Tíminn - 03.05.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.05.1947, Blaðsíða 2
2 laiigardagiiw 3. maí 1947 82. blað Laugardayur 3. nutí Langt þing í allan vetur hefir Alþingi set- ið að störfum. Mönnum finnst, sem von er, að það sé öðruvísi en ætti að vera, enda mála sannast, að miklu veldur þar um það forystuleysi og stjórn- leysi, sem lengi vetrar var ráð- andi. Raunverulega hófst nýtt þing- tímabil í febrúar, þegar stjóm- in var mynduð, um líkt leyti og samkomutími reglulegs Alþing- is er að lögum. Sá var þó munur- inn, að undir venjulegum kring- umstæðum má gera ráð fyrir ríkisstjórn, sem er þjóðarfor- ysta, og hefir undirbúið fjárlög og önnur mál. En nú hafði eng- inn slíkur undirbúningur verið unninn. Þó að fjárlagafrum- varp hefði verið lagt fram að nafni til, var það þannig úr garði gert, að jafnmikill stuðn- ingur hefði verið að fjárlögum fyrra árs. Á það verður að líta, þegar rætt er um störf og vinnubrögð Alþingis í vetur, að í fjóra mán- uði gekk allt í þófi, stefnulaust og stjórnlaust. Þegar svo ríkis- stjórnin loksins tók við, þurfti hún að inna af höndum mikla undirbúningsvinnu. Þó að samið væri um málin eins og t. d. af- greiðslu fjárlaga tekjuhalla- laust, var margs að gæta áður en samkomulag yrði um leiði*. Þess er enn að gæta í sam- bandi við þetta, að afgreiðsla fjárlaganna var að þessu sinni óvenjulega erfið, vegna hinna miklu byrða, sem dýrtíð og verð- bólga leggja á ríkissjóðinn. Það varð að finna nýja tekjustofna og var alls ekki vandalaust að finna þar úrræði, sem menn gætu fellt sig við. Þarf engan að undra, þó að afgreiðsla fjár- laganna tæki nokkrar vikur, eins og allt var í pottinn búið. Það mun heldur ekki hafa flýtt fyrir, að formennska fjár- veitinganefndar var ekki á þann hátt, að greitt og skipulega væri þar unnið að lausn og afgreiðslu málanna, á þann hátt, sem stefnt var að. Jafnframt þessu hafa ýms stórmál önnur verið til meðferð- ar. Afurðasölulög landbúnaðar- ins hafa verið steypt í einn bálk og löguð stórum. Lög um gjald- eyriseftirlit, innflutningsstjórn og fjárfestingu hafa verið end- ursamin, auk margs annars. Sum stjórnarfrumvörpin, sem boðuð voru í sáttmála stjórnar- innar, eru ókomin enn. En vænt- anleg eru þau fljótlega og allar líkur til að greiðlega gangi með afgreiðslu þeirra. Þessi vetur sýnir þjóðinni hver munur er á stjórn og stjórn- leysi. Reynzlan hefir sannað, að mikils er um vert, að einhver stjórn og dagleg forysta sé i málum þjóðarinnar. Er því von- andi, að persónulegt valdabrask hrossakaup og prang um ráð- herrastóla verði litið óhýru auga af almenningi, eftir það sem nú er á undan gengið. Ekki er þess að dyljast, að innan stuðningsflokka stjórn- arinnar er. ærinn ágreiningur um fjölda mála. En hingað til mun ríkisstjórnin hafa gengið að því af fullri alvöru og heil- indum að finna samkomulags- leiðir, svo að stýrt sé undan á- föllum og þrætt milli jskers og báru út úr þeim ógöngum, sem í var komið. Er vonandi að svo verði meöan samstarfið helzt. fi tJíÍaCahai Eldhússumræðurnar. Eldhúsdagsumræðurnar munu um margt hafa þótt merkilegar. Sennilega er það tvennt, sem einkum vekur athygli: Eftir- mælin um ráðherradóm Sósíal- ista, — sérstaklega Áka, og karlagrobb Ólafs Thors. Það þarf enginn að efast um það lengur, að hann er kominn á pólitískan raupsaldur, en það aldursskeið byrjar yfirleitt, þeg- ar menn hafa lifað sitt fegursta og hafa lítils að vænta af fram- tíðinni. Vigtarmaðurinn og ráðherrarnir. Mörgum þykir gaman að skýrslu Bjarna Benediktssonar um það, er þeir Áki og Ólafur Thors vildu semja við vigtar- manninn rússneska um sölu á öllum útflutningsvörum ís- lendinga. Sinntu þeir félagar því lítt, þó að sendiráð Sóvétríkj- anna og maðurinn sjálfur segðu þeim, að hann væri vigtarmað- ur, en ekki verzlunarfulltrúi. Þessi vigtarmaður hefir svo gef- ið þeim Ólafi og Áka efnið í all- ar ræður þeirra síðan, um geypi- verðið háa, sem hægt væri að fá fyrir allar afurðir þjóðarinn- ar. — Þeir hafa borið sig að eins og blaðasnápar, sem blása út og býsnast yfir ómerkilegum orða- sveimi. Kraftaverk Áka. Þó að margt hafi brostið og farið illa undir stjórn Áka, hefir hann þó gert eitt kraftaverk, sem alþýðu manna er óskiljan- legt furðuverk. Það er að skreppa suður í Sandgerði í stjórnarráðsbíl og fá ferða- kostnaðinn upp í þrjú þúsund krónur. Flestir hefðu fullyrt, að þetta væri alls ekki unnt að gera. En Áka fannst þetta svo eðlilegt, að ástæðulaust væri um að tala. Margur hefir farið þessa leið fram og aftur og hjálpazt við hundraðasta hluta af farareyri þessa fulltrúa is- lenzkra alþýðustétta. Mönnum þætti því mikill fróð- leikur, yrði þetta skýrt með eðlilegum hætti. Rödd hrópandans. Ólafur Thors kvaðst nú tala til þjóðarinnar „hrópandi röddu“. íslendingar hafa áður heyrt í þeirri hrópandi rödd. Hún hefir fyrri varað við vax- andi dýrtíð og auknum útgjöld- um á atvinnulífið. En þó að hrópandinn sé hárómaður, hefir hann reynzt staðfestulítill og fljótur að venda sínu kvæði í kross. Líta menn þvi á hann, sem leikara góðan, er jafnvel fer með fjölda hlutverka. Hitt mun nú flestum finnast, að fremur þurfi aðra forystuhæfileika en látbragðslist og leiktrúðaskap, tíegar öngþveiti er orðið í at- yirrnulífi, fjárhag og fram- leiðslumálum. Kjarni karlagrobbsins. Ólafi Thors fannst aðdáan- legt, að stjórnarforysta sín hefði ekki leikið íslenzka þjóð álíka sárt og sex ára styrjöld sumar frændþjóðirnar. Jafnframt ját- aði hann, að hann hefði gert ráð fyrir því, að íslendingar fengju svo fullkomin framleiðslutæki, að þeir þyldu e. t. v. meiri dýr- tíð og framleiðslukostnað en allar þjóðir aðrar. En um reikninga Ólafs Thors og 800 milj. króna útflutning á þessu ári er þaö að segja, að hann hefði eins getað farið upp í miljarðinn, því ef við fram- leiðum svona mikið of ef það selst svona hátt, þá fáum við þetta. Þannig má reikna, en því aðeins hefir sá reikningur gildi, að hann sé í samræmi við skynsamlegar líkur. Annars er hann bara barnalegar æfingar í meðferð talna, og sýndi þó Ólafur ekki neina reiknings- mennt, nema þá, að lesa úr. Ef Áki kynni. Ef Áki Jakobsson kynni að skammast sín, væri ástæða til að aumkva hann eftir eldhúss- umræðurnar, og verður þó betur seinna, þegar ráðherradómur hans verður nánar upplýstur. En menn mega vera rólegir þess vegna. Áki finnur ekki svoleiðis til. Sveinar Waldosa. Nú virðast málsvarar Sósíal- istaflokksins hafa gert sér grein fyrir því, að hann eigi líf sitt undir því, að fólkið fáizt til að trúa, að allir andstöðuflokkarn- ir óski þess, að íslenzk fram- leiðsla seljist sem allra verst og hér verði kreppa. Virðist það næsta djarft að vænta slíks en allir verða í nauðunum nokkurn- veginn að láta, eins og hann sagði, útileguþjófurinn. Fátt er þá til fanga og flokks- legra röksemda, þegar menn treysta þessu, og þessu einu, sér til sigurs og bjargar. Skyldu útvegsmenn óska verð- falls á afurðum sínum? Skyldu 'kaupmenn óska verð- falls á útflutningi og minnkaðra gjaldeyristekna? Myndu þeir ekki heldur vilja skefjalausan innflutning og skefjalausan gróða, eins og þeir nutu ýmsir meðan Áki og Brynjólfur voru að völdum? Eða þá bændur, sjómenn, verkamenn, og launamenn hins opinbera? Hví skyldu þeir vilja verðfall útflutningsafurða? Sósíalistar eru varla svo mikl- ir sjónhverfingamenn, að þeir láti alþjóð sjá það, sem þeir nú vilja sýna henni, jafnvel þó að blaðamenn Þjóðviljans hafi eitt- hvað komizt í kynni við Wal- dosa hinn danska. Úrræði Áka. Áki Jakobsson hélt því fram í þingræðu um daginn, að við ættum að fara að dæmi Svía í utanríkisviðskiptum, en þeir hefðu byrjað skipti sín við Pól- verja með því að lána þeim 500 milj. króna. Hins vegar láðist honum að geta þess, hvar við ættum að taka féð til að lána Pólverjum, en það er e. t. v. af því, að honum hefir fundizt svo sjálfsagt, að láta Jón Árnason bara prenta lítilræði af Lands- bankaseðlum til þessara þarfa. Þeim finnst það hart, að eiga Landsbankann og fullnægja ekki lánsfjárþörf innanlands og meðal viðskiptaþjóðanna. Verkfall fyrir kaupmenn. Kommúnistar hafa nú her- blástur mikinn og vilja efna til verkfalla. Eru þeir því mjög gramir hversu afla skal tekna til útgjalda, sem þeir hafa sam- þykkt, en vita ekki hversu standast skal. Er helzt svo að skilja, sem þeir vilji láta Jó- hann borga úr tómum kassa, nema þeir hugsi sem svo, að Jóni Árnasyni sé ekki vorkunn að prenta seðlana. Það fylgir þessum tekjuöfl- unarfrumvörpum, að breytt er álagningargrundvelli verzlana frá því, sem tíðkaðist undir stjórn sósíalista. Una kaupmenn því illa og sjá þar votta fyrir breyttri stefnu og vita ekki hvert kynni 'að leiða. Setja þeir nú traust sitt allt á verkföll komm- únista. Annars þarf ekki að vera með neinar spásagnir um það, hvert leiða muni, ef kommúnistar hrinda af stað nýjum dýrtíðar- skriðum. Menn vita hvað at- vinnulegt hrun, öngþveiti og stöðvun mundi þýða. Sliguð hús Nýlega barst sú fregn, að mjölgeymsluhúsið nýja á Siglu- firði, hefði sligazt undan snjó- þunga, sem þó var minni en oft er á þessum stað. Morgunblaðið sagði í forustu- grein, að þetta hefði verið „stærsta hús landsins" og „eitt af stórvirkjum nýsköpunarinn- ar“. — Þessi atburður er táknrænn um afleiðingar af verkum fyrr- verandi stjórnar. Sorgleg sóun á verðmætum. En það hefir þó ekki verið skýrt frá öðru, sem er ennþá táknrænna. Alveg um sama leyti og „stórvirki nýsköpunarinnar“ sligaðist á Siglufirði, voru þeir Pétur Ottesen alþingismaður og Jóhann Þ. Jósefsson fjármála- ráðherra að lýsa ástandinu, máttarviðum og byggingarsmíði annars húss og þeim þunga er á því hlílir. — Þeir skýrðu frá því á Alþingi, að gjaldeyrir þjóðarinnar væri uppurinn og meir en það, að ríkissjóður væri tómur og skuld- aði í lausaskuldum um 20 milj- ónir, að ríkisstofnanir skulduðu miljóna tugi í lausum skuld- um, að fyrrverandi ríkisstjórn hefði fengið lánsheimildir á þriðja hundrað miljónir, en lán fengjust naumast, eða alls ekki lengur, því bankarnir væru tæmdir, að allt væri í óvissu um afurðasöluna, að dýrtíðin væri að sliga framleiðsluna, og að ef nokkuð út af bæri, væri vá fyrir dyrum. — Þetta er ekki lýsing á mjöl- geymsluhúsi, þetta er lýsing á þjóðfélaginu, húsinu, sem við öll búum í. Þannig var það þeg- ar fyrrverandi stjórn baðst und- an því" að vera þar húsráðandi lengur, — og fór. Morgunblaðið segir, að þjóð- inni sé lífsnauðsyn að reka þá ménn af höndum sér, sem hafi gert framkvæmdir eins og „stórvirki nýsköpunarinnar“ á Siglufirði. Rétt er það, — enda á raunar öll fyrrverandi stjórn sökiiia að minnsta kosti óbeint, með afskiptaleysi. — En þetta er bara ekki nóg. Stærsta stórhýsið, og sem mestu varðar, er þjóðfélagið sjálft. Þeir, sem skildu við það hús með veikum og gisnum mátt- arviðum og með sligandi snjó- þunga dýrtíðar og óstjórnar á þaki þess, svo sem núverandi fjánnálaráðherra og Pétur Otte- sen draga fram myndir af — þeir menn og flokkar þurfa fyrst og fremst að hverfa sem áhrifamenn í þjóðfélaginu. Og þjóðin verður sem fyrst að styrkja máttarviði síns eigin húss, svo ekki fari um það eins og mjölgeymsluna — að það verði um seinan. — Ef þjóðin gerir þetta tvennt, styrkir húsið og ómerkir glæfra- mennina, mun hún forða sér frá því sem urðu örlög bílanna í mjölgeymsluhúsinu undir fall- þunganum af þaki „stórvirkis nýsköpunarinnar“ og að sögn beigluðust saman eins og „blikk- dós, sem stigið hefir verið ofan á“. Bóndi. Landkynning Kiljans í fyrrahaust kvaldi ég mig til að lesa „Reisubókarkorn“ Kilj- ans. Sá ég þar, að Danir höfðu þrátt fyrir ýms ómerkilegheit slátrað lambi handa honum, og hafði maðurinn þar fengið gott að borða. Síðan kemur skáldið heim til fósturlandsins, og getur þar enga næringu fengið nema hið marg- hataða íshúskjöt, sem yarla er nógu gott handa villidýrum. Boðlega ullarsokka getur hann ekki fengið, nema mjög óásjá- lega „grodda“. Og svo eru það bændurnir, þeir hafa gleymt Guði, og eru farnir að trúa á rollurnar. Síðast minnist hann á listina, „hinn upplogna stíl nítjándu aldarinnar, í höggmyndalist, sem Albert Thorvaldsen var full- trúi fyrir“. Ég hélt að þetta „Reisubókar- korn“ væri aðeins góðgæti handa okkur íslendingum, en skáldinu hefir fundizt hann verða að kynna bæði land og þjóð á erlendum vettvangi, og (Framhald á 4. síðu) NÝIR PENNAR Skýjarof. Kvæði eftir Yngva Jóhannesson. — Stærð: 149 bls. 18X12 sm. Verð: kr. 23.00. Þetta er all mikið lesmál, því að stórum meira er á hverri síðu en oft er í miklu stærri bókum. Um það bil þriðjungur bók- arinnar eru þýdd kvæði. í þessari bók eru greindarleg kvæði með mjúku og léttu rími. Höfundurinn hneigist til heim- spekilegra sjónarmiða og er hóf- samur og góðgjarn. Kvæðin eru smekkleg, bæði um efni og form. Höfundur hefir oft valið hug- leiðingum sínum form kliðhend- unnar. Hér er eitt þeirra Ijóða til sýnis: Hve næm var samúð gefin geði ungu, hve gleðiljós þess tendraðist fljótt og brann? En vei, er mannheim fyrir sér það fann, hann fullur var af sekt og böli þungu. Þeir strengir, sem um unað áður sungu, þeir afbera nú varla kveinstaf þann að óma, hversu bölið völdin vann, hve víða logasúrir þyrnar stungu. — En hví skal stara á auðnuleysið eitt, ef ekki verður neinu með því breytt? Ei gazt þú hindrað ógn að æða um lönd. En ofnæm skyrjun er þér hermdargjöf, ef óvirkur þú dvelst í harmsins gröf. Rís upp frá víli, verk þér tak í hönd. Yngvi Jóhannesson er kominn af æskuskeiði, enda fullmótaður og sjálfstæður í kveðskap sín- um. Þó að kvæði hans séu yfir- leitt ekki tilþrifamikil eða hljómsterk, eru þau falleg og frá þeim stafar góðleik, sálarró og andlegu jafnvægi. Hver er kominn úti? Kvæði eftir Braga Sigur- jónsson. Stærð: 77 bls. 18 X12 sm. Verð: kr. 17.50. Bragi Sigurjónsson gerir sér stundum far um að yrkja dýrt með torveldu rími. Það er gaman að bragþrautum og dýru rími hjá þeim snillingum, sem geta látið orðin falla létt og eðlilega, þrátt fyrir það, að dýrt sé kveð- ið. En ef svo tekst til, að hugs- un og mál bæklast vegna þess, að höfundur velur sér þyngra rím en hann ræður við, verður kvæðið vanskapningur og verkar óþægilega á marga. En því segi ég þetta, að mér þykir Bragi sums staðar hafa seilzt svo langt til rímsins, að mýkt og lipurð hafi tapazt við það. Eins finnst mér, að Braga hafi stundum förlazt smekkvísi eins og þegar hann yrkir niðið um Húnvetninga og skagfirzka víð- sýn og gamlar hefðir þar: að drepa úr harðrétti og hungri hneigðir til skáldskapar. Ég hélt, að slíkar hefðir hefðu ekki verið héraðslægar, heldur sprottnar um allt land af því, að þjóðina vantaði mat. Og Hjálm- ar í Bólu var fæddur í Þingeyj- arsýslu, þó að rás atburðanna losaði Þingeyinga við að svelta hann, eins og Indriði á Fjalli kvað. Og með fullri virðingu fyrir Þingeyingum get ég þó ekki munað neinar sagnir um það, að þeir hafi gert sínum mönnum lífvænt við, að framleiða skáld- skap á liðnum öldum, og má sjálfsagt finna eitthvað, sem meinlega hefir verið um þá sagt í þeim efnum, ef leitað er. En sannindi munu það samt, sem Bragi segir annars staðar: Um aldaröð það brjóstvit bar vor beygða, litla þjóð, að hennar lífsrót leyndist þar, sem lifði málsins glóð. Stundum vits, en óvits oft, að ef þau lífgrös kell, er innan stundar engin þjóð og ekkert Helgafell. Þar með er- ekki sagt, að and- leg störf séu minna virt nú en áður, og ekki heldur, að hver hagorður maður eða sæmiléga pennafær eigi aldrei annað að stunda en bókmenntir. Ég hygg, að niðurlagserindi kvæðisins: Knýið á og fyrir yð- ur mun upplokið verða, séu með glöggum höfunda.reinkennum Braga. Hann hefir lýst hörðum dómum um tilraunir skáldsins í ýmsum greinum, og svo er þetta: Svo brugðust mér vonir. En þrá er þrá, af þráa ég vildi ekki undan slá, sótti því á og brandi brá og bitur Ijóðin kvað. Ég orti níð um’ alla og allt, þ á opnuðust dyr og lof varð falt, menn augum fjálgum skutu í skjálg: „Skáld fer þar í hlað.“ Ég hugmyndum stal úr einni átt, úr annarri háttum, lék mér dátt á erlendra vængjum, orðstírs sæng uppreidd mér þegar var, tekinn að borði með Tómasi, ! talinn jafnvígur Magnúsi, úthlutað fé úr A og B, eins of mér líka bar! Söngvar frá Sælundi. — Kvæði eftir Hörð Þór- hallsson. Stærð: 69 bls. 18 X12 sm. Verð: kr. 17.50 ób. Ég held nú samt ,að sumt í bókinni yrði fremur tónað en sungið, því að til er þar rím- leysa. Auk þess eru sum kvæðin óstuðluð, — eins og útlendingar yrkja, en það slæðast þá með aukastuðlar í öðrum. Þetta virð- ist vera slysni eða fyrirtekt, því að Hörður hefir gott vald á rími, ef hann vill. Efni þessara kvæða er með

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.