Tíminn - 23.04.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.04.1947, Blaðsíða 4
FRAMSOKNARMENN! Munib að koma í flokksskrifstofuna 4 REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er Edduhúsinu við Lindargötu 23. APRÍL 194 4 í Sími 6066 76. Mað Esja komst ekki inn — Súðin ekki út Mikið norðaustanrok hefir verið hér í Reykjavík undan- farna daga, svo sem víða annars staðar, og hefir verið óvenjulegt brim við Reykjavíkurhöfn. í fyradag voru hafnargarðarnir oftast í kafi í hvítlöðrandi sæ- roki, og stundum hafnarvit- arnir ekki einu sinni upp úr. Gekk sjórinn langt upp á göt- ur, og meðfram sjónum, eftir Skúlagötunni, var ófært fyrir sjóroki. Esja kom til Reykjavíkur í rokinu í fyrradag, og reyndist ókleift að koma skipinu inn í höfnina í fyrradag óg fyrrinótt. Afréð skipstjórinn þá að varpa akkerum á ytri höfninni, og þar lá Esjan þar til í gærmorgun, að tiltök voru að komast inn. Súðin hafði átt að fara frá Reykjavík í fyríakvöld. En það var sama sagan með hana — hún komst ekki út fyrr en í gær- morgun, að veffrið og brimið tók að lægja. Ungur listamaður opn ar málverkasýningu ídag Ungur listmálari, Magnús Þórarinsson frá Hjaltabakka, opnar málverkasýningu í Lista- mannaskálanum klukkan þrjú í dag. Hann mun sýna um hálft annað hundrað mynda. Þar af eru um sextíu vatnslitamyndir, en hitt olíumálverk. Þetta er í fyrsta skipti, sem Magnús efnir til málverkasýn- ingar. En hann er hinn efnileg- asti listamaður, og ættu menn ekki að setja sig úr færi um að kynnast verkum hans. Erlent yfirllt (Framhald af 1. síðu) ræðinu. Aðalmálgagn katólska flokksins, L’Aube, hefir einnig tekið afstöðu gegn honum, en hingað til hefir verið náið sam- band milli de Gaulle og flokks- ins. Blaðið segir, að það sé vel gert af de Gaulle að tala um aukna þjóðareiningu* en hann ætti þá ekki sjálfur að verða til þess að auka óeininguna. Erlendir fréttaritarar í Frakk- landi telja enn of snemmt að spá um það, hvernig hreyfingu de Gaulle reiði af. Hann eigi enn.sterk ítök í þjóðinni vegna framkomu sinnar á stríðsárun- um og fjármálaöngþveitið, er sé mikið og vaxandi í Frakk- landi, kunni að auðvelda jarð- veginn fyrir kröfu hans um sterka stjórn. Árangurinn af störf um Ramadiers-stj órnar- innar muni sennilega ráða mestu um það, hvort hlutur de Gaulle kemur upp aftur eða ekki. Komi erfiðleikar við stjórnarmyndanir til viðbótar fjármálaöngþveitinu, muni veg- ur De Gaulle geta vaxið skyndi- lega. Annars telja margir fréttarit- aranna, að stjórnmálaástandið í Frakklandi sé mjög viðsjárvert. Því til sönnunar benda þeir á, að innanríkisráðherrann, sem er jafnaðarmaður, skýrði nýlega frá því í þinginu, að stöðugt væru að finnast ólöglegar vopna birgðir 0£ væri engu líkara en að menn væru að búa sig undir borgarastyrjöld. í enskum blöðum hefir mikið verið rætt um frönsk stjórnmál sðan de Gaulle flutti ræðu sína og kennir þar ólíkra dóma. Ann- að kunnasta blað íhaldsmanna, Daily Telegraph, lætur vel af, en Times gagnrýnir de Gaulle og telur ýmsa fylgismenn hans lík- lega til að grípa til óþingræð- islegra meðala. Það telur Frökk- um heppilegast, að samvinna vinstri flokkanna haldi áfram. Stjórnmálalíf Frakka er óheil- Ritstjórum slialilsir.sk- unnar svarað. (Frdmhald af 2. síðu) Magnúsar ritstjóra væri það af undirlægjuhætti Sjálfstæðis- flokksins við sósíalista, er þeir gengu til „nýsköpunarstjórnar"- samstarfsins. Á síðu Heimdellinga í Mbl. er allmiklu rúmi varið í að segja, að Sjálfstæðisflokkurinn sé hlynnt- ur samvinnufélögunum. Til að sanna þessa kenningu segir þessi kyndugi náungi, að flokkurinn hefi stofnað kaupfélög. Næsta setning hljóðar svo: „En hann er á móti því, að stjórnmála- flokkar geri samvinnufélögin að féþúfu sinni og hindri jafnrétti innan þeirra.“ Annars vegar á Sjálfstæðisflokkurinn að vera hlynntur samvinnufélögunum séu þau ópólitísk. Hins vegar er það rökstutt með því, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi stofnað flokkskaupfélög. Öllu skýrari mótsögn er vart hægt að fram- leiða. — Annars er raunin- sú, að Hellukaupfélag Ingólfs íhaldsþingmanns er klofnings- kaupfélag, sem kaupmanna- valdið hefir blásið að, að yrði stofnað til að veikja samvinnu- félögin. Enda sér hver, sem vill sjá, að það er ekki bæði hægt að vera hlynntur samvinnufé- lögunum og bera hagsmuni ein- stakra kaupmanna þó meir fyrir brjósti. Þeir menn, sem styðja Sjálfstæðisflokkinn, en eru samvinnumenn, gera sér það ef til vill ekki Ijóst, að með því að styðja Sjálfstæðisflokk- inn leggja þeir jafnframt drjúg- an skerf gegn hugsjón sinni, hygla með því að heildsölum, kaupmönnum og öðrum brösk- urum. Annars stendur grein sú, er valdið hefir óstyrk þeirra æsku- lýðsritstjóra íhaldsins óhögguð fyrir þessu fjarræna hjali þeiri\. Það hefir ekki verið hrakið, að heildsalar og kaupmenn hafi ætíð haft andúð á samvinnu- verzlun. Það hefir ekki verið hrakið, að þeir hafi jafnan haft djúptæk áhrif á stefnu Sjálf- stæðisflokksins, sem jafnvel hefir reynzt örlagaríkt sam- vinnufélögunum, þrátt fyrir öt- ulan stuðning Framsóknar- flokksins við hugsjónir þeirra. Það hefir ekki verið hrakið, að „nýsköpunarstjórnin" veitti kaupfélögunum svo takmörkuð innflutningsleyfi, að kaupfélög urðu að skipta við heildsala. Það hefir ekki verið hrakið, að Sjálfstæðisflokkurinn væri byggður upp af stórgróðamönn- um, sem hafa með auðnum náð forréttindaaðstöðu í þjóðfélag- inu og vilja nú vernda sérhags- muni sína. Það hefir ekki verið hrakið, að Sjálfstæðisflokkurinn heldur fram frjálsri samkeppni, sem er ósamrýmanleg hugsjón sam- vinnumanna. Æska landsins þarf að skipa sér gegn þessum flokki. Hún gerir það, ef hún gerir sér grein fyrir, hvert hann stefnir. J. Hj. Þrir ættliðir á skantnm Það þykir í frásögur færandi í norsk- um blöðum, að María nokkur Plom, sem er áttatíu ára, hefir stundum í vetur leikið sér á skautum með Tóm- ási syni sínum og drengnum hans. brigt um þessar mundir, segir Times, en heilsufari þess er þannig háttað, að það verður ekki læknað með skurðarhnífn- um, heldur með þrautgóðri og nærgætinni hjúkrun. „LUMA“ rafmagnsperur eru góðar og ótlýrar. Þær eru nú fyrirli^jandi hjá flestum kaupfélögum landsins Einkaumboð: Samband ísl. samvinnufélaga Vestm.eyingar . . . (Framhald af 1. síðu) — Jú, ég hygg að það sé ekki ofmælt að við höfum öllum öðr- um útvegsmönnum betur kunn- að að nota okkur úrræði sam- vinnunnar. Útgerð flestra báta hér í Eyjum er byggð á sam- vinnugrundvelli, samstarfi og sameign mismunandi margra manna. Auk þess eru svo hin stærri samvinnufélög útgerðar- manna í Eyjum, sem allir hafa heyrt nefnd,ft svo sem báta- ábyrgðarfélagið, lifrarsamlagið, fisksölusamlagið sem var stofn- að 1926, nærri því tíu árum áð- ur en slík samtök komust á nokkurs staðar annars staðar, og loks má nefna ísfisksamlag- ið og netagerðina. Netagerð Vestmannaeyja er stofnuð 1936 og hefir á síðari árum búið til öll þau þorskanet sem notuð hafa verið hérlendis, bæði í Eyjum og utan þeirra. Hefðu veiðar með þorskanetum lagzt niður á styrjaldarárunum, hefði starfrækslu þess fyrir- tækis ekki notið við. Auk þorskanetanna framleið- ir fyrirtækið öngultauma, drag- nótastykki og snurpunótastykki. Netagerðin á nú í smíðum nær fullgert stórhýsi og hyggst að færa út starfsemi sína til mik- illa muna. — Þið byrjuðu snemma að hagnýta fiskinn til hins ýtrasta hér í Eyjum og gera úr honum sem hæfasta vöru. — Jú, hér er meðal annars elzta véldrifna frystihús lands- ins, upphaflega byggt fyrir for- göngu Gísla Johnsen, og hefir það lengst af séð fyrir beituþörf útgerðarinnar í Eyjum, auk þess að reka kjötverzlun og fiskfrystingu nú síðari árin. Fyrirtæki þetta sem heitir ís- félag Vestmannaeyja hefir nú í byggingu stórfellda húsaaukn- ingu. Auk ísfélagsins, starfrækir Einar Sigurðsson Hraðfrystistöð Vestmannaeyja, líklega stærstu hraðfrystistöð landsins, og Magnús Guðbjartsson hefir sams konar rekstur undir nafn- inu Fiskur og ís. Loks á í. S. í. frystihús í Eyj- um ,sem notað er til kjöt- og matvælageymslu. Útgerðarmenn í Eyjum eiga ennfremur og starfrækja fisk- þurrkunarhús, sem hefir á und- anförnum árum harðþurrkað saltfisk fyrir ameríkumarkað. Hér er stærsta fiskimjöls- verksmiðja landsins, upphaflega byggð 1908 af Gísla J. Johnsen, en nú í eigu tengdasonar hans, Ástþórs Matthíassonar, sem hef- ir stækkað verksmiðjuna og gert á henni tæknilegar endur- bætur og mun þetta nú full- komnasta verksmiðjan í sinni grein. Eyjamenn hafa á undan- förnum árum notað .mikið af fiskimjöli bæði til fóðurbætis og áburðar og hvort tveggja með góðum árangri. — Það má segja að þið séuð sjálfum ykkur nógir Vestmann- eyingar. Þið smíðið ykkar eigin skip, hnýtið netin, gerið við vél- arnar o. s. frv. — í Vestmannaeyj um eru þrjár skipasmíðastöðvar, Drátt- arbraut Vestmannaeyja, byggð 1925, Skipásmíðastöð Vest- mannaeyja, eigandi Ársæll Sveinsson, og Skipasmíðastöð Helga Benediktssonar. Hér í Vestmannaeyjum eru tvær vélsmiðjur, Vélsmiðjan Magni og Vélsmiðja Þorsteins Steinssonar, sem fást við að- gerðir á mótorum. Er vinna þeirra lands þekkt, og er það eftirtektarvert, að tiltölulega mun minnst um vélbilanir í vél- skipaflota Vestmannaeyinga, sem er glæsilegur árangur vandaðra vélaviðgerða. Fjöldi iðnarmanna er hér, og mun hvergi, utan Reykjavíkur, annað eins úrval iðnaðarmanna á einum stað. Á hverju ári út- skrifast fjöldi iðnsveina i ýms- um iðngreinum, og eru iðnaðar- menn sem lært hafa iðn sína í Eyjum nú dreifðir víða um land og geta sér góðan orðstír. — Ég sé að það er mikið um nýbyggingar hér í Vestmanna- eyjum. Hvernig er það með byggingarkostnaðinn, er hann nokkru minni hér en t. d. í Reykjavík? * — Jú, það er mikið um húsa- smíðar í Vestmannaeyjum. Mest íbúðarhús einstaklinga. Þrátt fyrir það að vel er til húsanna vandað er byggingarkostnaður í Vestmannaeyjum lægri en víð- ast annars staðar. Þannig mun byggingarkostnaður íbúðarhúsa þar með öllum þægindum ekki vera nema ca. 250 krónur á kubikmetra, og er það fast að hálfu lægra en íbúðarhús ný eru seld í Reykjavík. Þessi lági byggingarkostnaður kemur af betri vinnuafköstum og vinnunýtingu. Steypuefni, sandur og möl, er nærtækt, og kostar ekkert á staðnum. Fag- lærðir iðnaðarmenn í Vest- mannaeyjum selja yfirleitt ekki aðra vinnu en þá, sem þeir inna af höndum, og teikningar og tæknileg aðstöð verður flestum léttbær vegna fordæmis Ólafs Kristjánssonar bæjarstjóra, sem nú er, um að láta mönnum í té húsateikningar fyrir sáralítið gjald. Þó má ekki ganga fram hjá því, að fjölda þeirra manna, sem . íbúðarhús byggja, verða þau mun ódýrari i framkvæmd, bæði vegna þeirrar lenzku sem er í Eyjum, um að vipna sjálfir mikið að byggingunum, og svo í skjóli þess félagslega þroska, að hver vinnur í félagi við ann- an í vinnuskiptum, og margt ungra manna gefur kunningj- um sínum vinnuhjálp í tóm- stundum. Niðurl. í næsta blaði. Enginn flytnr . . . (Framhald af 1. síðu) þeim, var fallið frá niðurskurði. Nú hefir verið talað um tvo staði til sumargöngu handa sauðfénaði Fljótshlíðinga — Þórsmörk og sandgræðsíflgirð- ingu fyrir sunnan Þverá. Á þess- um svæðum tveimur ættu að verða nægir sumarhagar handa öllu fé af öskufallssvæðinu í Fljótshlíðinni. En hér er einnig hængur á. Eyfellingar vilja mjög ógjarna, að fé Fljótshlíð- inga verði sleppt á Þórsmörk, því að þeir óttast, að garnaveik- in kynni þá að berast austur yf- (jattita Síc ÆVEVTÝRI Á FJÖELEM (Thrill of a Romance) BráSskemmtileg og hrlfandi fögur Metro Goldwyn Mayer söngvamynd í eðlilegum litum. Aðalhlutverkin leika: Sundmærin Esther Williams, Van Johnson og óperusöngvarinn frægl Lauritz Melchior. Sýnd kl. 5, 7 og 9. '< >- tbjja Síé (við Skúlafjötu) KATRÍN Hin mikið umtalaða sænska stórmynd. Sýnd kl. 7 og 9. HAPPAKVÖLDIÐ (Masqueradi in Mexiko) Pjörug gamanmynd með: Martha O’Driscoll Noah Beery jr. og Andrews systrum AUKAMYND: ÆVINTÝRI FLAKKARANS Tónmynd með CharUe Chaplin Sýnd kl. 5. < .e —<,»o — ° — ° — 0»0 — ».< I NÝIR DÝRHEIMAR hin heimsfrægu ævintýri Kipl- ings í afbragðsþýðingu Gísla Guðmundssonar fyrrverandi ritstjóra er tilvalin fermingargjöf Bókin er prýdd fjölda mynda og skrautteikninga og kostar þó aðeins kr. 30.00 í fallegu bandi. JjatHafliíc ÆVINTÝRI I MEXIKO (Masquerade in Mexiko) íburðarmikil og skrautleg söngvamynd. Dorothy Lamour Arturo de Cordova Patrick Knowles Ann Dvorak Sýning kl. 5, 7 og 9. Einar Kristjánsson ópernsöngvari Ljóöa- og aríukvöld í Gamla Ríó föstudag 25. aprU kl. 7,15. Við hljóðfærið: Dr. V. Urbantschitsch. Aðgöngumiðar í Ritfangaverzlun ísafoldar, Banka- stræti, sími 3048 og Bókaverzlun ísafoldar, Austurstræti, sími 4527. ir. En sandgræðslugirðing sunn- an Þverár er allt of lítil handa fénu öllu. Karlmannlega tekiff miklu áfalli. Ég hefi heyrt tekið til þess, sagði Sigurþór ennfremur, að Fljótshlíðingar hafi verið lostnir skelfingu eftir öskufallið. Ég held þó, að það hafi verið einstakt, hve allir voru rólegir. En hitt ættu allir að geta gert sér í hugarlund, að það er ekki sársaukalaust að sjá allt, sem menn hafa átt og fórnað ævi sinni og starfi fyrir, verða að engu á einni klukkustund. Þeir, sem fyrir brunum hafa orðið, geta að minnsta kosti sett sig í spor þeirra, og er þó þess að gæta, að þeir fá þó einhverja vátryggingu greidda. En fólk, sem missir eignir sínar að meira eða minna leyti vegna öskufalls, fær engar slíkar bætur. Enginn flytur brott óneyddur. Það er mikil hætta á, að þrír bæir i Fljótshlíðinni leggist í eyði í yor, en hitt þori ég að fullyrða, að allir, sem þaðan flytja, fara nauðugir. Og þeir hefðu orðið fleiri, sem hefðu séð sitt óvænna, ef ekki hefði verið lokið við að hlaða fyrir Þverá í sumar sem leið, og úgangur hennar þannig heftur. Ráffagerffir um jarffabætur. Ýmsar ráðagerðir eru uppi um það, hvernig bezt muni að bæta jarðirnar að nýju og gera þær búvænlegar. Klemens Kristjáns- son á Sámsstöðum telur, að ráð- legt muni að plægja túnin upp og sá í þau, og muni þannig mega fá þau jafn góð á skömm- um tíma. Eina hættan virðist vera sú, að sandbyl geri, þegar verst gegnir, svo að nýi gróður- inn spillist af þeim sökum. Afmælissöngvar Karlakórsins Fóstbræður Karlakórinn Fóstbræður hefir nú nýlega haldið samsöngva í tilefni af 30 ára afmæli sínu. Öll þessi 30 ár hefir Jón Halldórsson stjórnað honum með snilld og prýði, svo að lærð- ir og leikir dá hann og virða bæði hér á landi og þar sem hann hefir ferðast erlendis.. Samsöngurinn að þessu sinni var sérlega fallegur, þróttmik- ill og fágaður, öruggur og ljúfur. Söngskráin var vönduð, enda var hrifning hlustenda mikil. Það er dásamlegt að eiga fé- lagsskap eins og Fóstbræður. í þrjátíu ár hafa þeir sungið og æft sig. Ennþá syngja nokkrir af stofnendum kórsins. Þeir standa við hlið æskumanna og annarra á bezta aldri. Hvíthærð- ir og virðulegir öldungar. Þannig er lífið sjálft, æskan ellin og allt þar á milli. Er það ef til vill þess vegna, sem söngur Fóst- bræðra er svo sannur? Fóstbræður! Þökk fyrir allt og hpgheilar framtíðaróskir okkar allra, sem unnum fögr- um söng og kunnum að meta. félagslund. . Vinnið ötullega fgriv Timann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.