Tíminn - 30.04.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.04.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. ITTST JÓRASKRIFSTOFUR; EDDUHÚSI. Llndargðtu 9 A sítnar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A Síml 2323 31. árg. Steykjavík, miðvikudaginn 30. apríl 1947 iERLENT YFIRLIT: Ágreiningsefni Moskvufundarins; Stalin spáir Ih'íiii’ fyrir næsta ráðherra- fundinum j Fundi utanríkismálaráðherranna í Moskvu lauk á fimmtu- | daginn var, án þess að samkomulag næðist um neitt þeirra á- i greiningsefna, er voru á dagskrá. í dómum um fundinn hefir því kennt verulegra vonbrigða, en hins vegar telja þó flestir, að hann hafi orðið til nokkurs gagns, þar sem stórveldin hafi nú ! glögga vitneskju um sjónarmið hvers annars og viti, hve mikið þau muni þurfa að draga úr kröfum sínum til samkomulags. í viðtali, sem Stalin átti við Marshall rétt fyrir fundarlokin, lét : hann líka svo ummælt, að hann vænti betri árangurs af næsta ráðherrafundinum, sem haldinn verður í London í nóvember næstkomandi. Frá 75 ára afmæli Austur-Indía-félagsins danska Vonbrigðin yfir árangursleysi Moskvufundarins eru vafalaust mest í Þýzkalandi og Austurríki, þar sem hann átti að fjalla um friðarsamningana við þau. Þess- ar þjóðir lifa áfram í sömu ó- vissunni um framtíð sína og áð- ur og verður endurreisnarstarf þeirra miklum takmörkunum háð meðan þannig er ástatt. En þetta snertir þó enganveginn þessar þjóðir einar, heldur margar aðrar í álfunni, er eiga mikið undir því, hvernig þýzka iðnaðinum og kaupmætti Þjóð- verja er háttað. Ágreiningsefnin varðandi friðarsamníngana við Þjóðverja ’voru einkum fjögur á Moskvu- fundinum eða þessi: 1. Skaðabæturnar. Rússar kröfðust þess, að Þjóðverjar greiddu þeim 10.000 milj. dollara í skaðabætur, einkum með þýzk- um framleiðsluvörum. Bretar og Bandaríkjamenn töldu það full- komlega ofviða Þjóðverjum að rísa undir slíkum ógnarbyj-ðum. Það myndi ekki aðeins skapa 'Þjóðverjum óviðunandi hung- urkjör um langa framtíð, heldur jafnframt lama allt viðreisnar- starfið í Evrópu. Auk þess myndi það gera Þjóðverja óeðlilega háða Rússum. Z. StjÁrn Þýzkalands. Rússar vildu, að Þjóðverjar hefðu öfl- uga sambandsstjórn, líkt og var í tíð Weimarlýðveldisins. Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn \ vildu hins vegar skipta Þýzka- í l,a®ii' i sambandsríki með víð- ' rtækri sjálfstjórn og valdalítilli aaíöibandsstjórn. Þau töldu, að ^þáð myndi hamla viðgang,? lhernaðarstefnunnar í Þýzka- llandi, því að þá myndu mikil vöM siður len.da í höndum fárra manna. 3. Ruhrhéraðíð. Ruhr er mesta námu- og lðnaðarhérað Evrópu og mátti því búast við miklum átökum um framtíð þess, Frakk- ar vildu, að Ruhr yrði lagt undir alþjóðlega stjórn, en Rússar vildu, að það yrði lagt undir .- samstjórn fjórveldanna. Bretar og Bandaríkjamenn töldu IERLENDAR FRÉTTIR Aukaþing sameinuðu þjóð- vanna kom saman í New York á mánaudaginn. Asona, fulltrúi Braziliu, var kosinn forseti fundarins. Palestínumálið verð- ur. aðalmál fundarins og er búizt \Viðrmiklum deijum. Arabaríkin ^mwtiu krefjast, ,að Palestína verði þegar lýst sjálfstiætt ríki, en Gyðingar munu heimta að afnumdar verði allar takmark- anir á flutningi þeirra þangað. Christmas Möller hefir lagt niður formennsku í íhalds- flokknum danska og er talið lík- legt, að hann hætti afskiptum af stjórnmálum. I London og Glasgow hefir allstór hluti hafnarverkamanna hafið verkfall, þar sem ekki hefir vérið orðið við kauphækk- unarkröfum þeirra. óhyggílegt og óréttmætt, að Ruhr yrði skilið frá Þýzka- landi, þar sem það gæti ekki orðið sæmilega sjálfbjarga með því móti. 4. Öryggissamn. fjórveldanna. Bandarikin lögðu til, að fjór- veldin gerðu með sér samning til 40 ára um að halda Þýzka- landi afvopnuðu og mæta sam- eiginlega sérhverri árás af hendi þess. Rússar tóku þessari tillögu mjög fálega og náðist því eng- inn grundvöllur fyrir slíka samningsgerð. Við þau fjögur deiluatriði, sem nú eru talin, má vel bæta fimmta atriðinu, þótt það væri lítið rætt á Moskvufundinum. Það eru landamæri Þýzkalands. Bretar og Bandaríkjamenn létu þá skoðun i ljós á fundinum, að Þjóðverjar ættu að fá aftur nokkuð af því landi, er Pólverjar hafa slegið eign sinni á. Rússar töldu sig alveg fráhverfa þessu. Þá er vitanlega mikill fjöldi smærri deiluatriða, eins og t. d. framtíð Saarhéraðsins. Rússar lýstu sig mótfallna þeim óskum Tékka, að Saar yrði skilið frá Þýzkalandi, en Bretar og Banda- ríkjamenn virtust því heldur hlynntir. (Framhald á 4. síðu) Utför í dag fer fram útför Kristjáns konungs tíunda. Fer frarri kveðjuathöfn í Kaupmanna- höfn, frá sóknarkirkju konungs- ættarinnar. Er mikill viðbúnað- ur í borginni og búist við að um 100 þúsund manns verði viðstatt athöfnina. Að kveðjuathöfn lokinni verð- ur lík konungs flutt til Hróars- keldu og jarðsett í dómkirkjunni þar, en þar hvíla konungar Dan- merkur. Hákon Noregskonungur, norski krónprinsinn og sænski krón- prinsinn verða viðstaddir útför- ina. Forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, fór í fyrradag til Danmerkur til að vera viðstadd- ur útför Kristjáns konungs. Þeir Knútur ríkisarfi og Rasmussen utanríkisráðherra tóku á móti forsetanum á Kastrupflugvell- inum. í dag kl. 13,30 fer fram minn- ingarathöfn hér í dómkirkjunni. Biskupinn, herra Sigurgeir Sig- urðsson flytur minningarorð um konung. Viðstaddir athöfnina verða forsetafrú Georgía Björnsson, ríkisstjórn, alþingis- menn og margt annað stór menni. Öllum skrifstofum og verzlun um er lokað í dag kl. 12—16, að tilhlutan ríkisstjórnarinnar. Þá hefir menntamálaráðuneytið ákveðið að kennsla skuli falla niður í dag i öllum skólum landsins. Danska Austur-Indía-verzlunarfélagið átti fyrir nokkru sjötíu og fimm ára afmæli. Var þess minnzt með veg- legum hátíðahöldum, og eru myndirnar hér að ofan frá því tækifæri. Til hægri sjást danska drottningin, Axel prins og Ingiríður, þá krónprinsessa, nú drottning. Vinstra megin að ofan sjást Axel prins og C. C. Hansen for- stjóri og Schmiegelow, fyrrvcrandi forstjóri. Neðst til vinstri er ofurlítið sýnishorn af blómskrúði því, sem þakti hátíðasalinn. Tollahækkunin lendir ekki á tekjulágum launþegum Greinargerð hagstofustjóra um áhrif nýju tollauna HagstofustjórJ hefir nýlega skilað áliti, sem fjármálaráðherra fól honum að gera um áhrif nýju tollanna á lífskjör almennings. Niðurstaða hans er sú, að tollahækkanirnar hækki vísitöluna bráðlega um 7 stig, en það jafngildi 2% útgjaldaaukningu fyrir launþega, Þessi útgjaldaaukning mun þó-ekki bitna á launþegum, þar sem ríkisstjórnin hefir ákveðið að greiða niður verð annarra vara og koma þannig í veg fyrir hækkun vísjtölunnar. í ’áliti hagstofustjóra segir svo: „Það hefir verið áætlað að tollahækkunin muni mjög bráð- j lega hafa í för með sér um 7 ; stiga vísitöluhækkun. Þessi á- j ætlun mun vera mjög lausleg, j en ef hún reynist rétt, jafn- j gildir það rúmlega 2% útgjalda- aukningu fyrir launþega." Hagstofustjóri segir síðan um þá fyrirætlun ríkisstjórnarinnar að halda dýrtíðarvisitölunni niðri með fjárgreiðslum úr rík- issjóði: Launþegum er því tryggt, að bæði sú verðhækkun, sem verður strax á neyzluvörum þeirra íslenzku saraúðar- kveðjunum svarað Eins og áður hefir verið til- kynnt, sendi forseti íslands Friðriki Danakonungi og Alex- andrínu ekkjudrottningu sam- hryggðarskeyti út af fráfalli Kristjáns konungs tíunda. Hafa forseta borizt eftirfar- andi þakkarskeyti þeirra: „Innilegustu þakkir mínar fyrir hinar hlýju kveðjur frá íslandi. Alexandríne.“ „Ég leyfi mér að flytja yður, herra forseti, innilegustu þakkir mínar fyrir hina fögru kveðju yðar og hluttekningu í sorg minni út af fráfalli míns ást- kæra föður. Jafnframt þakka ég árnaðaróskir yðar. Frederik R.“ Stefáni Jóhanni Stefánssyni forsætisráðherra hefir borist eftirfarandi skeyti frá Knud Kristensen forsætisráðherra Dana: „Ríkisstjórn Danmerkur þakk- vegna tollahækkananna, og sú, sem verða kann síðar á þeim vegna tollahækkana á fram- leiðsluvörum, lcndir ekki á þeim, að svo miklu leyti, sem neyzla þeirra er í samræmi við út- gjaldareikning þann, sem vísi- talan byggist á. En þar fyrir utan verða þeir sjálfir að bera einhvern hluta af tollahækkun- inni, sem fyrir tekjulága fjöl- skyldumenn mun þó vera hverf- andi lítið, en yfirleitt því meira, sem menn eru minna bundnir við venjuleg útgjöld tekjulágra fjölskyldumanna og geta leyft sér meiri útgjöld, sem uppbót veitist ekki á samkvæmt vísi- tölu. En að ákveða hve miklu þetta mun nema fyrir launþega í heild sinni, tel ég ekki gerlegt. Ef gera ætti tilraun til þess að áætla það, mundi hver liður í þeirri áætlun byggjast á um- deilanlegum tilgátum, sem eng- in staðfesting fengist á. Það væri heldur ekki svo mikið unnið vað að fá slíka áætlun, þar sem útgjöld þessi skiptast svo mis- jafnlega á launþega eftir ástæð- um þeirra.“ Þessi vitnisburður hins hlut- lausa embættismanns sannar fullkomlega það, sem Tíminn hefir haldið fram, að nýju toll- arnir auka ekki þann fram- færslukostnað launþega, sem þeim er ætlaður samkvæmt vísi- tölunni. Þeir leggjast eingöngu á aðra eyðslu, sem hinir efna- meiri veita sér aðallega. Komm- únistar eru því síður en svo að gera það af umhyggju fyrir hin- um efnaminni launþegum, þegar þeir eru að reyna að blása til verkfalls út af nýju tollunum. Það eru önnur annarlegri sjón- armið, sem ráða þeim gerðum þeirra. 80. blafl Fljótshlíðingum rétt Um næstu helgi efnir Litla ferðafélagið til ferðar að Múla- koti í Fljótshlíð. Verður þar unnið að því í sjálfboðavinnu að hreinsa garðinn þar og tún eftir því sem tími vinnist til. En hvorttveggja varð fyrir miklum skemmdum af öskufallinu eins og kunnugt er. Layjt verður af stað frá bif- reiðastöðinni Bifröst kl. 2 og verða þeir, sem þá fara, að hafa með sér viðleguútbúnað. Á sunnudagsmorguninn er ráðgert að fara aðra ferð kl. 8, fyrir þá sem ekki hafa aðstöðu til að komast með laugardagsferðinni, en langar þó til að leggja sitt af mörkum til þessarar hjálpar- starfsemi. ísl. íþróttaraenn á Norðurlandamót Fyrir nokkru síðan barst íþróttasambandi íslands boð frá sænska íþróttasambandinu um að taka þátt í norrænu frjáls- íþróttamóti, sem haldið verður I Stokkhólmi dagana 6.—8, sept, í haust. Þar keppir landslið Svía með þremur mönnum i hverri grein við landslið hinna Norð- urlandanna sameinuð. Sérstök nefnd, sem kemur saman 1 Stokkhólmi í ágústmánuði, velur liðið. Verða þátttakendur valdir eftir þeim árangri, sem þeim tekst að ná í sumar. ar innilega hina fögru kveðju yðar og hluttekningu íslenzku ríkisstjórnarinnar og íslenzku þjóðarinnar í sorg dönsku þjóð- arinnar út af andláti Kristjáns konungs tíunda. Knud Kristensen forsætisráðherra." Nýju síldarverksmiðjurnar vitna um stjórn Ólafs og Áka Þær er« fimm sinmim dýrari en sam- bærile^ar nýbyggingar i IVoregi Fyrir Alþingi liggur nú frv. um lántöku vegna nýju síldar- verksmiðjanna, sem gefur glögga hugmynd um afleiðing arnar af stjórnarstefnu síðustu ára. Sumarið 1942 voru samþykkt lög á Alþingi um byggingu sex síldarverksmiðja (á Siglufirði, Sauðárkróki, Raufar- höfn, Húsavík, Skagaströnd, Hólmavík) og var áætlað að ríkisstjórnin þyrfti 10 milj. kr. lánsheimild til að koma þeim upp. Þetta var áður en verulegar afleiðingar voru komnar í ljós af fyrri dýrtíðarstjórn Ólafs Thors. í febrúar 1945 voru þessar afleiðingar hins vegar komnar fram og Ólafur var búinn að mynda nýja dýrtíðarstjórn. Eitt fyrsta verk þeirrar stjórnar var að láta setja lög um 20 milj. kr. lántökuheimild til að koma upp aðeins tveimur af þessum verksmiðjum, þ. e. á Skagaströnd og á Siglufirði. Vorið 1946 var orðið ljóst, að verksmiðjurnar myndu kosta mikið meira og fékk Áki Jakobsson því sett lög um 27 milj. kr. lántökuheimild. Við umræðurnar á Alþingi sagði Áki, að verkinu væri svo langt komið, að Ijóst væri, að kostn- aðurinn myndi ekki verða meiri. Eftir kosningarnar kom hins vegar í ljós, að Áki hafði meira en lítið hallað réttu máli, því að eitt fyrsta verk hans á þingi í haust var að flytja frv. um að hækka lán- tökuheimildina upp í 38 milj. kr. Síðan þetta gerðist, hefir byggingarnefndin, sem Áki fól þessi verk, verið sett af og stjórn síldaryerksmiðja rík- isins falið að sjá um lokaframkvæmdirnar. Athugun hennar hefir leitt í ljós, að verksmiðjurnar munu alltaf kosta 43 milj. kr. og hefir því verið lagt til á Alþingi að hækka Iántökuheimildina upp í 43 milj. kr. Til samanburðar má geta þess, að Norðmenn hafa nýlega byggt tvær síldarverksmiðjur, er afkasta 20 þús. málum á sólarhring eða um 2000 málum meira en nýju verksmiðj- urnar hér. Stofnkostnaður norsku verksmiðjanna er 10 milj. ísl. kr. og má því segja, að stofnkostnaður verksmiðj- anna hér sé fimm sinnum meiri. Þetta sýnir betur en flest annað þann grundvöll, sem dýrtíð Ólafs og óstjórn Áka hafa skapað íslenzku útgerð- inni til að keppa við erlenda keppinauta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.