Tíminn - 07.05.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEFANDI:
PRAMSÓKNARPLOKKURINN
Símar 2353 og 4373
PRENTSMIÐJAN EDDA hi.
: .ITST JÓRASKRIPSTOPUR:
EDDUHÚ3I. Llndargötu 9 A
öímar 2353 og 4373
APGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIPSTOPA:
PDDUHÚSI, Llndargöta 9A
Slml 2323
31. árg.
Reykjavík, miovikudaginn 7. maí 1947
84. blað
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um
félagsheimili
Árlegt framlag til þeirra verður um 800
þúsund krónur.
Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær, hefir ríkisstjórnin lagt
fram stjórnarfrumvarp um þá breytingu á lögunum um skemmt-
anaskatt, að 45% af honum renni í félagsheimilasjóð, sem síð-
an styrki byggingu félagsheimila í sveitum og kaupstöðum. Mið-
að við reynzlu síðastl. árs, myndu tekjur félagsheimilasjóðs verða
um 800 þús. kr. á ári. Jafnframt hefir stjórnin flutt annað frv.
um féla'gsheimili.
Á undanförnum þingum hafa Framsóknarmenn lagt til, að
ríkið styrkti byggingu félagsheimila og fluttu þeir frv. þess efnis
strax í þingbyrjun nú. Mál þetta hlaut daufar undirtektir þings-
ins þar til nú í vetur, að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins
fluttu frv. er gekk í þessa átt.
Hér á eftir fer frumvarp stjórnarinnar um félagsheimili:.
— Með félagsheimilum er í
lögum þessum átt við samkomu-
hús, sem ungménnafélög, í-
þróttafélög, lestrarfélög, bind-
indisfélög, skátafélög og hvers
konar önnur menningarfélög,
sem standa almenningi opin án
tillits til stjórnmálaskoðana,
eiga og nota til fundahalda eða
annarrar félagsstarfsemi.
Félagsheimilasjóður.
Félagsheimilasjóði, sem nokk-
ur hluti skemmtanaskatts renn-
ur í, skal varið til þess að styrkja
byggingu félagsheimila. Ekki
má þó styrkur til hvers félags-
heimilis nema hærri fjárhæð en
svarar 40% af byggingarkostn-
aði þess. Ekki má heldur styrkja
byggingu nema eins félagsheim-
ilis í hverju sveitarfélagi, meðan
þörfum annarra sveitarfélaga
fyrir slík hús hefir ekki verið
fullnægt. Styrkinn má hins veg-
:ar veita, hvort heldur eitt slíkra
félaga, sem um ræðir í 1. gr.,
stendur að byggingu félags-
heimilis eða fleiri í sameiningu.
Nú hefir félagsheimili notið
eða nýtur byggingarstyrks úr
ríkissjóði auk þess, sem fyrir
er mælt í lögum þessum, og má
þá styrkur samkvæmt þeim
ekki nema meiru en svq, að
hann ásamt ríkisstyrknum nemi
40% af byggingarkosínaði.
Stjórn félagsheimilasjóðs. >
Stjórn félagsheimilasjóðs er
í höndum menntamálaráðherra.
Veitir hann styrki úr sjóðnum,
að fengnum tillögum fræðslu-
málastjóra og íþróttanefndar.
Umsóknir um styrki skulu send-
ar íþróttanefnd og fylgi upp-
dráttur að húsi því, sem fyrir-
hugað'er að byggja,ásamt grein-
argerð fyrir þörfinni á félags-
heimili á þeim stað, sem um er
að ræða, og ítarleg lýsing á fyr-
irhugaðri notkun ]iess. Við veit-
ingu styrks getur menntamála-
ráðherra gert það að skilyrði,
að húsið sé byggt samkvæmt á-
kveðinni teikningu og yfirleitt
:sett þau skilyrði önnur viðvíkj-
andi gerð og notkun íélags-
heimilanna, sem hann telur
ERLENDAR FRETTIR
Aukaþing sameinuðu þjóð-
anna heldur áfram að ræða
Palestínumálið. Gyðingum hef-
ir verið neitað um að eiga full-
trúa með málfrelsi á þingfund-
um, en hins vegar hefir þeim
verið leyft að flytja mál sitt
fyrir stjórnmálanefnd þingsins.
Hefir verið deilt um þetta atriði
allmikið seinustu dagana.
Kesselring marskálkur, sem
var yfirmaður þýzka hersins á
ítalíu, hefir verið dæmdur til
dauða af brezkum herrétti. Hon-
um er gefið það að dauðasök að
hafa látið drepa ítalska gisla í
hefndarskyni fyrir morð á þýzk-
um hermönnum.
nauðsynleg til \>ess að þau komi
að sem beztum notum og séu
sem mest við hæfi þess bæjar-
eða þeirrar byggðar, þar sem
þau eru reist. Menntamálaráð-
herra getur og gert það að skil-
yrði fyrir styrkveitingu, að
sveitarfélag, þar sem félags-
heimili á að byggja, láti ókeyp-
is í té viðunandi byggingarlóö
Félagsheimili sveitarfélaga.
Nú. hefir sveitarfélag eða
sveitarfélög forgöngu um bygg-
ingu félagsheimilis, og skal þá
heimilt að styrkja hana úr fé-
lagsheimilasjóði, enda sé þá
húsið 'til afnota í þágu slíkrar
starfsemi, sem félög þau, sem
um ræðir í 1. gr., hafa með
höndum.
Áskilji sveitarfélag sér rétt
til þess að nota húsið að meira
eða minna leyti í öðru skyni,
skal draga frá byggingarkostn-
aði þess fjárhæð, sem telja má
hæfilega vegna þessara nota, og
má styrkurinn ekki nema meiru
en 40% af því, sem þá verður
eftir. Án leyfis menntamálaráð-
herra er sveitarfélagi óheimilt
að taka siðar að nota aukinn
hluta hússins til annars en um
ræðir í 1. málsgr. Leyfi mennta-
málaráðherra slíkt, skal sveitar-
félagið endurgreiða tiltölulegan
hluta styrksins. Vilji það síðar
láta aukinn hluta hússins eða
það allt til þeirrar starfsemi,
sem um ræðir í 1. málsgr., má
veita því viðbótarstyrk, svo sem
úm nýbyggingu væri að ræða.
Rekstur félagsheimila.
Eigendum félagsheimila, sem
notið hafa byggingarstyrks úr
félagsheimilasjóði, skal skylt að
heimila slíkum félögum, sem um
ræðir í 1. gr., í sama bæ eða
sömu byggð, afnot af húsinu
gegn hæfilegu gjaldi, ef það' fer
ekki í bága við eðlilega þörf
(Framhald á 4. síðu)
Matargleðin skín af hverri brá
Þessi mynd er frá ensku alifuglabúi. Húsmóðirin er að gefa kalkúnunum.
Þar í landi þykja kalkúnar einn hinn mesti hátíðamatur, líkt og aligæs-
ir víða annars staðar. Þessir kalkúnar eru af amerísku kyni, allir hvítir.
— Hér á landi er kalkúnarækt lítið sem ekki stunduð. Gæti þó ekki verið
grundvöllur fyrir hana, til dæmis í grennd við Reykjavík?
Akurnesingar stofna samvinnu-
félag um rekstur kúabús
Framkvæmdir hafnar þegar í vor.
Akurnesingar hafa stofnað með sér samvinnufélag til að koma
upp og reka kúabú í Görðum á Akranesi. Hefir það að miklu
leyti Iagzt niður á Akranesi seinustu árin, að einstakir menn
ættu búpening og nytjuðu ræktarbletti, sem bærinn lét í té í
Garðalandi. Tíðindamaður blaðsins sneri sér til séra Jóns Guð-
jónssönar sóknarprests á Akranesi og fékk hjá honum fréttir
af hinu nýstofnaða félagi.
:»«»«««:«::««::«::::::::«::::««««««
AUSTRÆNT
LÝÐRÆDI
I áróðri sínum við atkvæða-
greiðsluna í Dagsbrún á dögun-
um, gripu forsprakkar sósíal-
ista til hinna furðulegustu með-
| ala. M. a. létu þeir prenta á-
róður á atkvæðaseðilinn. Neðan
á seðilinn var prentuð svohljóð-
i andi klausa:
Athugið: Stjórn, trúnaðar-
ráð og- félagsfundur mælir
H með uppsögn samninganna.
"' Þe.tta væri svipað því og
prentað væri neðan á atkvæða-
|| seðil við bæjarstjórnarkosningar
í Reykjavík: Borgarstjóri og
bæjarstjórn mæla með því, að
kosinn sé listi Sjálfstæðisflokks-
ins.
« Undarlegt væri, ef þessi for-
| smekkur af austrænu lýðræði
fj verður þjóðinni ekki nokkurt
| umhugsunarefni.
'«««««:««:«««:««::««:««
Félagsstofnun þessi hefir um
nokkurt skeið verið í undirbún-
ingi á Akranesi, og er mikill á-
hugi meðal margra bæjarbúa
fyrir því, að það geti orðið að
því liði í mjólkurmálum bæjar-
ins, sem því er ætlað, sagði séra
Jón.
Félagið var stofnað af 20
mönnum, sem komu saman á
fund í gistihúsinu á Akranesi
22. apríl. Var stofnfundurinn
haldinn að tilhlutun Jóns Guð-
mundssonar gestgjafa, áður í
Valhöll á Þingvöllum.
Markmið félagsins, sem er
samvinnufélag, er að koma upp
og reka kúabú að Görðum á
Akranesi.
H jálparstarf semi Litla
ferðafélagsins öðrum
til eftirbreytni
Lokið við að hreinsa
garðana í Múlakoti.
Eins og kunnugt er efndi Litla
ferðafélagið til farar austur í
Fljótshlíð síðastliðinn laugar-
dag. Tóku 35 manns þátt í för-
inni, bæði konur og karlar. Var
unnið þar á laugardag og sunnu
dag að því að hreinsa garðana
í Mú'akoti og aka vikrinum úr
þeim brott. Lokið var við að
hreinsa grafreitinn og garðana
þrjá. Vigfús Sigurgeirsson ljós-
myndari var með í förinni, og
tók hann kvikmynd af vinnu-
brögðunum. Er ætlunin að sýna
hana síðar öðrum til hvatning-
ar u'm sams konar hjálparstarf-
semi eystra. Á kvöldin skemmti
Svavar Benediktsson harmón-
ikuleikari, og var þá dansað.
Jón Einarsson, *ormaður Litla
ferðafélagsins, kom Inn i rit-
stjórnarskrifstofu Tímans í gær
og bað blaðið að færa þakkir
öllum, sem þátt tóku í förinni,
svo og Búnaðarfélagi íslands,
sem lánaði verkfæri og bíla, og
Pálma Einarssyni og Árna G.
(Framhald á 4. siðu)
Jón Guðmundsson gestgjafi
er mikill áhugamaður um land-
búnaðarmál. Hann hefir haft
með höndum búrekstur á Görð-
um að undanförnu, og var hann
búinn að bjóðast til þess að
leggja eignir sínar þar til bús-
ins, ef stofnað yrði.
Hið nýstofnaða samvinnufé-
lag ber heitið Akur, og í fyrstu
stjórn þess hlutu kosningu Jón
Guðmundsson gestgjafi, formað
ur, Jakob Sigurðsson forstjóri.
séra Jón M. Guðjónsson, Þor-
geir Jósefsson bæj arfulltrúi og
Þórhallur Sæmundsson bæjar-
fógeti. Varamaður í stjórn var
kosinn Halldór Þorsteinsson
bæjarfulltrúi, en endurskoðend-
ur Hálfdán Sveinsson kennari
og Sveinbjörn Oddsson bóka-
vörður.
Á stofnfundinum ríkti mikill
áhugi fyrir að hefja þessi 'ný
stofnuðu samtök til stórra á
taka, bæjarfélaginu til heilla og
hollustu fyrst og fremst.
Samvinnufélagið Akur hefir
keypt sér mikið land í svonefnd
um Garðaflóa, og er ákveðið að
hefja í vor bygginga- og rækt
unarframkvæmdir þar.
Morðinginn gerir sér fulla grein
fyrir hvernig hann framdi
verknaðinn
Rannsókn hins hryllilega morðmáls er ennþá ekki að fullu lok-
ið og hafa mörg vitni verið yfirheyrð í gær og í fyrradag, auk á-
i ásarmannsins sjálfs, Ingólfs Einarssonar, sem nú er búið að
yfirheyra þrisvar sinnum. Tíðindamaður blaðsins átti í gær tal
við Loga Einarsson, sem hefir með höndum rannsókn þessa máls.
Þegar morðinginn, Ingólfur
Einarsson, var handtekinn á
laugardagskvöldið sýndi hann
enga mótspyrnu, eins og kunn-
ugt er. Var þá engu líkara en
æðið, sem hafði gripið hann,
væri þá þegar að mestu runnið
af honum.
Skömmu eftir miðnætti að-
faranótt sunnudagsins var hann
þegar tekinn til yfirheyrslu í
fangelsinu við Skólavörðustíg.
Var hann þá tiltölulega rólegur
og gerði sér að því er virtist
fulla grein fyrir því, sem skeð
hafði. Gat hann skýrt frá verkn
aði sínum í öllum aðalatriðum,
þó síðari framburðir hans hafi
verið nákvæmari í einstökum
atriðum.
Við yfirheyrslurnar er ekki að
sjá annað en að Ingólfur sé
þ.ess fyllilega meðvitandi hvern-
ig það atvikaðist að hann framdi
þennan hryllilega verknað. Seg-
ist hann hafa legið fyrir síðari
hluta laugardagsins, eða frá kl.
4—7, en um það leyti, og er
hann þó ekki alveg viss um tím-
ann, segir hann að gripið hafi
sig eitthvert óviðráðanlegt æði.
Hafi hann þá fengið löngun til
að handleika hníf, sem hann
geymdi í skúffunni hjá sér og
jafnframt langað til að beita
honum gegn fólki. Tók hann
svo hnífinn og rauk með hann
út í þessum ákveðna tilgangi.
Segir hann, að sér hafi verið
það algjörlega um megn að ráða
við þessa hvöt sína. Segist hann
hafa farið að bragga nr. 1, ein-
ungis vegna þess að þangað var
stutt, en ekki vegna þess, að
hann bæri neinn kala til fólks
ins, sem þar býr. Segist hann
áður hafa fengið æði svipuð
þessu, en þá ævinlega ráðið við
löngun sína til að beita hnífn-
um á þennan hátt og getað bælt
hana niður. Segist hann hafa
reynt það líka í þetta skipti, en
ekki getað við neitt ráðið.
Segist hann hafa farið beina
leið inn í braggann og séð litlu
telpuna á legubekknum, sem var
ein í bragganum. Segist hann
hafa gengið beint að.henni og
stungið hana með hnífnum, þar
til hann taldi hana andaða. Seg-
ir hann að ekki hafi verið laust
við að nokkur geigur hafi verið
í sér, á meðan hann framdi
verknaðinn. Þegar hann var bú-
inn að fremja illræðið á litla
barninu, segist hann hafa snúið
sér til dyra og þá mætt eldri
telpunni í ganginum. Réðist
hann þá þegar að henni í sama
tilgangi, en segir að hún hafi
sloppið úr höndum sínum. Skipti
það engum togum að hann eltir
hana út með brugðinn hnífinn,
en hitti þá móðurina fyrir.
Ræðst hann þegar að henni, en
henni tekst einnig að komast
undan. Segir hann, að þá hafi
menn komið innan lítillar stund
ar og handtekið sig.
Ingólfur Einarsson er, eins
og áður er sagt, yfirleitt róleg-
ur, meðan hann er yfirheyrður.
Það leynir sér þó ekki, að mað-
urinn er geðbilaður og bilaður
á taugum. Ekki hefir neitt bent
til þess, að honum þætti miður
hvað skeð hefði, nema það, að
hann andvarpaði einu sinni,
þegar hann skýrði frá því,
hvernig hann framdi verknað-
inn, um leið og hann sagði, að
litla barnið hefði víst dáið.
Dagsbrúnarsamningun-
um sagt upp í gær
Lítill athvæðamunur við athvagðagrei&sluna.
Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík sagði í gær upp
samningum sínum við vinnuveitendur frá 7. júní að telja. Upp-
sögn samninganna var samþykkt við almenna atkvæðagreiðslu
félagsmanna um s. 1. helgi, en samningar voru uppsegjanlegir
með mánaðar fyrirvara.
56 nemendur útskrif-
ast úr Samvinnu-
skólanum
Samvinnuskólanum var sagt
upp 2. maí. Að þessu sinni út-
skrifuðust 56 nemendur. Hæsta
einkunn, og um leið hæstu eink-
unn, sem tekin hefir verið í skól-
anum, hlaut Valdís Halldórs-
dóttir frá Sævarendum í Fá-
skrúðsfirði. Fékk hún 1. ágæt-
iseinkunn, 9.21, í aðaleinkunn.
Næsthæsta einkunn hlaut Óskar
Jónsson úr Árnessýslu, 8.76. Að
loknu prófi fóru allir fullnað-
arprófsnemendur í skemmtiferð
og fóru austur í Vík í Mýrdal,
að Laugarvatni og Þingvöllum.
Flest þeirra, sem útskrifuðust,
eru þegar ráðin til ýmsra verzl-
unar- eða skrifstofustarfa. —
Inntökupróf í 1. bekk fyrir
næsta vetur hefst 10. maí.
Verkamannafélagið Dagsbrún
samþykkti á félagsfundi á laug-
ardaginn var að efna til at-
kvæðagreiðslu um uppsögn á
samningum félagsins við vinnu-
veitendur. Þegar að fundinum
loknum hófst atkvæðagreiðslan
og stóð hún seinnihluta laug-
ardagsins og sunnudaginn allan.
Lítill atkvæðamunur.
Við talningu komu alls fram
1720 atkvæði, en félagsmenn
munu alls vera um 3000. Með
samningsuppsögn greiddu 937
atkvæði, 770 voru á móti, en 13
atkvæðaseðlar voru auðir og ó-
gildir.
í gær sendi stjórn Dagsbrún-
ar stjórn félags vinnuveitenda
bréf, þar sem hún segir form-
lega upp samningum frá 7. júní
að telja.
Fylgi kommúnista minnkandi.
Það er athyglisvert við úrslit
atkvæðagreiðslunnar í Dagsbrún
að fylgi kommúnista virðist fara
þar stórlega minnkandi, en þeir
börðust fyrir uppsögn samninga.
Við stjórnarkosningar í félag-
inu í fyrra hlutu þeir 1304 at-
kvæðí, við stjórnarkosningar í
vetur 1107 atkvæði og við at-
kvæðagreiðsluna núna tókst
þeim ekki að skila nema 937 at-
kvæðum, og er þó mælt, að þeir
hafi ekki legið á liði sínu.
Uthlutunarnefnd
listamannastyrkja
í fyrradag fór fram á Alþingi
kosning 4 manna í nefnd til að
skipta fjárveitingu til skálda,
rithöfunda og listamanna. —
Þessir voru kosnir:
Þorsteinn Þorsteinsson, al-
þingismaður, Ingimar Jónsson,
skólastjóri, Þorkell Jóhannes-
son, prófessor, Magnús Kjart-
ansson, ritstjóri.