Tíminn - 03.05.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.05.1947, Blaðsíða 3
82. blað TÍMIM, laugardagiim 3. maí 1947 3 TórLbókmenntLr Björgvin Guðmundsson: Sextíu og sex einsöngslög. Bókaútgáfan Norðri h.f. Akureyri. Nú nýlega barst mér í hend- ur þetta mikla verk, Sextíu og sex einsöngslög, eftir tónskáld- ið Björgvin Guðmundsson. Mun bókin hafa komið á markaðinn skömmu fyrir jól í vetur. — Sú var tíðin, að söngvið fólk, sem eitthvað fékkst við hljóð- færaleik í heimahúsum, greip fegins hendi, ef fréttist um út- komu sönglaga eftir ísienzku tónskáldin okkar. Ég tala nú ekki um fögnuðinn, ef um var að ræða 6—10 lög í einu hefti. Þá var nú einhverju úr að moða! Og lögin voru lærð á skömmum tíma og leikin og sungin af gleði hjartans. Allveruleg breyting virðist mér á orðin í þessum efnum, hin síðari árin — og eigi til batnaðar. Stappar nærri fullu tómlæti og þögn, þegar um stórmerkileg afrek er að ræða á sviði íslenzkrar tónlistar. Ég hefi sem sé eigi orðið þess var, að minnzt hafi verið á það einu orði í blöðum vorúm eður tíma- ritum, að eitt vorra fáu höfuð- tónskálda hafi gefið þjóð sinni, í einni bók, hvorki fleiri eða færri en sextíu og sex einsöngs- lög. — Mér virðist þetta harla beizkur sannleikur. Það var ekki til þess að kveða upp dóm yfir þessum sönglögum Björgvins Guðmundssonar, að ég brá penna mínum á pappír, heldur aðeins til að minna á þau í fullri einlægni og alvöru. — Sönglögin mæla áreiðanlega bezt m'eð sér sjálf. Því hefir verið haldið fram af íslenzkum tónlistarmönnum, sem gerst þykjast vita, að list Björgvins beri langsamlega hæst í hinum stóru kórverkum, og að hann sé fyrst og fremst tónskáld Oratoriu-formsins. Skal ég eigi bera á þetta sérstakar brigður. En þó tel ég, að Björgvin hafi löngu sannað það, að vel hlut- gengur sé hann einmitt á sviði einsöngvanna. — Meðan hann dvaldi erlendis varð hann fyrst kunnur og dáður hér heima fyrir hið sérstæða ágætislag „Kvöld- bæn“. í kjölfar þess sigldu svo nokkur prýðileg einsöngslög, sem hlutu þegar almennings hylli. Meðal þeirra má sérstak- lega nefna: „Dauðsmannssund- ið“, „í dalnum“, „Vögguvísa Hö!iu“ „Þei, þei og ró ró“ og „í rökkurró“, sem er hrein og ómenguð perla. Þessir söngvar eru allir í þessu stóra söngva- safni. — Hin lögin eru, nær undantekningarlaust, óprentuð áður. Björgvin hefir, í þessu mikla safni, brotið til mergjar og bú- ið tónum ljóð flestra höfuð- skálda vorra. — Sjálfur á hann ljóð við nokkur laganna. — Er hér um að ræða allfjölbreytt viðfangsefni, allt frá gleði til sorgar. Einn mun þó þátturinn sýnu mestur í þessum verkum, svo sem í hinum miklu kórverk- um tónskáldsins. En það er þátt- ur trúar og tilbeiðslu. — Björg- vin er fyrst og fremst trúar- skáld í tónum. Og á bjargi trú- arinnar nær list hans hæst, svo sem hinna miklu meistara, Bach’s og Hándel’s. Því miður er eigi rúm til að ræða um einstök sönglög, svo að nokkru nemi. En þessi vöktu strax sérstaklega athygli mína: „Brúðurin í Dröngum", „Dala- dóttirin“, „Draumadísin", „Mánadísin“, „Vetrarnóttin", „Svanaljóð", „Vertu sæl“, „Sól- kveðja“, ,Sólin ei hverfur" (sem gerir kröfu til sérstaklega góðr- ar söngraddar), „Streymið öld- ur“, (eigi stórt lag en prýðilegt að formi), „Vögguvísa" (Blunda þú blunda) og „Ég þig tilbið“, — að ógleymdu stórlaginu (Bal- lade) „Fýkur yfir hæðir“, sem tónskáldið tileinkar mæffrunum. Öllum er kunnugt, hvílíka helgi og frið „Kvöldbæn“ Björg- vins hefir veitt á sorgarstund- um. Hér birtast lög svo sem: „Vertu sæl, vor litla hvítá lilja“, „Ég þig tilbið“ o. fl., sem vissu- lega munu oft óma sem hinzta kveðja til horfinna ástvina. Fullyrða má, að mikill hluti þessara sönglaga sé sæmilega tóngefnu fólki mjög meðfæri- legur til leiks og söngs. Og söngvarar vorir hafa hér óneit- anlega úr fjölbreyttum viðfangs- efnum að velja. Hins vegar hefi ég eigi orðið þess var, að nokk- urt þessara nýju laga hafi, enn sem komið er, hljómað frá ís- lenzfra útvarpinu. — Og virð- ist mér slíkt gegna allmikilli furðu. Þökk sé tónskáldinu Björgvin Guðmundssyni fyrir hinar dýru gjafir, er hann hefir fært tón- elskri þjóð sinni. — Ég treysti því aðeins, að þjóðin beri gæfu til að meta gjafirnar. 30. marz 1947. J. Ó. H. ýmsu móti, eins og gengur Og og húm fer að síga á jörð, gerist nú á tímum, — allt frá verðurðu’ að rósbleikum, roðnandi hjúpi, ættjarðarkvæði að ástavisum og kenndarljóði. Lítið örlar þar á heimspeki eða heimsádeilu, en þó sýnir höfundur þann skiln- ing, sem gerir menn góða þegna og liðsmenn í framför landsins. Þannig segir hann í kvæðinu um 17. júní 1944: Orðsins list og ást til ljóða engin kúgun frá oss tók, synir landsins sögufróða sóttu fram með ljá og bók. Vígi þjóðarveldið nýja viljans járn við hjartans bál. Frelsisandinn fram skal knýja fólginn kraft í þjóðarsál. Útlægur sé auðsins þótti, auðmýkt snauðra, þjónsins lund, valdsins hroki, vesals ótti; vinnan göfgar hug og mund. Ef til vill er Mjöll bezta kvæði bókarinnar, og myndi það sæma hverj u skáldi, ef ekki væru smá- gallar á stuðlum og orðavali, sl — sv — sý og „hljómandi djúp“, t. d. Þar er þessi vísa: Er sólin sér hallar að hljómandi djúpi sem reifar hinn blundandi svörð. Og tindarnir ljóma í logandi eldi, sem lýsir upp voga og sund, en jörðin hún bliknar, í blánandi feldi hún býr sig á mánaskins fund. H. Kr. Öldungiirmii, sem arf- leiddi Gretu Garboe. Núna eftir áramótin safnaðist sjö- tugur bóndi vestur í Michigan til feðra sinna. Hánn hét Edgar Donni. Þegar erfðaskrá hans var athuguð kom í ljós að hann arfleiddi Grétu Garboe að öllum eignum sínum, sem virtar voru á 80 þús. kr. Bóndi þessi var piparkarl og barst lítið á, gekk illa til fara og bjó i litlum kofa. En hann hefir verið hrifinn af leikkonunni, þvi að hann lét eftir sig mikið safn af myndum og blaðaúr- klippum um Grétu Garboe. En yfirvöldin eru ekki lamb að leika við. Þegar siðast fréttist var helzt búizt við að þau úrskurðuðu gamla manninn geðbilaðan, erfðaskrána ó- gilda af þeim sökum og eigur hans fallnar undir Michiganriki. Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund sagði hann, en þú ert sjálfsagt óvön því, að þin sé beð- ið svona formlega. Auðvitað geturðu það. Þú skalt sanna, að okkur mun vegna vel. Guð gefur brauð með barni, segir máltækið. — Nei, sagði ég hnuggin. Arthúr var svo ástúðlegur og mjúkur í handtökum, að mér var ómögulegt ann- að en vorkenna honum. Ég get ekki gifzt þér, hversu fegin sem ég vildi. Þetta var líka satt, engillinn minn. En hefði ég bara verið Anna Andersson, vinnukona á Grund, sem ég nú læzt vera með misjöfnum árangri, hefði ekki hjá því farið, að ég hefði undir eins sagt já. Anna Anders- son hefði aldrei fengið betri mann en Arthúr Lund- kvist. — Hvers vegna geturðu það ekki? spurði Arthúr, þungur á svip og vonsvikinn — er það eitthvað sér- stakt? — Nei, sagði ég snöktandi með klútinn minn fyrir vitunum. En nú sá ég samt bregða fyrir á milli tár- anna ofurlítilli von um það, sem eftir atvikum mátti kalla heiðarlegt undanhald. Það er ekkert sérstakt, sagði ég, annað en það, að ég er allt of gömul til þess að giftast þér. — Hvað ertu gömul? — Þrjátíu og sjö ára, svaraði ég og skellti í snatri rösklega 50% kreppuálagi á aldur minn — bætti við þrettán árum, því að mér fannst óhappatalan bezt viðeigandi, ég var þannig sett þessa stundina. — Æ, hver skrattinn, sagði Arthúr súr á svipinn og kippti að sér hendinni eins og hvepsa hefði stungið hann, og ég er ekki nema tuttugu og fimm. Þá þýðir náttúrlega ekki að tala um slíkt. — Nei, þú sérð það sjálfur, sagði ég andvarpandi og grét dálítið til áréttingar, því að mér gezt vel að pilt- inum og leiddist, að þetta skyldi hafa komið fyrir. — Já — en þú ert alveg eins og unglingsstelpa að sjá, sagði Arthúr með afsökunarhreim í röddinni. Mér hefði aldrei dottið í hug, að þú værir orðin svona gömul. — Ég get ekki gert að því, sagði ég og reyndi að hafa taumhald á mér. — Nei — það getur þú auðvitað ekki, sagði Arthúr. og nú sýndi hann svart á hvítu, hvílíkur heiðursmaö- ur hann er, því að hann tók í hönd mér og mælti: ----Ég hefi hagað mér eins og asni og grætt þig í þokkabót, og þú verður ■að fyrirgefa mér það, Anna. Ég hefði átt að kynna mér þetta allt, áður en ég rauk til og bað þín. En þetta er líka í fyrsta skipti, skilurðu? Fyrirgefðu mér, Anna mín — ég ætlaði ekki að særa þi&- — Ég veit það — en það er svona að vera orðin gömul. Ég hefi ekkert að fyrirgefa, og nú gleymum við þessu, Arthúr. — Já — við gleymum þessu, Anna mín, sagði hann um leið og hann reis á fætur. Og svo kvöddum við fururnar, sem einar höfðu orðið vitni að þessu misheppnaða bónorði byrjandaris. En við fórum ekki beint í dansinn, því að við áttum enn margt órætt. Ég ákvað að hamra járnið meðan það var heitt, og þess vegna stakk ég hendinni undir handlegginn á honum og sagði: — En hlustaðu nú á mig, Arthúr: Ég þekki litla og elskulega stúlku, sem þú ættir að festa auga á. — Hver er það nú? spurði Arthúr tortrygginn. — Hún heitir Hildigerður. — Hildigerður? ságði Arthúr, enn kindarlegri en áður. — Já — Hildigerður er einmitt rétta stúlkan, hélt ég áfram af vaxandi sannfæringarkrafti. Hún er bál- skotin í þér, hún talar ekki um annað en þig, og ást hennar endist til æviloka. Hefir þú ekki tekið eftir þessu? — Ég hafði ekki hugsað mér aðra en þig, Anna. — Þú veizt nú, hvernig það er. — En þú hlýtur að vera blindur, maður. Hefirðu aldrei tekið eftir því, hvað skemmtileg hún er við kynningu? Og svo er hún líka falleg stúlka. — Hún er föngulegasti kvenmaður, sagði hann, en þú ert fallegri, Anna. — Minnztu ekki á það, sagði ég. Ég er ekki annað en piparjúnka, og eftir fáein ár verð ég orðin gömul og gráhærð kerling. Við förum svona, þessar svarthærðu stúlkur. Og þú veizt ekki, hvað laghent og dugleg Hildigerðm- er — bara ef hún fengi að læra eitthvað. Hún hefir strax lært margt síðan ég kom að Grund, og ég er viss um, að hún verður eins myndarleg og hag- sýn húsmóðir og nokkur maður getur óskað sér. — Mér geðjast ágætlega að Hildigerði, því að hún er bæði atorkusöm og viðfelldin. Og fyrst ég get ekki fengið þig, væri .... — Þú skalt slá þér á Hildigerði, greip ég fram í fyrir honum, því áá nú fann ég dálítinn bilbug á honum. Hún bíður bókstaflega eftir því, að þú biðjir hennar. — Það liggur nú ekkert á. — Ja — væri ég karlmaður, myndi ég ekki láta neinn annan hrifsa frá mér stúlku eins og Hildigerði, og ef þú lætur þetta reka á reiðanum, getur annar orðið p Getnm afgreitt nú þegar : ♦♦ • ♦ handsáðválar „J alco” ! fj fyrlr rófur. | Samband ísl. samvin nufélaga- Starfsstúlkur vantar á Kleppsspitalann. Upplýsingar I sima 2319. KSKmasömœmasaRjiaaai Málverkasýning Magnúsar Þórarinssonar í Listamannaskálanuin er opin I KVÖLD TIL KL. 11. Hannyrðasýning nemenda minna byrjar í dag (laugardag) Vegna þess hversu sýningar þessar hafa verið fjölsóttar að undanförnu sérstaklega seinustu daga sýningarinnar vil ég biðja væntanlega sýningargesti að athuga, að sýningin verður opin aðeins fáa daga að þessu sinni. Sýuingin verður opin kl. 2—10 e. h. i hási mínu, Sólvallagötu 59 (gengið um aðaldyr). Júlíana M. Jónsdóttir Sláturfélag Suðurlands Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sldturfélag. Reykhús. — Frystihús. Niðursuðuverksmiðja. - Bjúgnagerð. FramleiÖir og selur í heildsölu og smásölu: NiOur- soOiO kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og aZLs konar áskurö á brauö, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávaUt nýreykt, viOurkennt fyrir gæði. FrosiÖ köt alls konar, fryst og geymt 1 vélfrystihúsi eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. UTBREIÐIÐ TIMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.