Tíminn - 07.05.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.05.1947, Blaðsíða 3
84. blatf TÓIIIVIV. migvikudaginii 7. maí 1947 3 Leikfélag R.eykjavíku.r: Ærsiadraugurin.n \ -------------- Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund Síðastliðið föstudagskvöld hafði heikfélagið frumsýningu á gamanleiknum Ærsladraug- urinn eftir Noel Covard. Noel Covard er umsvifamikill leikritahöfundur í Bretlandi., Hér mun hann helzt hafa verið þekktur af leiknum Cavalcade, sem sýndur var á kvikmynd fyr- ir liðlega 10 árum. Ég sé nú, að fólki er sagt, að Cavaicade sé ekki mikið skáldverk og sé eins konar saga Bretlands eða „brezka heimsveldisins“ fyrstu áratugi aldarinnar. En þegar ég horfði á kvikmynd þessa vestur á ísafirði, skildist mér, að þar væri með skáldlegum tilþrif- uf og djúpskyggni bent á þau ömurlegu örlög, sem menning- arþjóðir nútímans skapa sér, með því að ala börn sín upp til ójafnaðar og yfirgangs, hernaðar og hryðjuverka. Mér sýndist, að þar væri rakið hvernig „ljóminn“ af Búastríð- inu undirbjó þátttöku Bretlands í heimsstyrjöldinni fyrri, en jafnframt væri það sýnt, að betra væri að sökkva í sjú með ástvinum sínum í blóma lífsins, en að lifa til þátttöku í hörm- ungum styrjaldarinnar. Hitt var svo annað mál, að í myndlna voru teknir ýmsir merkisatburð- ir úr lífi Lundúnabúans, svo sem útför Viktoríu drottningar. En þó að Noel Covard hafi þannig samið stórbrotna skáld- leiki, er Ærsladraugur hans ekki af því tagi. Hann er gam- anleikur, en þó eru persónur hans vel gerðar og sjálfum sér samkvæmar lífs og liðnar, því að sumar þeirra eru framliðnar, þó að þær gangi ljósum logum á leiksviðinu. Tilsvör og viðtöl eru mörg' hnittin og snjöll og ekki hvað sízt, þegar húsbónd- inn hefir báðar konur sínar hjá sér og talar við þær á víxl, þó að sú, sem enn lifir, hvorki sjái hina né heyri. Ekki mun andatrúarmönnum finnast, að þeir læri á þessum sýningum hversu byrja skuli miðilsfundi, en sjálfsagt þykja þeim mörg fyrirbærin merkileg og óneitanlega er það skemmti- leg tilbreytni að hafa skyggni- gáfu þessa stund á áhorfenda- bekkjunum. En hvað sem um þau vísindi er að segja, er fóíkið mannlegt og eðlilegt. Þegar húsbóndinn sér fyrri konuna ’fyrst, heldur hann sig vitlausan, en áttar sig þó fljót- lega. Konan hans held'ur að þessar sýnir stafi af því, að hann hafi borðað eitthvað ó- heppilegt, en hann vill ekki að- hyllast þá skoðun að dularfull fyrirbrigði byrji í meltingar- færunum, og þar sem frúin hefði borðað eins mikið af steiktu lúð- unni hefði hún líka átt að sjá fyrri manninn sinn. Leikurinn er byrgur af skarplegum at- hugunum í líkingu við þetta. Um meðferð leikendanna er gott eitt að segja, enda eru hlut- verkin öli í höndum þraut- reyndra leikara, nema Herdís Þorvaldsdóttir leikur Elvíru, fyrri konuna framliðnu, en það gerir hún svo, að hér eftir á hún sæti með viðurkenndustu leik- konum okkar. Valur Gíslason leikur mesta hlutverkið, og bregður engum við að hann ger- ir því mjög góð skil. Aðrir leik- endur eru Þóra og Emilía Borg, Arndís Björnsdóttir, Brynjólfur Jóhannesson og Nína Sveins- dóttir. Haraldur Björnsson er leik- stjóri. Leik þessum var mjög vel tek- ið og þótti hin bezta skemmtun. Hann er líka vel þess verður að á hann sé horft, því að saman fer góð meðferð, skemmtileg uppsetning og skörp mannþekk- ing. H. Kr. SEXT4JGUB: Guðjón Jónsson bóndi á Skeggjastöðnm í Flóa. Hann er fæddur á Skeggja- stöðum 7. maí 1887 og voru for- eldrar hans hjónin Jón bóndi Guðmundsson og Guðrún Bjarn- héðinsdóttur. Guðjón hefir alla ævi dvalið á Skeggjastöðum, fyrst hjá foreldrum sínum, en síðan hjá Halldóri bi’óður sín- um og nú hjá ekkju hans. Guðjón naut ekki menptunar í æsku fremur en þá var títt um bændabörn. Hins vegar var kennt að vinna og sýna trú- mennsku í störfum sínum og á mis við þá kennslu fór Guðjón ekki, enda er trúmennska og skyldurækni einn sterkast þátt- urinn í skaphöfn hans. Samfara áhuga fyrir hvers konar störfum við búskapinn var Guðjón snemma bókhneigð- ur og varði tómstundum sínum til lesturs. Hefir hann verið bókavörður lestrarfélagsins í sveit sinni í tæp 40 ár og á það engum manni jafn mikið að þakka og honum, fyrir marg- þætt og fræbærlega vel unnin störf. Guðjón er áhugamaður mikill um hvers konar félags- legar framkvæmdir og hefir áhrifa hans gætt þar mikið. Hjálpfýsi hans og greiðvikni er alkunn. Guðjón er maður hreinskil- inn og heill í hverju því, er hann ljær fylgi sitt. Samvinnumaður er hann einlægur og fylgir fast stefnu Framsóknarflokksins. Hann er trúnaðarmaður Tímans í Hraungerðishreppum og rækir þau störf sem önnur með rögg- semi og festu. Hann á sæti í stjórn sjúkrasamlagsins frá stofnun þess og ýmsum fleiri trúnaðarstörfum hefir hann gegnt fyrir sveit sína,. Við búskapinn starfar Guðjón af dugnaði og einstök snyrti- mennska einkennir öll hans verk. Hann hefir farið í margar fjailíerðir og þótt þar vel hlut- gengur sem annars staðar. Taug sú, er bundið hefir Guðjón við ættpirgarð er römm og til fyrir- myndar. í dag munu nokkrir sveitungar Guðjóns og vinir heimsækja hann til þess að þakka honum farsæla samfylgd og árna honum heilla um ó- farna ævidaga. Á. Þ. Meðal við holdsvciki. Tveir rússneskir vísindamenn, Gou- barev prófessor og Tarskiev, eru sagðir hafa fundið meðal við holdsveiki. Hafa þeir fengið sár á höndum og fótum sjúklinga til að gróa á fáum vikum. og kannske hefir hann lika langað í nýjan silung. Nú er það svo, að aldrei hefir nein vinátta tekizt með honum og Garmi, og þegar hundurinn sá Ásta-Brand skjóta upp kryppunni, sperra þrumuleiðarann beint upp í loftið og nudda sér malandi upp við fótinn á mér, spratt þessi illviljaði rakki upp í keltu Láru, datt á afturendann niður í lóðarstampinn og slengdi fram- löppunum út á borðstokkinn. Þar byrjaði hann að gelta af mikilli heift. — Garmur, ástin mín — þú dettur i vatnið og drukknar, hrópaði Lára. Og um leið laut hún fram á og ætlaði a<ír hjálpa eftirlæti sínu. En þetta hefði hún ekki átt að gera, því að í næstu andrá hvolfdi kænunni og öll bátshöfnin steyptist í vatnið. Nú varð meiri atgangur heldur en orð fá lýst. Bræð- urnir hlógu og bölvuðu til skiptis. Garmur ýlfraði og skrækti, og hin tröllauknu brjóst Láru gengu í bylgjum, þar sem hún lá á hryggnum í vatninu, en hjjóðin, sem hún gaf frá sér, minntu helzt á það, er heyra má í dýragarði, þegar verið er að gefa rándýrunum. Bróðir húsbóndans dró hina bústnu konu sína til lands, sem var þó nokkrum erfiðleikum bundið, því að Garmur synti sífellt hringinn í kringum hana og vildi komast á þuqrt og leitaði einkum uppgöngu á þeim stað, þar sem fóstra hans ætlaði honum venjulega sæti. En hon- um gekk illa að fóta sig, auk þess, sem eiginmaðurinn varði konu sína gegn áleitni hans, svo að hann hrataði jafnharðan í vatnið aftur, þótt hann næði snöggvast fótfestu með framlöppunum. Loks komst þó þetta skipreika fólk upp að bakkanum, og Há kom það á mig að taka við Láru. En það voru ófögur orð, sem ég fékk að heyra. Hún var nær dauða en lífi, hún var þunnt klædd, svo að blessaður hundur- inn hafði stórskaðað hana með klónum — hver gat láð honum, sem var að bjarga lífi sínu! Þetta var allt mér að kenna. Hefði ég ekki verið að þvælast þarna á hryggjunni, hefði kattarf j andinn ekki komið heldur. En þegar hér var komið sögu, gerðist enn voveiflegur atburður. Garmur var lika kominn á þurrt, hristi sig og tók á sprett á vatnsbakkanum, eins og hunda er siður, þegar þeir blotna. En nú kom í ljós, að hann hafði flækt sig í lóðinni, og svo illa tókst til, að öngull krækt- ist aftan í Láru, um leið og. hann þaut framhjá henni. Hundurinn var aftur á móti feginn að vera sloppinn úr háskanum, og kastið var svo mikið á honum, að allur bakhlutinn sviptist úr kjólnum upp að belti. Og þarna stóð nú Lára, forblaut eins og hvolpur, sem drekkt hefir verið í poka, blásandi og hrækjandi, grátandi og bölv- andi, stappandi niður fótunum og kallandj á Garm. Það var óneitanlega mjög tilkómumikil sjón að sjá hana, einkum þó aftan frá. Ferlegir fætur hennar nutu sín til fulls í grænum sokkunum, hinar miklu læra- stoðið og útskotið þar fyrir ofan enn betur. Víðar, forblautar silkibuxurnar loddu við líkamann, svo að hver felling, dæld og bunga kom skýrt í ljós, og á ógreiríðum stað, þar sem skein í hana bara, sást löng, rauð rispa. — Skjótið köttinn, æpti hún, áður en við drukknum öll til fulls. — Skjóttu hundinn, öskraði maður hennar milli hláturskviðanna. Þá yrði bæði þú og veröldin einhverja ögn friðvænlegri á eftir. — Ég krefst skilnaðar, veinaði Lára snöktandi. — Það væri áreiðanlega skársta lausnin, sagði hús- bóndinn. En nú hló hann ekki, og þá þagnaði Lára. Hún þreif í handlegginn á mér og staulaðist upp brekk- una, og þau ástarorð, sem hún lét falla um fólkið á Grund og lífið yfirleitt, voru hvorki fá né smá. í sama bili og við ætluðum yfir þjóðveginn, kom bíll brunandi. Þetta var sýslumaðurinn og frú hans. Hann ætlaði sýnilega að fara að þinga, því að hann var i svörtum frakka, með gullna einkennishúfu á höfði og hátíðlegan embættissvip á andlitinu. En þegar Lára sá þetta, gerði hún hlé á formælingun’- n, rak upp lágt óp, greip báðum höndunum fyrir andlit sér og sneri sér undan. í stað þess að leyfa yfirvaldinu og föruneyti þess að sjá framan í sig, skaut hún í það varnarlausum bakhlutanum, þar sem öll tjöld höfðu verið dregin til hliðar. Bíllinn hafði hægt á sér, og sýslumannshjónin voru bæði komin út að sömu rúðunni. Þau guðhræddu hjón Jbafa áreiðanlega séð hér eftirminnilegan vitnis- burð um gjafmildi skaparans. Varir sýslumannsins hreyfðust, og ég var viss um, að hann var að lesa Faðirvorið. En hvernig sem á þvi stóð, þá skein bæði undrun og skelfing úr svip hjónanna. Þeim hefir sennilega verið nóg boðið. En hinu furða ég mig þó meira á, að bíllinn skyldi ekki renna út í skurðinn. Allt er, þegar þrennt er, segir máltækið, og þegar við komumst loks í húsaskjól, krafðist ég þess, að Lára færi úr tuskunum niðri í eldhúsinu. Hún vildi fara beina leið upp í svefnherbergið, en ég setti hnefann í borðið, og svo reif hún sig úr slitrunum, sem eftir voru á henni, meðan Hildigerður yljaði stórrósóttu náttfötin hennar við eldavélina. Lára gekk hraustlega til verks, Getum a£greitt nú þegar handsáðvélar „Nordland” fyrir grasfræ. Samband ísl. samvinnuf élaga TILKYNNING Það tilkynnist hér með að sandnám er bannað í landar- eign Sanda í Miðfirði nema með leyfi ábúanda jarðarinnar Þorvarðar Júliussonar. Reykjavík, 28. marz 1947. Þórir Baldvinsson njálmtýr Pétursson. Starfsstúlkur vantar í Landsspítalann nú þegar. Upplýsingar hjá forstöðukonunni. %^ingarsamviimufélag Beykjavíkur. Framhaldsaðalfundur Byggingarsamvinnufélags Reykjavikur verður föstudaginn 9. maí kl. 8,30 síðdegis í Kaupþingssalnum. Dagskrá: Aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Stjórnin. Málmsteypumenn ÚTGERÐARMENN - ÚTGERÐARFÉLÖG Nokkur síldveiðiskip geta komist að til löndunar á Djúpavík og Dagverðareyri næsta sumar. Hvor síldar- verksmiðjan hefir tvö sjálfvirk löndunartæki og vinnslu- afköstin verða á sólarhring í sumar ca. 6000 mál á Djúpa- vík og 5000 mál á Dagverðareyri. Þeir útgerðarmenn, er hafa hug á að leggja síldarafla skipa sinna upp á þessum stöðum á næstu síldarvertíð semji góðfúslega um það fyrir 15. maí n.k. við verksmiðjustjórann á Djúpavík eða Dag- verðareyri, eða við skrifstofu Alliance h.f. í Reykjavík. Djúpavík h.f. Síldarbræðslustöðin Dagverðareyri h.f. Sveinar og hjálparmenn óskast i málmsteypu vora. j Ennfremur er hægt að bæta við 2 nemum í málm- | steypu. Landssmiðjan UTBREIÐIÐ TIMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.