Tíminn - 30.04.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.04.1947, Blaðsíða 2
2 TlMINiy miðvikndaginn 30. apríl 1947 80. blað Miðv.dagur 30. apríl Fjandskapur Brynjólf s •við samvinnufélögin Brynjólfur Bjarnason hefði gott af því að líta í ársskýrslu Kron, ef hann skyldi hafa nokk- urn hæfileika til að taka til- lit til íslenzkra málefna. Þá gæti hann séð, að í Reykjavík starf- ar nú kaupfélag, sem seldi vör- ur síðastliðið ár fyrir 14,3 milj. kr. Þetta félag er nú orðið svo sterkt, að það notar eigið fé að hálfu í reksturinn. Þarna gæti Brynjólfur séð, að þetta fyrirtæki almennings í Reykjavík hefir haft rösklega hálfa miljón í tekjuafgang síð- astliðið ár. Hann gæti líka feng- ið fræðslu um það, hvernig þess- um afgangi er varið til að treysta framtíð verzlunarinnar og bæta viðskipti félagsmanna. Þá væri líka hægt að upplýsa Brynjólf um töluverðan mismun ' á verði í búðum Kron, og kaup- manna. Nýlega kostuðu sams- konar kvenskór 55 krónur í Kron, en fullar 90 krónur í búð- um kaupmanna. Slik.dæmi má finna fleiri. Brynjólfur Bjarnason getur sennilega ekkert af þessu lært. íslenzku taugarnar í honum eru löngu orðnar daufar, steindauð- ar og stirðnaðar. En margir flokksmenn hans skilja þetta. Brynjólfur undi sér vel í ráð- herrastól, þó að kaupfélögunum væri meinað að vaxa. Honum var sama um verzlunarhætti heima fyrir, aðeins ef viðskiptin beindust í austurveg. Hann ætti þó að geta reiknað dæmið með skóna, að það er nálega 40% launalækkun, þegar fólk er þvingað til að kaupa á 90 krónur hlut, sem hægt er að fá á 55 kr. Þetta gerði stjórn Brynjólfs Bjarnasonar. Hún neyddi merin til að skipta við kaupmenn og viðhalda því verzlunarformi, sem þeim var óljúft. Fólkið mátti ekki skipta við kaupfé- lögin eins og það vildi. Bryn- jólfur og félagar hans sáu um það. Það verður aldrei reiknað út nákvæmlega hvað mikil launa- lækkun það er, sem Brynjólfur og félagar hans bera þannig á- byrgð á, en hitt er víst, að hún er mikil. Viðnám þeirra gegn verzlun- armenningu og vaxandi sam- vinnu ódrýgir tekjur margra manna. Slík óstjórn verður eld- ur i búi alþýðunnar. Brynjólfur Bjarnason þarf annars ekki að halda, að kaup- félagsskapurinn sé eitthvað sér- staklega reykvískt fyrirbæri. Al- þýða íslands veit hvað sú hreyf- ing hefir gert. Svo að segja í hverri sveit og hverju þorpi veit alþýðan, að kaupfélags- skapurinn er henni og hefir verið brjóst og skjöldur, svo sem hann nær til. En það eru ekki batamerki á Brynjólfi. Ennþá hamast hann gegn samvinnuhreyfingunni. Hann kallar olíufélag sam- vinnumannanna landráðaklíku og velur því hin verstu nöfn. Sem betur fer hefir íslenzk þjóð enn þá dómgreind, að hægt er að tala sér til óhelgi. Þeir, sem svívirða alþýðu landsins fyrir þau samtök, sem henni eru helzt til bjargar, tala sér til ó- helgi. Brynjólfur Bjarnason hefir setið i ríkisstjórn, sem meinaði kaupfélögunum að vaxa og efl- ast, svo sem alþýðan vildi. Nú Kommúnistar vilja efna til pólitískra verkfalla til að auka verðbólguna Ræða Eysteins Jónssonar menntamálaráðherra í eldhúsumræðunum 28. þ. m. Niðurlag. Fjárlagaafgreiðslan og tekjuöflunar- lciðirnar. í stjórnarsamningnum er á- kveðið, að afgreiða að minnsta kosti rekstrarhallalaus fjárlög. Um tvær leiðir var að velja: Gerbreyta löggjöf síðustu þinga, skera niður verklegar fram- kvæmdir og leggja þó á ein- hverja nýja skatta, eða þá að afla nýrra tekna, til þess að kosta löggjöfina, halda uppi eðlilegum verklegum fram- fevæmdum og gera bráðabirgða- ráðstafanir gegn vexti dýrtið- arinnar. Síðari leiðin var valin og verð- ur því gerð tilraun til þess að halda áfram þetta ár án stór- felldra breytinga á útgjaldalög- gjöf landsins. En þetta kostar mikið fé, 40—50 miljónir um- fram þær tekjuvonir, sem fyrir voru. Það var ekki auðvelt verk að finna fjáröflunarleiðir. Tekju- skatturinn er svo hár, að ekki kom til mála að hækka skatt- stigann, a. m. k. ekki svo neinu verulegu næmi. Aðalatriðið um beinu skattana er að tryggja og skerpa framkvæmd laganna. Eignakönnunarféð getur ekki orðið notað til almennra fjár- lagaútgjalda, jafnvel helzt ekki til venjulegra verklegra fram- Jívæmda ríkissjóðs. Eignakönnunarféð þyrfti fyrst og fremst að nota til þess að leysa eitthvað af hinni gífurlegu þörf fyrir lánsfé til fram- kvæmda með hagstæðum kjör- um. Það var því ekki hægt að byggja á því við afgreiðslu fjár- laganna. Leita varð samkomu- lags um aðrar tekjuöflunar- leiðir í því sambandi, og komu tillögur fram, sem ekki náðu samþykki, en að endingu var samið um þær leiðir sem farnar voru. Áfengi og tóbak var hækkað stórlega í verði, skattur á bílum og benzíni var hækkaður, skatt- ur á sælgætisvörum hækkaður og loks voru hækkuð almenn aðflutningsgjöld, en undan- skildar þessum hækkunum eru ýmsar helztu neyzluvöruteg- undir og vörur til framleiðslu bæði til lands og sjávar. Þessum ráðstöfunum fylgdi sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að greiða niður þær hækkanir, sem verða kynnu á vísitölunni vegna þessara ráðstafana og er með því fyrir það girt, að þær verði til þess að skapa nýj a verðbólgu- öldu og þá um leið loku fyrir það skotið, að þær verði til þess að rýra afkomu þeirra, sem taka laun eftir vísitölu og miða neyzlu sína við grundvöll henn- ar. — Árásir kommúnista og’ blekkingar. Kommúnistar æptu þegar fylgir hann því eftir með ó- þverrabrigzlum og fullum fjand- skap, er hreyfingin færir út kvíarnar. Þetta ^mun þjóðin dæma. Undir þeim dómi verður erfitt að standa, þeim, sem hafa fjötr- að og svívirt réttláta sjálfs- vörn alþýðunnar. mjög í móti þessari ríkisstjórn og er það óp nú orðið að öskri. Ha-fa þeir sérstaklega hrópað um skattahækkunartillögur stjórnarinnar og talið þær árás á launastéttirnar. Hefir mörgu furðulegu verið haldið fram í því sambandi, svo sem því, að þessar ráðstafanir þýddu 8— 10% almenna launalækkun. Þessum stórlygum er haldið á loft og þær endurteknar blákalt, þótt sú staðreynd liggi fyrir, að vísitölufyrirkomulagið helzt ó- breytt eiris og verið hefir, að verðhækkanir, sem skattarnir kunna að valda, koma annað- hvort fram í hækkaðri vísitölu og þar með hækkuðu kaupi eða þá að gera verður ráðstafanir á móti til verðlækkunar, svo að framfærslukostnaður hækki ekki og vísitalan standi í stað. Hvort sem ofan á yrði, þá er engra sérfórna krafizt af launa- fólki í þessu sambandi. Auðvitað koma hinir nýju skattar víða við þótt þeir komi ekki niður á launamönnum sér- staklega. En þegar menn meta réttmæti þess, sem gert er, þá verða menn að leggja fyrir sig þessar spurningar: Átti heldur að gefa dýrtíðinni lausan taum- inn eða átti að skera niður eða jafnvel fella niður verklegar framkvæmdir. Jafnframt verða menn að gera sér grein fyrir því, hve tekjuskatturinn er hér orð- inn og útsvörin og að eigna- könnunarfé gat ekki orðið notað til almennra útgjalda, og loks, að ríkisstjórnin er studd af þremur flokkum og ekki var hægt að fara aðrar leiðir en þær, sem allir vildu samþykkja. Ennfremur er áríðandi, að menn loki ekki augunum fyrir því, að 40—50 milj. króna nýjar álögur til ríkissjóðs nú, sérstak- lega vegna löggjafar síðustu ára og verðbólgunnar, sýna það glöggt með öðru, að svo búið getur ekki staðið til frambúðar. Annað verk iiauðsyn- legra en að rífast uni ímyndaðar árásir. Tilraunir Kommúnista til þess að koma af stað æsingum og illindum meðal launastéttanna sérstaklega út af tekjuöflun- arlögum stjórnarinnar, enda þótt vísitölufyrirkomulaginu sé haldið og teknanna aflað. til þess að halda uppi verklegum framkvæmdum og fullri at- vinnu, og til þess að koma í veg fyrir vöxt verðbólgunnar og stöðvun framleiðslunnar, — þessar æsingatilraunir minna á áflog út af smámunum um borð í sökkvandi skipi. Eða hver er svo sljór, ef hann skoðar gjaldeyrisskortinn, sölu- horfurnar, dýrtíðina, fram- leiðslukostnaðinn, fjárlögin og skattana, að hann ekki sjái og viðurkenni, að við munum hafa annað þarfara að gera íslend- ingar á næstu mánuðum, en að rífa okkur hása hver upp í annan út -af bráðabirgðaráð- stöfunum eins og þessum tolla- ráðstöfunum, sem að hagfróðra manna athugun gætu hækkað vísitöluna um 6—7 stig, ef toll- arnir fengju að koma fram í vöruverðinu að fullu. En 6—7 vlsitölustig eru rúmlega 2% hækkun á framfærsluvísitölunni — en ekki einu sinni þessi 2% er þeim ætlað að bera, sem laun sín fá mæld eftir vísitölunni. Það er óhætt að segja það með fullkominni vissu, að ríki sá hugsunarháttur í landinu, að kommúnistar geti nú notað samtök manna til þess að knýja af stað nýja verðbólguöldu, þá er vonlaust að náð verði þeim tökum á atvinnu- og fjármálum þjóðarinnar, sem verið er að reyna að mynda samtök um. Þá fellur skriðan, án þess að nokk- uð verði við ráðið hvar hún fell- ur eða hvar hún nemur staðar. Sag’a komniúnista. Hávaði kommúnista um þess- ar mundir sætir engri furðu. M. a. eru þeir að draga athygli frá því, hversu komið er fyrir þeim. Þeir áttu sæti í ríkisstjórninni meðan verið var að eyða stríðs- gróðanum, — þeir lofuðu því að fara skyldi inn í rottuholurnar til fjáröflunar og taka peninga hjá þeim ríku. Þeir sviku þetta og áttu þátt í að koma á veltu- skattinum, sem lagður var á allar nauðsynjar manna, jafnvel þær allra brýnustu. Þeir töluðu digurt um að þeir skyldu gera ráðstafanir til umbóta í verzl- unarmálúnum, og heildsalar skyldu lagðir niður við trog, en aldrei hefir átt sér stað í þessu landi annar eins óhemju stór- gróði á verzlun og meðan þeir sátu í ríkisstjórn. Þeir áttu manna mestan þátt í að skapa verðbólguna, og þegar hv. þingm. Siglfirðinga, Áki Jat- obsson, skilaði af sér stjórn sjáv- arútvegsmálanna, þá var svo komið, að 30% verðh^ekkun þurfti á sjávarafurðir til þess að koma í veg fyrir stöðvun vél- bátaflotans. Þeir áttu þátt í því, að samþykktir voru á Alþingi nýir lagabálkar, sem höfðu í för með sér miljónatuga útgjöld úr ríkissjóði, en svikust um að standa að því að afla fjár til þess að standa undir þessjjm lagabálkum. Þegar að skulda- dögum kom og þeir sáu fram á erfiðleikana, sá í iljar þeim út úr ríkisstjórn, í stað þess að með réttu var hægt að krefjast þess, að þeir stæðu eins og menn að því að mæta afleiðingum sinna eigin verka. Síðan standa þeir álengdar og hrópa að þeim, sem hafa tekið að sér að leysa vandann og reyna að koma í veg fyrir algert hrun og at- vinnuleysi, en tryggja fram- farir. Það helzta, sem kommúnistar hafa til málanna að leggja nú, eru tillögur um miljónatuga aukin utgjöld ríkissjóðs ofan á það, sem fyrir er, og upphróp- anir og gaspur um, að allt sé hægt að leysa með því að taka verzlunargróðann, — allar skatta- og tollaálögur séu ó- þarfar og árás á alþýðuna, — það þurfi ekkert annað en að þjóðnýta verzlunina, þá sé hægt að greiða 220 milj. kr. ríkisút- gjöld, nokkra miljónatugi í við- bót samkvæmt yfirboðstillögu þeirra við fjárlögin, lækka dýr- tíðina og verðbólguna, borga 0.65 aura verð -fyrir fiskinn, hvað sem söluverði hans er- lendis líður, o. s. frv. Auðvitað á að taka verzlunar- gróðann. Fyrst og fremst með því að almenningur taki verzl- unina í sínar hendur með fé- lagssamtökum sínum, ráði þannig verði og njóti sannvirð- is. Sé gróðinn tekinn þannig, og það þarf að gera, þá getur hann ekki líka runnið í ríkissjóðinn. „Spai*itillagan(< um lijóðnýtingu verzlun- arinnar. Skraf kommúnista um verzl- unargróða og dýrtíð, er verst fyrir þá sjálfa. Það liggur fyrir margyfirlýst hér á Alþingi af þeim sem til þekkja samninga þeirra um stjórnarmyndun á nýjan leik, undir forystu Sjálf- stæðisflokksins, sem fram fóru í vetur, að þeir samningar strönduðu alls ekki af hendi kommúnista á neinum skilyrð- um af þeirra hálfu um að þjóð- nýta verzlunina, heldur á allt öðrum atriðum, — enda er það vitanlegt öllum þingheimi, að aldrei hefir staðið til að kom- múnistar settu slík skilyrði fyr- ir stjórnarsamstarfi í alvöru. Það vissu allir hvað til stóð, ef kommúnistar hefðu einhverju ráðið um tekjuöflunarleiðir, — þá var álagning veltuskattsins sjálfsögð á nýjan leik, og hv. þm. Siglf., Áki Jakobsson, hefir hvað eftir annað vikið að því, að ekki væri vandfarið í tekju- öflunarmálum meðan veltu- skatturinn væri ekki á lagður á ný. Kommúnistar ættu að gera sér það ljóst.að þeir eru orðnir að athlægi um gjörvallt landið fyrir afstöðu sína og enginn treystir þeim. Menn brosa að fullyrð- •ingum þeirra og orðaskaki gegn heildsölum og verzlunargróða og segja .hver við annan í gamni, að það hafi verið leiðinlegt, að kommúnistar skyldu endilega þurfa að fara úr ríkisstjórninni þegar þeir ætluðu að fara að verða svo „voða“ duglegir að vinna fyrir alþýðuna gegn heild- sölunum. Hvalf j arðar f 1 nga koiiiimiiiista. Á meðan kommúnistar áttu sæti í ríkisstjórninni, áttu þeir fullan þátt í því að þjarma að verzlunarsamtökum almennings í landinu og unnu þeim ekki réttmæts hlutar. Þar sýndi sig áhugi þeirra fyr- ir því að bæta verzlunina. Það sést nú enn þessa dagana, hvernig kommúnistum ferst að- búðin að verzlunarsamtökum al- mennings. Hafa þeir nú byrjað árásir á ríkisstjórnina fyrir að selja olíufélagi kaupfélaganna og útvegsmanna olíu- og benzín- geyma í Hvalfirði, til þess að þetta félag geti hafið olíuvið- skipti og keppt við hringana, sem hér eru fyrir. Slíkur er ofsi kommúnista, að þeir hika ekki við að halda því fram, að samvinnumenn og út- vegsmenn hafi gert sig að lepp- um. fyrir herveldi, og tekið að sér að draga lokur frá hurðum íslendinga. Allir þeir, sem stjórna mega sjálfum sér, munu meta ríkis- stjórninni það til inntekta, að hún ráðstafaði olíustöðinni I Hvalfirði til olíusamtakanna og hafði að engu hróp kommúnista. Málsástæður hafa verið svo rækilega raktar af hæstv. utan- ríkisráðherra, að þar þarf ekki við að bæta. Þetta atvik gefur hins vegar tilefni til þess, að menn rifji upp framkomu kommúnista við nokkur tækifæri, og þegar það hefir verið stuttlega gert, ætlast ég til, að kommúnistar játi það sjálfir, að það er ekki hægt að taka þá alvarlega um þessi mál. Um það hefir þjóðin hlotið reynslu, sem hefði getað orðið henni dýrkeypt, ef-þeir hefðu þá verið látnir nokkru ráða. Voru það ekki kommúnistar, sem kröfðust þess, að íslendingar hættu að færa Bretum fisk, þegar Bretar stóðu einir á móti Nazistunum á stríðsárunum og ætlun Nazistanna var að svelta þá til undirgefni og þar með okkur og fjölda annarra þjóða? Voru það ekki kommúnistar, sem heimtuðu, að íslendingar gerðu viðskiptasamninga við Þjóðverja árið 1940 en vildu svo segja þeim stríð á hendur árið 1945? Voru það ekki kommún- istar, sem voru á móti her- verndarsamningnum og töldu hann til landráða, en áttu ekki nægilega sterk orð til þess að lýsa ágæti hans um þær mundir, sem Bandamenn unnu styrjöld- ina? Voru það ekki kommún- istar, sem sneru við biaðinu nóttina sem ráðizt var á Rúss- land og sporðrenndu- öllu, sem þeir höfðu áður sagt um styrj- öldina, tilgang hennar og hver afstaða íslendinga ætti að vera? Nú vilja þeir láta rífa olíu- stöðina í Hvalfirði og láta menn trúa því, að standi olíutank- arnir þar, þá sé hægt að geyma í þeim hernaðarolíu, en ef þeir standi annars staðar, þá sé þetta ekki hægt. Ég held, að menn hljóti nú að skilja, að kommúnistum getur ekki verið sjálfrátt í þessum efnum og það er ekki fremur hægt að taka alvarlega nú, kröf- ur þeirra um að ráðast á olíu- tankana og jafna þá við jörðu og landráðabrigzl þeirra í því sambandi, en unnt var t. d. eða nokkurt vit í að taka til greina kröfur þeirra um að leggja við- skiptabann á Breta þegar þeir vörðust Nazistunum einir. Ég og margir fleiri vorum þá kallaðir landráðamenn fyrir að fylgja þeirri viðskiptastefnu og þeirri stefnu í sambúðinni við lýðræðisþjóðirnar, sem færði ís- lendingum ekki aðeins fjármagn það, sem þjóðin eignaðist á stríðsárunum, heldur einnig fulla viðurkenningu lýðræðis- þjóðanna á stofnun lýðveldisins. Hvernig halda menn að þjóðin væri nú á vegi stödd, ef land- ráðahrópum kommúnista þá, hefði verið gaumur gefinn og þeir einhverju látnir ráða um þessi vandasömu málefni? Kommúnistar ættu aldrei að minnast á neitt, sem minnti þjóðina á framkomu þeirra und- anfarin ár, og ekki ætti að vera vandasamt fyrir kjósendur larídsins að sjá í gegnum vefn- að þeirra. Aðstaða þeirra í utan- ríkismálum er fræg að endem- um, jafnvel meðal manna, sem hafa álitið að þeir mundu kannske reynast til einhvers nýtir í innanlandsmálum. En nú hafa þeir einnig sýnt sig í innanlandsmálum þannig, að skynibornir menn hafa enga af- sökun lengur fyrir því að efla slíkan flokk. Krafa komiiiiinlsta um pólitískt verkfall. * Nú eggja kommúnistar lög- eggjan til þess, sem þeir kalla gagnráðstafanir verkalýðsins, gegn ráðstöfunum rlkisstjórnar- innar. Ég minntist áðan á það, hver afleiðing þess hlyti að verða, ef kommúnistum tækist að fá menn til að hrinda nú af

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.