erfitt er víða í bænum að koma blaðinu með skilum til kaupendanna. Það eru vinsam- leg tilmæli til þeirra, sem verða fyrir vanskilum, að þreytast ekki á að láta afgreiðsluna vita um þau, þar til þau hafa verið löguð og jafnfratm að leiðbeina börnunum, sem bera út blaðið, hvar bezt sé að láta það. Þeir kaupendur,sem búa utan við að- albæinn og fá blaðið í pósti, gerðu Tímanum mikinn greiða, ef þeir borguðu andvirði blaðs- ins á afgreiðslunni. — Þó að kaupendafjöldi Tímans í Rvík hafi tvöfaldazt nú á rúmlega einu ári, þá væru kærkomnir fleiri áskrifendur í bænum. Sími afgreiðslunnar er 2323. Vinnið ötulleqa fyrir Tírnnmt. til verzlunarstofnana ríkisins (áfengisverzlunar, tóbakseinka- sölu, áburðareinkasölu, græn- metisverzlunar og viðtækj a- verzlunar). Aftur á móti er gert ráð fyrir að þau taki til sér- stakra framkvæmda sem gerð- ar eru fyrir ríkisfé, svo sem byggipga og annarra mann- virkja. Að öðru leyti skýrir frum- varpið sig sjálft.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.