Tíminn - 06.05.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.05.1947, Blaðsíða 4
FRA M SÖKNA RM ENN! 4 Munið að koma i flokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhúsinu við Lindargötu Sími 6066 6. MAÍ 1947 83. bla« Stórfellt framlag ríkisins til félagsheimila Félagsheimilasjólfur fær framvegis 45% af skemmtanaskattmum. í gær voru lögð fram þrjú stjórnarfrumvörp á Alþingi. Eru það frv. um breytingu á skemmtanaskattinum, frv. um félagsheimili og- frv. um Þjóðleikhús. Samkvæmt fyrstnefnda frv. skiptist skemmtanaskatt- urinn þannig- framvegis, að 45% fara í félagsheimila- sjóð, 45% fara til reksturs þjóðleikhússins og 10% til lestrarfélaga og til kaupa á kennslukvikmyndum. Úr fé- lagsheimilasjóði verða veittir styrkir til félagsheimila (samkomuhúsa) í kaupstöðum og sveitum. Framsóknarmenn hafa lengi beitt sér fyrri því, að ríkið veitti styrk til féiagsheimila og fluttu um það tillögur á þingi í fyrra og aftur nú. Samkvæmt þessum nýju frum- vörpum, verður allvel séð fyrir framlögum til félagsheim- ilanna. Miðað við tekjur af skemmtanaskatti á síðastl. ári, verður hlutur félagsheimilasjóðs um 820 þús. kr. Nánar verður sagt frá þessum frv. síðar. Fáheyrt illræðisverk (Framhald af 1. síöu) blóðug á andlitinu, en ég held að hún hafi ekki verið særð þar. Það var af konunni dregið og hún komst ekki burtu frá bragg- anum og hlupum við því tveir einir niður Háteigsveg, en þar lá annað barnið tvær til þrjár hús- lengdir frá bragganum, sem ég kom úr. Yfir barninu stóð drengur. Eldri telpan með lífsmarki. Þetta var telpa 8—9 ára göm- ul. Ég sá að telpan var með stóran skurð á hægri handlegg og eitthvað særð á brjóstinu. Hún var rænulaus en með lífs- marki. Þá voru komnar þarna tvær bifreiðar og hjálpaði ég til að láta telpuna upp í aðra þeirra. Þar næst ætlaði ég að hlaupa að bragganum, sem ég kom úr og ná í konuna og koma henni í þessa sömu bifreið, svo að hún gæti komizt til læknis, en þá hrópaði unnusta mín, að annað barn væri inni í braggan- um. Þá fór ég til dyranna á bragga nr. 1, en þar vissi ég að var heimili konunnar. Þá kom Þor- leifur Þorleifsson og maður með honum hlaupandi út úr bragg- anum og sögðu, að maður væri vitlaus inni í bragganum með hníf í höndum. Um leið kom maður út í dyrnar á braggan- um. Hann var með langan hníf í höndum og þurrkaði hann blóð af honum með tusku sem hann var með. Hnífurinn var langur (sax) og sýndist mér oddurinn vera skarpur og líta út fyrir að hann hefði verið sorfinn til. Fann bamið dáið á legubekk. Við skipuðum manninum út úr dyrunum, en hann sagði okk- ur að kalla á lögregluna. Endur- tókum við þá skipunina að koma út og lét hann þá hnífinn detta niður og gekk út. Ég hljóp þá inn í braggann og leitaði að barninu, en fann það ekki til að byrja með, en kom svö auga á það og lá það á legubekk í innsta herberginu. Þetta var telpubarn, ca tveggja ára gamalt. Það var blóðugt, sérstaklega í andliti og virtist,. mér það vera dáið. Ég tók ekki eftir áverkum á því. Ég bar barnið út og út í sömu bifreiðina, sem ég hafði áður látið hitt barnið. Eftir það fór ég sjálfur upp í bifreiðina og var henni ekið be'ina leið á Landspítalann. Þar var tekið við báðom börnunum. Móðir þeirra kom á eftir í annari bifreið. Ég þekki ekki mann þann sem kom út úr bragga nr. 1, með hnífinn í höndum. Hann var að sjá meðalmaður á hæð. Ég veitti honum enga sérstaka eftirtekt, svo að ég geti lýst útliti hans, nema hvað mér virtist hann vera æðisgenginn. Einnig tók ég eftir því, að annað augað í hon- I um virtist vera eins og hálf I sokkið. Rannsóknarlögreglan kom á staðinn skömmu eftir að atburð-- urinn gerðist. Fer hér á eftir útdráttur úr skýrslu Ingólfs Þorsteinssonar yfirvarðstjóra, sem þangað kom, ásamt Axel Helgasyni lögregluþjóni: Er við komum á staðinn, voru þar fyrir tveir lögregluþjónar frá götulögreglunni, sem kváð- ust hafa gætt þess að láta ekk- ert fólk fara inn í braggann eft- ir að þeir komu þarna á stað- inn. En braginn var þá mann- laus og ólæstur. Vegsummerki er sáust á staðn um, er ég kom voru þessi: Á steinsteyptum hellum við braggadyrnar, voru margir, litl- ir blóðblettir eða stórir blóð- dropar. Á þröskuldinum og utan á útidyrahurðinni voru einnig blóðblettir, en nokkru meiri og stærri blóðblettir voru í gang- inum rétt innan við hurðina. Á gólfinu innar eftir ganginum voru allmargir blóðdropar, og á þröskuldinum í dyrunum að stofunni til hægri inn af gang- inum voru litlir blóðblettir. Á gólfinu rétt innan við dyrnar í þeirri stofu voru margir blóð- dropar eða smáblóðblettir, en að öðru leyti var lítið blóð í þeirri stofu og húsmunir þar virtust ekki hafa orðið fyrir neinu hnjaski. Hurð fyrir dyr- um milli þessarar stofu og innstu stofunnar hægra megin stóð opin, en í innri stofunni var gólfið meira og minna þakið smáblóðblettum og á breiðum legubekk, sem stendur þar við vegg fyrir gafli skálans, var blóðpollur og einnig nokkrir blóðblettir ofan á teppi, sem var breitt yfir legubekkinn. Hús- munir í stofunni virtust vera nokkurn veginn í eðlilegri röö og benti ekkert til, að þeir hefðu orðið fyrir neinu verulegu hnjaski eða nein áflog eða rysk- ingar hefðu átt sér stað, en ná- lægt því á miðju gólfi í innri stofunni lágu buxur af barni og einn barnssokkur og voru lítils háttar blóðdrefjar á buxunum líkt og þurrkað hafi verið af einhverju með þeim. Að öðru leyti en nú hefir verið lýst, sáust ekki nein frekari vegsummerki í bragganum, nema hvað stór, oddmjór hnífur eða kjötsax lá þar upp á skáp innan Við dyrnar að fremri stof- unni. Sáust litlar blóðdrefjar á skafti hnífsins og einnig á blað- inu, rétt ofan við oddinn. Ingólfur Þorsteinsson yfir- varðstjóri gerði húsrannsókn í skúr árásarmannsins, og fer hér á eftir útdráttur úr skýrslu hans: Við húsrannsóknina fannst ekkert markvert, sem neínar upplýsingar gæti gefið varðandi rannsókn þessa máls, nema ef vera kynni það, að í lítilli skúffu undir nokkurs konar vegghillu inni í skúrnum, sem er aðeins eitt íbúðarherbergi, var stór, ; Höfum fyrirliggjandi og eigum von á fyrir vorið allskonar HANDVERKFÆRUM til garð - og jarðyrkju, svo sem: ;í Stunguskohum, Hnausakvíslum, j: Malarskóflum, Stungukvíslum, ‘ji Steypuskóflum, Heykvíslum, Ballastskóflum, Höggkvíslum, Kornskóflum, Garffhrífum, Járnkörlum, Hökum, Arfasköfum. Sendið pantanir sem fyrst. !;j Samband í ísl 1. samvinnufélaga | Utsvör Þriðja fyrirframgreiðsla útsvara árið 1947, til bæjar- * sjóðs Reykjavíkur, féll í gjalddaga hinn 1. maí. Er þá fallið í gjalddaga sem svarar 3/8 hlutum (37y2%) útsvarsins 1946. Gjaldendur eru minntir á að greiða áfallnar afborganir til bæjargjaldkera nú þegar; einkum eru kaupgreiffendur alvarlega áminntir, aff greiffa útsvörin fyrir starfsmenn sína. Borgarritariim. Tilkynning Athygli verzlana skal hérmeð vakin á tilkynningu við- skiptaráðs í Lögbirtingablaðinu 6. maí 1947. Reykjavík, 5. maí 1947. Verðlagsstjóriitn. Ný listgrein. (Framhald af 1. síðu) þar einkum látbragðslist (mímo drama). Næsta haust átti hún að koma fram á nemandasýn- ingu hjá Mordkim, en úr því varð ekki, því Mordkim lézt þá um sumarið. Steingerður gerðist síðan nem- andi hjá prófessor Komisarjev- sky, sem er einn af frægustu leikstjórum heimsins, síðan hann starfaði við þjóðleikhús- ið í Moskvu og stofnaði þar sitt eigið leikhús. Hjá Komisarjev- sky stundaði hún nám í 2 ár, fram á sumarið 1946, en þá hélt hún til Svíþjóðar og kom þaðan heim snemma í vetur. Prófessor Komisarjevsky hefir undirbúið leiksýninguna að öllu leyti, nema hvað Steingerður og frú Kristín Thoroddsen hafa þýtt leikþættina á íslenzku. Steingerður er dóttir Guð- mundar heitins Guðmundssonar skálds og Ólínu Þorsteinsdóttur, ekkju hans. beittur og oddhvass hnífur með áberandi breiðu blaði. En hníf- ur þessi eða sax lá þarna í skúffu, ásamt einu venjulegu hnífapari og skeið, og gæti því að sjálfsögðu verið einungis ætlað til venjulegra. heimilis- nota. Inni í herberginu var sama og ekkert af húsgögnum og mjög fátæklegt, en tiltölulega hrein- legt. Bækur voru þar engar, og enginn pappír, ritföng eða blöð. Nokkrir innbyggðir skápar með- S K1PAUTG6K-0 RIKISINS „SÚÐIN” Strandferð til ísafjarðar í þessari viku. „Sverrir” til Búðardals og Stykkishólms í byrjun þessarar viku. fram veggjunum og einn bekk- ur eða nokkurs konar flet, og á honum dýna og teppi, og hefir þessi bekkur því sjáanlega verið notaður sem legubekkur. Á miðju &ólfi var eitt lítið borð, og var það eina húsgagnið, sem heitið gat, þarna inni. Samkvæmt viðtali, sem tíð- indamaður blaðsins átti í gær við lækni á Landsspítalanum, leið Aðalheiði og Sigríði dóttur hennar þá vel eftir atvikum, en voru þó þungt haldnar. Höfðu þær hlotið margar hnífsstung- ur mismunandi djúpar á ýmsum stöðum um líkamann. (jatnla Síó Kona inn borð. (En kvinna omborcl) Spennandi sænsk kvikmynd, gerð eftir skáldsögu Dagmar Edqvist. Aðalhlutv. leika: Karin Ekelund og Edvin Adolphsson, (er léku í kvikmyndinni „Sjötta skotið“). Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð yngri en 16 ára. (við Skúlaqötu) JEANE EYRE Þessi mikilfenglega stórmynd með: Orson Welles og Joan Fontaine, verður eftir ósk margra sýnd í kvöld kl. 9. VISTARVERXJR VOÐANS. Svæsin draugamynd, með: Lon Chaney, Martha O’Driscoll, John Carradine. Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuö yngri en 16 ára. 7'jarnarkíó V íkiiigurmn. Sýnd kl. 9. Hamingjan er lieimafeiigin (Heaven is Round the Corner) Skemmtileg söngvamynd Leni Lynn Will Fyffe Sýning kl. 3, 5 og 7. Sala hefst kl. 11. LEIKFELAG REYKJAVIKUR: Ærsladraugurinn Gamanleikur eftir NOEL COWARD. Leikstjóri: HARALDUR BJÖRNSSON. Sýning á miðvikmlag kl. 30.00. Aðgöngumiðasala í Iðnó frá kl. 2 í dag. Tekið á móti pöntunum í síma 3191 kl. 1 til 2. Pantanir sækist fyrir kl. 4. ^-------------------—--------------------------^ Hugheilar þakkir færi ég þeim, er á 60 ára afmæli mínu sýndu mér sóma og veittu mér ánægju og gleði með nær- veru sinni, skeytum og öðrum vinargjöfum. — Guð gefi þeim blessunarríka ævidaga. GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR, ST AN G ARHOLTI — MÝRASÝSLU. i-------—.—.— — ----—— --------——------------——j Studebaker Commander Model 1947 Látið ekki möguleikann til að eignast nýtízku fólks- bifreið fyrir — kr. 5,00 — fram hjá ykkur fara FREISTIÐ GÆFUNNAR. KAUPIÐ HAPPDRÆTTISMIÐA SEM FYRST Dregiff verður 2. júní. Kæru vinir og kunnin^jar. Hjartans þakklæti til allra nær og fjær, er sýndu mér vinsemd og heiðruðu mig með heimsóknum, heillaskeytum og stórgjöfum á sextíu ára afmæli mínu 7. apríl s.l. — Lifið heil. INGIBJÖRG GÍSLADÓTTIR, HÓLI.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.