Tíminn - 23.04.1947, Qupperneq 1

Tíminn - 23.04.1947, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMJÐJAN EDDA h.f. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A Slmar 2353 og 4373 AFGftEIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFRTOFA: EDDUHÚSI, Llndargöla 9 A Síml 2323 31. árg. Rcykjavík, mlðvikudaginn 23. apríl 1947 76. blað ERLENT YFIRLIT: Viðsjár í frönskum stjórnmálum Innanrikismálaráðherrann óttast hinar miklu leynilegu vopnabirgðir í landinu. De Gaulle hefir nú komið aftur fram á sjónarsvið franskra stjórnmála. Síðan hann dróg sig til baka fyrir nær 1% ári síð- an, hefir hann lítið látið til sín taka, nema á síðastl. hausti, þegar hann skoraði á þjóðina að fella stjórnarskrána, sem bráðabirgðaþingið hafði samþykkt. Það kom glöggt fram í þjóð- aratkvæðagreiðslunni þá, að hann á sterk ítök hjá þjóðinni, þar sem stjórnarskráin fékk lítinn meirihluta atkvæða, þótt allir aðalflokkar landsins styddu hana. Svo mikils mátti afstaða De Gaulle sín. Vestmannaeyingar byggja afkomu sína alla á Síðan í haust hefir verið hljótt um de Gaulle, þar til nú um mánaðamótin, er hann flutti ræðu sína í Strassburg. Honum hefir undanfarið verið boðið að flytja ræður við afhjúpun stríðs- minnismerkja víðs vegar um landið og var þetta fyrsta ræð- an, sem hann flutti við slíkt tækifæri. DE GAULLE. í ræðu þessari sagði de Gaulle m.a., að Rússland og Bandaríkin væru nú höfuðandstæðingarn- ir i heiminum. Það væri hlut- verk Evrópu að reyna að miðla málum milli þessara andstæðna og yrði hún ekki þeim vanda vaxin, myndi illa fara. Framtíð Evrópu væri ekki sízt undir því komin, a.ð Frakkland væri sterkt og öflugt og gæti lagt fram full- an skerf sinn til endurreisnar- innar í álfunni. Því færi fjarri, að Frakkland gæti gegnt þessu hlutverki, eins og högum þess væri nu komið, þar sem þjóðin væri raunverulega forystulaus vegna sundurlyndis stjórnmála- flokkanna. Þetta væri fyrst og fremst að kenna hinni nýju stjórnarskrá, því að hún tryggði ERLENDAR FRÉTTIR Þingkosningar fóru fram á hernámssvæði Breta í Þýzkal. á sunnudaginn. Jafnaðarmenn unnu á og eru nú langstærsti flokkurinn. Næstur er kristilegi flokkurinn. Kommúnistar reynd- ust fylgislitlir. Fylgi sósíaldemó- krata reyndist einkum mikið í Slesvik-Holstein. Gasperi, forsætisráðherra ít- alíu, hefir haldið ræðu og kvað ítali þurfa mikla fjárhagslega aðstoð og hún þyrfti að koma strax, ef hún ætti að verða að :gagni. Hann . kvaðst fagna af- skiptum Bandaríkjanna af mál- efnum Miðj arðarhafsland- :anna, því að það myndi verða friðnum til eflingar. - Utanríkismálaráðherrar Breta, Bandaríkjanna og Frakklands hafa gert nýja samninga um skiptingu kolaútflutningsins frá Þýzkalandi. Frakkar fá meiri kol frá Þýzkalandi en áður. Samningur þessi er talinn styrkja aðstöðu frönsku stjórn- arinnar. ekki landinu starfhæfa stjórn. De Gaulle lauk ræðu sinni með því að skora á Frakka að mynda með sér þjóðarsamtök, er ekki væru bundin neinum flokki, en ynnu að endurbótum stjórn- skipulagsins á lýðræðislegum grundvelli. Þær endurbætur, sem de Gaulle mun fyrst og fremst hafa í huga, eru aukið valdsvið forsetans, sem verði þjóðkjör- inn, og að ríkisstjórnin starfi á ábyrgð hans, en ekki þingsins. Þótt de Gaulle nefndi engan sérstakan flokk í ræðu sinni, var auðfundið, að hann- taldi kommúnista eiga mestan þátt í stjórnmálaöngþveitinu. Hann tók skýrt fram, að Frakkar yrðu jafnan að fylgja vestræn- um stjórnarháttum, því að ann- að bryti gegn þjóðareðli þeirra. Strax eftir að de Gaulle flutti þessa ræðu, hófust fylgismenn hans handa um stofnun slíkra þjóðarsamtaka, er hann hafði gert að umtalsefni. Deildir, sem eiga að starfa innan þeirra, hafa verið stofnaðar í flestum borgum og héruðum landsins Virðist allt benda til, að de Gaulle eigi enn sterku fylgi að fagna. Af hálfu stjórnarflokkanna var ræðu de Gaulle hins vegar illa tekið. Kommúnistar stofn- uðu þegar til móthreyfingar og buðu hinum stjórnarflokkunum að taka þátt í henni, en þeir höfnuðu því. Hins vegar hafa blöð jafnaðarmanna deilt harð lega á de Gaulle og Leon Blum hefir látið svo ummælt, að skoð- anir hans samrýmist ekki lýð (Framhald á 4. siðu) Fjárlögin verða afgr. hallalaus EldhúsdagsumrælSur bráðlega. Fjárveitinganefnd hefir skil- aff áiiti sínu og breytingartil- lögum viff fjárlögin til þriffju umræffu, sem hefst á morgun Er líklegt, aff eldhúsdagsumræff- ur verffi seint í þessari viku effa byrjun næstu. Tillögur f járveStinganefndar miffa bæffi til hækkunar og lækkunar á einstökum liffum, og vekur þaff athygli, að kommún- istar í fjárveitinganefnd eru meff öllum hækkunartillögum en á móti öllum lækkunartil- lögum. Samkvæmt tillögum fjárveit- inganefndar verffa tekjur áj rekstraryfirliti 202.239 þús. króna, en gjöld 196.495 þúsund- ir. Rekstrarafgangur verffur samkvæmt því 5 miljónir og 744 þúsundir. Á sjóðsyfirliti verffa gjöldin 213.741 þúsund krónur, en tekj- ur 206.636 þúsundir króna. Halli því 7 miljónir og 604 þúsundir króna. Horft yfir Vestmannaeyjabæ Myntl þessi var tekin í Vcstmannaeyjum síðastl. sunnudag og sýnir hún bæinn séðan úr suðri. Heimaklettur er fyrir miðri myndinni, en milli hans og bæjarins er hin ágætasta höfn. Heimaklettur er um 280 metrar að hæð og setur svip á bæinn. Tíðindamaður blaðsins fór þangað í fylgd með Sveini Guðmundssyni, en þaðan mátti þá sjá mikinn fjölda skipa, sem leitað hafði vars undir Eyjunum og inni á höfn. (Ljósm. Guðni Þórðars.) Enginn flytur ótilneyddur brott úr Fljótshlíðinni En aðstaða Fljjótshlíðinga er erfið vegna S'arnaveikinnar. Viðtal við Signrþór Ólafsson bónda I Kollabæ. Sigurþór Ólafsson, bóndi i Kollabæ í Fljótshlíð, var staddur hér í bænum um helgina síffustu. Hitti tíffindamaffur Tímans hann aff máli og ræddi viff hann um ástandið á öskufallssvæðinu í Fljótshlíffinni. Er aðstaffa þeirra Fljótshlíffinga, sem orffiff hafa fyrir þyngstum búsifjum af völdum Heklu, mjög erfiff. framleiöslunm Samvinnustefnan hefir hag Viðtal við Helga Benediktsson. Vestmannaeyjar hafa um langt skeið verið langstærsta vetrar- verstöff landsins. Hafa þaffan oft veriff gerffir út þrisvar sinnum fleiri bátar á þorskveiffar yfir vertíffina en í nokkurri annarri verstöð. Þó að i>ekkuð hafi dregiff úr bátafjölda á vertíffinni í Vestmannaeyjum allra seinustu vertíffirnar, er hún samt meira en helmingi stærri þorskveiðiverstöð en nokkur önnur hér á landi. Erfiff affstaffa Fljótshlíffinga. — Það hefir talsvert verið rætt og ritað um það, að bænd- ur í Innhlíðinni skyldu láta sér detta í hug að slátra sa.uðfénaði sínum, sagði Sigurþór. Það var fyrst vakið máls á þessu á fundi í Múlakoti. Bændur á öskusvæð- inu voru spurðir að því, hvað þeir hyggðust til bragðs að taka. Svörin voru þau, að þeir sæju ekki fram á annað en að þeir yrðu að slátra sauðfénu, því að það yrði kostnaðarsamara en svo, að þeir gætu risið undir því hjálparlaust, að halda fénu lifandi til hausts. Við athugun kom í ljós, að bændur á öskufallssvæðinu í Fljótshlíðinni myndi vanta um 600 hestburði af heyi til þess að geta gefið sauðfé sínu fram í miðjan maímánuð og kúm fram í miðjan júnímánuð. Búast' má þó við, að lengur þurfi að gefa kúm, þótt talsvert hafi fokið til af vikrinum, svo að allstórir blettir séu auðir, meðal annars vegna þess, að vikurinn særir og skefur svörðinn, þegar hann fýkur til. Annað, sem veldur þó Fljóts- hlíðingum sérstökum erfiðleik- um við að halda sauðfé sínu lif- andi til hausts, er garnaveikin, sem er allmögnuð hjá þeim. Er það til marks, að síðasta mán- uð varð að lóga 114 garnaveik- um kindum í hreppnum, þar af þrjátíu á einum og sama bæ. Vegna þessarar pestar er erfitt að koma fénu í hagagöngu í sumar, því að nágrannasveit- irnar vilja eðlilega ekki fá garnaveikt fé á sín sumarlönd. Að þessu öllu athuguðu sáu Fljótshlíðingar ekki fram á ann- að en að þeir yrðu að slátra fé sínu strax, ef ekki kæmi aðstoð annars staðar frá. Erfiffleikar meff sumarbeitiland. En svo gekk Bjarni Ásgeirsson landbúnaðarráðherra í málið, og þegar bændur vissu, að hlaupið yrði undir bagga með (Framhald á 4. síðu) Vegna þess að ekki hefir verið til nægur mannafli á alla bát- ana undanfarnar vertíðir hafa margir þeirra legið aðgeröar- lausir upp á landi yfir vertíð- ina, þrátt fyrir mikil og góð aflabrögð. Fjöldi aðkomumanna hefir alla tið sótt i verið til Vestmannaeyja, og engin ver- stöð verið eftirsóttari. Aukin eftirspurn eftir vinnuafli, hefir valdið því, að færri hafa nú sótt þangað en áður. Tíðindamaður blaðsins fór til Vestmannaeyja um seinustu helgi og átti þar viðtal við Helga Benediktsson útgerðar- mann, en hann er einn allra athafnasamasti atvinnurekandi þar, gerir út fimm stóra vél- báta ,sem hann hefir flesta lát- ið smíða í sinni eigin skipa- smiðastöð og á þar nú í smíð- um stærsta skip, sem byggt hef- ir verið hér á landi. Auk þess hefir hann drengilega stutt ýms félags- og menningarmál Eyjanna. Annars mun sam- vinnustefnan hvergi eiga jafn mikil ítök í útvegsmálum og í Vestmannaeyjum, þar sem hlutaskipti sjómanna nálgast hreinan samvinnurekstur. Auk þess hafa útvegsbændur þar með sér víðtækan samvinnu- rekstur í ýmsum þýðingarmikl- um greinum. Um seinustu helgi var fjöldi skipa á Vestmannaeyjahöfn,sem er lífhöfn fyrir Suðurlandi. Auk heimabátanna voru þar margir tugir aðkomuskipa, sem leitað höfðu hafnar undan óveðrinu. Voru það einkum færeysk og brezk fiskiskip, en auk þess lág fjöldi skipa í vari undir eyjun- um, þar á meðal nokkur stór flutningaskip. Furðulegur dómur: Það er ódýrt að brjóta gjaldeyrislögin Fyrritæki, sem ráðstafaði einni milj. kr. í leyfisleysi, fær aðeins 20 þús. kr. sekt. Sakadómarinn í Reykjavík hefir nýlega kveffiff upp dóni, sem bendir til þess, aff áhættulítið sé fyrir heildsalana að brjóta gjaldeyris- og innflutningslögin, ef dómararnir líta mildum augum á slík afbrot. Fyrir nokkru síðan kærði viðskiptaráð heildverzlunina Columbus h.f. fyrir aff hafa flutt inn 190 franska bíla, án gjaldeyris og innflutningsleyfis. Bílar þessir munu senni- lega hafa kostaff á affra milj. kr. í erlendum gjaldeyri. Saka- dómarinn hefir nú kveffiff upp dóm í málinu og er for- stjóra fyrirtækisins gert aff greiða einar 20 þús. kr. í sekt. Bílarnir eru ekki gerffir upptækir. Þessi furðulegi dómur mun vera réttlættur að einhverju leyti með því, aff refsiákvæffin í gjaldeyrislögunum eru ekki eins ströng og skyldi. Þau gera þó ráff fyrir allt að 100 þús. kr. sekt, auk þess sem gera má óleyfilegan inn- flutning upptækan. Þaff mun nokkuff ljóst, aff til lítils er aff hafa hér gjald- eyris- og innflutningslög, ef dómararnir telja þaff ekki verffskulda meira en 20 þús. kr. sekt, að ráffstafa einni milj. kr. í leyfisleysi. Annaff hvort verður Alþingi aff setja hér svo skýr refsiákvæffi, aff hegningarnar fari ekki eftir mati misjafnra dómara, effa þaff getur eins vel lagt innflutn- ings- og gjaldeyrishöftin niffur. Uelgi Benediktsson. Tíðindamaður blaðsins hitti Helga í skrifstofu hans, en þar er hægt að ganga að honum vís- um frá því klukkan 7 á morgn- anna. Hann var einn i skrif- stofunni þá í svipinn og hafði því ærinn starfa. Gestrisnin gengur þó lyrir öllu hjá Helga, og er enginn svikinn sem hlýt- ur heimboð hans og hinnar á- gætu konu hans, Guðrúnar. Talið snýst í fyrstu um Eyj- arnar almennt. Vestmannaeyjar er sú verstöð landsins, sem mestur éevintýraljómi leikur um í hugum flestra lands- manna, að undanskildum Siglu- firði. Auk þess eru Eyjarnar stærsta og þýðingarmesta ver- stöð landsins. Siglufjörður og Vestmannaeyjar eru frægustu verstöðvar þessa lands, hver á sinn hátt. Fólkið sem byggir Eyjarnar er hið gjörvilegasta. Erfið lífsbarátta við hinn duttl- ungafulla Ægi er mótuð í svip þess og framkomu. Enda er Vestmannaeyingum að réttu við- brugðið fyrir dugnað og harð- fengi í sjósókn og eru þeir afla- menn miklir. Viðmót fólks- ins einkennist af frjálsmann- legri framkomu, enda hafa Vest- manneyingar um langt skeið búið við óskorðað félagslegt frjálsræði, og haft nóg að borða, og verzlunarsaga liðinna alda sannar líka að aldrei hefir verið um bjargþrot að ræða í Eyjum, enda jafnan verið þar gnægð fugls og fisks. — Þið hafið flestum öðrum betur kunnað að nota ykkur úrræði samvinnunnar hér í Eyjum. (Framhald á 4. siðu)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.