Tíminn - 30.04.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.04.1947, Blaðsíða 3
80. blað TfMINN, mlgvikudagiim 30. apríl 1947 3 stað nýrri verðbólguöldu út af bráðabirgðaráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar. Kommúnistum er það vel ljóst, að sú barátta, sem þeir eggja nú til, yrði ekki háð vegna hagsmuna verkalýðsins. Það er ekki verkalýðsins hagur að loka nú öllum leiðum, til þess að koma í veg fyrir stórfellda atvinnukreppu og fullkomið öngþveiti. Kommúnistar ætla sér hins vegar að beita samtökum verkalýðsins fyrir flokksvagn sinn og vilja fá pólitísk verkföll. Engum dettur í hug að halda því fram í alvöru, að rétti tím- inn til þess að knýja fram nýja verðbólguöldu, sé nú, þegar hvert mannsbarn veit að fram- leiðsluvörur landsmanna seljast hvergi nándar nærri fyrir það verð, sem þarf að fást með nú- verandi framleiðslukostnaði, og hrein atvinnukreppa er á næsta leiti, ef ekki eru gerðar gagn- ráðstafanir til þess að mæta því ástandi. í augum kommúnista mælir þetta ástand víst hins vegar með þv> að nú sé hertur róður- inn. Hrunið skal koma hvað sem það kostar. Það er og hefir ver- ið ætlun kommúnista. Það sést bezt nú. Með nýsköpun á vörum hafa þeir undirbúið atvinnu- og fjárhagskreppu og komið mál- um þannig, að við erum komn- ir í sjálfheldu atvinnulega og fjárhagslega á sama tíma sem aðrar þjóðir, sem svipaða at- vinnu stunda og við, búa við glæsilega uppgangstíma og batnandi fjárhag. Nú liggur allt annað fyrir mönnum en að deila um það, hvort auka megi verðbólguna. Nú liggur fyrir að gera sér grein fyrir því, að þjóðin hefir um tvennt að velja: að taka á sig verulegar fórnir til þess að koma jafnvægi á í atvinnu- og fjár- málalífi landsins og koma í veg fyrir það, að þjóðin glati fjár- hagslegu sjálfstæði sínu, eða þá að fylgja nú forystu kom- múnista í nýrri baráttu fyrir aukningu verðbólgu og öng- þveitis. Spurningin er nú þessi: Ætla allir þeir, sem sjá hvert stefnir nú, að koma í veg fyrir að kom- ' múnistar noti samtök þeirra gegn hagsmunum þeirra sjálfra, eða ætla þeir að láta kommún- istum haldast uppi að gera það. Þeir geta komið í veg fyrir þetta ef þeir vilja. Nú er síðasta tæki- færi til þess að grípa í taum- ana, nú eða aldrei. Tvaer leiðir. Auðvitað hlýtur það nú að vera öllum ljóst, að það ástand, sem nú er í atvinnu- og fjár- hagsmálum, getur ekki staðið svo lengi. Þjóðin hlýtur að færa lifnaðarhætti sína og fjárhags- kerfi til samræmis við þjóðar- tekjurnar, en þær ákveðast ekki hvað sízt af útflutningnum. Þótt menn vilji loka augunum fyrir þessu, þá neyðast menn þó að lokum til að láta í minni pok- ann fyrir staðreyndunum. Mun- urinn er hins vegar sá, að vilji menn halda svo fram sem horf- ir. og ég tala nú ekki um ef menn fylgja kommúnistum í því að auka öngþveitið, þá gerast hér margvísleg ný tíðindi áður en jafnvægið myndast að lok- um. Þar á meðal þetta: Ríkis- sjóður kemst í þrot vegna halla á ábyrgðum. Ríkisábyrgð á fiski verður markleysa ein. Ríkissjóð- ur gefst upp við að borga niður dýrtíð. Vísitalan þýtur upp. Bát- ar og skip hreyfa sig ekki til veiða, þar sem stórkostlegt tjón verður fyrirsjáanlegt í hverri veiðiför. Framkvæmdir stöðvast. Útflutningur dregst gífurlega saman. Þjóðin verður hlaðin vanskilaskuldum við útlönd á fáum mánuðum, svo gífurleg- um, að engar líkur eru til, að hún fái haldið fjárhagslegu sjálfstæði sínu. í stuttu máli, fátækt og örbyrgð heldur inn- reið sína. Þetta er hrunstefnu- leiðin, og fyrir henni beita kommúnistar sér með kjara- bætur á vörum. Þegar þetta ástand hefir stað- ið um skeið, þvingast jafnvægið á, en þá ætlast líka kommún- istar til, að þeir hafi náð völd- unum á tímabili niðurlæging- arinnar. Hin leiðin er sú, að menn myndi samtök um að koma nauðsynlegu jafnvægi á með því að taka á sig fórnir áður en öllu er tapað og tryggja með því velmegun og framfarir, þótt erf- iðlega horfi sem stendur. Þessi leið krefst meiri þroska, meiri skilnings, meiri víðsýni en hin stefnan, en hvar er þá menntun íslendinga, ef enginn sér nema niður fyrir tær sér, er til á að taka og mest reynir á, og svo reynist, að menn liggi flatir fyrir lýðæsingum á ör- lagastundum. Þessi leið krefst þess, að menn séu ekki bara fullir sjálfselsku og eigingirni og um fram allt ekki haldnir skammsýni. Menn verða að rífa sig upp úr daglega mókjnu og ganga með áhuga að starfinu, sem framundan bíður, og það er sérstök skylda þeirra, sem hafa hagnazt undanfarið, að ganga á undan og taka á sig mestu byrðarnar. Fyrsta sporið í þessum málum hefir ríkisstjórnin stigið með ráðstöfunum til stöðvunar dýr- tíðarinnar um stundarsakir. En sú ráðstöfun er fyrst og fremst grundvöllur að öðrum víðtæk ari. Næsta sporið er, að nægilega margir sameinist gegn tilraun- um kommúnista til þess að reisa nýja verðbólguöldu. Þá kemur að því, sem mikilvægast erv og það er að sameina nógu marga um leiðir út úr vandanum, sem til frambúðar séu, og það þolir ekki langa bið. Þjóðin á mikið undir því, hvernig það tekst. SEXTIJGUR Hannes bóndl, Víðigerði, Eyjjafirði. Hann varð sextugur í fyrradag. Fæddur í Víðigerði í Hrafnagils- föður síns árið 1912. Árið 1917 kvæntist hann eyfirzkri konu hreppi 28. apríl 1887. Foreldrar Laufeyju Jóhannesdóttur, og hans voru Kristján Hannesson bóndi í Víðigerði af húnvetnzk- um og þingeyskum ættum, ■ og kona hans Hólmfríður Krist- jánsdóttir, Ásmundssonar frá Mána á Tjörnesi. Meðal barna þeirra er einnig Jónas, mjólkur- bússtjóri á Akureyri. Hannes ólst upp við algeng sveitastörf og dvaldi í Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar veturna 1905—1907. Búskap hóf hann svo á jörð hafa þau eignast fjögur börn, tvo syni og tvær dætur. Búskapur Hannesar hefir ver- ið með mesta myndarbrag. Hann hefir byggt vandað steinsteypu- hús á jörð sinni, ræktað að nýju og sléttað í gamla túninu milli 10 og 20 ha. og þannig stóraukið töðufeng jarðarinnar. Girt engjar allar og bithaga. Trúnaðarstörfum hefir Hannes (Framhald & 4. síðu) Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund herbergið mitt, og þegar ég var hálfnuð að hátta mig, kom hún sjálf vaðandi upp til mín, útgrátin og hræði- leg ásýndum. — Má ég ekki sitja hjá þér við skriftirnar, elsku hjartans góða Anna mín? sagði hún aumkunarlegri röddu. Ég skal aldrei gera þetta aftur. — Jæja, sagði ég um leið og ég skreiddist upp í ból- ið. Þú lætur mig þá bara í friði. Hildigerður mundaði pennann, snökti, saug upp í nefið, snýtti sér á svuntuhorninu og skrifaði af öllum kröftum. En ég sofnaði. Um miðja nóttina vakti mig hnuggin stúlka, sem spurði skerandi röddu: — Skyldi þetta duga? — Já — þetta dugar, sagði ég. Ég vissi alltaf, að þú gazt skrifað gott afsökunarbréf, ef þú bara vildir. Farðu nú að sofa. — Og það er enginn hundur í þér? spurði hún. — Alls ekki. Svona föður eignast maður ekki á hverjum degi. Mér þótti þetta leiðinlegast þín vegna — ef þú hefðir nú komizt undir manna hendur. — Já, þú ert alltaf svo góð, sagði Haldigerður. Ég verð að fá að faðma þig. Það er eins og þú sért samt sem áður af greifakyni. — Þakka þér fyrir, barnið mitt, sagði ég móðurlega. Góða nótt, og farðu nú. Ég vil fá að sofa. — Já, sagði Hildigerður, og nú veit guð, ég sofna vært. Var þetta ekki bara gott, sem ég skrifaði? — Ágætt, sagði ég. Farðu nú. — Góða nótt, Anna mín. — Góða nótt, Hildigerður. Hildigerður lafsaðist nú burt, og ég gat hlegið óá- reitt. Það leið langur tími, áður en ég kyrrðist, því að Hildigerði lætur áreiðanlega betur að orða hugs- anir sínar, ef hún getur notað munninn, heldur en þegar hún þarf að skrá þær á pappír. Árangurinn af öllum hennar pennasveiflum og blekaustri varð sem sé þessi: „Hjermeð veðurkennist að greivin Grípenberg ekkji er faðer Önnu Andersson, hvað jeg beð ann avsaka við mig.“ Þetta er þá sagan um fyrsta biðilinn minn! Þín Anna Andersson. ELLEFTI KAFLI. Hjartans engillinn minn! Þegar ein báran rís, er önnur vís — á sunnudaginn bað Arthúr mín. Hann kom brunandi á mótorhjólinu síðari hluta dagsins og vildi fá samfylgd á sumarmót skotfélagsins. Hildigerður getur farið í dag líka, sagði ég, því að mig langaði til þess að eiga friðstund heima. — Né-hei, sagði Arthúr. Rétt er rétt. Hildigerður fór í gær, en Anna var heima. Nú fer Anna. — Já-á, sagði Hildigerður, rétt er rétt. — Ég veit ekki, hvort mig langar til að fara, sagði ég. — En þá tók Hildigerður til sinna ráða. Hún tók mig í bóndabeygju og slengdi mér upp í hliðarvagninn. Ég baðaði út öngunum og sparkaði frá mér, en Arthúr kom Hildigerði til hjálpar, og svo tróðu þau mér í sam- einingu niður í sætið. Mótorhjólið var komið á flug- ferð, áður en ég gat vörnum við komið. — Stanzaðu, Arthúr, hrópaði ég. Stanzaðu undir eins! — Sei-sei nei, hrópaði Arthúr á móti skellihlæjandi. Anna skal fara, hvort sem Anna vill eða ekki. Svo jók hann hraðann, svo að hjólið lagðist því nær á hliðina við kröppustu beygjurnar. — Asni, veinaði ég. Ég get þó ekki farið á skotfé- lagsmótið á gömlum skóm og með eldhússvuntuna á maganum. Snúðu við, svo að ég geti þó haft fataskipti, elsku drengurinn minn. — Elsku drengurinn, sagði hún — þá sný ég undir eins við, hrópaði hann um leið og hann snarsneri við á vegamótunum, djarfur og öruggur eins og hetjur eiga að vera. Já — Arthúr er piltur, sem kann að stýra farartæki. Ég hljóp upp í herbergi mitt, en Hildigerður veitti Arthúr saftblöndu af mikilli rausn. Að fáum mínút- um liðnum var ráðskonan Anna Andersson komin í sunnudagaskartið og ferðbúin. Síðan gekk hún með fullri siðsemd við hlið Arthúrs niður að hliðinu, þar sem mótorhjólið beið. Skotfélagsmótið var i Bjarkarlág, og þar var líf og fjör og yndi. Ég komst undir eins í ósvikið gáskaskap. Ég dansaði fyrst langa rumbu við blóðuga Alfreð, sem var nú prúður og allsgáður, og þegar dans okkar var loks á enda, kom Arthúr fram á sjónarsviðið og stakk upp á því, að við gengjum spölkorn út í skóginn, köst- uðum mæðinni og nytum svalans í forsælunni. Hljóð- færaleikararnir tóku sér líka hvild í þessu, svo að ég svaraði: — Samþykkt. ♦♦ Getum afgrcitt iiík þegar handsáðvélar „Jalco” fyrir rófur. Samband ísl. samvinnufélaga Ráðningastofa Eandbúnaðarins er opin og starfar í samvinnu við Vinnumiðlunarstofuna • á Hverfisgötu 8—10 Alþýðuhúsinu — undir forstöðu Metúsalems Stefánssonar fyrrv. búnaðarmálastjóra. Allir, er leita vilja ásjár ráðníngarstofunnar um ráðn- ingar til sveitastarfa, ættu að gefa sig fram sem fyrst og eru þeir áminntir um aff gefa sem fyllstar upplýsingar um allt er varffar óskir þeirra, ástæffur og skilmála. Nauðsynlegt er bændum úr fjarlægð að hafa umboðs- menn í Reykjavík, er að fullu geti komið fram fyrir þeirra hönd í sambandi við ráðningar. Skrifstofan verður opin alla virka daga kl. 10—12 og 1—5, þó aðeins fyrir hádegi á laugardögum. Sími 1327. Pósthólf 45. Búnaðarfclag Islands. Bændur og útgérðarmenn Tengill h. f., Heiði við Kleppsveg, sími 5944, tekur að sér hvers konar raflagnir og mótorviðgerðir, ásamt upp- setningum á stærri og smærri rafstöðvum. Útvegum allt fáanlegt efni. Sendum gegn póstkröfu. Skrifið. Símið. Getum útvegað leyfishöfum til afgreiffslu í júli n. k. 2%—3ja tonna DODGE-VÖRUBÍLA með tvöföldu drifi. — Upplýsingar hjá h.f. Ræsi í sima 7266. Aðalumboð: * '* H. Benediktsson & Co. Söluumboð: Tilkynning til húseigenda við Grettisgötu, milli Frakkastígs og Barónsstígs. Hér með er þessum húseigendum bent á, að flestar hol- ræsapípur, sem tengja hús þeirra við götuholræsi Grettis- götu, eru fjögra þumlunga víðar. Það er hins vegar hent- ugra gagnvart stíflun, að ræsin séu a. m. k. sex þumlunga víð. Ef húseigendur ráðgera að breyta um pípuvídd, þá er hentugast að framkvæma það nú, á meðan dýpkun götu- holræsisins fer fram og áður en gatan verður malbikuð. BæJarverkfrscðinRur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.