Tíminn - 01.05.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.05.1947, Blaðsíða 2
2 TIMIW, fimmtndagiim I. maí 1947 81. blað FUnmtudagur 1. muí 1. maí í dag er 1. maí, hátlðisdagur verkalýðsins. Þennan dag minn- ast vinnandi stéttir, verkamenn og launafólk, víða um heim, stéttar sinnar og hlutskiptis. í dag er hátíð hins vinnandi fólks. Verkalýðssamtökin hafa bar- izt fyrir því, að þeir starfsmenn, sem vinna hversdagslega erfið- isvinnu, verði viðurkenndir þjóðnýtir starfsmenn eins og þeir eru, réttur þeirra til lífsins og gæða þess virtur og viður- kenndur og þeim unnt mann- sæmandi lífskjara. Verkalýðshreyfingin hefir margs að minnast í dag. Hún hefir unnið mikla sigra og innt af höndum merkilegt menning- arstarf. Meðal frændþjóða okk- ar um Norðurlönd hefir hún mótað þjóðlíf og réttarfar, svo að hvergi er nú meiri né jafnari þjóðmenning og almennari vel- megun. Ekki má þó yfirsjást, að norrænum þjóðum er ást á frelsi í blóðið borin, kristindómur hefir mótað lífsskoðun þeirra í jafnréttisátt og þar ríkir göm- ul og traust bændamenning. í þeim jarðvegi og við slíkt um- hverfi hefir verkalýðshreyfingin notið sín vel. Eins má vel minn- ast þess, sem gerzt hefir í Eng- landi undanfarið. Sýnir það vel hver ítök verkalýðshreyfingin á með brezkri þjóð og hve mikill er þáttur hennar í menningu ensku þjóðarinnar. Verkalýðshreyfing íslands minnist í dag baráttu við gamla einvaldsherra, sem ekki þóttust hafa um neitt að semja eða tala við verkafólkið, nema að- eins að tilkynna því vilja sinn og ákvarðanir. Frá öllum tím- um tilveru sinnar minnist hún baráttu og átaka við forrétt- indamenn, sem vilja hafa al- menning að féþúfu og njóta sjálfir meiri réttar og valda en almennt er. Síðan verkalýðshreyfingin efldist, minnist hún líka ævin- týramanna, sem reynt hafa að virkja hana í þjónustu sína og sinna flokkshagsmuna. Slikir leita sér skjóls og afdreps hjá hverri hreyfingu, sem þeir halda að geti orðið þeim skálka- skjól. En þó að þeir láti blítt og mæli fagurt meðan þeir telja sér það hag, eru veðrabrigðin oft skjót og svipleg. Tækifæris- sinnaðir glæframenn verða fegnir að nota sér vinsælar um- bótahreyfingar eins og verka- lýðshreyfinguna, samvinnu- stefnuna, bindindissamtök o. s. frv„ meðan það verður þeim per-sónulegur frami og hagnað- ur, en þeir láta sig einu gilda um allt slíkt og snúast jafnvel gegn því, ef þeir geta ekki haft þess- ar hreyfingar að pólitískum skotgröfum. Þess er ekki að dyljast, að eins og nú standa sakir, hafa slíkir ævintýramenn víða valizt til foryztu i málum verkalýðsins. Bendir margt til þess, að þeir muni ýmsir láta hafa sig til þess næstu daga, að beita sér fyrir verkföllum og vinnustöðv- unum, af því þá dreymir um, að það geti orðið til hjálpar hrörn- andi flokki sínum. En þess skyldu verkamenn vel gæta, að undir því er öll afkoma þeirra, sem og þjóðarinnar í heild, að arðbærir séu atvinnu- vegir. Það er þvi engu síður áríð- andi að tryggja verðmæti tekn- anna en að aíla þeirra, enda meira vert um raungildi þeirra SKULI GUÐMUNDSSON: „Almanna” tryggingarnar Atvinnurekeiídaskatturinn. Samkvæmt lögunum um al- mannatryggingar eiga allir at- vinnurekendur að borga auka- skatt til trygginganna. Ákvæð- in um skattgreiðslur þessar eru í 112. og 113. gr. laganna. Eftir 112. greininni er skatturinn í ár kr. 4,50 á viku, eða kr. 234.00 yf- ir árið fyrir hvern einstakling, karl eða konu, sem atvinnurek- andinn hefir í þjónustu sinni. En skattur samkvæmt 113. gr. lag- anna, sem þar nefnist „sérstakt áhættuiðgjald tií þess að stand- ast útgjöld vegna slysabóta, sbr. 45.—58. gr„ og kostnað vegna nauðsynlegrar sjúkrahjálpar umfram þá, sem látin er í té samkvæmt 3. kafla laga þess- ara“ er ákveðinn í 10 áhættu- flokkum, og er hann á þessu ári frá kr. 1,50 og allt upp í kr. 15,00 fyrir hverja vinnuviku, eftir því hvað mikil slysahætta er talin fylgja störfunum. Fyrir fólk á aldrinum 16—20 ára, sem vinnur kauplaust hjá foreldrum sínum, er þó ekki tek- inn nema % af atvinnurekenda- skattinum, en fái það borgað kaup, þarf að borga a. m. k. 4% af því til trygginganna. Tilfinnanleg útgjöld. Þau aukagjöld til trygging- anna, sem hér hafa verið nefnd, verða mjög tilfinnanleg fyrir marga atvinnurekendur. Út- gerðarmaður í Reykjavík gerir út bát á línuveiðar nú á vetrar- vertíðinni. Á bátnum er 6 manna áhöfn, og aðrir 6 menn vinna við línuþa og aflann í landi. Vegna þessarar útgerðar þarf bátseigandinn að borga til trygginganna fyrir tímabilið 1. jan. til 1. maí (17 vikur): Samkv. 112. gr. lag. kr. 918.00 Samkv. 113. gr. lag. — 1632.00 Alls kr. 2550.00 en nafnverð. Og nú kallar meira að, að tryggja og auka kaup- mátt krónunnar en að fjölga þeim. Þó að ýmsar blikur séu nú á lofti ,er full ástæða til þess að samfagna verkalýðssamtökfum landsins með hlutverk þeirra og framtíðarstarf. Fram undan er margt að vinna. Það þarf að skapa félagslegt öryggi, raun- verulegt jafnrétti stéttanna um lífskjör og menningu og er það fjölþætt starf. Það verður að efla samvinnuhreyfinguna svo að verzlunarárferði batni. Það verður að efla bindindissemi, svo að drykkjubölið og ómenn- ing þess hverfi. Þannig hefir verklýðshreyfingin verk að vinna, inn á við og út á við. Allir frjálshuga umbótamenn, þó að þeir standi utan við verkalýðshreyfinguna vegna at- vinnu sinnar og ýmsra atvika, óska þess að mega verða sam- starfsmenn og liðsmenn hennar í þjónustu íslenzkrar menning- ar á komandi tímum. En til þess að svo megi verða, má hún aldrei missa sjónar af alhliða menn- ingarbaráttu, eins og samvinnu- verzlun, skipulegri og réttlátri byggingarlöggjöf, skemmtana- lífi og menningarlífi, svo að nokkuð sé nefnt, vegna ófrjórr- ar þrætu um óverulega kaup- streitu, þó að þar sé líka mikils að gæta. En varast skyldi þá verkalýðshreyfingin, að ljá sig að leiksoppi óhlutvandra ævin- týramanna. Ef báturinn fer á síldveiðar í sumar, þarf útgerðarmaðurinn að borga til trygginganna, mið- að við 10 vikna veiðitíma og 16 manna áhöfn: Samkv. 112. gr. lag. kr. 720.00 Samkv. 113. gr. lag. — 1920.00 Alls kr. 2640.00 Það eru því samtals yfir 5000 kr„ sem útgerðarmaður bátsins þarf að borga í tryggingarsjóð- inn, vegna útgerðar á vetrarver- tíð og yfir síldveiðitímann, og þar af rúml. 1600 krónur sam- kvæmt 112. gr. laganna, en sá hluti gjaldsins er algerlega ó- viðkomandi tryggingu skips- hafnarinnar, heldur er það aukaskattur, sem bátseigandinn er látinn borga aðeins vegna þess, að hann er atvinnurekandi. Auk þeirra gjalda, sem hér hafa verið talin, þarf útgerðar- maðurinn að borga stríðsslysa- tryggingargjald, en það er óvið- komandi lögunum um almanna- tryggingar og fellur væntanlega niður innan skamms. Margir bændur komast líka í kynni við þennan aukaskatt til trygginganna. Bóndi, sem hefir fjögur uppkomin börn sín heima, þarf að borga: Samkv. 112. gr. lag. ki’. 936.00 Samkv. 113. gr. lag. — 312.00 Samt. kr. 1248.00 Þessi bóndi mun hafa haft 12 —13 þúsund króna nettó-tekjur árið sem leið, og af þeim verð- ur hann að borga þennan auka- skatt til trygginganna. Auk þess þarf hann og börn hans að sjálfsögðu að borga iðgjald til; tryggingarsjóðsins samkvæmt 107. grein laganna, eins og aðr- ir landsmenn, en' það nemur frá 200—380 krónum fyrir hvern gjaldanda á þessu ári, að við- bættu skírteinisgjaldl, sem er 30 krónur. En 1248 krónurnar er aukaskattur bóndans til trygginganna, sem hann er krafinn um vegna þes, að hann er talinn atvinnurekandi. finna um land allt ,og sjálfsagt nemur þessi aukaskattur margra meira en 10% af tekjuip þeirra. En enginn launamaður þarf að borga slíkt aukagjald til trygg- inganna, hversu miklar tekjur sem hann hefir. Opinberir Venjulega þykir það ekki í frásögur færandi, þótt haldin sé skólahátíð eða félagshátíð, því að slíkar hátíðir eru hvers- dagslegir atburðir, a. m. k. hér í höfuðstaðnum, þar sem varla verður þverfótað fyrir slíkum hátíðum skóla og ýmissa félags- samtaka. Samt sem áður finnst mér maklegt, að getið sé að nokkru skólahátíðar, sem ég var staddur á hinn 30. marz s. 1„ bæði vegna þess, að hún fór fram með óvenjulegum mynd- arbrag, en ekki síður vegna hins, að stofnun sú, sem hélt hana, á sér óvenjulega og næsta merki- lega sögu. En stofnun þessi er Húsmæðraskólinn á Hverabökk- um í Ölfusi. Nokkrum dögum áður en skólahátíðin skyldi haldin, hafði starfsmenn í hæstu launaflokk- unum, sem hafa yfir 40 þús. kr. árslaun, og yfirmenn á skipum, sem eru í annarra þjónustu og hafa allt upp í 70—80 þús. kr. árstekjur, eru með öllu lausir við þennan aukaskatt, eins og aðrir launamenn. Hvers eiga atvinnurekendur að gjalda? Svar við þessari spurningu mun vandfundið. Það er áreið- anlega erfitt verk fyrir þá menn, sem bera ábyrgð á þessum laga- fyrirmælum, að færa lands- mönnum heim sanninn um það, að réttmætt sé að leggja þessi aukagjöld á atvinnurekendur, a. m. k. þann skatt, sem ákveðinn er í 112. gr. laganna. Ekki verður því haldið fram, til stuðnings atvinnurekendaskattinum, að það sé miklu arðvænlegra að vera útgerðarmaður fiskibáts eða bóndi í sveit, heldur en launamaður í þjónustu ríkisins eða einstaklingsfyrii’tækja. Eftir þessum ákvæðum trygg- ingarlaganna er það orðið refsi- vert athæfi að hafa menn í vinnu. Jafnvel þeir, sem aðeins hafa börn sín eða aðra vanda- menn í vinnu við framleiðslu- störf, sleppa ekki undan vendi laganna. Enn er að vísu ekki svo langt komið, að menn séu settir í varðhald eða fangelsi fyrir þessar sakir, en ríflegar sektir verða þeir að borga. Það hefir tíðkast að senda börn og unglinga úr kaupstöð- um í sveit á sumrin. Þau hafa unnið á sveitaheimilum eftir sinni getu, fengið þar fæði og þjónustu í staðinn og stundum dálítið kaup að auki. Þetta hefir verið hollt fyrir börnin og oft einnig komið sér vel fyrir þau sveitaheimili, sem hefir vantað krakka til snúninga. En ef ein- hver bóndi gerist svo djarfur að taka krakka til smávika í sumar, gegn þóknun í fæði eða öðru, þá verður hann að kaupa sér syndakvittun fyrir það, og hún kostar 6 krónur fyrir hverja viku, sem krakkinn dvelur á heimili hans! Þeir eru ekki of góðir til að borga, þessir atvinnurekendur. Svo mæltu þeir vísu feður, sem stjórnuðu landi voru árið 1946. forstöðukona skólans, ungfrú Árný Filippusdóttir, boðið all- mörgum kunningjum sínum bæði úr Reykjavík og víðar að, að sækja sig heim þennan dag og vera á skólahátíðinni. Með því að ég var einn þeirra, er áttu þess kost að sækja þennan mannfagnað, varð það úr, að ég brá mér austur ásamt nokkrum öðrum gestum forstöðukonunn- ar. — Þegar að- Hverabökkum kom, var okkur boðið inn í hin rúm- góðu og reisulegu salakynni skólans. Að lítilli stundu liðinni ávarpaði forstöðukonan gesti og námsmeyjar, gerði grein fyrir, hvað fram skyldi fara, og bauð síðan öljum til kaffidrykkju. Mjög langa stund var setið undir borðum, og meðan g«stir Magnús Finnbogason, kennari : * / Skólahátíð á HverabökkiLm Enn fæst engj/i leiðrétting. Eins og áður hefir verið frá skýrt hér í blaðinu, var flutt frumvarp um leiðréttingar á nokkrum ranglátustu ákvæðum tryggingarlaganna snemma á því þingi, er enn situr. Frumvarp þetta fór til athugunar í þing- nefnd í neðri deild, og skilaði nefndin áliti um það í lok marz- mánaðar. í því nefndaráliti kemur fram, að enginn nefndar- manna annar en fulltrúi Fram- sóknarmanna þar, Helgi Jónas- son læknir, gat fallizt á þær til- lögur um breytingar á lögunum, sem þar voru fram bornar. Bar nefndin fram frávísunartillögu, sem meiri hluti þingdeildarinn- ar samþykkti fyrir nokkrum dögum. Engin rök voru fram borin á þinginu gegn þeim breytinga- tillögum, sem fólust í frum- varpinu, enda var þess ekki að vænta. En þingnefndin telur, að þar sem ekki sé „fengin nein reynsla á framkvæmd á lögun- um“ sé ekki rétt að gera miklar breytignar á þeim að svo stöddu! Þetta hálmstrá þingmeirihlut- ans er alveg haldlaust. Það þarf enga reynslu til þess að sjá það, að samkvæmt lögunum er rétt- ur manna til bóta svo misjafn, og sum gjöldin svo ranglega á lögð, að ekki er við unandi. Þetta hlýtur öllum að vera ljóst, sem hafa lesið lögin. Breytingar þarf að gera. Vafalaust þarf að breyta fleiri ákvæðum tryggingarlaganna en þeim, sem hér hafa verið nefnd. Gjijld þau, sem lögð eru á sveit- arfélögin samkvæmt lögunum, eru of þung fyrir þau hreppsfé- lög, sem fátækust eru og haía minnstar tekjur. Vel getur svo farið, að ekki verði hjá því kom- izt að draga úr þeim hlunnind- um, sem lögin ákveða, vegna þess að ekki sé unnt að jafna svo miklum gjöldum á lands- J menn. Hitt er a. m. k. víst, að gjöldunum þarf að jafna öðru vísi niður. Það er óverjandi með öllu, að leggja háan aukaskatt á einstakar stéttir í þjóðfélag- inu án nokkurrar hliðsjónar af efnahag þeirra og tekjum, eins og nú er gert með trygginga- lögunum. í stað slíkra auka- skatta væri réttara að taka gjöld af einstaklingum og félögum í hlutfalli við tekjur þeirra. Því verður tæplega trúað að þess verði langt að bíða að meiri hluti Alþingis fallizt á að taka upp sanngjarnari aðferðir við niðurjöfnun gjalda til trygg- ingarsjóðsins. Það er heldur ekki sennilegt, að t. d. ákvæði laganna um sjúkra- og slysa- bætur verði lengi höfð svo fár- ánleg, að til þess að njóta þeirra hlunninda þurfi menn að vinna í þjónustu annarra manna, en að allir þeir, sem vinna milli- liða- og húsbóndalaust að fram- leiðslustörfum á landi og sjó, skuli vera án réttinda, nema þeir borgi sérstakt aukagjald til tryggingasj óðsins. Meiri hluti þingmanna hefir hindrað breytingar á trygging- arlögunum á þessu þingi. En leiðréttingar þurfa að fást strax á næsta þingi, síðar á þessu ári. Söngskemmtun Einars Kristjánssonar Einar Kristjánsson óperu- söngvari syngur í Gamla Bíó þessa dagana. Þetta er ljóða- og aríukvöld. Efnisskráin er fjöl- breytt og skemmtileg. Þar eru lög eftir Schubert og Brahms, fjögur lög eru þar eftir íslenzka höfunda og svo nokkur lög úr óperum. Einar hefir prýðilegt vald yfir rödd sinni, sem er sérlega há og tær og merkilega voldug, af svo hárri rödd að vera. Kom það m. a. vel í ljós, er hann söng lagið Bikarinn. Annars er það eitt um söng Einars að segja, að hann vár svo heillandi fagur, að áheyr- endum fannst, er þeir sátu og hlustuðu, að einmitt svona ætti hvert og eitt lag að hljóma og klöppuðu lof í lófa og vildu alltaf fá meira að heyra. Dr. v. Urbantschitsch aðstoð- aði og var undirleikur hans með ágætum. Re. Þeir gömlu eru elztir, segja Norðmeim Pyrir 50 árum síðan varð maður að nafni Kristen Halseth fjórði maður í 50 km. göngu á Holmenkollenmóti. Oft var hann síðan i fremstu röð afreks- manna á skíðamótum. Svo var það núna um daginn, að skíðamót var í Þrándheimi. Halseth kom ^ð horfa á 30 km. göngu og gerði sér lítið fyrir og rölti með á skíðunum sínum, þó að hann væri 76 ára gamall. Náði gamli maðurinn býsna góðum tíma. Skylda f jósamannsins. Úr fyrirlestri um landbúnaðarmál: Ef kýrin fær ekki að sleikja kálfinn vel hreinan, verður fjósamaðurinn að taka það að sér. neyttu þess, er fram var reitt, gengu námsmeyjarnar, sem flestar voru 15—20 ára, fram hver af annarri og héldu stutt- ar ræður. En þess á milli söfn- uðust þær saman og sungu kór- lög undir stjórn Kjartans Jó- hannessonar, hins ágæta söng- frömuðar sunnlenzku sveitanngi. Þetta hvort tveggja fór náms- meyjunum ágætlega úr hendi. Ræður þeirra voru um ýmisleg efni og voru greindarlegar og prúðmannlega fluttar. Náms- meyjarnar gerðu sér sýnilega grein fyrir, að þær voru komnar í skólann til að læra og verða nýtir menn. Auðfundið var og, að þær báru vinarhug og virð- ingar til skólans og forstöðu- konunnar, en sýndu enganveg- inn viðleitni til ýfinga eða ó- nota í garð skóla og kennara að dæmi þeirra nemenda, er skoða námið sem óhjákvæmi- legt böl og skólann sem fanga- búðir. Þessar stúlkur virtust hafa vanizt því að leggja sig fram og hlýða. — Er námsmeyjarnar höfðu lok- ið ræðum slnum og kórsöng, kvöddu nokkrir boðsgestanna sér hljóðs og báru verðugt lof á það, er þeir höfðu séð og heyrt. Að þessu loknu stóðu menn upp frá borðum og gengu til leikhúss þorpsins. Þar átti nú að fara fram söguleg leiksýning, þar sem nokkrir méginatburðir úr sögu íslendinga allt frá land- námstíð til stofnunar lýðveldis á íslandi árið 1944 voru settir á svið. Texta leiksins hafði Guð- mundur Daníelsson rithöfundur samið, leikinn önnuðust náms- meyjarnar, en Kristmann Guð- mundsson rithöfundur annaðist flutning forspjalls og annarra framsöguþátta. Yfir samkom- unni hvíldi ósvikinn þjóðlegur menningarsvipur, sem mætti vel verða til fyrirmyndar og vakn- ingar. Áður en ég lýk máli mínu, langar mig til að víkja nokkr- um orðum að tilurð og sögu þessa skóla, en þess var áður getið, að hún væri óvenjuleg og merkileg. — Fyrir hálfum öðrum áratug eða þar um bil var nakinn og gróðurlaus mel- ur þar, sem skólinn stendur nú. Á þessum mel nam Ámý Filipp-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.