Tíminn - 06.05.1947, Side 1

Tíminn - 06.05.1947, Side 1
31. árg. ERLENT YFIRLIT: Afvopnunin og atomsprengjan Litlar horfur á samkomulagi milli stór- veldanna um þessi mál. Á þingi sameinuðu þjóðanna í vetur, þóttu nokkrar líkur til þess, að samkomulag gæti náðst milli stórveldanna um afvopn- unarmálin og meðferð atomsprengjunnar. Vonir þessar voru m. a. byggðar á því, að Rússar höfðu látið á þinginu eins og þeir hefðu mikinn áhuga fyrir slíku samkomulagi. Síðan hafa þess- ar vonir veikzt mikið. Flest, sem hefir gerzt síðan þinginu lauk, bendir til þess, að samkomulag svo að ekki sé meira sagt. Fyrir fáum dögum síðan hefir nefnd sérfræðinga frá stórveld- unum, er átti að undirbúa frum- tillögur um tilhögun afvopnun- arinnar og stofnun alþjóðahers sameinuðu þjóðanna, skilað til- lögum sínum klofin. Rússar eru þar annars vegar, en Bapda- ríkjamenn, Bretar og Frakkar hins vegar. Ágreiningsefni nefndarhlut- anna eru margs konar. Banda- menn vilja ekki hefjast handa um almenna afvopnun fyrr en alþjóðahernum hafi verið kom- ið á fót og vilja því láta hraða stofnun hans sem mest. Rússar vilja, að strax sé hafizt handa Frumleg tillaga um sættir stórveldanna Mynd þessi er af Elliot, syni Roose- velts forseta. Hann er einn af helztu gagnrýnendum Trumans forseta vegna stefnu hans í utanríkismálúm. Elliot var fyrir nokkru í Moskvu og átti þar viðtal við Stalin og fékk yfirleitt höfð- inglegar móttökur. Annars hefir hann vakið einna mesta athygli á sér fyrir þá tillögu, að Stalin, Truman og Att- lee verði lokaðir inni í sama klefanum og verði ekki sleppt út aftur fyrr en þeir séu búnir að koma sér saman um ágreiningsmál stórveldanna. ERLENDAR FRÉTTIR Traustsyfirlýsing til stjórnar Ramadiers var samþykkt í franska þinginu á sunnudaginn með atkvæðum jafnaðarmanna, katólskra framsóknarmanna og radikala. Kommúnistar greiddu atkvæði á móti, en hægri menn sátu hjá. Ráðherrar kommún- ista eru farnir úr stjórninni, en líkleyt þykir, að hún sitji áfram. Gandhi hefir látið svo um- mælt, að svo geti farið, að Ind- verjar jmrfi að biðja Breta að vera lengur í Indlandi, ef ekki dragi úr óspektum og æsingum í landinu. Brezk iðnaðarsýning, sem mik- ið er látið af, var opnuð um helgina. Um 3000 iðnaðarfyrir- tæki taka þátt í henni. um þessi mál eigi langt í land, um afvopnunina og megi eins semja um stofnun og skipun al- þjóðahersins síðar. Bandamenn vilja, að alþjóðaherinn sé mynd- aður þannig, að hver hinna sam- einuðu þjóða leggi fram mann- afla í isamræmi við fólksfjölda sinn, og síðan verði herinn lát- inn hafa bækistöðvar, þar sem hans sé álitin mest þörf og hann sé bezt settur. Rússar vilja, að alþjóðaherinn verði eingöngu skipaður herliði frá stórveldún- um og hafi það bækistöðvar i heimalöndum sínum, þegar ekk- ert sérstakt sé um að vera. Hér er um svo mikinn skoð- anamun að ræða, að ekki er lík- legt, að samkomulag náist um afvopnunarmálin fyrst um sinn. Ágreiningurinn um meðferð kjarnorkusprengjunnar er engu minni. Rússar krefjast, að allar þjóðir fái að vita, hvernig fram- leiðslu sprengjanna sé háttað, en síðan verði framleiðsla þeirra bönnuð og allar slíkar sprengjur ónýttar. Bandaríkin segjast ekki geta fallizt .á þesar tillögur Rússa, nema áður hafi verið komið á svo ströngu alþjóðaeft- irliti, að tryggt sé, að framleiðsla þeirra geti hvergi átt sér stað. Rússar neita að fallast á slíkt eftirlit. Nýlega neitaði t. d. Gromiko, þegar þetta mál var rætt í öryggisráðinu, að fallast á, að flugvélar frá sameinuðu þjóðunum fengju að fljúga ó- hindrað yfir löndin í slíku eftir- litsskyni. Hann kvað Rússa ekki geta leyft slíkt, því að þannig mætti koma við ýmsum njósn- um. Meðan Rússar vilja ekki fallast á slíkt eftirlit, hindra þeir samkomulag um þessi mál. H.f. Shell eignast nýtt olíuflutningaskip Hluta félagið Shell á íslandi hefir fest kaup á nýju olíuflutn- | ipgaskipi, sem kom hingað til jlands í gærmorgun. Er þetta , annað olíuflutningaskipið, sem íslendingar eignast. , Þetta nýja olíuflutningaskip ber 300 smálestir olíu, og á það fyrst um sinn að heita Skelj- ungur I. Gamli Skeljungur, sem einnig er eign Shell, verður hins ; vegar seldur úr landi. I Nýi Skeljungur er þriggja ára' gamall, smíðaður í Englandi, en 1 lenti í eig'u Norðmanna, og af þeim var hann keyptur hingað. Segja skipverjar, að hann sé sjóskip gott. Enda þótt hann sé helmingi stærri en gamli Skeljungur, er áhöfnin hin sama, tólf manns. Gerði for- stjóri Shell ráð fyrir því, er blaðamennirnir áttu tal við hann, að þetta skip myndi lang- drægt fullnægja olíuflutninga- þörfinni, svo að ekki þyrfti að fá leiguskip, nema þá mánuði árs- l ins, þegar allra mest er að gera. Skipstjóri á nýja Skeljungi iverður Brynjólfur Kjartansson, sem áður var skipstjóri á gamla Skeljungi. Hefir hann verið við olíuflutninga hér við land síð- ustu fjórtán ár. | Reykjavík, þriðjudagiim 6. maí 1947 Þarna var morðLð framið 83. blað Þessa mynd tók lögreglan inni í skálanum, þar sem hinn vitstola maöur myrti telpuna, Kristínu Kjartansdóttur. Lík hennar lá á bekknum, sem sést á myndinni, þegar komið var að. — Blóðflekkirnir sjást á gólfinu. — Fáheyrt illræðisverk drýgt á laugardagskvöldið var Vitstola mallur myrðir tveggja ára telpu og særir móður liennar og systur. Tvísýnt um líf mæðgnanna, er eftir lifa. Síðastliðið laugardagskvöld vildi sá hryllilegi atburður til í Reykjavík, að brjálaður maður, Ingólfur Einarsson að nafni, myrti lítið stúlkubarn með hníf og særði auk þess móður þess og systur miklum sárum. Þessi sorglegi atburður gerðist kl. 8.40 um kvöldið í bragga við Háteigsveg. * Tíðindamaður blaðsins átti í gær tal við Kjartan Friðberg Jónsson, sem er eiginmaður konunnar, sem varð fyrir árás- inni, Aðalheiðar Georgsdóttur. Kvað hann árásarmanninn hafa áður gert tilraun til að ráðast á fólk, og hefði hann orðið til þess a#bjarga tveimur mönnum úr klóm hans. Öðrum þeirra hjálpaði hann á slysavarðstof- una eftir tilræðið. Ekki varð úr því í það skipti, að árásin væri kærð. — Ingólfur bjó í báru- járnsskúr skammt frá skála þeim, er þau hjónin Kjartan og Aðalheiður, bjuggu í. Annars hefir Ingólfur alla tíð verið öðru vísi í framkomu en fólk er flest og nokkuð drykk- felldur. En fullvíst er nú talið, að þegar ódæmið var framið, hafi hann ekki verið undir á- hrifum víns. Eftir því, sem bezt verður vitað, vildi atburðurinn til með þessum hætti: Aðalheiður Georgsdóttir var stödd í þvottahúsi, sem er 8 metra frá skáladyrum hennar, og var að þvo þvott, þegar eldri telpan hennar, Sigríður, kemur til hennar, hlaupandi og alblóð- ug og getur ekki komið upp neinu orði. Hleypur konan þá strax út úr þvottahúsinu og ætl- ar inn í skálann, sem hún býr í. En í ganginum ræðst hinn brjálaði maður að henni, án þess ajð það skipti nokkrum tog- um. Þegar hún reyndi að kom- ast framhjá manninum inn í herbergið, þar sem yngri dóttir hennar, Kristín, var, tókst á- rásarmanninum að særa hana, og þá hljóp hún út til að ná í hjálp. Rannsóknarlögreglan hóf þeg- ar rannsókn í málinu og yfir- heyrði Ingólf þá um nóttina. Fer hér á eftir útdráttur úr framburði hans: í framburði sínum skýrir Ingólfur Einarsson frá því, að hann hafi ekki verið undir á- hrifum áfengis, er hann framdi Sænsku blöðin leið- rétta viðtalið við Stefán Jóhann Stefán Jóhann Stefánsson forsætisráðherra skýrði frá því utan dagskrár í neðri deild í gær, að öll sænsku blöðin, sem hefðu rangfært viðtal við hann og kommúnistar hefðu gert mik- ið veður út af, hefðu nú birt greinar, þar sem ranghermin væru leiðrétt. Ráðherrann hafði fengið sendiherra Svía hér og sendiherra íslands í Stokkhólmi til þess að koma leiðréttingun- um 'á framfæri. / Það, sem blöðin höfðu rangt eftir forsætisráðherranum, var einkum það, að hann hefði átt að segja, að Rússar myndu hafa reynt að tryggja sér flugrétt- indi hér, ef flugvallarsámning- urinn hefði ekki verið gerður við Bandaríkin. Einnig létu sum þeirra hann segja, að samning- urinn skerti sjálfstæði íslands. Blöð þau, sem hér áttu hlut að máli, voru Dagens Nyheter, Stockhloms-Tidningen og Svenska Dagbladét. Þetta eru telpurnar, sem urðu fyrir árásinni. Vinstra megin er Kristín, tveggja ára hœgra megin Sigríður, átta ára. ódæðisverkið. Hins vegar. hafi hann á föstudaginn bragðað lít- ilsháttar vín og á laugardaginn kvaðst hann hafa verið illa fyr- irkallaður, enda ekki sofið vel um nóttina. Síðla dags á laugardaginn, eða á tímabilinu milli kl. 19.00 og 20.00 lá hann á legubekk heima hjá sér. Allt í einu hefði gripið sig æði_ hann sprottið upp af bekknum, farið í jakka og tekið borðsax, sem hann geymdi í skúffu hjá sér. Síðan hefði hann hlaupið út úr skúrnum ákveð- inn í að far í bragga nr. 1 við Háteigsveg, sem var þar rétt hjá, og stinga það fólk með sax- inu, sem þar kynni að vera. Ingólfur segist hafa verið með æði allan tímann meðan á árás- inni stóð. Hann sagði, að tvö börn hefðu verið inni í bragg- anum og þau hefði hann bæði stungið með sveðjunni. Meðan hann var að þessu, hefði móðir barnanna komið inn í skálann. Hfenn réðst strax á hana og stakk hana nokkrar stungur. Síðan segir hann, að konan hafi hlaupið út úr bragganum, en börnin hafi legið eftir (þetta er þó ekki rétt, því að eldri stúlk- an komst út úr bragganum), svo hafi fólk safnazt að bragg- anum, hann hafi verið hand- tekinn og fluttur á lögreglu- stöðina. j Framburður Jóns Tryggva , Valentínussonar, j árnsmíða- 1 nema, Hverfisgötu 82, er svo-1 hljóðandi: j „í kvöld var ég gestkomandi | i bragga nr. 3 við Háteigsveg, j Ég var þar hjá unnustu minni. Páhnu Þorleifsdóttur. Kl. 20.00 til 21.00 kom kona inn í dyrnar á bragganum og bað um hjálp og hrópaði um, að einhver mað- um, sem ég man ekki hvaö hún nefndi, væri að drepa börnin sín. Inni í bragganum var einn- ig Þorleifur Þorleifsson og hlup um við báðir út, er konan kall- aði. Ég veit ekki um nafn á kon- unni, en hún leit út fyrir að vera mikið særð og sá ég, að blóð rann úr sári eða sárum, sem hún hafði á brjóstinu og einnig á bakinu. Líka var hún (Framhald á 4. síðu) IVý llstgrein: Steingerður Guð- mundsdóttir sýnir „einleik” Innan fárra daga mun ung listakona kynna íslendingum nýja listgrein, sem nefnd er mono-drama, er 1 rauninni er eins manns leikur. Þessi unga listakona er Steingerður Guð- mundsdóttir. , Steingerður Guðmundsdóttir stundaði nám í leikskóla Lárus- ar Pálssonar 1941—1943 og lék Önnu í „Orðinu“ eftir Kaj Munk. Haustið 1943 hélt hún til Ame- ríku og innritaðist á American Academy of Dramatic Art í New York og hlaut þar ókeypis kennslu um skeið. Samhliða því námi sótti hún tíma hjá Mikhail Mordkim balletmeistara og nam (Framhald á 4. síöu) ' Aðalheiður Georgsdóttir. Kjartan Friðberg Jónsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.