Tíminn - 01.05.1947, Qupperneq 1

Tíminn - 01.05.1947, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. I „ITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚ3I. Llndargötu 9 A wímar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA ^ OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargöw 9 A Slml 2323 31. árg. Reykjavík, fimmtudagiim 1. maí 1947 81. blað ERLENT YFIRLIT: Stjarna Vandenbergs hækkandi Margir tclja haim nú líklegastan til þess að verða forsetaefni republikana Seinustu mánuðina hafa vinsældir Trumans Bandaríkjafor- seta farið sívaxandi til mikilla vonbrigða fyrir andstæðinga hans í republikanaflokknum, er þdttust orðnir vissir um sigur í forsetakosningunum 1948, eftir sigur sinn í þingkosningunum síðastl. haust. Mörgum republikönum mun það þó nokkur r^una- bót, að einn af leiðtogum þeirra hefir einnig aukið vinsældir sinar, jafnvel í enn ríkara mæli en Truman. Það er Arthur H. Vandenberg öldungadeildarmaður. Þær tilgátur magnast líka stöðugt, að hann verði forsetaefni republikana í kosningunum 1948. Mountbatten Lávarður heilsar Pandit Nehrú Fyrir skömmu síðan lagði eitt af tímaritum Bandaríkjanna eftirfarandi spurningu fyrir forustumenn í félagssamtökum republikana í öllum fylkjum Bandaríkjanna: Hvern aðal- leiðtoga republikana álítur þú fylgja réttastri stefnu? Vanden- berg fékk langflest atkvæði, en næst á eftir honum kom Devey ríkisstjóri i New York. Stassen og Taft voru langt á eftir. Vandenberg. Það eru einkum afskipti Vandenbergs af utanrikismál- um, er hafa unnið honum mest- ar vinsældir i seinni tíð. Hann hefir verið mikill hvatamaður þess, að Bandaríkin létu alþjóð- leg málefni til sín taka, en drægju sig ekki í híði einangr- unarinnar, eins og eftir fyrri heimsstyrjöldina. Hann hefir krafist þess, að Bandaríkin tækju ákveðna afstöðu gegn yf- irgajjgi Rússa, en forðuðust þó að ganga i berhögg við samein- uðu þjóðirnar. Á þingi Banda- ríkjanna hafa sameinuðu þjóð- irnar ekki átt neinn öruggari talsmann en Vandenberg. Fyrir atbeina hans setti öldungadeild- in það skilyrði fyrir lánveiting- unni til Grikkja og Tyrkja, að hætt skyldi við hana, ef meiri- hluti öry^gisráðs eða þings sam- einuðu þjóðanna óskaði þess. Vandenberg hefir stöðugt pre- dikað, að efling sameinuðu þjóð- anna væri eina leiðin til að vernda heimsfriðinn. Vandenberg er kominn af hollenzkum ættum. Faðir hans var vel efnaður söðlasmiður í ERLENDAR FRETTIR Þingkosningar fóru fram í Japan um seinustu helgi. Hægri flokkarnir og miðflokkarnir unnu talsvert á. Kommúnistar fengu ein fjögur þingsæti. Marshall hefir haldið ræðu, sem var útvarpað um öll Banda- ríkin. Hann kenndi Rússum um, hve lítill árangur varð af Moskvufundinum. Vandenberg hélt ræðu nokkru seinna og iýsti sig samþykkan skoðunum Marshalls. Á Madagaskar halda áfram orustur milli þjóðernissinna og franska setuliðsins. Grand Rapids í Michigan. Þar fæddtst Vandenberg 1889. í kreppunni, er herjaði Bandarík- in 1893, missti faðir hans allar eigur sínar og Vandenberg varð eftir það að vinna fyrir sér sjálf- ur. Hann fékkst m. a. við það að selja blöð og bursta skó og aflaði sér þannig nokkurra tekna. Um skeið rak hann kola- verzlun með þeim hætti, að hann ók kolavagni um göturnar og seldi húsmæðrum kol við húsdyrnar. Þetta var nýbreytni, sem gaf honum alldrjúgar tekj- ur. Innan við tvítugt gerðist hann bla?>amaður og var orðinn ritstjóri aðalblaðsins í fæðing- arbæ sínum, Grand Rapids Herald, þegar hann var 21 árs. Hann vann sér mikla viðurkenn- ingu sem blaðamaður og var m. a. um skeið ritstjóri tímaritsins Colliers Magazine. Jafnframt tók hann að gefa sig að stjórn- málum og þótti þar strax vel liðtækur. Árið 1928 var hann kosinn öldungadeildarþingmað- ur fyrir Michiganriki og hefir verið endurkosinn jafnan síðan. Lengi vel bar lítið á Vanden- berg í öldungadeildinni, en hins vegar fór fljótt orð af því, að hann væri fylginn sér og áhrifa- mikill í nefndum. Einkum tók þess að gæta eftir að hann fékk sæti í utanríkismálanefndinni. Hann varð bráðlega aðalleiðtogi republikana þar. Hann var einna fyrstur að leiðtogum republikana til að snúast gegn einangrunarstefnunni og veitti Roosevelt oft mikilsverðan stuðning í þeim málum. Roose- velt viðurkenndi þetta starf hans, er hann skipaði hann einn af aðalfulltrúum Bandaríkjanna á stofnþingi sameinuðu þjóð- anna í San Francisco 1945. Byrnes mat Vandenberg einnig mikils og hafði hann sér jafnan ; til ráðuneytis á fundum utan- ; ríkismálaráðherranna. Hann var ; einn af fulltrúum Bandaríkj- anna á friðarfundinum í París í fyrrasumar. Eftir kosninga- sigur republikana í fyrrahaust var hann kosinn forseti öld ungadeildarinnar og formaður í utanríkismálanefnd deildarinn- ar. Fram að þessu hefir Taft ver- ið talinn aðalleiðtoga republik- ana í öldungadeildinni. Margt virðist hins vegar benda til þess, að Vandenberg megi sín orðið meira þar. Taft er íhaldssamari og harðskeyttari, en Vanden- jberg gætir betur hófs. Hann er frjálslyndari í innanlandsmál- um og tilheyrir hvorki vinstra armi né hægra armi flokksins Þessi afstaða hans ræður jkannske ekki minnstu um vin- 'sældir hans og áhrif í flokkn um. j Vandenberg kom til tals sem . forsetaefni republikana bæði 1940 og 1944, án þess að hann sæktist eftir því. Nú hefir hann látið blaðamenn hafa eftir sér að hann vilji helga öldunga- ! deildinni allt starf sitt og muni því ekki gefa kost á sér sem forsetaefni. Slíkar yfirlýsingar Í - (Framhald. á 4. siOu) Hafizt handa um byggingu Varma- hlíöarskóians í vor Frá sýslufundi Skagfirðinga Sýslufundur Skagfirðinga var haldinn á Sauðárkróki dagana 14.—23. þ. m. Á fundinum var rætt um fjárhagsmál sýslufélags- ins og fjárhagsáætlun afgreidd og ennfremur samþykktar til- lögur um héraðsskólabyggingu í Varmahlíð, héraðsskjalasafns og áskorun til Alþingis um að samþykkja lög um héraðshæli. Mountbatten lávarður, hinn nýi varakonungur Indlands, á við ærna erfið- leika að stríða í embætti sínu. Hinir sundurþykku leiðtogar indversku þjóðar- innar eiga enn harla bágt með að koma sér saman um það sjálfstæði, sem henni stendur til boða. Allir frjálshuga menn vona þó, að Mountbatten lávarði auðnist að koma á sættum með Ieiðtogum Indverja, Nehrú og Jinnali, og búa svo um hnútana, að indverska þjóðin geti á komandi árum og öldum notið i • giftudrjúgs frelsis. Heklugosið hefir aldrei veriö eins stórfenglegt og fyrstu dagana við Sigurjjón Pálsson bónda a$ Galtalæk Sigurjón Pálsson bóndi að Galtalæk var staddur í bænum í gær og átti tíðindamaður blaðsins þá stutt viðtal við hann um Heklu- gosið, en hann hefir fylgst vel með því frá byrjun, enda er Galta- lækur næsti bær við Heklu, vestan Rangár. Ég tel að gosið hafi verið lang- mest fyrstu dagana, segir Sigur- jó5i. Að undanförnu hefir það litlum breytingum tekið, nema helzt drunurnar í fjallinu. Fyrstu daga gossins voru drunurnar þungar og þéttar. Þá mátti heita að stöðu^ur þungur Kristján tíundi jarð- settur í gær Virðuleg miiiiilugar- athöfn í dómkirkjuimi í Reykjavík Kristján tíundi var í gær jarðsettur í dómkirkjunni í Hróarskeldu, en áður hafði farið fram kveðjuathöfn í Kaup- mannahöfn. Var athöfnin mjög tilkömumikil og geysilegur mannfj öldi viðstaddur. Hér í Reykjavík voru fánar dregnir í hálfa stöng hvarvetna um hæinn. Kennsla féll niður í skólum og verzlunum og skrif- stofum var lokað kl. 12—16. í dómkirkjunni í Reykjavík fór fram virðuleg minningar- athöfn. Voru þar m. a. viðstaddir forsetafrú Georgia Björnsson, rikisstjórn, alþingismenn og sendimenn erlendra ríkja. Biskupinn, herra Sigurgeir Sigurðsson, flutti minningar- ræðu, Bjarni Jónsson dóm- kirkjuprestur þjónaði fyrir alt- ari og dómkirkj ukórinn jsöng undir stjórn Páls ísólfssonar. Leiknir voru þjóðsöngvar ís- lands og Danmerkur. í London fór einnig fram minningarathöfn að viðstaddri Maríu ekkjudrottningu. niður væri dag og nótt frá fjall inu, eins og brimhljóð í fjarska. Nú að undanförnu hafa drun- urnar verið mun styttri og hvellari en áður. Vegna þess gæti manni í fljótu bragði virzt, að nú heyrðist meira frá fjallinu en svo er ekki. Gosmökkurinn hefir heldur aldrei náð annarri eins hæð og fyrstu dagana. Hraunstraum- arnir hafa einnig kyrrzt nokk uð, en þó renna þeir aðallega á tveim stöðum ennþá. Syðsta kvíslin er nú að komast að gróð- urlendi í Næfurholti, og má bú ast við, að mikið af beztu hag- lendum jarðarinnar fari undir hraunið á nálægum tíma. En hins vegar eru bæjarhúsin að Næfurholti ekki í yfirvofandi hættu á næstunni. Á Galtalæk hefir aldrei verið mikið öskufall, en þó hefir nokkur aska fallið. Nægir hún til þess, að skepnur láta illa við jörð. Vegir austur eru nú orðnir mjög slæmir og. með öllu ófærir að austanverðunni upp að Næf- urholti. Vestan Rangár er góður vegur upp að Múla: en þaðan má heita að ekki sé fært nema bif (Framhald á 4. síOu) Sýslufund Skagfirðinga sátu samtals 14 fulltrúar úr öllum hreppupi sýslunnar, auk sýslu- manns, sem er sjálfkjörinn odd- viti fundarins. Á fundinum var rætt um ýms velferðarmál sýslunnar og sam- jykkt fjárhagsáætlun fyrir yf- irstandandi ár. Samkvæmt henni er ákveðið að verja til vegagerða samtals 153 þú.s. krónum, og skal öllu bví fé varið til vegalagninga og viðhalds, og ennfremur til véla- kaupa til notkunar við vega- gerðir. Tekjur sýslusjóðsins eru áætl- aðar 144 þús. kr. Af þvi nema niðurjöfnuð sýslusjóðsgjöld 73 pús. krónum. Ákveðið er að verja úr sýslu- sjóði til menntamála 17500 kr., til heilbrigðismála 21. þús. kr., til sj úkrahússins á Hofsós 25 þús. iu> til endurbyggingarsjóðs sjúkrahússins á Sauðárkróki 20 þús. og til ýmissa útgjalda eru áætlaðar um 17 þús. krónur. Eignir sýslunnar námu í árs- !ok 305 þúsund krónum, en skuldir sýlufélagsins voru á 'ama tíma 165 þúsund. Auk fjárhagsáætlunarinnar voru á fundinum rædd ýms mál, r varða velferð og hag sýslu- búa, og þá eipkum bygging hér- aðsskéla í Varmahlíð, en mikill áhugi ríkir fyrir því máli í sýsl- unni. Samþykkti fundurinn að ábyrgjast allt að hálfrar miljón króna lán til byggingar héraðs- skólans í Varmahlíð. Er áform- að, að bygging skólans héfjist þegar á þessu vori. Þá er og mikill áhugi fyrir því í héraðinu, að Alþingi sam- þykki frjynvarp það um héraðs- hæli, er nú liggur fyrir Alþingi frá þingmönnum sýslunnar, þeim Steingrími Steinþórssyni og Jóni Sigurðssyni. Samþykkti fundurinn ein- dregna áskorun til Alþingis um að samþykkja frumvarpið eins og það liggur fyrir. En eins og áður er sagt ríkir mikill áhugi fyrir því meðal Skagfirðinga, að héraðshæli komi upp í héraðinu, sem verði i senn elliheimili og sjúkrahús. Þá samþykkti sýslufundurinn ennfremuf að stofna til héraðs- skjalasafns fyrir sýsluna, og skal safnið verða varðveitt í húsnæði bókasafns sýslunnar og undir stjórn þess. Á fundinum var í fyrsta sinn kosið í fræðsluráð fyrir sýsluna, og einnig fjórir menn í skóla- nefnd fyrir Varmahlíðarskól- ann. Upplýsingaskrifstofa S. Þ. efnir til mynda- samkeppni Upplýsingarskrifstofa sam- einuðu þjóðanna efnir til al- þjóða samkeppni um lit- myndir, sem sýni á táknræn- an hátt einhvern þátt úr markmiði sameinuðu þjóð- anna, eins og það er fram- sett í sáttmála s. þ. Myndirnar séu 41x53 cm. að stærð, óupplímdar og sléttar (ekki samanvafðar). Á þeim má ekkert sýnilegt merki vera, en aftan á þær skal skráð nafn, þjóðerni og heimilisfang lista- mannsins, en hvltur pappír fest- ur yfir það, svo að ekki sjáist nafnið í gegn. Myndirnar mega vera í allt að sex litum (svart meðtalið). (Framhald á 4. síðu) Bændur í nágrenni Reykjavíkur brenna sinuna Undanfarna daga hefir Reyk- vikingum orðið starsýnt á reyki mikla í Viðey, á Kjalarnesi og Akranesi. í gær lagði til dæmis reyki mikla af Akranesi suður yfir fjarðamótin. Að vísu eru þetta ekki nein (Framhald á 4. siöu) HVAÐ GENGUR AÐ MANNINUM?! Hvað gengur að manninum? Þannig spyr maður mann, sem hlýddi á eldhúsumræðurnar í fyrrakvöld. Ræða Ólafs Thors gaf meira en tilefni til slíkrar spurningar. Þegar það er upplýst, að gjaldeyririnn er svo þrotinn, að bankarnir hafa orðið að taka gjaldeyrislán, rís þessi maður upp og hrópar: Það er til nægur gjaldeyrir og þjóðin hefir aldrei búið betur hvað gjaldeyri snertir en nú. Þegar það er upplýst, að rikið hefir orðið að leggja á mestu neyðarskatta til að rísa undir útgjöld- unum, sem þessi maður skildi eftir, hrópar hann bíspertur: Hagur ríkisins er með blóma. Þegar það er upplýst, að stórfeldur halli muni verða á fiskábyrgðinni og atvinnuvegunum sé haldið frá stöðvun með stórfeldum niðurborgunum á dýrtíðinni, kemur þessi maður eins og þursi úr bergi og æpir: Aldrei hefir verið bjartara framundan en nú. Og þetta gerir maðurinn í sama mund og flokksbræður hans í ríkis- stjórninni eru að lýsa því réttilega fyrir landsmönnum, hve erfitt sé að halda á floti því skipi, sem hann skildi við sökkvandi. Það er von að menn spyrji: Hvaða sjúkdómi er sá maður haldinn, sem hleypur frá öllu í óreiðu og sökkvandi feni, en kemur siðan í útvarp og staðhæfir, að allt hafi verið í bezta lagi? Hvaða sjúkdómi er sá maður haldinn, sem ætti að þakka fyrir að fá að þegja og gleymast, en kemur síðan í útvarp með tilburðum og merkilegheitum og læzt vera þjóðhetjan í Ieiknum? Sennilegasta svarið er það, að einhver ólæknandi ástríða (t. d. löngun í stólinn) geri manninn annað hvort óábyrgan orða sinna og gerða óafvitandi ellegar valdi takmarkalausri ósvífni og ósannsögli. Hvort heldur er, ætti þessi maður ekki að koma nálægt opinberum málum. Flokksmenn hans ættu að sjá sóma sinn í þvi að sleppa honum ekkl aftur að útvarpinu.. Meðan þeir hafa hann fyrir flokksforingja verður hann alltaf tekinn alvarlega af einhverjum og hann er búinn að gera nógu mikinn skaða, þótt hann sé ekki látinn hjálpa þannig þeim upp- ■ lausnaröflum, sem nú reyna að blekkja þjóðina og telja henni trú um að allt sé í bezta lagi og verkamenn megi því óhræddir kref jast kaup- hækkana. Það er bersýnilega eitthvað, sem gengur að manninum og úr því verður sízt bætt með þvi að láta það valda öðrum tjóni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.