Tíminn - 23.04.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.04.1947, Blaðsíða 3
76. blað TÍMirVW miðv.daaiim 33. aprll 1947 3 Hln skrautlega almeimiiigsíitgáfa Sturlunga- sögu (Útgáfan, sem Helgi Hjörvar hefir lesið upp úr í útvarpið að undanförnu). í tveimur bindum í Royal broti, tæpar 1300 bls. með 200 mynd- um af sögustöðum auk fjölda uppdrátta, bundin í skrautband, kemur í júiiímáiiuöi luestk. Þar sem upplag bókarinnar er mjög takmarkað, og verður alls ekki endurprentað, eru þeir, sem enn hafa ekki sent áskrift, en vilja eignast bókina eða ætla að gefa hana vinum sínum, beðnir að senda áskrift hið fyrsta. Þeir sem óska geta fengið, með fyrstu ferð, senda nákvæmari lýsingu en hér er birt af þessari sérstæðu útgáfu. Þessi útgáfa STURLUNGASÖGU er í sömu stærð og á sam- stöðu með hinni vinsælu útgáfu Hins ísl. fornritafélags. Verð beggja binda í SKRAUTBANDINU til áskrifenda er kr. 200,00, heft kr. 150,00. • NB. Bókhlöðuverð' verður allmiklu hærra en óvíst er hvort upplagið endist meir en til áskrifenda. STURLUNGUÚTGÁFAN. Sendið áskrift fyrir 15. raaí Sturlunguútgáfan. T Undirritaður gerist hér með áskrifandi að STURLUNGASÖGU í skinnbandi verð 200 krónur, heft 150 krónur, bæði bindin. (Strikið út það, sem þið viljið ekki). Nafn ............................... Heimili ............................ TIL STURLUNGUÚTGÁFUNNAR Pósthólf 41, Reykjavík. Fimmtugur: Björn Guðmundsson bóndi í Brautarholti. Fimmtíu ára er í dag, 23. apríl, Björn Guðmundsson, bóndi i Brautarholti við Hrútafjörð. Hann er fæddur að Bálkastöð- um í Hrútafirði, sonur hjónanna Guðmundar Björnssonar og Jó- fríðar Jónsdóttur. Fárra ára gamall fluttist hann með for- eldrum sínum að Fallandastöð- um í sömu sveit, en þar bjuggu þau til ársins 1936, er Guð- mundur andaðist. Jófríður, móðir Björns, er á lífi, nú kom- in yfir áttrætt. Björn ólst upp í föðurgarði með fimm systkinum sínum, og þar hefir hann alltaf átt heima. Árið 1920 kvæntist hann Önnu Guðmundsdó(ttur frá Fossi, og hófu þau búskap á Fallanda- stöðum í sambýli við foreldra hans. En fyrir um það bil 10 árum eignuðust þau jörðina að hálfu, reistu þar nýbýli, er þau nefndu Brautarholt, og hafa búið þar síðan. Þeim hjónum, Birni og Önnu, hefir vel farnast. Þau eiga fjög- ur börn á lífi, þrjá syni og eina dóttur. Synir þeirra eru Pétur og Ottó, báðir upp komnir, og Sverrir, 15 ára, en dóttirin, Alda, er innan fermingaraldurs. Björn Guðmundsson er maður vel gefinn, og vel metinn af öll- um, sem þekkja hann. Góðar óskir vina og kunningja fylgja honum yfir á næsta áfangann í lífi hans. Sk. G. Innilega þökkum við sýnda hluttekningu við andlát og. jarðarför Ágústs Þórarlnssonar Stykkishólmi. Börn og tengdabörn. mmttn n Tilkynning frá Menntamálaráði íslands Umsóknir um styrk til náttúrufræðirannsókna á árinu 1947, sem Menntamálaráð íslands veitir, verða að vera komnar til skrifstofu ráðsins, að Hverfis- götu 21, fyrir 15. maí næstk. Jarðhakar með eskisköftum fyrirliggjandi. Ariiibjöm Jónsson Heildverzlun. Laugaveg 39. — Simi 6003. Bændur! !! Gangið frá pöntimum yðar til kanpfé- 11 laganna nú. <) Vorannir nálgast. O ii Samband ísl. samvinnufélaga ii ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Vinnsla garðlanda Þeir, sem óska eftir að bærinn láti plægja garða þeirra í vor, verða að panta vinnslu í skrifstofu vorri, Hafnarstræti 20 fyrir 30. þ. m. Skrifstofan er opin 9—3 alla virka daga nema laugar- daga. Ræktunarráðunautur 4 Reykjavíkurbæjar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.